Heimskringla - 01.12.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.12.1948, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. DES. 1948 Híimakringk /stofme Í8M) Kemur út ú hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24 185 Ver8 blaOsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viöskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Wirnnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PALSSON "Kelmskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 1. DES. 1948 Grafar-óðor Það minnir nú flest orðið á það, að liberalisminn sé að hærast. Ellimörkin á honum leyna sér jafnvel ekki í ræðum ráðherranna í Ottawa. Liberalstjórn er nú búin að vera svo lengi við völd, að hún er farin að halda sig ómissandi og er með kosningar á næsta ári í huga farin að boða almenningi þesss trú. f ræðu sem Rt. Hon. C. D. Howe hélt 13. nóvember í London, Ontario, varaði hann við því, að ef kjósendur væru ekki á verði, gæti svo farið, að liberalar hefðu ekki ákveðinn meirihluta í komandi kosningum. Þetta var í fyrsta sinni, sem nokkur foringi þeirra hreyfir þessu. Og hann bætti við: “En það er einungis liberal- flokkurnin, sem nokkra von heíir um sigur yfir alla hina flokkana. Það er því meiri hætta þaðan á ferðum, en menn gera sér grein fyrir.” Hann sá enga ástæðu til að ætla, að íhaldsmenn eða C.C.F. flokkurinn næðu kosningu. Það sem hann var að koma fólki í skiln- ing um, var að ef liberalar sigruðu ekki, rynni hér upp einhvers- konar vargöld! Svo kemur Hon. Stuart Garson, hinn nýkosni dómsmálaráð- herra, sem nú heyir kosninga bardaga vestur í Marquette. f ræðu er hann hélt 24. nóv., komst hann þannig að orði: “Ef liberal flokk- urinn getur ekki myndað stjórn eftir næstu kosningar, er enginn annar flokkur líklegur til þess.” Mr. Garson endurtók söguna um þetta, að liberalar væru hinn eini þjóðlegi flokkur þessa lands. Hann virtist ekki hafa aðgætt það, að þessi þjóðlegi flokkur, sem hann tilheyrir, er hverga þjóðlegur í öllu Canada, nema í Ottawa- stjórninni sem stendur og sjávarfylkjunum eystri. Eftir að hafa heyrt tvo ráðherrana halda þessu sama fram, er ekki að efa, að það hefir verið samanbarið og samþykt af stjórnend- um flokksins, að á því skuli hamrað í næstu kosningum, að enginn annar flokkur sér hér þjóðlegur en liberal flokkurinn og í stað hans sé nú engan einn flokk um að ræða, er kosningu geti náð. Þó liberalar ali á þessu, vita þeir að bæðí íhaldsflokkurinn og C.C.F. eru hættulegir gagnsækjendur þeirra og annar, ef ekki báðir eins líklegir til að hljóta hreinan meirihluta, er atkvæði verða talin. Ráðherrarnir misskilja kjósendur, ef þeir halda að þeir geti komið þeim til að líta á sig sem hina einu útvöldu með þessu, og gera ekki ráð fyrir að þeir hugsi þjóðmálin frá neinni annari hlið en þessari. Það var eitthvað líkt þessu, sem republika-flokkurinn flaskaði á í síðustu kosningum. Á söng þeirra Howes og Garsons, slær því fölva ellinnar. Ef liberalar hafa ekki annað að bjóða en grafaróð þessu líkan, er þeim kosning alt annað en vís. U Allur emn líkami 11 Ræða flutt í Fyrstu Sambandskirkju í Winnipeg af séra Philip M. Pétursson í fyrra Korintubréfinu segir Páll postuli á einum stað: “. . . líkaminn er einn og hefir marga limi, en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami . . .” Eins má segja um mannkynið í heild sinni. Það er samansett af ótal mörgum einstaklingum, en það eru einstaklingarnir allir samantaldir, sem mynda mann- kynið í heild sinni. Fyrir nokkrum árum var gef- in út bók, sem var kölluð á enskri tungu: “For Whom the Bell Tolls”. Þessi fyrirsögn er tekin úr kafla, sem prentaður var fremstu síðu bókarinnar, og sem var tekinn upp úr þrjú hundruð ára gamalli ræðu eftir frægan prest á Englandi, sem var síð- ustu ár æfinnar prófastur Sánkti Páls dómkirkjusókn. Hann var einnig skáld sem stóð framarlega í röð skálda þeirra daga, og stendur enn framarlega. Meðal annars sem eftirtektar- vert er, í sambandi við ræður hans, að sagt er, er það hve oft hann minnist á kirkjuklukkna- hringingar og helzt í sambandi við dauðsföll. Á vorum dögum fer enginn dagur svo hjá að vér fréttum ekki um einhver mannalát ein- hversstaðar í heiminum, heima- fyrir eða erlendis. Um allan heim er fólk altaf að deyja og oss ber- ast þær fréttir nú á dögum sam- stundis. Útvarp og hraðskeyti bera fréttir um allan heim um leið og þær gerast, um stríð, um eyðileggingar, um slys, um námuslys eða sprengingar, um stórveður og fleira. Fréttablöð og útvarpið bera oss stöðugt fréttir um dauðsföll og flytja oss nöfn margra manna, sem vér þekkjum alls engin deili á. En á dögum þessa prests, sem uppi var fyrir þrjú hundruð ár- um, bárust fréttir þá ekki til manna á vægnjum rafmagns- bylgna eins og nú, og menn vissu lítið af erlendum löndum eða hvað gerðist þar, af slysum eða öðrum hörmungum fyr en löngu eftir að atburðirnir gerð- ust. Aðal fréttirnar voru þær, sem gerðust í umhverfinu, sem fólk lifði í, og um fólk sem menn höfðu kynni af. Þegar maður dó, eða þegar frétt barst að um and- lát einhvers manns, var það oft- ast maður, sem þektur var. Um miðnætti þessvegna, ef að menn vöknuðu við hringingu kirkju- klukknanna, vissu þeir, er þeir lágu í miðnætturmyrkrinu í rekkjum sínum, að hringingin var fyrir einhvern, sem þeir þektu, að einhver, sem þeir þektu var ný dáinn. Og hugsun- in í sambandi við þesskonar at- burði verður eins og hún var hjá Páli postula, “allir limir líkam- ans eru einn líkami”, “og hvort heldur einn limur þjáðist, þá þjást allir limirnir með honum”. Þessvegna eiga orð prestsins við, “Sendið aldrei til að vita hvern klukkurnar hringja fyrir, því sjá þær hringja fyrir þig”. Það er að segja, þegar einhver maður deyr, deyr einnig eitthvað í oss. Þetta, eða þessi hugsun er end- urtekin í kaflanum, sem eg mint- ist í bókinni. Þar er sagt, í orð- um prestsins, sem ræður sínar flutti fyrir svo mörgum árum, “Enginn maður er eins og eyja út af fyrir sig. Hver einasti mað- ur er eins og partur af megin- landinu. Ef að einn kökkur !osn- ar og þvæst burt út í sjóinn, minkar megínlaridið, alveg eins og ef að heill höfði hefði horfið í sjóinn, eða ef að bær vina þinna eða þinn eigin hefði fallið úl hafið. Við andiát hvers manns, verð eg minni, því eg og mann- kynið er eitt. Sendið aldrei þess vegna til að vita hvern klukkurn ar hringaj fyrir, því sjá, þær hringja fyrir þig. Svo mælti presturinn. Á vorum tímum má mannkyn ið skoðast sem eitt í enn full- komnara skilningi enfyrir þrjú hundruð árum. Þag er “einn lík- ami” í enn fyllra mæli en á dög- um Páls, því heimurinn er orðinn það miklu minni að fólk, sem býr í þúsund mílna fjarlægð er nær oss nú en fólk var einusinni sem bjó í næsta héraði. Sem eitt dæmi þess, er fljótar ferðast á milli Montreal og Parísar en á milli Montreal og Vancouver. Megin land Evrópu er nær oss en vestur ströndin. Þar að auki er enginn sá staður á hnettinum, sem ekki er hægt að komast til innan eins sólarhrings. Örlög mannkynsins, sem býr í fjar- lægustu löndum eru einnig ör- lög vors. Alt mannkynið er orð- ið svo saman gróið á margvisleg- an hátt, að það er, í fyllsta skiln- ingi einn líkami. “Allir limir líkamans eru einn líkami”, “og hvort heldur einn limur þjáist, þá þjást allir limirnir með hon- um”. Þetta eru menn farnir að sjá og viðurkenna meira en nokkru sinni fyr, og einnig að þekkja á- byrgðina, sem á öllum hvílir til að sjá um að heildin þjáist ekki með því að láta ekki rinstakling- ana þjást, — að mannkynið þjá- ist ekki með því að verja ein- staklinga gegn þjáningu. Eg þóttist sjá merkingu þessa vaxandi skilnings um daginn er eg kom á fyrirlestrar samkomu í samkomuhöll borgarinnar, er prófasturinn frá Kantaraborg, Rev. Hewlett Johnson flutti þar fyrirlestur. f hvert skifti seni iiann nefndi það að það væri vilji alþýðunnar að stofna frið á jörðu, samþykti fjöldinn sem þar var saman kominn, um fimm þús- und manns, það með dynjandi lófaklappi. Og þegar hann gat um að það væri ekki almúginn, sem vildi stríð, hvorki hér né í Evrópu né nokkursstaðar annars staðar, var sú skoðun einnig sam- þykt með lófaklappi. Það er lítill vafi um að margir, sem þar voru, voru ekki á sömu skoðun og ræðumaðurinn í pólit- ízkum efnum. En í þessu eina atriði sýndust allir vera sam- mála. Allir vilja frið. Enginn vill stríð. Því í ófrið eyðileggjast flest 'verðmæti lífsins og auk þess verður manntjónið meira og ægilegra en vér getum gert oss verulega grein fyrir. Þar að auki skapast fleiri vandamál en ráðin verða. Og gamla máltækið sann- ast enn einu sinni, “og hvort heldur einn limur þjáist, þá þjást allir limirnir með honum”. sem varaði fólk við loftárás. — Fólkið þyrptist niðui í skýlin sem gerð höfðu verið, gegn loít- árásum. En prófasturinn sagðist hafa gengið út eftir löngúm gangi eftir að fólkið var alt kom- iö úr kirkjuni, til að vita hvart njkkur hefði orðið eftir. Hann gekk út á torg nokkuð sem iigg- ur upp að háu og tignarlegu kirkjuveggjunum, og þar sá hann OSKASTUNDIR Þetta er nafn á ljóðabók eftir Kjartan Ólafsson, sem nú er nýkomin á bóka-markaðinn. Kjartan er bruna-vörður í Reykjavík á íslandi, hefir haft það starf með höndum í 20—30 ár, og áreið- anlega ort þessi margþættu ljóð á milli elda. — Ekki er mér ljóst hve gamall maður hann er, enda kemur það ekki þessu máli við; umsögn um bók hans hefir ekkert að gera við hvað marga elda hann hefir slökt, né heldur hvað mörgum mannslífum hann hefir bjarg- Íítið stúlkubarn méð brúð“uké7ru1 af’ ~ én ei“ er. f Þessi llóðmæli bregða birtu á vegu margra og sýndist ekki vita hvert hún °kkar’ Sem 1 halfrokkri góngum á stigum óvissu, armæðu og tor- tryggni. Höfundur bókarinnar virðist vera mikið prúðmenni. Hann er ekki trúðleikari, og reynir ekki að villa neinum sjónir, eða svíkja lit á neinu sem hann hefir til brunns að bera, en hann málar þær myndir í kvæðum sínum, sem mörgum munu verða minnisstæðar ætti að snúa sér. Hann gekk að henni og tók í hendina á henni og ætlaði að leiða hana með sér niður í skýlið til hins fólksins. En þá fór hún að gráta, og sagði með tárin í augunum: “Eg vil /um ^anSan aldur. mömmu mína”. En hvað voru ekki mörg miljón börn, sagði hann, sem áttu eftir á stríðsárun- um að kalla grátandi á mömmu sína? Og hvað voru ekki mörg miljón börn sem fengu aldrei svar, og hafa ekki fengið enn? Börn eru börn, lítil og hjálpar- laus ,hvar sem þau eru, hér eða á Englandi, eða á Þýzkalandi eða á Rússlandi. Hvert einasta barn, hvert á sinni tungu, hvar sem það hefur verið fætt í heiminum, hefur einhverntíma kallað “eg vil mömmu mína”. En hve mörg þau urðu á stríðs árunum, sem sáu aldrei móðir sína aftur, vita engir menn. Getur maður hugs- að sér að þessi börn, eða mæð- urnar sem lifðu en mistu börn sín, vilji að stríð steypist aftur yfir heiminn? Væri það ekki miklu heldur að þær vildu frið? Að fólkið sem nú býr þar, sem eyðileggingin varð verst, vilji ekki heldur tækifæri til að byggja upp borgir sínar aftur, að rækta lönd sín, að lifa í friði og fá tækifæri til að njóta lífs- ins? Heimurinn er nú í raun og veru orðinn svo lítill, — þjóðirn- ar eiga svo margt sameiginlegt, að þær eru í fylsta skilningi lim- ir hver annars, og allar eiga hlutdeild hver með annari, í öllu sem gerist, hvort sem er gótt eða ilt. Þess vegna, þegar einhver hörmung eða ógæfa vill til, ein- hverstaðar í heiminum, hvar sem er í heiminum, mætti segja nú Dr. Johnson sagði sögu um lít- ið atriði sem gerðist stuttu eftir að ófriðurinn braust út og syndi með því hvernig sakleysingjar verða oft að gjalda þess, að farið hefur verið út í stríð. Það var á sunnudegi og messan í dóm- kirkjunni í Kantaraborg vai rétt að enda þegar merkið kom, sem átti eftir að heyrast svo oft og breyða ske/fingu og ótta meðal allra sem heyrðu það, — merkið eins og presturinn sagði á Eng- landi fyrir þessum mörgu árum, er hann vaknaði um miðja nótt og heyrði kirkjuklukkurnar hringja og boða dauðsfall ein- hvers í nágrenninu, “Sendið eþki til að vita hvern klukkurnar hringja fyrir, því sjá, þær hringja fyrir þig”. Líf hvers einstaklings er svo ofið og tvinnað inn í líf hvers annars, sem líf hans snertir, og líf hverrar stofnunnar, hvers fé- lagsskapar, hverrar bygðar, hvers fylkis og hvers þjóðar, er alt svo nábundið öllum öðrum stofnunum og félögum og bygð- um og þjóðum að ómögulegt er að aðskilja eitt fyllilega frá öðru svo að sé hægt að segja, “hér endar eitt og hér hefur hitt upp- tök sín”. Auðvitað er það satt, að marg- ir deyja og eru bornir til hvíldar, sem vér þekkjum ekki og vitum engin deili á. En það þýðir ekki að líf þeirra hafi verið áhrifa-- laust. Það er aldrei hægt að segja um nokkurn mann, er hann kveð- ur þetta líf, jafnvel um hin.'i ’ægst setta og áhrifaminsta, að alt sé eins og ef að hann hefði aldrei verið, að líf hans hafi ver- ið áhrifalaust. Hver maður var einu sinni barn og naut móður- ástar og umhyggju. Ekki hefur það verið þýðingarlaust fyrir móðurina að barn hennar fæddist inn í þennan heim. Það hefur svo vaxið, notið fræðslu, orðið fyrir gleði og vonbrigðum, bygi: sér loftkastala og séð þá e. t. v. — hrynja er veruleikar lífsins um- steyptu þeim. Og alla æfidag- anna hefur hann umgengist ann- að fólk og þráður lífs hans um- tvinnast lífsþráð annara. Þegar hann deyr, slitnar sá þráður, og allir er þektu hann eða sem urðu varir við hann á einhvern hátt, verða fyrir einhverri tómleikatil- Inngangs-erindið að bókinni er svo látlaust og ljúft, að flestum sem lesa það mun leika forvitni á að sá hvað framhaldið hefir að bjóða. — Þó þar sé engin fyrirsögn, er öllum ljóst, að þar yrkir hann til sjálfrar skáldgyðjunnar, sem hann hefir helgað allar stundir, sem starf og strit eiga ekki yfir að ráða. Vísan er svona: Eg flý frá heimsins harki og þröng og hvíldar leita að brósti þér. Þú fyllir hug minn hlýjum söng og hjartans fró þú veitir mér. Sem geisla mildur blóma-<blær er brosið þitt, mín góða dís. f þínu ljóði eg lifa kýs. Ó, lyft mér þínum himni nær. Eðlilega verð eg að stikla á steinum, því svo er bók þessi prýdd mörgum ágætis-kvæðum, að ekki er hægt að minnast nema fárra þeirra. ”í fjalladalnum” eru þessar ví^ur sem við flestir á framandi storð, skiljum og virðum: Til heiðanna frammi er fjalldala byggð, sem fæddi mig upp í skauti sínu, þar farsæll og ungur eg tók við landið tryggð í trúnni á alt hið bezta í hjarta mínu. Og hvar sem um borgir og lönd var mín leið eg lifði oft og fann mig sjálfan heima, því altaf í draumi, mín dalurinn beið; þar deyja vil eg sæll og heimi gleyma. Næst fylgi eg skáldinu inn í Fossvogs-kirkjugarðinn. Þar yrkir hann eitt af sínum ágætu kvæðum við leiði hinna látnu út- lendinga, sem valda og peninga-fíkn hafa svift lífi, og að miklu leyti eyðilagt framtíð og lífs-skilyrði ástvina þeirra. Aðeins tvær vísur eru hér teknar: finningu. Skarð er eftir sem fyl1- ist ekki. Enginn gelur sagt urn a'inan mann, að hann hafi engin áhrif haft. Við andlát hvers ein- staklings, sem vér höfum þekt, hefur eitthvað dáið á sama tíma í oss sjálfum. Þetta sá presturinn sem eg gat um. Hanr. skildi hvernig líf mannanna er saman- tvinnað. Hann skildi að enginn maðiir er eyja út af fyrir sig. Hcldur er manrfkynið eins og meginlandið sem minkar við hvern moldarkökk sem sópast út í sjóinn. “Þessvegna”, sagði hann “sendið aldrei til að vita hvern klukkurnar hringja fyrir, því sjá, þær hringja fyrir þig”. Og enn fremur, eins og Páll postuli komst að orði, “ . . . líkaminn er einn og hefur marga limi, en allir limir líkamans, þótt marg- ir séu, eru einn líkami”. Það er engin ný kenning að hver og einn eigi að vinna heild- inni sem mestan hagnað. En sú kenning er meir og meir farin að hljóta viðurkenningu þeirra, sem mest gefa sig að mannfélags og þjóðfélagsmálum, og sem bezta þekkingu hafa öðlast um, í hverju heillavænlegasta fram- för mannkynsins sé fólgin. Og það er þessi kenning, sem menn verða að taka gaumgæfilega til greina, hverjar sem skoðanir þeirra hafa áður verið. Enginn getur lokað augunum fyrir þeirri staðreynd að vér eigum hlutdeild með öllum mönnum og öllum þjóðum í framtíð heimsins, og verðum að læra að þekkja og við- urkenna í orði og í verki, grund- vallaratriði trúarinnar, sem hinn vestræni heimur hefur haldið uppi í næstum því tvö þúsund ár, nefnilega það, að allir menn eru bræður, og að guð er faðir allra jafnt, og að allir menn eru jafnir fyrir honum, og enginn hefur nokkur forréttindi fram yfir aðra. Þetta hafa prestar og prélátar prédikað allar þessar mörgu ald— ir, og þetta hafa söfnuðir þeirra og aðrir sem engri kirkju til- heyrðu, viðurkent. En það sýn- ist of oft hafa verið eins langt eins og það náði. En sá tími er nú kominn að meira verður að vera gert en aðeins að játa trú á þessa hluti, því framtíð heims- ins liggur við, friður heimsins og tilvera mannkynsins liggur við. Jesús sagði lærisveinum sín- um og mannfjöldanum, sem á hann hafði hlustað er hann flutti hina svo kölluðu fjallræðu- dæmisögu um hygginn mann og heimskan mann er reistu hús, hver um sig, annar á bjargi en hinn á sandi. Er stormarnir blésu og vatnsflóðin komu og skullu á húsunum, stóð húsið, sem bygt hafði verið á bjargi, en hitt hús- ið féll. Enn má nota sömu líking- una um hyggna og heimska menn við þá sem hlusta á og þá sem hafna sannleikanum. Það er ekki vegna þess, að mennirnir vita ekki betur en þeir gera. En það er svo oft að menn- irnir hugsa meira um og virða hinn tímalega eða stundlega hagnað, og um sinn eigin hagnað fram yfir hagnað heildarinnar, en um þá hluti sém hafa víðtæk- ari merkingu, sem hafa þýðingu fyrir framtíðina og fyrir fjöld- ann. Það er eigingirni, sjálfs- elska, valdafýsn, já, og tortrygni sem ráða of mörgu í þessum heimi, í stað hins, skilningsins um hið nána samband sem allir menn standa í, og hvernig hver einn af oss á hlutdeild með öllum mönnum og öllum þjóðum í fram tíð heimsins, og að ábyrgðin hvílir engu síður á oss en á öðr- um til að stofna frið og vellíðan meðal manna. Ef að friður á að koma, þá verðum vér öll að vinna að því markmiði, og gleyma aldrei eins og sagt hefur verið, að þegar klukkurnar hringja, hvar sem er í heiminum, þá eru þær einnig að hringja fyrir oss, því vér eig- um hlutdeild með öllum mönn- um hvort sem er í gæðum eða skakkaföllum þessa heims.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.