Heimskringla


Heimskringla - 22.08.1945, Qupperneq 2

Heimskringla - 22.08.1945, Qupperneq 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. ÁGÚST 1945 BRÉF ÚR SKAGAFIRÐI Kæru Skagfirðingar vestan hafs: Eg býð ykkur öllum gleði- legt sumar og þakka öllum jþeim, er skrifað hafa mér mörg hlýleg bréf á s.l. ári. Sumum hef eg endurgoldið það, öðrum ekki, og því ætla eg að kvitta fyrir þau, með þessu fréttabréfi, sem er orðinn vani, að eg sendi ykkur einu sinni á ári. Veturinn frá nýári 1944 var frekar umhleypingasamur í janú ar og febrúar. En í marz hlán- aði vel og kom upp ágæt jörð. Þ»ó var fremur úrfellasamt síðari hluta apríl og kalt. 12. maí gerði norðanstórhríð sem stóð þó ekki nema sólarhring, en þá birti upp með miklu frosti, en þó hlýnaði eftir skamman tíma. Tíð var góð í júní og sífeldur þurkur fram í miðjan ágúst, að- eins úrfelli nokkru fyrir göng- urnar. Mátti því segja að sumar- ið væri eitt það ágætasta, sem komið hefir nú um langt skeið. Heyskapur mikill og þó enn betri að gæðum en vöxtum, því heita mátti að alt hirtist af Iján- um, og engin stund færi til ó- þarfa snúninga. Kom það sér vel, því sennilega 'hafa aldrei færri hendur unnið að heyskap en þá, því víðast er nú svo komið, eð ekki er annað fólk á bænum en fjölskyldan. En með aukn- um vélum og hestorkunni, er líka hægt að afkasta margföldu dagsverki við það sem áður var, og það er einmitt þetta sem hefir bjargað landbúnaðinum á þess- um árum. Annars hefir verð á landbúnaðarafurðum verið all- hátt þessi ár, svo hagur bænda virðist að ýmsu leyti rúmur. En þeir eiga líka mikið verkefni fyrir höndum, er umhægist í heiminum, því ekkert hefir verið hægt að lagfæra, hvað þá byggja í sveitinni. Er það orðið æði að- kallandí víða a.m.k. í Skagafirði, og hætt við að verði farið að saxast á innieignina hjá mörgum þegar hann er búinn að byggja upp hjá sér og ná í nauðsynlegar búvélar. Féð reyndist mjög vel á síð- astliðnu hausti, sem ekki var furða eftir annað eins ágætis- sumar,; en nú var stórum færra slátrað en áður, því altaf eyði- leggja fjárpestirnar rmeira og meira á hverju ári. Það sem að líkindum hefir hjálpað landbún- aðinum mest hér, er mjólkur- samlagið, því seinni hluta ársins 1944 munu bændur hafa fengið rúma krónu fyrir mjólkurpott- inn, og eru það drjúgar inntektir fyrir þá sem hafa góð kúabú. Var unnið í samlaginu úr liðlega 900 þús. pottum, og hefir sú framleiðsla vaxið með hverju ári, enda hafa bændur frekar snúið sér að mjólkurframleiðsl- unni, en sauðfjáreigninni á seinni árum, sem ekki er furða. Mierkasti atburðurinn á árinu var vafalaust sambandsslitin við Dani ,og land vort gerðist sjálf- stætt lýðveldi. Og það ánægju- legasta í sambandi við það, var atkvæðagreiðslan um sambands- lögin. Hún var svo almenn og vel sótt, að heita má með eins- dæmum. Hér í sýslu eru 14 hreppar, en af þeim skiluðu 10 hverju einasta atkvæði sem á kjörskrá stóð, og alls munu rúm 98% hér í sýslunni hafa greitt atkvæði, og nálega allir á einn veg—með sambandsslitunum og það jafnvel Danir, sem búsettir eru hér. Var þetta þjóðinni allri til hins mesta sóma, og sýn- ir að við getum þó staðið sem einn maður á úrslitaaugnablik- um, þó stundum virðist ærið á það skorta í dægurmálunum. Helstu framkvæmdir, sem lok- ið hefir verið á árinu hér í sýslu, er virkjun Skeiðsfossins í Austur-Fljótum. En ekki kom það Skagfirðingum að gagni, því það voru Siglfirðingar sem virkj- uðu fossinn, og alt rafurmagnið er leitt þangað. Miklu frekar mætti segja að sýslan, sem slík, hefði haft óhag af því, vegna þess, að vegna virkjunarinnar fór Stíflan—sem er ein fegursta byggðin í Skagafirði—öll í kaf. svo talið er að vatnið muni sum- staðar ganga upp á túnin og jafnvel inní bæjarhúsin. Einnig er það í undirbúningi að virkja Gönguskörðsá fyrir Sauðarkrók og næstu hreppa. En sennilega verður. það dýrt og á langt í land. 1 vetur var nú í fyrsta sinn hafin kennsla í Varmahlíð. Voru það um tuttugu, sem stunduðu þar nám. Var það í gamla hús- inu, því ekki er enn byrjað a sjálfu skólahúsinu. Verður von- andi skamt til þess að bíða, að hafist verði handa með þá bygg- ingu. Einnig er í ráði að nokkr- ir slái sér saman og byggi þar heimavistarskóla fyrir börn, og jafnvel fleiri skólar hafa komið þar til greina; svo eftir nokkur ár, er vonandi að þarna verði risin upp miðstöð menningar og mentunar Skagfirðinga. Skóg- ræktin hér í Skagafirði, hefir einnig aðsetur sitt þarna. Er búið að brjóta mikið land sunn- an við Reykjarhólinn, sem á að verða tilrauna og uppeldisstöð fyrir trjáplöntur, sem Skagfirð- ingar geta svo síðar fengið þaðan og gróðursett á heimilum sínum, og jafnvel ræktað hjá sér nytja- skóg. Hefir sýslan og ríkið lagt mikið fé í þetta og í vetur sendu Skagfyrðingar búsettir í Reykj- avík sýslunni að gjöf 12 þús. kr. sem verja á til skókræktar. Er það ekki í fyrsta sinn, sem þeir ágætu menn hafa sýnt ræktar- semi og stórhug til sinna gömlu kynna norður hér. Einnig hefir Skógræktarfélag Skagfirðinga gróðursett mikið af trjám á af- girtu svæði sunnan Varmahlíðar, með hinum ágætasta árangri. Þessi hreyfing á skógræktar- málunum, er ein sú þarfasta er fram hefir komið hér í sýslu á seinni árum. Mátti það helzt ekki seinna vera. Því þó Skaga- fjörður sé fagur, þá vantar þó enn eina höfuðprýði hans, en það er skógurinn. Má heita að hvergi séu skógarleifar að ráði, nema í Hrollaugsdal í Sléttuhlíð og hefir ungmennafélagið þar, tekið ihann að sér til verndar og varðveizlu. En reynzlan hér hefir sýnt að skóg er hægt að rækta með ágætum árangri, þar sem saman fer vit og vandvirkni á þeim hlutum. 1. desember, 1944, átti Sigurð- ur Sigurðsson sýslumaður Skag- firðinga 20 ára embættisafmæli, sem yfirvald okkar hér. Hann er sonur síra Sigurðar Stefáns- sonar prests í vigur, hins alkunna þjóðskörungs, en foreldrar séra Sigurðar voru þau, Stefán Stef- ánsson bóndi á Heiði í Göngu- skörðum, og Guðrún Sigurðar- dóttir, bónda á Heiði, þess er orti Varabálk. Sigurður sýslumaður hefur kynnt sig hér ágæta vel, bæði sem yfirvald og góður fé- lagsmaður, og jafnan stutt þau mál héraðsins er til framfara hafa horft. Var sýslumanns- hjónunum haldið samsæti af sýslunefndarmönnum, í tilefni þessa afmælis, og þeim gefið vandað málverk af Sauðarkróki með Tindastól í baksýn. Kona Sigurðar sýslum. er Stefaní Arn- órsdóttir, síðast prests í Hvammi á Laxárdal. Er heimili þeirra al- þekt fyrir gestrisni. Á síðastliðnu ári önduðust tveir mætismenn hér í sýslunni Annar þeirra var Valdimar Guð- mundsson, bóndi í Vallanesi (áð- ur hét það Þúfa). — Hann dó 12. febr. eftir langa vanheilsu Foreldrar Valdimars voru Guð- rúri Eiríksdóttir hr. stjóra í Djúpadal, og Guðmundur Sig- urðsson söðlasmiður í Vallholti. Hann var fæddur 19. febr., 1878, og var elstur systkina sinna Snemma bar á því hjá Valdimar að hann mundi verða röskur maður. Hann útskrifaðist af Möðruvallaskólanum með beztu einkunn og tók þegar að því námi loknu, að stunda jarðabæt- ur á heimili foreldra sinna, ásamt yngri bræðrum sínum. Komu þeir feðgar eftir fá ár þar upp einu stærsta búi, sem þá var í Skagafirði og bættu jörðina á allan hátt. Þegar Valdimar fór að þykja þröngt um sig í Vall- holti, keypti hann jörðina Stein- þúfu, sem var fremur smá, og mátti segja að hún yrði að stór- býli í höndum hans. Byggði hann vandað íbúðarhús og öll hús jarðar þeirrar byggði hann upp frá grunni og sléttaði og braut land til nýræktar í stórum stíl; og líkl. hefir enginn bóndi í Skagafyrði lagt annað eins stór- fé í girðingar um tún, engjar og bithaga, sem hann. Allur bú- skapur hans var fyrirmynd. Voru stundum heyfyrningar hans svo miklar, að grannar hans sögðu hann þyrfti ekkert að heyja fyrir næsta ár! Oft hefir það kveðið við, að Skagf. færu ekki vel með hross sin, og sýndu þeim hart að vetrinum, þó margar slíkar sögur séu ærið orðum auknar. En Valdimar fór vel með sín hross. Einu sinni var eg staddur á hrossasýningu ihjá Valdimar, ásamt Theodór heitn- um Arnbjarnarsyni, ráðanaut Búnaðafj. íslands. Þetta var fremur kalt vor, en ekk sá þaðká hrossum Valdimars. Að lokinni sýningunni segir Theodór: “Þeir hafa ekki náð til þín vor- kuldarnir, Valdimar minn. Eg er nú búinn að fara þrisvar um alt landið og skoða að líkindum öll beztu hrossin. En eg hef hvergi komið á neinn bæ, þar sem eg hef séð jafnmörg hross eins vel meðfarin sem íhjá þér.” Valdimar átti ágætt hestakyn og margan snillinginn ól hann upp og seldi, sér til gagns, en öðrum til ánægju. Hann var giftur Guð- rúnu Jóhannsdóttir, og áttu þau hjón 4 börn. Býr hún áfram á jörðinni með börnum sínum. Hinn 31. okt. s.l. andaðist sr. Hallgrímur Thorlacius, fyrrum prestur til Glaumbæjarþinga. Varð hann bráðhvaddur. Hann var fæddur að Fagranesi á Reykjaströnd , 18. júlí, 1864, og var því liðlega áttræður. For- eldrar hans voru, Magnús prest- ur Thorlacius og Guðrún Jóns- dóttir af Bergmannsætt. Séra Hallgrímur vígðist haustið 1888 að Ríp í Hegranesi, en varð prest- ur í Glaumbæ 1894, og þjónaði þar til haustsins 1935, að hann sagði af sér samkvæmt aldurs- iögum presta. Hann kvæntist Sigríði Þorsteinsdóttur frá Kot- húsum í Garði syðra, og þó þau bæru ekki gæfu til sambúðar, að öllu, var hún hin merkasta kona TIL G. E. EYFORD Þú oss fylgdir langa leið lyftir mund og huga, ætíð var um æfiskeið áform þitt að duga. Þó að hulin himin lög halli braut að elli; sjónin skýr og höndin hög halda glæstum velli. Aldrei blekti tímans tál trausta stefnu þína; vinatrygð með sól í sál, seint mun gildi týna. Þó að ellin þoki nær þakklát varir minning. Verði haustsins kyrð þér kær, krýnd af sigur vinning. Kvöldið andi blíðum blæ búi alt í haginn; þar til hnígur sól í sæ síðsta æfidaginn. Magnús Markússon og vel mentuð. Þau eignuðust tvær dætur: Hrefnu, er dó ung, hið mesta myndarbarn, og Guð- laugu Friðrikku, gifta í Noregi Castel Stang, verkfræðingi. Eiga þau börn. Séra Hallgrímur var skarp- gáfaður og málamaður svo mik- ill að af bar, einkum í latínu, frönsku og forníslenzku (nor- rænu). Prestur var hann mjög skylduræknn, og margar ræður hans ágætar. Hann var hið mesta karlmenni fram undir það síðasta, og kær að góðum hest- um, enda átti jafnan úrvals reið- hesta, og hestakyn ágætt. Heldur þótti hann lítið gefinn fyrir ný- ungar, en fremur fastheldinn á forriar venjur. Hann var um skeið, málafylgjumaður mikill og þóttust andstæðingar kenna kulda af orðum hans, en vinum sínum trölltryggur og jafnan til- tækur að leysa þeirra vandræði. Mátti um hann segja, að hann væri í hópi þeirra manna, er um skeið, settu svip sinn á þetta hérað og þess mál. Ekki hafa menn hér glaðst ai öðru meir, en ófriðarlokunum hér í álfu, og þau urðu á þann veg, sem raun varð á. Og þo munu frændþjóðir okkar Damr og Norðmenn hafa fagnað þeim þo innilegar en við, enda ekki lurða, þar sem þeir stóðu i eld- inum og mistu sonu sína, fé og fjörmenni. Þo ekki væri slíku til að dreifa hér, því öll vor skifti við hernámsliðið voru í fullri vinsemd, höfum við þó goldið mikið afhroð í missi manna og skipa, af völdum hernaðarins. Eimsk. félag Islands er búið að missa þrjú af sjö fossunum sín- um, auk margra annara skipa er landsmenn hafa mist af völdum ófriðarins, og fyrir fámenna þjóð er það mikill skaði. — Huggun manna er sú “að langt verði til slíks éls,” að slík villimenska sem þetta stríð, eigi ekki eftir að endurtaka sig. Mikið er talað um flugferðir, að stríðinu loknu, og hve auðvelt er nú orðið að halda uppi kynn- ingu á milli ykkar Vestmanna og heima-þjóðarinnar. Mér þætti ekki ólíklegt þegar þær sam- göngur eru komnar í lag, að með hverju sumri komi ótal farfugl- ar, af íslenzku bergi brotnir vestan um haf og dvelji hér yfir sumarið, ihjá frændum og vinum, og ekki ómögulegt, að einhverj- ir héðan slæddust með á haustin, I vestur til Vínlands hins góða. Múndi fátt orka betur í þá átt, að viðhalda íslenzkri tungu og þjóðerni vestra, en slík kynning, enda með slíkum samgöngum, ekki orðið nema “vík á milli vina,” við það sem áður var. Eg bið svo að heilsa öllum frændum og vinum og þakka ykkur bréf og vináttu á liðnum árum. Sauðarkróki, 18. maí, 1945. Stefán Vagnsson, —frá Hjaltastöðum. John S. Brooks Limited ^DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og fyrsta flokks “Sea Island Cotton” og egypskum tvinna. Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðgmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta DÁNARMINNING BOGI BJARNASON Mrs. Guðrún Björnson Þess var getið í “Hkr.” í júní s. 1. að dáið hefði að Wynyard, Sask., konan Guðrún (Illuga- dóttir) Björnson. Guðrún sál. var fædd að Gili í Svartárdal í Húnavatnssýslu 6. apríl 1858 og var því rúmlega 87 ára er hún dó. Foreldrer hennar voru hjónin Illugi Jónasson hreppstjóri Ein- arsson valinkunns sæmdar og gestrisnu manns eftir frásögn “Norðanfara”, og konu Illuga, Ingibjargar ólafsdóttur frá Auð- ólfsstöðum alsystir Arnljótar prests á Bægisá og Sauðanesi. Árið 1890 giftist Guðrún Bjarna Björnssyni frá Steinár- gerði í Svartárdal, vel gefnum manni og byrjuðu þau búskap sama ár í Ytra-Tungukoti í Svartárdal; fluttu síðan að Ey- vindastöðum í Blöndudal. Og þar misti hún mann sinn 1897 og var ekkja í 48 ár. Þau ihjón eignuðust þrjár dætur, ein þeirra dó 9 ára en tvær lifa, Mrs. Ingi- björg Sveinson, Gimli og Mirs. Valdimar Gíslason, sem býr norður frá Wynyard og sem Guðrún sál. dvaldi hjá mörg síð- ustu ár sín, og þessi dóttir henn- ar annaðist hana til þess síðasta. Guðrún sál. bjó þrjú ár eftir 'hún varð ekkja á íslandi. En árið 1900 flutti hún með börn sín vestur um haf og var fyrst við Árnes í Nýja-íslandi og síðar lengi á Isafoldar-ibygð en síðan við Riverton, áður hún flutti til nefndrar dóttur sinnar í Sask. sem um síðastliðin 14 ár eða þar um bil hefir gefið út blaðið “Times” í Treherne, Man., hefir nýlega selt það og flutt vestur á Kyrrahafsströnd, hann fékst áð- ur við blaðamensku í Saskat- criewan, gaf út blað bæði í Foam Lake og Kelvington. — Bogi Bjarnason er mjög eftirtekta- verður maður, og gáfaður, hann hefir rutt sér braut með miklum myndarskap, og hyggindum. — Hans stuttu, en gjörathugulu og vel skrifuðu ritstjórnargreinar hafa vakið allmikið athygli með- al þeirra sem vit hafa á, hann er all róttækur en heilbrigður í hugsun og frumlegur, og flýgur á sínum eigin vængjum, og get- ur hafið sig hátt til flugs, stíll hans er listrænn og skáldlegur, þróttmikill og hreinn, má segja að hann skrifi eins og sá sem vald hefir. Hefir það oft verið nautn að lesa greinar hans. Hann hefir einnig skrifað smásögur og gefið út. Bogi var í heimsstyrjöldinni fyrri í her Bandaríkjanna, hann hafði áhuga fyrir fluglist og fékst eitthvað við flugnám um skeið. Eftir hann fór úr Vatna- bygðunum hefir hann lítið verið meðal Islendinga, en hann er samt góður Islendingur og hefir aukið sæmd þeirra hvar sem hann hefir farið, hann er prúður í framkomu og yfirlætislaus; heyrst hefir að hann muni fást við ritstörf og blaðamensku vestur á ströndinni, og á hann ! þar heima. G. J. Oleson HITT OG ÞETTA ítalski náttúrufræðingurinn Carnardo, trúði ekki á drauga, eins og flestir'samtíðamenn hans á sextánduöld. En hann trúði því statt og stöðugt að guð veitti hon um alt sem hann bæði um klukkan átta morguninn 1. apríl. Aðra daga var hann ekki viss um mátt bænarinnar. Það er sagt, að ótti við dauðann hafi orðið honum að bana. Ein- hver hafði spáð því að ævilok hans bæri að höndum eftir ákv- eðinn tíma. Og þegar að því dró, missti hann matarlystina svo gjörsamlega, að hann dó úr hungri, að því er talið var. Guðrún sál. var góðum gáfum gædd eins og hún líka átti ætt til. En mjög hæglát og eins og ekkert gæti raskað geðprýði og rósemi, hennar, sístarfandi af hinni móðurlegu fórnfýsi eins og líka að 'lífsafstaðan krafði, þar sem ihún varð að ala upp börn sín að mestu leyti af eigin hand- afla og við landnemanna erfið- leika. En vilja og athafnaþrek henn- ar sigraði lífsbaráttuna. Hún var bókhneigð og las sér til gagns, og hélt skilning og minni til dauða dags. Þrjú systkirii átti hún, Gísla, sem dó við Blaine, Wash., 1910; Margréti, (Mrs. Sigfússon við Oakview, Man.) og Jónas, bú- settan á Blönduós á Islandi. Hún var jarðsungin af séra E. J. Melan, 14. júní s. 1. í heima- bygðar grafreit norður af Wyn- yard að viðstöddu bygðarfólki. Framvegis verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu, hja hr. bóksala Lárus Blöndal, Skóla vörðustíg 2, Reykjavík, Island Maður, að nafni James Black dó í Liverpool árið 1937. Hann hafði verið um borð í Titanic, Empress of India, Lusitania og Florizan, þegar þessi skip sukku en alt af komist af. Sú þjóðsaga gekk líka um hinn lífseiga mann, að hann hafði verið á herflutn- ingaskipi á Ermarsundi árið 1916 og þá hefðu einhverjir hjátrú- aðir skipmenn orðið hræddir um, að hann væri óheillamaður á hverju skipi og fleygt honum með leynd fyrir borð að næt- urlagi. En þá á fiskiskip að hafa bjargað honum, því að “for- lögin” vildu ekki, að hann yrði s j ódauður.—(Þ j óð vil j inn). Alþingishátíðin 1930, eftir próf. Magnús Jónsson er Islendingum kærkomin vinagjöf. 1 bókinni er yfir 300 myndir og frágangur allur hinn vandaðasti. Fæst bæði í bandi og óbundin. Verð í bandi $20.50 og $23.00, óbundin $18.50. Björnssons Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg You will find yourself one of the best informed persons in your community when you reod The Christion Science Monitor regulorly. You will find fresh, new viewpoints, a fuller, richer understonding of world offairs . . . truthful, accurate, unbiased news. Write for somple copies todoy, or send for o one-month triol subscription to this internotional daily ncwspoper .... • The Christian Science Publishing Society | One, Norwoy Street, Boston 15, Moss. I j STREET.... >................... J^CITY....*................STATE. NAME. □ M W o Please send somple copies of The Chrlstion Science Monitor including copy ot Weekly Mogazine Section. • Pleose send o one-month _ trial subscription to The Christion Science Monitor, for which I enclose $.........

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.