Heimskringla - 08.08.1945, Page 4

Heimskringla - 08.08.1945, Page 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. ÁGÚST 1945 ^itnakringla (StofnuS ltli) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: . EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 WINNIPEG, 8. ÁGÚST 1945 MINNI ÍSLANDS Flutt á Islendingadeginum 6. ágúst 1945, á Gimli, af Pétri Sierurgeirssyni. Herra forseti! Góðir Islendingar! Kæru vinir! Þegar þúsund ár voru liðin af sögu íslenzku þjóðarinnar og sungið var í fyrsta skift um “íslands þúsund ár” á Þingvöllum 1874, þá var um það bil að hefjast saga Islendinga á þeim stað, er vér nú stöndum, með komu fyrstu landnemanna hingað árið 1875. Síðan eru liðin 70 ár. Þessi íslendingadagur er því sérstakur í sinni röð. Það er sögurík og hátíðleg stund, sem vér lifum í dag, hér á þessum stað — þessum “Þingvöll” yðar í Vesturheimi. Mér er það sannur heiður og mikil ánægja að fá þetta tæki- færi til þess að ávarpa yður Vestur-lslendinga, að ávarpa yður sem sonur Islands, þess lands, sem mig hefir alið alt fram að þessum tíma, þess lands, sem á mína ást og aðdáun óskifta, þess lands, sem safnáð hefir oss hér saman í dag, þess lands, sem vér viljum læra að þekkja betur og meta að verðleikum. ★ Fyrir þremur áium kyntist eg þektum herlækni í brezka hernum á Islandi. — einu sinni, er við áttum tal s^man, ræddi hann við mig um ísland, og þá sagði hann við mig, eittihvað á þessa leið: “ísland kemur mér fyrir sjónir fyrst og fremst sem land and- stæðnanna. Hvar sem leiðir mínar liggja um landið, rek eg mig á þessar sérkennilegu andstæður. Eg hefi komið í hrikaleg og gróð- urlaus héruð og innan stundar ekið um gróðursæla sveit og blóm- lega bygð. Eg finn sjóðandi hveravatnið vella upp úr iðrum jarð- ar, og eg sé ískaldar árnar streyma til sjávar. Eg sé ótrúlega breytingu, sem veðrið hefir á náttúrusýn landsins. Eg sé grænar. skóginn vaxa við jökulrætur. Eg kem ekki svo auga á grasslétt- una, að eg sjái ekki um leið eitt eða fleiri hinna snarbröttu og tgnarlegu fjalla. Andstæðurnar sé eg einnig glögt koma fram í þjóðlífi yðar og lifnaðarháttum. Eg ek fram hjá tveimur sveitabæjum; annar er úr torfi gerður og vaxinn grænu grasi eins og náttúran; hinn er úr steini steyptur og allur öðru vísi. Eg mæti tveimur konum saman á förnum vegi. Önnur þeirra er klædd yðar sérstæða ís- lenzka búningi; Ihin er klædd óaðfinnanlega eftir beztu tízku í hin- um erlenda heimi.” Glögt er gests augað — segir íslenzka máltækið. Gesturinn kemur fyrst auga á það sérkennilega, sem að jafnaði er hið eðli- lega og almenna í augum heimamannsins. Hið heimsfræga skáld Thomas Carlyle hafði hið sama í huga og herlæknirinn, þegar það sagði: “Á þessari undraeyju, íslandi, er jarðfræðingar segja, að eldur hafi þeytt upp úr hafsbotni, beru landi hraunfláka og há- fjalla, sem hrikaveður vetranna gleypa marga mánuði ársins, en sem er auðugt af ótömdum yndisleik sumarsins með brennisteins keldur, geysa, jökla og eldfjöll, hinn furðulegasti orustuvöllur frosts og funa.” Þá hefir þetta sterka svipmót eigi farið fram hjá skáldum vorum. Kristján Jónsson segir svo í einu sinna kvæða um Ey- konuna: Norður við heimskaut í svalköldum sævi svífandi heimsglaumi langt skilin frá þrungin af eldi og þakin af snævi þrúðvangi sveipuð með mjallhvíta brá. Matthías Jochumsson kunni einnig að sýna þetta einkenni á íslandi í ljóðum sínum, er hann kvað: Heimilishag hér gaf Drottinn vorri þjóð Hér blessast heitt og kalt Hér er oss frjálsast allt. eða þegar hann segir: Örlög þér fylgja á flugárum tíða funheita, ískalda sægirta jörð. Vér sjáum sterkar andstæður koma saman í eitt — í nafninu sjálfu, Islandi — fyrir þær ólíku tilfinningar sem það vekur í hugum manna. Hrollur fer um þann, sem heyrir ísland nefnt og ekki þekkir landið sjálft, en ylur fer um hjartarætur þess sem á í nafninu hugljúfar minningar. Á stundum minninganna við nafn ættlandsins munið þér oft hafa getað tekið undir með skáldinu Einari Páli ritstjóra og sagt: Þá bjó eldfjall í sálu minni. ★ “Lítilla sanda, lítilla sæva, lítil eru geð guma,” segir í Háva- málum. Meistaralega er hér að orði komist um það, hve persónu- gerð manna er háð því umhverfi, er þeir lifa í. — Hinar stórbrotnu og sterku andstæður, sem eg mintist á varðandi land vort gera fátt “lítilla sanda og lítilla sæva” á Islandi í þeirri merkingu, sem skáldið notar það orð. Islendingum hefir ætíð verið áskapað að glíma við stórbrotna náttúru og stórbrotin verkefni. Lífsbar- áttan við óblíð náttúruöfl og erfiða landsháttu herti skap þeirra. Dýrðarljómi sólarlagsins að sumarkvöldi snerti hárfínt hugarþpi þeirra. Hin heillandi fegurð landsins og undrasýn náttúrufyrir- brigðanna gaf þeim milda útsýn og innblástur til ódauðlegra verka. Alt í kringum ísland brotna hinir miklu sjóar Atlantshafsins. Þeir hafa skapað íslenzkar sjó- hetjur, þær hetjur voru “her- menn Islands” í Evrópustyrjöld- inni, er lauk fyrir skemstu. Þeir börðust fyrir lífi þjóðarinnar, börðust til þess “að sækja barn- inu brauð” — eins og segir í söngnum þeirra. Þeir sigruðu, þótt þeir féllu margir. 1 lífi og dauða hefir hugprýði þeirra ver- ið víðfræg og mun lifa hjá þjóð- inni um aldir. Það gleymist ekki, sem skip- stjórinn á einum ísl. fiskibátn- um sagði, eftir að bátur hans hafði orðið fyrir árás og hann sjáifur særst til ólífis ásamt fleiri Skipverjum. — Það átti að fara að binda um sár þessa dauðvona manns, þegar hann sagði: “Hjálpaðu fyrst honum Steina bróðir.” Áður en skipið komst í höfn var hann einn meðal þeirra, sem lágu liðið lík á þilfarinu. — Sjó- menn vorir gengu fram til bar- áttunnar fórnfúsir, öruggir og óttalausir. Þeir ólust upp við stórsjóa fyrir Islandsströndum. Þar varð hugur þeirra mikill. Þar urðu þeirra geð stór. ★ Þannig mótaðist þjóðin við svipmikið umhverfi á láði og legi. Hún tengdist sterkum böndum við þetta umhverfi. Þau bönd köllum vér ættjarðarást. Þessa ást til ættlandsins fann skáldkonan, er hún kvað: Sá yndisbjarmi, sem inst í barmi mér aldrei dvín er æskuvon, bundin við endur- fundi og ást til þín minn ættarlundur, við úthöf blá með eyjar, grundir og tinda há. Þessa þrá finna þeir bezt, sem í f jarlægð dvelja og þessi þrá var rétt skilin og skýrð af séra Jóni Bjarnasyni, er hann flutti hin3 fyrstu íslenzku prédikun, sem flutt hefir verið hér í vesturálfu. Þá sagði séra Jón m. a. þetta: “Vér ættum ekki að vera kom- in hingað til þess að skjóta oss undan skyldum vorum við þá þjóð, sem drottinn hefir tengt oss við, helgum og háleitum ætt- ernisböndum. Hver sem gleym- ir ættjörð sinni eða þykist yfir það hafinn að varðveita það af þjóðerni sínu, sem gott er og guðdómlegt, af þeirri ástæðu, að hann er staddur í framandi landi og leitar sér þar lífsviðurværis, það gengur næst því, að hann gleymi Guði. Það er stutt stig og fljótstigið frá því að kasta þjóðerni sínu til þess að kasta feðratrú sinni. . . . Sönn kristileg ættjarðarást fyllir ekki hjartað með fyrirlitningu á öðrum þjóð- um en sinni eigin, hún blindar ekki augun fyrir yfirburðum út- lendinga í svo mörgu tilliti, né fyrir sinni eigin eyrnd, ókostum og mentunarskorti. Slíkt er eng- in ættjarðarást allra sízt í kristi- legum skilningi. Slíkt er öfug- ur, leiðinlegur, heimskulegur og hættulegur hugsunarháttur sem dregur niður alla sanna þjóðern- istilfinningu og hefir visnun og dauða í för með sér.” Þannig talaði þessi vitri mað- ur um þann hug, sem Islending- um bæri að eiga til ættlandsins. Og þeir hafa einnig sýnt, að j “ljúft er þangað snúa hugaj hjarta og sál”, — eins og eitt I vestur-íslenzka skájdið komst aðj orði. Útlendingar, er sækja Is- land heim tengjast einnig landi voru trygðaböndum. Þegar hinn ameríski ,yfirhershöfðingi Bandamanna á Islandi yfirgaf landið, sagði hann við blaða- mennina heima, að hann ætlaði sér að gera eitt herbergi í húsi sínu að íslenzku herbergi og kalla það fsland til þesg að eiga þar hinar hugljúfu minningar er hann ætti við landið tengdar. Nýlega fékk eg bréf frá brezkum hermanni á íslandi, sem hafði verið heima á íslandi og orðið vinur minn þar. Efni þessa bréfs var m. a. það að þessi brezki hermaður var að ráðgera ferðalag til nokkurra staða á Is- landi^ sem hann langaði til að sjá aftur að stríðinu loknu. — Þannig heillaði ísland ekki ein- ungis þessa tvo erlendu menn heldur óteljandi marga aðra, sem síðustu árin hafa dvalið heima á íslandi. En sterkust eru og verða ætíð böndin við sjálf börn ættjarðar- innar — og mesta ættjarðarást hefi eg fundið meðal yðar Vest- ur-íslendinga. 1 70 ár hafið þér reynst nýtir borgarar í þessu landi. 1 70 ár hafið þér sýnt trú- festi yðar við landið, sem þér rekið ætt yðar til. í 70 ár hefir eldur ættjarðarástarinnar verið borinn frá kynslóð til kynslóðar. 1 70 ár hefir tunga feðranna hljómað á vörum yðar. — ísland þakkar yður þessa trygð. Islandi er sæmd að lífi yðar og starfi, því að Island er það fyrir miklu, að þér “varðveitið ómengað ættjarðar- blóð og íslenzku tunguna frægu”, eins og séra Jónas A. Sigurðsson orti eitt sinn. Þér, sem mál mitt heyrið og skiljið — íslendingar. Minnist þess, að þér eruð sem hlekkur í keðju vestur-íslenzku kynslóð- anna. Munið Islendingar, að ef yðar hlekkur brestur, þá er keðj- an ónýt. Treystið því hlekkinn! Styrkið ættarböndin! Arfurinn er yðar í dag, og komandi kyn- slóð á að erfa hann óskertan. Það er gott að koma auga á erfiðleikana í þjóðræknisbarátt- unni, en það er betra að eygja vormerkin, sem á lofti sjást og þeirra gildi. — Vormerkin eru greypt í yðar eigin sál þar sem þrá yðar til íslands býr. Eg hefi fundið þessa þrá, sem hrópandi ákall til Islands hjá gamla fólk- inu, sem á eina von um endur- fundi íslenzkra stranda, er það hefir verið leyst úr jarðneskum líkama sínum. Eg hefi fundið þessa þrá hjá starfandi mönnum og konum, er markvíst vinna að því að láta áformið um heimsókn til Islands rætast. Eg hefi fundið þessa þrá hjá unga fólkinu, sem dreymir stóra drauma um æfin- j týraferð til eyju forffeðranna í ! Atlantshafi. Og eg sé yður í ; anda koma heim á fornar slóðir. Þér finnið e. t. v. að sléttað hefir verið yfir gömlu þúfuna eða að I garnla steininum hefir verið rutí ! út vegi. En þér munið finna sama blæinn anda til yðar af , hafinu, sjá hina sömu sýn til I fjallanna, skynja hina sömu kyrð til dalanna, heyra hinn sama söng fuglanna, sjá sömu sólina signa hæðir, hálsa grundir og tún. Þá finnið þér aftur Island eins og það var og segið með skáldinu: “Inn milli fjallanna hér á eg heima.” Sýnileg vormerki í þjóðrækn- isbaráttu yðar sjást í þeirri breytingu, sem hafin er að því að stofna kenslustól í íslenzkum fræðum og íslenzkri tungu við Manitoba-háskólann. Þassi hug- sjón hefir nú fyrir skemstu verið drengilega og höfðinglega studd af Ásmundi P. Jóhannssyni. En betur má, ef duga skal. Hér þurfa allir að leggjast á eitt til þess að hrinda þessari hugsjón í framkvæmd hið bráðasta. Eftir að kenslustóllinn hefir verið reistur getur það farið svo, að enginn mantamaður hér um slóðir, teljist sannmentaður fyr en hann hefir eitthvað lagt stund á íslenzkt mál — sem oft hefir af lærdómsmönnum verið nefnt “griska Norðurálfunnar”. Eitt er víst, að slík íslenzkukensla í háskólanum myndi verða ómet- anleg stoð í þjóðræknismálum yðar. Látið því kennarastólinn Sjálfstæðisbarátta hennar var koma. Islendingar lyfta samein 1 barátta fyrir þessu hvorttveggja. aðir “Grettistökum”. — Þetta I yðar 70 ára baráttu fyrir hinu Grettistak verður yður auðvelt,1 sama þjóðerni og sömu tungu ef allir eru samtaka. var kirkja yðar sterkasta stoð. Mikinn styrk í þjóðræknis- Þannig mun það einnig vera á starfinu fáið þér með auknum Islandi. fslenzka þjóðkirkjan og bættum samböndum við Is- hefir verið stoð og stytta þjóðar- land. Slík sambönd eru óðum að skapast með bættum sam- göngum og auknum skilningi á innar á umliðnum öldum! Is- lenzka þjóðkirkjan hefir þann boðskap til þjóðarinnar, sem bezt þjóðræknismálum Islendinga. getur varðveitt það, sem íslenzkt Hægt er nú að tala um tveggja er og á að lifa. — Boðskapur til þriggja daga leið milli Vestur- Krists á einn máttinn til þess að og Austur-íslendinga. Og enn gera þjóðina sanna og sterka. eiga samgöngur eftir að batna — Islenzka þjóðin er ekki svo einnig f járlhagslega. j heillum horfin að hún viti ekki Það ætti því að vera kapps- hvað ti'l síns friðar heyiir. Eg mál hvers einasta Vestur-íslend-, trúi því, að hið unga lýðveldi á ings í náinni framtíð að heim- fslandi skynji köllun sína, skeri sækja ísland einu sinni á æfinni UPP herör til dáða og sæki fram að minsta kosti. Það ætti að til sigurs. Eg trúi því, að íslenzk verða kappsmál allra heima-Is- verðmæti komi óskert út úr lendinga að sækja yður heim á hreinsunareldi síðustu ára. Eg þessar slóðir. Það er fullkomin ástæða fyrir íslendinga að koma hingað til þess að kynnast yður — finna hin sterku og heilnæmu íslenzku áhrif sem hér ríkja og sjá þann stóra skerf, sem þér leggið til þjóðfélagsmála, sem þegnar Canada og anna. ★ Á Islandi hafa trúi því, að eilífa ljósið, sem Guð gaf þjóðinni eigi enn eftir að lýsa henni um rétta stigu kom- andi tíma. ★ Mánudagsmorguninn 9. júlí s. 1. sigldi farþegaskipið “Esja” Bandarí'kj-j inn á Reykjavíkurhöfn með yfir j 300 íslendinga, sem flestir voru ] innilokaðir í Danmörku. Það er undanfarin j sagt, að í blæjalogni hafi “Esja” fimm ár verið þau viðburðarík- j komið um morguninn á ytri justu, er sögur fara af í lífi þjóð- höfnina út úr þokumistrinu og arinnar. Á þessum ánim kom sólin glampaði þá um leið á fán- stór erlendur iher inn í landið, um skreytta skipið. Aldrei hef- sem aldrei áður hafði átt sér ir annar eins mannfjöldi verið saman kominn á hafnarbakkan- um í Reykjavík og þann morgun. Þjóðin var að fagna opnum örm- stað. Á þessum árum var mann- fjöldinn í landinu langt um meiri en nokkurn tíma áður. Á þessum árum varð þjóðin fyrirjum komu Islendinga heim til stórfeldari erlendum áhrifum en ættlandsins. nokkurn tíma áður. Á þessum árum urðu stærri sveiflur í við- skiftalífi landsmanna en nokk- urn tíma áður. Á þessum árum fengu Islendingar það, sem þeir höfðu þráð frá því 1264. Þeir stofnuðu lýðveldi á íslandi. Þegar dr. Thor Thors sendi- herra var hér hjá yður fyrirj Þannig breiðir Island einnig út faðminn mót vestri til yðar —- Vestur-lslendingar. fsland vill blessa yðar vonir, áform og drauma! fsland sendir yður kveðjur og hvatningarorð sín á þessum degi í orðum séra Matthíasar og segir: fjórum árum, sagði hann m. a.: | eg yður yið gól Qg báru “Það er öldungis víst, að i Særi eg yður við líf Qg æru styrjaldarlokin stendur íslenzka | yðar tungu (orð þótt yngist) þjóðin á alvarlegri og örlagarík-j al(jrel gleyma í Vesturheimi Munið að skrifa megin stöfum mannavit og stórhug sannan Andans sigur er æfi stundar Farið heilir! Guð blessi yður og störf yðar KÆRAR KVEÐJUR OG ÞAKKIR ari tímamótum en nokkru sinni fyr í sögu sinni.” Þessi tímamót eru nú runnin upp. Orð sendiherrans eru orð' eilífa lífið að sönnu. Áður en eg fór að heiman fanst mér oft verða sem útlendingur í mínu eigin landi, í Vesturheimi á meðan setuliðið þar var sem1 fjölmennast. Inn í landið flæddu erlendir straumar, sumir til góðs en aðrir til ills. Los kom á margt í þjóðfélaginu, sem bet- -yið erum nýkomin “vestur 3 ur mátti í föstum skorðum vera. strönd”, og erum nú snöggvast Þau tímamót, sem þjóðin er nú stödd ( sólskininu í Seattle, hjá stödd á, eru alvarleg og hættu- aettingjum og vinum. Héðan leg vegna þess, að hinn ytri' liggur sv0 leiðin brátt til binna glæsileiki herjanna og hinar há- j nýju starfstöðva, í Vancouver, væru bumbur þeirra geta svo B c Þar verður líka ættingjum auðveldlega glapið sýn og orsak-1 og vinum að mæta að öfugt mat hlutanna. Tima-! helman ^ með TO>tm eru orlagank vegna þ«a.Lönilm d41itlð ströng. _ En að það sem þjoðm genr nu hef.r hj ar vom dýrmætir áhrif um ókomin ár og aldir. þættir á ferðinni, sem ættingjar Þegar hinn víðkunni kirkju- j og vinir f winnipeg, Glenboro, höfðingi Bandaríkjanna dr. Fry: Bottineau, Upham, Granville, var hér á kirkjuþinginu í Win-|Roy og S)helby veittu okkur af nipeg, sagði hann í einni ræðu mikilli astuð En það var eins og bíllinn okkar gamii vildi hreint ekki frá Norður Dakota ! fara, og var hann því á tímabih sinni, að það, sem gert yrði í Ev- rópu næstu tvö þrjú árin, mark- aði framtíð hennar um aldir. Þannig stendur einnig taflið á | óþjáll mjög En þegar var Islandi. að knýja hann út fyrir landa- Ætlar þjóðin að festa yndi sitt við ytra stáss og hégómlega hluti eða ætlar hún að skarta sig með skrauti hins innra manns? Ætlar hún að kasta á glæ því góða, sem íslenzkt er fyrir hinn misjafna varning, sem ófriðar- öldurnar skoluðu upp á hennar land? Ætlar hún að láta manngildið þoka fyrir gildi krónunnar? Þessar spurningar gera tíma- mót þjóðarinnar þau alvarleg- ustu og örlagaríkustu sem fyrir hafa komið í sögu hennar. — En íslenzka þjóðin hefir þó fyrr staðið á tímamótum. Hún hefir áður orðið að velja og hafna — hún hefir áður orðið að verja þjóðerni sitt og vernda tunguna. mæri Norður Dakota ríkis, Þa varð hann aftur þjáll og hlýðinn- Nú hvarflar hugur okkar til baka. Hann hvarflar til presta- kallsins góða, sem nú er alt 1 einu í mikilli fjarlægð. Hugur' inn hverfur til vinanna og aett- ingjanna kæru bæði í prestakall- inu og utan þess. — Við erurn að hugsa um það hvort við höfum nokkurn tíma fullskilið Þa^ hvað vinsemd, ástúð, kærleiks- þel og höfðingleg risna eru. » við höfum ekki skilið það áður, hljótum við að skilja það nú. Kveðjusamkomurnar, ræðurnar, kvæðin, söngvarnir, hlýju hand tökin, kærleiksþrungnu óskim ar, gjafirnar stóru og höfðing' legu frá félögum og einstakiling

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.