Heimskringla


Heimskringla - 11.05.1949, Qupperneq 1

Heimskringla - 11.05.1949, Qupperneq 1
TRY A "BUTTER-NUr' LOAF CANADA BREAD CO. LTD. Winnipcg, Man. Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. TRY A "BUTTER-NUT" LOAF CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg, Man. Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LXIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 11. MAÍ 1949 NÚMER 32. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Verður flutningsbannið til Berlínar afnumið í kvöld? Eins ósennilegt og það mun enn vera í margra augum, eru nú allar líkur til að flutningsbann Rússa til Berlínar verði afnumið í kvöld eða eina mínútu eftir mið- nætti. Þetta var tilkynt s. 1. mánudag af Bretum, Rússum og Banda- ríkjamönnum. Það er ekki ólíklegt að við það verði staðið. Til dæmis hafa Rússar nú þegar, eða 40 kl.st. áð- ur en ákveðið er, veitt raforku til þess hluta Berlínar, er vest- lægu þjóðirnar ráða yfir, en sem Rússar stöðvuðu 9. júlí 1948 og sem af sér leiddi skömtun á raf- orku. Jafnframt þessu, verður af vestlægu þjóðunum afnumið flutningabannið frá Rússlandi, er þær beittu á móti Berlínar- banni Rússa. í utvarpinu í Moskva, var s. I. mánudag rætt um þetta og engin ástæða talin fyrir því, að Rússar- Bretar og Bandariíkjamenn, gætu ekki unnið saman, eins og þeir gerðu í stríðinu á móti Hitler. En Rússar eiga sökina á því. Þeir ætluðu að taka alla Berlín,; með banninu, sem þeir bjuggust við að nægði til þess, en sem hef- ir hraparlega brugðist þeim og orðið þeim sjálfum tilfinnan- legra tap, heldur en nokkru sinni vestlægu þjóðunum. — Það var með ómengaðri skítmensku, að Rússar hófu bannið. Þeir höfðu ekki neinn lagalegan rétt til þess og urðu að brjóta gerða samninga með því. En þeim hef- ir nú sjáanlega komið það svo í koll, að þeir verða að afnema það, til þess að geta notið góðs af við- skiftum við vestlægu ríkin. Við því má auðvitað búast, að um leið og þeir afnema bannið, reyni þeir að hafast eitthvað ann- að að í sömu átt og vestlægu þjóðunum og friði í skaða. En vestlægu þjóðirnar eru nú loks farnar að þekkja Rússa; þeir pru nú búnir að kynna sig sem þá, er ekki sé til neins að treysta. Skýrsla hveitiráðsins (Ritstjórnargrein í Winnipeg Free Press, 25. apríl 19,49). ' Ársskýrsla hveitiráðsins í Can- ada fyrir árið 1948 er nýkomin út. Kastar hún skýru ljósi á margt eftirtektavert í hveitisölusamn- ingi Canada við Bretland. Þessi fjögra ára samningur, sem frægur er að f jarstæðum var sagður af þeim sem hann gerðu, tryggja bændur vesturlandsins fyrir tapi á sölu hveitis fyrstu 2 árin. En því atriði samningsins hefir aldrei verið sá gaumur gef- in, sem skyldi, vegna þess, að þar er ekki um neina tryggingu að ræða fyrir að tap eigi sér ekki stað á þessum tveim árum. Þess er að minsta kosti enginn vottur, að þeim er samninginn sömdu, hafi nokkru sinni dottið í hug, að bændur vesturlandsns væru enn, á sínu þriðja ári, að selja eftir samningi, er þeim var stór skaði að. Það var meira að segja gert ráð fyrir, að þeir fengju við byrjun þriðja ársins greitt eitt- hvað af skaða eða tapi fyrstu ár- anna. En í stað þessa, er haldið áfram að selja á tapi eftir sömu nótum og áður og bændur knúð- ir til að sætta sig við það. Samningurinn var gerður í júlí 1946 og öðlaðist gildi 1. ágúst það ár. Canada var skyld- ugt að selja 160 mæla á ári fyrstu tvö árin, þ. e. uppskeruárin 1946- 1947 og 1947-1948, og 140 mæla hveitis hvort síðari áranna (1948- 1949 og 1949-1950). Verðið var fyrstu tvö árin ákveðið $1.55 mælirinn, en verð tveggja síðari áranna átti að semja. Það var viðvíkjandi slíkum samningi, sem grein var í lögin sett, er sjá átti fyrir að bændur yrðu ekki fyrir tapi. Tapið fyrstu tvö árin hefir verið metið á 329 miljón dali. Þetta er munurinn á $1.55 verð- inu sem Hveitiráðið greiddi og verðs þessfc er það greiddi á öllu öðru útfluttu hveiti á þessum tveim árum. Hveitiráðið tilkynti þetta alheimsverk á hveitinu dag- lega og nefndi “sitt annarskonar verð”, (class II price). -Tapið fyrsta árið var sagt 77 cents á hverjum mæli, og var það tilkynt á þingi af þáverandi ráðherra þessara mála, Hon. J. A. Mac- Kinnon 17. júlí 1947. Tap ann- ars ársins var skráð $1.29 á mæl- irnum; var það munurinn milli $1.55 verðsins og markaðsverðs I að meðaltali á hverjum mánuði. Nú birtist ársskýrsla hveiti- ráðsins yfir uppskeruárið 1947- 1948 og er hún vægast sagt eftir- tektaverð. Skýrslan sýnir (á bls. 8), að sala hveitiráðsins til Bret- lands nam upp að 31. júlí 1948 339,573,479 mælum. Fyrir þetta hveiti var ráðinu greitt $1.55 á mælirinn. En þetta gefur í skyn, að 19.5 miljón mælar hafi verið seldir, fram yfir það sem ákveð- ið var, (eða 160 miljón mælar). Sala til annara landa áður en samningurinn var gerður, nam 94,732,851 mælum. Meðalverð á þessu hveiti var $2.51 mælirinn, eða markaðsverð. — Munurinn þarna er 96 cents á hverjum mæli og sé það notað sem heildarverð á 339.5 mælum, nemur tapið 325.9 miljón dölum. Á blaðsíðu 9 í skýrslUnni, er markaðsverð birt fyrir tvö fyrstu árin (1946-1947 og 1947-1948). — Árið 1946-1947, þegar stjórnar- verðið var $1.55, var alheimsverð- ið frá $2.05 upp í $3.10, eða að meðaltali $2.43 mælirinn. Munur- inn eða tapið, var því 88 cents á hverjum mæli 1946-1947 í stað- inn fyrir 77 cents, eins og Mr. MacKinnon hélt fram og heildar tapið 130.8 miljón dalir. Árið 1947-1948 var heimsmarkaðsverð- ið frá $2.37 upp í $3.45, eða að meðaltali $2.88 mælirinn. Mun- urinn eða tapið þetta árið, var $1.33, eða alls $212.8 miljón dalir. Bæði árin samanlögð nemur því tapið $343.8 miljónum á hveitinu er selt var samkvæmt samningi hveitiráðsins við Bretland tvö uppskeruárin 1946-1947 og 1947- 1948. Það mun ekki auðvelt að benda á nokkur hliðstæð dæmi þessu í viðskiftasögu stjórna þessa lands. Einni stétt manna, bændum, er boðið af stjórninni, að líta eftir sölu á afurðum þeirra til þess, að vernda þá frá tapi. En eftir dúk og disk þegar bændur loks fá andvirði tveggja ára greitt, er það 343 miljón dölum lægra, en ætla mátti, miðað við markaðs- verð! Og fyrir þetta heldur nú stjórnin, að hún eigi heimtingu á stuðningi bænda í kosningunum, sem 27. júní fara fram! Blaðiðj Winnipeg Free Press er þessaj skamar-grein birti á stjórnina.l sem það hefir fylgt eins og tungl- j ið jörðu, getur við þessu sjáan- ! lega aðeins sagt, eins og Bólu- Hjálmar forðum: Því sjálft helvíti væmdi við vofu slíka að gleypa. St. Paul Pioneer 100 ára Blaðið Pioneer í St. Paul varð 100 ára 24. apríl. Var risa-útgáfu af því hleypt af stokkum til þess að minnast bæði þessa og aldurs Minnesota-ríkis, sem talinn er frá 1849, er það var skipulagt (organized). En saga ríkisins er auðvitað miklu eldri og kemur Manitoba dálítið við, því nokkuð af landsvæði ríkisins tilheyrði Canada fyrrum. Fyrstir til að sjá ríkið 1655 er haldið að þeir Radisson og Groselliers hafi ver- ið, en franski landkönnuðurinn Duluth er talinn fyrsti Evrópu- maður þar og reisti vígi 1678 nálægt því sem borgin Duluth nú er. Og svo bætist nú enn við aldur sögunnar ,ef reynast skyldi satt það sem á Kensington rúna- steininum stendur, að Norðmenn eða fslendingar hafi komið til ríkisins 1362. En hvað sem því líður, var það franskur prestur, Fahter Hennepin, sem krafðist ríkisins fyrir hönd Frakklands um 1680. Og franskir loðvöru- kaupmenn voru komnir þangað fyrir 1700. En þegar Frakkar létu ríkið af hendi til Breta 1763 og Bretar aftur Bandaríkjunum 1783, tapaði Canada eða sá hluti þess, sem nú er Manitoba, eigna- rétti sínum á ríkinu. Éins og kunnugt er var í Min- nesota talsvert stór bygð íslend- inga og er enn. Gáfu þeir nokk- ur ár )it mánaðarblað á íslenzku, “Vínland”. Skipa fslendingar þar margar opinberar stöður og er að minsta kosti einn þeirra, Valdi- mar Björnsson, við ritstjórn hins hundrað ára gamla blaðs, sem hér um ræðir. En stofnandi blaðsins “Pioneer”, hét James M. Good- hue. Minningar-útgáfan er í 15 deildum eða heftum um 20 blað- síður hver. En hún ótæmandi að fróðleik um hagi, háttu og sögu ríkisins. Þó Minnesota-ríki sé þrisvar sinnum minna en Manitoba-fylki, eru þar yfir 3 miljónir íbúa. Ein borg, Minneapolis, mun nærri láta að hafa miljón íbúa. St. Paul er á stærð við Winnipeg, með um 300 þúsund íbúa og Du- luth með 100,000. Minnesota-ríki sameinaðist öðrum ríkjum Bandaríkjanna 1858. Frá hveitimylnum í Minne- apolis er hveitimjöl sent út um gervallan heim. Ríkið rekur bún- að og jarðyrkju, námastarf og verksmiðjuiðnað með miklum blóma. f 100 ára framförum rík- isins bæði efnalega og menning- arlega, má víst telja, að blaðið Pioneer hafi átt sinn fulla þátt, ef ekki drýgri þátt, en nokkur önn- ur ein stofnun. Með heillaóskum til þess á næstu hundrað árum! Stríðsútgjöld Bandaríkj- anna og Rússlands Það er nú ekki eins og guð segi það, þó Rússar haldi fram, að herútgjöld Bandaríkjanna nemi 65 af hundraði af ársreikningi stjórnarinnar, en í Rússlandi séu sömu útgjöldin aðeins 19 af hundraði. Rússland útvarpaði þessari frétt um allan heim 19. marz og endurtók hana, engin veit hvað oft, eftir það. Bandaríkjástjórn athugaði strax efni þessarar fréttar. — Komst hún að þeirri niðurstöðu, að Rússland eyðir $13,100,000,- 000 til herútgjalda en Bandaríkin $13,800,000,000, samkvæmt áætl- uðum reikningi þingsins í Wash- ington. Svona er nú þessu varið. Sann- leikurinn í skrafi Rússa um fjár- útlát Bandaríkjanna til hernaðar, er auðsær af þessu. En nú eru þjóðartekjur Rúss- lands af þeim sjálfum metnar á $67,600,000,000, en Bandaríkjanna $224,000,000,000. Ef bornar eru saman heildar- tekjur, nema því útgjöld Rússa til hernaðar 19.2% af þeim, en Bandaríkjanna 6.2%. Eftir því sem kommúnistar halda fram, eru Rússar því, en ekki Bandaríkin, mesta herglæpa þjóð heimsins! , Verkfallið í Quebec Verkamenn við asbestos° fram- leiðslu í Quebec-fylki, gerðu verkfall um miðjan s. 1. febrúar eða fyrir nærri þrem mánuðum. Verkfallið stendur enn yfir. — Sögðu verkamannasamtökin, er fund höfðu með sér í gær, að verkfallið gæti hvað sig snerti enst enn í 5 mánuði að minsta kosti. í verkamannafélaginu eru um 5,000 manns. Styður það nú verk- fallið eftir föngum. Kirkjurnar eru og sagðar að styðja verk- fallsmenn efnalega. Kaup verkamanna var 85^ á kl.st., en þeir fara fram á 15 centa kauphækkun. Til mála kvað hafa komið, að verkfallsmenn gengu Congress of Industrial Organiaztions (C.I.O.) á hendur, heldur en að gefast upp. Verkfallið er svo víðtækt, að haldið er fram, að það nái til 80% af allri asbestos framleiðslu í heimi. °) Asbestos hefir á íslenzku verið þýttjsæði þráðarsteinn og ullgrjót.. En ekki sér á að þau nýyrði séu mikið notuð. FJÆR OG NÆR f byrjun þessarar viku voru þessir á aðalsjúkrahúsi bæjarins, General Hospital: Ásmundur Guðmundsson Borg- Borgfjörð frá Lundar; kom þangað í byrjun vikunnar til að leita sér lækninga við meinsemd í vör. Einar Sigurðsson frá Oak View, Man., hefir verið þar um vikutíma, var skorinn upp við innvortis sjúkdómi og líður eft-; ir vonum. Miss Sigurrós Vídal hjúkrun-j arkona, hefir verið um tveggja vikna skeið á sjúkrahúsi, en var áður búin að vera lasin nokkrar vikur. * * * Karl JúMus Jónasson, 610 Alverstone St. Winnipeg, dó 4. maí 1949 að heimili sínu. Hann var 65 ára, kom vestur um haf, 1913 og var fyrstu 16 árin í Ár- borg, en síðan í Winnipeg. Karl var góður smiður og stundaði húsasmíði. Kona hans do nokkr- um dögum áður. Hann lifa ein dóttir, Mrs. George Mundy. Sr. Valdimar Eylands jarðsöng. Jarðarförin fór fram frá útfar- arstofu A. S.,Bardal. * * * Gifting #Gordan David Morden og Ellen Oddný Sigurðson voru gefin saman í hjónaband af séra Skúla Sigurgeirsyni, 30. apríl s.l. í Lúterska kirkjunni á Gimli. Brúðguminn er af skozkum ætt- um og er í þjónustu kanadiska flughersins. Brúðurin er dóttur þeirra Mr. og Mrs. C. B. Sigurðs- sonar, sem lifa í grend við Gimli. Philip Keoháne aðstoðaði brúð- gumann og Miss L. Johnson, Miss A. Stevens og Miss M. Thorarinson aðstoðuðu brúður- ina. Litla Carol Dianne, systir brúðarinnar var blóma mær. Chris bróður brúðarinnar og Clarence Johnson vísuðu til sæt- is. Mrs. Sigríður Sigurgeirson söng “O Perfect Love” og — “When Song is Sweet”. Miss Anna Nordal var við hljóðfærið. Að giftingunni afstaðinni var set in fjölmenn veizla á Gimli Hotel. Séra Skúli mælti fyrir minni brúðarinnar; svo bar brúðgum- inn fram vel valinn þakklætis orð Heimili ungu hjónanna verður að Rivers, Man. * * * Seinni part síðustu viku átti Ottó Hallsson fimtugsafmæli, í tilefni þess heimsóttu nokkrir vinir og vandamenn hann á laugardagskv4eldið var að heimili hans, 636 Home St., hér í borg- inni. Var Ottó heima glaður og gunnreifur að vanda, tók á móti gestum með bros á vörum og hnittin svör á tungu. Mikið var þar um söng, en minna um ræðu- höld, guði sé lof, en mest um veitingar, sem framreiddar voru af mikilli rausn og höfðingskap. Skemtu menn' og konur sér vel fram eftir kveldinu og fóru heim glaðir í huga yfir því að hafa vakað eina kveldstund með Ottó. Lengi lifi Ottó Hallsson! » * * Gifting að Lundar Sunnudaginn 1. maí voru þau Herbert Kenneth Rutherford, frá Eriksdale, og Doreen Evelyn Breckman, frá Lundar, gefin saman í hjónaband, af séra Rún- ólfi Marteinssyni, í Lútersku kirkjunni á Lundar. Við orgelið var Mrs. Forsythe guðfræðinemi. Mr. G. A. Breckman, forseti Lundar safnaðar, og Mr. Sigurð- sbn frá Eriksdale leiddu brúðar- fylgdina. Brúðgumasveinn var bróðir hans, Mr. R. S. Ruther- ford. Brúðarmeyjar voru Miss Helen Anna Ingimundson frá Winnipeg, og Elaine Breckman, systir brúðarinnar. Mr. W. F. Breckman, faðir brúðarinnar, leiddi hana að'altari. Miss Ingi- björg Bjarnason frá Winnipeg söng blessunarorðin í giftingar- forminu og Perfect Love, meðan udirskriftir stóðu yfir. f boði Mr. og Mrs. Breckman, foreldra brúðarinnar sátu meir en 100 manns veizlu í samkomu- sal bæjarins, að lokinni hjóna- vígslunni. í samkomusalnum skemti Mr. Arni Stefansson með söng: “All joy be thine.” Vikið hefir verið að fólki brúðarinnar. Brúðguminn er af skozkum ættum. Faðir hans er lögmaður í Eriksdale. * * * Gjafir / Skrúðvagnssjóðinn, (Float) 75 ára afmæli Win- nipegborgar, 1949 Frá íslenzkum félögum Þjóðræknisfélag fsl. í Vesturheimi .........$250.00 Skuld og Hekla, I.O.G.T. 250.00 íslendingadagsnefndin .. 150.00 Icelandic Canadian Club. 75.00 Jón Sigurðson Chapter .. 25.00 Sambandskirkjan ....... 25.00 lst Lutheran Church .... 25.00 DR. SIG. JÚL. JOHANNES- SON HEIÐRAÐUR Síðast liðið mánudagskvöld hélt Icelandic Canadian Club samkomu og helgaði kvöldið dr. Sig. Júl. Jóhanessyni. Auk þess sem skemt var með söng flutti kapteinn Wilhelm Kristjánsson ræðu (á ensku) um lækninn og Bergþór Emil Johnson las upp nokkur kvæði eftir Ijann. f lok ramkomunnar var dr. Sigurður gerður að heiðursfélaga í Ice- landic Canadian Club. Læknir- inn þakkaði heiðurinn. Mr. og Mrs. Guðmundur Stefánsson ............. 5.00 M:ss Hlaðgerður Kristjánsson............ 5.00 Sigurður Sigurbjörnson, Leslie, Sask............ 1.00 Mrs. R. K. G. Sigurbjörnsson Leslie, Sask............ 1.00 Samtals ........$800.00 G. F. Jónasson .........$ 25.00 Bardal Funeral Home .. 25.00 Paul Bardal ............ 15.00 Miss Sigurrós Vidal .... 5.00 Sigurtþór Sigurðsson .... 5.00 Mrs. Albína Sigurðson .. 5.00 Björgúlfur Sveinson .... 5.00 Mrs. Elizabeth Polson .. 5.00 $ 102.00 Samtals alls......$ 902.00 We acknowledge with thanks receipt of the above contribu- tions; divided as tihey appear into two classifications. The response from our Ice- landic community organizations has been splendid, but that of individuals not as encouraging ks it should be. Another $1,000 at least is required and must come from individual contribu- tions BEFORE JUNE lst. Please send your contributions to David Björnsson, 702 Sargent Ave., Winnipeg. For the Finance Committee, Paul Bardal, chairman * * * Samkvæmt upplýsingum frá Gimli, heldur mentamálaráð þessa fylkis uppi kenslu í listum á Gimli í svonefndu Gimli Art Worikshop frá 4.. júlí til 12. ágúst. Kenslunni stjórnar Carol J. Feldsted, ein af lærðustu lista- kennurum. Þeir sem vildu sinna þessu, eru beðnir að snúa sér til skólans á Gimli, sem fyrst. * * * Guðm. Jónsson frá Vogar, er staddur í bænum að leita sér lækninga. w 4 r» Joseph Thorson, dómari í við- skiftarétti Canada, hefir verið um mánaðar tíma í Winnipeg í sambandi við starf sitt, en lagði í byrjun vikunnar af stað til Ot- tawa, þar sem hann á heima. Mr. Thorson var hinn hressasti og datt ekki annað í hug en að tala íslenzku inni á skrifstofum ísl. blaðanna, sem hann sagðist samt sem áður nú hafa lítið tækifæri að æfa. * ♦ W Nýlega hefir C.C.F. flokkur- inn stofnað skrifstofu og fund- arsal að 800 Sargent Ave., beint á móti Rose Theatre. Þar verður haldin Home Cooking Sale og Tea, föstudaginn, 13. maí, sem nokkrir íslendingar standa fyrir auk annara.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.