Heimskringla - 22.08.1945, Blaðsíða 3

Heimskringla - 22.08.1945, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 22. ÁGÚST 1945 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA ISLENZKA TRÖLLIÐ MEÐ BARNSAUGUN ER KOMIÐ AFTUR HEIM Viðtal í hafi við Jóhann Péturs- son, svarfdælska drenginn, sem er einn stærsti maður í heimi. Eins og áður hefur verið sagt hér í blaðinu í skeyti frá Kaup- mannahöfn <var íslenzki risinn Jóhann Pétursson meðal far- þega á Esju frá Danmörku. Hann ihefur dvalið erlendis í 10 ár, fór fyrst út 1935, aðal- lega til þess að leita sér lækn- inga við fótaveiki, en fætur sína hafði hann eyðilagt með of þröngum skóm, er Ihann var sjómaður. Þegar Esja kom til Kaup- mannahafnar sáu faiiþegamir að hafnarbakkinn var svartur af fólki, en upp úr mannhaf- inu gnæfði einn maður — og þóttust farþegarnir iþegar kenna þar íslenzka risann, sem sög- ur höfðu farið af og sýnt hafði sig í ýmsum þjóðlöndum undan farin ár. Jóhann Pétursson kom strax um borð og það sýndi sig fljótt, að hann var tröll, hvern- ig sem á íhann er litði. Hann er hærri en nær allir aðrir menn í heiminum, höfuð hans stærra, fætur hans, hendur — allur er hann tröllslegur, nema augun. Hann hefur mild og fög- ur barnsaugu, enda fann eg það fljótt að hann hafði og 'barns- hjarta — og telskaði börn. — Jóhann hélt sig mikið um borð meðan dvalið var í Kaupmanna- höfn og eg ræddi oft við hann, bæði þá og á leiðinni heim. Hann er einmana, eins og eðli legt er —* og að vera miklu stærri en aðrir menn, er erfið- ara og þungbærara en margur hyggur. “Eg vil fara heim,” sagði Jóhann og horfði beint í augu mér, “og reyna að fá eitthvað að gera við mitt hæfi. En eg get ekki unnið venjulega vinnu. Þetta er óþolandi líf hérna úti, Eg þarf að hvíla mig heima.” — Þú fórst út 1935? “Já með Steingrími Matthí- assyni. Eg var sjómaður og hafði eyðilagt á mér fæturna með of þröngum skóm. Eg lá í sjúkrahúsi og fékk bót beina minna. Eg gat ekki orðið sjó- maður aftur. Allt reyndist mér of lítið. — Svo var eg sýndur á læknaþingi. Eg er einn allra stærsti maður heimsins. Það er víst einhver Finni, sem er á- líka stór. Eg hef skrifazt á við hann. Eg er 225 cm, á hæð, en “sýningarherrarnir” hafa stund- um auglýst mig hærri án minn- ar vitundar. -—- Eg hafði norm- al stærð til 12 ára aldurs, en þegar eg var fermdur um 14 ára var eg ihærri en prestur- inn okkar fyrir norðan — og hann var með stærstu mönn- um. — Jæja, svo fór eg að ráða mig til sýninga. — Eg hef ver- ið sýndur í Danmörku, Noregi, Svílþjóð, Frakklandi og Eng- landi. — Á þessum árum þén- aði eg dálítið og gat keypt mér bifreið, en það hafði verið minn stóri og mikli draumur lengi. Sjáðu til, þegar eg kom til borg- anna og fór af járnbrautarstöðv- um, safnaðist fólk utan um mig. Svo gat eg heldur aldrei neitt farið. Eftir að eg fékk bílinn gat eg skoðað mig mikið um. Eg gat *farið á af- skekkta staði við ströndina og baðað mig. Já, eg gat hagað mér nokkurn veginn eins og maður. — En þegar striðið ibraust út hrundi allt. Eg fór til Danmerk- ur og þar hef eg verið síðan. Eg ætlaði heim með Esju 1940, en þá varð eg lasinn og gat ekki komizt. Þá leið mér illa. Eg var undir læknishendi í 3 ár og efni mín gengu til þurðar. En einhvern veginn tókst mér að hanga á bílnum og nú er eg með hann. Það er víst hægt að selja bíla góðu verði heima. En bíllinn er það eina sem eg á eftir. — Nú þarf eg að fá vinnu sem eg get stundað, kyrr láta vinnu. Eg hef verið vakt- maður undanfarið og það starf get eg stundað.” Jóhann Pétursson er með stóra möppu undir hendinni. 1 henni eru greinar og myndir um og af sýningum hans. Hann margsýnir mér nokkrar mynd- ir. Hann er þar í gerfi Gulli- vers, en umhverfis hann er fjöldi barna, þegnar Putalands. “Eg hef aldrei skemmt mér eins og þegar eg lék með börn- unum í þessum leik. Svo hef eg líka verið jólasveinn oft og mörgum sinnum.” V. S. V. Alþbl. 11. júlí. BRÉF FRÁ GLENBORO Nokkrir góðir gestir Við höfum átt hér í bygðinni nokkrum góðum gestum að fagna núna að undanförnu, sem voru okkur mjög kærkomnir. Fyrst skal nefna próf. Ásmund Guðmundsson kennara við Guð- fræðisdeild háskóla Islands, var hann fulltrúi Þjóðkirkju íslands á kirkjuþinginu lúterska er minst var 60 ára afmælis kirkju- félagsins. Hann kom hér vestur 5. júlí og flutti erindi í íslenzku kirkjunni i Glenfcoro þá um kvöldið við allgóða aðsókn. — Flutti hann snjalt erindi og upp- byggilegt um viðhorf og starf kirkjunnar á Islandi á yfirstand- andi tíð, var ánægjulegt að heyra hann því maðurinn er prúð- menni hið mesta og í fylsta máta alþýðlegur og heilsteyptur í hugsun. Á eftir erindinu voru veitingar fyrir alla í samkomu- sal krikjunnar og gafst fólki tækifæri að mæta honum per- sónulega og tala við hann. Til minja um komuna hingað var honum gefin all-vönduð bréfataska og var prófessornum afhent hún af hr. F. Frederick- son, en séra E. H. Fáfnis talaði til hans vel völdum orðum. Annar gestur sem var mjög kærkominn hér var biskupsson- urinn frá íslandi, hr. Pétur Sig- urgeirsson guðfræðisnemi, var hann hér um helgina 15. júlí og prédikaði hann þann sunnudag í Baldur fyrri hluta dags og um kvöldið í Glenboro, er öllum í fersku minni koma föður hans hér á síðastliðnu ári, og minti hann okkur mjög á biskupinn, því honum svipar mjög til föður síns bæði í útliti og framkomu og mun á honum sannast að “eplið fellur sjaldan langt frá eikinni”. Allir sem kyntust þessum unga manni eða hlýddu á hann, voru hugfangnir af fram- komu hans og prúðmensku. í ráði er að hann starfi hér í bygð- inni í haust um tveggja mánaða skeið ef ástæður leyfa. Dr. Haraldur Sigmar, var hér á ferð um helgina 22. júlí ásamt konu sinni og 3 sonum, var hann á leið vestur á Kyrrahafsströnd þar sem hann hefir tekið köllun frá ísl. söfnuðinum í Vancouver. Hefir hann um s. 1. 19 ár verið þjónandi prestur í Dakota. Á sunnudagskvöldið þann 22. júlí prédikaði dr. Sigmar í kirkju Frelsissafnaðar og hafði ofur- litla kveðjuathöfn, áður hann færi alfarin héðan að austan. Snerti það viðkvæma strengi í hjarta hans að koma þarna fram í höfuðkirkju bygðarinnar og kveðja vinina, í kirkjunni þar sem hann hafði verið skírður, fermdur og vígður til prests, og þar sem hann á margar ljúfar endurminningar frá fyrri dög- um. Erick sonur þeirra Sigmars hjónanna, sem stundað hefir guð- fræðisnám, söng fagurlega ein- söng við þetta tækifæri, en bróðir hans, séra H. S. Sigmar, lék á hljóðfærið. Var þessi kvöldstund mjög hátíðleg. Hug- GAMALT TRÉ Á GIMLI Hér við þínar öldnu rætur Æskan situr, hlær og grætur, Ellin lifir liðna daga. Hér við bakkann öldu niður, Árum saman, hrópar, biður, Hér er lifuð, lífsins saga. Þú hefir horft á sorg og kvíða, Séð á eymdir þeirra er líða, Breitt þitt lim á svöðu sárin; Og er þíður vorsins andi Vendir yl að köldu landi, Þitt er gengi gegnum árin. Hvert sem vonin leiðir bendir Aftur brautin hingað vendir; Þar sem eikin aldna á rætur. Og að loknu æfi verki Saga lífsins reisir merki, Hér sem æska og elli grætur. Þó að gamlar rætur slitni Rótin þín ber ætíð vitni Þess, að arfur Islands sona Á sér mátt í öðrum löndum, Óðul dýr með trygða böndum Til að byggja veldi vona. Gamla tré í ungu landi Islands sterki verndar andi, Leiðarvísir ljóssins daga. Hér við þínar öldnu rætur Andi lífsins hlær og grætur. Lifuð hér, er hjartans saga. Bergthór Emil Johnson heilar hamingjuóskir fólks hér fylgir Sigmars fjölskyldunni að Kyrrahafsströndinni. Meðal annara góðra gesta hér, voru þau séra Rúnólfur Mar- teinsson og frú hans hér á ferð nýlega, áttu þau stutta viðdvöl, en gamán var að sjá þau og tala við þau. Síðan þau komu frá Vancouver hafa þau dvalið ann- að slagið hjá dóttur sinni í Nin- ette, en vetrarsetu munu þau hyggja á í Winnipeg. Þá voru þau Mr. og Mrs. G. Freeman frá Bottineau, N. Dak., rétt nýskeð hér á ferð. Voru þau á leið til Gimli og hafa þar viðdvöl um stundarsakir hjá dóttur sinni og tengdasyni, Mr. og Mrs. E. H. Fáfnis, sem þar hafa sumarbústað. Þessi sköru- legu hjón sem nú eru all-nokkuð við aldur láta ekki fyrir brjósti brenna að taka sér ferð á hend- ur, og eru alls ekki óvön við að leggja land undir fót, þau eru æfinlega góðir gestir, það er svo skemtilega hressandi að mæta þeim, því þau hafa átt eld í sál sem ekki dofnar þó árin líði. Á ferð voru hér líka nýskeð systkini, Mrs. Ida Graham frá Govan, Sask., og Felix Freder- ickson frá Edmonton í heimsókn til bróður síns, Mr. F. Frederick- son kaupmanns og annara vina. Voru þau að vitja föður síns, F. S. Frederickson, sem var all al- varlega veikur á sjúkrahúsi í Winnipeg. Hann var einn af fyrstu landnámsmönnum í Ar- gyle-bygð, nú kominn nær hálf níræðu, Er það gleðiefni vinum hans að hann kvað nú vera á góð- um batavegi. G. J. Oleson Námsskeið til sölu skóla i Winnipeg. Upplýsingar gefur: The Viking Press Ltd. 853 Sargent Ave., Winnipeg RISASKIPIÐ “QUEEN MARY” Fyrir nokkru sigldi risaskipið “Queen Mary” með fullum ljós- um vestur yfir Atlandshaf. Með Ijósum hefir skipið auðvitað ekki siglt síðan 1939. Með skip- inu voru 15.278 amerískir her- menn. Annars hefir skipið ekki rúm nema fyrir 2.000 farþega. En heirmönnunum var komið fyrir í hverjum krók og kima, meira að segja í sundlauginni. Þeir snæddu tvisvar á dag við löng borð, sem komið hafði ver- ið fyrir í borðsalnum á fyrsta farrými. Sjer til skemtunar skáru þeir nöfn sín í borðstokk- inn, sem er míluþriðjungur að lengd umhverfis skipið. Þegar skipið sigldi inn á höfn- ina í New York, v.eifuðu her- mennirnir, hver sem betur gat.' Fimtán þúsund búfur voru á íofti. Fjöldi manns var saman-; kominn á hafnarbakkanum, og hann tók sannarlega undir kveðj ur hermannanna. Fögnuðurinn var geysilegur. Litlir dráttarbát-' ar komu út að skipinu og drógu það á staðinn, er því var ákveð- inn við bryggjuna. Skipin á höfn inni þeyttu eimpípur sínar, og hávaðinn var gífurlegur. Stór hljómsveit á bryggjunni spilaði “Roll out the barrel.,, Enn einn hermannahópurinn var kominn heim, og sá stærsti fram að þessu En nú var líka loksins skýrt frá því, hvernig háttaði um sigl- ingar skipsins á styrjaldarárun-i um. Öll styrjaldarárin var skipið í siglingum. Það lenti aldrei í or- ustu við kafbát eða flugvjel ó- vinanna, enda laskaðist það aldrei neitt. Skipið var svo hraðskreitt,að það gat ekki siglt í skipalestum. Það hefði 'heldur ekki þýtt fyrir neinn kafbát að ætla að elta það uppi. Eina leiðin fyrir kafbátinn hefði verið að sitja fyrir skipinu á leið þess. En “Queen Mary” silgdi í einlægum hlykkum um höfin og eitt síns liðs. 1942, þegar bardagarnir voru sem harðastir í Egypalandi, flutti skipið til Afríku um 11.000 breska hermenn, sem lögðu tíl atlögu við E1 Alamain. En mest var skipið í sigling- um á Atlandshafi. Flutti það um 500.000 ameríska hermenn til og frá Evrópu. 1 fjórum ferðum var Churhill forsætisraðherra með skipinu. og af þeim sem á því ferðuðust má nefna Halifax lávarð, erki- biskupinn af York, Katherine Cornell, Sir Thomas Beecham og Beatrice Lillie. Eins og systurskipið “Queen Elisabeth”, mun “Queen Mary” halda áfram herflutningum, þar til styröldinni lýkur. En síðan verða dýrar ábreiður breiddar á gólfin, vínveitingasalir útbúnir og fleira gert til þess að þókn- ast vandlátum farþega á leiðinni yfir Atlandshafið. (Newsweek) FALLEG MUSIC Finim einsöngslög eftir Sigurð Þórðarson, stjórnanda “Karla- kór Reykjavíkur”. Hér er um lög að ræða sem allir söngelskir menn .og konur ættu að eignast, jafnst enskumælandi fólk sem íslenzkt, því texti ‘hvers lags er bæði á ensku og íslenzku. Lögin eru hvert öðru fegurra og samin við erindi, sem allir kunna og unna. . Lögin eru þessi: 1. Sjá dagar koma ár og aldir líða, úr hátíðaljóðum Dav- íðs Stefánssonar. 2. Mamma, eftir Stefán frá Hvítadal. 3. Vögguvísa, eftir Valdimar V. Snævar. 4. Sáu þið hana systur mína, eftir Jónas Hallgrímsson. 5. Harmaljóð, eftir Stefán frá Hvítadal. H HAGBORG FUEL CO. ★ H Dial 21 331 NoAlj' 21 331 Framsíða þessa söngheftis er með afbrigðum frumleg og fög- ur. Heftið kostar aðeins $1.50 og sendist póstfrítt út um land. Björnssons Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg LESIÐ HEIMSKRINGLU bezta íslenzka fréttablaðið Yfir jörðinni, afmyndaðri af þján- ingum, svífur andi friðarins, og frá óteljandi hjörtum stígur lofgerð og þakklæti til Hans sem var skjól og skjöldur vor meðan jörðin, sem nú er hljóð, lék á reiði-skjálfi. Megi hin mikla fórnfærsla og djúpa sorg mannanna verða oss til leiðbein- ingar á ókomnum árum, svo að við, með aðstoð Hans sem öllu stjómar, getum hafist handa í því endurreisn- ar starfi sem friðar hugsjóninni er samfara — og nú bíður vor. /T. EATON C°m WINNIPEG CANADA VERZLUN ARSKÓL ANÁM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vérhöfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA LONG DISTANCE SÍMAGJALD ER LÆGR^ FRÁ í dag, fyrir það mesta, er aðeins hægt að sinnn nýrri pöntun þar sem sími var áður, en fólk flutt burt eða síma sagt upp fyrir aðrar ástæður. (Pöntun til stríðsþarfa ganga fyrir). Við vitum að þetta er hart fyrir þá sem þurfa síma NÚNA, en við vonum að þið skiljið hvernig á stendur og bíðið rólegir. Sirax og símaverkstæðum verður snúið til frið- samrar iðju — SÍMAPANTANIR VERÐA AF- GREIDDAR I ÞEIRRI RÖÐ, SEM ÞEIM VAR VEITT MÓTTAKA. 6 e. h. til h. N J

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.