Heimskringla - 12.11.1947, Qupperneq 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINÍNIPEG, 12. NÓV. 1947
WINNIPEG, 12. NÓV. 1947
TILBOÐ OG SKILMÁLAR
Eins og kunnugt er, hefir fyrir all-löngu síðan komið til!
greina að Nýfundnaland gengi inn í fylkjasamband Canada.
Var nú í síðastliðinni viku gengið frá tilboðssamningum þeim í ^
Ottawa, er Canada leggur fram, og lýsti Mackenzie King, forsætis- (
ráðherra því yfir, að tilboð þau er Nýfundnalandi væru hér með
gerð, væru hin beztu og sanngjörnustu, er hægt væri að gera undir ,
núverandi kringumstæðum, og engar endurbætur eða breytingai
væri hugsanlegt að gera viðvíkjandi samningunum, er miðuðu að
því, að auka fjárhagslega byrði Canada. Ef Nýfundnaland gengi
inn í fylkjasambandið eins og tíunda fylkið, myndi Sambands-
stjórnin að öllum líkindum innheimta $20,000,000 samtals eins
og tekjur, en hún (Sambandsstjórnin) myndi borga út meira en j
$26,000,000 í gamalmenna- og fjölskyldustyrkjum, og samningum
um tilhliðrun á sköttum, ríkistillögum (subsidies).
1 tilboðunum og skilmálunum, er Canada hefir nú samið, og
leggur fram, innifelst því:
1. Nýfundnaland gerist fullvalda fylki, og hefir umráð yfir
landsvæðum þeim, sem það á á Labrador.
2. Canada tekur að sér rekstur og ábyrgð eftirtaldra fyrir-
tækja: Jánibrautir, skipastól og sjóher Nýfundnalands. Sömuleiðis
gistihúsið í St. Johns, (ef þess er óskað) póstþjónustu, síma- og
skeytasendingastofnanir (almennar), allar flugstöðvar, þar í inni-
falið hinn mikla Gander-flugvöll, landvamir allar — herþjónustu-
styrki, verzlunarflotaendurbætur, fiski útgerð, opinbera útvarps-
kerfið, og öll önnur almenn fyrirtæki, er stjórnin annast og ber
ábyrgð á, í hinu canadiska fylkjasambandi.
3. Canada tekur að sér hina $63,000,000 sterling-skuld, —
(servicing and retirement) Nýfundnalands; öðrum skuldum ber
það sjálft ábyrgð á.
4. Nýfundnaland fær að halda sinni samansöfnuðu afgangs-
fjárupphæð, um $32,000,000 en % af þeirri upphæð verður lagður
fyrir á fyrstu 8 árunum, til þess að jafna upp fjárlagahalla, ef til
kemur.
5. Canada tekst á hendur að greiða Nýfundnalandi $180,000
og 80 cents á mann eftir mannfjölgun, samkvæmt “British North
America Act Scale”. Ibúatala Nfl. er nú sem stendur 312,000.
6. Hinu nýja fylki verður veitt $1,100,000 upphæð árlega.
og samsvari það þeim styrk, eða ákveðinni upphæð, er strand-
fylkjunum er úthlutuð.
7. Nfl. er veittur 6 mánaða umhugsunarfrestur til þess að
skrifa undir fylkjasambands-samningana með sömu fjárhagskjör-
um og kostum og hin fylkin.
8. Canada lofast til að borga (breytinga) gjaldeyris breytinga
fé, (transition grants) að upphæð $3,500,000 á ári, í þrjú ár, er
lækki um $350,000 á ári í 12 ár.
9. Innan átta ára, skal konungleg umboðsnefnd endurskoða j
og yfirfara fjárhagsafstöðu Nýfundnalands, með það fyrir augum !
að gera uppástungur um, og mæla með auknum fjárstyrk, ef þörf
þykir, til opinberra verka.
10. Nýfundnaland skal hafa sex efrideildar-ráðherra (sena-
tors), og sjö neðrideildar þingmenn, er það grundvallað á núver-
andi íbúatölu.
Gjöld fyrir notkun skattsviðanna, og .föst ríkis-viðlaga-
greiðsla (statutory subsidies), myndi verða 1 það minsta $6,200,000
árlega. Sem nýlenda, innheimti Nfl. milli $35,000,000 og $40,000,- i
000 á ári, en sem fylki h. u. b. aðeins $3,000,000 af þessum tekjum
er aðallega liggja í greiðslu skatta og neyzlutolla.
Stjórnin býðst til að veita fúslega öllu því Nfl.-fólki atvinnu í |
sambandsstjómar þjónustu á eyjunni, sem hún sér sér fært, og
leyfa Nfl. að halda áfram framleiðslu smjörlíkis, (oleomargarine),
þó með því skilyrði, að það sé ekki útflutningsvara, og ennfremur
skal Nfl. halda þeim dómsmálaréttar-stofnunum (courts) sem ný-
lendan hefir stofnsett.
Hver sá, sem hjónaskilnaðar leitar, yrði að sæta þinglaga af-
greiðslu í þeim málum, eins og íbúar Quebec verða að gera, þar
sem enginn hjónaskilnaðar dómstóll er þar.
Mr. King sagði að ef Nýfundnalands-fólk æskti eftir upptöku
í fylkjasambandið, myndi Canada-stjómin, (að sjálfsögðu aðeins
með yfirlýstum vilja og staðfestingu þingsins), gera allan nauðsyn-
legan stjórnarskrárlegan undirbúning, til þess að upptaka Nfl. í
sambandið gæti farið fram hið allra fyrsta.
En hvernig falla svo íbúum Nfl. þessi tilboð og skilmálar í
geð? Um það hafa ekki borist fullnaðar fréttir enn, en síðastliðinn
föstudag, á almennri þingráðstefnu í St. John’s, var því lýst yfir
að tillaga myndi koma fram til stjómar brezka veldisins (U.K.) að
allur lýður Nfl. æski fyrst og fremst eftir fyllilega frjálsri og
ábyrgri sjálfstjóm, eins fljótt og möguleikar leyfa.
Höfðu þá skilmálamir frá Ottawa verið lesnir upp á ráðstefn-
unni, en ekki höfðu þeir þá verið viðteknir, eða um þá rætt af full-
trúunum. Gordon F. Higgins, þingmaður St. John’s East, lagði
fyrstur það til, að gerð yrði tillaga um að vinda hinn bráðasta bug
að lýðsúrskurði (plebiscite). Gerðist þetta að loknum nokkrum
umræðum um hagskýrslu þingnefndar, en hún bar með sér, að
Nfl., sem var skuldum hlaðið, er nú fjárhagslega sjálfstætt, og get-
ur sýnt $5,000,000 tekjuafgang eða ágóða á hinum næstu 5 árum.
Higgins benti á, að í lagaskjölum þeim, er Nfl. væri nú stjómað
eftir (commission-govemed) stæði, að ef nýlendan er efnalega
sjálfstæð, og fólkið æskir eftir frjálsri og óháðri sjálfstjóm, þá
myndi hún verða veitt. R. St.
Um lönd og lýði
BURMA SJÁLFSTÆÐ
Burma var síðasta Asíuríkið
til að ganga Bretum á hönd. Nú
má ætla, að það verði hið fyrsta
til að losa sig við erlend yfirráð.
Eftir samningi gerðum í hinu
sögulega húsi, þó lítið sé, að 10
Downing St. í London nýlega,
fær Burma aftur sitt fullkomna
sjálfstæði 6. janúar, sem það
tapaði fyrir nærri öld síðan.
Fríðindi landsins em mikil.
Að þar rísi nú upp velmegandi
sjálfstjómarríki, mætti ibúast
við. Burma hefir verið kölluð
“hrísgrjónaskál” Asíu. Þó Jap-
ar, sem landinu réðu um skeið
í síðasta stríði, skildu lítið eftir
í skálinni, er nú óðum að hækka
í henni aftur. Hið óviðjafnanlega
loftslag græðir skjótt öll sár
stríðsins. Burma er auk þess
sérstaklega heppin með að hún
á enga skæða nágranna að óvin-
um. Þar er heldur ekki neitt að
óttast trúarlegar óeirðir, eins og
í hnium tveimur nýju ríkjum
Indlands. Landið kveður Breta
og leiðsögn þeirra með góðvilja.
kýs sér að halda vináttu við þá
og viðskiftasambandi óskertu.
— Þau vinahót lofa Bretar aö
meta, þó skilnaðarins sakni þeir.
En er nú framtíð Burmajbúa
eins björt og ætla mætti?
Hún fer eftir því hve færir
þeir reynast til þess að stjórna
sér sjálfir. Enn sem komið er,
hafa þeir ekki sýnt það. Hjá
þjóðinni ríkir eitthvert trýit inn-
byrðis hatur í stað einingar, þó
af öðm stafi en á Indlandi. Nú
þessa stundina háir henni það,
að þar hefir verið háður einn
sá grimmasti pólitískur glæpur,
sem sagan getur um. Forseti
þeirra, Anny San, sem skipaður
var til bráðabirgða, og sex ráð-
gjafar hans voru nýlega myrtir,
skotnir niður með vélabyssum.
Er fyrverandi forseta, U. Saw,
um það kent og var hann hnept-
ur í varðhald. Stendur nú rann-
sókn yfir í málinu. tít af þessu
er alt í báli og brandi í landinu,
en það hefir ekki neitt líkt því
nægilegan her til þess, að halda
lýðnum í skefjum. Það lítur
því út fyrir að mikla húshreins-
un þurfi að gera áður en alt
kemst í það horf, með sjálf-
stjórnina, sem vonast var eftir.
Er með þessum málum Burma
mjög fylgst, því það er álit
margra, að eftir því hvemig
þeim farnist sjálfsstjórnin, megi
um hæfileika annara Asáuþjóða
dæma til sjálfstjórnar.
ert af framleiðslunni má flytja
til annara héraða, ekki einu sinni
til Vín, sem er í hjarta austur
héraðanna og þar sem búa nærri
einn þriðji allra íbúa landsins.
Það er því alt annað en leikur
fyrir Vínarborg að sjá íbúunum
fyrir nægu fæði — og Banda-
ríkjunum að veita nægilega að-
stoð. 57% af íbúum borgarinn-
ar er yfir fertugt og 20% yfir
sextugt. Hér um bil 60% þeirra
eru konur. Vín er því borg ald-
raðs kvenfólks, sem ekki getur
mikið hafst að, eða farið eins og
ýmsir karlar gera með föru-
mannapoka á herðum út í sveitir
til að ná í eitthvað handa sér
til riæstu máltíðar, eða til að
selja á svörtum markaði. Fyrir
þeim liggur sjáanlega ekki ann-
að en að gera sér að góðu, að
svelta hálfu eða heilu hungri
heima hjá sér.
1 mörgum stærri og mikilvæg-
ari iðnaðarstofnunum í fylkj.
Styria og Salsburg, gerðu menn
FRAMTÍÐ AUSTURRÍKIS
Austurríki hefir ekki farið
athluta af hjálpinni, sem
iandaríkin hafa undan farin ár
ent til Evrópu. Hún hefir að
iísu ekki verið nægileg til við-
eisnar landinu. En að þjóðin
efði án hennar lifað af tvö síð-
istu allsleysisárin, er þó varla
ugsanlegt.
Þó hjálpin hefði verið tíu sinn-
m meiri, er vafamál að hún
efði trygt efnalega og pólitíska
ramtíð þjóðarinnar.
Sovét herinn byggir einn
riðja hluta landsins. Á honum
r heldur ekkert ferðasnið enn-
á. Það er auðséð til hvers hann
r þama hafður. Hann á að ná
llu sem hann getur af stríðs-
kaðafeátum Austurríkis, þrátt
yrir þó slíkt sé gagnstætt sam-
yktum stórveldanna bæði í
loskva og Potsdam.
Þetta gerir Bandaríkjunum
ijög óauðvelt, að vinna að við-
sisn Austurríkis.
Það er “brauðkarfa” Austur-
íkis, sem Sovétherinn byggir.
índir stjórn hans er 72% af
omframleiðslu landsins til
rauðgerðar, 35% af kjötfram-
jiðslunni, 23% af öllu feitmeti,
7% af kartöfluræktinni, 63%
f fóðurkorni og 75% af sykur-
sektinni. Stóran hluta þessarar
•amleiðslu notar herinn. En
ifnvel verra en það, er að ekk-
verkfall nýlega og mótmæltu
skömtuninni, kváðu hana sem
satt er, minni en til stæði, eða
tölu þeirra hitaeininga, sem
hverjum einstaklingi hefði ver-
ið lofuð og sem væri það minsta,
sem komist yrði af með. En
hvað gátu stjómir þessara fylkja
gert til þess að bæta úr þessu?
Var þetta viðurkent á fundi í
Vín og skamtur þeirra er hörð-
ustu vinnu hafa aukinn. En
þegar til framkvæmda kom,
varð ljóst, að í þessu öllu var
einnig verið að leika pólitík og
átökin um hana vom milli
Ibænda og verkamanna, sem
felstir eru sósíalistar. Það eni
talsverð ótök og sundurlyndi
milli þessara flokka í landinu.
Hvað gott sem annar kemur upp
með, er sjálfsagt að vera því ó-
samþykkur. Að hægt var að
verða við kröfum þessara verka-
manna, var meira Bandaríkjun-
um að þakka og mataraðstoð
þeirra, heldur en austurrískra
bænda. Þeir héldu í vörur sínar
og létu þær ekki af hendi fyr en
verð þeirra samsvaraði þvá sem
svartan markað má kalla. Þessi
innbyrðisóeining, er eitt af því,
sem verst leikur nú íbúa lands-
ins.
lEftir fyrra veraidar stríðið,
var Austurríki sviít mestu af
sínu landi og íbúatalan var að-
eins sex miljónir. Bjó meira en
helmingur hennar i bæjum. Nú
er landið svo 'hart ieikið, að það
nýtur ekki einu sinni afurðanna
af landinu, sem því var þa eftir
skilið.
Blað sósíalista demokrata í
Salzburg, segir að hraða verði
skipulagningu landsins; við nú-
verandi ástand sé ólifandi. Það
segir Bandaríkin hafa séð þeim
fyrir viðurværi til þessa. Við
ættum því að snúa okkur til
þeirra og biðja þau að flýta
nýrri skipulagningu.
Blað rauða hersins (Osterich-
ische Zeitung) segir við þessu,
VESTUR TIL KYRRAHAFSINS
Eftir P. S. Pálsson
Framh.
Skipið leið stilt og rólega upp að hafn-
argarðinum. Skipverjar stóðu í röðum,’ albúnir
að kasta landfestum til þeirra sem fyrir voru að
grípa þær og taka skriðið af skipinu. Unnu nú
báðir aðiiar jafnfljótum höndum, og innan
skamms var landganga hafin^en enginn hafði
orðið þess var að skipið lægi nú við hafnarbakk-
an ií stað þess að fljóta frjálst á hinu kyrra hafi,
var það samvinnan og tæknin sem þannig höfðu
dregið úr árekstri og óþægindum.
Þegar við stigum á land biðu okkar nokkrir
af hinum beztu vinum sem við áttum þar á
ströndinni. Vorum við tafarlaust flutt heim ti1
Mr. og Mrs. J. B. Smith, og frá þeirri stundu
var heimili okkar hjá þeim meðan við vorum í
Vancouver.
Þetta var laugardagskvöld. Var okkur í
öllu sýnd hin mesta gestrisni. Seinna um kvöld-
ið komu nokkrir nánustu vinir og venzla-lið
Smiths hjónanna til þess að bjóða okkur vel-
komin og endumýja gamlan vinskap. Stundirn-
ar liðu hjá, hver eftir aðra án þess að nokkrum
yrði ljóst að nýr dagur væri að nálgast, og svo
kom að því að vegir urðu að skiljast að sinni,
en oft og mörgum sinnum láu leiðir okkar sam-
an sem þarna vorum stödd, meðan við-dvöldum
í Vancouver.
Næsta kvöld var mikið og höfðinglegt
gestaboð hjá Smiths hjónunum. Var til þess
stofnað okkur til sæmdar. Mættum við nú enn
mörgum góðum vinum, bæði þeim sem við
höfðum verið með kvöldið áður, og öðrum sem
við ekki höfðum haft tækifæri að sjá í þessari
ferð. Rifjuðust nú upp margar endurminn-
ingar, jafnvel frá æskuárunum. En dagur leið
og dagur leið, eins og ógleymanlegur draumur.
Innilegar kveðjur innsigluðu þetta vinamót
sem nú var á enda. — Um leið og eg gekk til
hvílu, mintist eg kvöldsálmsins fagra:
“Ljóss á vængjum leið einn dagur
lengst í vestrið frá oss inn”.
Um hádegi næsta dag, sem var mánudagur,
höfðum við mælt okkur mót við Mr. og Mrs.
Júlíus Thorson. Flestir Islendingar sem til
Vancouver hafa komið, munu kannast við þessi
hjón, og þarf ekki að ættfæra þau. Mr. Thorson
er athafnamaður mikill og bezti drengur. Hafði
eg aðeins haft stutta kynningu af honum, en eg
þurfti ekki langan tíma til þess að gera mér
Ijóst, að vinátta hans væri mikils virði öllum
þeim sem hennar yrðu aðnjótandi, enda kom
það á daginn að hann gerði alt sem hann gat tii
þess að gera okkur dvölina í Vancouver sem
ánægjulegasta.
Svo stigum við upp í biíreið hans og þá
var haldið á stað til þess að skoða borgina og
alla hennar dýrð. Þoka hvíldi yfir sjónum og
láglendinu og jafnvel breiddi sig yfir fjalls-
hlíðarnar, svo útsýni var ekki hið bezta, en
margt og mikið bar okkur fyrir sjónir sem mun
lengi verða okkur minnistætt.
Eftir nokkurn tíma lá leið okkar yfir þá
lengstu brú sem eg hefi nokkum tíma ferðast
um. Þessi brú er meira en mílu löng og
mesta völundar-smíð. Sigla þar undir stærstu
haískip án þess að taka ofan, eða beygja sig. —
Eg beygði mig og tók ofan fyrir þessu hrika-
smíði mannlegs hugvits. ,
Að stuttum tíma liðnum komum við að
annari brú miklu minni. Þá segir Júlíus: eigum
við að fara hér út úr bílnum og líta í kring.
Vom allir því sammála. Við gengum út að
hliðar grindunum og horfðum niður í vatnið,
sem var spegil tært. Og þar mætti auganu hin
furðulegasta sýn sem eg hefi litið. Áin var
morandi af laxi sem voru á uppgöngu, en gekk
ferðin tregt því áin var vatnslítil.
Laxarnir stukku strengina, en urðu oftast
að láta undan síga, þeir hvíldu sig um stund, en
tóku svo annað viðbragð, og þá sigruðu sumir,
en sumir ekki. Var þessum leik haldið áfram
eins lengi og við höfðum tíma til að horfa á
hann. Vonandi er að þeir allir hafi komist tii
þess staðar sem ferðinni var heitið, því hjá
þeim var ekkert undanhald að sjá. Þeir virtust
gera sér fyllilega grein fyrir því, að vegurinn
til lífsins er ekki greiður, og að marga erfið-
leika og mótspyrnur verður að yfirstíga áður
en markinu er náð. Var sem árniðurinn, er lét
svo ljúft í.eyrum okkar hvíslaði á sínu huldu
máli, Vísunni alkunnu:
“En þú, sem undan
æfistraumi
flýtur sofandi
að feigðar ósi,
lastaðu ei laxinn,
sem leitar móti
straumi sterklega
og stiklar fossa”.
Svo var haldið af stað heim til þessara
góðu ihjóna sem höfðu svo þrotlaust sýnt okkur
alt það fegursta sem þokan ekki huldi sjónum.
Nú var farið að litast um, og sáum við þá okkur
til mikillar undrunar, að þetta stóra og fágæta
hús, hékk utan í hliðinni á afar háu kletta-belti.
Var svo um það búið, að hliðin sem að bjarginu
sneri, var fest með sterkum stálböndum, sem
aftur á móti voru steypt í sementsstorku langt
inni í berginu. Ramgerðir steinstólpar báru
framhlið hússins á herðum sér. Var það því
trygt með sameinuðum styrkleika stáls og
steina, og því áreiðanlega ekki bygt á sandi.
Niður að sjónum lá ramgert steinrið, var
langur vegur þar til komið var alla leið. Nokkuð
langt fyrir ofan sjávarmálið var grasslétta,
sem líktist listigarði, enda voru þar legubekkir
og hægindastólar. Fáum fetum neðar skolaði
sjórinn sléttan fjöru-sandinn, í kyrð og næði.
Svo var þessi heimsókn á enda, og flutti
Júlíus okkur heim. Ástúð þeirra "hjóna, og alt
sem fyrir augun bar þennan dag, verður okkur
ógleymanlegt, eins og svo margt annað sem
leiftraði líkt og íslenzk norðurljós kring um
okkur allan þann tíma sem við dvöldum vestra.
Þetta kvöld vorum við boðin til Mr. og
Mrs. Frank Fredriokson. Þegar heim til þeirra
kom, mætti okkur sama alúðin og gestrisnin
eins og við áður höfðum við að búa. Var þetta
kvöld hjá þeim hið ánægjulegasta, og leið það í
tímans haf, við gleðskap og söng. Hafði Mrs.
Fredrickson góöfúslega lofað að spila með mér
næsta kvöld á samkomu sem kvenfélagið “Sól-
skin” hafði ákvarðað að hafa til aðstoðar Elli-
heimilinu í Vancouver.
Um kvöldið var margt um skemtanir hjá
þeim Fredrickson hjónunum. Allir vita að
Beatrice, — Mrs. Fredrickson, — spilar með
ágætum á píanó, og Frank, okkar frægi hockey-
leikari, og flugmaður, lét ekki sitt eftir liggja
að skemta gestum sínum, bæði með söng og
umhyggju.
Eftir miðnætti fórum við öll til bústaða
okkar, nema “Jón og Kata” . Þau báðust gist-
ingar hjáþessum ágætu hjónum, enda voru þau
orðin þreytt eftir gleðskapinn, og höfðu líka
ákveðið að vera á samjcomunni sem “Sólskin”
ætlaði að halda kvöldið eftir, eins og áður er frá
sagt. Þau voru ferðafélagar mínir frá Winnipeg,
og var eg búinn að taka ein'hverskonar ástfóstri
við þau, svo leyfið var auðfengið.
Framh.