Heimskringla - 26.01.1949, Side 3

Heimskringla - 26.01.1949, Side 3
HEIHSKRINGLA 3. SIÐA WINNIPEG, 26. JANÚAR 1949 hendingum eins og Óðinn karl forðum. Ekki mun Ólafur taka þenna skáldskap sinn mjög alvarlega (sbr. kvæði sem hann orti til Davíðs Stefánssonar fimmtugs), en tvö síðustu rit hans eru þó skáldrit. Eru það bækurnar — Fjöllin blá, sem er þjóðasafn, og og Öræfaglettur, sem er skáld- saga, báðar gefnar út af ‘Norðri’ 1947. Engann þarf að undra það um annan eins ferðalang og Ólaf, að kærasta yrkisefni hans sé ‘fjöll- in blá’. En hann yrkir líka um ræktun jarðar, frjómold, fræ og plóg, og eru þau færri en vera skyldu íslenzku skáldin, sem taka í þann streng. f nokkrum kvæðum sneyðir hann að menn- ingu samtíðar sinnar, menningu og tíðaranda, sem hann þykist góðu bættur að lðsna við í svip á fjallförum sínum. En ólafur gerir ekki mikið úr eða að þess- um skáldskap sínum, sýnilega yrkir hann sér til hugarhægðar eins og Páll Ólafsson sveitungi hans (og frændi?). Öræfaglettur eru kannske ekki mikilsvert skáldrit, en bókin getur þó orðið merk í íslenzkri bókmenntasögu fyrir það, að hér er í fyrsta sinn sögð raunsæ úti- legumannasaga í bókmentunum, af manni sem sjálfur þekkir ör- æfin eins vel eða betur en heima- hagana. Er fróðlegt að bera sam- an söguna, eigi aðeins við útilegu mannasögur þær, er Ólafur hef- ur sjálfur tekið upp í Ódáða hraun, rit sitt, heldur líka við Útiiegumenn Matthíasar og Fjalla-Eyvind. Jóhanns Sigur jónssonar, svo tvö fræg dæmi sé tilnefnd. Sést þá hve mjög raun- sæ saga Ólafs er, þótt auðvitað kenni einnig í henni hinnar róm- antísku ástar hans á Öræfunum Árið 1947 gaf “Norðri” út mik- ið rit um íslenzka hestinn, skrif- að af Brodda Jóhannessyni, ung- um Skagfirðingi, og skreytt myndum af Halldóri Péturssyni listamanni í Reykjavík. Bókin nefndist Faxi (453 bls.). Þessi mikla bók, er fyrir margra hluta sakir óvenjuleg í íslenzkum bókmenntum. Höf undurinn ætlar sér ekki að tí- unda hross Íslendinga og segja sögu þess framtals um þúsund ár, heldur vill hann greina frá því, hvað hesturinn hafi verið íslendingum frá upphafi vega, hvernig þeir hafi lifað saman x blíðu og stríðu og hvernig menn hafa elskað hestana sína og trú- að á hestana sína. Höfundur byrjar bók sína á mjög óvenjulegan hátt með heimspekilegum inngangi skáldlegum stíl, þar sem hann reynir að réttlæta þetta viðhorf bókar sinnar með því að rifja upp fyrir mönnum 18. aldar heimspeki G. Berkeleys biskup um veröldina sem skynjiin manns. Opni eg augu, þá sé eg vítt og of vítt of veröld alla, y loki eg þeim þá hverfur mér ö'll sú ytri veröld, og eg get farið að efast um hvort hún sé í raun og sannleika til fyrir utan mig eða hvort hún lifiaðeins í mér og skynjun minni. f draumi, eða áður enn eg festi svefninn, geta aðrar myndir borið fyrir mig, og þótt eg greini þær frá hinum hhitlæga veruleika er síður en svo að sú greining sé^vallt skýr, og allt annað trúlegra en að frumstæðir forfeður vorir hafi að jafnaði getað gert þá grein- ingu Ijósa. Miklu Kklegra er að í forneskju hafi draumur að jafn- aði blandast við veruleika, eins og hin lifandi náttúra varð oft ekki greind frá hinni dauðu, eða voru brim og fossar ekki jafn- lifandi og hestar og menn? Það er álit Brodda, að fslend- ingar hafi haft átrúnað á hestin- um, og færir hann til þess mörg rðk og sennileg í fyrra hluta bókar, sem fjallar um fornar sagnir, goðsagnir og hetjusagn- ir, að svo miklu leyti sem hest- urinn kemur við sögu í þeim, og þá eigi síður um forna siði bæði Iheiðna og kristna eða kristnaða sem hestum koma við. Hesturinn mun, að hyggju Brodda, hafa verið dýrkaður í sambandi við Frey og frjósemi jarðar; þaðan stafa sagnir um Frey-faxa í íslenzkum sögum, þaðan líka hin einkennilega og einstæða dýrkun Völsa, sen Flateyjarbók hermir frá. Hestar draga vagn sólar, og bæði Dagur og Nótt geysast fram um himinbogann á gæðingum sem þannig verða nátengdir “sól- skini um daga og döggvum um nætur”, en þá árgæzku kröfðu menn konunga sína um á elztu tímum, þótt íslendnigar sneru því upp í að beiðast hennar af biskup- um sínum. Einnig hér verða hest- arnir því nátengdir veðursæld og frjósemi jarðar. Ein af sterkustu líkunum fyr- fornri helgi hrossa felst í því, að heiðnir menn blótuðu þeim og átu hrossakét að blótveizlum sínum. Fyrir bragðið bannaði kirkjan mönnum strengilega hrossakjötsát, og er það kunnugt af tslendingabók, er getur þess að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi leyft mönnum að eta það fyrst eftir að kristni var lögtek- in (eins og líka það að bera út börn sín), en síðan hafi sú heiðni verið afnumin sem önnur. Það er og auðséð af mörgum sögustöð- um öðrum þar sem mönnum er brigzlað um hrossakjötsát og nægir að minna á orð Sjparphéð- ins við Þorkel hák, sem fræg eru orðin. Loks sat þetta bann enn svo fast í mörgum íslendingi á uppvaxtar-árum núlifandi kyn- slóðar, ef ekki fram á þennan dag, að þeir menn voru ekki fátíðir, en mundu selja upp kjötinu, er þeim var frá því skýrt, að þeir hefðu óvart etið það. Það er illt til þess að hugsa, hve margir íslendingar hafa soltið heilu og hálfu hungri vegna þessarar bannhelgi á hrossakjötinu. En þeir hafa svo sem ekki verið einir um slíkt. Meðal útlendinga, ekki sízt kaþólskra manna, er þessi bann- helgi enn í fullu gildi. Kom það skjótt í ljós, þegar skerptist um kjöt á síðustu stríðsárunum hér í Bandaríkjunum, svo að líkindi voru til, að sumir kynnu kannske að kaupa sér hrossasteik heldur en enga í matinn. Þá varð það helzt bjargráð landstjórnans í Maryland (eða var það þingið?) að láta boð út ganga til síns hungraða lýðs, og banna mönn- um með öllu að selja hrossakét til manneldis; hundarnir máttu að vísu fá það. í sömu mund reis upp Mayor La Guardia í N. Y., snaggaralegur að vanda, og las þeim íbúum heimsborgarinnar pistilinn um það, að það væru lyddur einar og mannlerar, sem fengju sig til að leggja sér hrossakjöt til munns. En ekki hyggjum vér að Mayor La Guar- dia hafi ætlað þessa sneið hrossa- gjötsætum á íslandi “the great- est little oountry in the World”, svo sem hann kvað að orði í ræðu sem fræg er orðin heima á ís- landi. Hitt mun heldur að þessi litli og vel kirstni ítali hafi með ánægju séð sér hér leik á borði að sneiða að erfðaf jendum sínum, Frökkum, því að í Parísarborg, höfuðborg listanna í veröldinni hafa fátækir listamenn um lang- an aldur getað satt hungur sitt á góðu hrossakjöti matsöluhús- anna. Það var annars lán okkur fs- lendingum, að Islendingabók skyldi skýra frá uppruna bann- helginnar á hrossakjöti. Því regla Freuds um það, að hugsýki læknist því aðeins, að grafið sé eftir hinni gleymdu orsök unz hún kemur fram í dagsljósið, á ekki síður við um fornar venjur þjóðanna. Og það er alls ekki ó- líklegt að íslendingar myndu fara að eta krabba, marhnúta og hunda, ef þeir hefðu sagnir um uppruna bannhelginnar á þess- um kvikindum eins og um hest- inn. Annars er það kunnugt, að krabbar þykja herramannsréttur um víða veröld bæði hjá siðuðum þjóðum og svonefndum ósiðuð um Um marhnútinn hef eg fyri mér orð míns gamla góða kenn- ara, og vitra manns, Bjarna Sæmundssonar, að hann sé góð ur matur, og trúi eg því vel. Um hundinn er það að segja, að mér þykir meira en líklegt, að for- feður íslendinga hafi trúað á hann svo öldum skiftí, engu síð- ur en hestinn. Er þess að gæta að hundurinn er fyrsta húsdýr mannsins, svo sambúð hunds og manns á sér ennþá lengri sögu heldur en samvera manna og hesta. Eins og allir vita er hund- urinn taminn úlfur, en Úlfur er jafnvel enn tíðara í mannanöfn- um en hestur og hross. En eins og fslendingar vita eru goðanöfn ekki óalgeng í mannanöfnum, - sbr. Þorsteinn, Freysteinn, Óð- inkár. Loks má minna á sagn- irnar um Saur konung, er var hundur og sat að ríkjum í Þránd- heimi. Af öllu þessu sýnist mér, að einhver gáfaður norrænumað- ur ætti að skrifa bók um íslenzku hundana á borð við þessa bók Brodda um hestana. ' En þetta var nú of langur út- úrdúr um bannhelgina, enda skal nú vikið aftur að bók Brodda. Margt annað rekur Broddi fyrra hlut bókar og skrifar hann þar meðal annars um Ask Yggdrasils, Sleipni, Faxa, Hel, hamfarir, töfrabrögð og furður, hestavíg, vígslu Kjalar, Grana Sigurðar Fáfnisbana, sakir, gjaf- ir og loks frá hetjum og guðum. Nú þótt eitthvað kunni að vera missagt í fræðum iþessum, þá virðist mér einsætt, að höfundur hafi sannað með rökum, að fs- lendingar hafi haft átrúnað á hestum sínum — góðu heilli, vildi eg sagt hafa — engu síður en Germanir Tacitusar og Aríar, er þeir í árdaga brutust suður á Indland. En í helgisiðum Forn- índverja við hestfórnina kemur það atvik fyrir, að prestur hvísl- ar nokkrum orðum í eyra fórnar- hestsins áður en hann er sleginn af. Minnir þetta mig eigi aðeins á “hverju hvíslaði Óðinn í eyra Baldri áður hann væri á bál bor- inn”, heldur líka á þann sið, sem Laxness mun hafa í einni sögu sinni (Sjálstætt fólk, ef eg man rétt), að þeir sem fylgja líki á hestbaki, hvísli því í eyra hests- ins, að hann flytji lík til hinnstu hvíldar. Má vera að mér hafi skotizt yfir þetta atriði í bók Brodda, en ekki hef eg fundið það þar (og því miður vantar bókina registur slíkra hluta). Síðari hluti bókar ræðir fyrst um fargerfi: reiðtýgi og áhöld sem hafa verður til firossnotkun- ar, þá um klyfjaflutning, lestir, drátt, járningu, þá um stóð og klakahross, þá um hrossafjölda og hrossakaup, þá um hrossalýs- ingar og hrossalit. Þá koma þættir um hesta eftir Ingibjörgu Friðgeirsdóttur, Sigurð Jónsson frá Brún, og Lárus Árnason. — Loks skrifar Broddi aftur kafla um þræl og herra, um allsherjar- ríki á hófum, um heimhugann og ioks niðurlag bókar. Hestavísur kveðst Broddi ekki hafa tekið með, af því að annar maður hafi safnað þeim lengi. Er vel að sú bók kæmist á framfæri, því líklega eru hestavísur alís- lenzk framleiðsla, eins og íslend- ingasögur og rímur vorar, og þessvegna allrar forvitni verðar. Höfundur afsakar sjálfur los í formi bókarinnar. En á hitt ber heldur að líta, að bókin er af- bragðsvel skrifuð, og lofar hinu bezta um hinn unga' skáldlega vaxna höfund, sem virðist hafa verið til þess fæddur og í heim- inn borinn í Skagafirði að skrifa svona bók. Ekki spillir það held- ur, að myndirnar eru gerðar af Halldóri Péturssyni, sem einn allra listamanna vorra virðist vera sérfræðingur í fagurvöxn- um hrossskrokkum. Eru myn,dir hans bæði margar og þó fallegar. Enginn íslendingur, setn nokkuð man til hestanna sinna, skyldi láta hjá líða að fá sér þessa bók — og þakkir séu höfundi, lista- manni og útgefanda. Árið 1947 gaf “Norðri” ú Bessastaðir, Þættir úr sögu höf uðbóls eftir Vilhjálm Þ. Gísla son. Þessir þættir úr sögu Bessa staða, sem nú hafa orðið aðsetur æðsta valdsmanns á íslandi, for- seta vors, eru eins og vænta mátti af höfundinum, bæði greinargóð- ir og ^kemtilegir, enda prýddir fjölda góðra mynda. Höfundur skipar efninu í fjór- tán kapítula: Höfuðból og menn- ing, Bessastaðir á Álftanesi, Bessastaðasaga í stórum dráttum, Bessastaða-kirkja, Bessastaðabú, Skansinn og Seylan, Fálkahúsið á Bessastöðum, Náttúrufræðing- ar á Bessastöðum, Bessastaða stofa, Bessastaðaskóli, Grímur Thomsen á Bessastöðum, og For- setinn á Bessastöðum. Framanvið er prýðileg litmynd af Bessastöðum, en síðar í bók inni eru ágætismyndir af forseta og salarkynnum hans á staðnum. Mynd er þar líka af forsetahjón- unum báðum, og nökkrar myndir af forseta og ráðuneytum hans, hin fyrsta þeirra mynda er tekin af síðasta ráðuneytisfundi 1944 áður en lýðveldið var í lög leitt. Ö11 er ókin hin eigulegasta. * AUSTURLAND. Safn aust frizkra fræða. — Ritstjórar Halldór Stefánsson (og) Þorsteinn M. Jónsson. II. — Útgefandi: Sögusjóður Aust firðinga, Akureyri, 1948. 313 bls. Fylgiskjal og kort. Þá er annað bindi af Austur- landi komið út, með jafnsnotrum frágangi og hið fyrra, og jafn efnismikið, en það skilur, að í I. bindinu voru allmargar greinar uppprentaðar eftir gömlum blöð- um, en þessar ritgerðir eru allar nýjar. Eru í þessu bindi þrjár stórar ritgerðir eftir Halldór Stefáns- son: Landnám í Austfirðinga- fjórðungi, Goðorða og þingaskip- un i Austfirðingafjórðungi og Hrafnkelsdalur og byggð þar, og ein stór ritgerð eftir Benedikt Gísalson: Þáttur af Hallgrími Ásmundssyni, Stóra-Sandfelli með kvæðum eftir Hallgrím í Viðbæti I og endurminningum um frændfólk á Austurlandi 1886—90 eftir Bjarna Jónsson frá Þuríðarstaðadölum í Viðbæti II. í fyrsta kafla, sem er meir en þriðjungur bókarinnar rekur Halldór landnámsmenn í Aust- firðingafjórðungi hinum forna frá Helkunduheiði til Jökulsár á Sólheimasandi. Má segja að það sé ríflega í lagt, eða er það ætlun Austfirðinga, að hafa alt það iand undir nú, þrátt fyrir Hér- aðssögu Skaftfellinga? Drepur Halldór fyrst á landnám Pap- anna, fer síðan nokkrum orðum um Landnámu (eftir rannsókn- um Jóns Jóhannessonar), sen auðvitað er aðalheimild hans, og Kolskegg hinn fróða, sem er að- alheimildarmaður Landnámu um Austfirðingaf jórðung. Síðan rek- ur hann landnema og landnám að norðan og suður um. Er frásögn hans skýr og skilmerkileg, oft drepur hann á, hve margir bælr séu nú í landnámi hverju, reynir að gera sér grein fyrir hverjir fyr komu eða seinna, og ýmsar fleiri upplýsingar reynir hann að gefa um landnámsmenn og landnám þeirra. Ekki get eg leynt því, að eg varð fyrir nokkrum vonbrigðum um þessa þsetti Halldórs. Þykir mér sem hann muni hafa vera verr lesinn í þessum fræðum en vert var (eg hefi ekki seð hann vitna til annara en Guðbrands Vigfússonar) og hefði hann get- að tekið sér til fyrirmyndar hin ágætu rit Ólafs Lárussonar um bygðarsögu íslands og Skaga- fjörð. Þá hefði hann líka mátt hafa við hendina greinar Finns Jónssonar og Hannesar Þor- steinssonar um íslenzk bæjanöfn. Er hann hefði flett upp í þeim þykir mér ólíklegt að hann hefði reynt ag skýra Jórvík , Hjalta- staðaþinghá af landslagi (að bærinn standi við forna vík), eða Ánastaði í Breiðdal af Arnþrúð- arstöðum (hitt skiftir engu máli, að Ánastaðir eru næstinsti en ekki insti bær í Breiðdal). Og fráletit myndi hann þá hafa reynt að draga Steinröðarstaði í Hrafnkelsdal af steinruðningi, af því að þessir málfræðingar myndu hafa getað sagt honum að -staðir eru aldrei dregnir af öðru en mannanöfnum eða viðurnefn- um. Á sama hátt hefði hann getað sparað sér getgátuna um að Seyð- isfjörður væri af seiði dreginn (því Halldór á við það, þótt hann riti til seyðs). Seyðir var ekki óþekt orð og merkti soðhola, og var það alt annað mál að snúa yxnum til seyðis (slátra þeim í soðið), en að efla seið að sið forn- eskjumanna. Loks er skýring hans á nafni Fáskrúðsf jarðar hrein alþýðu- skýring, sem eg heyrði, þegar eg var strákur heima á Höskulds- stöðum. En við málfræðingarnir vitum að Frá-skrúðsfjörður er ó- möguleg orðmyndun, þótt köll- unum þætti hún líkleg af því að þeir höfðu ekkert annað til sam- anburðar. En Fáskruð heitir á í Dölum, og Fáskrúðarbakki hét í VopnafirðL svo nafnið er ekki svo einstætt sem karlarnir héldu. Auðvitað er nafnið skylt orðinu fáskrúðugur og ef eg mætti ein- hvers gizka um upprunan þá hygg eg að fjörðurinn hafi verið svo nefndur af mönnum, sem hafi þótt hann fáskrúðugur í saman- burði við iðgrænan skrúðinn í fjarðarmynninu. En þetta eru nú smámunir ein- ir og yfirleitt má segja að grein Halldórs sé mjög sæmilega skrif- uð og rétt það, sem hún nær. Verri þykir mér sá hluti grein- arinnar um Hrafnkelsdal sem til fornaldarinnar tekur, og það af þeirri ástæðu að hann gengur þegjandi framhjá Hrafnkötlu Nordals, því langmerkasta sem um söguna hefir verið skrifað á síðasta mannsaldri. Má þó sjá að Halldór hefir grein Nordals í huga, þótt hann gangi ekki í ber- högg við hana, og skrifar sína grein til þess að afsanna kenn- ingu Nordals um skáldskap sög- unnar. Telur hann að fundist hafi leifar eða örnefni, er bendi til að verið hafi 18 bæir í daln um eins og Brandkrossaþáttur gefur í skyn. Eg hef ekki komið í dalinn, en ótrúlega há þýkir mér sú tala og minna á sagnir um hina frjósömu útilegumannaJ bygðir inni á hálendinu. Það jafnast á við Jökulsárhlíð alla og Jökuldal upp að Hvanná, sem að tölu Halldórs er 17 býla land. Grunar mig að enn verði forn- fræðingar að grafa í dalnum til að sannfæra menn um að svo margar séu þar bæjarústir áður en hægt verði að hnekkja rök- semdum Nordals um litla bygð í' dalnum. SNEMMA SÁÐNAR TOMATOS Vordaga Chatham Þœr allra íyrstu Tomatos— hvar sem eru i Canada. Ómetanlegar fyrir norðrið og vestrið og aðra staði sem hafa stuttar árs- tíðir. Einnig mjög ákjósanlegar á öðrum stöðum fyrir fljóta sprettu og gæði, eru fullþroska tveim vikum eða meir á undan öðrum ávöxtum. Reyndust ágætlega i sléttufylkjun- um 1943 og 1944, þar með taldir staðir svo sem Lethbridge og Brooks í Alberta; Indian Head og Swift Cur- rent í Sask., Brandon og Morden í Man. 1 kringum Calgary, þar sem gengu fyrst undir nafninu “Alberta”, urðu garðyrkjumenn alveg undradi yfir þeim. 1 Lethbridge voru “Vor- daga Chatham” fullþroskaðar viku til tólf dögum á undan öðrum garðá- vöxtum. t Morden, Man., var vöxtur jeirra frá 20% til 40% meiri en nokkur önnur snemma þroskuð garð tegund. "Vordaga Chatham” eru smáar, þurfa ekki að binda upp, og má planta tvö fet á hvern veg. Epliö samsvarar sér vel, fallegt í lögun og að lit, fyrirtaks bragðgott. Er um 2V* bml. í þvermál, en oftast þó meira. Pantið eftir þessari auglýsing. En 'oar sem eigi er nægilegt útsæði að fá getum við ekki sent meira en fram er tekið. (Pk. 15?) (oz. 75?) ■>óstfrítt. Um sögu dalsins frá 1397 að hann er kominn undir Valþjófs- staðakirkju er grein Halldórs aftur á móti mjög merk, því hér er saga þessarar sögufrægu bygð- ar rakin í fyrsta sinn eftir þeim heimildum sem fengist gátu, fyrst og fremst Fornbréfasafn- fnu. Vera má að mér hafi orðið star- sýnna á gallana í ritgerðum Hall- dórs, frænda míns, af því að eg er sjálfur nokkuð kunnugur heimildum hans og hefi auk þess fengist við rannsóknir á sama sviði (í Breiðdælu), og er þó sízt fyrir að synja að eg hafi Frh. á 7. bls. Liðagigt? Allskonar gigt? Gigtar- verkir? Sárir ganglimir, herðar og axlir? Við þessu takið hinar njýu “Golden HP2 TABLETS”, og fáið var- andi bata við gigt og liðagigt. — 40—$1.00, 100—$2.50. Maga óþægindi? Óttast að borða? Súrt meltingarleysi? Vind-uppþemb- ingi? Brjóstsviða? Óhollum súrum maga. Takið hinar nýju óviðjafnan- legu “GOLDEN STOMACH TAB- LETS” og fáið varanlega hjálp við þessum maga kvillum. — 55—$1.00, 120—$2.00, 360—$5.00. MENN! Skortir eðlilegt fjör? Þyk- ist gömul? Taugaveikluð? Þrótt- laus? Crttauguð? Njótið lífsins til fulls! — Takið "GOLDEN WHEAT BERM OIL CAPSULES”. Styrkir og endurnærir alt líftaugakerfið fyrir fólki, sem afsegir að eldast fyrir timann. 100—$2.00, 300—$5.00. Þessi lyf fóst i öllum lyfjabúðum eða með pósti beint fró GOLDEN DRUGS St. Mary’s at Hargrave WINNIPEG. Man. (one block south from Bus Depot) VERZLUN ARSKÓL AN ÁM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banmng og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.