Heimskringla - 04.05.1949, Blaðsíða 2
2, SIÐA
HEIHSKRINGLA
WINNIPEG, 4. MAÍ 1949
Margrét Indriöadóttir:
í heimsókn hjá Mormónum
Eg var lengi búin að hlakka til
þess, að heimsækja mormóna-
fylkið Utah í Bandaríkjunum.
Einkum og sérstaklega vegna
þess, að eg gerði mér í hugar-
lund að þar byggi óvenjulegur
hópur manna, sem myndi til-
breytni í að kynnast eftir enda-
lausa flatneskjuna í hinum fylkj-
unum. Eg held helzt að eg hafi
gert mér vonir um að hitta þar
sérstök afbrigði homo sapiens,
er hvergi væru til annarsstaðar.
Raunin varð hins vegar sú, að
eg hitti þar ósköp venjulegt fólk,
— sem er rétt eins og þú og eg,
að öðru leyti en því, að það játar
aðra trú. Og kannske er það ein-
mitt trú þeirra, sem gerir mor-
mónana hraustlegri, glaðlegri og
ánægðari með lífið og tilveruna
en þú og eg erum.
Utah hefir ýmislegt til síns á-
SPRING
spotlights
HOME
—and EATON’S spotlights
Your Paint-up, Fresh-up
Requirements—
. . I
Spring cleamng, spnng re-
pairs and redecorating —
your E A T O N CATA-
LOGUE considers them all.
Check your needs against
offerings such as:
• Paints and Enamels
• Roofing Materials
• Wallpaper
• Rugs and Linoleums
• Drapery Fabrics
• Curtains
You can sail into Summer with
the whole house in tip-top shape;
and do it economically at j
EATON’S thrifty prices!
T. EATON C<L*.
WINNIPCS CANADA
EATON’S
gætis, framyfir önnur fylki í
Bandaríkjunum. Alþýðufræðsla
er þar á hærra stigi en annars-
staðar og þar fæðast að meðal-
tali fleiri börn, en í nokkru öðru
fylki, enda segja mormónar að
helzta samgöngutæki þeirra sé
barnavagninn. í fylkinu er at-
vinnuleysi óþekkt fyrirbæri og
velmegun því almenn.
Við vorum þrír íslendingar á
ferð saman í Utah, sumarið 1947.
Við dvöldum nokkra daga í höf-
uðborginni og heimsóttum einn-
ig smábæi og þorp í nágrenninu.
Saltvatnsborgin (Salt Lake City)
hefir um 183 þús. íbúa. Það er
fögur borg og með afbrigðum
hreinleg. Fyrst og fremst tekur
maður eftir götunum. Þær eru
breiðar og tandurhreinar, nærri
því eins og hvítskúrað baðstofu-
gólf. Við landarnir sögðum
hvert við annað, með spekings-
svip, að íslenzkir verkfræðingar
myndu víst geta lært sitthvað
um gatnagerð af mormónunum.
Saltvatnsborgin stendur hátt,
eða 4354 fet yfir sjávarmáli og
er loftslag þar mjög heilnæmt
Hún liggur við rætur Kletta-
fjallanna og húsin, sem eru ó-
venju lágreist og flest um-
kringd fögrum skrúðgörðum,
teygja sig upp í hlíðar þeirra.
Skammt frá borginni er Salta-
vatnið mikla, sem hún dregur
nafn sitt af. Furðulegt þótti okk-
ur löndunum að “synda” þar.
Vatnið er sjö sinnum saltara en
sjórinn og vitanlega ranghermi
að tala um að synda í því. Mað-
ur sekkur ekki----situr bara of-
an,á vatninu, eins og í dúnmjúk-
um sessi, og horfir upp í bláan
himininn.
Fyrsta daginn okkar í borg-
inni heimsóttum við Musteris-
torgið (Temple Square), sem er
Mekka mormónanna. Þar er hið
fræga musteri þeirra, sem var
40 ár í smíðum, enda hin fegursta
bygging. Öllum óviðkomandi er
mannaður aðgangur og það eru
meira að segja tiltölulega fáir
mormónar, sem fá að koma þang-
að inn, eða aðeins þeir, sem í
einu og öllu hlýða boðorði kirkj-
unnar.
f upplýsingaskrifstöfunni hitt
um við mann einn aldraðan og
spurðum hvort ekki væri nokk-
ur leið að við, sem værum hér í
pílgrímsferð alla leið frá íslandi
*
Til Yinnuveitenda!
NATIONAL EMPLOYMENT SERVICE
skrifstofurnar við eftirtalda þáskóla—
Manítoba
Saskatchcwan
Alberta
hafa lokið skrásetningu allra
sem útskrifast hafa og æskja stöðugrar atvinnu,
einnig
stúdenta sem æskja atvinnu um sumarmánuðina.
Margir eru heimkomnir hermenn — nokkrir
þeirra fjölskyldumenn.
N.E.S. skrifstofurnar við hvern háskólann
fyrir sig, tryggja yður fljóta þjónustu.
Ef þér getið veitt þessum mönnum atvinnu
eins og að ofan er skráð, þá gerið svo vel að
síma eða skrifa til Executive and Professional
Liaison Officer hjá næstu NATIONAL EM-
PLOYMENT SERVICE skrifstofu NÚ
ÞEGAR.
The N.E.S. is a Community Service
Use Your Local Office
Department of Labour
HUMPHREY MITCHELL
Minister of Labour
A. MacNAMARA
Deputy Minister
Prairie Provinces Ad 1
gætum fengið að skoða musterið.
— Jú, ekkert er auðveldara,
svaraði kauði og varð stríðnisleg-
ur á svip. Þið þurfið ekki að gera
annað en aðhyllast trú okkar, —
hætta að drekka áfengi, kaffi og
te, hætta að neyta tóbaks og láca
tíunda hlutann af tekjum ykkar
renna til kirkjunnar. Það eru
einu skilyrðin til þess að fá inn-
göngu í musterið.
Við héldum að maðurinn væri
að gera gys að okkur, fáfróðum
útlendingunum, og strunsuðum
út. En seinna fékk eg eftirfar-
andi upplýsingar:
Rétttrúaðir mormónar nota
ekki tóbak, drekka ekki áfenga
drykki, te né kaffi. Hinsvegar
er enginn fótur fyrir því, að
þeim sé bannað að nota pipar og
annað krydd. Drykkurinn kóka-
kóla hefir einnig verið for-
dæmdur af kirkjunni á þeim for-
sendum, að hann innihaldi eitur-
efnið “coffein”.
Spámaðurinn Joseph Smith,
faðir mormónatrúarinnar hélf
því fram að hverskonar eitur-
lyfjanautn gerði manninn
skammlífari. Mormónar (sem eru
furðanlega langlífir) vilja lifa
eins lengi og mögulegt er. Auk
þess verða þeir að notast við
sama líkamann í milljónir ára
eftir “dauðann” — (mormónar
“deyja” ekki) og er því ofur
skiljanlegt að þeir vilji annast
sem bezt um hann í þessu lífi.
Annan daginn okkar í borg-
inni heimsóttum við þinghúsið,
sem er merkilegt að því leyti, að
það er jafnframt notað sem safn.
Allir gangar þess eru fullir af
gömlum munum, sem frumbyggj-
arnir höfðu með sér — allt frá
íslenzkum vettlingfum, sem vekja
athygli'af því að þeir hafa tvo
þumla, og upp í stóra flutnings-
vagna. f þinghúsinu hittum við
konu af íslenzkum ættum, Mrs.
Carter. Hún er forseti víðtæks
félagsskapar, sem heitir Land-
námsmannadætur Utah, og er
auk þess þekktur rithöfundur.
Hún tók okkur af mikilli alúð
og gaf okkur heimilisfang bróð-
ur síns John Bearnson í Spring-
ville, sem er smábær skammt frá
höfuðborginni.
Nokkrum dögum seinna heim-
sóttum við Bearnson og konu
hans, sem reyndust vera hið
elskulegasta fólk. Þau tóku okk-
ur tveim höndum og dvöldum
við hjá þeim í góðu yfitlæti. Þau
sögðu okkur margt úr sögu mor-
mónanna, sem er hin merkasta.
Faðir mormónatrúarinnar er
Joseph Smith, sveitadrengurinn
frá New York fylki. Honum er
lýst svo, að hann hafi verið há-
vaxinn og fríður sýnum, hrokk-
inhæður og með löng augnahár.
Þegar hann var 14 ára sá hann
með eigin augum Guð og Jesús,
son hans, og talaði við þá. Þegar
hann var 18 ára fékk hann aðra
vitrun. Engill að nafni Moroni,
sonur Mormans, birtist honum
og sagði honum hvar hann gæti
fundið nokkrar gullplötur, sem
væru þaktar rúnaletri. — Árið
1830 hafði svo Smith lokið við að
“þýða” Mormónabókina af rúna-
letri þessu. Hún er 275 þúsund
orð og hefir verið þýdd á 22
tungumál. — Mark Twain kall-
aði bók þessa “klóróform á
prenti”.
f bók þessari, sem er einskon-
ar biblía mormónanna, segir frá
því, að um 600 fyrir Krists burð,
hafi fjölskylda ein flúið frá
Jerúsalem til Ameríku. Afkom-
endur þessarar fjölskyldu voru
tveir þjóðflokkar, Nefitar, sem
voru guðhræddir menn og Lam-
antinar, sem voru verstu fól. Vel-
megun þessa fólks varð brátt of
mikil. Styrjöld skall á og komust
aðeins fáir lífs af. Afkomendur
Lamantinanna eru amerísku Ind-
íánarnir. Guð gerði hörundslit
þeirra rauðan í refsingarskyni
fyrir það, að forfeður þeirra
börðu á hinum guðhræddu Nef-
itum.
Smith stofnaði síðan kirkju,
ásamt 6 mönnum öðrum, sem
Bernard DeVoto hefir kallað —
“samvinnufélag undir fámennri
klerkastjórn”. — Smith kvæntist
mörgum konum og eignaðist sæg
af börnum, flýði með sértrúar-
flokk sinn úr einu fylkinu í ann-
að, varð að þola hinar grimmi-
legustu ofsóknir, bauð sig fram
sem forsetaefni Bandaríkjanna
1844, en var myrtur af óðum skríl
sama ár.
Brigham Young tók við af
Smith. Undir harðri stjórn hans
héldu mormónar áfram flóttan-
um og leitinni að stað, þar sem
þeir gætu verið einir og útaf
fyrir sig og þyrftu ekki að ótt-
ast villimannlegar ofsóknir ann-
arra. Þessi hópur, tuttugu þús-
undir manna, kvenna og barna,
ferðaðist mánuðum saman með
búpening sinn og allt sitt haf-
urtask, yfir fjöll og firnindi, —
eyðimerkur og skóga — yfir
hálfa heimsálfu, í von um að
finna einhversstaðar griðland,
þar sem hann gæti stofnað sitt
líki. Fólk þetta bauð öllum tor-
færum byrginn, lagði á sig
hverskonar erfiði og þrautir án
þess að mögla. Og það sigraði að
lokum og fann sitt ríki í Utah.
Brigham Young stjórnaði með
járnharðri hendi í 30 ár. Hann
krafðist skilyrðislausrar hlýðni
af öllum, en lét á hinn bóginn
jafnt yfir alla ganga. Hann gift-
ist 19 konum og eignaðist með
þeim 56 börn. Mörg af barna-
börnum hans eru enn á lífi. Hann
er sagður hafa verið ákveðinn
en mildur eiginmaður og faðir.
Hann hélt ráðstefnu með konum
sínum einu sinni á dag. Enda
þótt hann hefði ekkert á móti
þeim herskara ungra sveina, sem
aaglega komu í heimsókn til
gjafvaxta dætra hans, gætti hann
þess vandlega að þeir dveldu
ekki of lengi. Hann var vanur að
birtast í dyrunum á hinni geysi-
stóru dagstofu sinni, með fangið
fult af karlmannshöttum, þegar
honum þótti tími til kominn, að
biðlarnir færu að hypja sig.
Eg var hálf hikandi við að
minnast á fjölkvæmnismálið við
Bearnson. Mér hafði verið tjáð
að það væri mjög viðkvæmt mál
í Utah. En sannleikurinn er auð-
vitað sá, að það er fátt sem mönn-
um þykir jafn gaman að spjalla
um þar og einmitt fjölkvæni.
Þetta er það sem Bearnson
sagði mér um fjölkvæni mor-
móna:
— f augum margra hefir fjöl-
kvæni verið alfa og omega mor-
mónatrúarinnar. f öllum löndum
veraldar hafa menn gert sér leik
að því að hafa mál þetta í flimt-
ingum. Sannleikurinn er hins-
vegar sá, að þegar árið 1890 var
fjölkvæni bannað með lögum í
Utah og það voru aldrei fleiri en
3% allra karlmanna, sem voru
fjölkvæningar. Lögin mæltu svo
fyrir, að hver maður skyldi hafa
samþykki fyrstu konu sinnar til
þess að taka sér fleiri konur, svo
og leyfi kirkjunnar. Það leyfi
var því aðeins veitt, að viðkom-
andi gæti sannað að hann væri
fullfær um að sjá fleiri en einni
konu farborða. Það voru því að-
eins duglegustu mennirnir — og
oft á tíðum þeir menn er mest
var í spunnið, sem gátu átt marg-
ar konur.
— Þú trúir því kannske ekki,
hélt Bearnson áfram. En það eru
einmitt konurnar, sem helst
mæla fjölkvæninu bót. Það hafði
ýmsa kosti fyrir þær, bætti stöðu
þeirra og tryggði þeim efnahags-
legt öryggi. Auk þess gerði það
öllum konum kleift að giftast og
verða mæður. Piparmeyjar voru
óþekkt fyrirbæri í Utah í þann
tíð. Fjölkvænið bætti einnig sið-
ferðið. Framhjátektir þekktust
ekki, engin lausaleiksbörn voru
til og siðferðisafbrot unglinga
voru óþekkt.
—Heldurðu samt ekki, að
fyrsta konan hafi verið afbrýðis-
söm, þegar kona númer tvö kom
á heimilið? spurði eg.
— Vafalaust, svaraði Bearn-
son. Afi konu minnar var fjöl-
kvænismaður. Amma hennar var
fyrsta kona hans. Hún var sár og
afbrýðissöm þegar kall tók að
sér aðra konu, þótt hún léti ekki
á neinu bera og segði dóttur
sinni að kalla nýju konuna —
‘Trænku”.
Enda þótt fjölkvæni hafi ver-
ið bannað í Utah í 50 ár, skjóta
fjölkvænismenn alltaf upp koll-
inum þar annað veifið. Fyrir
nokkrum árum sótti maður um
fátækrastyrk og þótti yfirvöld-
unum það grunsamlegt, þegar
hann fullyrti að hann ætti 31
barn. Kom upp úr dúrnum að um
fjölkvænismann var að ræða.
Þá hefir fjölkvænið gert alla
ættfræði mjög svo flókna í Utah.
“Við erum tvíburar, föður míns
megin”, sagði maður við mig,
þegar hann var að kynna mig
bróður sínum. Þeir voru fæddir
sama ár og sama dag, áttu sama
föðurinn, en sitt hvora móðurina.
f mormónakirkjunni er nú
tvennskonar gifting. í fyrsta lagi
eru maður og kona gefin sam-
an í hjónaband, sem lýkur með
“dauðanum”. f öðru lagi í hjóna-
band, sem varir “um alla eilífð”.
það er að segja einnig í lífinu
eftir “dauðann”. Slíka hjóna-
vígslu er aðeins hægt að fram-
kvæma í sjálfu musterinu.
—Kirkjan leggur ríka áherzslu
á helgi hjónabandsins og í Utah
er þyngri refsing við hórdómi
en nokkru öðru afbroti, nema
morði.
Auk þess að trúa á Mormóna-
bókina, þá trúa mormónar einn-
ig að nokkru leyti á biblíuna.
Þeir trúa á Guð, algóðan og al-
vitran á mælikvarða mannanna.
En þeirra Guð er lifandi vera,
sem hægt er að tala við, og á
fyrstu árum kirkjunnar voru
ýmsir af leiðtogum hennar færir
um að komast í beint samband
við himnavöldin og skýra frá á-
liti þeirra á því, sem var að ger-
ast á jörðunni. En á þessu herr-
ans ári myndi víst fátt koma
mormórum meira á óvart en guð-
leg opinberun í þennan syndum
spillta heim. — Þeir trúa einnig
á Jesús Krist, son Guðs, sem liif-
andi veru og Heilagan Anda,
sem líka er lifandi) með sjálf-
stæðan persónuleika.
Maðurinn er barn Guðs og
merkilegasta sköpunarverk hans.
Handa honum bjó Guð til heim-
inn. Maðurinn verður sjálfur að
velja milli góðs og ills, milli lífs-
ins og glötunarinnar. Þess vegna
eru styrjaldir og önnur eymd
mannanna sök þeirra sjálfra, en
ekki Guðs. Maðurinn lifði sem
andi, áður en hann kom í þennan
heim. Hann er eilíf vera. Lífið
hér á jörðunni er aðeins áfangi
á hinni miklu eilífðargöngu. — í
mormónatrúnni er ekkert minnst
á endurholdgun, nirvana né vítis-
eld. Menn komast til himnaríkis
og halda áfram að lifa þar með
svipuðu sniði og hér, ef þeir háfa
til þess unnið með líferni sínu 4
jörðunni. Annars líða þeir, um
stundarsakir a. m. k. helvítis-
kvalir yfir glötuðum tækifærum,
sem aldrei koma aftur.
En staða mormónans á himn-
um fer líka dálítið eftir því, hve
hann getur sýnt fram á að hann
eigi þar marga ættingja. Því
fleiri Jdví betra. Þess vegna hafa
mormónar jafnvel ennþá eldlegri
áhuga á ættfræði en fslending-
ar. Eg heyrði um einn náunga,
sem í fylstu alvöru rakti ætt
sína til manns, sem lifði, árið
173 fyrir Krists burð. Það er því
hreinn hégómi að vera að rekja
ætt sína til Egils Skallagríms-
sonar, eða annarra fornra íslend-
inga.
Einn daginn, sem við dvöld-
um í Utah, var okkur boðið í
brúðkaup systurdóttur Bearnson
í Spanish Fork, sem er smábær
rétt hjá Springville. Þar var
fyrsta bygð fslendinga í Vest-
urheimi og þar eru margir af-
komendur hinna íslenzku land-
nema. Við hittum heilan hóp af
þeim í brúðkaupinu og var það
hið gjörvilegasta fólk og fram-
úrskarandi vingjarnlegt. Fátt
eitt talar íslenzku, en sumt graut
ar í vestur íslenzku Það tók okk-
ur löndunum eins og sagt er að
glataða syninum hafi verið tekið
forðum. Allir virtust reiðubúnir
til þess að slátra alikálfinum, —
okkur til heiðurs og heimboðun-
um bókstaflega rigndi yfir okk-
ur. Því miður höfðum við ekki
tíma til þess að þiggja nema fá
þeirra. Eigum hin til góða.
Við vorum ekki viðstödd sjálfa
vígsluathöfnina, sem fram fór í
kirkjunni, heldur aðeins brúð-
kaupsveizluna.
Kirkjur mormónanna eru mjög
frábrugðnar kirkjum okkar. Yfir
aðaldyrunum standa þessi orð:
“Hafið hægt um yður, því hér er
Guðshús”. Sambyggður við kirkj
una er svo einskonar allsherjar
samkomusalur. Hagar svo til, að
hægt er að taka burtu skilrúmið
milli hans og sjálfs guðslhússins
og var það gert í veizlu þessari.
Salur þeSsi er allt í senn: dans-
salur, hljómleikasalur, fimleika-
salur og fundarsalur, og auk þess
er þar allstórt leiksvið. f viku
hverri er haldinn þar eldfjörug-
ur dansleikur og mæta þar jafnt
ungir sem gamlir úr sókninni.
Var sérlega gaman að sjá, hve
unglingarnir voru frjálslegir og
hve þeir skemmtu sér konung-
lega innanum eldra fólkið, voru
ekki vitund feimnir við að dansa
vangadans, þp að pabbi og
mamma horfðu á.
í þessu guðsihúsi mormónanna
var enginn kross, ekkert altari
og enginn prédikunarstóll. Guðs-
þjónustur þeirra eru afar ein-
faldar, lausar við alla viðhöfn,
allt prjál. Þegar maður les um
tnáatbrögð mormónanna rekur
maður sig oft á það, hvernig þeir
reyna að samræma trúna, því
sem hagkvæmast er. Englar
þeirra hafa t. d. enga vængi, því
að slíkur útbúnaður myndi að-
eins vera til trafala.
Við guðsþjónustur mormón-
anna er ekki gengið um með
betlibauk, en fyrsta sunnudag í
mánuði hverjum eiga þeir að
fasta. Andvirði þess, sem þeir
myndu borða þann dag, rennur
til fátækra.
Síðast en ekki sízt ber að geta
þess, að mormónaprestar eru
ekki prestlærðir menn. Bearnson
var t. d. prestur, þó að hann væri
kaupmaður að atvinnu. Hver ein-
asti karlmaður getur orðið prest-
ur, sem hefur óflekkað mannorð
og hefir sýnt sig að vera rétttrú-
aður mormóni, heiðvirður og
duglegur maður, sem hægt er að
trúa fyrir ábyrgðarmiklu starfi.
Það skiptir engu máli, hvort
hann er rakari, verkamaður, —
bankastjóri eða klæðskeri. Ef
hann uppfyllir áðurgreind skil-
yrði, getur hann orðið prestur.
Mormónapresturinn innir af
höndum sömu störf og prestarn-
ir okkar, og meira til. Hann
greftrar, giftir, skírir, heimsæk-
ir sjúka, sér um að þurfandi sé
hjálpað, •innheimtir tíundina, —
skrifar vottorð, sem heimila
mönnum inngöngu í musterið,
sér um og stjórnar guðsþjónust-
um. Auk alls þessa verður hann
að sjá sér og fjölskyldu sinni far
borða, því mormónaprestar fá
engin laun — greiða meira að
segja kirkjunni tíunda hlutann
af tekjum sínum fyrir þann heið-
ur, að fá að starfa í þjónustu
hennar. Trúboðar og aðrir
stanfsmenn kirkjunnar fá heldur
engin laun. Eg hitti t. d. unga
og fallega stúlku í Spanisíh Fork,
sem sagði mér að hún væri að
spara saman peninga til þess að
hafa ráð á því að ganga að köllun
sinni og gerast trúboði.
— Mark Twain sagði einu
sinni, að hið eina, sem væri jafn
vel skipulagt og mormónakirkj-
an, væri prússneski herinn. Það
liggur í augum uppi, að prest-
arnir kæmust ekki yfir öll þessi
skyldustörf sín, ef starfsemi
kirkjunnar væri ekki óvenju vel
skipulögð.