Heimskringla - 02.04.1947, Blaðsíða 6
6. SlÐA
HEIMSKRINGLA
(ISkllSISKA
“t»ar farið þér alvarlega vilt vegar. En þótt
eg viti nú sem stendur enga ráðningu á þessari
gátu, þá skal eg samt finna hver hún er og þér
•skuluð fá að heyra sannleikann af mlínum eigin
vörum, Consufelo Brand.”
“Þetta er ekkert leyndarmál,” sagði eg þrá-
keltnislega.
“En eg heitstrengi að komast að því, hvað
•sem það er áður en margar vikur eru liðnar.”
“Já, þér eruð góður njósnari,” svaraði eg,
“en ef þér spinnið upp fleiri lygasögur um mig,
þá skulu allir fá að heyra um ástæðu yðar og
móður yðar til að njósa um mig og rraínar sakir.
Eg er ekki hefnigjörn, en eg má til að verja
mig.”
“Ef þér 9egið frá þessari ímyndun yðar,
sem ekkert er annað en ímyndun, skal eg segja
óllum heiminum frá því, sem eg finn út um
leyndarmál Lady Sophíu, hversvegna hún tók
yður.”
Augnaráð hennar gerði mig óttaslegna. Eg
•hefði aldrei haldið að nokkurt mannsandlit
gæti orðið svo afmyndað af hatri.
18. Kapítuli.
Þegar við fórum frá Henley hafði Lady
Sophia höfuðverk og læknirinn sagði að það
stafaði af sólsting, sem hún hefði fengið í
•skemtiskipinu úti á ánni. Ráð hans var, að hún
skyldi hvíla sig og vera í fjallalofti í tíu daga,
•áður en hún færi til Goodwood og Cowes. Eg
bauðst til að hjúkra henni, því að mér þótti
vænt um að geta endurgoldið henni þannig, lít-
inn hlu'ta af allri hennar góðsemi í minn garð.
Hún átti ekki að sjá neina nema mig og Adelu.
Fjallaloft var að hennar skilningi loftslagið
á óðalssetri einu, sem frændi hennar átti. Það
var autt um þetta ieyti, því að hann var þá í
Svisslandi, en Lady Sophía símaði honum þang-
að, og lánaði hann henni heimili sitt. Strax
þegar hún þóttist fær um að ferðast þangað
lögðum við af stað.
Áður en við lögðum af stað til Cumberland,
hafði Sir George heimsótt okkur tvisvar sinn-
um; en í bæði skiftin var eg yifir Lady Soplhiíu,
og heyrði ekki að hann hefði komið fyr en löngu
síðar.
Lady Sophía svaraði bréfi Sir George, frá
Cumberland og fullvissaði hann um, að sér yrði
batnað og hún mundi vera viðstödd veðreið-
arnar við Goodwood, og að hann þyrfti ekki að
óttast að við kæmum ekki og yrðum gestir hans
þar. Eftir það komu bréf og blóm, og stundum
fékk eg fóein þeirra.
“Aumingja George. Hann er óþolinmóður
að bíða komu okkar,” sagði hún og leit upp úr
bréfi, sem hafði komið einum tveimur dögum
eftir að við höfðum ákveðið að fara til Cumber-
land. Hvað viljið þér gefa mér til að heyra
hvað stendur í þessu bréfi, Consuelo?”
“í>að fer alt eftir því hvort það er gott eða
•slæmt,” svaraði eg með uppgerðar hirðuleysi.
“Hvort heldur þú að það sé?”
“Ó, eg býst ekki við að hann muni segja
neitt slæmt við yður um gest yðar.”
“Ef þér vilduð segja mér hreinskilnislega
skoðun yðar á honum, mundi eg freistast til að
lesa yður einar tvær línur úr bréfinu.”
“Eg vildi ekki fyrir nokkurn mun fiieista
yðar til að ljósta neinu upp, sem yður er trúað
fyrir, auk þess hefi eg enga ákveðna skoðun á
Sir George Seaforth. Eg held stundum að hann
sé hálfgerður kvennagosi.”
“Það hefir hann aldrei sýnt yður hvað sem
hann kann að hafa sýnt öðrum fyr mleir. En
hann elskar yður Consuelo; það vitið íþér auð-
vitað, þótt þér hafið ætíð forðast að tala við mig
um það.”
“Aldrei hefir hann sagt mér frá því,” sagði
eg þurlega, en reyndar vissi eg ekki hvað eg
átti af mér að gera.
“Það er vegna — ó, hann hafði í fyrstu sín-
ar ástæður til að gera það ekki. Ef þér eruð
vingjarnleg við hann, segir hann yður kanske
þessar ástæður. Seinna hlupu tilfinningar hans
með hann svo í gönur, að hann gleymdi öllum
sínum ásetningi, eins og við Heniey, en fékk
aldrei tækifæri til að tala við yður eftir það.
Ekki skuluð þér ætla, að þetta hafi farið fram
hjá mér — að Díana Dtunbar reyndi af öllu afli
að hindra samræður ykkar. Eg sá það alt og
hefði kanske getað séð ráð við starfsemi hennar,
ef eg hefði viljað blanda mér í þessar sakir,
auk þess veit eg, að slíkt eftirlætisbarn og Sir
George er, hefir gott af því að vera svolitla
stund á pínubekknum.”
“Af hverju kallið þér hann eftirlætisbarn,”
spurði eg hálf móðguð hans vegna.
“Af því að svo margar stúlkur hafa lagt
hann í einelti, eftir að hann erfði nafnbót og fé
föður síns. En hann er alveg gjörbreyttur sríðan
hann kyntist yður. Hverju ætlið þér að svara
honum, Oonsuelo, þegar hann biður yðar?”
“Væri ekki réttast, að eg biði með svarið
þangað til að því kemur, ef það verður nokkurn-
tíma?” svaraði eg og vonaði, að hún léti þessar
samræður falla niður.
“Hann biður yðar ekki bréflgea. Enginn
almennilegur maður gerir það, nema þá a§ hann
eigi einiskis annars úrkostar. Hann mun bíða
þangað til hann hittir yður að imáli, og auk þess
er hann haldinn ýmislegum riddaralegum og
rómantískum grillum, að raska ekki 9álarró
yðar á meðan þér eruð gestur undir þaki hans;
en viiss er eg um, að hann stenst samt ekki
freistinguna, og að yður veitist kostur á að
segja hvort þér viljið eða viljið ekki verða Lady
Seaforth áður en þér farið frá Southwood óðal-
inu.”
Kanske hann hafi breytt um skoðun eftir
þetta hræðilega kvöld í Heriley?” sagði eg.
“Þér vitið að slíkt getur ekki komið til
mála. Þér þekkið Sir George of vel til að géra
honum svona rangt til.”
“Hann veit ekki ennþá hver eg er í raun og
veru — hvílíkur svikari eg er.”
»
“Talið ekki svona heiimskulega, barn, það
er ekki gott fyrir taugar rnínar, og eg er langt
frá því ða vera frísk. Eg játa að það gæti gert
mun í augum sumra manna, en ekki í augum
Georgs^ Hann elskar yður, og þótt eg verði að
segja, að hann eigi margt að bæta, þá vinnur
hann jafn mikið í staðinn. En þér hafið ekki
sagt mér hvort þér ætlið að játast honum---”
“Nei”, svaraði eg lágt.
En þér hafið leyft mér að draga rnínar á-
lyktanir, og þær veita mér heimild til að lesa
fyrir yður þessar setningar í bréfinu sem eg
nefndi áðan. Þér þurfið eigi að verða svona
flemtsfullar; hann skrifar bara um herbergið,
sem þér eigið að búa í á heimili hans þegar við
komum þangað í heimsóknina, en þann hluta
bréfisins, sem segir frá leyndarmali í raun og
veru, ætla eg ekki að lesa. Hann ætlar sjálfur
að fá ánægjuna af að koma yður þar á óýart.
En hlustið nú á: “Hún á að búa í átthyrnda
herberginu, sem þér munið víst eftir. Þegar eg
kom þar inn um daginn fanst mér, að þótt það
sé fallegasta herbergið í Southwood, þá væri
það ekki nánda nærri gott handa henni. Alt
var þar svo hversdagslegt, og hefi eg nú pantað
fjölda meira til að skinna það upp. Þegar á
þessum breytingum stóð mundi eg eftir atriði,
sem þér sögðuð mér þegar hún kom til yðar
fyrst, og eg-----”, en héma byrjar leyndar-
málið, og þér megið ekki spyrja um það, góða
mín.”
Mig langaði alls ekkert til að spyrja um
neitt. Því þetta var í fyrsta skiftið síðan við
komum frá Henley, að eg var hamingjusöm,
sannarlega of hamingjusöm til að vera forvit-
in. Að heyra þennan útdrátt úr bréfi Sir
Georgets, hafði gert mig svona hamingjusama,
og heyra að hann hugsaði um mig, þótt hann
hefði ekki séð mig í viku tíma og að hann var að
hugsa um hvernig hann ætti að gleðja mig.
Við komum til bæjarins þrem dögum áður
en veðreiðarnar byrjuðu. Sir George var
heima í Southwöod og vissi ekkert um komu
okkar, annars er eg viss um, að hann hefði kóm-
ið til að sjá okkur.
Þrátt fyrir illspár Díönu, höfðu blöðin ekk-
ert birt um niíðkvæðið, sem um mig var gert,
en viss er eg um, að það var ekki Diíönu að
kenna að það var ekki prentað — og á dansleik
einum, sem við vorum á, virtist eg vinsælli en
nokkru sinni áður.
Eg var hamingjusöm. Eg gat nú trúað
því, að litla sagan mín mundi enda vel. Eg
leyfði mér að hugsa um hótanir Díönu Dunbar
með talsverðu hirðuleysi. Eg var viss um, að
Lady Sophía hefði sagt mér allan sannleikann;
það var ekkert leyndardómsfult við hið skyndi-
lega ástfóstur, sem hún tók við mig, og fanSt
nú ekkert, er mér þótti þörf að óttast, hvorki
frá Díönu né neinum öðrum.
Við förum ásamt tveimur eða þremur vin-
um okkar til Goodwood, voru þeir boðnir ásamt
okkur. Sir George beið okkar þar á járnbraut-
rastöðinni og eg sat við hlið hans er við ókum
heim til Southw'ood.
“Hvert skyldi þetta leyndarmál vera?”
hugsaði eg með sjálfri mér, en gat alls ekki
getið til þess.
Southwiood óðalssetrið var stór eign. Húsið
var gamalt og vistlegt; ekki nærfi ei^s skraut-
legt og höll hans í Warwickshire eftir því, sem
Lady Sophía sagði. En hús þetta var skemtilegt
með löngum göngum og afkimum. Holdug og
lágvaxin kona, í svörtum silkikjól, fylgdi okkur
Lady Sophíu upp í þaníi hluta hússins, sem
við áttum að búa í. Og var auðséð að henni
þótti vænt um aðdáun miína og gleði yfir her-
bergi rnínu, sem eg gat ekki leynt er eg sá það.
Þetta var fallegt herbergi með hornglugg-
um og þiljað dökkum þiljum. Húsgögnin voru
fom og skreytt, þar sem betur þótti fara, með
spegilfiögrum koparrósum og skjöldum. 1 bóka-
hillunum var fjöldi bóka, og blóm hvar ssem
litið var. Þegar eg hafði rent augunum yfir
alla þessa prýði staðnæmdust þau við mun sem
stóð á milli glugganna.
Þar stóð Chippendale skrifborð, svo iíkt
því, sem eg hafði átt, að ef það var ekki sama
borðið, þá var það frá sama tíma og siriíðað eftir
sömu fyrirmynd. Án þess að mæla orð gekk eg
að borðinu. Konan var farin og Lady Sophía,
sem hafði litið á sitt herbergi, sem var við hlið-
ina á mínu, var ein vottur að undrun minni.
“Þetta er það sem Sir George ætlaði að
gleðja yður með. Eg sagði honum kvöld eitt
fyrir mörgum vikum síðan, að yður þætti svo
fyrir að hafa mist skriifiborðið yðar, sem hafði
tilheyrt henni mömmu yðar; og hann hefir
ekki gleymt því. í bréfinu, sem eg var að lesa
yður úr kaílann hérna um daginn, spurði hann
•mig hvort hann mætti gefa yður þvílíkt borð,
•sem hann hefð'i keypt í þeim tilgangi, og ætlað-
ist til að þér fynduð við komu yðar hingað.
Seinna á að senda það til Park Lane, en eg
hugsa að það snúi brátt hingað aftur.”
Hún þagnaði og bjóst við að eg mundi and-
mæla þessum spádómi, en eg var alt of huig-
fangin að horfa á borðið og til að svara, eða
jafravel að roðna.
“Nei, þetta er hið einkennilegasta, sem fyr-
ir mig hefir komið Lady Sophiía,” sagði eg mteð
miklum ákafa. “Hvernig í ósköpunum hefir Sir
George fundið gamla borðið mitt? Eg er viss urn
að þetta er sama borðið. Hann hlýtur altaf að
hafa leitað eftir því.”
Eg hafði opnað borðið og fengið sönnun
fyrir því, að eg hafði rétt fyrir mér.
“Lítið á þarna eru stafirnir mlínir C. B.
Jimmy East skar út staifina með nýja hriífnum
sínum. Eg varð reið við hann, en hann bar sér
það til bóta, að stafirnir væru svo litlir, að eng-
inn, sem ekki vissi um þá, mundi taka aftir
þeim. Eg man eins vel eftir því eins og það
væri í dag, þótt sííðan séu nú tvö ár.”
“George sagði ekbert um, að hann vonaðist
eftir að ná í yðar eigið borð,” sagði Lady Sophía.
“Eg veit ekkert hvemig ihann fór að því, því eg
sagði honum mjög l'ítið um þetta. Eg lýsti borð-
ínu ekki en sagði bara að það væri Chippendale
skrifborð. Þér verðið að spyrja hann um þetta
eftir miðdegisverðinn. Eg get séð um að þið
fáið tækifæri til að tala saman.”
í þetta skiftið roðnaði eg, því að eg greip
hina duldu meiningu í orðum hennar. Hún
vonaði, að hún gæti fengið tækifæri til að óska
mér til lukku þá um kvöldið.
Adeia hjálpaði okkur nú til að klæða okkur
áður en miðdegisverðurinn hófst.
“Þér hafið aldrei verið yndislegri en í
kvöld,” sagði Lady Sophía, sem kom nú inn í
herbergið. , “Hver veit nema að þtetta kvöld
verði hið þýðingarmesta á æfi yðar. — Loka-
þáttur æsku ára yðar og upphaf nýs ttímahils?”
Hefði eg vitað hversu sanrispá Lady Sophía
var, éfast eg um, að eg hefði gengið svona bros-
andi inn í borðsalinn.
Sir George leiddi Lady Forth til borðs, en
eg sat á vinstri hlið honum. Fyrst töluðum við
ekki mikið saman og aðeins um venjulega við-
burði daganna, en alt, jaifnvel álgeng atriði.
var í huga miínum í kvöld sveipað ljósrauðum
bjarma. Aldrei hafði eg séð jafn fagurt mið-
degisverðarborð. Og Díana Dunbar var þar
ekki; svo að þarna var ekkert til að vekja ó-
samræmi.
“Eg hefi fengið svo yndislegt herbergi,”
sagði eg þegar Lady Forth ræddi sem snöggvast
við annan sesisunaut sinn. “Og þakka yður inni-
lega fyrir skrifborðið. Það var svo fjarskalega
vingjarnlegt af yður. Hvernig gátuð þér náð í
það?”
“Mér þykir vænt um að yður fellur það
vel í geð,’ ’sagði hann, og varð svo glaður og
hamingjusamur á svipnin. “Það var ofur ein-
falt; eg sagði við mann einn, sem eg •þekki, að
hann skyldi hafa vakandi auga á þessu fyrir
mig. Og loksins heyrði eg frá honum. Hann
sagði að borð, 9em væri eins og það er eg væri
að leita að, yrði selt á uppboði eftir fáeina daga.
Maður mokkur, sem hafði verið mikill safnari
fornra húsgagna,' hafði orðið gjaldþrota, og voru
eignir hans seldar á nauðungar uppboði. Eg fór
sjálfur til að vera við uppboðið og skemti mér
vel, er yður óhætt að trúa. Eg verð að segja
yður frá atriði, sem kom þar fyrir; en það er
löng saga, svo það er líklegast réttast að eg bíði
með hana þangað til eftir máltíðina, því það
gefur mér þó tilefni að tala við yður, þegar eg
hefi nuddað þessum lötu, gömlu herramönnum
frá borðinu. Það eru óþægindin, sem í því felast
iað vera húsráðandi. En vitið þér hvað, Miiss
Brand. Eg var svo eigingjarn, að eg bauð bara
gömlum körlum hingað, svo enginn neynir að
taka yður frá mér á sama augnabliki og eg
kem inn í dagstofuna.”
Eg flýtti mér auðvitað að komast að hættu
minna umtalsefni en þessu, og vék aftur að
•skrifborðinu.
“Mig langar svo til að heyra meira um
skrifborðið,” sagði eg. “Þetta að þér náðuð því
virðist næstum ótrúlegt, og að eg skyldi fá það
aftur eftir að hafa talið það gersamlega glatað
r • «
mer.
Sir George horfði á mig forviða, og veitti
WINNIPEG, 2. APRÍL 1947
því ekki eftirtekt að Lady Forth beindi nú at-
hygli sinni að honum.
“Þér ætlið þó aldrei að Segja mér að þetta
sé skrifborðið yðar?” sagði hann. “Þetta kalla
eg nú heppni!”
“Og þér ætlið þó ekki að segja mér, að
þér hafið ekki vitað að þetta var skrifborðið
mitt?”
“Jú, það verð eg að játa, hversu vænt, sem
mér annars þætti um að geta sagt hið gagn-
stæða.”
“En hvað þetta er einkennileg tilviljun!
Eg veit ekki hvort er einkennilegra, að þér
ifunduð skrifborðið mitt og keyptuð það til baka
eða þetta, að þér vissuð ekkert um að það var
mitt skrifborð.”
“Þetta gerir ýmisleg smá atvik í þessu
sambandi ennþá undarlegri,” sagði Sir George.
“Er yður nokkuð á móti skapi að segja mér
hvernig þér mistuð borðið?”
“Frænka mín, sem eg var hjá, seldi borðið
Gyðingi einum, án minnar vitundar, vegna
þess að hún var reið við mig. Það er alt og
sumt. En undar.Iegt var það að næsta dag kom
til hennar maður, sem sagðist vera málafærslu-’
maður, og bera hag minn fyrir brjósti, og hann
bauð henni meira að segja fé til að fá að sjá
skrifborðið. Siíðan fór hann til kaupmaifnsins
og bauð honum háa peninga upphæð fyrir
borðið, en það var þegar selt einhverjum ó-
kunnugum manni. Alt þetta sagði mér litli
drengurinn hennar fi^enku minnar, sem er
allra yndislegasti drengur. Hann var eini vin-
urinn, sem eg átti áður en eg fór til Lady
Sophíu.”
“Og nú eigið þér fleiri en iþér þurfið. En
gátuð þér komist að því hver þessi málafærslu-
maður var?”
“Eg heyrði að hann he^ði verið miðaldra
maður, gráhærður með dökk gleraugu.”
“Þá hlýtur það að hafa verið Wynnstay.”
“Það hugsaði eg líka.”
Við litum hvort á annað. Eg huigsa að okk-
ur hafi báðum komið til hugar rigningarlovöld-
ið, er við hittustum á svo einkennilegan hátt í
Holland Park — að við höfum bæði hugsað um
staðhæfingar Mr. Wynnstays — grun minn og
skýringar Sir Georges.
“Hlustið nú á, Miss Brand. Eg er ekki
maður, sem sér leyndardómsfull atriði í hverju,
sem við ber; en eg fer nú að halda það sé í þess-
um efnum. Getur verið að svo sé ekki, en hvað
sem því iíður er gott að við fengum skriifborðið
aftur. Hafið þér aldrei hugsað yður að vel gæti
verið í borðinu leyniskúffa, sem geymi einhver
skjöl, sem séu þýðingarmikil, þó þau séu það
ekki fyrir yður, gætu þau verið það fyrir ein-
hverja aðra?”
“Leyniskúffa. Nei, eg hugsa að eg þekki
borðið til fullnustu, og hefði eitthvert leynihólf
verið, þá hefði eg fundið það fyrir löngu síðan.”
“Það er ekki altaf auðvelt að finna sláka
staði, nema mann gruni, að þeir séu þar, og
hvernig leita beri eftir þeim. í yðar sporum
mundi eg leita gaumgæfilega. Einkum vegna—”
“Það skal eg gera!” sagði eg áköf. “En því
segið þér: “Einkum vegna-----?”
“Já, það er langa sagan, sem eg vildi hafa
sagt yður seinna í kvöld. En hún er í stuttu
rnáli svona: Wynnstay var staddur á þessu
uppboði, sem eg sagði yður frá. Eg þekti hann
strax, þótt eg hefði bara séð hann þarna um
kveldið, þegar eg hitti yður. Hann þaut inn
var dálítið of seinn, og var með slíkum svip að
hann virtist reiðubúinn til að myrða eirihvern,
er hann varð þess var, að eg hefði keypt skrif-
borðið. Hann kom strax til mlín og reyndi að fá
mig til að selja sér það, og sagði mér að það
hefði tilheyrt manni, sem sér hefði þótt vænt
um, og hefði hann lengi leitað borðsins. Eg
vissi ekki. að þetta var skrifborðið yðar, og et
eg sá, að þetta tók svona á hann, var eg kominn
á fremsta hlunn með að láta hann fá borðið, en
svo datt mér í hug hversu lítil líkindi væru til
þess, að ná í annað þvílíkt skrifborð áður en
þér kæmuð til Southwood, þessvegna herti
eg hjarta mitt, og gleður það mig nú-----”
En nú bar Lady Forth fram spumingu:
“Kannske þér gerðuð'riú svo vel og segðuð
mér þessa sögu um borðið í stuttu máli, því
annars fæ eg aldrei að heyra hana eins og hún
er í raun og veru.”
Eg vi9si að karlmennirnir mundu sitja
lengi við eftir að við vorum farnar inn í Setu-
stofuna, ákvað eg því að nota þann tíma til að
leita eftir leynihólfinu, sem Sir George hélt að
væri í borðinu.
Eg læddist því út úr salnum og upp hinn
breiða stiga, er lá upp á aðra hæð hússins þar,
sem svefnherbergi okkar voru.
Þar voru mörg göng með tröppum í, upp
og niður, sem eg varð að ganga áður en eg kom
að átthyrnda herberginu. Er eg staðnæmdist
fyrir utan dymar, því að mér heyrðist eg heyra
hávaða inni ií herberginu.
“Það er Adela,” hugsaði eg og sneri snerl-
inum. Hurðin var föst í umgerð sinni. Eg hrinti
henni því upp mleð miklum hávaða.