Heimskringla - 22.08.1945, Side 5
WINNIPEG, 22. ÁGÚST 1945
HEIMSKRINGLÁ
5. SIÐA
nefnd, er lagði fram eftirfarandi
tillögur, er voru samþyktar:
Að þingið láti í ljósi ánægju
sína til Jóns Sigurðssonar fé-
lagsins og Icelandic Canadian
Club fyrir að vekja máls á iþess-
ari nauðsyn, um samkomuhús
fyrir Íslendinga í Winnipeg, og
vill eiga samvinnu við alla góða
íslendinga um framkvæmdir
þessa máls.
Að 7 manna mlliþinganefnd
sé skipuð til að finna leiðir og
hafa framkvæmdir í þessu máli.
Bendum vér þessari nefnd á
nauðsyn þess • að auka við sig að
minsta kosti einum meðlim úr
hverju þessara félaga, Jóns Sig-
urðssonar félaginu og Icelandic
Canadian Club, og leggi nefndin
fram skýrslu um störf sín á
næsta þingi, en eigi annars sam-
vinnu við stjórnarnefnd Þjóð-
ræknisfélagsins um málið.
Bendum vér nefndinni á, að
Islendingar eigi nú þegar bygg-
ingu hér í bænum, I.O.G.T. Hall,
og byggingu Þjóðræknisfélags-
ins á Home Street. Gæti komið
til mála að eiga samtal við við-
komandi hlutaðeigendur um
þessar byggingar, sem hugsan-
lega undirstöðu fyrir þvílíka
byggingu sem við höfum í huga.
Eftirfarandi tillögu frá deild-
inni “Esjan” um skýrsluform
fyrir deildir var vísað til vænt-
anlegrar stjórnarnefndar: að
framvegis semji stjórnarnefnd
félagsins starfsskrá (forms) í
spurningaformi, sendi þessar
spurningar til deildanna í tæka
tíð og svörin síðan lesin á þing-
um.
Einnig var samþykt undir nýj-
um málum svohljóðandi tillagaj
frá Mrs. Ingibjörgu Jónsson: Aði
væntanlegri stjórnarnefnd Þjóð-J
ræknisfélagsins sé falið að leita
samskota hjá meðlimum félags-
ins og öllum þeim, sem íslenzk-
um þjóðræknismálum unna,
málefnum félagsisn til styrktar.
Nær þinglokum kom Ingólfs-
sjóður til umræðu. Eftir að mál-
ið hafði verið all-mikið rætt, var
það afgreitt á þann hátt, að
stjórnarnefnd var falið að ráð-
stafa málinu þannig, að unt sé að
leggja það fyrir næsta þjóðrækn-
iáþing til endanlegra úrslita.
Kosning embættismanna
Þessir voru kosnir embættis-
menn félagsins fyrir yfirstand-
andi starfsár:
Forseti: Dr. Richard Beck
Vara-forseti: Séra Valdimar J.
Eylands
Ritari: Séra Halldór E. Johnson
Vara-iritari: Jón Ásgeirsson
Féhirðir: Grettir L. Jóhannson
ræðismaður
Vara-féhirðir: Séra Egill H. Fáf-
nis
Fjármálaritari: Guðmann Levy
Vara-fjármálaritari: Árni G.
Eggertson, K.C.
Skjalavörður: Ólafur Pétursson
Endurskoðendur voru kosnir
þeir Steindór Jakobsson og Jó-
hann T. Beck, en í útnefningar-
nefnd hlutu kosningu Sigurður
W. Melsted, Hjálmar Gíslason og
Guðmundur Eyford.
MINNINGARORÐ . hafna, en þolinn og þrautseigur ÆFIMINNING
er hann var genginn að verki.
Var hann því talinn góður liðs-1
maður að hverju sem hann vann.
Hinn 16. maí s. 1. andaðist á
Misericordia sjúkrahúsinu í
Hann var trésmiður góður af Winnipeg, Man., Albert Björg-
manni sem aðeins hafði lært af vin Johnson. Hann var fæddur
æfingu, laginn og athugull við 14. apríl 1911. Foreldrar hans
alla vinnu. j voru hjónin Sigurjón og Guðrún
j Fátækur var hann alla æfi, Johnson í Odda í Árnesbygð.
enda var hann örlyndur og hjálp-. Sigurjón dó árið 1925, og bjó
samur um efni fram. Að sönnu ekkja hans áfram á landi þeirra
átti kona hans nokkrar eignir með börnum sínum, og þar ólst
fyrir jörð er hún seldi heima á Albert sál. upp. Árið 1928 misti
Islandi, en þeir peningar munu hann heilsuna, fékk lömunar-
hafa eyðst að mestu árin sem veikina, sem svo mörgu ungu
þau dvöldu í Winnipeg, því oft: fólki hefir skæð orðið í þessu
Sigurður Sigurðsson frá Húsey
Góðar bækur
Icelandic Grammar, Text, Glos-
sary, Dr. Stefán Einarsson,
(bandi) ------------- „$8.50
Björninn úr Bjarmalandi,
Þ. Þ. Þ. (óbundin) -----$2.50
(bandi) ----------------$3.25
Hunangsflugur, G. J. Guttorms-
son, (bandi) —,--------—$1.50
Úr útlegð, J. S. frá Kaldbak,
(óbundið) -------------- 2.00
(bandi) -------------- 2.75
Fimm einsönglög, Sig. Þórðar-
son (heft) -------------$1.50
Björnsson’s Book Store
702 Sargent Ave. — Winnipeg
★ ★ *
VIÐ KVIÐSLITI
Til linunar, bóta og styrktar
•eynið nýju umbúðírnar, teyju-
lausar. Stál og sprotalausar. —
Skrifið: Smith Manfg. Company,
Dept, 160, Preston, Ont.
Hann var fæddur í Hólshjá-
leigu í Hjaltastaðaþinghá 2. maí
1859. Faðir hans var Sigurður j
Jóhannesson, Árnasonar Eyfirð-!
ingaskálds, Jónssonar. Lengrai
verður sú ætt ekki rakin hér, en
Árni mun hafa flutst ungur aust-
ur á Fljótsdalshérað, og dvalið
þar um lengri eða skemri tíma.
Kona Sigurðar Jóhannessonar,
móðir Sigurðar yngra, var Sig-
ríður Jónsdóttir, bónda í Gagn-
stöð í Hjaltastaðaþinghá Stef-
ánssonar.
Faðir Sigurðar bjó í Hólshjá-
leigu; hann var gleðimaður og
hagmæltur vel sem faðir hans
og afi, og vel viti borinn. Skrif-
ari var hann ágætur og hagur á
alt er hann lagði hendur að.
Þegar hann var um tvítugt misti
hann báða fætur um öklalið.
Var það afleiðing af illri aðbúð
er hann lá þungt haldinn í tauga-
veiki. Eftir það gekk hann æ-
tíð á hnjánum, en vann þó flest
verk sem heilfættur væri. Hann
varð úti um hávetur 1859 í of-
viðri, milli Hólshjáleigu og Víða-
staða. Þá var Sigurður yngri
ekki fæddur. Hann fæddist 2.
maí sama ár sem áður er getið.
Hann var tekinn til fósturs
viku gamall af ömmusystur
sinni Helgu Jónsdóttur, ekkju
eftir Halla bónda á Nefbjarnar-
stöðum, Jónssonar bónda í
Tungu í Fáskrúðsfirði, Björns-
sonar prests á Stað í Stöðvar-
firði, Hallssonar. Tíu ára gam-
all fluttist Sigurður að Húsey
með Birni frænda sínum, og ólst
þar upp til fullorðins ára. Taldi
hann þar jafnan heimili sitt
meðan hann dvaldi á Islandi.
Sigurður gerðist lausamaður
þegar hann var fullþroskaður og
vann þá ýmist að smíðum eða
við sjómensku um nokkur úr. Á
þeim árum kyntist hann Járn-
gerði, sem síðar varð kona hans.
Hún er Eiríksdóttir bónda í
Kverkártungu á Langanesströnd
Guttormssonar, en systir Stef-
áns Eiríkssonar skálds og þeirra
bræðra; hún er fædd 1872. Þau
fluttust vestur um haf 1891 og
giftust ári síðar í Winnipeg. Þar
dvöldu þau til 1899, en þá flutt-
ust þau til Nýja íslands og tóku
land nærri því sem nú er Win-
nipeg Beach og bjuggu þar 21 ár.
Þá seldi hann land sitt en keypti
land við Poplar Park, P.O., og
bjó þar í 14 ár. Þá hætti hann
búskap, seldi land sitt en dvaldi
hjá börnum sínum eftir það en
lifði þá af eigin efnum til þess
síðasta.
Þeim hjónum varð 10 barna
auðið, af þeim eru 6 enn á lífi:
1. Helga, gift Kristjáni H. Is-
fjörð í New Westminster; 2. Þor-
björg, gift hérlendum manni í
Vancouver; 3. Þórunn, gift Hall
dóri Johnson í Vancouver; 4.
John, giftur hérlendri konu; 5
Kristján, giftur hérlendri konu
í Poplar Park; 6. Björn, bóndi
við Gimli, Man., giftur Hildi
Holm.
Sigurður var mikill maður
vexti, og þreklega bygður, enda
var talsvert meir en meðalmaður
að burðum. En það var eins og
fleira í háttum hans að hann
hafði ekki atgerfi sína til sýnis.
Hann var ekki f jörmaður eða á
hlaupamaður til vinnu eða at-
var þá lítið um vinnu.
Ekki naut Sigurður mentunar
í æsku fremur en flestir bænda-
synir á þeim árum. En hann
var fróðleiksfús og las allar þær
fræðibækur er hann kom hönd-
um á. Hann var vel viti borinn
þótt ekki væri hann bráðskarp-
ur. Hann las með áhuga og
mundi furðu vel það er hann las
og hafði þess því meiri not, en
flestir aðrir. Hann var glað-
lyndur og skemtinn í viðræðu.
Bjartsýnn og tók öllum örðug-
leikum með jafnaðargeði. Skap-
lyndi hans og gáfnafar, var í
góðu samræmi við athafnir hans,
og fáa hygg eg hafi séð ihann
skifta skapi. Oft var hann seinn
til að láta skoðun sína í ljósi um
menn eða málefni, en væri hann
búinn að mynda sér fasta skoður.
þá varði hann vel með stillingu
og rökfærslu. Hann var trygg-
ur vinur vina sinna, en sann-
gjarn í garð andstæðinga sinna,
og hataði allar öfgar og rang-
færslur. Engum vildi hann
rangt gert og fáa hef eg þekt
eins áreiðanlega til orða og verka
sem hann. Hann var vinsæll og
hafði hvers manns traust og
hylli, sem kyntist honum vel.
Sigurður var hraustmenni,
heilsugóður alla æfi, og bar vel
ellina. Hann fluttist vestur að
Kyrrahafi síðastliðið haust, því
þangað voru börn hans flest far-
in. — En kona hans var þangað
flutt þrem árum áður, sér til
lieilsubótar, með góðum árangri.
Þau dvöldu hjá dóttur sinni og
Helgu ísfjörð og manni hennar.
Þar lézt Sigurður 12. júní s. 1.
eftir stutta legu. — Með Sigurði
er til grafar genginn einn af
okkar ram-íslenzku bændum. —
Hann hafði mörg einkenni hinna
fornu íslendinga, sem sögurnar
okkar lýsa svo að þeir voru:
“dulir í skapi, en drengir góðir”.
Mættum við ætíð eignast sem
flesta þeim mannkostum búna.
Guðm. Jónsson frá Húsey
sakna hans, en sárastur harmur
er samt kveðinn að móður hans,
með fárra mánaða millibili
er
hefir orðið að sjá á bak tveimur
sonum. Mesta huggun hennar
er sú, að þeir voru báðir nýtir
menn og heiðarlegir, sem gátu
sér góðan orðstír.
E. J. Melan
ATHUGASEMD
við grein Jónasar Pálssonar á
7. síðu þessa tölublaðs.
Heimskringla á Islandi
Herra Björn Guðmundsson,
Reynimel 52, Reykjavík, hefir
aðalumboð fyrir Heimskringlu á
Islandi. Eru menn beðnir að
komast í samband við hann, við-
vikjandi áskriftar-gjöldum, og
einnig allir þeir sem gerast vilja
kaupendur hennar, hvar sem er
á landinu.
Hr. Guðmundsson er gjaldkeri
hjá Grænmetisverzlun ríkisins
og þessvegna mjög handhægt
fyrir borgarbúa að hitta hann
að máli.
* * *
“Brautin” II. árgangur
Nýkomin út. Fæst hjá útsölu-
mönnum víðsvegar. — Sjá um-
boðsmanna skrá á öðrum stað í
blaðinu. — Einnig hjá Björns-
sons Book Store, Winnipeg, og
P. S. Pálsson, 796 Banning St.,
Winnipeg. — Kostar aðeins $1.
Mikið stærra rit heldur en I. ár-
gangur. Tryggið yður eintak
með því að kaupa strax.
* * *
Heimskringla er til sölu hjá
hr. bóksala Árna Bjarnarsyni,
Akureyri, Island.
★ ★ *
Kaupi
Neðanmálssögur “Heims-
kringlu” og “Lögbergs”. Verða
að vera heilar. Má ekki vanta
titilblaðið.
Björnsson’s Book Store
702 Sargent Ave., Winnipeg
fylki, sem víðar um heim.
Albert heitinn lá lengi þungt
haldinn, en náði sér smátt og
smátt, svo að hann gat haft fóta-
vist, en alla æfi bar hann menjar
þessarar veiki, en þrátt fyrir
það, var hann ætíð eitthvað að
starfa á heimilinu.
Þrátt fyrir það að hann var
svona fatlaður misti hann eigi
kjarkinn né starfslöngunina. —
Hann reyndi margt, svo sem ali-
fugla- og loðdýrarækt, og gekk
það vel, því að hann var ná-
kvæmur við alt, sem hann gerði,
og reyndi að kynna sér reynslu
annara eftir fremsta megni. —
Skólanám sitt, sem hafði fallið
niður er hann veiktist, bætti
hann upp með því að læra
heima, og varð allvel að sér.
Einnig lagði hann stund á hljóm-
list og lék á mörg hljóðfæri. Fyr•
ir nokkrum árum tók hann að
nema gullsmíði, og gekk það vel,
því að hann var listfengur mjög
og ötull við það eins og annað.,
Hefir hann þessi síðustu ár unn- j
ið við gullsmíði í Winnipeg, þar
veiktist hann s. 1. vor, leiddi sú
veiki hann til dauða, hinn 16. maí
s. 1. Hann var jarðaður frá
Samfoandskrikjunni í Árnesi, og
lagður til hvíldar í grafreit Ár-
nes bygðar.
Æfi þessa unga manns varð
ekki löng, en hún var oft örðug.
Það er þungt hlutskifti að verða
farlama, þegar vonir og fram-
sóknarlþrá æskunnar brennur
sem bjartast í brjósti manns. En
það varð hlutskifti Alberts sál.
Mörg þau sund, er hugur hans
sá standa opin meðan heilsan
vanst, lokuðust honum með öllu,
er hann misti hana. En líf hans
var samt þannig, að það getur
verið til fyrirmyndar. Það sýn-
ir oss fyrst og fremst mátt vilj-
ans, er sigrar hindranir og örð-
ugleika líkamlegs heilsuleysis.
Framsóknarhug, er eigi lætur
fougast af örðugleikunum, en
leitar að nýjum leiðum, þegar
aðrar lokast, og finnur lausn
hinna margvíslegu vandamála,
sem ætíð verða á leið manns, en
gerast svo knýjandi þeim, sem
þrá að vera sjálfstæðir, en eru
sakir vanheilsu bundnir í báða
skó.
Enginn, sem þekti þennan
unga mann, gleymir hinni hug-
rökku baráttu hans, hinni vin-
gjarnlegu framkomu hans og
hversu rólega hann tók þessu
mótlæti sínu. Ef spurt er hvað-
an honum kom þessi styrkur, þá |
er vafalaust, að svarið finst í ætt
hans og umhverfi og lífslóð. —
Foreldrarhans, Sigurjón og Guð-
rún, voru framúrskarandi dug-
leg og góð hjón. Stjálfstæð,
framsóknardjörf og mannúðleg.
Þau brýndu fyrir börnum sínum
þýðingu iðjusemi og mentunar,
og komu þeim til menta hverju
af öðru. Tvær dætur þeirra eru
kennarar, tveir synir þeirra hafa
náð hinum hæstu mentastigum
og skipa þýðingarmiklar stöður
í þjóðfélaginu. Albert heitinn
var þannig skapi farinn, að hann
vildi verða nýtur maður og sjálf-
stæður, og var það. Á hinni
örðugu leið vanheilsunnar, naut
hann styrks góðrar móður og
systkina, sem hvöttu hann í
fyrirtækjum hans og báru byrð-
ina með honum.
í framkomu sinni og breytni
var Albert sál. hæglátur og prúð-
mannlegur. Hann var félags-
lyndur og átti marga vini, sem
Heimskringla vill gera ' at-
hugasemd, við þessa grein J.
P. sem aðrar. Ætti ekki mikið
á móti því að vera frá hálfu J. P.
þar sem slíkar athugasemdir eru
það bezta sem ritstj. Hkr. hefir
skrifað, að hans dómi.
Um ritvillurnar, sem þú byrj-
ar á, fer þú rangt með. Setjirðu
upp betri gleraugun þín og lesir
handrit þitt vel, muntu sjá að
Hkr. fór með rétt mál í síðustu
athugasemd sinni. Það er því
ekki sá hluti greinar þinnar, sem
þessari athugsemd veldur. Þú
teflir þar á, að geta haldið fram
röngu máli gegn betri vitund
og eg ætla ekki að fara neitt til
að reyna að snotra þig fyrir það.
1 öðru lagi eru aðfinslur þínar
við blaðið Hkr. að hún sé að tapa
lesendum fyrir að flytja ekkert
að gagni, nema líklega það, sem
frá þínum penna kemur. Á eg
að vera svo hreinskilinn, að
segja þér að Heimskringlu hafa
ekki aukist vinsældir fyrir síð-
ustu skrif þín. Þær hafa ekki
orðið neinn veggur undir vesöld
hennar. Auk þess grípur þú til
þess, er mörgum hættir við, ef
eitthvað er sagt í blaði, sem þeir
eru ekki sammála um, að minna
á áskriftargjaldið. Hkr. heldur
því sama fram við þig og aðra í
því efni, að það breytir í engu
hvaða skoðanir hún flytur, álíti
hún þær réttmætar. Þú berð
henni á brýn afturhald í stjórn-
málum og trúmálum. Hvað trú-
mál áhrærir, heldur hún fram
hinni frjálsustu stefnu, er nokk-
urt íslenzkt blað hefir boðað
Að bregða henni þar um aftur-
hald, er henni alveg nýtt.
Hvað stjórnmálin áhrærir,
hefir hún haldið fram af ritstjór-
ans hálfu, beinni löggjöf í grein-
um sínum og gerir það af ein-
lægri sannfæringu hans um, að
þjóðfélög heimsins öðlist aldrei
fullkomið stjórnmálalegt lýð-
ræði og frelsi án þess. Eg veit
ekki til að önnur blöð hér hafi
gengið lengra í frjálslyndi en
það. Blaðið hefir ennfremur
birt athugasemdalaust aðsendar
greinar um C.C.F., Social Credit,
liberalisma, conservative-isma
og kommúnisma. Allar
þessar stefnur bág við beina lög-
gjöf, en hafa samt verið birtar,
sem ekki var nema sjálfsagt, ef
sæmilegar voru að frágangi. Að
lesendur hafi metið þetta vitum
vér af því, að þeim hefir ekki
fækkað eins og þú gefur í skyn,
hvaðan sem þú hefir það, og að
j minsta kosti ekki neitt í híut-
falli við það, sem þeim er ís-
lenzku lesa, hefir fækkað á síð-
ustu 20 árum. Það er og lítil
hagsvon í því fyrir blaðið, ef þú
átt með ummælum þínum við,
að þú sért að vinna því gagr., að
dreifa öðru eins rugli út um það,
eins og í grein þinni er gert.
Jónas Pálsson vill ekkert með
kirkju- eða félagsmál hafa í
blöðunum. Það er ekkj gott að
skilja hvað það mundi efla hag
íslenzkunnar hér vestra, að sinna
ekkert íslenzkum félagsmálum.
Það er innan íslenzkra félaga og
kirkna, sem blöðin hafa mikla
stoð, og það er ekki lítið því að
þakka, að þau geta enn komið út
í hverri viku á íslenzku, en
þurfa ekki að koma aðra vikuna
á ensku. En þeir eru fleiri, sem
á þessum sjálfbirgingshætti hér
suða, en Jónas, að við verðum
þeim mun betri Islendingar, sem
við losum okkur fyr og algerast
við íslenzkt félagslíf.
FJÆR OG NÆR
Séra Rúnólfur Marteinsson og
frú eru nú alflutt hingað til
Winnipeg frá Vancouver, B. C.,
þar sem þau hafa búið í nokkur
undanfarin ár. Heimili þeirra
hér í bæ er að 800 Lipton St.
Símanúmer þeirra er 28 168.
★ ★ ★
Nýjar bækur
sem allir þurfa að lesa
BRAUTIN, ársrit Hins Sam-
einaða Kirkjufélags íslendinga í
Norður Ameríku. II. árg. 120
blaðsíður í Eimreiðarbroti. —
Fræðandi og skemtilegt rit. —
Verð ________________$1.00
“ÚR ÚTLEGД, ljóðmæli eft-
ir Jónas Stefánsson frá Kaldbak.
Vönduð útgáfa með mynd af höf-
undi. Góð bók, sem vestur-ís-
lenzkir bókamenn mega ekki
vera án. Bókin er 166 blaðsíður
í stóru broti. Verð__$2.00
BJÖRNINN ÚR BJARMA-
LANDI, Þ. Þ. Þ., í bandi $3.25,
óbundin $2.50.
FERÐAHUGLEIÐINGAR eft-
ir Soffanías Thorkelsson, í tveim
bindum, með yfir 200 myndum.
Bæði bindin á $7.00.
HUNANGSFLUGUR, eftir
Guttorm J. Guttormsson. Kostar
aðeins $1.50 í bandi. Fæst nú i
BJÖRNSSONS BOOK STORE
ríða'1702 Sargent Ave. Winnipeg
MUSIC
Tólf sönglög, Friðrik Bjarnason $
Sex sönglög, Friðrik Bjarnason_________7________
Tvö kvæði, St. G. St., Jón Laxdal ___________
Að Lögbergi, Sigfús Einarsson _ _______________
Til Fánans, Sigtfús Einarsson________________
Jónas Hallgrímsson, Sigtfús Einarsson
Pétur Guðjónssen, Sigfús Einarsson______________
Fáninn, Sveinbjörn Sveinbjörnsson
Now is the North of Maying, Sv. Sveinbjörnsson
Up in the North, Sveinbj. Sveinbjörnsson ______
Þrjú sönglög, Bjarni Þorsteinsson
.35
.35
.35
.35
.35
.35
.35
.35
.35
.35
.35
Bjarkamál, Bjarni Þorsteinsson __________________ .35
Huginn^F. H. Jónasson _________________________ .35
Þrjú sönglög, Hallgr. Jónsson ___________________ .35
Serenata, Björgvin Guðmundsson___________________ .35
Passíusálmar með nótum _________________________ 1.60
Harmonia, Br. Þorláksson ________________________ .50
Söngbók ungtemplara, Jón Laxdal _________________ .35
Skólasöngbókin II., Pétur Lárusson_______________ .25
Suðurnesjamenn, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur____ .35
Þrá, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur ______________ .30
Máninn, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur ___________ .50
Kaldalóns þankar, Sigv. S. Kaldalóns, Piano _____ .35
Þótt þú langförull legðir, Sigv. S. Kaldalóns, Eins.__ .25
14 sönglög, Gunnsteinn Eyjólfsson ______________ 1.25
Ljósálfar, Jón Friðtfinnsson ____________________ 1.50
5 einsöngslög, (mneð ísl. og enskum texta) Sig. Þórð. 1.50
BJÖRNSSON’S B00K STORE
702 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN.