Heimskringla


Heimskringla - 29.08.1945, Qupperneq 3

Heimskringla - 29.08.1945, Qupperneq 3
WINNIPEG, 29. ÁGÚST 1945 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA BRÓÐURMINNING ' «v : -r iH n Guðmundur Olson* látinn 7. sept. 1866—1. júlí 1945 Eins og getið var um í hér- lendu stórblöðunum í Winnipeg, dó hann á Grace sjúkralhúsinu þar í borginni árla morguns þ. 1. júlí s. 1. eftir all langvarandi vanheilsu. Hann var einn í tölu íslenzkra frumherja í Vestur- Canada, hafði verið hér í landi 67 ár. Kom til Manitoba 1878. Hann mun hafa verið fæddur í Geitdal í Skriðdal í Suður-Múla- sýslu 7. sept. 1866, var því 12 ára er hann kom til þessa lands. For- eldrar hans voru Eyjólfur Jóns- son Guðmundssonar fæddur á Halllbjarnarstöðum í skriðdal, og fyrri konu hans Guðrúnar Guð- mundsdóttir frá Geitdal. Móðir hans dó á íslandi en hann kom vestur með föður sínum og stjúpmóður, Sigurveigu Sigurð- ardóttir frá Vopnafirði. Guðm. ólst upp til fullorðins ára í Víðines-hygðinni í Nýja íslandi og reyndi súrt og sætt, og meira þó af því andstæða á fyrri árum, því fyrstu árin í Nýja Islandi var barátta upp á líf og dauða. Hann fór snemma að vinna, vann hjá bændum, við járnbrautarvinnu, við smíðar og fiskiveiðar o. fl. Um miðjan vetur 1888 giftist hann Gíslínu Gísladóttir fædd að Hóli í Köldukinn, var það fyrsta, eða ein sú fyrsta gifting sem séra Magnús Skaftason framkvæmdi eftir hann kom hér vestur. Þau áttu heima í Víðinesbygð- inni til vorsins 1892 að þau fluttu til Argyle. Þar og í Glenlboro- bæ, — lengst iþó í Glenboro — voru þau til 1900, þá fluttu þau aftur til Nýja Islands og settust að á Gimli, hafa þau síðan búið ýmist á Gimli, Selkirk, Victoria Beach og Winnipeg. Guðmundur var listhagur maður til handanna og ágætur smiður að náttúrufari eins og móður frændur hans á íslandi, sem sagt er að hafi lagt á alt gjörfa hönd. Æfistarf hans var smíðavinna. Var hugur hans og hjarta við það starf. Meðan hann var í Argyle stjórn- aði hann þréskivélum á haustin og þótti með beztu mönnum við það starf. Hann bygði fjölda húsa og bygginga um sína daga * Hann skrifaði sig jafnan Olson en við yngri systkinin skrifum okkur Oleson./ víðsvegar um þetta land, og meðal annars báðar kirkjurnar á Gimli, og sló hann aldrei slöku við vinnu. Hann var ágæt skytta, og var heppinn á dýra- veiðum í skógunum í Nýja Is- landi, og kom það oft að góðu haldi í harðærinu á frumbýlings- árunum. Hann var listaskrifarii á sínum yngri árum og skrifaði alla daga góða rithönd. Hann var skapmaður, en art- armaður með afbrigðum og gest-i risinn, en hann barst aldrei mik-i ið á. Það sem einkendi hann allra mest var listhæfni hans til allra verka og trúmenska hans við sín skyldustörf, og einnig stök snyrtimenska, var hann svo frá barnæsku, hann hafði óbeiti á öllu óhreinlæti og var vandlát- ur í þeim sökum. Hann var stál- sleginn í íslenzku og talaði jafn- an móðurmálið, og þó hann væri lítið í ísl. félagsskap, þá fylgdist hann með því sem ísl. var, keypti og las blöðin og íslenzkar bækur og var þar vel heima. Gíslína kona hans var honum tryggur ferðafélagi langa og erfiða leið. Hún kom til Nýja Islands með fyrsta hópnum, og þekti því vel eldraun frumherjalífsins, hún var stjúpdóttir Páls Bjarnasonar frá Kamhi í Ljósavatnshr., en sá Páll var bróðir Bjarna föður þeirra Boga ritstjóra og Páls í Vancouver og þeirra bræðra. — Móðir hennar hét Sigríður. — Gíslína er ágæt kona, bjartsýn og léttlynd, og ætíð hin sama í meðlæti og mótlæti, hún hefir verið góð móðir eins og hann var góður faðir. Syrgir hún nú mann sinn ásamt 4 dætrum og tveimur sonum, sem hafa verið foreldrum sínum góð og um- hyggjusöm börn. Þau eru hér talin: 1. Mrs. Helgi Benson, bjuggu lengi á Gimli, nú í Kil- donan, B. C.; 2. Mrs. B. Ander- son, Winnipeg, starfar hjá W. P. & T. B.; 3. Mrs. Oscar Paulson, Charleswood, Man.; 4. Mrs. L. G. Webb, Winnipeg; 5. Guðmundur Franklin, Victoria Beach, var í heimsstyrjöldinni fyrri og fór í gegnum margar orustur á Frakk- landi; 6. Arthur Eyjólfur, í þjón- ustu strætisvagnafélagsins í Winnipeg, var einnig í fyrra heimsstríðinu í herþjónustu, en var of ungur til að fara á vigvöll. Börnin eru öll myndarleg og vel gefin. Einnig syrgja góðan afa 17 barnabörn og ein 4 barna- barnaböirn. Tvær alsystur hans komu frá íslandi, Guðbjörg, gift J Árna J. Pálson Bjarnasonar, dá- in vestur á Kyrrahafsströnd í janúar 1908 og Svanhvít, dáin í sept. 1894 nálægt Glenboro, Man. Á lífi eru tvö hálfsystkin, Mrs. Guðrún S. Paulson, Glen- boro og undirritaður; dánir eru 2 hálfbræður er til aldurs kom- ust, Kristján Aðaljón, d. 22. marz 1937 og Halldór Tryggvi, dáinn 7. júní 1911. Jarðarförin fór fram frá út- fararstofu Bardals 4. júlí, að viðstöddum ástmennum hans og nokkrum vinum. Séra Rúnólfur Marteinsson flutti hugðnæm kveðjumál, af tilfinningu og skilningi. Fagrir blómkransar TIL Mr. og Mrs. Daníel Pétursson GIMLI, MAN. í tilefni af 50 ára hjónabandsafinæli þeirra í síðastliðnum júlí, 1945. Lag: Hvað er svo glatt, o. s. frv. Fimtíu ára samleið — það er saga, er sýnir margra þátta efnis völ. Þar er ljúft að líta suma daga, þá leiðin var sem skemtiferðar dvöl. Létt er lund þá leikur alt í lyndi, sem líti maður viðsýnt þroska svið', alt er þá sem auga vekur yndi, það er sem hvatning dagsins störfin við. Kæru hjón! Þið klufuð öldur harðar, sá kjarkur gjöf var ættlandinu frá. Það ætíð reynist, — öllu er mestu varðar, að einhuga sé stjórn ef höfn skal ná. Landnámsþættir þetta okkur segja, hvað þrekið vann á reynslustundum þeim, að velja um það, að duga eður deyja, var dómsorð,—val á þessum stefnum tveim.— Lífsglöð mættu leiðarinnar kjörum, þar leyndist aldrei gestrisin var lund; ætíð fanst á samræðunnar svörum, að sannarlega hugþekk slík var stund. Minningarnar munu hjónin geyma, í munarhögum, — Framnes smáu bygð, áður fyrri áttu þau þar heima, með óskir, vonir, gleði sína og hrygð. Gæfuleið er gæfumanna vegur, þau gæði, — heiðursviðurkenning sú, að hafa verið hugsjón nytsamlegur, til heilla ætíð störfum sínum trú. Verið glöð! — því ljóst nú litið fáið, þá ljúfu virðing, dætra og sonanna. Vissulega “Sigurfánann” sjáið, á “silfurhæðum” landsins vonanna! B. J. Hornf jörð skreyttu hans síðasta hvílurúm. Hann var lagður til hvíldar í Brookside grafreit. Þökk fyrir liðnu árin. Guð blessi minningu hans. G. J. Oleson FRÁ HINNI HLIÐINNI Það er þakkavert að Hkr. lýsir því yfir, að hún ætli að birta á- lit “smart aleka” — því að af þeim mun vera heil ”legion” — ef þeir fari ekki út fyrir takmörk heilbrigðrar skynsemi. — Þetta er sanngjarnlega sagt, og þó ekki nema hálfsagt. — Hvar eru tak- mörk heilbrigðrar skynsemi? Þá línu hefði Hkr. þurft að draga, til þess að komast að rótinni. “Smart alekar” líta svo á, að takmörk heilbrigðrar skynsemi séu engin. Eftir vitfirring, eyðilegging, grimd og heimsku síðustu ára, eru aðeins ein bjargráð eftir fyr- ir þjakað mannkyn, það er trúin á það, að takmörk heilíbrigðrar skynsemi séu engin. Og hlut- verk þeirrar trúar í framtíð, er að brjóta niður Kínamúra sýktr- ar skynsemi, og afmá þau tak- mörk, sem heilbrigðri skynsemi hefir ekki verið leyft að fara yfir. Þessa trú hafa “smart alekar”, og eftir straumhvörfum heims- málanna að dæma, er útlit fyrir að þeim verði að trú sinni. Að nokkru leyti ósjáHrátt, og á móti vilja sínum af knýjandi Aðalstræti Shanghai-borgar er nefnt er “Bund” nauðsyn óslandsins, eru leiðtog- ar heimsmálanna nú þegar farn- ir að leggja grundvöll að sam- eining þjóðanna, sem virðist belzta trygging fyrir því að heil- brigð skynsemi, verði ekki tjóðr- uð við takmarkahæl. — Annað tákn er nýja sprengjan, sem get- ur brent gufuhvolfið ofan af höfði jarðarninar og svift hana sjálfa og alla íbúa hennar, menn, dýr og jurtir lífi. Hún er líklega stærsti og raunhæfasti vottur þess að heilbrigð skynsemi fái áheyrn um að öll takmörk og form, sem skammsýnir menn hafa sett, og hafa orðið þessari jörð til eyðileggingar og ógæfu, verði að hverfa, svo að ekkert þjóðahatur hafi löngun til þess að hefna sín á annnari þjóð, þó að það kostaði hana sjálfa lífið um leið. Guðspekin, sem er eldri en vestræn menning og miklu djúp- úðgari — þó að vestræn menning líti niður á hana líkt og gálítill unglingur, sem þykist vita alt lítur niður á gamlan mann, þó að hann hafi hina verðmætu lífs- reynslu fram yfir hann — segir að þessi jörð sé að flytja um þessar mundir úr Pisces merk- inu inn í Aquarius^r merkið. För hennar gegnum Pisces merkið tók hana tvö þúsund og tíu ár, og má heita ein óslitin blóðslóð. Snemma á þeim tíma var Krist- ur uppi. Aldrei hefir göfugt starf mis- hepnast meir en hans. Og þó kastaði tólfunum þegar helvítis kenningin, höfuðglæpur allra glæpa, var sett inn í boðskap hans. Og það er þyngra en tár- um taki, þegar hugsað er um all- ar þær ægilegu, ástöðvandi, and- legu píslir og kyngimagnaða ótta, sem sú helvítis kennihg hefir ollað miljónum manna að þarflausu gegnum aldaraðir, einkum á banasænginni. Guðspekin lítur svo á, eftir þekking sinni á orsaka og af- leiðingalögmálinu, að þessarar jarðar bíði nýtt tímabil í nýja merkinu. Og að sú sundrung, sem ríkt hefir í gamla merkinu, snúist í eining þar. Þá verða engir þjóðsöngvar sungnir, held- ur heimssöngvar. T. d.: Ó, guð vors heims, ó heims vors guð, vor hnöttur þig biður um líkn, vernd og skjól. Ó, send honum ljósvaka geisl- andi geims, ásamt guðdómsins heilögu sól. Ó leið hann af helvegi, lækna hans mein, því lífs vors hann akkeri er. Ó lát honum skiljast að leiðin er bein, sem liggur til þroskans frá þér. Ást til alheims er, alt sem þráum vér. Ó, lát honum skiljast að leiðin er bein, sem liggur til þroskans frá þér. J. S. frá Kaldbak Aths. Hkr.: Sú heilbrigða skynsemi, sem Hkr. átti við, var að “smart-alekar” settu skoðanir sínar þannig fram, að lesendur flestir fengju skilið þær. Vit- mönnum, með þessa ótakmörk- uðu tegund heilbrigðrar skyn- semi, sézt oft yfir það, að það eru ekki allir þeim jafn snjallir. En menn geta þó, ef þeir temja sér það, lært að nota myndir og dæmi, sem allir kannast við í málflutningi sínum, og það er eina ráðið til að ná samhygð og bræðralagi og gera mennina góða. Um hitt atriðið hvort heilbrigð skynsemi sé ótakmörkuð, er ekki annað að segja en það, að vér héldum orðið “ótakmairkað” eiga mikið betur við óheilbrigða skynsemi. Næst talar höf. ofanskráðrar greinar um vitfirring, eyðilegg- H HAGBORG FUEL CO. ★ H Dial 21 331 No'.^O 21 331 ing, grimd og heimsku og er sjá- anlegt að þar á hann við stríðið, bæði hið nýlokna og önnur. En ■ef stríð þessi eru þannig, sem Hkr. efar ekki að þau eru, hvern- ig stóð þá á því, að Jónas Stef- ánsson frá Kaldbak vildi endi- lega að ísland yrði með í þeim leik og áfeldi það nýlega fyirir að segja ekki Þjóðverjum og Jöp- um stríð á hendur? Það virð- ast einhverjar hindranir hafa verið þarna í vegi skynseminn- ar. Nei, það má segja manni það oftar en einu sinni, að heil- brigð skynsemi sé ótakmörkuð. Að fara að troða guðspeki í Islendinga í stað norrænna fræða, eða að yrkja Matthías um, getur verið skynsamlegt, en hvort að það er þessi ótakmark- aða skynsemi eða sú takmarkaða, það gæti þótt ráðlegt að íhuga. Námsskeið til sölu skóla í Winnipeg. Upplýsingar gefur: The Viking Press Ltd. 853 Sargent Ave., Winnipeg HERFANGAR JAPA FRELSAÐIR 1 BURMA Þegar Japar komust á snoðir um, að Rangoon yrði endur- tekin af samlbandsþjóðunum, og að op það, er þeir höfðu til undankomu, var altaf að þrengjast, tóku þeir alla ferðafæra fanga (þá sjúku skildu þeir eftir) úr héraðinu og fluttu þá í áttina til Pegu. Lausnarherinn fann hina sjúku er sögðu þeim um flutning félaga sinna. Er flugförum bandamanna tók að fjölga þar um slóðir, breiddu þessir herteknu menn merki á kofa sína til að sýna flugmönnunum að niðri á jörð- inni væru félagar þeirra. í merkin notuðu þeir refla er þeir rifu úr ábreiðum þeim, er Japar fengu þeim til að sofa við. Það er sagt að í sumum tilfellum gátu þeir myndað brezka flaggið úr þessum druslum. — Myndin sýnir nokkra af þessum föngum, þar sem verið er að skoða þá í læknastofunni í Ran- goon fangaverinu, og segir Major McLeod, að farið hafi verið með þá “eins og skepnur” af hálfu Japa. Hrísgrjón voru eini maturinn, sem nægði til þess, að halda í þeim lífinu. VERZLUNARSKOLANAM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.