Heimskringla - 05.01.1949, Blaðsíða 3

Heimskringla - 05.01.1949, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 5. JANÚAR 1949 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Halldór G. Straumfjörð, kona hans Anna, eiga eina dóttir. Júlíus D. Straumfjörð, kona hans Gladys, eiga tvö börn. Þessir tveir síðustunefndu bræður eru fiskikaupmenn í Van- couver, B. C. Þeir bræður hafa allir eignast sem arf, hina góðu hæfilegleika foreldra sinna og haldið áfram að ávaxta þann arf, á hinum síð- ustu neyðar-tímum foreldra sinna, sýndu þeir og þeirra góðu konur, hvað hreinir mannkostir tryggð og líknsemi geta létt og linað þrautir og skapað hugfró, hlýjir straumar hafa einnig bor- ist frá bræðrum Jóns, og þeirra konum og börnum. Jóhann og kona hans Björg eiga heimili í Blaine, Washing- ton, en Kristján og kona hans Karitas, í North Vancouver B. C. Einnig frá fjölmörgum öðrum vandamönnum og vinum. Síðustu æfistundirnar voru erviðar, og nálægt tveggja vikna tíma var hjúkrunarkona fengin til að hjálpa Önnu konu Hall- dórs og Mrs. H. Dalman, hin slð- astnefnda var sönn vinkona þeirra hjóna og við burtför beggja, reyndist sem boðberi líknar og friðar. Til sönnunar því sem að fram- an er sagt um dirfsku og dugnað má geta þess, að eftir að hafa gengið undir hættulegan og stór- an uppskurð, og áður en sárin voru gróin, kom Jon flugleiðis frá Vancouver 10. júní, mætti segja, til að kveðja tvær systur sínar hér á Lundar: Ragnheiði, konu Ágústar Magnússonar, og Ástu konu Ingimundar Sigurðs- sonar, sagðist hann hafa fengið sterka löngun til að sjá þær og aðra vini sína, áður en að hann legði upp í hina síðustu löngu ferð. Heilsan leyfði ekki langa dvöl, 16. júlí fór hann sömu leið aft- ur til Vancouver, en hann lagði ekki árar í bát, heldur byrjaði aftur að vinna fyrir tíma, við sína fyrri smíðavinnu, sem var hans stærsta verklega nautn. Var hann listfengur smiður sérstak- lega á fínt tré smíði. Eru hans handaverk og vönduðu munir dreifðir víða meðal viðskifta- manna og vina, sýna þeir hlutir hans hagleik og vandvirkni og munu geyma hans minningu um langan aldur, samt mun dreng- skapargildi hans lifa lengur, sá arfur sem aldrei fúnar, heldur flýtur áfram frá kyni til kyns. Á meðan að Jón dvaldi í Mani- toba, tók hann mikinn og góðan þátt í þeim félagsmálum sem hans dómgreind sá að stefndu til umbóta og almennings heilla, samverkamenn hans frá þeim tímum, minnast þess með ein- huga þakklæti, en hjartnæmustu og stærstu þakkirnar berast héð- an frá systrum hans sameinaðar tilfinningum ástvinanna vestur á Kyrrahafsströnd. Vinir þínir þakka samfylgd góða þögn sem ríkir varir litla stund burtu líður lífins dimma móða ljóssins herra skapar endurfund. A. M. AFAR BERJASÆLIR LÁGVAXNIR Stráberja-runnar Ávextir frá útsæði fyrsta áirð. Runnarnir eru um eitt fet á hæð. Deyja ekki út. Gefa ber snemma sumars til haustfrosta. Berin eru gómsæt líkt og ótamin. Eru bæði fögur að sjá og lostæt. Sóma sér hvar sem er, jafnvel sem húsblóm. Vér þekkjum engar berjarunna betri. Útsæði vort er af skornum skamti svo pantið snemma. (Pakkinn 25<) (3 fyrir 50$) póstfrítt. RUTH Þýtt hefir G. E. Eyford Samt vildi hún ekki gjöra opinbera upp- reistn gegn því sem hún áleit að væru forlög sín, ef hún hugsaði nokkuð, þá var það fremur, að hin kirkjulega athöfn mætti sem fyrst vera yfir. Það var ekki óhugsanlegt að þessi tak- markalausa andstyggð sem hún hafði á honum, mundi á því alvarlega augnabliki, gefa henni á- ræði til að segja, “Nei”, í staðinn fyrir “Já”. En svo kveið hún meira fyrir því hneyksli sem það mundi vekja, en hinu hatramlega hjónabands- lífi, sem beið henar. Þegar Mr. Brodevick leit á úrið sitt og sagði að tímin væri komin, stóð hún upp án þess að segja neitt, þó hún gerði það nauðug, til að búast brúðarskarti sínu, sem henni var ætlað að gera í sérstöku herbergi. Að May fylgdi henni eins og skugginn henn ar var henni nú ekki á móti skapi; hún hræddist mest að vera ein með hugsanir sínar. Þegar þær voru komnar upp í herbergið, tók hún upp hinn hvíta silkikjól, sem föður-bróðir henanr hafði gefið henni, ásamt afar dýru knip- linga slöri sem móðir hennar hafði borið — það lá í ferðakistunni hennar. Þegar hún hugsaði til þeirrar gleði og ánægju, sem hún fann til, þegar hún var að láta þennan búning ofan í ferðakist- una sína, áður en hún lagði á stað — en hún vildi ekki hugsa um það nú, hún vildi í rauninni ekki hugsa neitt, og hún þurfti þess ekki heldur, því May, gaf henni ekki tíma til þess, hún var sí- talandi. Hún dáðist að því hve Mr. Bodervick væri hræðilega viðfeldinn! Að hann hafði boðið May til Sukawangi! — Já, þangað eru allar manneskjur velkomnar — já, einnig þær allra leiðinlegustu! Að hún hefði aldrei séð eins fallegan brúð- arkjól. — Það hafði Ruth líka sagt í Breman, er hún féll um háls, síns góða föðurbróður til að þakka honum fyrir gjöfina. Nú fanst henni er hún fór í þennan skrautlega kjól, eins og hún væri að vefja utan um sig líkblæju, óvanalega hvítt, fannst henni þetta dýra efni í kjólnum. Og hún gat ekki verið fölari í andlitinu en hún var, þó hún væri liðið lík. Með hrolli hugsaði hún um þetta, meðan hún, með skjálfandi höndum festi á sig slörið og myrtuskransinn. “Hvernig lít eg út?” spurði hún May, sem sat þar með hendurnar í skauti sér og horfði hugfangin á Ruth. “Ó! alveg indislega! bara heldur föl í and- liti. Þú þarft að nudda kinnarnar, svo það komi roði í þær”. Ruth gekk að speglinum, og reyndi að gera eins og May ráðlagði henni, en það var árangurs- laust, svo hún lét hendurnar falla máttlausar niður með síðunum. "Árangurslaust”, sagði hún, og bætti svo við og ypti öxlum, “Og hvað gerir það svo til?” “Það er auðvitað satt”, sagði May, “að brúðurin sé alvarleg á giftingardeginum sínum, er miklu tilkomu meira”. “Viltu gera mér þá þénustu að láta Mr. Bordevick vita að eg sé tilbúninn”, bað Ruth. May stóð upp og fór. Að vörmu spori kom hún aftur og sagði, að vagnin og herrarnir biðu. Feimnislega dróu hinir indversku þjónar, sig til baka, er þeir sáu þessa snjóhvítu brúði. Allir kynflokkar hafa sína sérstöku fegurð, og þessir, landsins brúnleitu synir, fundu meira til ótta en aðdáunar, er þessi háa útlenda kona, með liljuhvítan hörundslit og ljósgult hár, fór fram hjá þeim. Það var allt öðrumáli að gegna með Evrópu fólkið, sem bjó í hótelinu, og rfeyndi forvitnis- lega að sjá þessa nýkomnu kvennprýði. Henry Burnand, sem stóð hjá vini sínum við hliðið, lét allt í einu í ljósi undrun sína þannig: “Já, hver skrambin!” sagði hann í hrifningu, er hann sá Ruth koma. “Fríð er hún, það verður maður að viðurkenna!” “Undarlegt”, sagði Mr. Bordwick, sem ekki sá neina fegurð, bara eitthvað ólýsanlega hof- móðugt koma ofan tröppurnar. Hann gekk til hennar og leiddi hana út að vagninum, sem strax lagði á stað til Wilhelms kirkjunnar. 17. kafli Nú var þessu af lokið. Af öllum þeim áminningum sem presturin talaði til Ruth á hollensku, skildi hún ekki eitt einasta orð, og reyndi ekki heldur til að skilja það sem hann sagði. Hún hafði beitt allri getu sirrni til að svara þessu vanalega spursmáli “Já”, þó hennar innri tilfinning segði henni að segja “Nei”. Til allrar hamingju gerði hún það ekki, og komst þannig hjá að vekja hneyksli. Hún stundi við þungan og sneri sér frá altarinu. — Henni varð dimt fyrir augum og fanst sem gólf- ið gengi í bylgjum undir fótum sér, en maður- inn hennar — Guð! Maðurinn hennar! — hún fann það fremur en hún sæi, að hann hafði tek- ið um handlegg sér og stutt sig, eins og af hlut- tekningu, og er hún fann hans hlýju hendi snerta sinn ískalda handlleg, þoldi hún það ekki og kippti snögt að sér hendinni. Hún leit svo þreytulega, og yfirbuguð út, þar sem hún sat í vagn-horninu, að jafnvel, May, gat ekki annað en veitt því eftirtekt. “Já”, sagði hún, “það er ekki við öðru að búast, er hún hvorki getur sofið, eða borðað morgunverð”. ! Ruth sagði eitíhvað í óskiljanlegum róm. Þegar þau komu að hótelinu, og Mr. Bordwick beiddi hana að koma inn í borðstofuna, svaraði hún í heiftar þrungnum rómi: “Eg get ekki borðað!” en fylgdist þó með honum inn í hótelið. “Eg skil það að þú hafir ekki lyst á að borðaj strax”, sagði hann rólega, og fyllti glas af góðu Professional and Business ■" ^ Directory =■■■ - Office Phone 94 762 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment víni og rétti henni. Hún vildi gjarnan hafa sent því til baka, en þorði það ekki. Það var eitthvað j í svip hans, ekki neitt bjóðandi, heldur eins og I í svip af andliti læknisins, sem horfir á sjúkl- ingin, og treystir því að meðalið sem hann gef- ur eigi við sjúkdómnum. Hún drakk úr glasinu og fann að vínið hresti sig. Tannskjálftin sem hún hafði hætti. og hún gat gengið fram að dyrunum, án þess að sjá gólfið ganga í öldum undir fótum sér. “Klukkan hálf tólf fer járnbrautarlestin”, sagði hann. Hún hreifði aðeins lítið höfuðið, til merkis um, að hún heyrði það, og stóð upp. Að lítilli stundu liðinni var hún komin í ferðafötin sín, svo stigu þau inn í vagnin, ásamt Mr. Burnand, sem ætlaði að kveðja þau á járn- brautarstöðinni. “Mín kæra góða, Ruth, hvað get eg nú gert án þín?” sagði May, og hjúfraði sig að henni. Hún sagði þetta svo aumkunarlega að það vakti sérstaka eftirtekt karlmannanna, en Ruth vissi að sársauki May var ekki djúpur, en þó ein- lægur. Undir öðrum kringumstæðum hefði hún verið vingjarnari við þessa barnalega einlægu stúlku. Nú gat hún ekki sýnt henni neina hlut- tekningu, og varla þrýst hennar köldu hendi. Hún gat ekki sagt neitt reglulega vingjarnt orð að skilnaði. Mr. Burnand, kom aftur í hug orðið sem hann sagði áður “ísjaki”. Mr. Bordewick sneri sér undan og hnyklaði brýrnar. Nú var lestin komin á stað. Þau höfðu klefa útaf fyrir sig, og sátu hvort á móti öðru. Hún hafði með vilja sest eins langt frá honum og hægt var, hann hafði enga hneigð til að færa sig þumlung nær henni. Er hún sat þar þegjandi, var að hugsa um fáfengilegheit mannanna, og sérstaklega sin eigin. Ef hann hefði haft meiri þekkingu á kvennfólki, hefði hann getað skilið, að mikið af því í framkomu hennar, sem hann kallar óhæfilegan hofmóð, mátti einsvel kallast kvennleg hégómagirnd. En hvernig hefði hann átt að vita það? Hann hafði ekki þessi fimtán ár, sem hann var búin að vera á Java, mætt Ev- rópiskri konu, og hann hafði orðið að venjast karakter og siðum landsins dætra. Hann hafði enn sínar háu hugsjónir um kvennlega göfgi, eins og þegar hann var heima, það er að segja, eins og hann hafði um móðir sína. Hann hafði elskað móðir sína, engu minna en föður sinn, en á annan hátt. Faðir hans var bara sjald séður gestur heima því hann var altaf í úthafs siglingum. Hann kom oft ekki heim nema einusinni á ári, og þá var gleði og stórhá- tíð í litlu stofunni þeirra í Bremerhaven. * Þessi hátíð varaði ekki lengi, og daglífið byrjaði aftur, en það var móðirin, hin stilta blíða móðir, sem gerði æsku drengsins svo eftir- minnanlega fagra. Hann fekk ekki mikla skóla- mentun, en í þess stað miklar gáfur og lærdóms- hneigð. Þegar hún var búin að gera húsverkin, hljóp hún ekki burt til nágrannanna til að hlusta á ómerkilegar slúðursögur, en settist hjá drengn- um sínum til að hjálpa honum með lexíurnar sínar, og læra sjálf, og þegar því var lokið, las hún sögur og kvæði fjtrir drenginn sinn. Oft á hinum löngu vetrar kvöldum, er stormurinn hristi húsið þeirra og óveðrið æddi, var hún hljóð og sagði er hún hafði hlustað um stund á óveðrið: “Ó, Friss minn, hvernig skyldi pabba þínum líða í nótt!” Drengurinn hætti þá að lesa og sagði, til^að hughreysta móðir sína: “Mamma, hann er svo langt í burtu, að þetta illviðri nær ekki þangað. Manstu ekki hvernig hann hló og sagði: Börn, þegar þið skjálfið af ótta og eruð að biðja fyrir mér, þá er eg kanske í logn mollu, og óska eftir góðu leiði”. Já, helgidaga kvöldin heima hjá okkur, og vinkonur móðir minnar komu, og við lékum á als oddi af gleði, og loftið í stofunni var fult | af sætri ávaxta angan — hún þarna, hefur engra svo hugljúfra minninga að minnast — þessar ! minningar lönguliðins tíma sem honum voru! svo kærar, voru aðal ástæðan fyrir því, að hann fór að hugsa til giftingar. Hann hugsaði: Því getur þú ekki átt svona gott heimili? Því getur; þú ekki fundið konu í þessum heimi, sem gæti verið þér það sem móðir þín var, mér og föður, mínum? Dr. S. J. Jóhannesson STE. 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. Talsími 87 493 Viðtalstími kl. 3—5 e.h. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 97 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg THE WATCH SHOP CARL-K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 97 404 Yard Phone 28 745 H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 The BUSINESS CLINIC Specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 O/ K. HANSSON Plumbing & Heating CO. LTD. For Your Comfort and Convenlence, We can supply an Oil Burner for Your Home Phone 72 051 163 Sherbrook St. Frá vmi PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Simi 25 888 C. A. Johnson, Mgr DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 97 932 Res. 202 398 ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 219 McINTYRE BLOCK * TELEPHONE 94 981 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 27 989 Fresh Cut Flowers Daiiy. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL seiur likkistur og annast um utfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 27 324 Winnipeg U nion Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDBON Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson Contractor <£ Builder 1156 Dorchester Ave. Sími 404 945 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 93 942 DR. CHARLES R. OKE TANNLÆKNIR 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg • Phone 94 908 LESIÐ HEIMSKRINGT.il 'JORNSONS lÖÖKSfÖRÉI TnMZET 702 Sargent Ave« Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.