Heimskringla - 29.08.1945, Side 6

Heimskringla - 29.08.1945, Side 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. ÁGÚST 1945 Á SKEMTIFÖR Jú, hann reis á fætur, tautaði eitthvað til afsökunar og fór út úr thérberginu, en kom brátt aftur með litla flösku, sem hann meðhöndlaði afar gætilega. Með auðsæilegri eftirsjá, og eftir að hafa andvarpað sáran einum tvisvar sinnum, opnaði hann flöskuna og fylti glas úr henni handa mér. Þar sem eg bjóst eigi við svona mikilli rausn frá hans hendi, gat eg mér til, að hér mundi fiskur liggja undir steini, og ekki brást mér það. “Bróðursonur,” sagði hann, “sögðust þér ekki eiga tíu þúsund pund sterling?” Eg kinkaði kolli. Hann leit á mig feimnis- lega og ræskti sig til að safna kröftum til þess, sem nú átti að koma. Er hann sá að eg hafði tæmt glas mitt, fylti hann það á ný og stundi við, og hallaði sér svo aftur á bak í stólnum. “Og eg hefi skilið rétt, að þér séuð alveg einmana í heiminum?” “Já, alveg einmana. Þangað til eg hitti yður í dag, vissi eg hreint ekki, að eg ætti nokk- urn ættingja í víðri veröldu. Eru þeir nokkrir fleiri?” “Ekki ein einasta sála að Gwendoline und- anskilinni.” “Gwendoline!” sagði eg. “Og hver er hún?” “Þið eruð bræðrabörn. Hún er dóttir mín, einkabarn mitt. Langar yður til að sjá hana?” “Eg vissi alls ekki að þér ættuð dóttur. Auðvitað langar mig til að sjá hana.” Hann gekk frá borðinu og hringdi. Gamli þjónninn kom inn. “Segðu konunni þinni að hún skuli koma hingað með hana Gwendolinu.” “Koma hingað með Miss Gwendolinu? Yður er þetta víst ekki alvara.” “Bjáni! bjáni! bjáni!” æpti gamli maðurinn í ofsareiði, sem hafði blossað eins fljótt upp og vindrokurnar úti á meðal eyja hafsins. “Komdu með hana og það tafarlaust, eða þú skalt sjálfan þig fyrirhitta!” Án þess að hreyfa frekari mótmælum fór gamli maðurinn, og eg bað um útskýringu á þessu. “Hann er góður þjónn en ósvífnasti þorp- ari. Auðvitað verðið þér að sjá mína fögru dótt- ur, hana Gwendolinu. Hann e*r sjálfsagt hrædd- ur um, að þér munuð hræða hana. Ha! ha! Hræða þessa einkennilegu, fögru dóttur mína! Ha! ha!” Það er ómögulegt að ímynda sér nokkuð illkvitnislegra en kátínu þessa gamla náunga. Hláturinn virtist bútast sundur í hálsinum á honum, áður on hann gat komist út. Hvernig mundi sú heimasæta vera í útliti, sem átti heima í slíku húsi og í þvílíku umhverfi. Er eg íhugaði þetta heyrðist fótatak frammi í gangin- um, og svo kom gamla konan inn og hneigði sig virðulega. Húsráðandi reis úr sæti sínu og gekk yfir að arinum þar, sem hann stóð með hend- urnar fyrir aftan bakið og um varir hans lék hið sama vitfirringslega bros. “Jæja, hvar er hún dóttir mín?” “Sir William, er yður þetta alvara í raun og veru?” “Auðvitað er mér þetta alvara. Hvar er hún?” Eins og svar við þessari spurningu, gekk gamla konan út í dyrnar og kallaði á einhvern fram í göngunum. “Komdu inn hingað, elsku litla vina mín. Þér er alveg óhætt. Komdu nú bara og vertu góð.” En stúlkan vildi alls ekki hlýðnast þeim tilmælum, og loks varð gamla konan að fara út og sækja hana. Hún varð að draga hana inn. Og þá — en eg veit tæplega, hvernig eg á að lýsa því, sem fyrir augu mín bar — lýsa því, sem kom inn. Stúlkan, — ef maður gæti kallað hana það — var eitthvað þrjú fet á hæð, búin illa sniðn- um og einföldum kjól. Hárið var úfið og stóð út í allar áttir. Augun voru altof stór til þess að sámsvara andlitinu, og á öðrum vanganum var greinilegur skeggsvörður sem tók alt niður á hökuna. Andlitsdrættirnir voru allir eins og á sá, og við og við veinaði hún lágt, og líktist það fremur kveini í viltu dýri en manni. Þrátt fyrir tilraunir gömlu konunnar að fá hana til að ganga fram fyrir okkur, hélt hún sér dauða- haldi í fóstru sína, og stóð þannig vælandi og hikstandi í skuggunum fram við dyrnar. Þetta var svo ógeðsleg sjón að eg fann til óstyrks af að sjá það. En það, sem kórónaði alt saman var hin þrælslega kátína föður hennar og háðglósur hans. “Lítið bara á,” sagði hann; “hefir nokkur maður nokkurntíma átt svona fagra dóttur? Er hún ekki falleg? Er hún ekki hæf til að verða fursta frú? Er hún ekki fallin til að erfa alla þessa eign? Munu ekki hinir ungu hertogar og jarlar þyrpast hingað til að biðja hennar? Æ, þú, mín yndislega perla! Þú — en farðu burt með hana, farðu með hana burtu, segi eg, áður en eg misþyrmi henni!” Hann hafði .eigi mælt þessi orð fyr en gamla konan greip stúlku vesalinginn og dró hana með sér út úr herlberginu. Þegar konan hafði lokað hurðinni, settist húsráðandi í sæti sitt, og fylti á ný glas mitt, og stundi um leið. Eg var að furða mig á því hvað nú mundi koma, en ekki þurfti eg lengi að bíða eftir því. “Nú vitið þér ált eins og það er. Þér hafið séð heimili mitt. Þér hafið séð örbirgð mína og hana dóttur mína. Hvað haldið þér svo um alt þetta?“ “Já, eg veit ekki hvað eg á að halda um það.” “Þá skal eg segja yður það. Hún dóttir mín þarf læknishjálp; hún þarf að fá rétta hjúkrun. Hvorugt getur hún fengið hérna. Eg er of fátækur til að geta hjálpað henni á nokk- urn hátt. Þér eruð, eftir því sem þér sjálfir segið, auðugur. Eg hefi í dag tekið yður inn í fjölskylduna. Eg hefi viðurkent yður sem ætt- ingja minn án þess að efast neitt um sögusögn yðar. Viljið þér hjálpa mér? Viljið þér gefa þúsund pund, svo að dóttir mín fái hjúkrun? Ef þér gæfuð tvö þúsund pund væri það ennþá auðveldara.” “Hvað eruð þér að segja?” spurði eg alveg forviða — næstum því utan við mig yfir þessari takmarkalausu ósvífni hans. “Viljið þér gefa henni dóttur minni þúsund pund, svo að hún geti fengið rétta aðhjúkrun?” “Ekki grænan eyrir,” hrópaði eg. “Þér eruð aumkvunarverður nirfill. En eg skal gera ann- að fyrir yður. Eg skal segja yður álit mitt á yður.” Og það gerði eg líka. Eg las honum slíkan pistil, að annan eins hafði hann aldrei heyrt, og sennilega mundi hann ekki gleyma honum fyrst um sinn. Hann -sat undir lestrinum náfölur af heift, augu hans loguðu og fingurnar skulfu, en hann gat ekkert við þessu gert. Þegar eg hafði lokið máli mínu skipaði hann mér að fara út úr húsi sínu. Eg hlýddi því, greip hatt minn, gekk út um forstofuna og út undir bert loft. En ekki fékk eg að kveðja heimkynni feðra minna án þess að fá dálitla ádrepu í kveðjuskini. Þegar eg lokaði hurðinni, heyrði eg að gluggi var opnaður, og þegar eg leit upp, sá eg að öldungurinn stóð í glugga á annari hæð hússins og steitti hnefanum á eftir mér. “Burt úr 'húsum mínum og garðinum mín- um, annars læt eg lögregluna reka yður burtu. Þér komuð hingað til að stela. Þér eruð ekki bróðursonur minn! Eg viðurkenni yður ekki. Þér eruð bara venjulegur svikari, og þorpari — fantur, burt með yður!” Eg fór. Er eg kom út úr trjágarðinum, gekk eg rakleitt til prestssetursins og bað um leyfi til að tala við prestinn. Eg sagði ihonum frá hvaða heimsókn eg hefði átt hjá frænda mínum, og spurði hann hvort nokkuð væri hægt að gera fyrir hana frænku mína. Hann hristi höfuðið. “Eg er hræddur um að vonlaust sé um það, Mr. Hatteras. Gamli herrann er hræðilegur maður; og þar sem hann á hálft þorpið og hvern einasta landskika hér í grendinni, þá erum við Öll í sífeldum ótta við hann. Við eigum engar kröfur til dóttur hans, og nema að við gætum sannað, að hann misþyrmi henni, þá verð eg því miður að játa, að eg sé ekki hvernig við ættum að geta gert nokkuð.” Þannig lauk fundum mínum og ættingja minna. Frá prestssetrinu fór eg til gistihússins. Hvað átti eg nú að gera? Mig langaði ekkert að fara til London, þegar unnusta mín var farin þaðan, og eg gat ekki hugsað mér neinn stað, sem væri neitt betri. Svo varð mér litið á aug- lýsnigu, sem var negld á vegginn á gistihúsinu: Til sölu eða leigu skemtiskútan “Töframærin”, tíu smálestir. Menn snúi sér til Screw & Matchem, Bournemouth. Þarna var atriði fyrir mig. Eg var fullur af löngun eftir að anda að mér söltu sjávarloft- inu á ný. Nú var líka gott veður til að sigla um sjóinn. Eg ætlaði að fara til Bournemouth og skoða skútuna strax, og ef mér litist á hana ætlaði eg að leigja hana í mánaðartíma. Er eg hafði tekið þessa ákvörðun, náði eg í ökumann minn og ók af stað til járnbrautarstöðvarinnar til að ná í lestina. En ekki dreymdi mig að eg væri með þessu spori að bæta nýjum hlekkjum í örlagakeðjuna, er skapaði framtíð mína. 4. Kap. — Eg bjarga mannslífi. Manni eins og mér, sem hefir eytt æfi sinni í þeim hluta veraldarinnar, sem fjarstur er allri menningu, og sem menningarheimurinn telur hættulega staði, hlýtur sjómenska með ströndum Englands að vera næsta aðlaðandi. Og sé einn staður öðrum fremri, þar sem nútíma Englendingur getur gleymt sorgum sínum og áhyggjum, þá hlýtur sá staður að vera Bourne- mouth, með öll sín þægindi, hjúpaður inn í furuskógana og prýddur á allan hátt, sem mannshugurinn getur frekast upphugsað. Að þessu leyti tekur Bournemouth öllum baðstöð- um fram á strönd Englands. Eg flýtti mér og ferðaðist með hraðlest til þessa fagra staðar. Strax og eg var kominn þangað fór eg að hitta Screw & Matohem til að spyrjast fyrir um skemtisnekkjuna, sem þeir höfðu auglýst til leigu. Eg hitti eldri félagann á skrifstofunni, og átti við hann samningana. Reyndist mér hann hygginn og þægilegur mað- ur í viðskiftum. Er eg hafði sagt honum frá erindi mínu, sýndi hann mér ljósmynd af snekkjunni, og eftir myndinni að dæma var það fallegur bátur. Hann sagði mér að bátur þessi hefði verið bygður af ungum aðalsmanni, sem hefði siglt á honum fremur langt, en nú væri eigandinn farinn úr landi. Báturinn var þriggja ára gam- all. Eg fékk líka vitneskju um, að hann lá í Poole, en ef eg óskaði þess, mætti koma með hann til Bournemouth næsta morgun, og þá gæti eg skoðað hann við hentugleika. Það féll mér vel í geð og urðum við ásáttir um þetta. Kvaddi eg nú hinn þægilega Mr. Matchem og hélt til gistihúss míns. Eg snæddi seint mið- degisverð og að honum loknum dvaldi eg niðri á bryggjunum og hlustaði á hljóðfærasláttinn, og ef satt skal segja, þá reikaði huguirinn ætíð til hennar, sem eg hafði svarið trygðir, og sem hafði gert mér svo mikil vonbrigði með að fara svona skyndilega frá Englandi. Næsta morgun kom báturinn eins og um hafði verið samið. Lá hann steinsnar frá bryggj- unni. Eg leigði mér lítinn bát og reri út að snekkjunni og fór um borð. Gamall maður og drengur voru að þvo þilfarið. Eg sagði þeim hver eg væri og hvert væri erindi mitt. Svo skoðaði eg bátinn í eitthvað hálfan tíma. Hann leit vel út, var vel bygður og leit út fyrir að vera all hraðskreiður. Reiðinn var í góðu lagi, og sagði gamli maðurinn mér að báturinn hefði verið lagaður þetta ár. Þegar eg hafði fengið allar þær upplýsingar sem eg þurfti reri eg í land og gekk til skrifstofu umboðsmannanna. Mr. Matchem þótti mjög • vænt um að heyra að mér féll svo vel við bát- inn, að eg vildi leigja hann fyrir verðið (og það var mjög hátt) og fá hann um þriggja mánaða tíma. Þeir vildu einnig að eg leigði sumarbú- stað og gerðist meðlimur í klúbbnum, en eg stóðst þá freistingu. Þegar e’g hafði goldið þeim leiguna fyrir bátinn, lagði eg af stað til að útvega mér áhöfn. Áður en kvöld var komð hafði eg fengið mér ungan sjómann í stað gamla mannsins, og undirbúið alt til að sigla daginn eftir. Þann dag sigldi eg í kringum Wight eyjuna. Áður en við komum til Needles var eg sannfærður um, að þetta var ágætt seglskip, og hraðskreytt, og að kvöldi hins fyrsta dags um borð, fanst mér engin þörf að sjá eftir lefgunni. Nú langar mig til að spyrja hvaða ánægja jafnist á við að sigla. Getur nokkuð jafnast á við það? Ef maður vill dáðst að vel gerðum grip, hvað getur þá glatt hann meira en vel bygður seglbátur? Og langi einhvern til að ferðast hratt, hvað getur þá verið nær skapi hans en þjóta yfir hafið á yndislegum seglbát, sem titrar af lífi eins og fjörugur hestur, bylt- andi frá sér löðrinu undan báðum kinnungum,» er byrinn syngur í reiðanum og fyllir seglin svo að ætla mætti, að þau mundu rifna í tætl- ur? Ef maður elskar hið fagra í tilverunni, hvar fær hann fremur litið fegurð jarðarinnar en af þilfari hins hraðskreiða seglskips? Þaðan sér hann ströndina breiðast út, hann sér hinar kviku bárur, hinn bláa himin með hvítum ský- hnoðrunum yfir höfði sínu, en hlýtt sólskinið streymir í gegn um hann allan, uns það nær hjarta hans, sezt þar að og gerir hann að betri, eða minsta kosti að heilbrigðari manni. Er heimurinn nokbru sinni fegurri en í morgunsárinu, þegar náttúran er enniþá hálf sofandi, og hafið er eins og skygður glerflötur, og hin dýrðlega sól kemur upp eins og gull- hnöttur úr austrinu, og opinberar dýrð sína og hátign svo dásamlega, að maður finnur til sinn- ar eigin smæðar. Eða sé maður um borð að kvöldinu til og varpi atkerum í einhverri lítilli höfn, þegar ljósin eru tendruð í húsunum, og ómar hljóðfærasláttarins berst til þín yfir hafið, ef til vill ekki nema sem ómar, en kanske feg- urri vegna þess. Hvað gætir þú ákosið, sem yndislegra væri? Hugsaðu eftir öllu þessu, og segðu mér svo, hvaða skemtun tekur þeirri fram að sigla um í hraðskreiðri snekkju. Þar sem mér lá ekkert á og hafði engan til að ræða við nema mínar eigin hugsanir, fór eg mér hægt. Eg var tvo daga í Salest, sigldi kring um eyjuna, var einn dag í Ventnor og sigldi svo heim til Bournemouth. Þegar eg hafði verið einn dag í landi, rann á blásandi byr, og sigldi eg því niður til Torquay og svo sigldi eg á viku til baka meðfram ströndinni, þar sem eg stans- aði í mörgum smáhöfnum unz eg náði heim aftur. Eg segi ekki frá öllum þessum smáatriðum til þess að láta lesaranum leiðast, heldur er þetta eins og innleiðsla að þeim undarlegu atriðum, sem síðar gerðust. Þegar eg get nú rólega litið til baka á atriðin, sem lágu til þessa viðburðar, og get séð hversu litlu það munaði, að eg færi á mis við þau, og að alt líf mitt færi á annan veg, þá get eg varla skilið, að eg skoðaði það eins þýðingarlaust og eg þá gerði. Eg hefi ætíð verið í flokki þeirra manna, sem trúa á ráðstöfun forsjónarinnar, og í raun og veru væri það undarlegt, ef eg væri það ekki. Þegar alt það er íhugað, sem eg ætla nú að segja frá. Því þegar einhver hefir komist í gegn um eins mörg æfintýri, ekki einu sinni óskaddaður, heldur auðugri og hamingjusamari en áður, þá hlýtur hann að hafa rétt til að tala um hina óskiljanlegu tilhögun forsjónarinnar. Og eg þakka þetta alt heimsókn minni til hans frænda míns, og hinum undarlegu viðtök- um, sem eg fékk þar; því að hefði eg ekki farið þangað út í sveitina, þá hefði eg aldrei lent í stælur við hann, og hefðu ekki stælurnar átt sér stað, hefði eg ekki verið í jafn æstu skapi og eg var þegar eg kom til gistihússins, en ann- ars mundi eg sennilega ekki hafa verið svona fljótur að leigja mér skemtibátinn, og þá hefði eg aldrei — en nú verð eg að stansa. Hitt getur lesandinn sjálfur séð er eg segi sögu mína. Morguninn eftir að eg kom í þriðja skiftið til Bournemouth, fór eg á fætur í birtingu, eg hafði snætt morgunverð og var nú albúinn að fá mér sjóferð og sigla eftir víkinni áður en sólin kæmi upp yfir sjóndeildarhringinn. Þetta var eins fagur dagur og hugsast gat. Veikur andvari blés yfir víkina og smábárurnar döns- uðu í sólskininu og snekkjan mín lá þarna og hneigði sig fyrir þeim, eins og hún væri ólm að komast af stað. Bærinn lá þarna rólegur og firðsamlegur og svo kyrt var loftið, að maður gat heyrt garg úr mílu fjarska. Þegar við höfð- um létt atkerum svifum við eftir víkinni, fórum fram hjá yztu bryggjunni og stefndum á klett gamla Harrys og Swanage flóann. Menn mínir voru fram á en eg stóð við stýrið. Þegar við vorum komnir út fyrir Canford björgin veitti eg því eftirtekt að eitthvað kvikt var í sjónum framundan okkur. Við vorum of langt í burtu til að eg gæti greint hvað þetta var, og það var ekki fyr en fimm mínútum síð- ar, er við komum fast að því, að eg sá gerla að þetta var maður, sem var að baða sig. Mann- bjáninn hafði auðsæilega hætt sér of langt út, og hafði lent í sterkum straum, er bar hann nú ut móti opnu hafi. Vegna þess að hann barðist um í sjónum, sá eg hann, annars hefði eg aldrei komið á hann auga, og þá hefði áreiðanlega verið úti um æfi hans. Og þegar við komum að honum var hann alveg að þrotum kominn. Eg stöðvaði snekkjuna, stökk ofan í bátinn og reri að honum, en áður en eg náði til hans var hann sokkinn. Hélt eg fyrst að hann væri horfinn fyrir fult og alt, en brátt skaut honum upp á ný. Eg greip í hár hans, kom hendinni undir handarkrika hans og dró hann meðvit- undarlausan upp í bátinn. Við vorum komnir innan þriggja mínútna um borð í snekkjuna og hjálpaði pilturinn mér að koma honum um borð. Til allrar hamingju hafði eg verið svo skynsam- ur að kaupa mér flösku af koníaki nokkrum dögum áður, og þar sem reynsla mín á Þórsdags eyjunni hafði kent mér hvað gera skyldi í slík- um kringumstæðum og þessum, þá leið ekki a löngu áður en eg gat vakið hann til meðvitund- ar. Þetta var fallegur ungur maður, eitthvað 19 eða 20 ára gamall. Þegar eg hafði gefið hon- um ærlega í staupinu, svo að skjálftinn fór úr honum, spurði eg hann hvernig á því stæði, að hann væri svona langt frá landi. “Eg er fremur góður sundmaður,” svaraði hann, “og hefi oft farið svona langt út, en í dag hlýtur einhver sterkur straumur að hafa náð mér og borið mig hingað, og það er áreiðanlegt, að hefðuð þér eigi bjargað mér, þá hefði eg aldrei komist heim lifandi. Eg hefi nú valdið yður heilmiklum óþægindum.” “Hvaða rugl! Eg hef ekkert að gera, og mér finst eg vera mjög heppinn að hafa hjálpað yður. Vindurinn er að vaxa og það tekur okkur ekki lengi að ná í land. Hvar eigið þér heima? “Þarna vinstra megin. 1 húsinu, sem stend- ur þarna uppi á hæðinni. En eg veit alls ekki hvernig eg get þakkað yður fyrir þetta.” “Æ verið þér ekkert að hafa fyrir því fyr en eg bið yður um þaklætið, en þar sem við þurfum nú að sigla í einar 20 mínútur er bezt að þér hafið fataskifti. Þér getið fengið föt af mér og þau halda yður hlýjum og þér getið sent þaU til gistihúss míns þegar þér komið í land.” Eg kallaði á drenginn og sagði honum að stýra, en eg fylgdi þessum unga vini mínum niður í káetu og fékk honum föt. Þegar þess er gætt að eg er sex fet og tvo þumlunga og hann var bara fimm fet átta, þá voru föt mín vel við vöxt á honum; en þegar hann var kominn > þau, hlaut eg að dáðst að hvað þetta var falleg- ur og vel vaxinn drengur og höfðinglegur sýn- um. Þegar hann hafði klæðst, gengum við aftur upp á þilfarið. Vindurinn hafði aukist og litla skipið mitt smaug í gegnum öldurnar og gróf nefið ofan í sjávarlöðrið eins og það vissi, að nu þyrfti það að flýta sér heim.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.