Heimskringla - 12.03.1947, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.03.1947, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. MARZ 1947 Minningarorð Metúsalem J. Thorarinson Hann var fæddur að Langa- vatni í Reykjahverfi, í Helga- staðahreppi, í Þingeyjarsýslu, á íslandi, 27. ágúst, árið 1888. Honum var gefið nafn afabróð- ur sáns, Metúsalems Magnús- sonar, á Amarvatni. Foreldrar hans voru þau hjónin, Jón Þór- arinsson og Þuríður Sveinsdótt- ir. Jón var sonur þeirra hjón- anna, Þórarins Magnússonar og Guðrúnar Jónsdóttur, er bjuggu á Halldórssföðum, í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu, en Þór- arinn var sonur Magnúsar Ás- mundssonar og Sigríðar Þórar- insdóttur. Jón átti 4. bræður og 3. systur. TVeir bræðranna, Magnús og Páll, tóku við búi eftir föður sinn á Halldórsstöð- um. Um Magnús er sagt í fjórða hefti Eimreiðarinnar, 1946: “Hann var landskunnur hug- vitsmaður og þjóðhagasmiður, sá er fyrstur flutti til Islands kembingarvélar og setti niður á bæ sínum. Þótti slíkt nýlunda mikil og ærið þrekverki”, Páll kvæntist skozkri konu Eliza- beth Grant, sem hann kyntist á Skotlandi. Bjuggu þau um hálfr- ar aldar skeið á Halldórsstöð- um. Eru þau enn þar, en sonur þeirra tekinn við búinu. Aðrir bræður Jóns voru Sveinn og Þorbergur. Hinn síðari var lengi skrifari hjá Benedikt sýslu- manni Sveinssyni. Frændi hans, Eiiúkur Þorbergsson, á heima í Winnipeg. Systumar vom Sig- m'ður, Guðbjörg og Guðrún. Hin síðastnefnda kom til þessa lands, átti heima í Winnipeg og dó þar. Þuríður var dóttir Sveins Jónssonar Oddssonar og Soffiíu Skúladóttur, er bjuggu á Fjalli og í Garði í Aðaldal í Þingeyjar- sýslu. Soffía var dóttir séra Skúla Tómassonar, prests í Múla í Aðaldal, í Þingeyjar- syslu, og konu hans Þórvarar Sigfúsdóttur, prests í Höfða- hverfi. Þuríður og séra Helgi lektor Hálfdanarson, faðir Jóns biskups Helgasonar, vom þrem- enningar, en Þuríður og séra Magnús Jónsson á Grenjaðar- stað, voru bræðraböm. Jón sómdi sér vel í hópi sinna gjörvilegu bræðra. Hann var karlmenni, íþróttamaður, og fullhugi mikill. Þegar brú yfir Laxá, nálægt Grenjaðarstað var í smlíðum, gekk hann fyrstur manna á mjóum plánka yfir grind brúarinnar, og bar í hendi annan plánka. Bar slíkt vott um áræði og leikni. Jón og Þuríður giftust á Hall- dórsstöðum og vom þar þangað til næsta vor. Þá fluttu þau að Langavatni og bjuggu þar allan sinn búskap. Jón var dugnaðar- maður og búhöldur góður. Eftir ástæðum var afkomann góð. Þau eignuðust 8. böm, og vom þau þessi: Sveinn, er dó á fyrsta ári; Þórvör Soffiía er dó á 3. ári; Guðrún; Þórarinn; Sveinn, Magnús og Metúsalem. Magnús var fóstraður af Sigurjóni og Snjólaugu, hjónum á Laxamýri, foreldrum leikritaskáldsins mikla, Jóhanns Sigurjónssonar. Árið 1891 varð Þuríður fyrir þeirri miklu sorg að missa eig- inmann sinn. Hann lézt er hann var 44 ára gamall. 1 þeim erfið- leikum varð það niðurstaðan, eftir mikla umhugsun, að flytja vestur um haf. 1 Nebraska-rík- inu í Bandaríkjunum, átti hún systur, Þórvöru sem gift var Jóni Halldórssyni er snemma á árum fór til Ameríku. Þau hjón- in bjuggu í grend við Long Pine í áðurnefndu ríki. Þangað var nú ferðinni heitið. Öll bömin, nema Magnús, fimm að tölu, fóru þangað með móður sinni. Metúsalem, hinn yngsti, var rétt um þriggja ára aldur. Skúl- ína, bróðurdóttir Þuríðar, gift Ólafi Hallgrímssyni, var þeim á- samt manni sínum, samferða vestur og settust þau að á landi nálægt Long Pine. Familían var 5 ár í Long Pine og leið þeim sæmilega. Bömin gengu í skóla og náðu góðum þroska. Að þessum tíma liðnum flutti Þuríður með börn sín í íslenzku Manitoba Birds WHIP-POOR-WILL—Caprimulgus vociferus vociferus ColOured in soft indefinite patterns of wood-browns and grey with suggestions of rufous and ochre. There is littlc broad pattem in the colouring, but much fine detail. On the underparts there is only a faint suggestion of barring, and the coloration of the whole bird is like that of a greát brown moth. * Distinctions. There is a white collar across the base of the throat, but the throat itself is dark; the last half of the tail feathers, except of the middle pair, is white in the male, and tipped with buffy in the female. Field Marks. A wood-brown, long-winged, long-tailed bird, witih no conspicuous white spot in the wing, that rises from the undergrowth with a loose floppy flight, flies low, and soon alights again on the ground beyond. Moré often recognized by sound at night than by sight in the day. Its call at night, a soft whistle resembling the words “Whip poor will” repeated many times, is familiar to all frequenters of the eastern Woodlands. Nesting. Eggs laid directly on the ground or on dead leaves. Distribution. Eastern North America. In Canada, west to and including the woods and blufifs of southem Mani- töba. Has been taken as far west as Prince Rupert. When disturbed by an intruder it rises with a loose, poorly con- trolled flight that gives no indication of its wonderfu! command of the air at other times, flutters a short distance over the tangle, and drops again to earth. Economic Status. The Whip-poor-will feeds largely upon night-flying beetles, especially May beetles or June bugs. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD185 Metúsalem J. Thorarinson Fæddur 27. ágúst 1888 — Dáinn 3. marz 1946 MINNINGARSTEF Það fækkar nú óðum þeim islenzku mönnum, sem öndvegið hlóðu, traustum og sönnum. Með árvekni landnemans aflinu að beita, og amsúg í vængjum flugið að þreyta. 1 verkum og athöfnum varst aldrei hálfur úr vanda í framkvæmdum leystirðu sjálfur. Og sórst þig í ætt þinna sókndjörfu feðra, er sigmðu hamfarir grályndra veðra. En skjót var þín burtför á skeiðinu bezta, ei sköpum má ráða svo er það um flesta. Og winirnir þakka nú veglyndum bróður, sem var þeim i hvítvetna hollvinur góður. Þeir minnast og þakka þér samleið og samtíð, og sakna þín vinur i komandi framtíð. Þeir vita er guðsólin gengur til viðar hún geislum þig ljómar hins eilífa friðar. Fyrir hönd systkina hins látna. Gunnbjörn Stefánsson ibyggðina í Norður Dakota. Á Mountain átti Þuríður bróður, Sigurjón Sveinsson. Veitti hann þeim þá liðveizlu sem hon- um var unt, enda var öll fjöl- skyldan samhent í þvi að bjarga sér sjálf. Þuríður nam land fyrir vestan Mountain og ef til vill eitthvað af bömunum. Eftir því sem á- stæður leyfðu nutu bömin skóla- göngu á Mountain og síðar á hærri skólum annarsstaðar. Eitt þeirra Þórarinn, fór í ríkis-há- skóann í Grand Forks. Þórvör varð skólakennari og kendi lengi, bæði í Bandaríkjunum og í Canada. Árið 1899 giftist Þuríður í annað sinn. Maðurinn var ekkju maður, merkur bóndi í Mount- ain-byggðinni, Indriði Sigurds- on. Samtímis giftist Guðrún, dóttir hennar, og maður hennar var Guðmundur Guðmundson, sonur Guðmundar Jóhannesson- ar þar í bygð. Indriði og Þuríður bjuggu á landi í Cavalier Oounty, nálægt Munick, þrjú ár, 1899 til 1902, þá fluttu þau til Edinburg, í sama ríkinu. Meðan þau áttu þar 'heima, kom Magnús sonur henn- ar frá íslandi árið 1907 og fór jMetúsalem norður til Winnipeg til að mæta bróður sínum, kom þangað 1. ágúst. Þetta var fyrsta koma þeirra beggja til Winni- peg, og leizt þeim vel á borgina, en eðlilega hefir dvölin verið stutt, í það sinn, því móðir og hin systkynin biðu suður frá eft-, ir gestinum. Eftir að þeir komu suður, unnu þeir bræðurnír Magnús og Metúsalem að þreskingu og gengu svo báðir í skóla í Edin- burg um veturinn. Næsta sum- ar, 1908, unnu þeir báðir smíða- vinnu á ýmsum stöðum í bygð- inni. Magnús var lærður tré- smiður frá Islandi og Metúsalem var að læra. Næsta vetur voru þeir aftur á skóla í Edinburg. Sumarið 1909 fór Meúsalem til Winnipeg og fékk vinnu hjá byggingamönnum, Sparrow Brothers. Það var fyrsta vinna hans í þessari borg. Hann sendi eftir bróður sínum Magnúsi, og unnu þeir þar saman þangað til líklega seint um haustið. Um veturinn voru þeir í Edinburg. Um þessar mundir var nokk- ur hugur í sumum í íslenzku bygðinni í Norður Dabota að flytja í nýbygð eina, sem þá var vanalega kend við Gull Lake í suðvestur hluta Saskatchewan- í'íkis. Höfðu þeir góðar fréttir af landi þar. Bærinn, sem nú er á því svæði, heitir Climax. Um vorið 1910 ferðuðust þeir Metú- salem og Magnús þangað vestur, skrifuðu sig fyrir löndum og komu svo til baka. Indriði hafði þegar skrifað sig fyrir landi þar. Um haustið 1910, fluttu þeir bræðurnir, Þórarinn, Sveinn ’og Magnús þangað, reistu hús, og lönd voru þegar fengin. Fyrri hluta ársins, 1911 fluttu þau hjónin, Indriði og Þuríður þangað. Indriði dó þar 1912. Eftir það hafði Þuríður heimili með sonum sínum þangað til hún dó 1914. Bæði voru þau jörðuð að Mountain. Metúsalem notaði aldrei rétt sinn til heimilislands í Saskatch- ewan. Frá Gull Lake fór hann til Winnipeg og vann þar sum- arið 1910, og svo áfram. Hann var þar orðinn heimilisfastur Þareftir var framtíð hans í :Winnipeg. Snemma í Winnipeg tíðinni, kyntist Metúsalem öðrum ung- um manni, Viíglundi Andréssyni Davíðson. Varralega skrifaði hann sig W. A. Davidson. Við- kynning þeira þroskaðist á sín- um tíma í félagsskap og vináttu. Viíglundur var málari, en Metú- salem nú orðin trésmiður. Árið 1910 stofnuðu þeir með sér fé- lagsskap til að byggja hús. Stóð sá félagsskapur nokkur ár. Síð- ar færðu þeir út kviíarnar og tóku að reisa marghýsi. Er þeir höfðu komið upp nokkrum heimilum, snéri Metú- salem að heimilistofnun fyrir sig og tilvonandi konu sína. Sig- ríður Katrín Sigurrós Davíðson, systir verzlunarfélaga hans, og Metúsalem höfðu þekst ein 4. ár. Hun var dóttir Andrésar smá- skamtalæknis Davíðssonar og Steinunnar Jónsdóttur frá Reykjavík á Islandi. Þau voru gift af séra Rúnólfi Marteins- syni í húsi sem Metúsalem hafði sjálfur reist og átti, 940 Sher- burn St., 6. des., árið 1913. Næsta ár skall á veraldarstyrj- öldin fyrri, og var þá í bráð úti um nokkurnveginn alt bygging- arstarf í Winnipeg. Margir fóru þá burt úr bænum og leituðu sér skjóls annarsstaðar. Á því tóma- bili fluttu þau hjónin Metúsal- em og Sigríður, norður í Nýja ísland og voru þar um sjö ár, lengst af á landi fyrir norðan Gimli bæ. Hann vann þar af miklum dugnaði, og þau komust vel af; en auðvitað var þetta bráðabirgðar heimili, og þegar um hægðist í Winnipeg með kyggingastarf, fluttu þau aftur þangað og áttu þar heima síðan. Það starf, sem þá var fram- undan var ekki smávægilegt. Byggingastarf var það sem lengst og mest knúði fram huga og hönd hjá Metúsalem, en þeg- ar áleið bætti hann við sig námu- starfi. Eftir að þau hjónin komu til baka, í borgina, tóku þeir tengdabræðumir, Víglundur og Metúsalem, að nýju, upp félags- skap með sér. Þeir reistu nokk- ur íveruhús. Einnig bygðu þeir Astoria Apartments á Kennedy St., ennfremur Mount Royal Apartments á Smith St. Þeir voru hvor öðrum til aðstoðar í þessu verki félagamir. Víglund- ur hafði mikið af listfengi, og Metúsalem var ágætur drátt- listarmaður. Kom þetta að góðu haldi í því að upphugsa snið og tilhögun bygginganna. — Þeir höfðu í samlögum gott lag á því að útbúa heimili, sem fólki geðj- aðist að. Seinna meir héldu þeir áfram sama starfi hvor í siínu lagi. Metúsalem bygði enn fjölda íveruhúsa. 1 alt mun hann hafa reist meir en 250 hús. Um eitt skeið vann hann fyrir Beaver Construction Company, og bygði fyrir það félag nokkrar stórar byggingar. Tvö marghýsi bygði hann. — Annað þeirra var Palliser Ap- artments á Stradbrook St. Hitt var Royal Crest á Wellington Crescent. Við hina síðari bygg- ingu hafði hann stundum meir en 100 menn í vinnu í einu. Metúsalem var forseti í tveim- ur námufélögum: Thor Gold Mine og Pioneer Chrome Syndi- cate, og mun hann hafa gefið þessu starfi allmikinn tíma og áhuga. Þau hjónin eignuðust tvo drengi. Annar þeirra, Metúsal- em Vílmundur Ernest, dó af slysi, 5. okt. 1929. Var það þeim báðum átakanleg sorg. Hinn son- urinn, Sigursteinn Aleck, er námsmaður í lögfræði. Fjögur systkini Metúsalems eru á ilífi: Þórvör, er kona Carls Hanssonar frá Djúpavogi, og eiga þau eina dóttur og búa í Winnipeg; Guðrún, ekkja Guð- mundar Guðmundssonar, á heima að Mountain í N. Dak., hún á 11 börn; Sveinn og Magn- ús, eiga 'heima í Climax. Þórar- inn var giftur Þorbjörgu John- son. Hann er dáinn en þrjú börn þeirra eru á láfi og eru með móð- ur sinni í Climax. Um miðjan febrúar, 1946, lögðu þeir vinirnir Metúsalem og Skúli Benjamiínsson af stað í skemtiferð, vestur á Kyrrahafs- strönd. Þeir ferðuðust í bíl og höfðu hina mestu unun af ferða- laginu. Eftir langt og strangt starf meta menn dálitla hvíld og skemtun. Það var gaman að sjá og kynnast Vaneouverborg, Svo var farið út á Vancouver-eyju, til Victoria-borgar, og þess yndis notið sem hún hefir að færa. Tíminn, sem til þessarar skemt- unar var ætlaður var stuttur. Metúsalem var kominn til baka til Vancouver og nú var ráð- gjört innan skamms að leggja af stað heim. Á sunnudagsmorg- uninn, 3. marz, er hann var á gangi þar í borginni, bar að höndum ógurlegt slys, hann varð fyrir bíl, og dó af því slysi sama daginn. Fregnin um þenn- an atburð barst skjótt til Winni- peg. Næsta dag var ritgjörð um hann ásamt mynd af honum í blaðinu Free Press, sagt frá slys- inu, og getið nokkuð um athafna- ríka æfi hans. Líkið var flutt austur og útför hans fór fram í Winnipeg, mánu- daginn, 11. marz. Athöfnin fór fram í útfararstofu Thompsons á Broadway stræti, og síðasta kveðjan í Riverside Mausoleum, þar sem jarðnekar leifar drengs- ins hans hvíla. Fjöldi fólks v&r viðstaddur. Séra Rúnólfur Mart- einsson jarðsöng. Líkmenn voru Friðrik Kristjánsson, F. G. Davidson, W. F. Davidson, Rob- ert Helgason, Fred Bjarnason og William Charlton. Þegar þessi ungi maður, M|et- úsalem Thorarinson, haslaði sér völl til atvinnu í Winnipeg, hafa menn tæpast gjört sér grein fyr- ir því, hvaða maður í honum bjó. Borgin hefur reynst skara ís- lendinga öndvegi tækifæranna. Hingað hafa þeir komið með margvíslega hæfileika, andlega og Mkamlega og hér hafa þeir fengið svigrúm og þroska. Met- úsalem kom hingað með það sem Guð hafði gefið honum í ætterni, uppeldi og sérstökum gáfum, og hér varð alt þetta eins og frækorn sem fellur í frjóan akur. Það náði þroska og blóma. Mér er sem eg sjái föður hans, Jón vera að ganga, með planka í hendi, á mjóum planka, yfir brúargrindina á Laxá. “Til þess þurfti”, sagði eg, “áræði og leikni”, og ein mitt þetta hvort- tveggja átti Metúsalem í ríkum mæli. Hann átti hugrekkan, skapandi anda. Mér er sagt, að sumir skáldsöguhöfundar fái sögur sínar eins og nokkurskon- ar opinberun, sagan renni upp fyrir þeim eins og mynd sem þeir svo færi í búning orða. Eitt- hvað svipað því finst mér hafi verið tilfellið með Metúsalem, munurinn er aðeins sá, að skáld- sögur hans voru heimilin og marghýsin, sem hann reisti, byggingarnar, sem andi hans skapaði og hönd hans færði í sýnilegan búning. Hann hafði nærri óseðjandi starfslöngun. Hann hlóð á sig störfum, þrátt fyrir það, að frá því hann var ungur maður var hann aldrei verulega sterkur til heilsu. Winnipeg sýndi hvað í honum bjó, frábær starfshetja. En hann var meira en aðeins byggingameistari. í öllu þessu mikla starfi hans, veit eg með vissu, að æðsta takmark hans var ekki að græða fé, heldur það að leysa verk sitt af hendi, eftir hreinni samvizku, öðrum til sem mestra nota og heilla. 1 honum bjó drengur hinn bezti, sem elskaði Guð, þótti vænt um fólk sitt, var frábærlega góður að hitta, og vildi öllxim hjálpa af fremsta megnj. Hann var góður, tryggur vinur. Hans er sárt saknað af ást- vinum hans og fjölda annara manna, sem þektu hann og vissu hvað í honum bjó af göfigi og gæðum. Blessuð sé minning hans Rúnólfur Marteinsson Lof um Canada • New York, 3. marz — í yfirliti yfir iðnað og önnur afrek á at- hafnasviðinu í 19. mismunandi löndum, sagði New York Times síðastliðinn mánudag, að Can- ada virtist, eftir öllum ástæðum að dæma, eina landið þar sem hægt væri að segja að einka fyr- irtæki þrífist í fullu frelsi frá yfirráðum stjórnarvalda. Sagði blaðið, að síðan stríðinu lauk, hefði canadiskur iðnaður verið hafinn á nálega sama stig og verið hefði fyrir stríð, án rót- tækra breytinga. Sýndi blaðið skýrslur frá mörgum öðrum löndum. Bretar leitast við að sefa uppreisnir í landinu helga Herréttarlög voru sett í Tel Aviv og þeim forna hluta Jerús- salemborgar, er Gyðingar byggja, síðastliðinn mánudag, meðan um 9,000 manns af brezk- um hersveitum, leitaði á því svæði eftir leiðtogum og for- sprökkum hernaðar-leynisráðs* samtaka Gyðinga. Talið er að yfir 20 manns hafi látið Mfið í þriggja daga ofbeld- isárásum og hermdarverkum uppreisnarmanna, og tilraunum brezka herliðsins að kefja niður uppþotin. Sagt er líka að 50 manns hafi verið sært og limlest Irgun Zvai Leumi hergagnabúr- ið sem fannst suíastliðinn sunnu- dag, hafði inni að halda raf- magns hvellsprengjur, hand- sprengjur, og allskonar tegundir heimatilbúinna sprengiefna. , Ennfremur fundust þar 35 amer- ískar handsprengjur, 5 Sten- byssur og 25 stangir af “gelig- nite”, ásamt skammbyssum, her- búningum og ýmsu öðru tilheyr- andi herútbúnaði. I árásunum síðasta laugardag létu 21 Mfið; af þeim 16 í spreng- ingu í Goldsmith Club fyrir brezka herforingja í Jerúsalem. Það var á Skotlandi. 'Nelly: “Nú er eg 'handviss um að Mack vill giftast mér og bið- ur mín bráðlega. Hann sagði í gær að sér þætti eg fallegust í einföldum og ódýrum kjöl”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.