Heimskringla - 20.06.1945, Blaðsíða 5

Heimskringla - 20.06.1945, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 20. JÚNÍ 1945 HEIMSERINGLA 5. SIÐA urðsson hafði heiminn með sér, munu þeir hafa hann á móti sér, Og í stað þess að Jón Sigurðsson varð að berjast við afturhald og áhugaleysi landa sinna, þá verða þessir menn að berjast við nýj- ungagirni þeirra, sem ganga mun í lið með hinum útlendu áhrifa- mögnum. Og það er ekki að efa, að þeir munu vera margir, sem í flestu vilji sníða háttu sína að háttum heimsins. Þessir menn mun þykja hafa mikið til síns máls, þegar Reykjavík er ekki orðin steinsnar frá hinum miklu höfuðborgum heimsins: — New York, London og Moskva. Þessir menn munu benda á útvarpið, kvikmyndirnar, flugferðirnar, alþjóðaverzlunina og ef til vill iðnaðinn í landinu, sem óhrekj- andi rök fyrir alþjóðastefnunni. Líklegt er þó, að þau yrði rök þeirra þyngst á metunum, ef kreppa og óáran kæmi í land og landsmenn sæu sér hag í því að gerast hluti af heimsveldi til þess að losna við drepandi verzl- unarhöft og tollmúra. Líklegt er, að þessi rök hafi ekki verið létt á metunum, þegar íslending- ar gengu undir Noregskonung, sbr. skilyrði þeirra um skipin sex. Og hræddur er eg um, að ýmsum íslendingum hafi flogið það í hug að fá upptöku í það heimsveldið, sem þeir skulduðu mest á síðustu kreppuárum, þótt fáir kvæðu upp úr með það á op- iniberum vettvangi. IV. Kostir alheims stefnunnar Eg hef nú um stund beint athyglinni að blíkum þeim, er mér sýnast vera á vorhimni hins íslenzka lýðveldis. Vera má að mönnum hafi þótt eg vera helst til langorður um svo óljúft við- fangsefni. Eg skal þá strax og fúslega við- urkenna það, að blika alheims- stefnunnar hefir líka sína “silf- urrönd”, eins og Ameríkanar segja. Það er líklegt að alheims- stefnan greiði fyrir auknum frið- samlegum viðskiftum landanna Vera má að tollmúrar og við- skiftahöft verði minkuð og frjáls verzlun aukist aftur að mun. Það gæti ef til vill bætt hag Islands, sem allra þjóða mest verður að flytja inn af útlendum varningi. Okkur er enn í fersku minni hve mjög batnaði hagur landsins þeg - ar verzlunin var gefin frjáls um miðbik síðustu aldar. En Adam var ekki lengi í Paradís, og á milli stríðanna var einokun á Is- landi víst sízt minni, en áður var, þótti eigi bæri hún það nafn. Eg get samt hugsað mér, að það sé vafasamt, að hve miklu gagni frjáls verzlun verði íslandi í ná- inni framtíð. Það getur hugsast að Islendingar verði lítt sam- kepnisfærir á frjálsum markaði vegna þess hve verðlag er orðið hátt í landinu. Verklegar framkvæmdir Hitt er aftur á móti eindregið ánægjuefni hve mikill áhugi er vaknaður heima á stórfeldum framkvæmdum á flestum svið- um atvinnulífsins. Eflaust er það velgengni manna sökum stríðsgróðans ,sem ýtir undir þessar ráðagerðir. Tvent er skylt að minnast á, sem jafnvel á stríðsárunum hefir tekið stórstígum framförum. Það ^r notkun jarðhita og vatnsafls. Vatn úr hverum og heitum laug- um var fyrir stríð notað í sund- laugar, til að hita skólaliús víða um land og til ræktunar suð- raenna matjurta í gróðurhúsum. En stærsta skrefið til notkunar ^eita vatnsins var þó hitun allrar Eeykjavíkur með því, sem nú er fullger. Menn fóru að nota raf- riiagn framleitt með vatnsafli til Ijósa fyrir fyrra stríðið. og hefir Uotkun þess til ljósa, hitunar og iðnaðar aukist jafnt og þétt, en Þó víst aldrei stórstígara en ein- •hitt nú, á stríðsárunum. Er þessu máli nú svo komið, að ^enn eru farnir að tala um sam- ^elt net raflagna um alt land út frá aðalstöðvum, sem bygðar hringinn í kring um landið, nemá hafa verið til að framleiða orku yfir jökulvötnin á Suðurlandi, en fyrir stærstu bæina, Reykjavík. yfir þau komast ekki aðrir en Akureyri, o. fl. Á því er engin efi, að nóg vatnsafl er fyrir nendi til þess að reka stóriðnað á Is- landi, einkum ef hægt væri að finna hráefni til að vinna eitt- hvað úr. Enn sem komið er, hef- ir hráefnin vantað. En hver veit vatnahestar og fuglinn fljúgandi eða flugvélar. V. Listir Ef við snúum okkur frá þjóðar- búskapnum og beinum athygli að andlegu málunum, þá verður hvað framtiðin ber i skauti þar. ekki annað sagt; en að horfurnaf Minna ma a það, að hægt er að sé mjög vorlegar. vinna magnesium úr sjó, og nóg- ur er sjórinn við íslands strend- ur. Sjávarútvegur Það er ekkert nýtt að sjórinn sé aðalauðsuppspretta lands- manna. Hann var fullur af fiski, þegar landnámsmenn komu aust- an um haf, fyrir þúsund árum, og enn er hann fullur af fiski, þrátt fyrir mokstur togaranna. Eflaust verður fiskframleiðslan enn um langan aldur grundvöll- ur þjóðarbúsins og fiksur aðal- útfluningsvara landsmanna, hvort sem hann verður fluttur út óverakður eða verkaður. Von- andi er auðvitað að íslendingar sjálfir verki hann sem mest, til þess að hafa af því atvinnu. Nú er hann mest fluttur út nýr í ís, eða hraðfrystur; en sumt er salt- að og dálítið er niðursoðið í dósir. Meðan á stríðinu stóð mistu Islendingar allmargt af skipum og bátum og gátu lítið keypt í skarðið. Það er því skiljanlega eitt af aðal áhugamálum þeirra nú að kaupa nýja togara, fiski- skip og farþegaskip og það eigi aðeins til að fylla í skarðið held- ur líka til að auka flotann að mun. Rúskapurinn Þegar feður ykkar fluttu vest- ur um haf, var landbúnaðurinn tvímælalaust aðal atvinnugrein landsins. Bóndi er bústólpi, bú er landstópi, kváðu karlarnir þá, en nú er það vígorð týnt og tröll- um kefið. Landbúnaðurinn hef- ir ekki getað kept við sjávarút- veginn og á víst enn langt í land til þess að vera samkepnisfær. Samt sem áður hafa búnaðar- hættir breytst mjög til batnaðar, ræktun aukist, vélar teknar í vinnu í stað handafls og hestafls o. s. frv. Afleiðingin er sú, að nú framleiða einyrkjar kanske eins mikið og mannmörg bú gerðu áður. En landbúnaðurinn er, sem sagt, aftur úr og einmitt þess vegna er líklegt að breytingarn- ar á honum verði ekki alllitlar i framtíðinni. Fyrst og fremst má búast við meiri fjölbreytni, eins og sjá má af því, að sumir bænd- ur hafa nú snúið sér að því að ala upp erkióvin sauðkindarinnar: refinn. 1 öðru lagi bendir margt á að bændur flosni upp úr strjál- býli og flytji í nágrenni bæjanna og hefji þar nýræktun. Loks er þess að geta, að hin nýja atvirinu- deild í háskólanum er líkleg til þess að ryðja nýjar brautir í bún- aðarháttum. Reynsla annara þjóða hefir sýnt, að það eru lítii takmörk fyrir því, hvað hægt er að gera með jurtir og dýr, með vísindalegum aðferðum. Jarð- vegur Islands er enn lítt rann- sakaður, sömuleiðis grasið sem hann framleiðir. En bæði jarð- hitinn og rafmagnið hafa þegar rétt landbúnaðinum sína vold- ugu hjálparhönd. Skógrækt I þessu sambandi má minnast á skógræktina. Merkastar nýj- ungar í henni munu vera þær, að nú er reynsla fengin fyrir því, að hægt er að flytja inn fræ af trjám, er spretta eins langt burtu og í Síberíu og Alaska og fá trén til að þroskast á Islandi. I' Hall- ormsstaðaskógi eru nú stórvax- í.n barrtré af þessum uppruna, þannig eru góðar horfur á að Is- lendingum*takist í framtíðinni að klæða landið. Bættar samgöngur á sjó, landi og í lofti hafa átt geysimikinn þátt í framförum þjóðarinnar og munu enn eiga það í framtíðinni. Lítið vantar nú á að bílfært sé Allar listir á íslandi, nema orðsins list ein, eru svo ungar, að heita má að þær eigi allan þroskaferil sinn framundan. — Okkar frægasti listamaður, Ein- ar Jónsson varð nýlega sjötugur, Ásmundur Jónsson málari mun vera á aldur við hann, en hinir eru allir yngri, og fullir af skap- andi áhuga. Það er gamalkunn- ugt máltæki að bókvitið verði ekki látið í askana, og hafa verð-: andi mentamenn oft fengið að heyra þá speki. Gamla fólkið átti ekkert slíkt spakmæli til að klekkja á upprennandi málurum og myndhöggvurum, en ekki vantaði- þó, að þeim væri spáð, að þeir gætu ekki lifað af þessu nýmóðins fikti sínu. Einhvern- vegin hafa þeir þó lifað, og sann- leikurinn er sá, að í Reykjavík a. m. k. er áhugi borgaranna á að prýða hús sín listaverkum margfalt meiri en víðast hvar annarstaðar í veröldu. Að koma inn í hús betri borgara í Reykja- vík er oft sem og að koma inn í opinber málverkasöfn erlendis. Stríðsgróðinn hefir gefið lista- mönnunum byr undir báða vængi. Þá er líka yndislegt vorveður í hljómlistinni heima, og er hún þó kanske skemst á veg komin allra. Eitt af því gleðilegasta tímanna tákni í þeirri grein er það, að hinir yngri menn, með Jón Leifs í broddi fylkingar, hafa ! komið auga á rímnalögin og tvi- söngslögin gömlu og hafa fullan hug á að gera sér mat úr þeim í framtíðinni. Við eigum að vísu hvorki Grieg né Sibelius enn, en það er ekki víst, að þess verði langt að bíða. Ungur ísienzkur söngvari, Guðmundur Jónsson, að nafni, stundar nú nám í Cali- forníu, og segja þeir sem til þekkja að hann muni setjast á bekk með fremstu söngvurum heimsins. Bókmentir Þá skal eg að lokum minnast á hina íslenzku list listanna: orðsins list, bókmenirnar. í þeim er líka yndislegt vorveður og gróska. Við höfum að vísu mist í fyrra og í ár fimm merka fulltrúa bókmentanna þar sem voru þeir Guðmundur Friðjóns- son, Guðmundur Finnbogason, Jón Magnússon, skáld, Pater Jón Sveinsson og nú fyrir skemstu Guðmundur Kamban. En mað- ur kemur í manns stað. Tvö eða þrjú ung sagnaskáld hafa nú sezt á hinn æðra skáldabekk, á eg þar við þá félagana Guðmund Danielsson og Ólaf Jóhann Sig- urðsson og ef til vill hinn unga austfirðing Þorstein Stefánsson úr Fáskrúðsfirði. Um Davíð Stefánsson þarf ekki að tala. Hann þekkja allir að góðu. Á það má þó minna að hann og Jóhannes úr Kötlum eru þeir tveir, sem helzt halda uppi ættjarðarljóðagerðinni, sem var svo almenn í tíð eldri skáldanna. Jóliannes hefir líka, svo að segja einn skáldanna, þorað að kveða upp úr um sögu setuliðsáranna og á hann þakkir skildar fyrir. Síður þektir hér vestra kynnu að vera ljóðsnillingarnir Tómas Guðmundsson og Jón Helgason prófessor, og eru þeir þó báðir stórskáld. Tómas túlkar ást sína á hinni ungu Reykjavík, en Jón saknar íslands og yrkir um starf sitt í Árnasafni betur en nokkur maður hefir gert áður. Svo snúið sé að sagnaskáldun- um, þá svíkur það engan að lesa Heiðabúa-lýsingar Gunnars Gunnarsson eða sumaróð sunn- lenzka náttúrunnar í Fjallinu og draumurinn, eftir Ólaf Jóhanr. Sigurðsson. Sú íslenzka, sem þessir menn rita er heldur ekki á neinum uppdráttarvegi, heldur kjarngóð eins og geldingalaufið á | heiðunum pg feit eins og star'- | gresið í sunnlanzku safamýrun- um. 1 Um mælsku þeirra Þórbergs Þórðarsonar og H. K. Laxness er óþarft að tala, en sumum þykir I þeir stundum draga meira en drottinn gefur af erlendum fisk- | um í málskut sinn. Ekki neita eg því, og ekki er mér heldur gefið um of mikla erlenda fiskigengd á íslenzkum bókmiðum. En því má ekki gleyma að þessir snill- ingar marka drættina svo ís- lenzkum mörkum, að saklaust virðist, þótt öðrum sé ekki auð- velt að leika það eftir þeim. Það hefir spilt fyrir vinsæld- um þessara manna vestanhafs, að þeir stóðu nærri kommúnistum í skoðunum. En sh'kt ætti ekki að koma að sök nú, eftir að Rússar hafa gerst frelsarar heimsins. Það er og sannast sagt, um þá Þórberg og Laxness, að þeir eru báðir rammþjóðlegir hvor á sína vísu. íslenzk þjóðtrú er mjög mögnuð í Þorbergi Þórðarsyni, sömuleiðis sannleiksást íslend- ingasagnanna. Laxness er fyrst og fremst fulltrúi breytingarinnar mikla í íslenzku þjóðlífi, sem verður þegar bændaþjóð aldamótanna breytist í borgarlýð nútímans. Alt rót milli stríðsáranna á sér ítök í hug hans. En hann er líka rammþjóðlegur eins og sjá má af íslandsklukkunni hans. Þar hef- ir hann brugðið upp mynd “fáðri feiknstöfum” af landinu á verstu niðurlægingarárum þess. — Klukkuránið á Þingvöllum segir söguna um það, að frá þeim skuli tekið verða, sem ekkert á. Hin auðmjúka andæfing gamalmenn- isins á Þingvöllum og harka og seigla Jóns Hreggviðssonar eru tveir meginþættir í barningi ís- lenzkrar alþýðu gegn ágangi kúgaranna. En sjálfur riddari hinnar íslenzku frelsisbaráttu, sómi Islands* sverð þess og skjöldur, á þessum árum, er þó enginn annar en Arnar Arneas — Árni Magnússon — maðurinn, sem skilur gildi íslenzkra bók- menta fyrir varðveizlu norræns anda, og leggur alla æfi sína og hamingju að veði til að bjarga því sem bjargað verði. Það er undarlegt á að minnast að arfurinn, sem Árni Magnús- son bjargaði, Islendingasögurn- ar, skyldi einmitt vera bókment- ir Sturlungaaldarinnar, aldar- innar, sem glataði íslenzku sjálf- stæði sökum innanlands styrj- alda. Undarlegt að þessar bók- mentir skyldu verða einn af hornsteinunum, sem hið nýja ís- lenzka sjálfstæði var bygt á. Oft hefir það hvarflað, bæði að mér og öðrum að bera hina pólitísku flokkadrætti nútímans saman við deilur Sturlungaald- ayinnar. En færi svo illa, sem eg vil ekki spá hinu unga íslenzka lýðveldi, að Islendingar týndi sjálfstæði sínu fyrir flokksbgr- áttuna, þá ætla eg að vona að listaverk og bókmentir 20. ald- arinnar verði sá arfur, er geymi þjóðarandann komandi kynslóð- um. Eg vona að eg hafi nú sýnt að ísland eigi enn svo marga og góða uppihaldsmenn þjóðernis- ins, eigi aðeir^ á verklegum sviðum, heldur einnig á sviðum andans ,að við getur enn búist við góðu vori í æfi hins unga lýðveldis. Og eg veit líka að við eigum enga aðra ósk heitari en að altaf megi haldast vor og sumar í þjóð- lífi Islendinga, og eg vil ljúka máli mínu með því að taka undir síðustu kveðjuna sem Guðmund- ur Finnbogason sendi mér vest- ur um hafið, síðasta vorið sem hann lifði: Hefji guð í gæfu gott stand það land. ÁVARP MISS CANADA Iðavelli, 17.' júní 1945 Miss Solla Lifman I am a Canadian. On behalf of my fellow Canadians, I congratu- late Iceland, and all her people. on this, the first anniversary of her independence. We realize What a cherished ideal that has benn, throughout the ages of her subjugation, supression and pov- erty, and we rejoice with her on this day. This feeling of rejoic- ing and jubilation, is brought home to us much more poignant- ly, because we have just come through the bitterest, cruelest struggle for freedom and liberty. in human history. We Canadians of Icelandic extraction, are proud of the part our people have played in this titanic con- flict. We realize that the forces and qualities of heart and mind, that motivated us, in our whole hearted participation against the Nazi tyrant, is the same spirit that has prompted the people of Iceland, in their long and bitter struggle for complete liberty. We are proud of our extrac- tion — and rejoice, and swell with pride, at every forward step of progress, made by Ice- land. We are well aware of the iheritage they have bequeathed to us, their ancient sagas, eddas and modern literature — their capacity for compromise and re- spect for the law — their estab- lishing of the first democracy in Europe. We are conscious of all these, and other qualities, that we have received as a heritagej from our fathers. It is our hope and prayer, that we Canadians of Icelandic extraction, can con j tribute some of these character- istics and traits, to our Canadian1 ’ | nationality, and help, if even in a small way, to shape the char-1 acter of the Canadian nation, in! such a way that our friends and J relatives in Iceland, may feel that the migration of our par- ents to this country, has not been Sgt.-Pilot Helga S. Sveinsson, fallinn í Evrópu-stríðinu 2. okt. 1942. Mrs. Elinu Helgason, Wyn- yard, Sask. ____________ $5.00 í minningu um ástkæran eigin- mann, Andrés Helgason, dáinn 25. feb. 1937. Meðtekið með samúð, J. O. Björnson, féhirðir * * * Til sölu er á Gimli við sanngjörnu verði þægilegt íbúðarhús (cot- tage), 6 herbergi, lóðin 66 fet, 100 fet á lengd. Baldur Jónas- son, Gimli, sýnir húsið og selur. * ★ Gifting Þann 1. júní s. 1. voru John Dyck og Marjory May McNight gefin saman í hjónaband að heimili Didricks Dycks að Oak Point, Man. Giftinguna fram- kvæmdi séra H. E. Johnson. ★ ★ ★ Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld- sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5^. ín vain. FJÆR OG NÆR Gifting Mánudaginn 28. maí voru þau Elías Benidikt Grímson og Kristína Jóhanna Orskog, bæði til heimilis í Vancouver, B. C., gefin saman í hjónaband, af séra Rúnólfi Marteinssyni að 1095 W. 14th Ave. í Vancouver. Þau voru aðstoðuð af Mrs. Elsa Inge- borg Hensen og Mr. John Robert Smith. Brúðhjónin fóru skemti- ferð til Seattle. Heimili þeirra verður í Vancouver. ★ ★ ★ Gjafir í Minningarsjóð Big Quill safnaðar, Wynyard: Mrs. J. S. Sveinsson, Wyn- yard, Sask. ------------$10.00 í minningu um ástkæran son, Sgt.-Pilot Helga S. Sveinsson, fallinn 2. okt. 1942 í Evrópu- stríðinu. Hann var jarðaður í hermannagrafreit í gröf nr. 51, Uden, North Brabant, Holland. Elmo Sveinsson, 2349 Frank- lin St., San Francisco $5.00 í minningu um elskaðan bróðir, AN EXPLANATION is perhaps in order as to the stand L took at the Icelandic celebration at Hnausa on the 16 of June. It has been the custom at these celebrations to invite to honorary seats on the platform: 1. Those who take part in the program; 2. Old Icelandic settl- ers; 3. Those who have been closely cennected with the pro- motion of our special activities in our National League; 4. Guests from Iceland; 5. Guests from the government w'ho have been invited to attend the cele- bration by the committee. I think this covers the list. At Hnausa we followed this practioe. However, there was a section- al disatisfaction arising out of the fact that our newly elected member was not invited to an honorary seat. In the middle of our program it was pointed out to me that Mr. Bryce had arrived and would I not invite him to the platform. I was not sure what decision to take; break what I think is an establisbed rule and please this C.C.F. lobby, or adhere to what I understand is the rule. Right or wrong, I decided not to invite Mr. Bryce to the plat- form. Reason: I felt if I called him up it would be common courtesy to offer him the plat- form. This I felt I could not do. The program was cut out for me to follow and I could not very well add to it. If I had done so I would have had another group on my neck accusing me of using the celebration for propaganda. On thinking this over after- wards, I feel that we had several people among us, who perhaps should have been shown the honor of being invited on the platform. I take the stand for instance that a gathering of this kind should be more closely re- lated to the reeve of the munici- pality and should honor him at least as much as a member of parliament, although a social scale points the other way. If I could be accused of being unfair to Mr. Bryce and should make an apology to him, I feel that my apology no less, should reach to Hr. S. S. Johnson our reeve and Mrs. Johnson. Perhaps to our banker and postmaster and what about the people who travel all the way from Argyle to attend our celebration. Valdj Johannesson Mér þótti leiðinlegt að heyra að konan þín skyldi hlaupast á brot með bílstjóranum þínum. O, það var alt í lagi. Eg ætl- aði hvort sem var að reka hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.