Heimskringla - 21.05.1947, Blaðsíða 3

Heimskringla - 21.05.1947, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 21. MAI 1947 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA eimhverju um andlegum kraft mannsins, þá verður ekki gert upp á milli okkar og foríeðra okkar. Og þótt menn dragi ýms- ar nútíma uppfinningar inn í slíkar umræður og bendi til dæmiis á útvarpið, sem dæmi um yfinburði og snilld nútíma- mannsins, þá verður að leggja þá spurningu fyrir þá, hvað það sé, sem þar býr á bak við. SMkur samanburður verður svipaður því, að gert sé upp á milli eðlis- hvata apakattar, sem hefur drykkjarvatn í búri sínu, og hins sem ékki hefur þau þægindi. Getan til þess að læra er hér ekki þung á metunum, heldur getan til þess að finna upp nyts- ama hluti. Einn af fyrstu Neand- erthal-mönnunum fann upp nýja aðferð til þess að búa til steinöxi. Miklu seinna fann ann- ar formaður upp ör og boga. Hver er þinn skerfur, lesandi góður? Allar þessar neikvœðu sann- anir merkja ekki það, að ekkert sé hægt að læra um eðli manns- ins a'f fornri og nýri sögu hans. Við höfum ekki ferðast í gegn- um þúsundir ára, frá skinn- klæddum veiðimanni til skikkju búinS vísindamanns á rann- sóknastofu sinni, án þess að sú þróun merki eitthvað. Merking hennar hlýtur að vera sú, að þegar maðurinn lifði undir ber- um himni, á gæðum jarðarinnar, bjó hann yfir margfalt meiri gáfum en nauðsynlegar voru til þess að viðhalda slíku Mfi. Það sem háði honum, var baráttan fyrir Mfsviðurværinu, biðin eft- ir því, að komast yfir auðveldari aðferðir til matvælaframleiðslu, en eltingaleikur við dýr merkur- innar er. Hann átti Mka eftir að skynja hin fyrstu sannindi um .eiginleika ytraborðs náttúrunn- ar, form og gerð málma og lög- mál gróanda og ræktunar. Það hlýtur ennfremur að merkja, að maðurinn býr yfir miklum félagslegum hæfileik- um, sem eru afleiðing sálfræði- legrar þróunar, sem er sambœri- leg við hina Mkamlegu þróun hans í árþúsundir, og að þessi félagslega tilhneiging hafi reynst happasæll eiginleiki í breytingunni frá flöktandi veiði- og hjarðmennsku ættbállka að staðfastri dvöl miljónanna í borgum og nútíma þjóðfélögum. Það er nokkurn veginn víst, | að við sjálfir þroskumst ekki meira sálarlega eða Mkamlega á næstu tíu þúsund árunum, en við höfum gert á þeim síðustu, °g vissast er fyrir okkur, að feikna með því, að gáfnáfari oklkar verði svipað háttað. á Uæstunni og - verið hefur. Ef menningin hefur ekki á ein- hvern dularfullán hátt gert heila bú okkar stærri og fullkomnari on á Eskimúum og Búskmönn- Unum á Mðnum . tíma, þá má ganga út frá því sem vísu, að slík undur gerist ekki á næstu arum. Sú framför, sem verða hann að þessu leyti, verður því fyrir betri þjálfun þeirra eigin- leika, er við þegar búum yfir, en ekki af völdum viðbótar af oáttúrunnar hálfu. Víst er það, að hin tækilega menning okkar mun halda á- fram að þróast og vaxa og fæða af sér ný undur. Dagdraumar okkar um all% kyns vélræn þæg- mdi kunna að rætast í framtíð- mni, og á því svæði er ekki hægt setja neinar ákveðnar tak- markanir. SMkir draumar hafa alltaf verið að breytast í raun- veruleika, allt síðan maðurinn faon upp jarðræktina og losaði si§ við ófullkomleika veiði- mennskunnar. Hinar veigamestu framfarir í bessa át| hafa að sjálfsögðu orð- l® á seinni tímum, með beizlun °rkulinda náttúrunnar, allt frá kolum, olíu og vatnsafli, að j kjarnorkunni sjálfri, sem gefur ^ °kkur afl, sem aldrei var beizl- ° i nednu formi áður. Ef svo færi, að kjarnorkan yrði í fram- tíðinni helzi aflgjafi mannheims þá hafa dagdraumar blaða- manna um hana — allálberandi upp á Síðkastið — vissulega ekki verið óméikir, því að þá mun mönnum finnast, að aðrir afl- gjafiar, sem notaðir hafa verið á síðustu árhundruðum hafi að- i eins verið Mtilfjörlegir fiorríðar- I ar hins mikla krafts, á sína ví'su ! eins og kopar og eir voru undan- ! fari járnsinS í áhaldasmiíðinni. Þess verður nú víða vart, að menn óttast, að með kjarnork- unni hafi maðurinn leyst úr læð- ingi kraft, sem er honum ofvax- inn, og að uppfinningasemi hans muni að lokum ríða honum að fullu. Víst getum við lagt heil héruð í auðn með hinu nýja DD- T dufti, en eigi að síður virðist það ósennilegt, í ljósi sögunnar, að við megnum ekki að hafa hemil á hlutum, sem við höfum sjálfir búið til. Ef örlög manns- ins hefðu átt að vera sMk, að hann skyldi ekki vera jafningi véla sinna og uppfinninga þá væri þegar búið að höggva stór skörð í tilveru hans. Við höfum alltaf haft andleg- an kraft og gáfur til þe§s að ráða við uppfinningar síðustu tíu þúsund áranna og við höfum á- reiðanlega ekki kannað til fulls uppfinningasemi og hugvit hinn- ar mannlegu veru, þrátt fyrir stórkostlegar framfarir síðustu áraltuganna. En þetta er engin trygging fyrir raunverulegri framför í mannheimi, í átt til dýrðarríkisins, sem við viljum stefna að. 1 rauninni er það svo, að eftir því sem hið daglega Mf verður vélrænna og krefst meira af hægfara hugviti, kann að verða erfiðara að nálgast hæstu hug- sjónir okkar, eins og til. dæmis um jöfnun tækifæranna, í stað þess að margir vænta sér þess, að það verði létt'ara. Þetta er áminning um þau sannindi, að vandaimál heims- ins munu verða félagsleg, eins og þau hafa ævinlega verið. I allri hinnu óralöngu sögu manns ins hefur hann jafnan þurfit að mæta einhverjum tæknilegum framförum, sem hafa leitt til fólksfjölgunar og hafa haft á- hrif á skiptingu vinnuaflsins. Þessar framfarir hafa ævinlega boðað vandamál, sem hin félags- legi þroski okkar hefur átt er- fiitt með að ieysa. Ef við ættum eiginleika til jákvæðrar félags- legrar skynsemi, sem jafnist á við uppfinningasemi okkar á hinu tæknislega sviði, þá væri framtíðin bjartari og Mfið létt- ara en nú er. En saga ár þúsund- anna gefur ekki ástæðu til svart- sýni. (Lausiega þýtt.) —Samv. MERKILEGUR FUNDUR f BLAINE Hjónabandið “Giftingarathöfnin kann að verða sjálfvirk. Á þessari öld útvarps eru það lítil vinnuvís- indi af tugum presta á ýmsum landShlutum, að þylja sömu orð- in og spyrja sömu spurningar- innar. 1 staðinn mætti útnefna einn biskup, sem sæi um allar giftingar, jarðanfarir og Skiírnir.1 Hann mundi þá sitja í sérstök-1 um útvarpssal og framkvæma vígsluna þaðan. Mætti hugsa sér, að hann gæfi saman 500 brúðhjón í einu.” Prófessor A. M. Low Kvikmyndir “Innan 100 ára mun sérhvert heimili hafa sérstakan stofuvegg útbúinn fyrir kvikmynda- og leiksýningar, þannig, að með því i að þrýsta á hnapp komi í ljós á tjaldi alls konar fígúrur, sem; skemmta eftir vild. Pábbi og manna sitja þá heima á kvöldum j og skemmta sér við þetta, enj unga fólkið, sem heldur ekki þá tollir heima, mun sækja hin venjulegu leikhús, eins og við þekkjum þau, aðeins miklu full- komnari og þægilegri en þau nú: eru.” —Ivor Brown Meðal annara vandamála Elli- heimilisnefndarinnar í Blaine var það, að finna sem allra á- kjósanlegast byggingarstæði. —; Haifði hún litið á alla þá staði í Blaine og næsta nágrenni, sem til mála gæti komið að velja. Fann hún kosti og ókosti á öllu [ sem hún skoðaði. Var hún því í vanda stödd með valið. Meðal annars, sem til greina kom var verðið. Viar það mjög mismun- andi — alt frá 0 (Andrew Dan- ielsson bauð henni land að gjöf) upp í $8,000.00. Brátt varð nefndin vör við að skoðanir þeirra sem gefið höfðu fé til fyr- irtækisinS, voru skiftar í þessu máli. Tók hún þvi það ráð, að kalla saman á fund alla þá sem þegar höfðu lagt fram fé eða gef- ið ákveðin loforð, og biðja þá að skera úr málinu. Var sá fundur fjölmennur. Einar Símonarson, formaður nefndarinnar stýrði fundinum. Eftir að nefndin hafði skírt frá aðgjörðum sín- um ií miálinu og gefið upplýsing- ar um hina ýmsu staði er hún hafði skoðað og með hvaða kjör um þeir voru fáanlegir, kom fram tillaga um að kaupa einn þeirra. Vioru atkvæði um hana greidd á miðum þannig að hver skrifaði annaðhvort “já” eða “nei” á sinn miða. Var tillagan samþykt með 65 atkvæðum gegn 5. Var néfndin þannig *leist úr öllum vanda með valið á bygg- ingarstæði. Þetta köllum við landarnir í Blaine lýðræði og það höfurn við ákveðið að skuli verða framvegis grunndvöllur þeirrar stofnunar sem við ætlum að byggja. En það sem gjörði þennan fund sérstaklega markverðan var það, að þegar atkvæðagreisl- an hafði farið fram komu menn sér saman um að taka stutt fund- arhlé til að freista þess hvort mögulegt væri að hafa saman þar á staðnum verð þess lands sem ákveðið hafði verið að kaupa — en það verð var $1,000. Eftir 15 — 20 mínútur var fund- ur aftur settur og kom þá á ljós, að meginhluti upphæðarinnar \ var fenginn og þrjá næstu dagaj bættist við það sem til vantaðij og heldur meira. Þess er vert að' geta, að flestir þeirra, sem lögðu | fram fé á fundinum, höfðu áðurj gefið til stofnunarinnar. Að; fundi loknum neittu menn j égætra veitinga sem kvennfólk-j ið hafði framreitt. Voru allir í. glöðu og góðu skapi vegna þeirr-; ar tilfinningar að þeir hefðu af-j greitt mál sitt með þeirri rögg-j semi og skörungsskap, sem í fréttir væru færandi og til fyrir- myndar öðrum. Eftir fundinn sneri nefndin sér ^ strax að því að kaupa lahdið.. Gekk hún á fund bæjarstjórnar- innar í Blaine til að biðja hana um framræslu á landinu, saur- | rennum, o. fl., og lofaði bæjar- ráðið að sjá um þessar fram- kvæmdir hið bráðasta. Landið er ein “city block” eða um 2)4' ekrur að stærð. Það er vel í byggð sett, nálægt hinu fagra og fræga Peace Arch Park, á landa- mærumm Bandaríkjanna og Canada. Þaðan er og örstutt á pósthúsið, járrtbrautarstöðina og' bílastöðina. Verður því auðvelt fyrir ferðamenn að heimsækja gamla fólkiið hvenær sem leið þeirra liggur um Blaine. 1 Seattle er nefnd að starfa að þessu sama máli og er þess vanst að þaðan komi myndarlegt tillag' til fyrirtækisins. Það er laungun þeirra sem þessu máli unna, að sem allra fyrst verði hægt að birja á bygginunni. Nefndin veit um aldraða Islendinga fjar og rnær, sem bíða með óþreyju eftir því að fá vist á hinnu fyrirhug- aða heimili. Hve fljótt þetta get- ur orðið er fyrst og fremst undir því komið, hve greiðlega og höfðingslega þeir, sem hafa trú á tilgangi nefndarinnar, sýna trú sína í verki. Það eru góðir landar í Everett Portland, Ast- oria, San Francisco, Los Angeles að styðja þetta mál. Látið ekíki undir höfuð leggjast að senda tillög ykkar til Mr. J. J. Strau/n- ford, féhirðis nefndarinnar. — Munið það, að þó að heimilið verði bygt í Blaine og þó að Blaine og nágrennið hafi, upp að þessum tíma, lagt mest fram af fé og starfi, áskilur þetta fólk sér engin forgangsréttindi fram yfir aðra Íslendinga, hvaðan sem þeir koma. Hugsunin er sú, að láta jafnt yfir alla ganga. A. E. Kristjánsson NÝ KYNNINGARLEIÐ Eftir Skúla Skúlason Þeim fækkar óðum, sém telja kynningu lands og þjóðar erlend- is hégóma einn og óþarfa. Fyrir þrátáu árum hefði það þótt f jar- stæða að kosota fé til þess að taka þátt í heimssýningu og yfirleitt hefir sá broslegi mis- skilningur ríkt hjá mörgum, að aðrar þjóðir vissu svo mikið um okkur að engu væri á það bæt- andi. Með vaxandi kynnum okk- ar af öðrum þjóðum, faefir það á- unnist, að við erum farnir að skilj a hve nauðaMtið það er, sem aðrar þjóðir vita um Island, og um leið hefir kröfunni um aukna lankynningu aukist fylgi. — Um landkynninguna hefir fyrst og fremst verið rætt lí sam- bandí við skemmtiferðalög út- lendinga en það verður ljósara með hverjum degi, að eigi er slíð- ur þörf á henni til að greiða fyr- ir verzlun og viðskiftum og til að afla menningarsamband Is- lendinga við aðrar þjóðir. Síðustu árin hefir riíkið og Reykjavíkurtbær verið ört á fé til þess að styrkja söngfiokka ög íþróttafélög til utanfara, og þá einkum til Norðurlanda, og er síst að lasta það, því að þessir flokkar hafa verið landinu til hins mesta sóma. En vitanlega er þetta nokkuð einhæf kynning til lengdar og gæti valdið þeim misskilningi, að menning þjóð- arinnar væri einkum fólgin í því að iðka íþróttir og syngja. “Glim aens och sangens land” kallaði sænskt blað Ísland í fyrra. Hvorttveggja er vitanlega gott, en það er fleira, sem þarf að kynna. Reykvíkingar hafa orðið þess varir, að aðrar þjóðir nota sýn- ingar til að kynna sig og lönd Sín, þvií að slíkar sýningar hafa verið haldnar í Listamannaskál- anum. Og þeir hafa Mka kvik- myndir til að kynna þjóðMf sitt og atvinnuvegi. Þetta er ódýr að- ferð, en reynist notadrjúg. Og eg held að það væri reynandi fyrir Íslendinga að prófa faana. Byrja með Norðurlöndum og halda svo áfram meðal annara þjóða, ef góð reynsla fæst. — — — Það sem fyrst óg fremst á að bera svona sýningu uppi er góðar ljósmyndir af nátt- úru landsins og atvinnuvegum og aðgengilegar sýnimyndir (Mnu rit og teikningar) er gefa hugmynd og þróun framleiðsl- unnar og verklegra fram- kvæmda, svo sem aukning fiski- flotans, ræktaðs lands, vega, vita og hafna. — Stutt hagskýrslu- ágrip i myndum. Lýsing á út- flutningsvörum þjóðarinnar og yfirlit um hvaða vörutegundir helstar eru fluttar inn i landið. Enn fremur ætti svo að hafa á svona sýningu listiðnað ýmis- konar, tréskurð, fallegan út- saum, gull- og silfursmíði, valda muni, sem Mtið fer fyrir. Hins- vegar er tæplega hugsanlegt að hafa málverk á svona sýningu, bvf þau krefjast betri húsa- kynna en hér mundi um að ræða ag svo er hitt, að íslénzkir mál- arar taka nú orðið þátt í sameig- mlegum Norðurlandasýningum. Til þess að kynna útlendingum íslenzka málara- og myndhöggv- aralist til hlítar þarf alveg sér staka sýningu. Norðurlandabúar vita, að Is lendingar voru bókmentaþjóð ti! forna, en hinsvegar ér þekking almennings á bókmentaMfi ís- lenzkrar nú tíðar mjög ábóta- vant á Norðurlöndum. Eitt aðal- hlutverk svona sýningar ætti að vera að sýna líslénzkar bækur. Þær væri hægt að gera fjölskrúð-, ugar, sem sanna mundi öllum, að Íslendingar eru ekki hættir að skrifa. Þó að það séu ekki marg- ir á Norðurlöndum, sem lesa ís- lenzku sér til gagns, þá er mikil þörf á því að láta fólk vita, að hér blómgist bókmentir. Þetta mætti m. a. verða til þess, að út- gefendur á Norðurlöndum — mundu fara að kynna sér ís- lenzkar bækur ií þeim tilgangi að gefa þær út í þýðingum, en eins og sakir standa má heita að íslenzkar nútíðarbókmenntir séu lokaðar öllum heiminum. SMkt má ekki svo til ganga lengur og er ranglæti, því að á Islandi eru margir rithöfundar sem gefa út bækur, sem eru fylli lega sambærilegar við margt af því sem gefið er út í nágranna- löndunum. Það þarf að taka fast á þessu máli til þess að koma því í viðunandi horf og rjúfa þær fangagirðingar, sem íslenzk skáld eru enn stöddlí, vegna þess að þau skrifa mál, sem fáir skilja. Og þetta er hægt og tám- inn til þess einmitt nú, þvií að al- menningur er lesfúsari nú en hann hefir nokkru sinni áður verið. Þessi sýning ætti að fara á milli allra höfuðborga Norður- landa og auk þess til hinna stærri bæja í hverju landi, svo sem Ólaborgar, Árósa og Odense í Danmörku, Bergen, Þránd- heims og Stafangurs í Noregi, Göteborg, Malmö, Linköping Og Norrköping í Svíiþjóð og Abo í Finnlandi. Hæfilegt er að hafa sýningar þrjá daga til viku á hverjum stað. Lágan aðgangs- eyri má hafa að sýningunni á daginn, en að kvöldinu væri jafnan sérstök dagskrá. Með sýningunni þarf sem sé að hafa tónlistarmenn og skáld, sem skemmta með hljóðfæra- leik (eða söng) og upplestri ís- lenzkra faókmennta (í þýðingu) á hverju kvöldi, auk þess að stutt erindi væri þá haldið um landið, og ef hentug stutt kvik- mynd væri til, þá yrði hún sýnd. Komufólkið fengi á þennan hátt nokkurn veginn hugmynd um það helsta sem vert er að sýna, og mundi geta gert sér réttari hugmynd um landið, en það fengi af stórri bók. Með því að fá blöðin til liðs við þetta fyrirtæki, tel eg þarfi- laust að kvíða því, að aðsókn yrði Mtil. Það er furðu rnikið af fólki á Norðurlöndunum, sem vill fræðast um Island og mundi grípa tækifærið fegin's hendi. -Mbl. 27. marz. Kona (ií kvikmyndahúsi). — “Ó fyrirgefið, er hatturinn minn yður til óþæginda?” Maður (ií næsta bekk fyrfir aft- an). — Nei, en hann er konunni minni til óþæginda. Hún vill fá samskonar hatt.” * * * “Ef þú elskaðir tvo menn, annan ríkan og hinn fátœkan — hvað myundirðu þá gera?” “Eg myndi giftast ríka mann- inum og vera góð við þann fá- tæka.” Hhagborg FUEL* CO. H Dial 21 331 NO.U1) 21331 FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI íslenzkir vísindamenn önnum kafnir við rannsókn Heklugossins 1 fyrrakvöld og fram eftir nóttu var mikið gos á Héklu og drunur eftir þvi. Sáust ,þá vel eldar frá Fellsmúla; en síðari hluta nætur og í gær varð þar ekki vart neinna eldsumbrota. Loft var þungbúið og sást ekki til Heklu frá Féllsmúla. Síðan Heklugosið hófst hefur Atvinnudeild Háskólans verið önnum kafin við rannsóknir í sambandi við það. Hafa henni borizt sýnishorn af ösku, vikri og hrauni frá ýmsum stöðum í nánd við Heklu. Hefur hún hér notið samvinnu þess fólks, sem býr á umræddum slóðum, en þýðingarmiesti hluti sýnishorn- anna hefur borizt frá jarðfrœð- ingum og öðrum, sem starfa við rannsóknir á Heklugosinu. Á Atvinnudéildinni starfa náu efnafræðingar við að vinna úr sýnishornunum. Starf þeirra hef- ir gengið greiðlega, en áhalda- skortur þó tafið nokkuð fyrir. Þarna er um að ræða mikið vérk- efni, en til þess að ná betri ár- angri, hafa efnafræðingarnir skipt með sér verkum, og annast hver um sig ákveðið hlutverk. Öll sýnishorn eru skrásett og upplýsingar bókfærðar. Síðan eru sýnishornin tekin til rann- sóknar á þeirri röð, sem þau ber- ast. En iþegar nauðsyn krefst skjótrar rannsóknar eru ný sýn- ishorn tekin til athugunar, strax og þau berast, og rannsókn eldri sýnishorna látin bíða. Helztu verkefni Atvinnudéildarinnar eru þau, að kynna sér sem átar- legast samsetningu hrauns og öskufalls og fylgjast með breyt- ingum á þessu eftir því sem lengra Mður á gosið. Vatn á gos- stöðvunum og nágrenni þeirra er rannsakað, sömuleiðis loft- fegundir þær, sem gosinu eru samfara. Reynt verður að skýra, hvernig gosefnin sameinast yfir- borðsvatni, og í hvaða ástandi þau efni eru, sem leysast upp í vatninu. Andrúmsloftið verður rannsakað langt út frá gosstöðv- unum, og mun atvinnudeildin fylgjast með áhrifum loftteg- unda frá gosinu á samvinnu við lækna. —Þjóðv. 11. apríl. * * * Nýtt íslenzkt leikrit Á laugardaginn verður flutt í útvarpið nýtt leikrit eftir sr. Jakob Jónsson. Néfnist það: “Maðurinn, sem sveik Barrabas” Látið er Támanum kunnugt um efni leikritsins, en það gerist í Gyðingalandi á Kristsdögum, eins og nafnið bendir til. En séra Jakob er svo kunnur af fyrri leikritum sínum og öðrum kenn- imannlegum störfum að þeir sem fylgjast með þróun áslenzkra bókmennta, vilja ekki láta nýtt leikrit frá honum fara fram hjá sér. —Tímin 3. apríl BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin sknld Kaupendur Heimskringlu og Lögbergs á íslandi Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent á póstávásun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mán. BJÖRN GUÐMUNDSSON, Holtsgata 9, Reykjavík

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.