Heimskringla - 08.08.1945, Side 6

Heimskringla - 08.08.1945, Side 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. ÁGÚST 1945 SKEMTIFÖR Klukka í kirkjuturni einum í nágrenninu sló ellefu högg, og fóru aðrar klukkur alt í kring að dæmi hennar. Áður en ómur hringinganna var hjá liðinn kom vagn út úr Bury stræti og að hliðinu, og í hinum sat ung stúlka, sem var full- komið sýnishorn af fegurð og hréysti, unga stúlkan, sem í mínum augum var dýrmætari en allur heimurinn. Það þurfti ekki augnablik til að vekja hjá henni eftirtekt á mér, og segja ökumanni að stansa vagninn. Á svipstundu hafði eg hjálpað henni niður úr vagninum, og gengum við saman yfir hinn slétta flöt til bygg- ingarinnar. “Kæri Dick,” sagði hún glettnislega, sem svar við spurningu minni, “þú veist ekki hversu örðugt það var fyrir mig að sleppa þessa stund til að hitta þig. Pabbi þurfti að fara í fjölda marga staði, og óskaði að eg yrði sér samferða þangað. En þegar eg sagði honum að eg þyrfti að annast mörg kaup fyrir eigin reikning áður en eg gæti heimsótt fólk ásamt honum, þá var hann svo vænn að leyfa mér að fara.” “Eg er viss um að hann hélt að þú ætlaðir að heimsækja saumakonuna þína,” svaraði eg hlægjandi til að sýna, að eg væri ekki ókunnur hinum sérstöku verzlunarviðskiftum kvenfólks- ins. “Eg er hrædd um að hann hafi haft eitthvað þvílíkt í huga,” svaraði hún og roðnaði við, “og þessvegna ihefi eg samvizkubit. En hjarta mitt sagði mér að eg mætti til að hitta þig, hvað sem það kostar.” Gat nokkur maður óskað sér að heyra nokkuð fallegra en þetta? Ef sá maður er til, þá var það ekki eg. Við vorum nú komin inn í bygginguna og gengum upp hinn mikla stiga. Fjölda fríða og vel búinna kvenna mátti sjá í sölum og göngum safnsins, en engin þeirra gat jafnast á við fallegu Ástralíu-meyjuna, er gekk við hlið mína, að minsta kosti var það mín skoðun. Er við gengum inn í langa salinn við stigabrúnina, fanst mér að nú væri tækifærið til að leggja fyrir hana spurningu, sem mig langaði til að spyrja hana. “Kæra Phyllis mín,” sagði eg með rödd, sem næstum titraði. “Það eru nú fjórtán dagar síðan eg talaði við þig síðast. Þú hefir haft nægan tíma til að íhuga sakir okkar. Hefir þig iðrað þess að þú gerðist mér heitbundin?” Við höfðum staðnæmst við glerskáp, en eg er viss um að eg hafði enga hugmynd um hvað í honum var. Hún léit framan í mig með töfrandi brosi. “Nei, Dick, ekki eitt einasta augnablik. Þar sem eg hefi nú á annað borð heitbundist þér, er það þá sennilegt að ætla, að eg óski að ganga á bak orða minna?” “Eg veit það ekki vel. Eg get ekki fundið neina ástæðu með sjálfum mér fyrir því, að þú skulir yfir höfuð trúlofast mér.” “Já, og þér er óhætt að vera þess fullviss, að eg skal ekki segja þér ástæðuna. Þú yrðir kanske alt of upp með þér ef eg gerði það. Þér er nægilegt að vita að eg elska þig, og að eg sleppi þér ekki hvað sem á gengur.” “Þetta er meira en nægilegt svar,” sagði eg hátíðlega. “En Fhyllis, heldur þú ekki að eg geti fengið hann föður þinn til að láta undan? Eins og góður faðir, hlýtur hann að bera ham- ingju þína fyrir brjósti, enda þótt það neyði hann til að slaka dálítið til.” “Eg get ekki skilið það. Hann hefir elsk- að mig svo heitt alla mína æfi, að framkoma hans niú er mér alveg óskiljanleg. Aldrei hefir hann nokkurn tíma neitað mér um neitt, sem eg hefi óskað innilega eftir, og hann hefir ætíð heitið mér því, að eg skyldi fá að giftast þeim, sem eg sjálf veldi, sVo fremi að það væri góður og heiðarlegur maður, og maður, sem hann væri yfir höfuð ánægður með. Og þú ert alt þetta, Dick, annars er eg sannfærð um, að eg hefði aldrei heitið þér ást minni.” “Eg hugsa ekki að eg sé neitt verri en al- ment gerist, ef eg er ekki dálítið betri. Að minsta kosti elska eg þig einlæglega og með trúfesti. En heldur þú ekki að hann muni skifta um skoðun með tímanum?” Eg er 'hálf hrædd um að hann geri það ekki. Hann talaði um þetta í gær, og hann var fjúk- andi reiður yfir, að eg skyldi hafa vogað að hugsa um þig framvegis eftir það, sem hann hafði sagt við mig um borð í skipinu. Aldrei á æfi minni hafði hann talað til mín á slíkan hátt, og mér sveið það svo sárt, Dick, eg 'hugsa að eitthvað sé á bak við þetta, sem eg ekki skil. Það er eitthvað leyndardómsfult, sem eg vildi gefa aleigu mína til að geta skýrt. Pabbi hefir ekki veirð sjálfum sér líkur síðan við lögðum af stað í þessa ferð til Englands. Já, meira að segja veit eg ekkert hversvegna að ihann fór þessa ferð. Og þegar hann er kominn hingað virðist hann vera í sífeldum ótta við að hitta einhvern mann — en hver sá maður er, og hversvegna hann faðir minn, sem er nafnkunnur maður fyrir hugrekki, ákveðni og ráðvendni, ætti að óttast 'hann, er mér gersamlega hulið.” “Þetta er alt saman óskiljanlegt og óheppi- legt. En er ekki hægt að gera neitt? Heldur þú ekki, að ef eg heimsækti hann og ræddi um þetta við hann í einlægni, að eitthvað væri hægt að gera?” “Það væri verra en fánýt tilraun eins og sakir standa, finst mér. Nei, þú verður að láta mig sjá fyrir þessu, og eg skal leggja alla alúð á að snúa huga hans. Allatíð síðan móðir mín dó, hefi eg verið hans hægri hönd, og þá bregð- ur kynlega við, vilji hann ekki hlusta á mig og taka sinnaskftum?” Þegar eg hugsaði til þess hver það var, sem ætlaði að tala máli mínu, þá efaðist eg ekki um að hún hafði rétt fyrir sér. Þega hér var komið höfðum við gengið gegn um marga sali og vorum nú komin inn í egyptsku deildina umkringd fágætum smyrsl- I- ingum og öðrum fáránlegum munum úr fortíð- inni. Það lá við, að ástahjal okkar væri óheim- legt í slíku umhverfi, meðal þessara manna og kvenna, sem höfðu elskast í landi, sem var svo gerólíkt voru landi og svo fjarri því og tilvera þeirra var þúsundum ára á undan okkar tilveru. i Eg mintist á þetta við Phyllis. Hún hló, en samt fór hrollur um hana við umhugsunina. “Skyldi nú,” sagði hún og leit á múmíu, sem lá í glerkistu við fætur okkar, og var af konungsdóttur aftan úr grárri forneskju, “þessi tigna frú, sem hvílist þarna svona rólega og þögul, nokkurntíma hafa reynt ástarharma?” “Hún hefir kanske átt marga biðla, og þeg- ' ar hún fékk ekki að giftast þeim, sem hún vildi, i þá giftist hún öðrum,” svarað eg. “En eins og hún lítur út núna er næsta ólíklegt að hún hafi vakið ást nokkurs manns.” Er eg mælti þannig leit eg af konungsdótt- urinni í glerkistunni og á förunaut minn, og jafnaði saman uppþurkaðri múmíunni og hinni yndislegu stúlku við hlið mína. En unnusta mín hafði dregið upp úrið sitt og leit á það. “Klukkuna vantar 15 mínútur í tólf,” hróp- | aði hún óttaslegin. “Dick, eg má til að fara. I Eg lofaði pabba að hitta hann klukkan tólf og í hvað sem tautar verð eg að efna það heit og láta j hann ekki bíða.” Hún tók að draga á sig glóvana. En áður j en hún gat það hafði eg tekið upp hylki úr vasa I mínum og opnað það. Er hún sá hvað askjan I hafði að geyma, gat hún ekki að sér gert að i hrópa upp af gleði. “Æ, Dick, nú hefir þú verið alt of eyðslu- samur!” “En góða bezta, hvernig getur þú kallað það eyðslusemi, að gefa unnustunni minni dálítinn j vott um ást mína. Er eg mælti þannig, dró eg ; hringinn á fallega fingurinn hennar og lyfti ; hendi hennar upp að vörum mínum. “Ætlarðu nú að rnuna í hvert skifti að þú I lítur á hringinn, að maðurinn, sem gaf þér hann, elskar þig af öllu hjarta og telur enga fyrirhöfn of mikla, né nokkra þraut of þunga, sem miðar | að því, að gera þig hamingjusama?” “Það skal eg muna,” svaraði hún hátíðlega, I og er eg leit upp sá eg tár í augum hennar. Hún þurkaði þau af sér í skyndi, og eftir agnar bið, sem óþarft er að geta af hverju stafaði, gengum við niður stigann og út á götuna, og sögðum varla orð. Er eg hafði náð í vagn og komið henni fyrir í honum, þá bar eg fram næstum því áhyggju- fullur þá spurningu, sem lengi hafði búið í huga mér. “Hvenær sjáustum við næst?” “Það get eg ekki sagt. Kanske í næstu viku. En eg skal láta þig vita. En ekki skaltu örvænta, alt fer sjálfsagt vel á endanum, og vertu nú sæll.” “Vertu sæl og guð blessi þig!” Eg tók ofan hattinn og hún veifaði til mín hendinni og í sömu svipan hvarf vagninn fyrir næsta götuhorn. Eg gekk hægt eftir gangstéttinni niður í Oxford stræti, sneri svo til vinstri og lagði leið mína inn í bæinn. Hugur minn var alveg fang- inn af minningunum um samfundina við hina yndislegu stúlku, sem svo nýlega hafði yfirgefið mig, og næstum ósjálfrátt, niðursokkinn í eigin hugsanir mínar gekk eg lengra og lengra, unz eg var kominn inn í borgarhluta, sem eg aldrei hafði áður séð. Göturnar voru þröngar, búð- irnar litlar og óþverralegar. Handvagnar, hjól- börur og opnar búðir þöktu hinar óhreinu gangstyttir, og alt var fult af glymjandi hávaða. Einhverstaðar í nándinni sló klukka í kirkjuturni. Hún var eitt, og þar sem eg tók að gerast svangur og vissi að eg var langt að heiman, litaðist eg eftir stað þar, sem eg gæti fengið eitthvað að borða. Staðurinn, sem eg kaus var á horni tveggja stræta, yfir dyrunum var spjald með einhverju útlendu nafni. En þótt staður þessi væri hreint ekki sem prýði- I I legastur, þá bar hann að hreinlæti langt af um- hverfinu, sem eg ihafði séð þar í grendinni. Eg opnaði hurðina og gekk inn. Frakk- neskur maður, sem sýndi það í framkomu og útliti, að hann hafði verið lengi á Englandi, stóð á bak við lítið búðarborð og þurkaði glös. Hann hneigði sig kurteislega og spurði hvers eg óskaði. “Get eg fengið eitthvað að borða?” “Áreiðanlega, herra minn. Ef þér, herra, viljið ganga upp á loftð, þá skal eg annast um það, sem þér óskið að fá að borða.” Hann benti mér í áttina að stiga einum í horni herbergisins og hneigði sig djúpt. Eg þáði boð hans og gekk upp stigann og inn í her- bergið uppi á loftinu. Það var langur salur og hátt undir loft. Þaðan var ágætis útsýni yfir báðar göturnar, en annars var herbergið búið fremur einföldum húsgögnum og gólfábreiðan fremur slitin, en samt var það hreint á veggj- unum héngu myndir og um gólfið var tylft smá- borða með marmara plötum, og fjórum sinnum fleiri stólar. Þegar eg kom inn, voru þarna þrír menn. Tveir þeirra léku tafl, en sá þriðji, sem auðsæi- lega tók engan þátt í leiknum, sat álengdar og horfði á þá, en lézt samt vera að lesa dagblað. Er eg settist við borð eitt hjá dyrunum, leit á matseðilinn, bað um það, sem eg ætlaði að snæða og tók svo að virða fyrir mér mennina, sem sátu í iherberginu, það var dálítil dægra- stytting. Annar taflmanna var stór og þreklegur maður, afskaplega armlangur, úteygður og vot- eygður, rauðleitur í andliti með rautt skegg. Andstæðingur hans í leiknum var miklu minni að vexti, fölleitur með. lítið efrivararskegg og ljósblá augu. Hann hafði gleraugu, sem klemt var á nefið. Vegan þess 'hve hár Ihans var sítt og að rauður blettur var á annari skyrtulíning- unni hans, þá kvað eg að hann væri málari. Því næst leit eg á þriðja manninn. Hann var langt um eftirtektaverðari en hinir. Já, eg furðaði mig á að sjá annan eins mann á slík- um stað og þessum. Hann var hár og grannur og óvenjulega vel vaxinn og auðsæilega hið mesta karlmenni. Höfuð hans var alveg dá- samlegt, þakið hrafnsvörtum lokkum. Augu hans voru dökk eins og dimmasta nótt og glitr- uðu eins og í snák. Litaríhátturinn var mjög þeldökkur, þótt örðugt væri að dæma um það, því að hann sat út í horni stofunnar í skugg- anum. En það sem helzt vakti athygli mína á þess- um einkennilega manni var áhugi sá, sem hann veitti tafli hinna mannanna, og leit með á- hyggju og ótta á þá til skiftis, þegar annarhvor þeirra átti leik. Hann brosti háðslega þegar leikurinn fór eins og hann óskaði, og andvarp- aði næstum svo að heyrðist, þegar leikið var klaufalega. Eg bjóst við því í hverri andránni að von- brigði hans og áhyggja birtist í orðum, en hann var altaf fær um að hafa hemil á sér í tæka tíð. Eg veitti því eftirtekt, að þegar geðshræringin greip hann, þá titraði hann allur, og eitt sinn, þegar hinn smávaxnari taflmaðurinn lék rang- an leik, vrað andlit áhorfandans svo þrungið hatri, að eg verð að játa, að eg varð næstum því flemtsfullur að sjá það. Hvaða áhrif þessi svip- brigði hefðu haft á manninn, sem óafvitandi hafði orðið þessum geðshræringum valdandi, er ekki gott að segja. 1 því að komið var inn með matinn var taflið búið. Annar þeirra sagði eitthvað á þýzku og stóð upp til að fara. Það var ljóst að minni maðurinn hafði unnið taflið, og hreykinn og glaður litaðist ihann um í herberginu. Er hann gerði það vildi svo til að augu hans mættu augum mannsins, sem hafði horft á taflið. Eg leit á þá á mis, en lengst horfði eg á litla manninn. Hann virtist eins og töfrum bundinn af augnatilliti svarthærða mannsins og augu hans urðu eins og starandi og dauðaleg. Það var alveg eins og hann hefði dáleitt hann. Dökkhærði maðurinn reis úr sæti sínu og gekk til hans, settist við borðið og fór að reisa taflið án þess að mæla orð frá vörum. Því næst leit hann upp. “Mætti eg hafa þá ánægju að tefla við yður?” sagði hann á ágætri ensku og hneigði sig um leið og hann sagði þetta. Því næst færði hann með hvítu löngu fingrunum, eitt peðið fram á borðið. Litli maðurinn hafði fengið málið aftur að svo miklu leyti, að hann gat svarað spurning- unni á viðeigandi ihátt. Því næst tóku þeir að tefla, og eg réðist á matinn, sem nú var borinn á borð. En ósjálfrátt neyddist eg til að renna augunum að taflmönnunum hvað eftir annað, til þess að sjá hvernig taflið mundi fara. En var það virði þess að veita því athygli. Hávaxni maðurinn hafði gefið sig með lífi og sál að taflinu. Hann sat og laut yfir tafl- borðið, og minti mig meira og meira á feikna- stóran fálka, sem vofir yfir hænsnahóp. Augu hans störðu ýmist á taflið fyrir framan hann eða á manninn, sem hann var að tefla við. Hinir löngu fingur hans vöfðust raunverulega um taflmennina er hann flutti þá til, rétt eins og hann ætlaði aldrei að sleppa þeim. Hann mælti aldrei orð frá vörum, en framkoma hans var orðum skýrari. Ahrifin á litla manninn voru átakanleg. Hann var alls ekki fær um að gera neitt, en sat samanhnipraður í stólnum, eins og hann væri hræddur við þennan myrkra mátt andstæðings síns. Hvert barnið hefði getað sagt leikslokin fyrirfram. Hái maðuinn vann og litli maður- inn, sem vrtist glaður yfir því að hafa sloppið óskaddaður frá þessu, greip hattinn sinn og fór út í skyndi um leið og hann tautaði einhverja afsökun. “Takmörkun heimskingjans er hagur vitr- ingsins.” “Þar sem eg vissi ekki hverju eg ætti að svara þessari einkennilgu staðhæfingu, þá var eg svo skynsamur að svara henni engu. En skyndilega breytti maðurinn um framkomu. Hann reis úr sæti sínu og kom í áttina til mín. Er hann settist í sætið gagnvart mér, lagði hann ihendurnar í kjöltuna og spenti greipar, alveg eins og guðhrædd, gömul kona, og er hann hafði horft á mig um hríð með miklum alvörusvip> sagði hann með málrómi, sem var óvenjulega þægilegur og aðlaðandi: “Eg hugsa að þér séuð mér samdóma í þvi, Mr. Hatteras, að hálf veröldin er sköpuð til að vera bráð fyrir hinn helminginn.” Þetta var víst mjög óvenjulegur maður. Hvernig í ósköp- unum gat ihann vitað hvað eg hét? Eg gat bara stamað út einhverju meiningarlausu svari, sem auðsæilega hreif hann ekki mjög, því að hann sagði: “Hann virjur okkar, sem er nýfarinn, er sjálfsagt einn í þeirra hóp, sem verður bráð hins sterkari. Eg kenni í brjósti um hann vegna þess, að hann fær aldrei neina ánægju út úr lífinu. En þér aftur á móti, og án þess að vita það, fyllið hinn flokkinn. Atvikin munu haga því svo til fyrir yður. Það eru auðvitað til menn, sem alls eigi sækjast eftir að gera aðra að undirlægjum sínum; en atvikin neyða þá til þess, eins og yður til dæmis. Sumir menn nota sér veikleika annara aðeins á þann Ihátt, að þeir séu vissir um að eiga ekkert í hættunni sjálfir. Þjóðverjinn, sem tefldi við litla manninn áðan er dæmi um slíka menn. En svo eru enn aðrir, sem aldrei sleppa neinu tækifæri til að nota sér einfeldni annara. Hreinskilnislega sagt, til hvaða flokks haldið þér að eg heyri til?” Hann brosti er hann sagði þetta, og er hinar þunnu varir hans opnuðust sást lítið eitt í hinar smáu, hvítu tennur hans. I iþriðja skiftið, eftir að hafa kynst manni þessum, vissi eg ekki hverju svara skyldi, en samt gerði eg tilraun til að segja eitthvað, og mælti: “Eg þekki yður í raun og veru ekki neitt. En eftir þeirri alúð að dærna, sem þér sýnduð manninum, sem þér teflduð við, og einnig góð' semi þá, er þér sýnið með því að skemta mér með smaræðum, þá býst eg við að þér notið yður yfirburði yðar aðeins þegar þörfin krefur.” “En þarna hafið þér rangt fyrir yður. Eg heyri til síðara hópnum, sem eg nefndi áðan. Eg hefi ekki nema eina gleði hér í heimi og hún er sú að láta yfirburði mína njóta sín á kostnað annara. Þér sjáið að eg er hreinskilin við yður, Mr. Hatteras.” “Eg bið yður afsökunar, en þér vitið hvað eg heiti, og þar sem eg hefi aldrei séð yður, svo langt sem eg veit, þá langar mig til að þér segð- uð mér hvernig þér komust að því hvað eg heiti.” “Með mestu ánægju. En áður en eg gerl það finst mér ekki nema rétt, að eg segi yður það fyrirfram, að þér munuð ekki trúa mér. En samt sem áður ætti skýring mín að sannfæra yður, að minsta kosti skaðar ekki að reyna. 1 brjóstvasanum á vestinu yðar, hægra megin, hafið þér þrjú spjöld.” Nú studdi hann hönd- unum á höfuðið og lokaði augunum. Eitt þeirra er fremur böglað og slitið og á því stendur skrifað með ritblýi, nafnið, Edward Brath' waite, Maquarrie stræti, Sydney. Eg geri ráð fyrir, að nafnið sé Brathwaitih, en t-ið og e-1® eru næstum máð út og ólæsileg. Annað spjald ið ber göfugt nafn, Hon. George Wetherell, Potts Point, Sydney, Nýja Suður Wales — þriðja býst eg við að sé yðar eigið, Riohard Hatteras. Er þetta rétt?” Voru þetta töfrar eða nokkurskonar lodd' aralistir? Eg spurði sjálfan mig þessara spurn- inga, en fékk ekkert svar. ,En hvað sem þv* líður, þá minkaði það ekkert virðingu mina fyrir hinum mjög svo óskiljanlega málkunn- ingja mínum. “Eg hafði þá rétt fyrir mér!” sagði hann næstum sigri hrósandi. “Er það ekki undar- legt, hversu við erum ákveðnir í því að vl höfum rétt fyrir oss í skoðunum vorum, jafnve- þótt vér höfum sigrað hégómadýrð vora á ölluU1 öðrum sviðum? Jæja, Mir. Hatteras. Mér þykir vænt um að kynnast yður. Einhvernveglnn finst mér, að forsjónin muni leggja leiðir okkar saman á ný, en hrar — það veit eg ekki. E° við skulum samt vona, að þeir samfundir ver eirxs þægilegir og þessi hefir verið.”

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.