Heimskringla - 29.08.1945, Side 2

Heimskringla - 29.08.1945, Side 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. ÁGÚST 1945 Til Jónasar Pálssonar (Fyrsta ríma) Kæri vinur: Kem eg enn Og krúnka á skjáinn. Léttan hristi ljóða belginn Lofirðu mér að vaða elginn. Finn eg mína fyrstu skyldu Að færa þakkir — Þó að okkar fækki fundir — Fyrir margar skemti stundir. Þó eg aki annan veg 1 ýmsum greinum. Ánægja var augum mínum Alt sem kom frá penna þínum. Mig þó skorti hetju-hug að hasla velli Virði eg meir en vambar fylli Vopnfimi og orða snilli. Mér var ekki ment sú léð að miðla skjalli, Heiðra eg þann sem heldur velli Hiklaust fram í bleika elli. Ýmsum finst að gletnin góða geðið yngi. Hljóma láttu hátt og lengi Hörpu þinnar gleði strengi. Mæli eg um, þú megir lengi á móti vindum Sigla heill með seglum þöndum, Sól í geði og mátt í höndum. Túðesen E.S. (Verði eg ekki veginn fyrir veturnætur, Vona eg heitt, og verið getur vinur, að eg geri betur.) — T. MTJÁNDA ÁRSÞING Sambands íslenzkra Frjáls- trúar Kvenfélaga í Vesturheimi. Þingið var sett af forseta, Mrs. E. J. Melan, laugardaginn 30. júní 1945, í Sambandskirkjunni í Árborg, Man., kl. 9.30 f.h. Full- trúar á þingið voru: Frá Winnipeg: Mrs. J. Ás- gerisson, Mrs. B. E. Johnson. Frá Ámesi: Mrs. Th. Peterson. Frá Árborg: Mrs. H. von Ren- esse, Mrs. S. O. Odleifson. Frá Oak Point: Mrs. G. Árna- son. Frá Gimli: Mrs. G. Benson. Frá Riverton: Mrs. H. Thor- vardarson. Frá Piney: Mrs. S. M. Lawson. Frá Lundar: Mrs. G. Árnason. Þingsetning hófst með því að sunginn var sálmur eftir Lárus Nordal, og þar næst flutti séra Philip M. Pétursson bæn. Að þvf búnu flutti forseti ávarp, sem hér fylgir: ÁVARP FORSETA Sambands tslenzkra Frjálstrúar Kvenfélaga í N. A. Kæru fulltrúar og gestir: í nafni kvennasambandsins býð eg yður allar velkomnar á þetta þing, og þakka ykkur fyrir, að hafa lagt fram tíma og ferða- lag til að sækja það og sitja. Sú er ósk mín, og eg veit að það er ykkar ósk, að þetta þing megi verða ánægjulegt og um- fram alt gagnleg^ því málefni, sem það er helgað. Við komum saman í dag í innilegu þakklæti, að hin mikla styrjöld er nú loksins á enda í Evrópu, og með helgri lotningu minnustum við hinna látnu. Vér biðjum guð að styrkja og hugga alla þá, sem sorgin hefir heim- sótt, og einnig vernda þá sem enn eru í hættu og voða. Það hefir verið venja undan- farandi ára, að minnast starfs hins liðna tíma'bils í inngangs- orðum eins og þessum; á sú skýrsla að sýna hvað stjórnar- nefnd og félög hafa afrekað á liðnu ári, og hversu hin gerða áætlun síðasta þings hefir verið framkvæmd. Þegar eg geri það á þessari stundu finn eg til þess, að eg get ekki lýst neinum stórsigrum, eða afreksverkum á hinu liðna ári, sem láta dátt í eyrum. En eg vildi mega minna yður á það, að það er sjaldnast, að þetta sé hægt. Öll starfsemi felst í smá- atriðum, venjulegum störfum, sem þarf að ljúka vegna þess að þau eru nauðsynleg. Þótt þau séu eigi í fljótu bili glæsilegir sigrar á neinu sviði, þá eru þau engu síður sá efniviður, sem fé- lagskapurinn er reistur úr, og byggist á. Þessi atriði í starfi kvenfélaganna eru mörg og mjög erfið. Þau segja frá fyrirhöfn, vinnu og fórnfýsi þreyttra hahda, sem oft gefa hvíldar- stundirnar, eða þær stundir, sem ættu að vera hvíldarstundir í þágu félagsskaparins, til að safna fé, svo að félagsskapurinn geti fylgt stefnuskrá sinni, til að halda fundi og gera ákvarðanir um nauðsynleg mál, til að styrkja þau atriði sem þarf að styrkja, og fyrir það gera til- veru sjálfra vor og annara betri. Fá orð lýsa eigi öllum þessum atriðum, og eg veit að eg þarf ekki að lýsa þeim fyrir yður. Þið þekkið það sjálfar. Mikið fremur langar mig til að leitast við að minna yður á þetla, að öll þessi smáatriði eru ef til vill, og mér er óhætt að segja, miklu þýðingarmeiri, en þótt við gætum á þessari stund bent á fáein atriði, sem eru áberandi, en ættu egi rætur sínar að rekja til langrar keðju af störfum og fyrirhöfn, sem eru unnin að á- kveðnu markmiði og flytur starfsfólkið að markinu, sem það ætlar að ná. Skýrslur þær, sem mér hafa borist frá kvenfélögunum bera með sér, að þau hafa öll starfað mikið á árinu, og hafa með því starfi styrkt þessi atriði: söfnuð- ina, kvennasambandið, sunnu- dagaskólana, rauða krossinn, Sumarheimilið, Good Neighbors Club, hermanna böggla, sálu- hjálparherinn, Dental Clinic, sjúkrahús bæjarins og skólamál. Þetta sýnir að í mörg horn hefir þurft að líta, og að kraft- arnir eru þar af leiðandi all dreifðir. Sakir ófriðarins hefir þetta þurft að vera svo. En í framtíðinni er það auðséð hversu nauðsynlegt það er, að íihuga og leggja réttan dóm á, hvar þörfin er mest, og hvernig henni skuli svarað af kvenfélögunum. Fé- lagsskapurinn má ekki veirða ein- tóm vinna er miðar að því ein- göngu að ná inn fé í þeim til- gangi að styrkja þetta og hitt. Það þarf fyrst og fremst að gera félagsskapinn aðlaðandi, svo að meðlimatalan aukist og hver einstaklingur finni, að hann hef- ir gleði og gagn af að vera í hon- um. Þetta hefir verið reynt. 1 þeim tilgangi hafa kvenfélögin haft tilraunir til samvinnu og sam- funda. Kvenfélög hafa verið heimsótt. Eg hefi ásamt Mrs. Björnson, sem er director frá General Alliance, heimsótt Oak Point og Lundar. Hún hefir heimsótt kvenfélögin í Winni- peg og Gimli. Sameiginlegur fundur var haldinn í Árnesi af konum kvenfélaganna í Nýja ls- landi. Einnig hefir Mrs. Björn- son ferðast víðar, og mun hún skýra frekar frá þessu starfi í skýrslu sinni. Af þessu hefir verið of lítið gert á árinu, en þess ber að gæta hvernig tímarnir eru. Flestir eru önnum kafnir, eða finst að þeir séu það, og auk þess hafa ferðalög verið miklum örðugleik- um háð, vonandi er, að þetta lagist í framtíðinni, og meiri á- herlza verði lögð á þetta atriði. Hvað starf Sambandsins snert- ir á liðnu ári þá eru þetta helztu atriðin. 1 síðast liðnum geptember- mánuði var heiðurssamsæti hald- ið Mrs. -S. E. Björnson, fyrver- andi forseta Sambandsins, og var hún gerð að æfifélaga í Gen- eral Alliance, í þakklætisskyni fjrrir hennar mikla starf í þágu kvenfélagsmálanna. — Samsæti þetta sátu um 60 konur frá flest- um Samöandskvenfélögunum. Einnig voru þar konur úr enska kvenfélaginu. Var þessi veizla bæði vegleg og skemtileg. Stóð Mrs. J. B. Skaptason, vara-for- seti Sambandsins, fyrir henni. Sumahheimilið var starfrækt að venju á liðnu ári með sama máta og að undanförnu. Það hefir eins og áður, notið vin- sælda almennings, og borist drengileg hjálp frá mörgum. — Sérstaklega viljum vér minnast hinnar höfðinglegu gjafar Mr. Ketils heitins Valgarðssonar, er arfleiddi heimilið að $500. Auk þess hafa sum kvenfélögin stutt heimilið og önnur haft samkom- ur til styrktar því. v Stjórnarnefnd Sumarheimil- isins hefir haft fundi á árinu eins oft og þurfa þótti, og yfir höfuð sýnt lofsverðan áhuga í því að gegna starfinu vel og trú- lega. Eitt af aðal málum, sem þing- ið fól framkvæmdarnefndinni á síðasta þingi var það, að endur- skoða lögin, svo hægt yrði að löggilda félagsskapinn. Hafa nefndarkonur íhugað það mál ítarlega og hafa reynt að undir- búa það eins vel og þeim er unt. Miss Margrét Pétursson hefir fyrir hönd nefndarinnar ráðfært sig við lögmenn þessu viðvíkj- andi og hefir haft mikla vinnu í sambandi við þetta mál. Annað verk, sem nefndinni var falið, var að vélrita alla fundargerninga félagsins. Og er það verk langt komið. Hefir Miss Pétursson annast það. Á þessu ári hefir Sambandið byrjað nýtt fyrirtæki. Það hef- ir komið á fót “travelling libr- ary”. Nefndin keypti 9 ágætis bækur, sem sendar hafa verið til kvenfélaganna, auk þess voru því gefnar um 20 góðar bækur af General Alliance, og var þeim bætt við þær 9 sem keyptar voru. Eins og síðastliðið ár, hefir kirkjufélagið gefið út ársritið “Brautin”. Af því hefir Sam- bandið hluta, og höfum við verið svo hepnar að Mrs. Gósli John- son er ritstjóri að þeim hluta ritsins fyrir okkar hönd. Oss er öllum ljóst, hversu mikil hepni þetta er fyrir Samibandið, og er eg í engum vafa um, að ritið verður okkur til mikils gagns og ánægju. Þegar vér stöndum á þessum áramótum og lítum yfir farinn veg, og reynum að sjá fram á hin óförnu slóð þessa komandi árs, þá skilst mér, að eitt sé nauð- synlegt fyrir félagsskap yorn, og það er þetta. Vér verðum að hafa það fast í huga að vér störf- um í ákveðnum tilgangi, og eig- um sameiginlegt áhugamál og aðal mál, sem vér verðum að setja hæst og sameinast um, sem við verðum að gera áætlanir um og fylgja í framtíðinni. Þetta aðal mál kirkjulegra kvenfélaga, er frjáls kristindómur. Hann er aðal málefni okkar, á þeim grundvelli eru kvenfélögin stofnuð og nafnið, sem vér höf- um valið okkur felur þetta í sér. En það þarf meira en nafn. Frjálslyndur kristindómur verð- ur að gerast lifandi og starfandi máttur í lífi og tilverú félags- skaparins og þegar svo er orðið, fæst alt hitt sem þráin bendir til og óskirnar beinast að. Ef kristindómurinn er þýðing- armesta málefni okkar, sem við teljum vafalaust að sá, þá leiðir það af sjálfu sér, að fyrsta og síðasta hlutverk vort er að vinna að tilveru hans, innan félags- skaparins, og út á við. Mig langar til að benda á fá- ein atriði, sem mér finst að séu spor í áttina. Hvert kvenfélag ætti að byrja fundi sína með stuttri helgiat- höfn. Hver einasti meðlimur kvenfélaganna, ætti að verja eins miklum tíma og auðið væri, til að vinna að heill og gengi safnaðar síns. Sækja kirkjuna í bygðarlagi sínu. Leitast við að vekja áhuga barnanna að sækja sunnudagaskólana, leitast við að bæta og fegra sönginn í kirkjun- um, venja börnin að sækja kirkj- una og finna til þess, að þau heyra henni, og eru starfandi einstaklingar innan hennar. Hvar sem við lítum á tilver- una þá er eitt atriði, sem alstað- ar mætir vitund vorri og skiln- ingi. Það er skipulag, öll tilver- an er skipulögð, og engin manns- sál, og engin mannleg samtök geta sigrað sín vandamál, án þess að fylgja þessu dásamlega lögmáli tilverunnar. Þetta skipu- lag manna vinst bezt með því, að öllum aðilum sé ljóst til hvers, þeir séu að skipuleggja starf sitt og til hvers það sé. Kristindómurinn hefir æðstu hugsjón, sem mannkynið hefxr eignast og sagan sannar oss, að sú hugsjón hefir veitt æðstu hamingju á þessari jörð öllum þeim, sem gátu höndlað hana. Ennfremur er hún æðsta trygg- ing alls þess sem mennirnir elska og lifa fyrir, þrá og vona, en hún This series of advertisements is taken from the booklet “Baek to Civil Life”, published by and available on request to the Depart- ment of Veterans’ Affairs, Commercial Building, Winnipeg. Clip and file for reference. NO. 5 — WAR SERVICE GRATUITY (Continued) (a) BASIC GRATUITY The basic gratuity is calculated as follows: S7.50 for each 30 days service in the Western Hemisphere while enlisted or obliqated to serve without territorial limitations; S 15.00 for each 30 days of service overseas or in the Aleutian Islands. These rates are applicable to all ranks. (b) SUPPLEMENTARY GRATUITY The Supplementary gratuity is 7 days pay and allowances for every 6 monthe service overseas or in the Aleutian Islands or proportionately when the service includes periods of less than G months. Pay and allowances includes all pay and allowances which were being paid immediately prior to discharge, and in any event includes lodging and provision allowance in the case of a member of the Naval Forces and subsistence allowance in the case of a member of the Military or Air Forces at standard rates payable in Canada. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD128 rwv— , — bMI —■»— ■ jJF- * -a ■ I rætist ekki nema með samtökum í rétta átt. Hún er fyrst og fremst andlegt fyrirbrigði, og rætist fyrst og fremst í sál mannanna. “Ríki himnanna er hvorki her eða þar heldur hið innra með yður”. Til þess að geta gert félags- skapinn sigursælan, þurfum vér að muna eftir þessu þýðingar- mikla atriði að skipuleggja h’ann á andlegum grundvelli, á trú á kristindómshugsjónina og á vitsmunum og vilja, sem birt- ist í fyrirhyggju rétts og vitur- legs skipulags. Að endingu vil eg minnast þeirra félagssystra vorra, sem dáið hafa á sáðast liðnu ári. Þá fyrst Guðrúnar Borgford. Hún var mikilhæf kona, og vann með trú og trygð að þessum félags- skap meðan líf og heilsa entist. Einnig vil eg minnast Oddfríðar Johnson, þó hún, vegna heilsu- leysis seinustu ár æfinnar gæti ekki tekið starfandi þátt í félags- málum vorum, iþá vann hún vel að þeim á yngri árum, og fylgd- ist einlægt með störfum vorum með áhuga og velvilja. Hún unni öllum frjálsum og fögrum hug- sjónum. Eg vil biðja ykkur að standa á fætur og í þögulli bæri minnast þessara systra vorra, og allra þeirra sem hafa fallið og dáið í félagsskap vorum þetta liðna ár. Þá vil eg setja þetta 19. þing Sambands frjálstrúar Kvenfé- laga í Norður Ameríku, og biðja ykkur að taka til starfa. Ólafía J. Melan Mirs. S. E. Björnsson, forseti Ar- borgar kvenfélagsins, bauð full- trúa og gesti velkomna. Hún lýsti ánægju sinni yfir því að próf. Ásmundur Guðmundsson og cand. theol. Pétur Sigurgeirs- son ætluðu að sitja þingið. Framh. BRÉ F Wynyard, 21. ág. 1945 Herra ritstjóri Hkr., Kæri herra: Mér datt í hug að ske kynni að fleiri en eg af eldri íslending- um hér vestra kynnu að hafa skemtun af vel kveðnum fer- hendum og sendi þér því þessar vísur, er eg fékk með bréfi að heiman fyrir nokkru. — Mér þykir gott til þess að vita að al- þýðu kveðskapurinn er ekki al- dauður enn þar heima, og að ferhendurnar eru enn í heiðri hafðar. Krókárgerði er eyðibýli undir Öxnadalsheiði, fremst í Norður- árdal í Skagafjarðasrsýslu. Var búið þar fram yfir aldamótin síðustu, en þá var kotið lagt undir Silfrastaðaafrétt. Höfund- ur þessara vísna er Ólína Jónas- dóttir, Hallgrímssonar og Þór- eyjar Magnúsdóttur er lengi bjuggu á Fremrikotum, næsta bæ við Krókárgerði, litlu neðar í dalnum. Eru vísur Ólínu löngu orðnar héraðsfleygar, og enda víðar. Hefir hún búið á Sauðár- króki um mörg ár við bilaða heilsu, lungnaberkla, og lítil föng. Á sextugs afmæli hennar s. 1. vor sæmdu héraðsibúar hana með margmennri heimsókn og fégjöf- um, og Skagfirðingar búsettir í Reykjavík sendu henni höfðing- lega fjárgjöf í viðurkenningar- skyni fyrir vísur hennar. Þinn einl., M. Jónasson KRÓKARGERÐI Auðna’ og þróttur oft má sjá Eru fljótt á þrotum. Gaktu hljótt um garða hjá Gömlum tóftarbrotum. Rústin geymir gömul spor, Gengin um heimaslóðir. Áhrif streyma enn til vor, Andar á sveimi hljóðir. Lagst í eyði löngu er, Litla heiðarkotið. Fyr á leiðum hafa hér Hugir þreið og notið. Orpin sandi í eyðiró, Eru handaverkin. ófrjótt land, en eftir þó Enn þá standa merkin. Orðin smá er þessi þxist, Þar á lágum bala. En töðustrá við stekkjarrúst Og steinar gráir tala. Hér var þrátt með þreki og raun Þreytt við máttarvöldin. Fjalls í átt, við urð og braun Oft var smátt um gjöldin. Dimmum slóðum dalsins á Dagar hljóðir runnu. En sögu og ljóða lestri frá Ljósar glóðir brunnu. Háð var stríð við hretin köld, Hugarkvíða magnað. Eftir hríð og vetrarvöld Vori blíðu fagnað. Vakti gróður, vöxt og þrá, Vorið góða bjarta. Milt sem óður ástar, frá, Ungu móðurhjarta. Kraftur ól á kyngi þors, Kærust sólin bjargar. Hér í skjóli vörmu vors Vonir fólust maf'gar. Gafst hér ró sem inst í önd Unun nóga leiddi. Heim í gróin heiðalönd Hugann dró og seiddi. — Sinni þröngu klettakró, Króká söng í næði: Leiddist öngum er hér bjó, Öll þau löngu kvæði. Myndir hreinar hjúpast frið— Hugar-leynum orna: Hér var einatt hinkrað við Hestasteininn forna. Vínsins draup hér drjúgum tár, Djarft í kaup var slegið— Oft af raupað röskum klár, Rent úr staupi og hlegið. Lujpdin yngist. Lóan hér Ljóðin syngur hverjum. Alt í kringum kumlið er Krökt af lyngi og berjum. Hér í skjóli, hýr á brá, Hlýju fjólan nýtur. Kvíahólinn ofaná Enn þá sólin lítur. Treyst var lengi moldarmátt, Mátti engu hagga: Hugðu drengir hollan þrátt Heima fengin bagga. Fólkið þreytta flúið er, Fjalls úr skreytta salnum. MJinjum eytt að mestu hér, Margt er breytt í dalnum. Fornhelg kenning, farsæl þrátt, Fallin senn að grunni Skákar enn á ýmsan hátt, Ungu menningunni. Ólína Jónasdóttir —(Kveðið í ágúst 1944). Hér eru tvær vísur eftir Mag- nús Gíslason bónda á Vöglum i Blönduhlíð, hann er sonur Gísla sem bjó á Stóruökrum — Þær eru kveðnar fram á Öxnadals- heiði: Margan seiðir mann að ser, Mörkin breið og hálsar. Upp á heiðum eru mér Allar leiðir frjálsar. Vors er talar tungá á ný, Takast skal að sanna: — Lifnar falinn eldur í Æðum dalamanna. Síðasta vísan mín er þetta: Verð eg ung er vísnamál Vill á tungu flæða. Finn eg þunga þó í sál Þegar lungun blæða. Ólína Jónasdóttir

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.