Heimskringla - 16.10.1946, Blaðsíða 3

Heimskringla - 16.10.1946, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 16. OKT. 1946 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA Ataturk, er gamli hershöfðing- inn Tchakmark. Þetta er land skrifstofuhershöfðingjanna og skriffinnskunnar. Peker er að vísu í hópnum, en hjá honum finnast litríkir blettir. Eg hefi þegar minnst á póker- spilið, hann var heldur ekki hræddur við whiskyflöskurnar, sem Kemal hafði svo gaman að. Hann hefir gaman af að láta hlusta á sig og getur hrært heilt ráðuneyti með flutningi sínum á vísunni: Aah, Swheyla, aah, Swheyla. í hamingjunnar kranz ertu rósin mín rauð. Fyrst og fremst er hann starfs- maður, enda hefir hann samið heróp Tyrkja: Ileri, ileri daima, ileri! ,Áfram, áfram! ávallt áfram! Hann er nógu mikill stjórn- málamaður til að vita, að það veltur á hinni almennu aðstöðu í löndunum við austanvert Mið- jarðarhaf, hversu auðveld leið- m áfram verður. —Tímn., 7 sept. FRÉTTIR FRÁ ISLANDl DÁNARFREGN Mr. og Mrs. K. J. Isfeld, að Húsavíck urðu fyrir, þeirri djúpu sorg að missa tíu mánað-; gamlan son sinn, Dale, einka barn sitt. Hann dó á almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg, 11. þ- m., og var jarðaður af sóknar- Prestinum 14. þ. m. IN MEMORIAM Beloved Baby Dale our Son Little loving Baby Dale, your passing from our lives has left us empty hearts in a lonely, empty home. Your laughter ^as our joy. Your loving pres- ence during your breif stay on earth with us brought happiness and comfort that cannot be re- placed. Our love for you shal’ carry on the memories of your beauty and sweet innocense in °ur hearts forever. Your love for ns so generous and beautiful wiU be our most precious mem- °ry of the time you spent on earth giving to us the greatest bappiness we had ever known. Darling beloved Baby Dale, wherever you may be, may God give you His and our blessing forever. Wherever you are we shall always remember and love y°u with an unceasing love, and until we meet in the Great Be- yond we give you our love and blessing darling Baby Dale. Mother and Dad. SöNGVAGYÐJAN MÍN þú sýnir ótal undra heima astin mín, sem kveður lágt, því finst mér dýrmætt þig að geyma, þú elur bæði stórt og smátt. Það er svo indælt þig að dreyma þinn með blíða töframátt. hjá mér einni átt þú heima ustin mín, sem kveður lágt. t*að er svo hlýtt hjá þér að búa, þú sem yl í hjarta ber °g létt er grát í gleði að snúa, geti blundur vaggað mér; °§ gott er öllu góðu að trúa, gleðina hugaraugað sér. Við skulum stjörnubeltin brúa, er Þú mig í faðmi þér. Yndo - ara minnmgar um skáldskap Borgfirðinga Fyrsta hefti er nú komið á bókamarkaðinn, og er það ákveð inn vilji útgefandans að ekki íði á löngu að fleiri hefti kom’ fyrir almenningssjónir. — Þetta hefti er 30 blaðsíður, í góðri kápu og prentað á ágætan pappír. — Verð: 50c. — Fæst í Bókabúð Davíðs Björnsson og hjá Vikinp press Ltd. Vestur-íslenzku gestirnir fara um Norðurland Vestur-íslendingarnir í boði Þjóðræknisfélagsins og ríkis- stjórnarinnar hafa undanfarna daga dvalið í átthögum sínum. Grettir L. Jóhannsson ræðis- ^ maður og frú Lalah hafa verið norður í Húnavatnssýslu. Einar Páll Jónsson ritstjóri Lögbergs og frú Ingibjörg eru austur á Fljótsdalshéraði og Stefán Ein- arssson ritstjóri Heimskringlu og frú Kristín munu á leið í Hornafjörð. Vikuna 18. til 25. ág. voru gestirnir á ferðalagi norður um1 land til Akureyrar, og dvöldu þá nokkra daga í hinum fagra höf- uðstað Norðurlands og bjuggu á Hótel KEA. Veðráttan var þeim hliðholl þessa vikuna sem hina fyrstu, er þau dvöldu í Reykja-j vík og ferðuðust um suðurlands- undirlendið. Móttökurnar, sem gestirnir fengu, voru hvarvetna, eins og bezt varð á kosið. Hófust þær mjög hátíðlega með skemtiferð á vitaskipinu Hermóði um Hval- fjörð í boði vitamálastjórnar og vitamálastjóra Axels Sveinsson- ar. Arnljótur Guðmundsson bæjarstjóri á Akranesi og bæj- arstjórn hafði boð þeim til heið- urs. Haraldur Böðvarsson fram- kvæmdarstóri sýndi þeim mik- inn vinarhug, svo og Hallgrímur Björnsson læknir, Ólafur B. Björnsson, kaupmaður, allir frá Akranesi. Þá var þeim virðu- lega tekið hjá Jóni Steingríms- svni sýslumanni í Borgarnesi, á Hvanneyri hjá Guðmundi Jóns- syni kennara í fjarveru skóla- stjóra, og hjá séra Einari Guðna- syni í Reykholti. Sýslunefnd Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu sýndi þeim Borgar- fjörðinn. Var þá Baulan “drotn- ing Borgarfjarðar” í sínum bezta skrúða. í austri voru litir ís- lands, hvítt og blátt, í fannhvít- um jöklum og heiðum himni. Hellirigning var á Holtavörðu- heiði, er gestirnir lögðu leið sína þar um, en á Reykjum í Hrúta- firði var skin sólar, blítt og notalegt eftir skúrina. Þar var séra Jón Guðnason til að taka á móti gestum. Á leiðinni norður og austur komu gestirnir við hjá séra Jóhanni Briem á Melstað, P. V. G. Kolka héraðssl. á Blönduósi, séra Gunnari Árna- syni á Æsustöðum, og sr. Lárusi Arnórssyni á Miklabæ. Þá “skein við sólu Skagafjörður”. Ekki höfðu gestirnir verið um stundar helming á Akureyri, er ekið yar heim að Laugalandi. Þar dvöldu heiðursgestirnir í hópi nýrra og gamalla vina hjá séra Benjamín Kristjánssyni, í hinu bezta yfirlæti. Þá urðu þeir einnig kærkomn- ir gestir á heimili séra Sigurðar Stefánssonar á Möðruvöllum, Björgvins Guðmundssonar tón- skálds, séra Friðriks J. Rafnars, v ígslubiskups. Þjóðræknisdeild Akureyrar hélt þeim mjög virðu- legt boð á Hótel KEA. Bæjarstjórnin á Akureyri bauð þeim í skemtiferð austur um sveitir, og héldu þeim síðan veglegt kvöldverðarboð á sama hóteli. Sáu þeir Steinn Steinsen bæjarstjóri og Þorsteinn M. Jónsson forseti bæjarstórnar um að gera þann dag hinn ánægju-1 legasta. Þá komu gestirnir einnig á heimili Balduins Ryel stórkaupmanns og dáðust mjög að hinum fagra trjágarði hans. Hóladaginn voru gestirnir á Hólum eins og vera bar. Voru þeir þar gestir Hólanefndar og Kristjáns Karlssonar skólastj. — Þá skein aftur við sólu Skaga- fjörður, og Skagfirðingar fögn- uðu komu gestanna af mikilli vinsemd og með einlægum blessunaróskum. Á Sauðárkróki sátu gestirnir kvöldverðarboð hjá séra Helga Konráðssyni, en komu síðar á heimili Sigurðar Sigurðssonar sýslumanns. Þá lá einnig leið þeirra heima að Reynisstað til Jóns Sigurðssonar alþingismanns og neyttu þeir morgunverðar á þessu stórmerka höfuðbóli. Sem sagt. Hinir kærkomnu gestir að vestan hafa hlotið hin- ar beztu móttökur. Norðurland var fagurt. Norðlendingar kept- ust um að sýna þeim vinahót og gestrisni. Fjallkonan var fögur. Hún var að fagna góðum og glöðum gestum. —Kirkjubl. 2. sept. * * * Vestur-íslendingarnir- skoða Hitaveituna og Sogsvirkjunina V.-lslendingarnir, sem hér eru í boði Þjóðræknisfélagsins og ríkisstjórnarinnar, skoðuðu í gærdag Hitaveituna og Sogs- vrikjunina í boði bæjarstjórnar Reykjavíkur. í förinni voru borgarstjóri, Bjarni Benedikts- son, bæjarráðsmenn og forstjór- ar bæjarfyrirtækjanna. Fyrst var ekið í Öskjuhlíð, þar sem Helgi Sigurðsson, forstjóri Hitaveitunnar, skýrði fyrirtæk- ið fyrir gestunum, en þaðan var haldið að Reykjum og hitaveitu- | mannvirkin og gróðurhús skoð- , uð. Því næst var haldið til Þing- ! valla og hádegisverður snæddur |þar. Þar talaði Bjarni Bene- diktsson borgarstj., en gestirnir ! svöruðu allir með ræðum. Við Sogsfossana var rafmagns- stöðin skoðuð, en Steingrímur Jónsson rafmagnlsstjóri skýrði fyrirtækið fyrir gestunum, enn- fremur talaði frú Lára, kona rafmagnsstjóra, en Ófeigur Ó- feigsson læknir, framkvæmdar- stjóri Þjóðræknisfélagsins þakk- aði fyrir hönd félagsins. Til bæjarins var komið aftur kl. 8 í gærkvöldi, eftir hina á- nægjule'gustu ferð. í gærkvöldi voru Vestur-íslendingarnir svo í boði hjá prófessor Ásmundi Guðmundssyni og frú hans. Undanfarna daga hafa Vestur- íslendingarnir verið í boðum m. a. hjá Hendrik Sv. Björnsson deildastjóra í utanríkisráðuneyt- inu og Ófeigi Ófeigssyni, lækni. Á morgun heldur ríkisstjórn- in hádegisveizlu fyrir Vestur-ís- lendingana, en á fimtudagskvöld gengst Þjóðræknisfélagið fyrir kveðjusamsæti í Sjálfstæðishús- inu og geta þátttakendur í því samsæti skrifað sig á lista, sem liggur frammi í Bókaverzlun' Sigfú Eymundssonar. í dag verða gestirnir í boði hjá Einari Jónssyni myndhöggvara og Árna G. Éylands, fulltrúa í landbúnaðarráðuneytinu. —Mbl. 17. sept. ★ * * Kynningarkvöld Félags Vestur-Islendinga í fyrradag hafði Félag Vestur- Islendinga kynningarkvöld fyrir boðsgesti Þjóðræknisfélagsins og aðra Vestur-lslendinga, sem hér eru staddir. Formaður félagsins, Hálfdán Eiríksson, kynti boðsgesti og bauð þá velkomna. Aðrir ræðu- menn voru: Ásmundur Guð- H HAGBORG FUEL CO. H ★ Dial 21 331 ^.F.L. 21 331 mundsson prófessor, Pétur Sig- urðsson, erindreki, og Pétur Sig- urgeirsson formaður móttöku- nefndar Þjóðræknisfélagsins. Vestur-lslendingarnir Einar Páll Jónsson ritstjóri, Grettir Á. Jóhannsson ræðismaður og Hjálmar Gíslason bóksali í Win- nipeg, fluttu allir snjallar ræður og rómuðu mjög framfarir hér heima og góðar móttökur. Frú Ástríður Eggertsdóttir mælti nokkur orð á ensku, sem sérstaklega var beint til Mrs. Jó- hannsson, konu Grettis, en hún mun hafa verið eini gesturinn, sem ekki talar íslenzku. Stefán Einarssön og frú voru austur í Hornafirði.—Tíminn, 11. sept. SPARIÐ Á ÞÆGILEGAN HÁTT til kaupa þeirra hluta sem þér þarfnist mest! KA UPIÐ CANADA SAVINGS BONDS $50 «100 «500 «1000 fyrir peninga út í hönd eða með afborgunum Trygt sem Canada Riflegir vextir Peningarnir fást til baka STRAX SEM ÓSKAST . KAUPIÐ HJÁ HVAÐA BANKA SEM ER, INNSTÆÐU OG VAXTAFÉL0GUM, VERÐBRÉFA VÍXLURUM, ÁBYRGÐAR OG LÁNFÉL0GUM EÐA ÞEIM SEM ÞÚ VINNUR HJÁ

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.