Heimskringla - 27.06.1945, Blaðsíða 1

Heimskringla - 27.06.1945, Blaðsíða 1
We recoinmend lor your approval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr ------------------------------•+ We recommend for your cpproval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. +-------------- LIX. ÁRGANGUR WINNIPEJG, MIÐVIKUDAGINN, 27. JÚNÍ 1945 NÚMER 39. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR l ppkastið að lögum nýs friðarfélags samþvkt Þjóðirnar, sem í níu vikur haf.i setið á ráðstefnu í San Francisco samlþyktu í gær (26. júní) upp- kaistið, sem þar ihafði verið soðið. saman fyrir stofnun nýs aliþjóða friðarfélags. Þjóðirnar, sem und- irskrifuðu lögin, eru 50 alls. Fyrstur varð dr. Wellington Koo frá Kína til að skrifa undir lögin, vegna þess líklegast að þeir voiu fyrsta þjóðin, sem á stríði nazista kendi; þá fcomu Rússar, Brietar, Frakkland og svo hver þjóðin af ananri, en lestina munu Bandaríkin neka, ef til vill af því, að fulltrúarnir voru gest- ir þeirra. Bjó ekki einungis fulltrúunum fögnuður í huga út af því, að sameining halfði nú fengist um stofnun nýs friðarfélags, heldur þjóðunum í heild sinni, er þar eiga hlut að máli. Þess er vænst, að félagið verði búið að setja sig niður og tekið til starfa um næstu áramót. 1 fám orðum sagt, eru starfs- deildir féla'gsins þessar: Öryggisráð (Seourity Council) Því heillheyra 11 fulltrúar og eru hinir stóru fimm þeirra á með- al. Á þessari deild hvílir ábyrgð- in að friður haldist og að kalla út herlið, ef þörf krefur. Þingráðið (General Assembly) — Allar Bandaiþjóðirnar tilheyra þessari deild. Fulltrúar hennar Próf. Ásmundur Guðmundsson flytur fyrirlestur á kirkjuþing- inu í Árborg. Séra Haraldur Sigmar, D.D., sæmdur riddarakrossi Dr. Haraldur Sigmar Á kirkjulþingi Fyrsta ev. lút. kirkjufélagsins, sem staðið hefir yfir undanfarinn viku tíma, var séra Haraldur Sigmar, D.D., og núverandi forseti kirkju'félags- ins, sæmdur riddarakrossi Fálka- orðunnar af forseta Islands. Próf. Ásm. Guðmundsson, frá Reykja- vik, afhenti séra Haraldi orðuna. Séra Haraldur Sigmar er með rniki'lhæfari íslenzkum prestum hér vestra og prúðmenska hans og góðhugur til allra, hefir aflað bonum óskiftrar vináttu, virðing- ar og fylgis. Hann hefir gengt Pneststörfum í bygðum Norður Dakota í 25 ár, en var á s. 1. ári kosinn forseti kirkjufélagsins. —- Hann er hér vestra fæddur, en talar ísleníku ágætlega. Hann er giÆtur Margréti dóttir séra Steingríms O. Thorlákssonar, hinni ágætustu konu. Synir Þeirra tveir, H»araldur og Eirík- Ur hafa sftundað guðfræðinám og er hinn fyrnefndi nú prestur Hallgrímssafnaðar í Seattle. Heimskringla árnar séra Har- aldi Sigmar til heilla með sæmd- ina. geita rætt utanríkismál og sent tillögur sínar öryggisráðinu. Hag- og velferðarráð (Econ- omic and Social Oouncil) — í því eru 18 fulltrúar og geta þeir rannsakað hagsmuna og velferð- armál þjóða og gert tillögur um hvað gera skuli til að bæta úr því, sem að er, ef friðinum stofnar í hættu. Alþjóðadómstóll (Intiernation- al Court of Justice) — Þjóðir sem í erjum eiga, geta tekið mál sín fyrir þennan dómstól og fengið þau á friðsamlegan hátt til lykta leidd. Dómararnir verða 15. Hernaðarnefnd (Military Staff Committee) — Þessi nefnd starf - ar undir öryggisráðinu og hsfir framkvæmdir á stríði með hönd- um, ef til þess kemur. Fulltrúaráð (Trusteeáhip Counciil) — Það starfar undir þingráðinu og hefir eftirilit með löndum eða landsvæðum þeim, sem friðarfélagið ræður yfir eða stjórnar. Uppkastið sem samþykt hefir nú verið um störf þsssara deilda og friðarfélagsins í heild sinni, á nú eftir að verða samþykt á þjóðþingum viðkomandi landa. En við er búist, að því verði öllu lokið á þessu ári. Það er ekki neins staðar búist við mik- illi fyrirstöðu í því efni. Þetta nýja eða tilvonandi frið- arverndarfélag mælist vel fyrir, eins og því er fyrirkomið. Það eru einkum ákvæðin um her- valdið því að baki, sem gerir það ólíkt Þjóðabandalaginu gamla. Að öðru leyti er það svipað því. Það gefst ekki að þessu sinni tækifæri að ræða þennan nýja grundvöll sem hér hefir verið lagður til öryggis friði í heimin- umí en um það verður eflaust margt og mikið rætt síðar. Prestur segir ritstjóra Tribune til syndanna Að gefa í skyn að guð eigi sér óskabörn í þessum heimi, eða að hann breyti náttúru lögmálinu til þess að gefa einum mieira en öðrum, er blátt áfram guðlast, sagði séra Plhilip í ræðu sinni Síðastliðinn sunnudagsmorgun. I þessari ræðu sinni gagnrýndi séra Philip ritstjórnargrein, sem birtist í Tribune á föstudaginn var, sem gaf í skyn, að forsjónin hefði tekið í taumana og komið í veg fyrir margskonar ógæfu Englandi til handa í þessu síð- asta stríði. Ritstjórnargreinin er nefnd: “Það sem gat komið fyrir.” “Guð á sér engin óskabörn”, sagði séra Philip. “Eftir því sem ritstjórnar- greinin í Tribune heldur fram, þá eigum við að trúa því að for sjónin hafi haldið Þjóðverjum frá því að taka England. Ef svo var, hvað var þá forsjónin að hugsa um þegar Þjóðverjar tóku Pólland, Tékkóslóvakíu, Frakk- land, Belgíu, Holland, Danmörk og Noreg?” “Er guð dutlungafullur? Er hann óáreiðanlegur? Á hann olnbogabörn hér á jörðinni, og eru öll hans óskabörn á brezku eyjunum?” “Eða er ritstórinn* að fara í manngreinar-álit og gera guð að veru sem aðeins lítur eftir fáum útvöldum og bjargar þeim frá þrautunum, Mkt og “Superman’ í kýmnis-blöðunum?” “Ef nauðsyn krefur að við verðum að komast að útskýring- unni um hversvegna þetta stríð var háð í Evrópu, miegum við ‘ekki hugsa okkur að guð hafi verið einum eða neinum hlið- hollur.” “Hann lætur sína sól upp renna yfir vonda og góða, og rigna yfir réttláta og rangláta.” —(Inntak úr grein í Tribune, 25 júní 1945). Frá Ottavva Maoksnzie King, stjórnarfor- maður Canada, skýrði frá því um miðja s. 1. viku, að sambands- þingið kæmi saman 23. ágúst n.k. Hann kvað ennfremur ráðgert, að sambandsstjórnin og stjórn arformenn fylkja Canada héldu fund með sér 6. ág. um sameig- j inlegu málin, sem lúta aðallega i að valdsviði fylkjanna í skatt- og tekjumálum. Um þetta mál hafa lengi staðið ýfingar, en á þessum fundi leggja báðir aðil- ar gögn sín fram. Ekki sagði King neina ástæðu til að breyta til í ráðuneytinu að svo stöddu. Lítur því út fyrir að McNaughton, harmálaráð- herra, sem í tveimur kosningum hefir tapað, verði útvegað þing- sæti. Forsætisráðherra, sem ásamt St. Laurent dómsmálaráðherra, lagði af stað í byrjun þessarar viku til San Francisco til að vera við uppsögn fundarins, sem fjall- að hefir um stofnun varanlegs friðarfélags, að hann byggist við, að nokkrir af þeim fundi yrðu gestir í Ottawa innan skarnms. Voru þessir nsfndir á meðal þeirra: Lord Cranbourne, ný- lendumálaritari Breta, Smuts, forsætisráðherra Suður-Afríku, dr. T. V. Soong, forseti Kína o. fl. Fregnritum, sem spurðu King hvernig honum hefðu þótt kosn- ingarnar fara, svaraði hann því. að þær sönnuðu að stefna hans í hermálunum ihefði verið rétt, en andstæðinganna röng. Ennfremur vildu fregnritar vita hvort canadiskur landstjóri yrði hér skipaður -er jarlinn af Athlone færi á þessu ári. Efaðist King um að stundin til þess væri komin. Gefin vorni saman í hjónaband í fyrri viku í Winnipeg, Svava Erlendson og Douglas Nicolson; startfa þau bæði í flugliði Can- ada. Brúðurin er dóttir Kristj- áns og Guðríðar Erlendson í Leslie, Sask. * * * Próf. Ásm. Guðm. flytur er- indi um Island í lút. kirkjunni á Gimli kl. 8.30 mánudagskv. 2. júií. Á mynd þessari eru Dr. F. M. Eliot, forseti American Unitarian Association og Siveinn Thorvaldson, M.B.E., að takast í hendur, er fundi þeirra bar saman nýlega í Boston. Mr. Thorvaldson var þangað boðin til fundar meðstjórnarnefnd félagsins. HÁTÍÐAÞING KIRK JUFÉL AGSIN S Eftir Pétur Sigurgeirsson Er sólarhiti hásumarsins í Winnipegborg var orðinn svo mikill, að maður óskaði sér þess einna helzt að vera kominn út í íslenzkan hríðarbyl, héldu Vest- ur-íslendingar sextugasta og fyrsta ársþing Hins ev. lút. kirkjufélags Í9lendinga í Vestur- heimi, ,eitt allra merkasta þing í sögu þess félagsskapar.* Kirkjuþingið hófst með hátíða- guðsþjónustu og mjög fjöl- mennri altarisgöngu í kirkju P’yrsta lúterska safnaðarins í Winnipeg kl. 8 að kveldi 21. júní s. 1. Prestur safnaðarin,s séra V. J. Eylands, þjónaði fyrir alt- ari og bauð fulltrúa og gesti vel- komna til þingsins með vel völd- um orðum. Prédikun fflutti séra E. H. Fáfnis. Texti hans var 1. Pétursbréf, 2, 21. Eéra Egill talaði bæði skipulega og fagur- lega um, hvað það væri að feta í fótspor Krists, og hvernig vér gætum á beztan hátt orðið fylgj- endur Hans í voru lífi. Koma fulltrúans frá Islandi Sú frétt hafði flogið um bygð- ir Vestur-lslendinga, að prófess- or Ásmundur Guðmundsson æbti að verða sérstakur fulltrúi Þjóð kirkjunnar á íslandi og heima- þjóðarinnar á þessu hátíðaþingi. En tíminn leið og ekki kom pró- fessor Ásmundur. Það var kom- ið fram á fimtudag (þingsetning- ardaginn) og enn var prófessor- inn ókominn. En óvissan um komu prófessorsins snerist upp í fögnuð, er séra Valdimar Ey- lands, Grettir Jóíhannesson ræð- ismaður og einn af fjórum full- trúum Fyrsta lúterska safnað- arins í Winnipeg, prófessor Riöhard Beck og séra Egill Fáf- nis buðu prófessor Ásmund vel- kominn á flugvellinum í Winni- peg klukkan liðlega sex hinn sama dag og þingið hófst. Ekki mátti það tæpara standa. Hafði hinn virðulegi fulltrúi rétt tíma til þess að snæða kvöldverð á heimili þeirra hjóna frú Lilju og séra Valdimars Eylands ásamt þeim, er honum höfðu fagnað á flugvellinum. Að því búnu var gengið til guðsþjónustunnar. Með ægihraða í lofti hafði prófessor Ásmundur Guðmunds- son komið frá íslandi til Winni- peg á þremur dögum. Skýrsla forsetans Er guðsþjónustunni var lokið og útgöngusálmurinn hafði verið sunginn, steig séra Haraldur Sigmar, D.D., forseti kirkjufé- lagsins í stólinn og setti þingið á formlegan hátt. — Er séra Egill Fáfnis ihafði lesið skýrslu yfir embættismenn, presta og söfn- uði kirkjufélagsins, flutti forseti sína venjulegu ársskýrslu. — Forseti gat þess í upphafi máls síns, að samkvæmt bendingu 9Íð- asta þings flytti hann nú árs- skýrslu 9Ína við þetta tækifæri í lok guðsþjónustunnar, svo að sem flestir ættu þess kost að hlýða á efni hennar. Var skýrsl- an hvorttveggja í senn, frásögn af starfi kirkjufélagsins í heild og greinargerð um ferðalög og starfsemi forsetans. Auk þess mælti dr. Sigmar hvatningarorð- um til presta og fulltrúa og bað um einingarhug og sameiningu á þinginu. Var skýrsla forsetans mjög greinargóð og mjög ítarleg Fyrsta kveðjan Er komið var að því að slíta þessum fyrsta fundi kallaði dr. Sigmar fram prófessor Ásmund Guðmundsson til þess að mæla nokkur orð til þingheims þennan fyrsta dag þingsins. — Próf. Ás- mundur mintist í þeirri ræðu sinni á 17. júní hátíðina í Reykja- vík, er hann hafði tekið þátt í áð- ur en hann fór frá Islandi. M. a. talaði hann af ihrifningu um þann þátt hátíðahaldanna, er ís- lendingar höfðu jafnvel svo tug- þúsundum skifti safnazt saman í Hljómskálagarðinum í Reykja- vík og sungið þar í “Þjóðkórn- um” eggjunar- og ættjarðarljóð. Kvað prófessorinn sem sér fynd- ist sá mikli söngur þúsundanna óma sem kveðja til Vestur-ls- lendinga frá heimalandinu. Föstudagurinn Kl. 9 f. h. hafði séra Harald S. Sigmar guðræknisstund. Var hann sérstakur þingprestur, og skýrði hann frá því að grunntónn þeirra guðræknisstunda, er fram myndu fara kvölds og morgna á meðan þingið stæði yfir, myndi verða hugtakið: “Friður”. Bað séra Harald þess, að friðarbless- un Frelsarans mætti hVíla yfir öllum störfum þingsins. “ Þingstörf hófust með því, að kjörbréfanefnd gaf skýrslu um störf sín. Hafði ræðismaðurinn hr. Grettir Jóhannsson fulltrúi Fyrsta lúterska safnaðarins, orð fyrir nefndinni. Samkvæmt skýrslu hans voru mættir til þings 62 fulltrúar og prestar. Síðar á þingtímanum bættust enn fleiri í þann hóp. Þá flutti séra Egill H. Fáfnis ársskýrslu ritara, og gjaldkeri félagsins hr. S. O. Bjerring einn- Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.