Heimskringla - 08.08.1945, Síða 5

Heimskringla - 08.08.1945, Síða 5
WINNIPEG, 8. ÁGÚST 1945 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA um, urðu óhjákvæmilega til að vekja hið dýpsta þakklæti hjörtum okkar. Og við þökkum ykkur öllum með hrærðum til- finningum og einlægum hug. — Jafnvel í hinu undursamlega orðavali þessa hins litbrigðaríka og auðuga íslenzka máls finnum við naumast nógu srterk og góð orð til að þakka ykkur fyrir alt og alt eins vel og ber að gera. Guð blessi ykkur öll og annist ávalt. Margaret og Haraldur Sigmar og fjölskylda á v a r p frá Þjóðræknisfélaginu Flutt á Islendingadeginum 6. ágúst á Gimli af séra Valdimar J. Eylands. bandinu við stofnþjóð vora á Is- landi. * I þetta sinn hefir nefndinni tekist sérstaklega vel með allan undirbúning þessarar samkomu. Það er bjart yfir þessum degi í öllum skilningi; það mun einnig verða lengi bjart yfir minning- unum sem menn fara með heim héðan í kvöld. Þjóðræknisfé- lagið þakkar starf ykkar, og ósk- ar ykkur til hamingju með dag- inn. ÁVARPSORÐ Mr. G. F. Jónassonar, forseta Islendingadagsins á Gimli, 6. ágúst, 1945. Virðulega Fjallkona! Háttvirta samkoma! Vegna fjarveru sinnar hefir forseti Þjóðræknisfélagsins falið mér að flytja hér kveður frá fé- laginu og sjálfum sér persónu- lega. Er mér ljúft að verða við þessum tilmælum, og þakka for- seta dagsins fyrir tækifærið, sem hann hefir veitt mér til þess að koma hér fram í þessu skini. ^ygg eg að það hljóti að þykja tiihlýðilegt að Þjóðiræknisfélag-' ið eigi hér talsmann. Eins og kunnugt er lætur það félag, ekk- ert sem íslenzkt er, sér óviðkom- andi. Það telur alla, einstakl- inga, og félög sem á einn eða annan hátt starfa að því að halda íslenzka iþjóðartorotinu saman, og viðhalda íslenzku máli og menningu hér vestra, vini sína og samverkamenn, og vill nota óll tækifæri til að votta þeim virðingu sína og þakkir fyrir störf þeirra. Það dylst engum að Islendingadagurinn, sem telja má stofnun, vor á meðal, hefir unnið og vinnur nú, frábærlega þýðingarmikið þjóðræknisstarf. f 56 ár hefir Íslendingadags- nefndin beitt sér fyrir samkom- um eins og þessari; í 56 ár hefir hún safnað saman hundruðum fslendinga úr fjarlægum bygð- um ekki síður en úr nágrenninu, gefið þeim heildarsvip og örvað þjóðernismeðvitund þeirra; í 56 ár ihefir nefndin undirbúið skemtiskrár þar sem aðeins það bezta sem völ er á er boðið í framsögn, söng og ræðum; í 56 ár hafa íslenzkir menningar- straumar flætt út frá þessum stað, vökvað þurra staði, og end- Urnært hálfvisin frækorn á þjóðarakri vorum. I öll þessi ár hafa Islendingadagarnir verið einskonar sól í heiði, þar sem menn og konur hafa komið sam- an og glaðst yfir því að vera ís- lendingar. Á þessu langa tímatoili hafa menn farið og komið eins og gengur í Íslendingadags nefnd- inni, en markmiðið hefir ávalt verið hið sama: að halda við sambandinu meðal vor Vestur- fslendinga inntoyrðis, og sam- Háttvirta Fjallkona! Heiðursgestir! Gullaf mælisböm! Virðuleg samkoma! í nafni nefndarinnar, sem veitir þessari samkomu forstöðu, og starfað hefir svo einhuga, vel og lengi að undirtoúningi hennar, leyfi eg mér að bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin hingað. — Um leið vil eg láta þá ósk og von í ljósi, nefndarinnar og sjálfs mín vegna, að dagurinn megi verða ykkur ánægjulegur, og að skemtiskráin reynist að dómi ykkar vel valin, skemtileg og fögur. Þetta er fimtugasti og sjötti íslendingadagurinn sem hald- inn er hér í Manitoba. fslend- ingadagurinn er fyrir löngu orð- in ein aðalhátíð ársins meðal Vestur-íslendinga. Fólk hlakk- ar til bennar löngu áður en ihúr fer fram, sækir hana víðsvegar að fremur en dæmi eru til um nokkra aðra samkomu, og talar um hana löngu eftir að hún er liðin hjá. Á þessum samkomum er jafnan það bezta boðið sem völ er á til skemtunar hvað snertir söng, íþróttir, ljóðskáld og ræðumenn. Á þessum sam- komum er jafnan slegið á flesta strengi sem ómað geta í sál Is- lendingsins; hér mætast gamlir vinir og rifja upp kunningskap sinn, og hér myndast ný vináttu- bönd með ýmsum sem ekki þekt- ust áður. Nefndin finnur til þeirrar á- byrgðar sem á henni ihvílir við undirbúning slíkrar höfuðsam- komu fslendinga. Hún hefir þá líka gert sitt ítrasta til að vanda allan aðbúnað. Skemtiskráin er ekki löng í samanburði við það sem oft hefir áður verið, en hún er að okkar dómi vel valin, fjöl- breytt og smekkleg, enda skipuð úrvalsfólki í ýmsum greinum. Þá eykur það á samkvæmis- fögnuð okkar hve umhverfið hér er fagurt, og ríkt af sögulegum minningum. Á þessu ári eru sjö- tíu ár liðin síðan fslendingar fyrst settust hér að, og ávalt síð- an hefir þessi sveit verið ein af helztu bygðum fólks okkar toér í landi. Frá því að við komum saman hér síðast til íslendingadags- MENN ÚR SJÓHERNUM I BURMA Hér eru sýndir tveir sjóliðsforingjar er tóku þátt í einangrun þeirri, er gerð var um japanska hermenn, er reyndu að forða sér af eyjunni Ramree, er sambandSher- inn hafði króað þá þar inni. Til hægri er Lieut. W. W. Matthews, R.N.V.R. (Burma), C.O. mótorbátsins og hans First Lieut., Sub Lieut. A. C. G. Harris, R.N.V.R. (Burma). • Ávarp íslenzka landnemans til niðjans Flutt 29. júlí 1945 á Islendingadegi í Blaine, Wash. Eg kem úr fortíð, kveð mér hljóðs, — það kvöldar, æfin þver, sem nátthrafn guða gluggann á, því gamaldags eg er. Mitt hár er grátt, mín hönd er kreft og héluð elli kinn. Eg tötra ber, eg trúi ei á tízkujbúninginn. Það þyngst mér þótti, blessað barn að blésir þú í kaun. En verða að kveðja vini og land það varð mín æfiraun. Með guðs hjálp hefi eg gengið ís og grjóturð þar og hér. Þó toafi virst minn hlutur smár, eg hlífði ei sjálfum mér. Við Nýja-fslands frost og flóð og fátækt, harðsótt var. Og barnadauði og bólusótt, sér brautir hjuggu þar. Þá fanst mér skjólin fokið í og fallin hinstu vé, því aldrei hærra íslenzk sorg, um aldaraðir sté. \ En gerði eg rétt? mitt blessað barn, að byggja þetta land? Mun slysum valda stefna mín að slíta ættlands band? Með ári hverju ísland rís, og orku fossins þar, mun hefja barn þess hærra en hér, til hreysti og menningar. J. S. frá Kaldbak B R É F halds, hefir margt borið við í sögu heimsins sem snertir okkur alla, sem einstaklinga, sem Vest- ur-íslendinga, og sem borgara þeirra ríkja sem byggja þessa heimsálfu. Þá geysaði stríð sem enginn þorði um að spá hvenær það mundi enda, en nú er því lokið í Evrópu, og við höfum fylstu ástæðu til að vona að því verði einnig brátt lokið í Asíu. Baráttan fyrir réttlæti og sjálf- stæði toefir verið farsællega til lykta leidd, með frækilegri og djarfri framgöngu hinna ungu manna og kvenna sem barist hafa og starfað í f jarlægum lönd- um. Sumt af þessu fólki er nú aftur komið heim. Þá, sem hér kunna að vera staddir, og heini eru komnir úr herþjónustu, bjóð- um við sérstaklega velkomna. Gleðiefnið mesta nú í dag, og alla daga er einmitt þetta: það er að birta á ný yfir heiminum, og við ölum þá von að innan skamms verði varanlegur friður fenginn með öllum þjóðum. Gleðjumst því saman á góðum degi. Verið öll hjartanlega vel- komin! Heimskringla á Islandi Herra Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, hefir aðalumboð fyrir Heimskringlu á Islandi. Eru menn beðnir að komast í samband við hann, við- víkjandi áskriftar-gjöldum, og einnig allir þeir sem gerast vilja kaupendur hennar, hvar sem er á landinu. Hr. Guðmundsson er gjaldkeri hjá Grænmetisverzlun ríkisins og þessvegna mjög handhægt fyrir borgarbúa að hitta hann að máli. Mrs. Ingibjörg Goodmundson, California. Háttvirta frú! Mér var sönn ánægja að sjá toið ástúðlega bréf þitt um mig í Heimskr. af 20. júní s. 1. Ekki var mér það neitt sér- S'takt undrunarefni þó hlýlega andaði í minn garð frá þér, því Gunnar heitinn Goodmundson maður þinn var einn af mínum beztu vinum til margra ára í Winnipeg, og hélzt sú vinátta okkar óslitin alt til hans dauða- dags. Heilsa mín hefir verið í svo lélegu ástandi um mariga undangengna mánuði, að mér hefir verið málsvarnað, annars hefði eg fyrir löngu síðan viður- kent þitt kærleiksríka bréf. — Þetta bið eg þig auðmjúklegast að afsaka. Fyrir nokkrum dögum síðan var kunningjakona okkar hjón- anna frá Winnipeg hér á ferð, og lét hún þess getið að þú hefðir dáið fyrir 2 árum síðan, og að hún hefði verið stödd við jarðar- för þína. Það má því heita alveg frábær trygð og vinsemd við mig, að senda mér línu úr öðrum heimi. En fyrst þér hefir tekist svona meistaralega, að ná samtoandinu milli heimanna, vildi eg óska að þú sendir mér línu, sem oftast í Heimskringlú. Slíkt myndi, að miklum mun létta heilsutoilunar raunir mínar. Eg vil feginsam- lega mega eiga þig að, þegar eg lendi á ströndinni ókunnu, enda mun eg þá fljótlega verða upp á þig kominn. Þér treysti eg bet- ur en öllum öðrmu, þar sem þú hefir náð svona föstum tökum á samtoandinu við mig. Með kærri kveðju til manns þíns og ítrekaðar þakkir fyrir tilskrifið, og alt gott fyr og síð- ar, er eg þinn einlægur Jónas Pálsson P.S. — Eg sneið þetta niður eins mikið og mér var unt, til þess að Heimskringla hefði nægi- legt rúm fyrir athugasemdina. —22. júlí 1945. J. P. * Aths. Hkr.: Með góðu leyfi J. P. skal geta þess, að Hkr. þykir fyrir, hve mikið J. P. hefir á sig lagt, veill á heilsu, sem ekki er Hkr. neitt fagnaðarefni, við að skrifa ofanskráðan lopa út af því. einu, að nafnið Ingibjörg Gud- mundson misritaðist og úr varð Goodmundson, undir bréfinu til hans. Þetta skal hérmeð leiðrétt og forláts á því beðið. Maður, ætti ekki að vaða í villu um ann-| að eins og þetta, þó íslenzk nöfn séu hér stundum öðruvísi skrif- uð, en íslenzki stofninn bendir til. En nú vil eg fyrir þessa einu villu í Hkr. benda J. P. á, að þrjár eru ritvillur í ofanskráðri grein hans, sem Hkr. hefir leið- rétt, en handrit hans ber vitni um, ef rengt er. FRÉTTIR FRÁ ISLANDI Stjórn Eimskip fær heimild til að smíða eða kaupa sex skip Á aðalfundi Eimskipafélags ís- lands 2. þ. m. var samþykt svo- hljóðandi tillaga frá félagsstjórn- inni: “Fundurinn staðfestir sam- þyktir þær, sem gerðar voru á aðalfundum félagsins 20. júní 1936 og 18. júní 1938 um Iheim- ild fyrir félagsstjórnina til þess að láta smíða eða kaupa skip handa félaginu og veitir félags- stjórninni ennfremur heimild til þess að kaupa eða láta smíða alt að sex skipum, og til þess að selja þau skip, sem félagsstjórn- in telur rétt að selja.” Ennfremur var samþykt svo- hljóðandi tillaga, einnig frá fé- lagsstjórninni: “Aðalfundur samþykkir að fé- lagið gefi 100,000 — eitt hundr- að þúsund — krónur til Lands- söfnunar þeirrar, sem fer fram að tilhlutun ríkisstjórnarinnar handa nauðstöddu fólki í Dan- mörku og Noregi.” Aðalfundur samþykti tillögu félagsstjórnar um ráðstöfun tekjuafgangs ársins. Samkvæmt því eru 500 þús. kr. lagðar í Eftirlaunasjóð, 1.2 milj. í varasjóð, 200 þús. í jöfn- unarsjóð, 3.5 milj. í byggingar- sjóð skipa, 1 milj. í byggingar- sjóð vörugeymsluhúsa. Hluthafar fá 4% arð af hluta- bréfum sínum, eins og venja hef- ir verið síðustu árin. — Til næsta árs eru yfirfærðar nál. 224 þús. kr.—fsafold, 6. júní. tr ★ ★ 952 tundurdufl rak hér á stríðsárunum Frá því árið 1940 hafa rekið hér á land og sézt á siglingaleið- um við landið 1950 tundurdufl. Tala þessi sundurliðast þannig, að 952 dufl rak á land og 998 dufl voru eyðilögð, eða sáust á reki á sjó úti. Fyrsta duflið sást hér við land árið 1940. Var það eina duflið, sem sást við strendur landsins það ár. Árið 1941 rak á land 456 dufl, en 110 voru gerð óvirk, eða sáust á siglingaleiðum. Árið 1942 voru flest dufl á siglingaleiðum, 715 og á land rak 371 dufl, 78 dufl rak á land og á siglingaleið- um sáust 121 árið 1943., Lægst var tala duflanha á síða&tliðnu ári. Þá rekur á land 47 dufl og 51 sézt á siglingaleiðum. „ Það sem átt er við með því að segja að dufl hafi sézt á siglinga- leikum er, að stundum kom það fyrir, að þegar eftirlitsskip komu á þann stað, sem duflið hafði fyrst verið tilkynt, hafði það hrakið svo hratt undan veðri eða straumi, að ekki tókst að finna það. Árið 1941, var fyrir atbeina Skipaútgerðar ríkisins, mönnum úr öllum landsfjórðungunum kent að gera þau tundurdufl ó- virk, er kynnu að reka á land á þeim stöðum, þar sem setuliðs- menn væru ekki á næstu grös- um. Aðeins í nokbur skifti þurfti til þess að taka. Þau tundurdufl, er rekið hafa hér á land, hafa verið af 2 gerð- um, önnur er hin venjulega gerð, en hin voru af þeirri gerð, er nefnist segulmögnuð tundurdufl. —fsafold, 6. júní. Nýjar bækur sem allir þurfa að lesa BRAUTIN, ársrit Hins Sam- einaða Kirkjufélags íslendinga í Norður Ameriku. II. árg. 120 blaðsíður í Eimreiðarbroti. — Fræðandi og skemtilegt rit. — Verð_________________$1.00 “ÚR ÚTLEGД, ljóðmæli eft- ir Jónas Stefánsson frá Kaldbak. Vönduð útgáfa með mynd af höf- undi. Góð bók, sem vestur-ís- lenzkir bókamenn mega ekki vera án. Bókin er 166 blaðsíður í stóru broti. Verð__$2.00 BJÖRNINN ÚR BJARMA- LANDI, Þ. Þ. Þ., í bandi $3.25, óbundin $2.50. FERÐAHUGLEIÐINGAR eft- ir Soffanías Thorkelsson, í tveim bindum, með yfir 200 myndum. Bæði bindin á $7.00. HUNANGSFLUGUR, eftir Guttorm J. Guttormsson. Kostar aðeins $1.50 í bandi. Fæst nú í BJÖRNSSONS BOOK STORE 702 Sargent Ave. Winnipeg BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld LONG DISTANCE SIMAGJALD ER LÆGR4 FRA 6 e. h. til Þó hœgt hafi verið í sumum tilfellum að leggja nýja sima, höfum við þurft að neita þúsundum. Oft, þegar aðeins um húsaþrœði er að eiga, er hœgt að sinna pöntun um nýja sima. Skortur ó mannafla og virum og áhöldum er orsök þess, að neita varð um nýjar sima lagningar, þar sem staurar urðu að vera settir á víðavangi. Nýjar simalínur verða lagðar eins fljótt og menn fást til að gera verkið og nœgt efni er fyrir hendi. Það sem við biðjum þig um er samvinna á þessum stríðs- og þurðartímum. Við vonum það verði ekki langt þar til. að siminn fer úr "þjónustu ófriðar" og til baka í þjónustu "almennings". ■N J

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.