Heimskringla - 05.01.1949, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.01.1949, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. JANÚAR 1949 1 \ ÍJcimskrirtgla (BtofnuO 1884) Eernuz út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaösins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept.. Ottawa WINNIPEG, 5. JANÚAR 1949 Enn hækkar sól! Nýárs ræða ílutt í Fyrstu Sambands Kirkju í Winnipeg Séra Philip M. Pétursson Veiðeigandi efni þennan fyrsta sunnudag í nýárinu væri “Enn hækkar sól”, er maður virðir fyrir sér byrjun nýárs og alla mögu- leikana til góðs sem það flytur með sér, og hækkandi sól rekur á brott skugga skammdegisins. Vér finnum auðvitað lítið til skammdegismyrkurs fyér, þar sem vér höfum altaf mikið sólskin, jafnvel í skammdeginu. í samanburði við sum önnur lönd er varla hægt að segja að hér sé nokkuð skamm- degi. En þó er sólin lágt á lofti og næturnar langar og dagarnir stuttir. Þess vegna, á þessu tímabili, við áramót, hafa menn altaf fagnað hækkandi sól aftur, þegar dagarnir eru farnir að lengjast og hver dagur ber boðskap um lengri dag næstan á eftir, og aftur lengri dag þar á eftir, þar til að vorið er komið, og svo sumar- ið með öllum sínum skrúða, björtum og gróðrarríkum dögum og líf og fegurð og gleði og ánægju og fögnuði. Þá sýnist öll náttúran iða af óþrjótandi lífskrafti og allsstaðar eru nægtir af öllu, sem nátt- úran framleiðir. Þess vegna fagna menn yfir því, að sólin er aftur farin að hækka á lofti og bera oss mönnunum boðskap um vor og sumar og gullið haust. Enn líka koma aðrar hugsanir, og ekki undrast menn minna þær en hinar, því þar er einnig um mikil undur að ræða, þ. e. lög- málið, sem sólin og jörðin og aðrar stjörnur og hnettir í himin- geimnum fylgja. Er sólin hækkar aftur eftir skemsta dag um miðj- an vetur, sjáum vér tákn þess valds sem engin skilur, enginn þekk- ir. Vér sjáum tákn þess og undrast það og reynum að gera grein fyrir því, en vitum samt að sannleikurinn er miklu meiri og Jull- komnari og flóknari en vér getum nokkurntíma útskýrt eða ráðið fram úr. Vér segjum: sólin hækkar. f raun og veru er það hallinn á jörðunni, sem veldur því að dagarnir lengjast. f hringferð hennar kringum sólina snýst hallinn meir og meir að sólinni og þess vegna sýnist hún hækka meir og meir er að vori og sumri líður, þar til að hún stendur, þegar hún er hæst á lofti, næstum því beint upp yfir oss svo að skuggar verða mjög litlir. Þá er sólin heitust og menn leita sér skjóls undan hitanum. Samt er sólin í níutíu og sex miljón mílna fjarlægð. En undurin eru enn meiri en það, því sólin, sem skín svo heitt, er meðal hinna minstu sólna í víðáttu himingeimsins. Stjörnurnar sem maður sér, eru hver út af fyrir sig sól. Og hver út af fyrir sig er ótal mikið stærri en sól vor. Sumar eru jafnvel svo stórar að þær gætu rúmað þúsund sólir á stærð við sól vora, og sumar hundr- að þúsund. En sól vor, þó lítil sé, vermir hnöttinn, sem vér lifum á, lítið sandkorn á sveimi í óhugsanlegri víðáttu — og flytur til vor mann- anna boðskap um bjarta og hlýja og frjósama daga. Hún vermir hnöttinn og kallar til lífs allt sem grær á jörðunni. Hitinn frá henni er mátulegur til þess að menn og skepnur geta lifað og tré og grös vaxið og klætt jörðina fögrum skrúða. Af öllu sem eg les, held eg að eg hafi hvergi meiri verulega á- nægju eða skemtun en af að lesa um þennan víðáttumikla og ómæli - lega geim, sem vér svífum í á litlum hnetti í smáu sólkerfi (einu af hinum allra minstu), í afskektu horni í alheiminum, og sjá hvernig alt gengur eftir röð og reglu. Og er eg les snýst oft hugur minn að mannlífinu hér á jörðu og um hvernig það gengur með oss. Eg furða mig oft á því að vér skyldum ekki geta séð eða skilið betur en vér gerum hvað ætti að hæfa oss best að gera x þessum heimi, jarðheiminum og mönnunum, sem í honum búa, mest til hags og blessunar. Eitt er víst, hvað annað sem vér hugsum eða gerum og hvað sem öðru líður, að þó að oss líki e.t.v. oft ekki við þennan heim og það, sem gerist í honum, getum vér hvergi flúið úr honum, eins og þegar menn flýja úr einni borg í aðra eða úr einu landi í annað. Vér flýjum ekki af þessum hnetti. Hér verðum vér að vera til æfiloka, hvort sem oss líkar vel eða illa. Þess vegna sýndist það viturlegt ^ð reyna að gera héi"vistina sem ánægjulegasta fyrir sjálfa oss, og að gera samgöngur og viðskifti manna á milli einnig sem ánægjuleg- ust. í samanburði við hina ómælilegu víðáttu, sem hnöttur vor sveimar í, og í samanburði við öll sólkerfin, sem eru mörg miljón sinnum stærri en sólkerfi vort, hljótum vér að skoða það sem ein- kennilegt að á þessum eina hnetti, sem vér höfum nokkra vissu að líf sé til á, að þeim verum sem vitrastar og skynsamastar eru af öllu sköpuðu hér, skuli oft koma svo illa saman, eins og raun ber oft vitni, og sýnast stefna heldur í átt eyðileggingar hver annarar vegna mismunandi skoðana í stjórnmálum, í pólitizkum stefnum, í mann- félagsmálum og í trú, heldur en í átt uppbyggingar á grundvelli sannrar trúar, bræðralags, umburðarlyndis, skilnings og sattar, og þar að auki tilraunir til að vinna öllum mönnum og öllum þjóð- um til góðs. Sumir er þeir ræða um nútíma ástandið meðal mannanna, vilja kenna öðrum um, öðrum mönnum og öðrum þjóðum. Sumir segja t. d. að heimsástandið sé Bandaríkjunum að kenna, að þau hafi mestu eignir heims, alt gullið, og vilji þess vegna ráða öllu og segja öðrum þjóðum til. Aðrir segja að það sé alt Rússlandi að kenna að það vilji leggja öll lönd undir sig og eitt ráða í heiminum. Sum- ar þjóðir hafa tekið málstað Bandaríkjanna og aðrar Rúss- lands. Og heimurinn sýnist hafa skiftst í tvent. Verður þá ómögulegt að miðla málum? Strax kemur svarið, — “Rússar eru ósveiganlegir”, eða “Bandaríkin eru ósamvinnuþýð”. “Bandaríkin hafa valdið og eign- ir heimsins”, eða ‘Rússarnir vilja koma sinni stefnu að um allan heim”. Hvað er þá úrræðið? Hvað eig- um vér að gera? Eiga þjóðirnar að safna hersveitum og berjast og eyðileggja þar til að enginn lifandi maður verður eftir — nema e.t.v. einhver strjálingur villimanna í suðurlandaeyjum, þar sem villimenskan er þó ekki á nærri því eins háu stigi eins og hjá þeim mönnum, sem fyrirlíta þessa suðurlandaeyjabúa vegna ófróðleiks þeirra, vanþekkingar, já, og villimensku. Hversvegna ættu menn að vera svo illir hver út í annan vegna mismunandi stefna? Einu sinni var hatrið út af trúmálum.' Menn hötuðust svo að þeir frömdu verstu glæpi í nafni trú- ar, og gæzkuríks föður, — of- sóknir, pyntingar, morð og stríð. Nú eru það stjórnmálastefnur eða mannfélagsstefnur sem valda mestu hatri, og hið einkennileg- asta við það er, að enginn hefur nokkra vissu fyrir því að þær stefnur sem mest er hatast út af á vorum tímum standi óbreyttar eftir önnur tíu eða tuttugu eða fimtíu ár. Eg mæli ekki með eða móti neinni stefnu við þetta ’tækifæri, en vildi heldur benda á og minna menn á að alt í þessum heimi er breytingum háð. Ekkert stendur í stað, hvorki maðurinn, né dýrin, né plönturnar, né hnötturinn sem vér búum á, né sólkerfið né nokk- ur annar hlutur. Alt breytist. — Sumt deyr, sumt endurnýjast. En enginn hlutur stendur í stað óbreytanlegur. Það er fjarstæða, þess vegna, að hugsa sér að heim- urinn, sem vér búum í, eigi eða þurfi að fylgja einhverri einni stefnu óbreyttri héðan í frá og að eilífu, eða að það sé hugsan- legt að hann gæti það. Það er mesta fjarstæða og fávizka, þvíj stefnur breytast með breyttum kringumstæðum, eða breyttum skilningi. Menn ættu að geta miðlað mál- um. En þeir gera það aldrei á meðan að þeir loka augunum og vilja hvorki sjá né skilja né taka til íhugunar afstöðu hver annars. Það er ekki nóg að standa á gatna mótum og hrópa, “Það er þessum eða öðrum að kenna að hlutirnir ganga ekki eins og þeir ættu að ganga”. Tilfellið er að það er öllum að kenna, en ekki neinum einum eða tveimur. Hvernig gengur ekki oft meðal vor einstaklinga? Hvernig getum vér dæmt sanngjarnlega um af- stöðu stórþjóðanna í mjög flókn- um og erfiðum málum þegar oss gengur oft svo illa að komastj fram úr þeim málum, sem vér sem einstakljngar erum að glíma| við í sambandi við dagleg við- skifti við aðra, í félagsmálum og mörgu öðru af líku tæi? Oft lendir í ilt einstaklinga á milli um mjög smávægileg atriði, og stundum ekki út af neinu, sem teljandi er. Þessi skilningur vildi eg að gæti orðið mönnum eins og hækkandi sól eftir skamm- degið um miðjan vetur. — Þessi skilningur (um nauðsyn- ina á að skilja afstöðu hver ann- ars í anda umburðarlyndis og samúðar og góðs skilnings til aðl miðla málum) getur komið eins og hækkandi sól inn í myrkur: misskilnings og tortryggni, sem ríkir of oft manna á milli er þeir eru að reyna að stofna samkomu- lag sín á milli og þjóða á milli. Það er annaðhvort að gera það, að láta það verða, eða þá að hóa hersveitunum saman aftur og hafa okkur fram með því að strá- drepa alla mótstöðumennina og oss sjálfa með. Þá verður endir á öllum vandamálum manna og ráðið fram úr öllu, því dauðum kemur altaf vel saman. Þá yrði þessi hnöttur að grasi- vaxinni eyðimörk þar eem að dýrin og fuglarnir fengu aftur að leika frjálst og óhindrað hvar sem þá fýsti, en mennirnir væru ekki framar til, hvorki með góð- verk né heldur með hryðjuverk, neinstaðar á þessum hnetti, og e.t.v. neinstaðar í alheiminum, því það getur verið eins og sumir íræðimenn gizka á, að þessi hnött ur, þó lítill og ómerkilegur sé, í samanburði við allan himingeim- inn, sé sá eini, sem menskar ver- ur búa á. Enginn veit. En ef að svo skyldi vera, kvíl- ir þá ekki mikil ábyrgð á oss mönnunum, til að sjá um að vér verðum ekki valdir að því, að láta eyðileggjast en halda heldur áfram og að byggja á þeim grundvelli skilnings, samúðar, kærleika bróðernis og friðar. Þessi skilningur sem gæti komið sem hækkandi sól eftir skammdegismyrkur hins illa og ófullkomna, gæti verið sem hækkandi sól nýs tímabils sem flytur oss mannkynið inn á nýj- ar brautir, brautir enn meiri full- komnunar, enn fastari stefnu í átt takmarksins, sem allir vilja inst í hjarta sínu, stefna að, frið, vellíðan fyrir alla menn og ótak- markandi framför. Vér skulum láta hækkandi sól þessa nýbyrjaða árs benda oss á þennan sannleika og láta hann skína í hjörtum vorum og vera oss Ijós og yl frá þeirri miklu fjar- lægð, sem hún er í, úti í himin- geimnum. Vér skulum láta þetta vera nýárs ákvörðun vora, til þess að þetta nýbyrjaða ár geti verið mönnum gleðiríkt ár. Þetta Nútíma Fljóthefandi Dry Yeast, þarf Engrar Kælingar Með Heldur fevskleika! Verkar fljótt! Hér er um að ræða undrunarvert, nýtt ger, sem verkar eins fljótt og ferskar gerkökur, og á sama tíma heldur fersk- leika og fullum krafti á búrhillunni. Þér getið pantað mán- aðarforða hjá kaupmanninum yðar, í einu. Engum nýjum forskriftum eða fyrirsögnum þarf að fara eftir. Notið Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast nákvæmlega eins og ferskar gerkökur. Einn pakki jafngildir einni ferskri gerköku í öllum forskriftum. J1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast JÓN E. J. STRAUMFJÖRÐ Frh. frá 1. bls. 12. nóvember var Jón lagður í sitt hinsta hvílurúm við hlið konu sinnar, í Forest Lawn graf- reit, séra Albert Kristjánsson flutti þar áhrifamiklar og hug- hreystandi ræður, bæði á ís- lenzku og ensku máli, marg- breytilegur og fagur söngur, og ekkert var tilsparað með að gjöra útförina tilkomumikla, og í sam- ræmi við tilfinningar hins mikla mannfjölda sem tók þátt í þeirri kveðjuathöfn. Allt bar þar vott um velvild og vináttu, og sýndi að fólkið var að kveðja velmet- inn bróður. Jón var fæddur 13. marz 1869, í Hrísdal Miklaholtshrepp í Snæfellsnessýslu á íslandi, for- eldrar hans voru hin velmetnu mannkosta og dugnaðar hjón Johann Eliasson Straumfjörd og Kristbjörg Jónsdóttir, fluttu þau frá íslandi 1876 og til Mikleyjar það sama ár, þaðan til Engeyjar 1879, er það lítil eyja fyrir vest- an Mikley, þá skógi-þakin og ó- byggileg, en þau Jóhann og Kristbjörg, þá með sterka starfs- krafta, ásamt drengjum sínum þremur: Jóhann, Jón og Kristj- án og tveimur dætrum: Ragn- heiði og Ástu, unnu það þrek- virki að breyta útliti eyjarinnar í blómumskreytt akurlendi. Þeir bræður þrír fengu þar sinn mikla þroska og þrautseigju við breytilega erviðisvinnu, hinn uppvaxandi lýður varð að sætta sig við alþýðuskóla því í þá daga voru ekki kringumstæður til að sitja lengi á skólabekk eða að fá hærri mentun, svo framm- gjarnir námfúsir unglingar urðu að þroska sinn skilning með stöð- Vor stóra frœ og út- sœðisbók fyrir 1949 ugri sókn og leit í reynslunnar- skóla, og var það oft hvíldar lítill bardagi með þátíðar ófullkomn- um vopnum og verjum, en oft við hinn sterku náttúru öfl: storma, bylji og brimrót, skapaði það sterka vöðva og hraustar hend- ur, og þá skapgerð, sem ekkert óttaðist, en bauð öllum örðug- leikum byrginn. Það var 24. október 1895, sem að gæfan gaf Jóni hina trygg- lyndu góðu mikilvirtu konu, Ingiríði dóttir Jóns og Þuríðar Bjarnasonar og byrjuðu þau bú- skap að Fagratúni sem var næsta land við heimili Jóns og Þuríð- ar, var það á vesturströnd Mikl- eyjar, í Fagratúni lifðu þau Jón og íngiríður friðsælu og starf- sömu lífi þar til árið 1902 að þau fluttu til Grunnavatns-bygðar, og urðu landnemar á SJ/2 18-19- 3 W., og á sama tíma tóku for- eldrar Jóns land á sömu section og var þar samvinna yög samúð ríkjandi næstu 18 árin. Þaðan fluttu þau Jón og Ingiríður, nær Lundar á S. 25-19-5W, og eftir nokkur ár til Lundar, þar sem þau dvöldu til 1938. Fluttu þá vestur á Kyrrahafs-strönd, Van- couver, B. C. Þar bygðu þau sitt fimta og fullkomnasta heimili, með flestum nútíðar þægindum, og á þeim tímum var sem ham- ingju dísin brosti við þeim, þau áttu fjóra dáðríka drengi; Jóhann Helgi Straumfjörð, kona hans María, eiga tvær dætur. Stundar Jóhann gullsmíði í Seat- tle, Wash. Dr. Jón Vídalín Straumfjörð, — kona hans Thorey eiga þrjá drengi. Er dr. Jón talin með' beztu læknum í Astoria, Ore- gon, þar sem hann hefur starfað í mörg ár. m-Frrn.aS DOMINION SEED HOUSE CEORGETOWN.ONT Manitoba Birds WHITE PELICAN—Pelecanus erythrorhynchos Among the largest crí American birds, very common on the prairies. Distinctions: Pure white with black wings, long flattened bill, twelve inches or over, an enormous yellow gular pouch. On the top and midway the length of the bill, in some cases, an extraordinary horny plate irregular in out- line, erect like a rifle sight, which is deciduous and is shed annuálly, and is common to both sexes. Nesting: On the ground, usually on bare or stoney islands in the larger lakes, in large communities. Distribution: Most of” temperate North America, breeding in Canada, across the prairies and north to Great Slave Lake. Rare east of the Prairie Provinces or in British Columbia, but common near larger prairie waters. They fly in long, evenly spaced lines, abreast, in tandem or in V s, taking their beat from the leader they keep time with him in their flight, often soaring with effortless grace. Economic Status: 1 Almost entirely fish-eaters, usually those of smaller size or the coarser and more sluggish easily-caught fish. This space contributed by Shea's Winnipeg Brewery Ltd. MD-224 I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.