Heimskringla - 14.11.1945, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.11.1945, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. NÓV. 1945 Ifeiutskrmgia (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 WINNIPEG, 14. NÓV. 1945 Bandarískur hermaður í Re) kjavík Þetta er nafn á grein, sem bandarískur hermaður, (Cpl. Luther M. Chovan) skrifar í nóvember-hefti The National Geographic Magazine. Greinin segir frá ýmsu, einkum daglegum viðburðum, úr lífi hermannanna og kynningu þeirra af Islendingum. Frá- sögnin er undur blátt áfram og íslendingum er vel borin saga. Hugmyndir mínar sem annara hermanna um ísland, segir Mr. Chovan, voru þær, að landið væri ísi og snævi þakið, að íbúarnir væru dúðaðir í ullar- eða jafnvel skinnfötum, væru hrufir í útliti og gæfu ekkert fyrír tízkuna. Við komumst fljótt að því að svo var ekki. Um klæðnaðinn er það að segja, að hann er alveg hinn sami og í Bandaríkjunum og á Bretlandi, enda er hann keyptur mikið frá þessum löndum. Þegar við komum upp að strondinni, var okkur heldur en ekki forvitni á að sjá þetta land, sem engir okkar höfðum áður séð. Gróður sáum við varla úr fjarlægð, en ein fyrsta sýnin var fjall með snævi þakinn tind. Síðan fréttum við að þetta væri Hekla, eitt kunnasta eldfjall í heimi. Og þegar við komum nær höfninni í Reykjavík, sáum við fögur hús og bíla á ferð og flugi; og er enn nær dóg, prúðbúið fólk. Spurðum við þá hver annan, hvort þetta gæti verið Island, sem við værum komnir til; yfirleitt er her- mönnum sjaldan sagt hvert þeir séu að fara. Mín fyrstu kynni af íbúunum voru af börnum, sem á leiðinni í skólann komu stundum til okkar þar sem við vorum á verði. Þegar eg spurði þau hvers þau óskuðu, stóð ekki á svarinu. Þau fýsti að vita, hvort við hefðum nokkuð af brjóstsykur eða tuggu- gúmmí. Eg gat oft gert þeim einhverja úrlausn dg þau svöruðu með kurteisi og barnalegu brosi: “Thank you!” Eg var hissa á hve góð þau voru í ensku eða komust skjótt niður í talmálinu, en komst brátt að því, að enska og fleiri útlend tungumál væru kend þegar í barnaskólum. Með þeirri undirstöðu og viðkynningu enskumælandi manna, hlaut þetta að verða auðvelt. Einum dreng leyfðum við að koma í herbúðir okkar og selja þar tímarit. Einn í hópi okkar bablaði íslenzku nokkuð og gaf sig á tal við drenginn. Efitr nokkra tilraun og þrautir, svaraði dreng- urinn einhverju sem hermaðurinn var að reyna að láta hann skilja: “Aw, baloney! Speak English!” En fólkinu var eigi að síður erfitt fyrir hermennina að kynnast. Það sem mest og bezt kynti þá og Islendinga, var miðstöð Banda- ríkja rauða krossins í Reykjavík. Rauði krossinn hafði ýmsar skemtanir fyrir hermennina, svo sean hreyfimyndir, knattleiki, bowling alley, spil og annað þessháttar. Ennfremur drykki, brjóstsykur og annað sælgæti. Einnig var þarna búð með alls- konar varningi fyrir hermenn. Við þetta unnu íslenzkir drengir og stúlkur. Auðvitað reyndu hermenn þarna oft að koma sér í mjúkinn hjá stúlkunum, buðu þeim út með sér á leikhús eða dansa, en það kom fyrir ekki. Og eins fór þó í öðrum búðum í Reykjavík væri. Ekki var málið þarna til fyrirstöðu. Allar stúlk- urnar töluðu ensku, sumar kanske með röngum áherzlum á ein- staka orði, en mikið af þeim alveg eins vel og stúlkur við þau störf í Bandaríkjunum. Eg fékk einu sinni útskýringu á þessu tómlæti hjá stúlku sem ásamt mér beið eftir götuvagni. Hún kvað okkur stundargesti í landinu, sem hyrfum burtu, af hernaðarlegum ástæðum, þegar minst varði. Með því lyki þeirri vináttu siem ef til vill skapaðist. Foreldrar vildu ekki að á svo valta vináttu yrði treyst og í augum ungra manna heima bæri það vott fljótfærni, sem ekki aflaði álits. Þetta skyldi hermaðurinn mjög vel og því fremur sem hann varð þess vísari, að menning þjóðarinnar er á mjög háu stigi. Fram- koma hennar öll, hættir og siðir, eru í engu frábreyttir því bezta, sem við þekkjum í menningu vors eigin lands og annara menn- ingarþjóða. Eitt sinn var greinarhöfundi boðið til jólaskemtunar á heim- ili nokkru. Þáði hann það fúslega, því hann fýsti að kynnast jóla- siðum á Islandi. Voru þar fyrir 3 aðrir hermenn, sem boðnir voru honum ef til vill aðallega til skemtunar. Var þessi jólabeimsókn hans honum til mikillar ánægju. Jólatré var þar skreytt mjög smekklega og á því voru gjafir til flestra. Jólagjöf mín var bók á ensku um ísland. Þarna var sezt að dýrri máltíð og að henni lok- inni skemt sér við leiki og söng og síðast slegið í dans. Þarna vai leikið við okkur, sem við tilheyrðum fjölskyldunni og stúlkurnar spiluðu á píanó bandaríska þjóðsönva'og sungu þá með eins mik- illi gleði og hrifningu og við. Það var ekki laust við að mér fyndist þjóðin köld í viðmóti fyrsta árið. En eg hefi nú breytt þar um skoðun eins og í mörgu íslandi viðkomandi. Eg er nú sannfærður um að kuldinn stafaði af öðru. íslendingar álíta sig engum kunnugum fyr en þeir hafa verið kyntir, af vinum þeirra. Það er kurteisisregla, sem strangar en annars staðar mun fylgt vera. En eftir að hafa eignast þá að vinum, áttu víst, að þeir bregðast þér ekki. Þjóðin er karakter- mikil, sjálfstæð og stolt — og hví ekki, eftir að hafa dáð frelsið í þúsund ár? 1 bóklestri stendur hún eflaust öllum þjóðum framar, en hún ann söng og list engu minna. Eftir alt saman sér höfundur ekki ástæðu til annars en að milli Bandaríkja þjóðarinnar og hinnar íslenzku geti varanleg vinátta og einnig búið. Hugsjónirnar séu vissulega ekki fjarskyldar, þó lyndiseinkunnirnar séu dýpra og gleggra mótaðar hjá eldri og íinni þjóðinni í heild sinni en ijá hinni stærri. Margir af okkur hermönnun-! im vorum kyrlátir og héldum )kkur inni í byrgjum okkar, lema þegar við höfðum eitthvert :ækifæri að nema eitthvað nýtt og það sem okkur þótti þess vert að sjá og fræðast um. Og þar má ekki gleyma íslenzkri náttúru. Á landinu er víða undra fagurt. Fossarnir í litskrúði sólar, dans norðurljósanna í eilífum lit- brigðum, grænum, rauðum og gulum og gagnsæ og tær vötn og ár, er alt saman gaman að líta fyrir þá, sem opin augu hafa fyrir slíkri fegurð. Eg er viss um að margur hermaðurinn hef- ir gleymt sínu einmanalega lífi í verinu svo langt að heiman frá sér, sem við vorum, er hann leit þessa náttúrudýrð landsins. Þetta er aðeins fáorður út- dráttur úr grein Mr. Chovans. En hér skal við bæta, að grein- inni fylgja alt að 30 blaðsíður af litmyndum, er höf. hefir sjálfur tekið, og margur íslendingur mun hafa ánægju af að sjá. Það er fyrir þessar mörgu fogru myndir, eigi síður en lesmálið, að hér hefir á grein þessa verið bent. Mr. Chovan á þakkir skilið fyrir hvorttveggja. Og Thor I Thors sendiherra þökkum vér fyrir að senda Hkr. eintak af rit- inu. FALLINNA HERMANNA MINST Það var fjöldi fólks saman- kominn í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, sunnudagskvöldið, 11. þ. m. Samkoman var hald- in undir forystu Jóns Sigurðsson félagsins, I.O.D.E., og tilgangur hennar var sá, að minnast með virðingu og þakklæti og söknuði canadiskra hermanna sem féllu í stríðinu 1914—1918 og þeirra er féllu í stríðinu, sem nú er fyr- ir skömmu afstaðið. Það er al- veg óhætt að segja, að samkom- an var hátíðleg, alvarleg og hjartnæm. Og fór mjög vel fram. Efnisskráin fyrir samkomuna var öllum afhent við innganginn og var henni nákvæmlega fylgt frá upphafi til enda. Skal hér leitast við, að segja stuttlega frá því sem hér fór fram. Tvö fyrstu atriðin á efnis- skránni voru: Réveille (all stand- ing) og Silence (all standing) In memory of the Fallen. Þá var sunginn þjóðsöngurinn, O, Can- ada, og þar næst sálmurinn: “O God, our help in ages past”. Næst las sr. V. J. Eylands biblíukafla og flutti bæn og var þá sunginn sálmurinn: “O Vali- ant Hearts”. Þá söng Kerr Wil- son einsöng: “There Is No Death”. Næst Bugle Call — “Fall In”. Kemur þá að því, sem máske ber að telja aðalatriði á þessari samkomu. Það var ræða sem Major K. J. Austmann flutti og sem hann nefndi: “A Tribute to the Fallefti”. Vonandi veirður þessi ræða síðar birt á prenti og skal hér ekki lagt út í það, að skýra frá efni hennar. En mér fanst hún vekja eftirtekt á ýmsu, sem eg hygg að farið hafi fram hjá mörgum, kanske flestum. Næst var: “Last Post’'' (all standing), þá Anthem: “Souls of the Righteous”, sem söngflokk- urinn söng. Þess má geta hér að þarna var fjölmennur söng- flokkur, sem söng ágætlega, fólk bæði úr söngflokk Fyrstu lút. kirkju og Sambandskirkju. Paul Bardal stjórnaði söngnum, en Snjólaug Sigurðsson lék á orgel- ið. Var þá sunginn sálmurinn: “All People that on Earth do Dwell”. Söng Kerr Wilson þá aftur einsöng og hafði fólkið, nú eins og ávalt, mikla ánægju af hans ágæta söng. Næst var Re- treat — Bugle. Sr. P. M. Péturs- son flutti bæn. Að endingu var sunginn sálm- xrinn: “Abide With Me”, og sr P. M. Pétursson las Faðir- vor. Loks sungu állir God Savt the King. Sr. V. J. Eylands lýsti blessun. Jóns Sigurðsson félaginu ber að votta isinlægustu þakkir fyrir að gangast fyrir þessari sam- komu og undirbúa hana eins prýðilega vel eins og það gerði. Einnig ber að þakka öllum þeim mörgu sem þátt tóku í því að gera þessa samkomu eins til- komumikla og fallega eins og I hún var. F. J. UPPTÍNINGUR Safnað af Á. S. “Vort líf er stöðugt á ferð og flugi. Við eigum svo f jandi ann- ríkt, að við höfum ekki tíma til að njóta lífsins.” Mér varð þetta að orði í sam- ræðum við kunningja minn, um lifnaðarhætti vora í þessu landi. Eg vil geta þess, að hann er mér langt um fremri að gáfum, ment- un og almennri þekkingu á heimilislífi fjölskyldufeðra. — Hann á indæla konu og fjögur mjög myndarleg og elskuleg börn. Hans daglega starf gefur honum tækifæri til að kynnast fjölda heimila. Aldrei þessu vant, var hann mér hjartanlega samdóma. Ann- ars var það oftar vinsamleg venja okkar beggja að velja til skiftis andstöðu í umræðuefnum, aðeins til að skýra málefnið, en mættumst svo að máli loknu. Kunningi minn kveikti í vindli, glettnissvipurinn hvarf, eftir langa þögn, hélt hann á- fram eitthvað á þessa leið: “Já, jafnvel heimilin — eru, í alt of mörgum tilfellum — eng- inn griðastaður eftir erfiði dags- ins. Þau eru ekki heimili, í orðs- ins fegurstu merkingu, heldur aðeins viðkomustaður, sem verð- ur að nota til fárra stunda svefns, og gleypa svo eitthvað í mag- ann.” “Gæti það nú ekki verið, á einhvern hátt stríðinu að kenna? varð mér að orði. “Það er svo margt í nútíðar begðun unglinga, agaleysi og yfirgangur siðferðislega, sem talinn er til ó- friðaráranna. “Það kann að vera eitthvað hæft í því,” hélt kunningi minn áfram, “en eg er þeirrar skoðun- ar að foreldrum sé fremur um að kenna. Þau hafa vanrækt að veita börnum ástúðlega sambúð og kenna þeim fegurð og prúð- mensku, og frið á heimilinu, í stað andskotans hávaða og erg- elsis. Þú kannast við vögguvísu K. N.s’ sem endar, svona: “haltu kjafti, hlýddu og vertu góður, heiðra skaltu föður þinn og móður.” Flestum mun finnast, að vís- an sé ekki annað en klúr fyndni. En í orðum skáldsins felst sú speki, að foreldrar sem noti svipuð orð og hegðun, njóti ekki virðingar barna sinna, og hafi engan rétt til að krefjast þess, að þau heiðri föður sinn og móð- ur. Ef svo ólíklega tekst til, að fjölskyldan er öll heima eina kvöldstund, magnast ergelsið og hávaðinn, þar til loks, laust fyrir miðnætti að allir falla í svefn, uppgefnir á sál og líkama. Eg tek til dæmis, heimili, sem á ekkert skylt við “Home, Sweet Home”, sem, undir gleri, hékk á veggnum í dagstofunni.—Kunn ingi minn þagnaði sem snöggv- ast og blés reyknum í loft upp, eg var ekki viss um hvort gletn- isglampa brá fyrir í augum hans, um leið og hann hélt áfram. “Laust fyrir klukkan sjö um morguninn kom bóndinn á nær- fötunum inn í dagstofuna, og opnaði útvarpið svo heyrðist um alt húsið, líklega til að ná í síð- ustu fréttir, eða af því að það var komið í vana að snúa því á, á þessum tíma, — og ef húsmóðir- in var heima allan daginn, var því ekki snúið af fyr en seint að kveldi. Póstar um Canada Sköpun listmenningar Fjögur hundruð listnemar sóttu til Klettafjallanna eða Banff-listaskólans (Banff School of Fine Arts), á nýliðnu sumri. Listaskóli þessi var byrjaður 1932, með veitingu frá Carnegie- stofnuninni í New York, er nam S10,000 á ári í 3^r. Þessi lista- skóli er grein af háskólanum í Edmonton og ætlaður til þess, að efnilegir námsmenn hafi í ná- munda og við áhrif stórbrotinn- ar náttúru tækifæri að æfa æðri listir. Allar tegundir listar eru þarna kendar, svo sem málaralist liöggmyndir, músík, tungumála- nám (franska), smásöguritun og leikrita o. s. frv. Skólinn er nú orðin svo vel stæður efnalega, að hann mun geta af eigin ramm- leik haldið uppi starfi. Nemendur eru hingað og þang- að að úr landinu. Mjög viður- kendir kennarar í listgreinum hafa kensluna með höndum, þar á meðal A. Y. Jackson, sem kunnur er að áhuga fyrir sköp- un þjóðlegrar listar. Hann von- ar að vísir til hennar eigi eftir að vaxa þarna upp, að músik eigi eftir að þróast, sem minni á tign, einveru og hina stórfenglegu náttúrufegurð umhverfisins, að Isikrit verði þar skrifuð, sem fjalli um andleg og þjóðfélagsleg málefni, að málararnir dragi myndir af Canada, sem minni ekki einungis á klettana, vötnin og trén, en einnig á þjóðina, sem hér býr, elskandi landið sitt og iðjugefna; með öðrum orðum, með verum gæddum mannlegu eðli; að frá söguskáldunum komi sögur, sem boði vor og þrótt, sem sögur Chekovs, Flauberts og Hemingways; að næsta kyn- slóð að minsta kosti eigi marga listamenn, sem á Canada líti með undrun og aðdáun eins og þeir sæu það í fyrsta skifti, og segðu frá því í myndum, óði eða sögu með svo skýrum og fögr- um dráttum, að hjörtu þjóðar- innar hræri. Skólinn í Banff leggur til verulega baksýn að stórum lista- verkum: himinhá fjöll, spegil- slétt vötn, mikla skóga, auk á- gætrar leiðsagnar frá beztu lista- mönnum landsins. Frá þessum skóla og öðrum af sama tæi síð- ar, ætti að geta sprottið orka sú, er vekur þá þjóðlegu meðvitund, sem lengi hefir verið beðið eftir, að hér komi fram. Næst setur bóndi vatnskietil- inn á rafsstóna, sezt svo við út- varpið, með rakvélina, sem or- sakar brak og bresti í útvarpinu. Þegar hann hefir lokið við rakst- urinn, klætt sig og drukkið tvo þrjá bolla af kaffi með morgun- bita, rauk hann í flýti út og skelti í lás. Litlu seinna kemur húsmóðir- in fram, úfin og ómáluð, bætir meira af vatni í ketilinn, fyllir þvottavélina og setur hana á stað. Hækkar útvarpið til að drekkja skröltinu í þvottavélinni og til að vekja unga fólkið, sem sumt þurfti að fara í vinnu og sumt í skóla. En þegar það dugði ekki, kallar húsmóðirin höstum rómi, hærra en útvarpið og þvottavélin, “að það væru bara fáar mínútur til að borða og komast í vinnuna!” Með morg- unmatnum lét hún dæluna ganga — “þeim væri skammar nær að drattast í rúmið á kvoi^- in, svo hún þyrfti ekki aö reka þau í vinnuna á nverjum morgni.” Og aftur var útihurð- inni skelt í lás. Svo varð stundar hlé þar til sama andstreymið endurtók sig með smá breytingum, meðan þau yngri gleyptu í sig morgun- bitann í snatri og hlupu út til að komast í skólann á síðustu mín- útu. Nú var það húsmóðirin, sem skelti útihurðinni í lás. Hún var ein eftir í húsinu, sem nú var hljótt og næðissamt. aðeins útvarpið og þvottavélin, sem héldu áfram samkepninni. Tveir kaffibollar og sígaretta hrestu upp á- húsmóðurina og rauk hún á stað! Hún þrífur ryksuguna út úr skáp, stingur vírspotta í vegg- inn. Þvottavélin kafnaði alveg, en einstaka rokur heyrðust í útvarpinu gegnum blístrandi drunur og gauragang í ryksug- unni, sem elti húsmóðurina um alt húsið hornanna á milli. Öðru hvoru veittist útvarpinu betur, því, á eftir hverri sápu auglýsingu, skall á glymjandi hornablástur, og svo gekk langa stund, þar til loks, að húsmóðir- in reif vírspottann úr veggnum og ryksugan dró síðustu andköf- in og þagnaði. Þvottavélin hélt áfram að skvampa og þæfa á þvottinum, með rykkjum og skrykkjum, þangað til seint og síðar meir að seinasta tuskan blakti úti á snúru og síðasti skólpsopinn hvarf ofan í kjallaragólfið. En útvarpið hélt áfram sem áður, að öðru leiti en iþyí, að það hafði skift um sápu og daglegan skamt af hjúskapar vandræðum, um karlmanna svik og kvenna- grátur — eða kvennasvik og hvínandi rifrildi, — og músik á eftir. Svo réðist húsmóðirin á ó- þvegna diskahrúgu í eldhúsinu, en þegar sá glamrandi stóð sem hæst, hringdi talsíminn. Það var vinkona húsmóðurinn- ar. Og svo byrjaði langur dag- legur fréttavaðall fram og aftur milli þeirra, nokkurskonar sál- arléttir í hávaða og annríki heim- ilisins, sem alt snerist í ergelsi og gremju .\. . það væri nóg til að gera meðal manneskju vit- lausa . . . já — og ef maturinn er ekki á borðinu á sömu mínútu þá rýkur hann upp með vonsku og heimtar að fá að vita, hvern fjandann eg hafi verið að gera allan daginn. Ekki svo sem að hann taki til hendinni þegar hann kemur heim úr vinnu. Ef hann er ekki að skamma krakk- ana, þá slettir hann sér á sófan og steinsofnar. Ha? . . . Já, eg hef líka oft sagt honum að hann ætti að taka við húsverkunum og finna út hvort hann hefði ekk- ert að gera. — Húsið var bara eins og svínastía í morgun eftir þetta skíta veður í gær, því krakkarnir sátu heima alt kvöld- ið, aldrei þessu vant, annars eru þau vanalega rokin út eftir kvöldmat. Það er þá að minsta kosti meiri friður í húsinu. En í gærkveldi hafði hann alt á hornum sér. Strákarnir flugust á og hann skammaði stelpurnar fyrir hávaðann í radíóinu. Eg hyrði nú minst af því, því eg sat við saumavélina og bætti og bætti. Svei mér þá, ef nokk- ur tuska endist stundinni leng- ur á þessum strákum, þú ert lánsöm gð hafa ekki stráka”. . . Ha? . . . Já, það er nú satt, eg segi nú sama, svona eru mínar stelpur líka, það er ómögulegt að nudda þeim til að taka til hendinni nema með illu. — Það er svona alt þetta unga fólk nú á tímum, það hugsar ekki um annað en hafa góðan tíma.” Þegar hér var komið, hringdi útidyrabjallan. Það var þá ekki annað en fátæklega klædd ungl- ings stúlka að selja jólakort, svo húsmóðirin skelti hurðinni í lás og réðist aftur á diskahrúguna. Að því loknu rendi hún heitu vatni og sápu í fötu, tók stóra gólftusku í hönd sér, blés þung- an og kraup á kné á eldhúsgólfið. Útvarpið hélt áfram sem fyr, að öðru leyti en því, að það hafði skift um sápu!” Eg byrjaði eitthvað á þá leið, að þetta væru nú öfgar, sem eg gæti ekki---- “Eg get vel trúað því” — greip hann fram í, um leið og hann stóð á fætur — “að þér finnist

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.