Heimskringla - 21.03.1945, Blaðsíða 6

Heimskringla - 21.03.1945, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. MARZ 1945 STÚLKAN ÚR FLÓANUM “Eg er að furða mig á því hvaða dóm fólk mundi leggja á svonalagaða hljómlist” sagði hann. * “Eg hefi bara einu sinni leikið opirtber- lega,” svaraði Elenóra, “og eg held að fólki hafi fallið það vel. 1 gær fékk eg bréf, þar sem mér var boðið að taka að mér stjórn hljómsveitar- innar við miðskólann í Onabasha. Eg mundi gjarna spila endurgjaldslaust aðeins til að fá tækifæri til að segja það, sem mér býr í brjósti.” “Hættið við þá fyijirætlan að ganga á mentaskólann. Þér þarfnist engrar slíkrar skólagöngu. Þér eruð komin langt fram úr henni hvort sem er.” “Er yður al^ara, að þér munduð hætta við frekara nám, væruð þér í mínum sporum?” “Ef þér gætið litið á það þannig, mundi eg segja, að þér séuð nú á hærri skóla og hafið ætíð verið það. Þér hafið gengið í skóla reynsl- unnar, og hann hefir kent yður að hugsa og gætt yður göfugu hjarta. Hamingjan veit að eg öfunda þann mann, sem öðlast það. Eg mundi meira að segja ráða yður frá að lesa margar bækur um áhugaefni yðar. Þér fáið alla yðar þekkingu frá uppsprettu hennar, og berið skyn á hvað er rétt í þeim efnum. Það sem þér þurfið að gera er að byrja í tíma að koma því, sem þér vitið í búning. Bíðið ekki of lengi með að segja okkur það, sem þér vitið um skóginn og líf hans eins og þér þekkið það.” Nú fyrst mundi hann eftir að Mrs. Kom- stock var einhversstaðar í nándinni. “Eigum við að fara út á veginn og sjá hvort móðir yðar kemur ekki?” spurði hann. “Þarna er hún,” sagði Elenóra. “Það var þó heppilegt að eg gat-falið fiðluna í tæka tíð. Eg bjóst ekki við, að hún kæmi svona bráðlega,” hvíslaði unga stúlkan, og gekk í áttina til móð- ur sinnar. Það var mjög undarlegur svipur á andliti Mrs. Komstock er hún leit á Elenóru. “Hafið þið fundið nokkuð ennþá?” spurði hún. “Ekki neitt sem eg get sýnt þér,” svaraði Elenóra. En eg veit ekki nema eg hafi fundið hugmynd, sem gerir algerða breytingu á áætl- unum mínum og lífsstarfi.” “Áætlunum fyrir lífsstarfinu! Þetta eru stórfeld orð,” svaraði Mrs. Komstock hlægj- andi. “Eg held að það sé bezt að láta metnað- argirnd þína liggja milli hluta. Eg hefi ætíð heyrt, að hún sé bezt þegar hún sefur. Og í hvert skifti, sem þú færð snert af þeirri veiki, þá verður ætíð tími til að finna ráð við henni. Við skulum heldur finna náttúrugripi. Nú er júní. Við Philip erum ennþá í fyrsta bekk. Hvaða kraftaverk gerir náttúran í júní. Hvað •er það, sem sérstaklega einkennir þann mán- uð?” “Þá fæðast öll stóru náttfiðrildin,” svaraði Elenóra hiklaust. Ammon klappaði saman lófunum. Tárin komu fram í augu Mrs. Komstock. Hún faðm aði Elenóru að sér og kysti á enni hennar. “Þú ert skynsöm,” sagði hún. “Finnið það sem einkennir starf hvers mánaðar. Vetrar- fuglarnir einkenna febrúar. Philip, þér ættuð að heyra þessa söngvara hérna úti í mýrunum í febrúar, þegar vetrarkvöldin eru venju fremur blíð. Þá syngja þeir nú fyrir alvöru. 1 tuttugu og eitt ár hefi eg á nóttunum hlustað á stórar uglur og litlar, á refina og þvottabjörninn og alla þá, sem eiga ennþá heima í þessum skógi, og á daginn hlustaði eg á haukana, gullbring- urnar, krákurnar og alla þá fugla, sem eru hjá okkur á veturna. Það er hér um bil beztu tón- leikirnir, sem við getum heyrt. Eg er að furða mig á hvort þú gætir ekki samið úr þessu frum- legt og stórbrotið lag og leikið það á fiðluna þína, Elenóra?” Elenóra saup hveljur og svaraði með þess- um einföldu orðum: “Eg gæti reynt það?” En nú þoldi Ammon ekki mátið lengur. “Við verðum að fara að vinna,” sagði hann og reif grein af tré en með henni rótaði hann upp jörðinni til að finna egg tenglsormanna. Mrs. Komstock dró upp úr vasa sínum kragann, sem hún var að bródera, og settist við verk sitt á trjástofn. Hún sagðist vera þreytt. Þau gætu komið og sett sig þegar þau væru búin. Hún gat heyrt raddir þeirra frá öllum áttum í kring um sig, þangað til hún hrópaði á þau og sagði þeim, að mál væri að fara heim og borða kvöld- matinn. Er þau komu til hennar stóð hún á skógargötunni og beið þeirra. I annari hend- inni hafði hún verkefnið, en í hinni fiðluna. Elenóra fölnaði við, en fylgdi þeim án þess að segja neitt. Þar sem Ammon gafst illa að því að kona í samfylgd hans, bæri þyngri byrði en hann, rétti hann út hendina eftir fiðlunni. Mrs. Komstock hristi höfuðið til merkis um að hún hafnaði boðinu. Hún bar fiðluna heim, bar hana inn í herbergið sitt og lokaði hurðinni á eftir sér. Elenóra sagði við Ammon: “Ef hún ónýtir fyrir mér fiðluna, þá verð- ur.það mér að bana.” “Það gerir hún ekki,” sagði Ammon með sannfæringarkrafti. “Þér misskiljið hana. Hún hefði ekki sagt það, sem hún sagði um uglurnar, ef hún hefði ætlað sér það. Þér misskiljið hana. Hún er móðir yðar. Enginn elskar yður eins mikið og hún. Mér finst að hún sé alveg fram- úrskarandi.” Mrs. Komstock kom róleg og ánægð til þeirra og þau hjálpuðust öll að því að búa til kvöldmatinn. Er þau höfðu snætt, röðuðu þau Ammon og Elenóra því, sem þau höfðu safnað um daginn, og fóru svo og báru blönduna á trén úti í skóginum, svo að þau gætu veitt fleiri skordýr. Er þau komu heim sat Mrs. Kom- stock úti í laufskálaum og þau gengu inn til hennar. Hún gekk strax inn í húsið og kom að vörmu spori aftur með fiðluna og lagði hana og bogann í kjöltu Elenóru. “Eg vildi að þú vildir spila dálítið fyrir okkur,” sagði hún. Og Elenóra lék svo lengi á fiðluna að hún gat tæplega valdið boganum fyrir þreytu. Þá fór Ammon heim. Þær fylgdu honum út að hliðinu og horfðu á eftir honum þangað til hann var kominn í hvarf. “Þetta kalla eg raglulega hæverskan ungl- ing,” sagði Mrs. Komstock. “Þegar maður sér hann gæti maður búist við, að hann hefði verið alinn upp hér úti í sveitinni, þótt hitt sé miklu sennilegra, að hann hafi verið alinn upp í eftir- læti frá blautu barnsbeini.” “Já, það hugsa eg að hann hafi verið,” sagði Elenóra hlægjandi, “en það hefir ekki haft ill áhrif á hann. Eg hefi ekki séð neitt útásetning- arvert í fari hans. Hann kennir mér margt án þess að vita af því sjálfur. Þú skalt vita að hann er útskrifaður aí Harvard háskólanum og síðan hefir hann lagt stund á lögfræði. Hann kemur hingað á morgun.” Næsta dag kom Ammon snemma, og fóru þau Elenóra strax út í skóginn. Mrs. Komstock hafði nú fengið svo mikið traust til hans, að hún var sjálf heima þangað til hún hafði lokið heim- ilisstörfunum. Þá fór hún til þeirra og settist aftur við að sauma en lét þau reika um skóginn eftir vild. 1 þetta sinni var kominn miðdegis- verðartími og hún tók með sér körfu fulla af mat. í þetta sinnið fann hún Philip og Elenóru hjá fjólunum, er ennþá voru í blóma og jafn fagrar. Þau borðuðu þar öll saman og svo fór Mrs. Komstock heim, en þau Elenóra og Ammon settust á trjábol til að hvíla sig. “Munið þér eftir hverju þér lofuðuð mér viðvíkjandi þessum fjólum?” spurði Ammon. “Edith á afmælisdag á morgun, og ef eg sendi þær með hraðlestinni snemma í fyrramálið, mun hún fá þær seinnipartinn á morgun. Þær ættu að halda sér svo lengi. Næsta dag fer hún norður eftir.” “Auðvitað getið þér fengið fjólurnar,” sagði Elenórá. “Við skulum hætta nægilega snemma áður en kvöldmaturinn kemur, og tína fjölda þeirra. Og það er hægt að ganga svo frá þeim að þær skemmist ekki á leiðinni. Þær ættu að geymast óskemdar þó við tínum þær í kvöld, ef þær standa í vatni í nótt.” Síðan fóru þau að safna á ný, unnu lengi og voru heppin. Þegar fór að rökkva kom Philip til Elenóru með mjög skrautlegt fiðrildi, sem hann hafði veitt. Hann sýndi henni hina dökku vængi skordýrsins og mjóu fæturnar, sem reyndu að krækja sig um fingur hans til að það gæti sloppið í burtu. Elenóra rannsakaði gaumgæfilega hina dökku vængi. “Eg held að þetta sé tegund, sem heitir Sappho”, sagði hún hrifin. “Fuglakonan verður heldur en ekki glöð.” “Við' verðum að ná strax í baukinn með eitrinu,” sagði Ammon. “Eg vildi ekki missa þetta fiðrildi þótt hundrað dalir væru í boði. Og það tók nú aldrei tíma fyrir mig að ná því.” Elenóra náði strax í krukkuna og ánnað, sem þau höfðu meðferðis. “Þegar maður er svona heppinn, að ná því- líku fiðrildi og þetta er, þá er mál að hætta og vera glaður það sem eftir er dagsins. Þér megið trúa því, að mér þykir vænt um þennan fund. Og nú skulum við fara. Við höfum rétt tíma áður en kvöldmaturinn kemur til að ljúka þessu, sem við töluðum um. En hvað mamma verður glöð þegar hún sér hversu heppin við höfum verið!” “Engum þykir vænna um það en mér,” svaraði Ammon. “Mér finst eins og eg hafi unnið fyrir mat mínum í kvöld. Við skulum koma!” Hann tók mest af farangrinum og bar það með sér og lét Elenóru ganga á undan. Hún gekk götuna, sem kýrnar voru vanar að ganga. Gata þessi lá heim að húsinu og fast hjá þeim stað, sem fjólurnar uxu á. Þar stansaði hún, lagði netið frá sér og hitt, sem hún hélt á, en Ammon gekk fram hjá henni og hélt áfram. “Ætlið þér ekki----” tók Elenóra til máls. “Eg ætla að flýta mér og koma fiðrildinu inn í húsið,” sagði hann. “Þetta eitur hefir dofnað, og við verðum að endurnýja það.” Hann hafði gleymt fjólunum. Elenóra stóð og horfði á eftir honum með einkennilegum svip á andlitinu. Hún stóð þar augnaiblik, tók svo upp netið og fylgdist á eftir honum. Við kviksyndið stansaði hún á ný og bjóst að hverfa til baka. En svo klemdi hún saman varirnar og hélt áfram. Klukkan var orðin níu þegar Ammon kvaddi þær og fór heim. Þær heyrðu hann blístra glaðlega þegar hann gekk niður veginn. Elenóra sagðist vera þreytt, og fór því upp í herbergið sitt, og fór í rúmið. En hún gat ekki sofnað. 1 huga hennar fæddust allskonar hugsanir og þess lengur sem hún lá, þess betur varð hún vakandi. Að síðustu fór hún á fætur. Svo fór hún að vinna. Tveimur tímum síðar stóð þar falleg karfa úr næfrum. Var hún sterk og reglulegt snildarverk. Hún setti vekjaraklukkuna til að vekja sig klukkan þrjú, fór svo í rúmið og sofnaði strax. Hún var komin fram úr rúminu áður en klukkan hringdi. Hún klæddi sig í snatri. Hún tók körfuna og pappaöskju, sem hægt var að teggJ3 körfuna í, gekk hægt ofan og út þangað, sem fjóluranr voru. Þegar karfan var fleyti- full af fjólum, lag§i hún hana niður í hinar sterku öskjur, lagði mosa í kringum hana til að halda henni stöðugri, batt svo öskjurnar með sterku bandi og smeygði miða með nafni og heimilisfangi undir krossbandið. Hún lagði svo af stað gegnum skóginn til að stytta sér leið, og gekk hratt til Onabasha. Klukkan var nú sex, en allur sá hluti bæjarins, sem hún vildi forðast að sæi ferðalag sitt var enn í fasta svefni. Henni veittist ekki örðugt að ná í dreng einn. Hún sendi hann með böggulinn til húss dr. Ammons. Hún beið álengdar meðan hann hringdi og hún sá að hann fékk vinnukónunni öskjurnar. Á leiðinni heim fór hún framhjá sumum trjánum, sem ^hún hafði borið á og tók skor- dýrin, sem hún hafði veitt, heim með sér. Hún fór með þau inn í eldhúsið eins og hún kæmi bara utan úr skógnum, og því spurði móðir hennar hana ekkert um ferðalag hennar. Að morgunverði loknum, gekk Elenóra upp í her- bergi sitt og afmáði þar öll merki um starfsemi sína um morguninn, fór síðan inn í laufskálann og raða§i þar því, sem hún hafði veitt. Skömmu síðar kom Ammon álengdar eftir veginum. “Eg er orðin leið að sitja hérna,” sagði Elenóra við móður sína, “svo eg ætla að ganga niður á veg- inn og mæta honum.” “Hver er sá, sem engu gleymir, og gerir ætíð það, sem rétt er?” kallaði Ammon til henn- ar þegar hann var enn langt í burtu. “Ekki þér,” svaraði Elenóra, “en meðgang- ið nú að þér gleymduð þessu.” “Já, alveg hreint,” svaraði Ammon. “En til allrar lukku hefði engin skaði skeð. Eg skrifaði í síðustu viku til Polly og bað hana að senda Edith einhvérja viðeigandi afmælisgjöf ásamt miða frá mér.” 21. Kap. — Elenóra gerir játningu sína. Dagar þessir voru upphaf þess tíma er þau störfuðu saman. Eftir að júní mánuður var lið- inn leituðu þau ekki svo mjög eftir fiðrildum, en fóru um engi og skóga til að finna náttúru- gripi handa Elenóru er hún færi að kenna í skólanum. Mrs. Komstock hjálpaði þeim mikið. Hún hafði góða dómgreind og var mjög hagsýn. Er þau komu heim úr leiðangrum þessum alveg dauðþreytt, þá var ætíð til handa þeim matur heima í bjálkahúsinu. Þar gengu þau frá og skpulögðu það, sem þau höfðu safnað og ræddu saman um viðburði dagsins. Það var heitt mjög síðari hluta dagsins í ágústmánuði. Inn um hliðið kom boðberi frá símskeytastöðinni. “Eg hefi hér símskeyt handa Mr. Philip Ammon,” sagði hann. Mrs. Komstock gekk út um eldhúsdyrnar og hringdi bjöllunni af öllum mætti. “Gengur nokkuð að þér, mamma?” kallaði Elenóra. Mrs. Komstock benti á boðberann. “Áríð- andi símskeyti til Philips”, sagði hún. Ammon bað þær að afsaka og opnaði sím- skeytið. Hann varð náfölur í framan. “Eg verð að fara með fyrstu lestinni,” sagði hann. “Pabbi er veikur og þarfnast mín heima.” Hann kvaddi Mirs. Komstocck og þakkaði henni hvað eftir annað fyrir alla góðsemi henn- ar sér til handa, síðan sneri hann sér í áttina til Elenóru. “Viljið þér fylgja mér að horninu á Flóan- um?” spurði hann, og játaði Elenóra því. Mrs. Komstock fylgdi þeim út að hliðinu. Síðan gekk hún heim í laufskálann og beið þar Elenóru. Er hún stóð og horfði niður eftir veginum brosti hún. “Mér datt í hug að hann mundi tala við mig fyrst,” sagði hún, “en þetta breytir dálítið að- stæðunum. Hann. fékk engan tíma til þess. Elenóra mun koma til baak mjöm hamingjusöm, og það má hún líka vera. Þetta er ágætis ung- menni. Æf hennar verður sjálfsagt all ólík minni æfi.” Elenóra tók fyrst til máls er þau gengu saman eftir veginum. “Eg vona að þetta sé ekkert alvarlegt,” sagði hún. “Er hann venjulega heilsugóður?” “Já, hann er fremur hraustur maður,” sagði Philip. “Eg er ekkert hræddur um hann, en eg fyrirverð mig mjög. Eg hefi látið hann ofþreyta sig, þangað til hann er yfirkominn, og mamma og Polly eru norðurfrá í sumarbústaðn- um okkar. Hann hefir aldrei veikst fyrri og það er sennilega mér að kenna.” “Hefir yður liðið vel hérna?” spurði Ele- nóra. Þau voru nú komin að girðingunni og Philip stökk yfir hana. Hann ætlaði að stytta sér leið yfir akrana. Hann sneri sér við og leit á hana. “Þessi dvöl mín hérna hefir verið eins hressandi og eins ánægjuleg og nokkur maður getur notið í þessum heimi,” svaraði hann. “Elenóra, þótt eg talaði tímum saman, gæti eg samt aldrei lýst því til fullnustu hversu mikið álit eg hefi á yður. Og aldrei á æfi minni hefir mér þótt eins míkið fyrir nokkrum hlut og að skiljast frá yður. Mér finst eins og mig bresti mátt til að slíta mig lausan.” “Hafið þér öðlast nokkuð, sem er nokkurs virði vegna samvista okkar, ætti það að vera aflið til að gera skyldu yðar, og til að fara strax. Verið sælir! Þér verðið að hraða yðar’” Ammon starði á hana. Hann reyndi að sleppa^hendi hennar, en hann þrýsti henni að- eins fastara. Alt í einu dró hann hana að sér. “Elenóra,” livíslaði hann, ::viljið þér ekki kyssa mig í kveðju skyni?” Elenóra hörfaði aftur á bak og starði á hann með galopnum augum. “Eg mundi fyr gefa yður ærlegan löðrung,” svaraði hún. “Hefi eg nokkurn tíma sagt eða gert nokkuð á þessum samverustundum okkar, sem gæfi yður tilefni til að leyfa yður að spyrja mig slíkrar spurningar?” “Nei,” stamaði Ammon. “Nei, en mér þykir svo vænt um yður að mig langaði til að kveðja yður með kossi áður en eg færi fyrir fult og alt. Elenóra----” “Verið þér bara ekkert að orðlengja þetta,” svaraði hún rólega. “Eg hugsa að eg hafi næga skynsemi til að dæma yður réttilega. Eg veit hvað þér eigið við. Það mundi ekki gera yður neitt tjón, og mér ekki heldur, en við verðum að hugsa um aðra. Edith Carr mundi ekki vilja kyssa varir yðar á morgun ef hún vissi að þér hefðuð kyst mínar í dag. Eg hafði rétt fyrir mér er eg sagði: Farið strax!” En Ammon gafst ekki upp og slepti ekki hendi hennar. “Viljið þér þá ekki skrifa mér?” spurði hann. Nei, svaraði Elenóra, “það er ekkert meira að segja nema að kveðjast, og það getum við gert hérna.” En Ammon lét sig ekki. “Lofið mér að þér skuluð skrifa mér bara eitt bréf,” sagði hann. Mig langar til að eiga aðeins eitt skeyti frá yður sem eg get læst í borðinu mínu og ætíð geymt. Lofið mér því, að þér skuluð skrifa mér aðeins einu sinni!” Elenóra leit brosandi í augu hans. Ef trén sem tala segja mér í vetur þann leyndardóm, hvernig maður getur þroskast upp í fullkomleika, þá skal eg, Philip, skrifa og segja yður frá því. Alla þá stund, sem eg hefi þekt yður hefir mér aldrei líkað miður við yður fyr en nú. Verið þér sælir!” Elenóra klifraði yfir girðinguna og leitaði skjóls og verndar í sínum eigin skógum. Hún gekk. á ská og hélt áfram þangað til hún kom á götuna, sem lá framhjá fjólunum. Hún gekk hratt eftir stígnum, hún krefti hnefana og hélt handleggjunum beint niður með síðunum, en augun voru óeðlilega skær og einkennileg. —■ Vangar hennar voru blóðrjóðir og andardrátt- urinn ör og óreglulegur. Er hún kom að fjólun- um, sneri hún sér við og litaðist um. Mýrin var nú öll þur og öll blóm horfin. Illgresi, fet á hæð, þakti allan reitinn. Hún sneri sér við og gekk heim þangað til hún gat næstum séð húsið. Mrs. Komstock gat ekkf skilið hvað dvaldi dóttur sma að koma og segja fréttirnar. Hún gekk út í garðinn og reikaði þat fram og aftur. Svo gekk hún út á stíginn áleiðis til skógarins, framhjá kviksyndinu, sem nú var girt gulum liljum. Þá let hún upp og staðnæmdist. Henni var þungt um andardrátt. Hún fórnaði hönd- unum til himins, og hið hrukkótta andlit henn- ar var náfölt. Hún starði ýmist upp í himininn eða niður á ungu stúlkuna, sem lá á jörðinni. Hún reyndi hvað eftir annað að taka til máls, en gat aðeins stunið upp einu orði. Elenóra rak upp óp, sem var næstum því angistarvein og varpaði sér í faðm móður sinn- ar. “Æ, mamma!” sagði hún grátandi. Held- urðu að þú getir nokkru sinni fyrirgefið mér?” Mrs. Komstock faðmaði hana fast að sér.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.