Heimskringla


Heimskringla - 02.03.1949, Qupperneq 3

Heimskringla - 02.03.1949, Qupperneq 3
WINNIPEG, 2. MARZ, 1949 3. SIÐA HEIMSKRINGLA þá mun alt þetta lagast og standa stöðugt sem áður. Með fyrirfram þökk fyrir að birta þessa blaðagrein, Vinsamlegast, Guðrún S. Ólafsson PUNKTUM OG PRIK Eftir Þór frá Bergi RUTH Hið þrítugasta þing þjóðrækn- j isfélagsins er ný afstaðið. “AðJ heilsast og kveðjast, það er lífs- ins saga,” það var líka gert í full- um mæli á þessu þingi. Góður siður sem fslendingar vanrækja ekki þó annað gangi forgörðum. j ★ Ný regla var viðtekin á þessu þingi, en spursmál hve heppileg hún er. Þeim sem útnefndir voru í nefndina var leyft að halda ræður sjálfum sér til stuðnings °g gafst þeim kostur á að út- lista sína hæfileika og nauðsyn- ina á að kjósa sig. Það er af sem áður var. * Erlingur Eggertson söng tvo íslenzka söngva. á Samkomu Ice-| landic Canadian Club. Það þarf karlmensku til slíks áræðis. — Heiður sé honum. * Útnefningar nefndin var í stökustu vandræðum. Margir vildu komast í nefndina en fengu ekki aðgang. Þetta er stór- kostleg framför og sýnir ótví- ræðlega að sömu menn þurfa ekki að sitja ár eftir ár í nefnd- inni. Nú er öll stjórarnefnd félags- ins í Winnipeg. Nú geta deildar- menn út um landið setið óáreittir heima að gæta bús og barna, og notað pennann til að senda álit sín um mikilsvarðandi málefni á fundi nefndarinnar. ★ Einhver þurð á umtalsefnum virtist vera hjá ræðumönnum á samkomum þingsins, því allir höfðu stofnun deildar í íslenzk- um fræðum við Manitoba háskól- ann að ræðuefni. Þetta er náttúr- lega lofsvert og ekki verður lengi að bíða þangað til við get-J um öll sest á skólabekk og farið að læra íslenzku: “ástkæra yl- hýra málið”. En eitthvað held eg að við þurfum að undirbúa okkur heimafyrir fyrst, að minsta kosti að kunna að kveða að. * Gaman væri að taka upp aftur þann góða sið að syngja “Ó Guð . vors Lands” á lokasamkomu þingsins. Einnig að forseti fél- agsins komi fram á öllum sam- j komum til þess að auglýsa fundi og samkomur og annað í sambandi við starfið. “Góð vísa er aldrei of oft kveðin.” * Já þingið er búið. Alt masið.j alt hjómið, er liðið. Meðvitundin um að dýrðlegar perlur sérstakr- ar menningar og sérstakra ein- kenna, fram yfir aðra þjóðflokka, ríkir enn í hjörtum okkar. Vökn-J um af dvalanum; drögum fána! hugsjóna forfeðra okkar á stöng og göngum í sólarátt með ís enzku andans göfgi. Garðræktuð Huckleber Hinn gagnlegasti, fegursti og vinsœl- asti garðávöxtur sem til er. Þessi fögru ber spretta upp af fræi á fyrsta ári. Óvið- jafnanleg í pæ og •sýltu. Ávaxtasöm, ®berin stærri en vanaleg Huckleber eða Bláber. Soðin w , með eplum, límón- um eða súrualdini gera fínasta ald- inahlaup. Spretta í öllum jarðvegi. Þessi garðávöxtur mun gleðja yður. Pakkinn 10ý, 3 pakkar 250, Únza $1.00, póstfrítt. BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin sknld “Já,” sagði hún stamandi 'og roðnaði af feimni. “Eg lít víst hræðilega út.” “Það gerir ekki svo mikið til, bara að þú of- kælist ekki.” “Mér er ekki sama,” hugsaði hún á leiðinni inn í svefnherbergið sitt, “hvort eg lít út, meira eða minna eins og fuglahræða; honum er það auðvitað sama.” t 22. KAFLI Ruth hafði nógan tíma til að skifta um föt, fyrir kvöldverðin, en ekki til að þurka hárið. Meðan hún sat við borðið, fyrirvarð hún sig fyrir vota hárhnútin í hnakkanum á sér. Að máltíðinni lokinni fór hún inn í salinn, hún tók nú kamba og hárnálar úr hárinu sínu, og lét það falla niður, er hún hafði greitt það huldi þetta gullna hár hana alla niður að beltis stað. Svo settist hún í hægindastól, og sneri sér frá ljós- inu, hallaði sér aftur á bak og lokaði augunum. Hún var þreytt eftir gönguna og vosbúðina, og svo hélt regnið áfram að fossa niður úti, sem ásamt þreytunni gerði hana sifjaða; en hún hafði varla lokað augunum er hurðin var opnuð. Hún leit við og stóð upp. Mr. Bordwick stóð í dyrunum og horfði auðsjáanlega hugfang- inn á hana. Við þetta tillit hans, mundi hún að hárið var laust og féll eins og slör yfir herðar hennar og brjóst, og reyndi að strjúka það aftur í hnakk- ann. “Fyrirgefðu,” sagði hún, “mér datt ekki í hug” — svo ætlaði hún að flýta sér inn í svefn- herbergið. “Stansaðu!” sagði hann og gekk í veginn fyrir hana. “Hvað er sem þú þarfnast?” “Eg þarf að setja upp hárið mitt.” “Vegna hvers? Það var mjög skynsamlegt af þér að gefa því tækifæri til að þorna. Eg sá að þáð var vott er þú sast við borðið.” “En”, sagði hún og var blóðrauð, “eg get ómögulega — eins illa og eg er tilhöfð —” “Illa tilhöfð? Það er nokkuð sem eg er ekki að hugsa um. Eg vil biðja þig að sitja kyrra þess vegna!” sagði hann, er hún þrátt fyrir beiðni hans og fullvissingu gekk að svefnher- bergis dyrunum sínum. “Eg fer strax út, kom bara til að fá þér þessa bók, sem mér datt í hug að taka með mér.” Hann leit sem snöggavst á teiknibókina er hann rétti henni hana; en nú kom hann auga á skrautmun- ina, sem hún hafði hengt upp um morguninn, og að það var orðin stór breyting í stofunni, og er hann sneri sér á hæli, og leit yfir borðin og veggina, og öll blómin, og alt það nýja sem var þar. “Hér hefir stór breyting verið gerð,” sagði hann um síðir. Ánægjuleg aðdáun skein úr augum hans, sem hún hafði ekki séð áður, og gat ekki getið sér til, eftir málróm hans, og framkomu, sem altaf var jafn stílleg og hógvær, hvort honum þætti hún hafa tekið sér of mikið frelsi eða ekki. Ó!” sagði hún með hægð, “Eg get tekið þetta strax í burtu -&■ ” “Ó, nei, láttu það vera eins og það er”, sagði hann og sneri sér að henni “það er svo fallegt, svo aðdáanlega vel fyrirkomið. Eg man ekki til að eg hafi nokkurn tíma verið í svona viðkunn- anlegri stofu.” Hún horfði stórum augum á hann. Nei, hann sagði það ekki í spaugi, hann sagði það í fullri allvöru, með hlýju. Svona óvandfýsin million- eri! Hann, sem getur fengið sér það bezta og fullkomnasta sem listin getur framleitt, og svo verður hann hrifin af að sjá þessa einskisverðu smámuni, sem hún hafði tekið upp úr ferðakist- unni sinni. Undir öðrum kringumstæðum hefði þetta vakið hæðnis hneigð hennar ,en nú vakti í huga henna, og hún gleymdi þá stundina sínu gamla áformi. “Óvanalega vel fyrirkomið!” hafði hann sagt. Hún vonaðist ekki til svona viðurkenningar frá honum. Umhugsunin um, að í sjóböðunum hleypur máður í kring hálfan dagin, með svona flaxandi hárið, hjálpaði henni til að gleyma því að hún var ekki búin að búa sig í kvöldbúningin sinn. Hún gekk til Mr. Brodwick, sem stóð og virti fyrir sér myndina af Lenu. Hún var forvitin að sjá hvort hann mundi finna samlíkingu í þessari mynd, við sína eftir þráðu, “þýzku fjólu.” Full eftirvæntingar og áhuga stóð hún og virti hann fyrir sér, með engu minni áhuga en hann virti myndina fyrir sér. En hún sá enga breytingu í hans alvarlega andliti, og málróm- ur hans var jafn breytingarlaust sem áður, er háhn sagði eftir litla stund: “Fallegt höfuð og fögur augu.” “Já”, sagði hún. “Eg vildi bara óska að þú gætir séð Lenu — hún er frændkona mín og á heima í Bremen — þessi illa málaða mynd gefur enga rétta hugmynd um hana.” “Jæja. Er hún illa máluð!” er það mögulegt,' hugsaði hann. “Mér finnst hún ágætlega máluð” j Þessi viðurkenning hans vakti ekki heldur neina hæðnis tilfinningu hjá henni, þvert á móti vakti það hennar betri tilfinningar. “Listaverka gagnrýnandi er hann ekki”, — hugsaði hún. “Eg gæti bent honum á smágalla á þessu málverki.” i Af hræðslu fyrir því að hún þyrfti að segja að hún hefði málað myndina, kom hún sér hjá því að tala meira um myndina, og benti honum á ljósmyndirnar, sem hún hafði hengt á vegginn. “Þarna eru myndir af beztu ferðafélögum mínum sem voru á skipinu með mér”, sagði hún. “En það er of skuggsýnt hérna til þess að þú getir séð andlitin.” i Hún tók myndirnar ofan af veggnum og ætl-1 aði að fara með þær að lampanum, en þá festist J lokkur af hári hennar í reyrstólnum. j “Ó!” sagði hún, eins og ósjálfrátt, því hana kendi til. “Þetta var slæmt!” sagði hann. “Bíddu við, eg skal losa það.” Er hann losaði hárið, með mestu lipurð og varfærri, sþurði hann: “Hefur þú nokkurntíma snert Malayskt hár?” "Nei”, sagði hún og hristi höfuðið. “Hvern- ig er það?” “Þú mundir ekki gjöra það nema einu sinni, það er hart og gróft eins og hests tagl.” Hún horfði undrandi á hann, —Á þetta að vera sem skjall? — Nei — ómögulega! Hárið hennar var í hans augum bara strax gult, þó það væri ekki hræðilegt að snerta á því, þá var það hræðilegt að horfa á það. Nei, það mundi fyr koma heimsendi, en hann færi að láta nokkra aðdáun um hennar ytra útlit í ljósi, henni stóð líka á sama. Hún taldi sér trú um þetta, og þóttist vera þess full viss, en þó hafði hún ekkert því til sönnunar. Henni var sama þó hann skoðaði mynd irnar nákvæmlega, og einnig bakatil. Á baksíð- unni á hverri mynd voru fáeinar línur, skjall og aðdáun, til dæmis: — “Mitt kæra sólblóm þygðu þetta sem litla minningu.” —“Með bæn um að hinn elskulegi ferðafélagi gleymi ekki sínum þjónustubundna” og þessu líkt var skrif- að á bakið á hverri mynd. “Það lítur út sem þú hafir eignast marga vini á þessum stutta tíma”, sagði hann er hann hafði skoðað allar myndirnar. “Já, þeir voru allir óskup vingjarnlegir við mig”, sagði hún, og stundi við. “Hver er þessi unga stúlka sem kallar þig sólblóm?” Ada McDonald frá Ameríku.” “Fallegt lítið andlit.” “Já, og gáfuð, og elskuleg stúlka. Karlmenn- irnir þarna í miðjunni, eru fimm prestar.” “Svo það hefir ekki vantað geistlegheitin á skipinu.” “Nei, það var nóg af þeim”, sagði hún og hló. “Þeir voru allir yndislegir ferðafélagar. Þrír af þeim helga líf sitt heiðingja trúboð. —j Downing fer til Kína — þessi sem þú heldur1 núna í hendinni, það er okkar litli Downing.” “Vesalings maðurinn! Betra að áhuginn sem geislar út úr augunum hans slokkni ekki þar yfir frá. Hinir þóttafullu kinverjar, sem eru svo feykna stoltir af sinni eldgömlu menningu, fyr- irlíta útlendinga og allt, sem kemur frá öðrum löndum. Eg býst við, að honum verði ervitt að gera þeim sína kenningu skiljanlega.” “Hann er svo sannfærður um að sér heppn- ist að gera það.” “Það er sem skrifað er í augu hans, samúðar- kend angist.” “Þetta er Mr. von Senden. Góður og elsku- legur maður. Hann sá um að eg hefði allt sem eg þarfnaðist. Ef við höfðum ekkert að tala um, þá las hann Mark Twain upp hátt fyrir mig. Fram- burðurinn hans á enskunni var þannig, að maður gat hleigið sig dauðan að því, en hann verð- skuldaði samhygð — hann hafði nefnilega feng- ið þá heimskuflugu í höfuðið að verða skotinn í Adu McDonald.” “Og hún vildi ekki hafa neitt með hann að gera?” “Það held eg ekki, hún hefði vafalaust ekki viljað giftast honum. Hann er plantekru eigandi á Sumatra og á heima á fjarska einmunalegum stað, langt frá öllu siðmönnuðu fólki.” “Hún kveið fyrir einangruninni?” “Það komst víst aldrei til tals. Eg réði hon- um frá því, að hugsa um svo fína stúlku.” Hann varð svo hissa að heyra þessa íhlutun j hennar, að hún fann til þess, að hún varð að gera! grein fyrir því: “Ada heyrir til því fólki, sem óhjákvæmilega verður að vera í fjölmennu og siðmönnuðu umhverfi. Hún er vön að hafa altaf eitthvað nýtt, og fara frá einni skemtun til ann- ars, eins og sumarfiðrildi frá einu blómi til ann- ars.” “Hjá mörgum”, sagði hann, “er það bara af- þreying í leit eftir lukkunni. Þegar hún hefur fundið þessa lukku í ástinni, þá verður hún eins sæl og staðföst eins og nokkur önnur stulka.” “Þessi orð snertu samvisku hennar meir en hún vildi viðurkenna. Professional and Business —= Directory— Office Phone 94 762 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, neís og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutími: 2—5 e. h. J. J. Swanson & Co. Lld. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 97 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 97 404 Yard Phone 28 745 H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oí Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 The BUSINESS CLINIC Specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 O. K. HANSSON Plumbing & Heating CO. LTD. For Your Comfort and Convenience, We can supply an Oil Burner for Your Home Phone 72 051 163 Sherbrook St. Frá vini DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 97 932 Res. 202 398 PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Simi 25 888 C. A. Johnson, Mgr ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 219 McINTYRE BLOCK TELEPHONE 94 981 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um utfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 27 324 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bidg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St„ Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALD60N Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson Contractor & Builder • 1156 Dorchester Ave. Sími 404 945 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 DR. CHARLES R. OKE TANNLÆKNIR 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg • Phone 94 908 >-.■ -c \ .■ v' 'JOfíNSONS LESIÐ HEIMSKRINGLU __________[ ÍÓÖkSTÖREI VMV4V 1 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. \

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.