Heimskringla - 25.07.1945, Side 3

Heimskringla - 25.07.1945, Side 3
WINNIPEG, 25. JÚLl 1945 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA HÚSIÐ HANS STOKOVSKI Eftir Rannveigu Schmidt Þetta á nú að vera um húsið hans Stokovski og viðtalið við hann, sem aldrei varð af, en margir kannast við hljómsveita- forstjórann mikla, sem gengur næst Toscanini hinum ítalska að frægð í Bandaríkjunum. Stokovski er iþað sem Ame- ríkumenn kalla “a colorful per- sonality”, sem varla er hægt að þyða sem “litskrúðugur persónu- leiki”, en kanske hægt að segja, að maðurnin sé margbreyttur og stórfeldur maður . . . þið skiljið áreiðanlega hvað eg á við. Hann hefir iika leikið í einni eða tvemur kvikmyndum og ef til viii hafa þær verið sýndar hér heima, t. a. m. “100 stúlkur og einn maður”, sem hann lék í með Deannu Durbin. Stokovski hefir lag á, að láta taia og skrifa um sig og halda þannig frægð sinni ihvítglóandi. Hann er auðvitað með afbrigðum góður hljómsveitastjóri, en svo er hann líka margtrúlofaður maður og allar kærusturnar ann- aðhvort fagrar, frægar eða ó- hemjú ríkar — eða alt þrent í einu. Nú er hann nýlega giftur Gloriu Vanderbilt, sem líklega er 30 árum yngri en hann — og bæði falleg og stórauðug. Það er hreinasti sjónlsikur að sjá handatilburðina hans Sto- kovski, þegar hann er að stjórna hljómsveit. Hann notar aldrei prik, en stýrir altaf með hönd- unum, sem eru langar og sér- lega fallegar. Þegar mér átti að gefast tækifæri til að ihafa tal af honum, þá var eg eiginlega miklu áfjáðari um, að sjá hend- ur hans <en að tala við hann. Sto- kovski kvað vera pólskur, og hann talar ensku með pólskum hreim. Svo segja aðrir, að hann sé fæddur í Bandaríkjunum, en sé af pólskum uppruna og skal eg engu leiða að hver sannleik- urinn er í því máli. Að útliti er Stokovski sérkennilegur maður og sumum finst hann laglegur, en þeir, sem þekkja hann segja, að hann sé mjög viðfeldinn og sýni aldrei neinn stór-bokkaskap. Nú skal eg sega ykkur hvern- ig gekk. Uno Sandvik er finskur; hann er um fertugt og óvenju fríður og elskulegur maður; hann er góð- ur söngvari og kona hans, Flor- ence, sem er Bandaríkjakona syngur einnig og er bæði greind og geðug. Þessi hjón eru þekt sem söngvarar og hafa sótt söng- mentun sína til Italíu og Frakk- lands. Þau dvöldu í Santa Bar- ^ bara í tvö ár og tóku á leigu hús- \ ið -hans Stokovski, en hann er góður vinur þeirra og kom stundum og heimsótti þau. Sto- j kovski á hús mörg víðsvegar um Bandaríkin, - en hann dv-elur1 lengi á hverjum stað og þó einna ( mest í Los Angeles, sem er 100 ( enskar mílur frá Santa Barbara. Þau Sandvik-hónin höfðu oftj gildi í Stokovski-húsinu, enda er það framúrskarandi vel til þess fallið. Uno og Florence Sandvik eru góðir vinir mínir og I á eg margar fagrar endurminn-( ingar um söng þeirra hjóna í tunglsljósi við sundlaugina hans Stokovski í Santa Barbara, en 1 I þau syngja tvísöng með afbrigð- j um vel. I Húsið er á stórum ibúgarði, sem Stokovski á uppi í hæðun-j um í Santa Barbara, en hann áhuga á ávaxtaræktun. Falleg blóm eru í kringum húsið og stór, grænn völlur fyrir framan, I en hann er afgirtur með kjarr- j girðingu, því hæðin er snar- j brött fyrir neðan völlinn. Á vell- inum og a “patio” — steinlögð-- um súlnagöngum — framan við ^ húsið eru margir þægilegir körfustólar og borð, þar sem in- dælt er að sitja í sólskininu. — Húsið er eiginlega mörg hús, ein- lyft, sem byð eru í hring kring- um sundlaug, sem máluð er him- inblá að innan og er eins og vatnið sé líka himiniblátt, þegar laugin er full af vatni. Kringum sundlaugina eru stólar, sem hægt er að sitja og liggja í, en þar er einnig úti-kamina. Húsin eru úr timbri máluð rauðbrún. Aðalhúsið er stærst og þar er feiknastórt herbergi, sem er bæði dagleg stofa og borðstofa. 1 þeim enda stofunnar, sem nót- uð er sem borðstofa er fram- reiðsluborð og gluggar yfir, en þeir eru opnaðir út í gríðarstórt eldhús, þegar matnum ier skamt-! mig ag rnáli þegar hann næst að. Tveir veggir stofunnar eru kæmi til Santa Barbara . . . og eintómir gluggar, sem ná niður á j var hann svo á bak og burt, en eg gólf og er útgengt úr þeim í j sat eftir meg sart ennið. . . Og garðinn. Þegar dimmir eru þykk þetta var nú sagarí um húsið tjöld dregin fyrir gluggana. Á hans stokovski og viðtalið, sem MR. CHURCHILLL í BRISTOL Myndin var tekin þegar Mr. Churchill fór til Bristol að veita móttöku “Freedom of the City”. 1 þeirri sömu ferð, sem kanslari háskólans, veitti hann heiðursnafnbót, “Doctor of Laws”, þeim Mr. A. V. Alexander, yfirsjóliðsforingja, og Mr. Ernest Bevin, verkamanna ráðherra. — Myndin er tekin eftir að viðhöfnin var afstaðin, og eru þessir þrír menn í skrautklæðunum, frá vinstri talið: Mr. Ernest Bevin, Mr. Churchill og Mr. A. V. Alexander. vann sjálfur að byggingu þess. Úr húsinu er forkunnarfagurt út- sýni yfir Kyrrahafið. Mikill ald-J ingarður er í kringum húsið og vaxa þar appelsínur, epli, perur,, aprikósur, óvenjustórar “avo-, kato”-perur, sítrónur, já, jafnvel bananar og er þetta eini staður-! inn á Kyrrahafsströndinni, sem eg veit til að bananar vaxi. Ann- j ars er í aldingarðinum alskonar óvanalegir ávextir, sem eg ekki einu sinni kann að nefna með nafni, en Stokovski hefir mikinn miðjum öðrum lángveggnum er feiknastór kamína og fyrir fram- an hana stendur blár sófi, langur og hringmyndaður, en veggurinn yfir kamínunni er óvanalegur, marglitir múrsteinar settir í vegginn og mynda eins og hálf- hring yfir kamínunni. Sagði Uno Sandvik altaf, að kamínan og veggurinn yfir henni minti sig altaf á Hollywood Bowl, salinn mikla, sem notaður er til hljóm- leika í Hollýwood, en hann er undir beru lofti og rúmar mörg þúsund áheyrendur. Það er indælt að sitaj í blá sóf- anum í hálfrökkrinu m-eð góðu og skemtilegu fólki, rabba sam- an og horfa á glóðirnar. Sextán ára stúlku varð einu sinni að orði er hún sat í bláa sófanum: “ætli Stokovski hafi sitið hér með Gretu Garbo” . . . en það stóð í öllum , blöðum Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum síðan, að þau væru trúlofuð Garbo og Stokovski. Það eru átta kamínur í þessu skemtilega húsi; — vinnustofa listamannsins, sem er í einu bakhúsinu, er vistleg og mjög blátt áfram; þar er stórt hljóð- færi, margir hægindastólar, en aðeins tvær myndir á veggjun- um, önnur af Beethoven og hin af Paderewski. 1 einu hliðarhúsinu er leik stofa og er þar piano og borð- tennis, en í hinum húsunum er fjöldi svefn-herbergja með til- heyrandi baðherbergjum. — Tröppur liggja niður hæðina að bifreiðaskúrunum, sem eru tveir. Margir koma og skoða -h-ús hins fræga manns; t. d. fengu Sand- vik-hjónin einu sinni í fyrra heimsókn af Lindbergh ofursta, sem kom með einum kunningja þeirra og ótal margir aðrir fræg- ir menn og konur hafa komið þangað í forvitnisskyni. Einn góðan veðurdag í fyrra hringdi Uno Sandvik mig upp og var mikið niðri fyrir. Hann sagði, að Stokovski væri kominn í heimsókn og yrði hjá þeim nokkra daga. Ætluðu hjónin að bjóða mér til hádegisverðar meö honum, svo eg gæti -haft viðtal við hann fyrir íslenzk blöð. — Sagðist Uno hafa talað við Sto- kovski um þetta og vilid hann gjarnan tala við mig, vegna þess, að hann hefði í huga, að fara til Islands í hljómleikaleiðangur og ihonum væri forvitni á, að heyra eitthvað um land og þjóð. Lagði Uno mikið að mér að koma — og eg lét tilleiðast. Dagur og stund var ákveðin og “alt í lagi.” En því var nú ver, að Stokov- ski fékk skeyti sama daginn um að koma til Chile og stjórna þar hljómleik og sendi hann mér orð, að hann vonaðist til, að geta hitt aldrei varð af. FÁEIN ORÐ til Ev. lút. kirkjufél. á 60 ára - afmæli þess.l) Forseti Hins Sameinaða kirkjufélags, Hannes Péturson, mintist á það í dag við mig yfir símann, að eg væri hér viðstadd- ur, sem annar fulltrúi frá Sam- einaða kirkjufélaginu, í forföll- um hans, sem er lasinn og gat ekki verið hér. Eg vissi nú ekki nema þessu fylgdi að segja þyrft.i hér eitthvað, sem eg var óundir- búinn að gera, en eg átti allra hluta vegna samt bágt með að neita þessu, bæði vegna bónar Mr. Pétursonar, og hins jafn- framt að hér er um svo merkileg- an og sögulegan viðburð að ræða, þar sem er 60 ára afmæli Evan- geliska lúterska kirkjufélagsins. Það er atriði, sem hverjum Is- lendingi kemur við, vitandi eða óafvitandi, og ber svo ljósan og virðingarverðan vott um ástund- un og framsýni í því, sam okkur er, eða ætti að vera, allra mála helgast: Að halda við íslenzkum stofnunum hér vestra, og með þeim, máli og samböndum við ís- lenzka þjóðstofninn. Þetta 60 ára starfsafmæli, er ekki ykkur einum fagnaðarefni; það hlýtur að vera það öllum ís- lendingum. Séra Philip Péturs- son hefir nú flutt ykkur heilla- óskir frá hinu Sam-sinaða kirkju- félagi og minst starfs ykkar, sem þessu kirkjufélagi iheyra til, að verðugu. Eg undirstkrifa alt sem hann sagði og þarf ekki að endurtaka neitt af því. En eg vil í þess stað flytja hinu 60 ára kirkjufélagi kveðju frá annari stofnun í þessum bæ, sem einnig byrjar sextugasta árið á þessu ári, blaðinu Heimskringlu. Eg sé af ræðum og ritum frá fornu fari, að það hefir að vísu -ekki 1) Hvernig á ræðustúf þess- um stendur skýrir sig sjálft. Að hann var ekki fluttur á afmæl- inu, stafaði af því, að þar var um samkomu að ræða, með fullskip- aðri dagskrá, en ekki starfsfund. eins og eg bjóst við. En hann er hér prentaður að ósk nokkurra, er vissu, að eg hafði hann með- ferðis. Að öðru leyti er Hkr. skylt að minnast að ein-hverju hins mekrilega áfanga og því fremur, sem ritstjóra hennar var boðið á tvær samkomur kirkju- þingsins, ásamt séra P-hilip M. Péturssyni. Sú velvild er auð- vitað ekki fullþökkuð með þessu, en ef það gæti samt talist sem heillaósk frá Hkr. á afmælinu, væri tilganginum náð. Stefán Einarsson, ritstj. Hkr. ávalt verið sem kærast með jafn- öldrunum, Heimskringlu og lút- erska kirkjufélaginu. Eg heyri sagt, að það hafi jafnvel einu sinni verið talin goðgá að nefna Hkr. í lúterskri kirkju! Nú sjá allir breytinguna, sem hér er á orðin, þar sem ritstjóri hennar er ekki aðeins boðinn sem góður og gildur gestur hér, heldur einnig sem fulltrúi. Samvinna Vestur-Islendinga hefir farið mjög batnandi síðari árin. Er það vel farið. Við er- um of fáir til þess að standa sundraðir um það, sem við gæt- um gert sjálfum okkur og þjóð vorri til heilla og reyndar þjóð þessa lands einnig. Líklegast ihefir alvaran, sem við í þjóð- ræknismálum vorum horfumst í augu við, átt mestan þátt í batn- andi samvinnu. En það er fleira sem að friði okkar í milli hefir stuðlað. — Blöðin eiga sinn þátt í því, sem aldrei skammast nú orðið og sumir segja okkur, að tapi kaup- endum á því. Þá er vinátta hin bezta milli prestanna lútersku og unitarisku . Og síðast mætti n-efna giftingar milli unitara og lúterskra, sem fyrrum voru mjög fágætar og mæður og feður rifu jafnwel kvæði sín út af, en sem nú eru daglegur viðburður. Þegar eg virði þessar breyt- ingar fyrir mér, finnast mér þær bezti vorboðinn í þjóðlífi okkar. Hér er ekki átt við, að við séum ávalt sátt eða sammála í skoðunum. Við hljótum að eiga ýms ágreiningsmál. En kúnstin er að vinna saman í okk- ar sameiginlegu málum þrátt fyrir þau. Að læra það væri jafnvel m-eira en Jón Sigurðsson gat búist við, er sagði íslend- inga löngum hafa átt erfitt með að ræða ágreiningsmál sín, án þess að vera annað hvort “fullir eða fjúkandi reiðir”. Kirkjufélag ykkar á sér n-ú 60 ár að baki, 60 ára glæsilega sögu, þegar á fámenni okkar er litið. Fyrir alt sem það hefir þjóð- flokki vorum hér og þjóð vorri heima til eflingar og v-egsauka unnið, erum við þakklátir. Þó starf það sé of margbrotið til að vera talið hér upp, erum vér vissir um að það er mikið, marg- brotið og áhrifaríkt, sem orðið er. En af brautargengi þess að dæma, er því alt annað en lokið. Og að því endist aldur og þrek til að starfa í önnur 60 ár, sem íslenzkri stofnun, er einlæg ósk mín á þessari minningar afmæl- ishátíð þess. Framvegis verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu, hjá hr. bóksala Lárus Blöndal, Skóla vörðustíg 2, Reykjavík, Island KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta islenzka vikublaðið BRAUTIN Ársrit Sameinaða Kirkjufé- lagsins, er til sölu hjá: Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, Iceland Bókaverzlun Árna Bjarnarsonar. Akur-eyri, Iceland Bókaverzlun Þorsteins M. Jóns- sonar, Akureyri, Iceland Björnssons Book Store, 702 Sar- gent Ave., Winnipeg. Viking Press Ltd., 853 Sargent Ave., Winnipeg, Man. K. W. Kernested, Gimli, Man. Thorst. J. Pálsson, Hecla, Man. B. Eggertsson, Vogar, Man. F. Snidal, Steep Rock, Man. Guðjón Friðriksson, Selkirk, Man. Björn Björnsson, Lundar, Man. Mrs. Guðrún Johnson, Árnes, Man. B. Magnússon, Piney, Man. Einar A. Johnson, Riverton, Man. G. O. Einarsson, Árborg, Man. Mrs. B. Mathews, Oak Point, Man. Ingimundur Ólafsson, Reykja- vík, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. G. J. Oleson, Glenboro, Man. Valdi Johnson, Wynyard, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. E. E. Einarsson, 12 E. 4th Ave., Vancouver, B. C. Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. G. Thorleifsson, Garðar, N. Dak., U.S.A. M. Thordarson, Blaine, Wash. Ch. Indriðason, Mountain, N. D. H. HAGBORG II FUEL co. n Dial 21 331 (C.F.L. No. 11) 21 331 J. J. Middal, Seattle, Wash. Gunnar Matthíasson, Inglewood, Calií. Bjarni Sveinsson, Keewatin, Ont G. B. Jóhannson, Geysir, Man. * * * Malreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld- sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5£. SAVINGS ^/^CERTIFICATES Góð Mentun Manngildið Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vérhöfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA MUSIC Tólf sönglög, Friðrik Bjarnason Sex sönglög, Friðrik Bjarnason______ Tvö kvæði, St. G. St., Jón Laxdal Að Lögbergi, Sigfús Einarsson ._____ Til Pánans, Sigfús Einarsson______ ~$ Jónas Hallgrímsson, Sigfús Einarsson_____ Pétur Guðjónssen, Sigfús Einarsson_______________ Fáninn, Sveinbjörn Sveinbjörnsson________________ Now is the North of Maying, Sv. Sveinbjörnsson .... Up in tihe North, Sveinbj. Sveinbjörnsson _______ Þrjú sönglög, Bjarni Þorsteinsson ________ Bjarkamál, Bjarni Þorsteinsson ____________ Huginn,‘F. H. Jónasson Þrjú sönglög, Hallgr. Jónsson Serenata, Björgvin Guðmundsson Passíusálmar með nótum _______ Harmonia, Br. Þorláksson Söngbók ungtemplara, Jón Laxdal ____________ Skólasöngbókin II., Pétiur Lárusson _________ Suðurnesjamenn, Sigv. S. Ka-ldalóns, Einsöngur Þrá, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur __________ Máninn, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur Kaldalóns þankar, Sigv. S. Kaldalóns, Piano Þótt þú langförull legðir, Sigv. S. Kaldalóns, Eins.. 14 sönglög, Gunnsteinn Eyjólfsson _______________ Ljósálfar, Jón Friðfinnsson 5 einsöngslög, (með ísl. og enskum texta) Sig. Þórð. .35 .35 .35 .35 .35 .35 .35 .35 .35 .35 .35 .35 .35 .35 .35 1.60 .50 .35 .25 .35 .30 .50 .35 .25 1.25 1.50 1.50 BJÖRNSSON’S B00K ST0RE 702 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.