Heimskringla - 20.06.1945, Page 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 20. JÚNÍ 1945
KÓRALEYJAN
“Er þetta ekki ágætt?” spurði hann og lagði
meiri eldivið á bálið. “Við erum nú reyndar í
hitabeltinu eða nálægt því, svo að hérna væri
víst nægilega heitt án þess að hafa eld, þegar
sólin kemur upp.”
“En þér eyðið of miklum eldivið,” sagði
hún.
“Það er nóg til af honum hérna,” svaraði
hann og fór út til að sækja rneira og sanna það.
Hann kom bráðlega aftur með langan
planka, sem hann lagði á hellisgólfið öðru meg-
in út við vegginn.
“Hann er of stór til að láta hann í eldinn,”
sagði hann, “ og ég get ekki brotið hann í sund-
ur, en hann getur verið sæti handa okkur.”
“Lítið á —það er eitthvað prentað á plank-
ann,” sagði Sydney. “Það er planki úr skipi —
þetta er víst eitthvert nafn!”
Stafirnir voru næstum máðir af en nokkrir
þeirra voru ennþá læsilegir.
JUA FER San F
Thorne brópaði upp.
“Hvað gengur að yður, Mr. Thorne?”
spurði Sydney er hún sá geðshræringar svipinn
á andliti hans.
“Það er — þetta hlýtur að vera!” hvíslaði
hann.
“Hvað er hvað? Við hvað eigið þér?”
spurði hún.
“Þetta eru brot úr Juan Fernandez frá San
Francisco, skipinu, sem fórst. I því skipi fór
hann faðir minn frá Ameríku. Jessop sá flakið
af því á þessari eyju, sem hann dvaldi á. Þetta
hlýtur að vera sama eyjan.”
k
12. Kapítuli.
“Þá býr fól'k á þessari eyju!” sagði Sydney
eftir stundarþögn. “En hvað mér þykir vænt
um það!”
“Það getur verið að fólk búi á henni. Jessop
sagði að svo væri ekki,” svaraði Thorne alvar-
lega. En samt gat hann ekki útskýrt hvaðan
maðurinn kom, sem flutti hann héðan. Hann
sagði líka að sér hefði ekki tekist að sjá nokkurt
annað land neinstaðar, hvernig sem hann horfði
út yfir hafið. Hann áleit það næstum að maður-
inn hefði komið frá þessari eyju.”
“Það er undarlegt að við skyldum einmitt
stranda hér.”
“Það er ekki svo undarlegt, að atvikin hög-
uðu því svo til. Við vissum að við vorum ekki
langt frá eyjunni, og ofviðrið bar okkur að
henni, það er allur leyndardómurinn í því máli.
Við hefðum ekki vitað um hana, hefðum við
siglt fram hjá henni í náttmyrkrinu.”
Hann gekk firam og aftur fyrir framan eld-
inn. Hann var í mikilli geðshræringu. Andlit
hans var blóðrautt, en hendur hans titruðu.
“Þetta hlýtur að vera staðurinn,” sagði
hann á ný, “og sé það svo þá er hanm faðir minn
hérna! Miss Latimer, þér getið ekki ímyndað
yður hvaða þýðingu það hefir fyrir mig.”
“Nei, það get eg ekki,” sagði hún með hlut
tekningu, “en eg skal yðar vegna gleðjast yfir
því, sé það svo.”
Hann hlýtur að vera hérna!” hrópaði ungi
maðurinn næstum því ofsalega.
“Gerið yður ekki svona æstan,’ sagði hún.
“Þér hljótið að vera alveg að þrotum kominn,
eg er það næstum því sjálf.”
“Æ, fyrirgefið mér,” sagði hann. “Þessi
uppgötvun kom mér til að gleyma öllu 'öðru.”
Hann bar rennblautan malpokann að eldin-
um. Sydney hafði haldið rifnum fötum sínum
nálægt eldinum og var nú orðið hlýtt og horfði
á hann all forvitin er hann opnaði malpokann,
sem hann hafði sagt að væri meira virði en gull.
“Eg er bræddur um að eg hafi ekki tekið
með mér það, sem mestu varðaði, vatnið var
komið inn í klefann yðar þegar eg kom þangað.”
“Klefann minn?” spurði húcn.
“Já, svaraði hann brosandi, “eg vona að þér
fyrirgefið mér þá dirfsku mína. Eg reyndi að
finna þar niðri það, sem þér þörfnuðust helzt
eftir strandið — smádót, auðvitað, því að stór-
um munum verður ekki komið fyrir í malpoka.”
Hún horfði á hann forvitnislega, en sagði
ekkert.
“Hérna er nú fyrst og fremst askjan yðar
með saumadótinu yðar,” sagði hann. “Leggið
nú alt, sem í henni er hérna á plankann, svo að
það geti þornað. — Það er spegill í lokinu á
skríninu. Hann er heill. Eg vissi að stúlka,
þótt hún sé úti á öræfum, saknar spegilsins. Hér
er fjölid annara muna; full askja af hárnálum;
eg veit að yður þykir vænt um að hafa þær;
hérna er líka hárgreiða. Þegar hár yðar er orð-
ið þurt getið þér greitt það. En héma er það, .
sem nauðsynlegast er,” og hann tók nú upp '
margar blikkdósir með niðursoðnum mat —
kjöti, ávöxtum og súpum. Hann lagði þær á
plankann.
“Hv*að viljáð þér nú fá í kvöldmatinn, Miss
Latimer? Þér getið bara valið úr. Þegar við
erum nú viss um að við erum á sömu eyjunni og
Jessop dvaldi á, óttast eg alls ekki að við líðum
matarskort, því að hann hefir sagt mér, að hér
séu bæði ávaxtir og grænmeti.”
Hann leit á hana og sá að hún var farin að
gráta.
“Hvað gengur að yður?” spurði Thorne.
“Hér stend eg masandi og hugsa ekki eftir því í
heimsku minni, að þér eruð áhyggjufull út af
honum föður yðar og yfir því hvernig stendur á
fyrir sjálfri yður.”
“Það er ekki eingöngu það,” sagði hún
hrærð.
“Hvað er það þá?”
“Að þér hafið gert þetta alt fyrir mig,”
sagði hún. “Og eg hélt að — hvernig gátuð þér
hugsað yður alt þetta, Mr. Thorne?”
“Það er ekki vert að minnast neitt á þetta!”
sagði hann og tók hnífinn sinn og opnaði dós,
sem súpa var í. “Hvaða maður sem var mundi
hafa gert þetta.”
“Hann faðir minn hefði ekki einu sinni
hugsað svona um velferð mína,” svaraði hún
alvarleg á svipinn. “Hversvegna gerðuð þér
þetta?”
Hann leit upp og augu þeirra mættust.
Bjartur roði litaði vanga stúlkunnar og Thorne
leit undan. En hún krafðist ekki framar svars
við spurningunni.
Thome hafði nú opnað sápudósina og setti
hana nálægt eldinum til þess að velgja hana.
Þegar því var lokið, tók hann upp úr vasanum
staup, sem ferðamenn hafa stundum með sér.
Úr staupimu drakk hann sinn hluta súpunnar.
Súpan virtist hressa hana; en allar þær þrautir,
andlegar og líkamlegar, sem Thorne hafði reynt
þennan dag, tóku nú að hafa sín ábrif. Sydney
sá að hann átti bágt með að hreyfa vinstri
handlegginn.
“Þér hafið meitt yður í handleggnum, Mr.
Thorne, hvernig vildi það til?” spurði hún.
Hann hugsað sig um áður en hann svaraði.
Hann áleit að það hefði verið Monckton, sem
hafði ráðist á sig, og vildi ekki særa tilfinning-
ar hennar með því að segja henni frá því. Faðir
hennar hafði víst ekki sagt henni frá því, að
Monckton hefði verið á bandi Atwells í samsær-
inu.
“Það gerðist,” svaraði hánn loks, “þegar eg
kom upp úr káetunni með malpokann. Eitt-
hvað féll ofan á handlegg minn og á höfuðið. En
til allrar hamingju hlífði handleggurinn höfð-
inu, svo að eg slapp lifandi. Eg féll í öngvit, en
það leið ekki á löngu áður en eg raknaði við úr
því. Þetta var ástæðan fyrir því að eg var ekki
‘í stóra björgunarbátnum.
“En við héldum að þér og Mr. Monckton
væruð í honum. Áður en við lögðum af stað
spurði faðir minn Atwell að því hvort fartþeg-
arnir væru með, og hann sagði já við því.”
Thome svaraði engu. “Látið mig líta á
handlegginn,” sagði hún. “Hann er þó aldrei
brotinn, eða hvað?”
“Ekki hugsa eg það,” svaraði hann, “en eg
veit það samt ekki.” Hann fór úr jakkanum og
braut upp skyrtu ermina. Handleggurinn var
biksvartur frá öxl niður að olnboga.
“Þér hljótið að hafa fundið mikið til í hon-
um,” sagði hún. “En samt hafið þér ekki minst
á það.”
Hún tók blikkdósina, fylti hana af sjó og
setti hana á eldinn til að hita vatnið. Thome
hallaði sér að berginu og lagði aftur augun. Hún
tók upp skæri úr saumakassanum og klipti af
ermina, og þegar vatnið var hæfilega beitt, tók
hún vasaklút, dýfði honum í vatnið og baðaði.
handlegginn.
“Þér megið alls ekki hugsa til að nota hand-
leginn í langa hríð,” sagði hún, “eg vildi bara að
eg hefði einhvem áburð til að bera á hann.”
“Það var eitt af því, sem eg gleymdi að taka
með mér í malpokann,” sagði hann brosandi.
En ekki hlýddi hann samt fyrirmælum
hennar. Hann fór út til að ná í meiri eldivið og
þegar hann kom aftur inn, raðaði hann spýtun-
um þannig, að hann gat með hægu móti fleygt
þeim á eldinn eftir því sem þörfin krafði. Hann
ráðlagði henni nú að taka á sig. náðir, því að
komið var yfir miðnætti.
Hún vildi eigi í fyrstu heyra það nefnt. En
eigi leið á löngu að þreytan sigraði og höfuð
hennar hneig ofan á brjóstið. Þau sátu hlið
við hlið á plankanum. Hún hallaðist upp að öxl
hans og svaf eins og bam. Hann sofnaði ekki.
Verkirnir í meidda handleggnum leyfðu það
ekki. En hann reyndi að halda við eldinum án
þess að vekja hana.
Um afturelding lækkuðu bárurnar við
ströndina. Storminn var farið að lægja, og
hann gat séð í gegn um hellismunnann að dag-
urinn var að koma. Hann lét nú eldinn brenna
niður í glæður. Hressandi morgunloft streymdi
inn í hellinn og Sydney vaknaði. Á því augna-
bliki stóð Thorne og horfði á hana. Hún var
ekki nema hálf vöknuð, því að hún brosti við
honum. Svo lokaði hún augunum strax.
Alt í einu reis hún á fætur og roðnaði mjög,
því nú sá hún í hversu óþægilegum krimgum-
stæðum hún var — alein í helli með karlmanni
og vissi ekki hvenær hún gæti komist þaðan,
og á hvern hátt þeim yrði bjargað. En eina
tilfinningin sem augu hennar lýstu gagnvart
honum var þakklætis tilfinning.
“Hugsið yður það, Mr. Thorne, eg hefi víst
sofið.”
“Já, alla nóttina Miss Latimer,” sagði hann.
“Sjáið, nú rennur morguninn upp.”
“En hvernig er handleggurinn yðar?”
spurði hún með mikilli hluttekningu.
“Eg hef hann ennþá,” svaraði hann bros-
andi.
Þau gengu bæði fram í hellismunnann. Það
var orðið nægilega bjart til þesá að sjá út á hafið
og sáu þau að brimið þvoði yfir rifið þar sem
Naida hafði strandað; en skipið var þar ekki
framar. Það lá í brotum meðfram ströndinmi
eins langt og augað eygði bæði til hægri og
vinstri hliðar þaðan, sem þau voru.
Augu þeirra mættust ósjálfrátt. Eftir
þessa hræðilegu nótt hlaut alt á milli þeirra að
verða öðru vísi en áður. Ef Thorne hafði mis-
líkað eitthvað við Sydney, hafði hann gleymt
því; og ef hún hugsaði eitthvað misjafnt um
hann var það þurkað út úr huga hennar.
Thorne gat ekki skilið þá breytingu, sem
orðin var á hugarfari sínu gagnvart Sydney. En
hann vissi þetta: að eins og á stóð var það ekki
viðeigandi, jafnvel óheiðarlegt, að tala við hana
um þær tilfinningar, sem hann bar í brjósti til
hennar. Hann ætlaði að bíða með það, og von-
aði að síðar mundi sér veitast betra tækifæri
til þess.
Sydney var mjög áköf að fara strax af stað
til að leita föður síns og hinna félaga þeirra. En
Thorne hélt því fast fram, að hún skyldi bíða og
borða súpu áður en þau legðu af stað í leitina.
“Og svo skulum við fela afganginn af mat-
vælunum hérna,” sagði hann.
“En væri ekki réttara fyrir okkur að taka
þetta með okkur?” spurði hún. “Það kemur
sér vel sem uppbót á því, sem við höfðum með
okkur í skipsbátnum.”
“Fyrst skulum við sjá hvernig fyrir okkur
fer,” sagði hann mjög hægt. Það gat vel kornið
fyrir, að þau fyndu Atwell og aðra óeirðarsegg-
ina, sem einvaldsherra á eyjunni. Og þá mundi
eigi á löngu líða að þau tækju til sín vistirnar
án tillits til hinna eða Miss Latimer.
Þegar þau lögðu af stað var sólin komin
upp, og gátu þau nú séð nokkuð af eyjunni þar
sem bylgjurnar höfðu flutt þau í land. Eins
langt og þau gátu séð til beggja hliða voru háir
hamrar, og hvergi skörð í þeim né einstígi. Þeir
voru tvö til þrjú hundruð feta háir. Fjaran,
sem var fremur brött og mjó var þakin smá-
steinum, sem hafið hafði velt upp og stórbjörg-
um, sem hrunið höfðu úr hinum gráa hamra-
múr. Thorne rannsakaði nú við dagsljósið
hvaða bergtegund væri í hömrunum.
“Að hugsa sér að þetta skuli alt vera kór-
allar,” sagði hann. “Allir þessir hamTar eru
úr kóröllum.”
“En,” sagði Sydney, “þessi agnarsmáu dýr,
sem byggja þessi kalkhulstur, starfa öll undir
vatninu.” ,
“Það er satt,” svaraði Thorne. “En það er
samt áreiðanlégt að þessi eyja hefir einhvern-
tíma í fyrndinni verið kóralrif, sem síðar hefir
með einhverju móti lyfst yfir sjávaryfirborðið
vegna einhverra umbrota í jarðskorpunni. Þeg-
ar sjávarbotninn lyftist vegna eldsumbrotanna
hækkaði rifið og varð að þessum klettum.”
Þau fóru nú frá hellinum og lögðu af stað
til gjáarinnar, sem þau höfðu lent í kvöldið áð-
ur. Thome veitti öllu því, sem rekið hafði
upp og gat komið að haldi, nákvæma eftirtekt.
Oft hljóp hann til og bjargaði litlum kassa eða
skríni. Þetta var hægt, því að láflæði var nú
eins mikið og þarna gat orðið, og varð hann að
bera alt svo hátt að flóðið næði því ekki.
Víkin var eitthvað 400 feta breið yzt við
hafið og skarst inn í hamrana eins og mílufjórð-
ung, og mjókkaði því meir sem nær dró botnin-
um. Þar hafði straumurinn hrúgað saman heil-
miklum reka. /
Þau gengu hægt og sáu að víkin náði næst-
um alveg upp að klettunum og þvoðu öldurnar
þá, en í miðjum botni víkinnar var farvegur, inn
um hann streymdi sjórinn.
“Yfir þetta verðum við að vaða,” sagði
Thorne. Honum fanst þetta mjög gremjulegt.
“En eina bótin er að það er ekki langt.”
“Bara að það sé ekki djúpt,” sagði Sydraey.
“Það lítur ekki út fyrir að vera það héðan
frá,” svaraði Thorne, “en til að ganga úr skugga
um það, ætla eg að vaða yfir fyrst og reyna það.”
“Nei, það megið þér ekki. Eg fer með
vður,” sagði hún.
Hann gat ekki neitað henni um það, fyrst
hún vildi að svo væri, og svo lögðu þau af stað
út í vatnið, sem var svart og kalt. Þau höfðu
samt ekki vaðið langt fyr en vatnið náði Thorne
í mitti, og höfuð Sydney náði honum aðeins í
öxl.
“Það — það er djúpt,” sagði hún stynjandi.
Nú fann Thorne hiran sterka straum, sem
skall á fátum hans.
“Hirðið aldrei um það. Þér skuluð halda
yður fast í mig. Eg get vel staðið á fótunum í
dýpra vatni en þessu.”
Hann þrýsti henni fastara að sér og lagði
handlegginn utan um mitti hennar og næstum
því bar hana gegnum vatnið og óð áfram.
Þau voru næstum komin hálfa leið, þegar
Sydney hljóðaði upp. Hann leit upp og yfir á
bakkan hinu megin; þar stóð maður og horfði á
þau með augum sem tindruðu af ilsku og af-
mynduðu andliti af heift.
“Þetta er Mr. Monckton. Hann er þá lif'
andi!” hrópaði Sydney.
Þessi upphrópun henraar varð óheillavæn-
leg fyrir Thorne, því að hún leiddi eitt augna-
blik athygli hans frá því, sem hann var að gera.
Hann reikaði til. Hellan, sem hann stóð á rann
undan fæti hans og þau féllu í vatnið.
Thorne reyndi af öllum mætti að rísa upp
og ná fótfestu og gat brátt reist höfuðið yfir
vatrasflötinn; Sydney reis líka upp ómeidd, en
hún hafði drukkið heilmikið af sjó, og var næst-
um að kafna.
Hann fann sór til skelfingar að honum var
ógerningur að ná fótfestu á hálu grjótinu, enda
var hann nú kominn svo djúpt að vatnið náði
'honum yfir höfuð. Nú greip straumurinn þau
bæði og bar þau að hinum opna svelg, sem lá
inn í gljúfrið.
“Hjálp! Veitið okkur hjálp í guðanna bæn-
um, ef þú vilt frelsa okkur!” æpti Thorne. Hann
fann að hann gerðist máttfarinn og straum-
þunginn linaðist ekki neitt.
“Ef þú hefir nokkurn manndóm, þá bjarg-
aðu henni!” hrópaði hann og nú hreyfði
Monckton sig. Hann reikaði niður að vatninu,
en þá hafði straumurinn borið þau fram hjá þar
sem hann var. “Hirtu ekki um mig, en frelsaðu
hana,” hrópaði Thorrae í örvæntingu.
Monckton hljóp eftir bökkum strengsins, og
Sydney rétti hendurnar biðjandi í áttina til
hans. Hvirflandi st'raumurinn dró hana samt
í burtu þaðan, sem hann stóð og Thorne, sem
hafði ennþá sem komið var tekist að halda
henni upp, fylgdist með henni. Bæði soguðust
þau nú á fleygiferð niður í svelginn. Hann
reyndi af og til að ná í nýbbu í berginu um leið
og þau flugu fram hjá, en árangurslaust. Eini
árangurinn var sá að rífa á sér hendina og setja
handlegginn næstum úr liði.
Straumurinn bar þau nú yfir að hinum
vegg ganganna og þar náði hann í hamrasyllu,
sem skagaði út úr berginu. Er hann náði tak-
inu lyftist hann næstum upp úr vatninu, en
straumurinn vildi samt ekki sleppa herfangi
sínu með öllu, hann greip Sydney úr hálfmátt-
lausri hendi hans.
Hann dró sig með veikum mætti upp á
stallinn og hrópaði í örvæntingu sinni inn í
göngin, en bergmálið utan úr myrkrinu var
eina svarið, sem hann fékk.
13. Kapítuli.
Inni í skjólinu á milli stórbjarganna logaði
dálítill eldur í viðarbútum. Þessi stórbjörg auk
hamranna að baka til veittu algert skýli á þrjár
hliðar. Á þriðju hliðina voru tveir bátar dregn-
ir upp. Það voru björgunarbátarnir af “Naida’.
Nálægt eldinum voru tveir hópar manna.
1 öðrum þeirra var Atwell og níu hásetarnir
með honum. Öðru megin eldsnis sat gamall,
gráhærður maður og studdi olnboganum á hnén
og huldi andlitið í höndum sér. Það var Lati-
mer skipstjóri, ásamt honum voru báðir stýri-
mennirnir og Tonio matreiðslumaður.
Þarna var reyndar þriðji hópurinn, því að
Jessop og Tom Shields stóðu á milli þeirra. Þeir
voru framvegis “hlutlausir” og að því er virtust
jafngóðir félagar beggja flokkanna. Allir höfðu
þeir lokið við að snæða morgunverð af vistuna
þeim, sem þeir höfðu haft með sér frá skipinu.
Pepper lagði hendina á öxl skipstjórans.
“Þér sjáið það Latimer skipstjóri, að hún getur
ekki hafa druknað. Hún hefir bara vilst a
ströndinni. Við Tonio ætlum nú að ganga °n
sjá hvort hún er ekki hinu megin við víkina.”
“Það er árangurslaust,” sagði gamli maður-
inn raunalega. “Eg hefi í alla nótt reikað um
ströndina og æpt nafn hennar. Hefði hún verið
lifandi mundi hún hafa heyrt til mín.”
“Hún hefir kanske hitt Mr. Thorne og þaU
eru saman einhverstaðar á eyjunni,” sagði
Pepper.
“Vesalings Thorne,” sagði skipstjórinn-
“Hann gat ekki bjargast af skipinu. Fanturinn
ha%n Atwell sagði mér, að hann væri í bátnum
með þeim, og eg trúði því. En hitt hefði eg átt
að vita að Atwell hataði hann af heilum huga
og mundi gera honum ilt hvenær sem hann
gæti. Eg sá Thorne ganga niður í káetuna þe8'
ar eg kom þaðan og skoðun mín er sú, að hann
hafi aldrei komist upp.”