Heimskringla - 25.07.1945, Blaðsíða 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 25. JÚLÍ 1945
A
SKEMTIFÖR
Æ, eg sé hana enmþá, þar sem hún stóð og
horfði framan í mig með tárin í stóru, bláu aug-
unum, sem voru svo fögur. Hún virtist 21 árs
eða 22 — há, en mjög grönn, með fallegt andlit,
ljósjarpt hár og þau fegurstu augu, sem eg hefi
nokkurntíma séð. Hún var í dökkgrænum kjól
og ljóstorúnni, stuttri kápu, og vegna þess að
veðrið var reglulega svalt, þá hafði hún loð-
kraga um hálsinn. Eg man það vel að í kring
um hattinn hennar var kniplinga slæða og í
slæðunni var eitthvað, sem líktist stjörnum.
“Hvernig get eg þakkað yður fyrir þetta?”
mælti hún þegar eg kom til hennar. “Hefðuð
þér ekki komið veit eg ekki hvað þessir menn
hefðu gert mér.”
“Mér þykir mjög vænt um að eg var hérna,
svo að eg gat hjálpað yður,” svaraði eg og
horfði í augu hennar, með meiri aðdáun fyrir
æsku fegurð hennar, en eg hefði kanske átt að
látaí ljósi. Hérna er pyngjan yðar. Eg vona að
ekkert hafi tapast af peningunum yðar. En eg
ætla samt að gefa yður eitt ráð. Eftir því sem
eg hefi séð hérna í kvöld, þá er þetta auðsæilega
ekki staður til að ganga um fyrir unga, einsamla
stúlku, þegar dimt er orðið. Væri eg í yðar
sporum mundi eg ekki eiga það á hættu.”
Hún leit á mig sem snöggvast og tók svo til
máls: “Þér hafið alveg rétt fyrir yður. Þetta
er alt mér að kenna. Eg hitti kunningjastúlku
mína, og gekk með henni hérna.í trjágarðinum
— eg var á leiðinni að vagninum ipínum — og
hann er hérna fyrir utan þegar eg mætt.i
þessum mönnum. En mér er óhætt að heita
yður því, að gera þetta ekki aftur, enda er mér
auðvelt að efna þetta, þar sem eg fer burtu úr
Sydney eftir fáa daga.”
Einhvernveginn þótti mér vænt um að eg
var líka að fara úr bænum, og var eftir að eg
heyrði þetta. En auðvitað sagði eg henni ekki
frá því.
“Ætti eg ekki að fylgja yður út að vagnin-
um yðar? Þessir menn kunna að vera á verði
og reyna til að jafna upp tap sitt.”
Hún virtist hafa fengið hugrekki sitt á ný,
því að hún horfði framan í mig brosandi og
sagði: “Eg hugsa að þeir ónáði mig ekki aftur
eftir ráðninguna, sem þeir fengu hjá yður. En
eg væri yður samt þakklát, ef þér vilduð fylgja
mér út að vagninum.”
Við gengum svo saman út úr trjágarðinum
út á götuna. Þar beið skrautlegur vagn og að
honum gekk hýu. Eg opnaði vagnhurðina fyrir
henni, svo að hún gæti stigið inn. En áður en
hún gerði það, sneri hún sér að mér og rétti mér
litlu hendina sína.
“Viljið þér segja mér hvað þér heitið, svo
að eg viti hverjum eg á að þakka hjálpina?”
“Eg heiti Hatteras, Richard Hatteras frá
Þórsdagseyjunum. Núna sem stendur á eg
heima í “Quebec” gistihúsinu.”
“Eg þakka yður, Mr. Hatteras, margfald-
lega fyrir hina riddaralegu breytni yðar við
mig. Eg mun ætíð vera yður þakklát eins lengi
og eg lifi.”
Þetta var að gera of mikið veður út af
svona litlu og var eg að því kominn að hafa orð
á því er hún tók aftur til máls.
“Eg ætti víst að segja yður hvað eg heiti.
Eg heiti Wetherell, og faðir minn er nýlendu-
málaritari hérna. Eg er viss um að hann verður
yður alveg eins þakklátur og eg. Verið þér
sælir!”
Hún virtist hafa gleymt því að við höfðum
kvaðst með handabandi, því að hún rétti mér
hendina á ný. Eg greip hendi hennar og reyndi
að finna enhver háfleyg og viðeigandi orð, en
hún staig upp í vagninn og lokaði hurðinni áður
en eg gat nokkuð sagt, og í sömu svifum ók
vagninn í burtu.
Gamlir piparsveinar og piparmeyjar geta
sagt hvað, sem þau vilja, um ást við fyrstu sýn.
Eg er alls ekkert rómantískur að eðlisfari —
fjarri fer því — æfin, sem eg hingað til hafði
átt, var alls eigi á þann veg að eg yrði það. En
ef eg var ekki ástfanginn þar, sem eg gekk
þarna einn eftir götunni, þá kann eg eigi skyn
á slíkum hlutum.
Fallegri og meira aðlaðandi engil, hefir
enginn séð á þessari jörð, en ungu stúlkuna,
sem eg hafði fengið tækifæri til að bjarga frá
mönnunum, sem réðust á hana. Alt frá því
augnabliki fanst mér eg sjá tilveruna í alt öðru
ljósi, og að hún hefði alt aðra þýðingu fyrir
mig. Er eg gekk þarna, fanst mér eg finna í
marga klukkutíma á eftir þrýstingu mjúku
fingranna hennar á hendi minni, og sem sönn
un þess, hversu tilfinningar mínar höfðu komist
í upphám, þá get eg bætt því við, að eg óskaði
sjálfum mér til hamingju yfir því, að eg var í
nýju, fallegu fötunum mínum, sem voru saum-
uð í Sydney, en ekki þeim, sem eg var í á leið-
inni frá Torris sundi, og sem eg altaf áður hafði
skoðað sem nægilega góð, bæði til að vera í á
samkomum og sunnudögum. Að hún mundi
muna eftir mér stundinni lengur, fanst mér
fremur ólíklegt. Af því má sjá að þessi við-
burður var frémur einhliða að mínum dómi.
Næsta morgun fór <eg aftur í fínústu fötin
mín, burstaði mig mjög vandlgea, og gekk svo
niður í bæinn til þess að sjá hvort eg mundi
ekki mæta henni á götunni. Eg get alls ekki
sagt hvaða ástæður eg hafði til að vona að sjá
hana aftur, en hvað sem því leið, þá átti eg samt
ekki að verða fyrir vonbrigðum. Þegar eg gekk
yfir George strætið, ók vagn fram hjá mér, og í
honum sat fallega stúlkan, sem hafði hrifið mig
svo mjög. Að hún bæði sá mig og þekti varð
ljóst vegna þess, að hún kinkaði til mín kolli á
hinn yndislegasta hátt. Svo hvarf hún mér sjón-
um og það gekk kraftaverki næst, að æfiskeið
mitt rann ekki út á þeirri stundu, því eg stóð
þar eins og í draumi og áttaði mig ekki fyr, en
tveir vagnar, og þungur ölvagn höfðu næstum
keyrt yfir mig, og færðu mér heim sanninn um.
að réttara mundi vera fyrir mig að halda áfram
hugleiðingum mínum upp á gangstéttinni.
Eg komst heim til gistihúss míns í nægan
tíma til að snæða hádegisverð, og þar fékk eg
ágætis hugmynd. Átti eg að herða upp hugann
og heimsæka hana? Því þá ekki? Það var ekki
nema kurteisi að grenslast eftir því, hvort hún
væri nokkuð eftir sig eftir hræðsluna. Mér
hafði ekki komið þetta fyr til hugar en eg lagði
af stað, en þegar eg var kominn út í anddyri
gistihússins, þá datt mér í hug, að bezt mundi
að bíða í eins og klukkutíma þar, ssm ennþá var
of snemt til að gera heimsókn í þessu skini, og
þegar eg hafði komist að því, í hvaða hluta
bæjarins Wetherells fjölskyldan bjó, fékk eg
mér vagn og sagði ökumanni að aka með mig til
Potts Points. Húsið var síðasta húsið í götunni
— stórt, fallegt hús, sem var umkringt af fögr-
um trjágarði. Þjónn einn opnaði hurðina, þeg-
ar eg hringdi, en með svari sínu, er eg spurði
um Miss Wetherell, sló hann allar vonir mínar
í rot. Hann sagði mér að hún væri ekki heima.
“Hún á mjög annríkt nú sem stendur, herra
minn, hún fer ásamt húsbóndanum til Eng-
lands núna í vikunni. Þau fara með “Orizaba.”
“Hvað þá!” hrópaði eg og gleymdi mér
næstum vegna þess hve undrandi eg varð. “Er
það í raun og veru, svo að Miss Wetherell fer til
Englands með “Orizaba”?”
“Já, herra minn. Eg heyri ennfremur að
hún fari heim til Englands í þeim tilgangi að
vera kynt við hirðina.”
“Jæja, eg þakka yður fyrir. Viljið þér fá
henni nafnspjaldið mitt, og segja henni, að eg
voni, að hún sé ekkert eftir sig eftir hræðsluna
í gærkveldi?”
Hann tók við spjaldinu og vænum skild-
ingi, og eg var í sjöunda himni þegar eg gekk í
burtu. Eg átti þá að fá að ferðast á sama skip-
inu og þessi yndislega stúlka. Eg átti að fá að
sjá hana á hverjum degi í heilar sex vikur'
Þetta virtist of gott til að vera satt. Eg fór
alveg ósálfrátt að legga á allskyns ráð. Hver
vissi nema — en nú var bezt að hætta.
Nú verð eg að stansa annars gríp eg fram í
rás viðburðanna. Til þess að vera stuttorður,
hlýt eg að geta þess, og minna á, að þetta er
bara nokkurskonar formáli fyrir öllum þeim
einkennilegu viðburðum, sem fyrir mig komu,
og eg mun síðar segja frá. Dagurinn kom, þeg-
ar gufuskipið átti að fara frá Sydney. Eg fór
um borð um morguninn og fékk farangur minn
niður í klefann minn, hafði lokið því öllu áður
en allur hópurinn kom um borð og allur sá þys,
sem því fylgir hófst. Sá sem átti að vera í
klefanum með mér, ætlaði að koma um borð í
Adelaide, svo að fyrst um sinn var eg þar einn.
Við léttum atikerum hér um bil kl. þr jú og
skreið skipið hægt út úr flóanum. Það var fag-
ur dagur og höfnin, með þúsundum skipa af öll-
um stærðum og frá öllum löndum, hið dökkbláa
haf, meðihinum tignarlegu hæðum í baksýn, var
svo fögur sýn, að hún gat vakið hrifningu í
huga þess, sem sneiddur var öllum skáldlegum
tilfinningum. Eg hafði verið undir þiljum þeg-
ar Wetherell og dóttir hans komu um borð, og
vissi unga stúlkan því ekkert um nærveru
mína þarna. Eg gat auðvitað ekkert um það
sagt, hvort að hún mundi verða forviða og glöð
að sjá mig, en iþað veit eg með vissu, að eg var
hamingjusamasti maðurinn um borð í sikipinu
þennan dag. Eg átti samt ekki að vera lengi í
óvissu um þetta. Áður en við vorum komin út
að “höfðanum”, þá var þetta mál útskýrt á mjög
þægilegan hátt, hvað mig snerti. Eg stóð á
þilfarinu rétt við dyrnar á borðsalnum, er eg
heyrði mannamál og rödd, sem eg þekti vel,
segja rétt á bak við mig:
“Jæja, vertu þá sæl, kæra gamla Sydney,
margt mun geta skeð áður en eg sé þig aftur.”
Hún vissi lítið um það hversu sönn þessi
orð áttu að verða. Er ihún mælti þannig, leit
eg við. Rétt sem snöggvast leit hún undan alveg
forviða, en svo áttaði hún sig og rétti mér hend-
ina og sagði: “En Mr. Hatteras, þetta er sann-
arlega gaman. Þér eruð síðasti maðurinn, sem
eg bjóst við að sjá um borð í “Orizaba”.”
“Eg gæti líka sagt hið sima um yður,” svar-
aði eg, “það virðist sem við munum verða föru-
nautar.”
Hún sneri sér til hávaxins, gráskeggjaðs
manns, sem stóð þar. “Pabbi, eg verð að kynna
þig Mr. Hatteras. Þú manst að eg sagði þér hve
góður og hjálpsmur Mr. Hatteras var við mig,
þegar þessir þrír menn réðust á mig í trjágarð-
inum.”
“Eg er yður sannarlega þakklátur, Mr. Hat-
teras,” sagði hann og greip hendi mína og
þrýsti henni hjartanlega. “Dóttir mín sagði
mér frá þessu, og í gær fór eg til gistihússins
yðar til að þakka yður fyrir, en því miður voruð
þér ekki heima. Eruð þér að fara til Evrópu?”
“Já, eg fer heim til að selja nokkrar perlur
og sjá iþann stað, sem hann faðir minn var
fæddur.”
Eruð þér þá eins og eg fæddur í Ástralíu?
Eg á auðvitað við að þér eigið enska foreldra?”
sagði Miss Wetherell og hló. En sú hugmynd
— að kalla sig innfædda Ástralíuknou! Það
var mjög fimleg fyndni eins og hún sagði þetta.
“Eg ér fæddur á hafinu, nokkuð fyrir
sunnan Mauritius, svo að eg veit ekki vel hverr-
ar þjóðar eg ætti að kallast. Eg vona að þið
hafið fengið þægilegt farrými?”
“Já, víst er um það. Við höfum oft farið
mað þessu skipi og erum alt af í sömu iklefun-
um. Og heyrðu, pabbi, við megum til að fara
og sjá hvernig vesalingnum henni Miss Thomp-
son líður. Við erum nú að koma út í ölduna, og
hún þarf að komast niður undir þiljur. Verið
þér sælir á meðan, Mr. Hatteras.”
Eg tók ofan húfuna og sá hana ganga burtu
eftir þilfarinu, og stöðug var hún, eins og hún
hefði alla æfi vanist að ganga eftir veltandi
þiljum. Svo fór eg að horfa á hina hverfandi
strönd og hugsa mínum eigin hugsunum, sem
voru alls ekki neitt raunalegar, það er mér
óhætt að fullyrða. Því eg verð að játa — og
því skyldi eg ekki játa það? — að eg var ást-
fanginn eins mikið og unt var að vera það.
En hvað horfurnar snerti, að eg óbrotinn
perluveiðari gæti náð í eina fríðustu og göfug-
ustu blómarósina í Sydney. Um það hirti eg
eigi að hugsa ennþá sem komið var.
Áður en vikan var liðin höfðum við farið
fram hjá Adelaide og fjórum dögum síðar fram
hjá Albany. Þegar sá tími var kominn, að við
höfðum náð til Lewen, var alt komið í gott horf
um borð í skipinu, þeir sem kendu sjóveiki
tóku nú að sýna sig á þilfarinu á ný, og hinir,
sem voru dálítið hraustari tóku nú að koma
með allskonar útskýringar á því, hversvegna
þeir hefðu ekki sést fyrri við máltíðirnar. Brátt
kom það í ljós að Miss Wetherell var uppáhald
allra um borð. Þar var skipstjórinn efstur á
blaði, og allir fylgdu dæmi hans. Og þar sem
þetta var svo, var eg svo skynsamur að draga
mig í hlé, þar sem eg vildi ekki, að hún skyldi
álíta, að eg vildi nota mér hjálp þá, sem eg
hafði veitt henni sem afsökun þess að trana mér
fram, eða gera krpfu til hylli hennar. Hvort
hún veitti þsssu eftirtektr veit eg ekki, en þá
sjaldan við töluðumst við var hún alúðlegri við
mig, en eg átti nokkra kröfu á að hún væri.
Ekki vantaði, að nógu margir voru þarna um
borð, sem hæddust að því og hlógu að því, að
dóttir nýlenduritarans skyldi láta svo lítið að
líta við jafn óbrotnum manni og eg var, og
þegar það varð heyrum kunnugt hver staða
mín var í mannfélaginu, þá dró það ekkert úr
dómunum né hinu illgirnislega pískri.
Kvöld eitt þremur dögum eftir að við höfð-
um farið fram hjá Colombo, stóð eg úti við
girðingu þá á þilfarinu, sem afmarkaði svæðið,
ssm farþegarnir höfðu er þeir gengu sér til
skemtunar, þetta var rétt á móti reykingasaln-
um. Miss Wetherell kom þar til mín og stans-
aði við hlið mína. Hún var mjög hrífandi og
yndisleg í fallega kvöldbúningnum sínum, og
datt mér í hug, að eg mundi hafa sagt henni
frá því, hefði eg þekt hana betur.
“Mr. Hatteras,” sagði hún er við höfðum
talað um veðrið og sólsetrið, “eg hefi verið að
hugsa um það núna síðustu dagana, að það
virðist sem þér séuð að forðast mig.”
“Hvernig getur yður komið slíkt til hug-
ar,” flýtti eg mér að segja.
“Hvað sem öllu líður þá finst mér að þetta
sé svo. Og segið mér nú hversvegna þér gerið
þetta.”
“Eg hefi alls ekki gengist við því að eg sé
að forðast yður. En ef eg virðist neita mér um
þessa ánægju að vera í félagsskap yðar eins og
sumir aðrir eru, þá er það kanske vegna þess,
að eg skil ekki í því, að yður gæti þótt nokkuð
gaman af nærveru minni.”
“Þetta var fjarskalega fallega sagt,” sagði
hún brosandi,. “en það fræðir mig ekkert um
það, sem mig langaði til að vita.”
“Og hvað er iþað, sem yður langar til að
vita, kæra ungfrú?”
“Mig langar til að vita hversvegna þér haf-
ið breyst svona gagnvart mér. Fyrst kom okk-
ur svo dæmalaust vel saman. Þér sögðuð mér
frá æfi yðar og athöfnum í Torris sundinu, og
verzlunarferðum yðar í Suðurhöfunum, já,
jafnvel um framtíðarvonir yðar. — Nú er alt
þetta breytt. Nú er þetta bara: “Góðan daginn,
Miss Wetherell”, eða “Gott kvöld, Miss Weth-
erell”, og það er alt og sumt. Eg verð að segja
að mér fellur alls ekki svona framlkoma.”
“Eg verð að biðja yður afsökunar, en-----”
“Nei, eg vil ekki ihafa neitt “en”. Ef þér
viljið að eg fyrirgefi yður, þá verðið þér að ræða
meira við mig. Yður mun falla vel við hitt fólk-ð
hérna, það er eg viss um, þér þurfið bara að
kynnast því. Það er mjög vingjarnlegt við
mig.”
“Og yður finst að mér ætti að falla vel við
það af þeim ástæðum?”
“Nei, nei, en hvað þér eruð heimskur! En
eg vil að þér séuð vingjarnlegur.”
Eftir þetta gat eg ekkert annað gert, en að
troða mér inn í félagslíf ferðafólksins, þótt eg
vissi mjög vel að helmingur iþess vildi ekkert
hafa við mig að sýsla. En þetta hafði samt sín-
ar björtu hliðar. Eg hitti nú Miss Wetherell
miklu oftar. Já, svo oft, að eg sá að föður henn-
ar fór ékki að lítast á blikuna.
En hvað sem hann hugsaði um þetta, þá lét
hann ekkert í ljósi við mig um það.
Fjártán dögum síðar eða svo, komum við
til Aden, og kl. 4 síðari hluta dagsins lögðum
við frá þessum eyðikletti og komustum inn i
Rauða hafið. Þegar við vorum komin gegn um
Stiez skurðinn og komin fram hjá Said höfn,
lögðum við inn í Miðjarðarhafið, og sá eg þa
Evrópu í fyrsta skiftið á æfinni.
Það var hugmyndin, að Mr. Wetherell og
dóttir hans færu af skipinu í Neapel og ferðuð-
ust þaðan langveg. Þegar stund kveðju og
skilnaðar nálgaðist, verð eg að játa,- að eg fylt-
ist þungum kvíða. Eg ímyndaði mér líka að
tilfinningar hennar færu í sömu átt. Ef eg væri
spurður að á hverju eg bygði þá skoðun, að ung
hefðarmær eins og Miss Wetherell var, hefði
nokkuru áhuga fyrir mér — já, þá get eg ekki
fremur svarað því en eg get flogið. En samt
sem áður var eg ekki með öllu vonlaus, þegar
eg hugsaði um þetta.
Við áttum að komast til hafnarinnar næsta
morgun. Kvöldið var mjög lyngt, og hafið
spegilslétt. Einhvern veginn atvikaðist það
svo að Miss Wetherell og eg stóðum á þeim
afskekta stað, þar sem hún áður hafði yrt á mig-
Stjörnurnar í austri tóku að blikna í tungl-
skininu. Eg horfði á stúlkuna þar, sem hún
hallaði sér út fyrir borðstokkinn og horfði a
lyngt hafið, og veitti því eftirtekt, að andlit
hennar bar blíðlegan raunablæ. Greip mig þa
ómótstæðileg löngun til að segja henni frá ást
minni. Jafnvel þótt hún gæti eigi tekið henni,
þá gat það ekki sakað neitt, þótt eg segði henni
frá tilfinningum mínum gagnvart henni. At
þessum ástæðum færði eg mig nær henni.
“Snemma á morgun, Miss Wetherell, verð
um við að kveðjast og sjáumst kanske aldrei
aftur.”
“Æ, nei, Mr. Hatteras, við skulum ekk'
tala þannig. Við munum áreiðanlega ihittast a
ný. Veröldin er í raun og veru ekki svo ýkja
stór.”
“Þeim sem reyna að forðast hvorir aðra
verður hún það kanske ekki, en þeim sem þra
að finnast er ihún það, og stundum um of.
“Já, ef svo er verðum við að vænta hms
bszta. Hver veit nema að við finnumst i
London. Mér finst það mög líklegt.”
“Og mundu slíkir samfundir vera yður a
móti skapi?” spurði eg, og bóst við að hun
mundi svara með sinni venjulegu hreinskilm-
En mér til mestu Turðu svaraði hún engu, en
sneri sér undan. Hafði eg móðgað hana?
“Miss Wetherell, þér verðið að afsaka fram-
hleypni mína. Eg veit að eg hafði engan rétt
til að koma með slíka spurningu.”
“Og því skylduð þér ekki spyrja?” svaraði
hún og sneri hinu yndislega andliti sínu að mer.
“Nei, Mr. Hatteras eg skal segja yður það alveg
hreinskilnislega að mér þykir mjög vænt um
að sjá yður aftur.”
Þetta svar örfaði blóðrás mína. Var mig
að dreyma, eða hafði hún raunverulega sagt
það, að sér þætti vænt um að sjá mig aftur. Nu
ætlaði eg áreiðanlega að reyna hamingjuna,
hvernig sem færi.
“Þér getið alls eigi leitt getum að Þvl’
hversu samvistir okkar hafa verið mér unaðs-
legar,” sagði eg. “Og nú hlýt eg að hverfa aftur
til einverunnar.”
“En þér hafið verk yðar að annast, svo a
þér ættuð ekki að tala svona.”
“En hvað er verk mitt, þegar eg hefi fyrir
engum að vinna. Getið þér hugsað yður nokk
uð ömurlegra en einstæðisskap minn. Mmn
ist þess að svo framarlega, sem eg veit, þá á e§
ekki einn einasta ættingja — ekki eina einustu
sál í öllum heimi, sem hirðir neitt um mig ""
ekki ein, sem feldi eitt tár, þótt eg félli fra-
“Æ, segð ekki þetta!”
Rómur hennar var svo hrærður að eg hsn
að horfa á hafið og leit á hana.
“Þetta er satt, Miss Wetherell. Alve
hreint dag satt.”