Heimskringla - 16.10.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 16.10.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. OKT. 1946 There’ll befewersalesmen to remind you to buy Canada Savings Bonds .;: so if you want to keep on saving this simple way read the next paragraph and place your order now. In days to come you’ll be glad of the money you saved so easily through Canada Savings Bonds. These are "Serve Yourself” Bonds; There will be fewer salesmen this time — it is up to you to make sure you buy. You can buy them through any Bank and from authorized invest- ment dealers, stockbrokers, trust or loan companies — for cash or by the monthly savings plan. Where your employer offers apayrollsavings plan you can buy your bonds by regular deductions from your pay. —c Munaðar- leysinginn “Eg mundi sjálfur hafa tekið þetta að mér á heimili yðar, ef konan yðar þekti mig ekki. Þessvegna verðið þér að leyfa mér að senda einn manna minna, sem eg ber hið fylsta traust til. Það er ekki vert að nefna neitt um fölsku demantana. Jenefer, það er maðurinn sem eg sendi í minn stað, getur borið einkennisbúning og unnið sem þjónn. Gætið þess vel að segja engum hver hann sé, nema þetta, að þér hafið ráðið til yðar nýjan þjón. En eg skal sjálfur leggja allan huga á að grafast fyrir um hvað orðið er af demöntunum; en mín skoðun er sú, herra hæstaréttarlögmaður, að þessi þjófnaður hafi verið fríuninn heima hjá yður. Samt verðið þér að leyfa mér að gera þá athugasemd, að það var mjög heimskulegt af ungfrúnni að láta svona dýrmæta gripi liggja á glámbekk. En nú skuluð þér fara heim og láta á engu bera. Þér megið ekki ásaka nokkurn mann um neitt, en skuluð rétt minnast á nýja þjóninn. Hann mun verða yður haukur í horni.” Þótt Ballar væri mjög lamaður út af þessu, fór hann samt heim og kom inn í stofuna heima, vingjamlegur og hægur eins og að vanda. — Hann gat ekki séð að konan sín hefði neitt með þjófnaðinn að sýsla. Ralph var farinn og vissi hann ekki annað en honum liði vel. Hann bað Sheilu að færa sér skrínið svo að hann gæti geymt það. Hún hikaði við og sagði svo að her- togafrúin hefði sagt, að hluta af hinu stóra gimsteinameni mætti breyta handa henni. En Ballar sat fastur við sinn keip og bað um skrínið. Hann ætlaði að koma því á óhultan stað. Þegar þau voru að drekka kaffið næsta morgun sagði hann hirðuleysislega: “Eg hefi hugsað mér, Sheila mín góð, að láta skrínið með gimsteinunum inn í bankann minn.” Sheila, sem var að lesa bréf frá Dermu, heyrði varla hvað hann sagði, en hneigði sig þessu til samþykkis. Ballar stóð upp frá borðinu og sagði við konu sína: “Já, vel á minst, eg hefi ráðið annan þjón.. Anderson hefir nú upp á síðkastið kvartað um, að hann hefði of mikið að gera, og James er ekki vel hraustur. Jenefer kemur hingað fyrir hádegið. Hann hefir góð meðmæli, svoað eg vona að hann verði að góðu liði.” “En góði Pétur,” sagði kona hans, “hvaða ráðslag er þetta. Sheila er næstum aldrei heima, og þjónarnir hafa næstum ekkert að gera.” “Við munum þurfa á Jenefer að halda. — Sheila ætlar hvort sem er að halda fyrsta dans- leikinn sinn í næstu viku,” svaraði Ballar. Jenefer kom eins og ákveðið var og ekki leið á löngu að hann áttaði sig á starfi sínu og yrði góður vinur allra meðþjóna sinna. Hann var svo greiðvikinn og snúningaliðugur, svo kurteis og framúrskarandi duglegur í verkum sínum, að Anderson gamli sagði, að hann væri óviðjafnanlegur þjónn. Hann breytti setustofu þjónustufólksins i reglulegan skemtisal og náði vináttu, ekki ein- göngu samþjóna sinna heldur stúlknanna á heimilinu. Fanchette dýrkaði hann og Nanny gömlu geðjaðist vel að honum, en lang stima- mýkstur var þó Jenefer við hina blíðlyndu og bláeygðu frú, sem stjómaði heimilinu. Hann var alt af í kringum hana, framkvæmdi hverja hennar ósk, sá um þægindi hennar á allan hátt, sem honum var auðið og var ætíð við hendina að bera bréfin hennar í pósthúsið. Daginn fyrir dansleikinn, þegar heimilið var alt umtumað vegna undirbúnings þeirra miklu hátíðar, þá barði Jenefer hægt að dyrum að herbergi húsbónda síns. Hann gekk inn eins og hann var vanur, næstum án þess að nokkurt skóhljóð heyrðist. “Eg verð að flytja yður þær slæmu fréttir, að eg hefi með aðstoð Holmans fundið þjófinn, herra lögmaður,” sagði hann. “Hvað meinið þér með þessu,” spurði Ballar hranalega og reis úr sæti sínu og læsti hurðinni. “Það er þýðingarlaust að leyna sannleik- anum í þessu máli, herra minn. Við Holman höfum uppgötvað alt því viðvíkjandi. Holman lítur svo á, að eg eigi að segja yður þetta í dag, en mitt álit var, að betra væri að bíða þangað til eftir dansleikinn.w “Nei, nei, þetta er alveg rétt, segið mér það núna.” “Þetta mun koma yður mjög á óvart, herra minn.” “Gætið að yður sjálfum, Jenefer og dirfist ekki að tala við mig í þessum tón. Sé þjófur á heimili mínu, karl eða kona, þá verður hann eða hún að fara burt af þessu heimili.” “Ekki hugsa eg að hægt verði að reka hana í burtu herra minn, því þetta er,” Jenefer hik- aði augnablik — “konan yðar”. Augu Ballars skutu bókstaflega eldingum og hann var svo reiðulegur að Jenefer hörfaði til baka af ótta við, að hann mundi slá sig í rot. “Sannið ákæru yðar,” sagði Ballar með ógnandi röddu. “Eg, já — afsakið herra minn; en eg hugsa að bezt sé fyrir yður að tala við Holman. Hann kann þessa sögu frá upphafi til enda. Það var samkvæmt yðar eigin ósk, að eg kom á heimili yðar, fyrirgefið mér, herra lögmaður, en eg kenni í brjósti um yður. Það geri eg sannar- lega.” “Farið nú og lofið mér að vera einum,” sagði Ballar. “En bíðið við, bætti hann við er Jenefer hafði tekið í hurðarhúninn og ætlaði út, “það sem þér hafið sagt mér segið þér eng- um öðrum, og þér verðið að vera hér á heimil- inu þangað til eg gef yður leyfi til að fara héðan. Dansleikurinn á morgun verður að halda áfram eins og ákveðið var, ekkert má aftra honum.” “Það skil eg vel, herra minn,” sagði Jenefer og var ánægjuhreimur í röddinni, “og yður er óhætt að treysta þagmælsku minni, annars væri eg ekki f þeirri stöðu sem eg er.” Ballar benti manninum að fara. Þegar hann var orðinn einn eftir dró hann stól að borðinu; hneig niður í hann, studdi olnbogun- um á borðið en höndunum á ennið og sat þann- ig niðursokkinn í daprar og óljósar hugsanir. Hvað átti hann að gera? Konan hans, hún Mar- grét, sem hann hafði elskað, heiðrað og gifst. Hún var nú orðinn þjófur í annað sinnið á fá- einum mánuðum. Var þetta ekki ljótur draum- ur, martröð, sem hann mundi vakna og losna við? Það var barið hægt á hurðina hans og þýð rödd vakti hann af þessum dvala. “Pétur frændi, Pétur frændi — við eigum að fara að borða!” Hann herti sig upp eins og hann gat og sagði eins rólega og hounm var auðið: “Eg get ekki borðað með ykkur í dag, Sheila, né farið með þér og frænku þinni út í kvöld. Segðu henni það strax, að mjög brýnt erindi knýi mig til að ferðast burtu úr bænum; en eg skal samt koma nógu snemma til að vera á dansleiknum. Góða nótt, yndið mitt.” , Sheila gekk hikandi frá hurðinni. Ballar hafði hálfgert hlakkað til að fara í boðið, sem þau ætluðu að sækja þá um kvöldið. Hann hafði minst á þetta við morgunverðinn, og nú gat hann ekki farið! Og Margrét frænka var orðin svo dauf. Hvað sem öðru leið þá vonaði Sheila að hún fengi að sjá Sjafus um kvöldið. Hún gat alls ekki skilið í þessari ráðabreytni fóstra síns. Eftir miðdegisverðinn óku þær Margrét og Sheila af stað í litla rafmagnsvagninum. Þá reis Ballar úr sæti sínu, þar sem hann hafði svo lengi setið í þungum þönkum. Konan hans var orðin þjófur í annað sinn- ið! Auðvitað varð hann að vernda hana; en gat hann haldið áfram að búa með henni og láta Sheilu vera undir handleiðslu hennar. Hann gekk inn í borðstofuna og drakk staup af koníaki, át brauðsneið og fór svo að finna Holman. Með sínum venjulega dugnaði hafði Hol- man með aðstoð Jenefers uppgötvað hvað orðið var af demöntunum. Hann ságði sögu sína með fáum orðum, og gat þess, að Mrs. Ballar grunaði það ekki, að Jenefer hefði í svefnherbergi hennar fundið helminginn af umslagi, með utanáskrift Ralphs. Því næst bað hann Ballar að fylgjast með sér til Mordicai, Gyðingsins. Ballar hikaði við að gera það, en sá samt, að bezt mundi vera, að vita alla söguna eins og hún væri, og fór því með Holman inn í hina skuggalegu búð okrarans. Mordicai var hinn rólegasti og neitaði engu. Hann sagði að frú ein hefði komið til sín með armbandið, einnig að sonur sinn, Benjamin, hefði-á laun tekið mynd af konunni á meðan hann sjálfur hefði þingað við hana um kaupin. Sér væri sönn ánægja að því að sýna þeim myndina. Myndin kom, og þekti Ballar strax konu sína. Hann varð ná- fölur, og leit helzt út fyrir að hann mundi hníga í yfirlið.Því næst sagði hann eins rólega og hann gat: “Isaac Mordicai, þessir demantar tilheyrðu ekki konunni sem seldi þá. Eg vil fá þá aftur. Hvað viljið þér fá fyrir þá?” “Eg sendi þá til Parísar sama kvöldið”, svaraði Mordicai. “Eg á góðan vin þar yfir því, sem er að reyna að selja þá, en hann mun biðja um hátt verð fyrir þá, herra minn”. “Það gerir ekkert til um verðið,” svaraði Ballar, “en demantana verð eg að fá”. Er hann sagði þetta leit hann á úrið sitt. “Holman,” sagði hann og sneri sér til leyni- lögreglumannsins, “Þessi maður hefir veitt móttöku stolnum munum. Segðu honum að bezt sé fyrir hann að hjálpa okkur, vilji hann sleppa við frekari vandræði.” Mordicai, sem var í eilífri hræðslu við lög- in, var fús til að láta þeim í té heimilisfang vin- ar síns í París. Hann samþykti það líka að Ben, sonur sinn fylgdist með þeim þangað þegar um kvöldið. Ben var all ófus fararinnar, en lög- maðurinn leit þannig á hann, að hann sá sitt vænsta að hlýða og fór því strax með þeim. “Þetta gerir mér ekkert til,” sagði Mordi- cai gamli við sjálfan sig. “Eg hefi fengið mína borgun og henni held eg. Það er ekki svo auð- velt að eiga við Le Fevre, en hvað kemur það mér við?” 14. Kapítuli. Hertogafrúin hafði sjálf gefið þeim, sem skreyttu húsið fyrirskipanir sínar, hvernig öllu skyldi háttað. Alstaðar mætti auganu fegurð, og blómaangan lagði um alt húsið frá ljósrauð- um rósum og hvítum liljum, sem voru aðal skrautið. Sheila átti að vera í hvíta hirðbún- ingnum með alkunnu perlufestina. Mrs. Ballar var í ljósgráum flauelskjól, saumuðum eftir nýjustu tízku, en um hálsinn hafði hún dem- antamen, sem maðurinn hennar hafði gefið henni. Ekkert hafði heyrst frá Ballar annað en það, sem Sheila hafði skilað, og það var ekki laust við að hertogafrúin væri hálf óánægð yfir burtveru hans. Mrs. Ballar var inst í hjarta sínu lömuð af ótta og skelfingu, en samt var hún alls ekkert hrædd um að fjarvera hans stafaði af demanta hvarfinu. Mörgum þjónum var bætt við þetta kvöld og Jenefer var svo þarfur að Anderson og með- þjónn hans voru eins og hálfdrættingar saman- bornir við hann. Hann var alstaðar og skipaði fyrir viðvíkjandi miðdegisverðnum og hikaði meira að segja ekki við að gefa stofnun þeirri er stóð fyrir þessu fyrirkomulagi, margvíslegar bendingar, þótt stofnun þessi væri fínasta stofnun þeirrar tegundar í London. En enginn móðgaðist við Jenefer út af þessu, öllum féll vel við hann. Hertogafrúin sagði meira að segja, að hann væri ómissandi, og spurði Mrs. Ballar hvar hún hefði náð í hann. Hún svaraði því, að maðurinn sinn hefði ráðið hann, og að hún sjálf vissi ekkert um manninn né þekti til hans, nema þetta, að hann væri allra manna liprastur. Hertogafrúin var hinn leiðandi andi á dans- leik Sheilu, en ekki fóstra hennar. Það voru vinir hennar, sem komu — það var hún, sem fyrst hafði kynt Sheilu fína fólkinu í bogrinni, og hún hafði líka talað við Sheilu og lagt henni reglurnar hvernig hún ætti að breyta við slíkt tækifæri og þetta. “Þetta er dansleikurinn þinn og þótt Mrs. Ballar taki á móti gestunum, mátt þú ekki gleyma því að standa við hlið hennar og taka líka á móti þeim. Þegar allir eru komnir, mátt þú auðvitað taka þátt í gleðinni og dansa.” “Þá hata eg þennan dansleik minn,” sagði Sheila ólundarlega, því að hana langaði til að hefja dansleikinn ásamt Sjamus O’Doyle. Hertogafrúin leit á Sheilu með hálfgerðri meðaumkvun og sagði: “Þetta er skylda þín, barnið gott, og skyldum sínum getur maður ekki vikið frá. Fáðu mér nú spjaldið þitt og þá skal eg sjálf rita nöfn þeirra, sem þú dansar .við, á það. Vertu óhrædd. Hér verður ekki einn einasti, sem ekki mun telja það ánægju og heiður að dansa við hvítu liljuna mína.” Sheila roðnaði. “Þér verðið að skrifa nafn Sjamus 0‘Doyle efst á listann.” “En hvað þú ert einföld barnið gott, bæði markgreifinn af Asthowera og hertoginn frá Toronto biðja um þennan heiður.’i “En eg vil dansa við Sjamus,” endurtók Sheila þrákeltnislega. Hertogafrúin brosti. Hún hafði fyrir löngu síðan uppgötvað hið saklausa leyndarmál ungu stúlkunnar, og hún dáðist ennþá meira að henni fyrir val hennar. Hún skrifaði nafn O’Doyle þriðja í röðinni, og sams'tundis æpti Sheila upp, bæði af sárs- auka og gleði. “ó, Margrét frænka, eg sá Pétur frænda koma upp baktröppurnar. En hvað hann er þreytulegur!” Mrs Ballar svaraði engu og eftir stundar- frjóðung kom Ballar til þeirra. Hann var í út- liti eins og venja hans var til, var kanske ennþá laglegri en að vanda. Það var dálítill roði í vöngum hans en hin alvarlegu og stöðugu augu hans voru óvenjulega skær og róleg. Hann tók hendi Sheilu og þrýsti henni og snéri sér svo til konu sinnar. “Það er útlit fyrir að þetta gangi alt saman ágætlega, og eigum við það að þakka okkar ágætu vinnukonu, hertogafrúnni.” “Já, það gleður mig að þú ert ánægður með þetta. Við eigum henni margt að þakka. Hún hefir verið hér næstum í allan dag til að ráðstafa öllu. En hvers vegna þurftir þú að fara svona skyndilega í burtu Pétur?” “Viðskifti,” svaraði hann hirðuleysislega. “Ó, þarna koma fyrstu gestirnir.” Og nú streymdi fína fólkið inn hópum saman, alilr heilsandi Mr. og Mrs. Ballar en » fram yfir það voru það fáir, sem veittu hinni fölu bláeygðu frú frekari eftirtekt, allra augu störðu á hina fögru ungfrú í einfalda, fína kjólnum. Hertogafrúin kom til þeirra og þegar hún sá hversu afskaplega þetta var þreytandi fyrir Mrs. Ballar, hjálpaði hún henni til að veita gestunum viðtöku og koma fullorðnu konunum fyrir þar, sem vel fór um þær. Alt í einu hrópað^ Sheila lágt gleðióp. — O’Doyle höfuðsmaður kom upp stigann og aldrei virtist hann hafa verið eins fallegur og nú, búinn viðhafnar einkennisbúningi sínum. — Hjarta hennar barðist ákaft og vangar hennar þöktust léttum roða.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.