Heimskringla - 12.11.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 12.11.1947, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSERINGLA WINNIPEG, 12. NÓV. 1947 NÝJAR LEIÐIR “Nýtt?” “Já, spónnýtt. Eg á ekki við Baxter Spring eða Litlaklett.” “Þú segir mér þó aldrei að raunverulegur markaður sé fundinn þar norður frá.” “Jú, það er einmitt það sem eg á við! Það mundi borga sig að fara með rekstur þangað norður núna í ár.” Nabours horfði á hann um stund og stein- þagði. “Þetta verður þú að útskýra fyrir mér, Mr. McMasters. Eg hefi aldrei komið norður fyrir þá rauðu, eða vestur fyrir Concho, þótt oft hafi eg komið suður fyrir Rio Grande. Það sem eg hefi sannfærst um, er að kýr eru einskis virði og nautabóndi er flón, og getur ekkert að því gert.” “Jæja, hlustaðu nú á! Kansas Kyrrahafs járnbrautin, er lögð vestur eftir Kansas eins fljótt og hægt er að leggja niður teinana. 1 síð- asta bænum — hann heitir Abilene — veltu menn einmitt þessari spurningu fyrir sér, sem við erum allir að velta fyrir okkur hér. Héma er kýrin fjögra — til iþriggja — dala virði, og kanske einskis virði. Við járnbrautina er hún virði tíu dala og kanske meira. Austur frá er hún tuttugu dala virði, og ef til vill meira. Þeir þurfa kjöt, við höfum það, eða getum veitt * þeim það. Við þurfum enga fræðimensku til að segja okkur frá því, að við verðum að leysa þennan hnút.” “1 Abilene hafa þeir gert tilraun; þeir hafa bygt nautagirðingar — mér var sagt það í Wichita. Þeir sögðu að við gætum fylgt Wash- ita fljótinu norður eftir, farið yfir Canda fljótið og síðan norður, Iþaðan í vestur frá Wichita, og beygt síðan í norður yfir Arkansas fljótið og til Abilene. Og þar er markaðurinn, maður minn!” “Þetta er merkilegasta fréttin, sem nokkru sinni hefir borist til Texas. Hún er meiri en fréttin frá San Jacinto. Þú veist vel hvað það þýðir, ef við getum rekið nautarekstur þangað? Jæja, eg segi bara, að hún húsmóðir þín hefir vit í kollinum.” Nabours sat þögull og hrifinn. “Eg kom hingað frá Caldwell,” hélt gest- urinn áfram. “Eg reið þúsund mílur eftir góð- um vegi; hvað gras og vatn snerti. Eg hugsaði mér að flytja þessa frétt að Sólbakka. Eg hefi þekt fjölskyldu Burleson Lockharts alla æfi mína, og veit hversu örðug kjör Miss Lockhart urðu þegar faðir hennar féll frá. Eg ásetti mér því, að ríða hingað og heimsækja Sólbakka í fyrsta sinni síðan eg var barn.” Ungi maðurinn roðnaði dálítið er hann hélt áfram: “Eg ætlaði að færa henni, sem á hinar miklu hjarðir, og sitt fræga mark, hinar góðu fréttir um hinn mikla markað. Er hún heima?” :‘Sástu hana ekki þar sem hún reið heim?” McMasters hugsaði sig um. “Eg sá ungan mann. Eg vissi alls ekki—” Ráðsmaðurinn brosti. “Ekki lái eg þér það. Eg er eina móðirin sem hún á eftir, og er víst stöðunni Ilítt vaxinn. En samt skil eg ekki í því að þú reiðst ekki beint heim að bænum.” Ungi maðurinn blóðroðnaði, en ekkert fát kom á hann, ekki brosti hann heldur. “Enginn gæti komið í betri erindagerðum,” sagði hann. “Þetta var ekki henni að kenna. Hún þekti mig alls ekkl aftur og eg ekki hana.” “Nú verður þú að koma heim,” sagði Na- bours. “En segðu mér nú hversvegna þú ferð- aðist norður.” McMasters leit á hann kuldalega og alvar- lega. “Jæja,” sagði hann loksins. “Eg er em- bættismaður. Eg hefi verð löggæslumaður í Gonzales héraðinu ií sex mánuði. Þú hefir kanske ekki heyrt síðustu fréttimar um lög- gæslu mennina okkar. Þrátt fyrir vini okkar, æfintýramennina í stjóm okkar, höfum við komið lögregluliðinu á stofn á ný. Er lið þetta traustara en til foma, og hefir enniþá meira að gera en fyr meir. Þeir hafa heiðrað mig með því, að útnefna mig yfirmann sinn. Eg hefi verið norður frá í sérstökum erindagerðum.” Nabours hneigði sig þegjandi. “Það er ekki einn einasti maður hér, eða í Mið-Texas, sem eigi hefir svarið þess dýran eið, að drepa morðingja hinna tveggja manna. Það vitið þér, Mr. McMasters.” “Já, og eiður þinn er ekki kröftugri en minn!” McMasters sneri sér nú til svertingjans, sem færði honum þvottavatn og handklæði. Er hann bretti upp ermunum, kom það í ljós að líningin á skyrtunni hans var ekki hvít, heldur rauð, og kraginn hafði sama lit. “Svo lítil hjátrú,” sagði hann og kinkaði kolli. “Þetta er ættar heit ií fjölskyldu okkar. Á styrjaldar tímunum varð hún móðir mín að lita fötin sín með rauðum lit búnum til úr jurta- rótum, og ií misgripum litaði hún um leið fá- einar skyrtur pabba míns. Pabbi minn var svo stoltur yfir fómfýsi okkar fyrir því málefni, sem við börðustum fyrir — þótt hann væri á móti því að Texas gengi í sambandið — að hann hét því að altaf skyldu skyrtur sínar og líningar vera svona á litinn upp frá þessu. Jæja, nýi sýslumaðurinn í Gonzales sýslunni á ekki margar skyrtur. Faðir minn átti þessa. Já, við erum fátækir, sárfátækir Texas-búarnir nú á tímum.” “Gerðu svo vel og láttu hestinn minn inn 'í kringlóttu hestaréttina,” sagði hann, er hann hafði búist eins vel og honum var unt. “Og spurðu svo Miss Lockhart hvort hún vilji sjá Dan McMasters, son hins foma vinar föður hennar?” 3. Kapítuli. Blancocito hafði mókt í sólskininu langa stund, en þaut nú upp er ókunnugur maður nálgaðist hann. Þetta var nú samt engin önnur en Anastasía Lockhart, húsmóðir hans, er búin var kvenbúnaði. Hún mætti báðum mönnunum við dymar. Jim Nábours var eigi lærður í samkvæmis- siðum. “Miss Taisia, þetta er Mr. MoMasters frá Gonzales. Hann er sýslumaður þar niður frá. Eg hugsa að þú vitir hver hann er.” “Eg sá þig iþegar þú komst inn,” sagði húsmóðirin á Sólbakka látleysislega, og rétti honum hendina. “Því komstu ekki heim og , borðaðir héma morgunverð?” Á meðan þau horfðust í augu, og MoMast- ers sagði henni frá hversu illa hann hefði verið til reika eftir ferðalagið, braut Nabours heilann um, hvernig í ósköpunum hún hefði farið að því á svona stuttum tíma að skifta um föt, orðin svona prúðbúin á kjól, sem allur vár útsaumað- ur og með snjóhvítu pilsi. Hún hafði meira að segja hvíta hanska á höndunum, gulnaða af elli. En Taisíu fanst ónauðsynlegt að segja frá því, að flest fötin, sem hún var í, voru af móður hennar, og voru nú á ný í fyrsta skiftið dregin fram í dagsbirtuna. Jim vissi lítið um leyndar- dóma þá, sem fólust í leðurkistu mikilli, og Milly gamla, sem verið hafði vinnukona hjá Lockharts fjölskyldunni áður en til Texas kom, i hafði umsjón með. Hefði hann vitað um þetta, mundi hann einnig hafa getað vitað hvernig á þvií stóð, að hið gullna hár stúlkunnar lafði nú ekki ofan á bakið eins og á Indíána stúlku, held- ur var fléttað og vafið í hnút aftan á höfðinu, og lét snjó hvítan hálsinn sjást, sem eigi var ætíð þyrmt frá sólskininu. Anastasía var sannarlega ekki ókunnug framgangsmáta kvenfólksins í hinum gömlu bygðarlögum, þrátt fyrir það umhverfi, sem forlögin höfðu sett hana í. Og hún var sannar- lega fögur, forkunnarlega, töfrandi fögur. Eng- inn sá maður var til, sem hefði séð hana eins bg hún var núna, án þess að fá sting í hjartað af gleði og hrifningu. Hún bauð þeim inn í húsið. Návist hennar ein, fylti stofuna er þau komu inn í og var vinstra megin við ganginn, með fegurð og fögn- uði. Gangurinn lá í gegnum alt húsið. Þessi bygging úr múrsteini, var, eins og allar aðrar saxnesku byggingarnar í suðvesturlandinu, þannig bygð, að hægt var að láta hvern and- vara, sem blés, streyma gegn um hana, hvaðan sem hann var. Var það nauðsynlegt í húsi eins og þessu, er var á þrjár hliðar umlukt af risa- vöxnum eikartrjám þöktum spönskum mosa. Húsið að innan varð eins og einfalt leiktjald handa ungu stúlkunni. Landnemamir í Texas áttu eigi að hrósa þeim munaði og viðhöfn, sem fólk í neðri Louisiana átti að venjast. Þar sem hin fegurstu listaverk og munaðarvörur, sert) Evrópa hafði á boðstólum, prýddi sali sykur- yrkjumannanna. Reyndar mátti ennþá sjá forna dýrð í stofunni á Sólbakka. Tvö málverk og þrjár nýsaumaðar myndir í römmum og stólar af ýmislegri gerð. Þar var legubekkur, fóðraður með leðri, og fjórir stólar með ofnum sætum, og sýndu munir þessir, að húsgögnin vom mjög af skornum skamti. Því varð ekki neitað, að heim- ili þetta var óbrotið eins og öll önnur heimili í suðvestur landinu, enda var það ekki að furða, því að á þessum tímum var ekki til hundrað mílur af jámbraut, í öllu Texas, og alt sem kom austan að varð að flytjast á vögnum yfir örðugar leiðir. 1 horni herbergisins stóð kringlóttur, mexí- kanskur ofn, í hominu á móti, og þakið með allavega lituðum sútuðum kálfskinnum, stóð munur sé, er haldið hafði við andlegu lífi Lock- hart mæðgnanna. Píanóið, sem allir nauta- smalamir höfðu þessa dæmalausu lotningu fyrir. Uppi á píanóinu stóð vasi fullur af blóm- um. Jim Nabours vissi, að þau höfðu ekki verið þar fyrir einni stundu síðan, því hann hafði komið þama inn áður en morgunverðurinn var snæddur, þá voru þau ekki þama, en hann vissi, að Taisía hafði talsvert af blómum í garð- inum sínum. Hvað fer fram hjá augum yngismeyjar? Litlar silfur skeljar á höfuðleðri, falleg stígvél, vel lagaður hattur, ibeint bak, söðull, útlit erft frá mörgum forfeðrum, er komið höfðu endur fyrir löngu frá Tennessee eftir Natchez vegin- um til Louisiana og Texas? Nei, það er eigi auðvelt að varpa ryki í augu yngismeyjar, þótt þau líti bara sem snöggvast á nýaðkominn yng- issvein í hundrað skrefa fjarlægð. Þaðan stöf- uðu þessi blóm og búningurinn, en Jim Na- bours gat samt ekkert skilið í hvernig á honum stæði. Mr. Dan McMasters var vel siðaður maður, þótt ungur væri til að hafa það embætti, sem hann hafði með höndum. Einhver óljós kvíði kom yfir Jim Nabours, er hann sá hina frjáls- legu framkomu mannsins, og hversu rólegur hann var. Hann skildi ekkert í þessu unga fólki með nýju siðina. Þegar McMasters hafði fengið sér sæti á sóff- anum, tók hann til máls: “Þú skalt vita, Miss Lockhart, að eg hefi verið á ferðalagi norður frá á Indíána vegnunum, og þar sem eg var aðeins fimtíu mílur héðan, gat eg ekki látið það undir höfuð leggjast að koma hér við.” “Þú ert velkominn. Fjölskyldur okkar hafa ætíð verið vinir,” svaraði Taisíia fjörlega. “Já, ættmenn mínir hafa ætíð þekt ættfólk þitt. Mig langaði til að sjá þig á ný. Þessvegna kom eg ví4t. Þér eruð nú fullorðin, Miss Lock- hart, og mundi eg ekki hafa þekt þig á ný. En nú hefi eg rætt við formanninn þinn. Hann hugsaði, að þig mundi langa til að heyra þær nýju fréttir, sem eg flyt til Texas frá norðrinu.” Það sem hann á við er það, að þeir hafa stofnað nýjan markað fyrir nautgripi norður við jámbrautina,” sagði Jim. Stúlkan sneri sér fljótt við. “Nýjan mark- að? Það verður þá loksins staður þar, sem við getum selt kjötið okkar. Er þetta í raun og veru satt?” “Já, eg trpi því”, svaraði McMasters. “Það er í Abilene í Kansas, beint norður af Wichita. Eins og þú veist, er Wichita ekki langt fyrir norðan Kansas landamærin, á svæði fyrir ofan Indíánalandið.” “Abilene?” “Enginn hefir heyrt um þann stað fyrri. Það er við enda Kansas-Kyrrahafsbrautarinnar, sem liggur vestur. Þeir þurfa nautgripi og þar er útlit fyrir að markaður fáist.” Augu stúlkunnar tindruðu. “Þettci eru miklar fréttir.” Hann kinkaði kolli. “Já, járnlbrautina á að leggja meðfram Arkansas ánni, einnig meðfram Platte og það er nú búið. Eftir því að dæma, sem eg hefi heyrt, er alt landið fyrir norðan okkur, eitthvað tvö þúsund mílur, vel hæft fyrir griparækt.. Gras? Mér hefir verið sagt, að lengra vestur séu miljónir ekra þaktar í því grasi, sem þeir kalla vísundagras, og líkist grasinu héma. Það getur verið að nautgripir geti ekki lifað á því, en sumir halda að þeir geti það. Vlísundamir fitna af því. Og þar eru engir nautgripir. — Landið er autt og bíður eftir hjörðunum, svo maður nefni nú ekki eftirspurnina austan að.” “Bíddu nú við, við getum rekið hjörðina til Wiohita, og getum þá sjálfsagt rekið hana þaðan til Abilene.” “Já,” svaraði spámaður hins nýja tíma; “og þar finnum við kaupendur frá austrinu. Bænd- ur, gripakaupmenn, sem eru reiðubúnir að kaupa gripina okkar, strax og við getum komið þeim norður.” “í raun og vem,” sagði Taisía, sem hafði nú næstum gleymt sorg sinni frá því um morg- uninn, “í raun og veru?” '“Já, eg held að þetta hljóti að vera satt, ef dæma má af því, sem mennimir norðan að sögðu mér, og vom að mæla út brautarstæðið gegn um Indíána-landið. Þeir fullyrtu, að kaup- endur mundu finnast fyrir alla þá gripi, sem við gætum rekið norður, alt að hundrað þúsund gripum — já, þótt það væru tvö til þrjú hundruð þúsund!” Anastasía gaf frá sér óskiljanlegt hljóð. Hún horfði slgri hrósandi á formanninn sinn. “Jæja, Miss Taisía, hvernig gat eg vitað um þetta?” sagði Jim til að verja sig. “Aldrei á æfi minni hefi eg heyrt um Abilene, fyr en þessi maður kom hér í morgun.” “Nú, þú hefðir átt að hafa heyrt um það,” svaraði hún með reglulegri kvenmanns rök- færslu. “Maður, þetta er það, sem alt Texas hefir beðið eftir ámm saman. Sagði eg þér ekki þetta? Hefi eg ekki grátbeðið þig um að safna saman hóp og reka hann eitthvað norður í þeirri von, að guð hjálpaði okkur til að finna að hon- um kaupanda, fyrst vonlaust er með öllu, að finna þá hér, eða austur frá? Hefi eg ekki sagt þér þetta Jim?” “Jú, það hefir þú gert,” svaraði formaður- inn, “en þrátt fyrir það, veist þú ekki lifandi vitund um þetta.” Taisía sneri sér til hans. “Getur þú búist við að menn sýni þér hvað þeir hafa á hendinni fyr en þú lætur út? Getur þú ekki treyst ham- ingjunni?” “Eg get það hvað sjálfan mig snertir, Miss Taisía. En við vorum allir hræddir fyrir þína hönd. En einkum vorum við hræddir þegar þú sagðist ætla að fara með okkur.” “Já, en eg vil fara með ykkur! Og eg vil smala saman í rekstur!” “Nú, Miss Lockhart,” tók Dan McMasters til máls, “það getur þú ekki gert. Menn þínir geta smalað saman hjörð, og rekið hana norður fyrir þig, en engin kona hefir ennþá riðið norð- ur fyrir Rauðu ána, og engin ætti heldur að reyna það. Þama er enginn vegur; eyðiland í norður fimtán hundruð m'ílur eða meira. Þar er engin brú. Eg hefi sundriðið tíu fljót, og látið hestinn vaða yfir hundrað. Þar em Indíánar og ofviðri og ekkert skjól handa þér. Miss Lockhart, enginn maður í Texas mundi leyfa þér að fara í slíkt ferðalag.” “Það em ekki nógu margir menn í Texas til að hindra mig frá ferðinni--” Sorg Taisíu var nú alveg gleymd. “Jafnvel hann faðir þinn-----” tók Jim til máls. Augu stúlkunnar fyltust támm. “Hún missir ætíð kjarkinn, er hún hugsar um föður sinn,” sagði Jim Nabours. “Eg skal ekki missa kjarkinn. Einhvern- tíma kemst eg yfir þetta. Ein ástæða þess að mig langar norður er sú, að finna manninn, sem drap hann. Hann er einhverstaðar þar norður frá.” McMasters, höfuðsmaður í lögregluliðinu og sýslumaður, horfði á hana og bliíða skein út úr köldu augunum hans, en hann sagði ekkert. Húsmóðirin á Sólbakka stappaði niður fætinum í lágu skónum. “Þú ferð ætíð með mig eins og eg væri telpukrakki. Eg er það ekki.” “Jú, það ertu, Miss Taisía,” svaraði Jim Nabours. “Þú ert bara unglings stúlka, og“eg er faðir þinn og móðir þangað til þú færð nýjan Segundo.” “Hlustaðu á hann”, sagði hún, og sneri sér til gestsins. “Alt Texas aðfram komið, og allir menn í Texas hræddir við að reka fáeinar kýr norður til markaðar, þar sem fengist kanske fimm dalir fyrir gripinn. Það eru auðæfi. — Hversu lengi er farið með rekstur þangað norð- urþ” spurði hún. “Hér um bil alt vorið og sumarið,” svaraði McMasters. “Eg reið hér um bil fimtíu mílur á dag, þegar eg kom að norðan, og þá var eg ellefu hundruð mílur í burtu, er eg lagði af stað. Rekstur gæti kanske farið tíu mlílur á dag, ef hægt er að halda þeim í hóp. Hér um bil tvö til þrjú hundruð mílur á mánuði. Við skulum segja þrjá, fjóra mánuði. Það má ferðast langt á þeim tíma.” “Alla leiðina milli hæðar og himinsins, milli velsældar og örbirgðar. Æ!” Hún leit í augu þeirra beggja. “Það er ekki til neins. Veistu hvað eg gerði í morgun, áður en þú komst? Veistu hversvegna eg græt nú? Eg get ekki að því gert. Eg fór þarna ofan eftir, til að segja mönnum mínum að fara burtu. Eg sagði þeim, að eg væri gjaldþrota, að eg gæti ekki borgað starfsmönnum mínum. Fátæk? Eg veit það svo sem vel. Farðu heim til Gonzales og segðu mönnum þínum, að síðasti afsprengur Lockhartanna liggi í duftinu. Eg hefi ekkert stolt lengur, því að nú er eg gjaldþrtoa. Er það undarlegt að eg gráti?” “Hún grét,” sagði Jim Nabours. “Hún er gjaldþrota.” McMasters sneri sér undan og horfði út um gluggann. Að sjá slíka stúlku gráta var hverj- um manni ofraun. “En auðvitað,” bætti formaðurinn við, “tók eg til minna ráða. Eg sendi piltana út til að vinna eins og venjulega. Mér finst eg heyra heitt járnið hvína á húð einna tíu kálfa.” “Og allir saman eru þeir ekki virði eins nefdráttar Nelly gömlu!” svaraði Miss Taisía. Markaðurinn er hið eina, sem hugsandi er um! Mr. MoMasters hefir fært okkur sannarlegar fréttir.” “Eg er næstum í vafa um hversu heppilegt það var að flytja þær,” svaraði ungi maðurinn. “Þú verður í mikilli hættu stödd.” “Þú þekkir ekki drengina mína,” sagði Taisía hreykin. “Jú, það geri eg. Eg þekki okkur alla. Þeir, við mundum allir deyja fyrst. En setjum svo að það væri ekki nóg?” “Og jafnvel þótt eg sé kona, þá er eg samt ekki gömul kerling. Eg ætla að reka fyrstu nauta hjörðina til járnbrautarinnar með mínum eigin vinnumönnum, jafnvel þótt það kosti síð- asta hestinn minn og manninn! Eg verð að komast norður, annars er úti um mig. Þegar þá reiðst hér í garð, Mr. McMasters, var lífs- gleði mín svo mjög fjöruð út, sem hún hefir nokkru sinni verið.” “Við skulum vona að straumarnir breytist, Miss Lockhart”, sagði hinn ungi Don MoMasters rólega.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.