Heimskringla


Heimskringla - 11.05.1949, Qupperneq 2

Heimskringla - 11.05.1949, Qupperneq 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. MAÍ 1949 i^cimskringla (StofnuO ÍSM) Kemui út á hverjum miðvikudegl. Ei?endur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 11. MAÍ 1949 Hugleiðingar á mæðradaginn / (Prédikun flutt í Sambandskirkjunni í Winnipeg 8. maí 1949 af séra H. E. Johnson) Texti: “Hví skildi eg yrkja um önnur fljóð en ekkert um þig ó móður góð” Kvæði Matthíasar Þegar eg hugleiddi þýðingu móður kærleikans fyrir viðhald og þroska jarðlífsins, fyllist eg undrunar og aðdáunar yfir forsjón guðs, sem tendrað hefur móður og föðurkærleikann í foreldra hjörtunum. Það er þessi kærleikur sem haldið hefur vörð um hreiðrin og vöggurnar svo heimslífið hefur náð að þroskast frá stigi til stigs af einu þrepi til annars, til hærri og hærri sviða. Það er móður-ástin fyrst og fremst sem verið hefur vermd og viðhald lífsins. Án hennar myndi það hafa kulnað út í fyrstu vorhretunum og engum þroska náð. Án þessarar umvef jandi ástar hefði það í hæstalagi blaktað um stund sem deyjandi týra á dvínandi skari til þess bráðlega að slokna í andgusti örlaganna Þegar eg nú hugleiði þetta efni verður mér einkum hugstætt ein lexía sem mér lærðist ungum þótt sjálfur væri eg munaðarleys- ingi og hefði ekkert af móðurást að segja nema að því leyti að alt kvenkyn er gætt umönnunar hlýju og sú hlýja nær einnig, að ein- hverju leyti, til móðurleysingjanna. Jæja, eg ætla að segja ykkur sögu en óttast þó um að sumum finnist hún fremur veraldleg. Það er sjálfsagt galli á mér sem kennimanni að eg skynja alls ekki hið mikla millibil sem sumum finnst milli þess veraldlega og himneska, þess hversdagslega og þess eilífa. Fyrir sjálfan mig óska eg þess fyrst og fremst, að eg megi lifa “þegar í drotni í dag”. Mér finst það líka vel mögulegt því eg met ekkert guðshús meir en musteri skaparans í náttúrunni í kringum mann, enga lofgjörðar sálma dýrðlegri en drottins raddir í óði vors og vinda, í hvíslandi blænum og þrumandi fossum, í skógarþyt og fuglakvaki, í álftasöng á heið- um og vöggu söngvum í manna bústöðum. Eg er nú svona gerður, að minn guð er fyrst og fremst í frelsi og framförum lífsins, en ekki í bókum, frjáls en ekki innibrygður. Mér finst hvert blóm á beði jarðar lágu sé blað sem margt er skrifað á um hann. Þegar talað er um guðsorð verður mér fyrst og fremst hugsað til geislastafsins i sólroðinu því mér virðist hann sem himneskur ástarkoss, sem vekur lífið til árdags anna eftir endurnærandi óttublund. Ekkert helgi- skrúð virðist mér eins himneskt sem algróin jörð a sólskinsJhlýjum sumar morgni, þegar grund og blóm glitra í demants-'skærum dagg- ar úða. Mér virðist sem hver gróðrarskúr, sem vökvar og nærir svörðinn, vera guðleg kærleiksgjöf til verndar og viðhalds jarðlífs- ins. Samt myndi alt þetta til ónýtis verða ef ekki kæmi ástin til og af allri ást er móður ástin óeigingjörnust og umhyggjuríkust, af öllu jarðnesku. 1 Nú ætla eg að segja ykkur söguna sem rituð er á eitt ofurlítið smáblað í ritningu náttúrunnar. Ungur var eg settur sem næturvörður í skagfirzku varplandi. Þarna gafst mér sérstakt tækifæri að skoða náttúrulífið meðal fuglanna. Þarna lærðist mér margt um óbrigðulan frið, einlæga ást, fagurt fjölskyldu láf, fyrirmyndar hjónabönd og hagkvæmann upp- eldisskóla. Síðan hefur móður ást og fómfærsla æðarkollunnar ver- ið mér hin sanna ímynd móður kærleikans í öllum myndum. Eg at- hugaði hvernig hún reitti af sér fjaðrirnar og plokkaði brjóst sitt bert svo hún gæti borið mjúkan og hlýjandi æðardúnin í hreiðrið þar sem börn hennar hvíldu í hlýjandi voðum. Allir geta grunað hversu sársaukasamt það hefir verið henni að reita sig þannig lif- andi þar til blóðið draup úr sárunum en í það var ekki horft þegar um vellíðan afkvæmanna var hugsað. Þarna var líka skjólið örugt í öllum misvindúm vornæðinganna þótt móðirin sjálf yrði bæði að þola hregg og hret. Mikið* dáðist eg að þolinmæði hennar við hreiðursetuna og eins að dugnaði og föðurlegri umönnun blikans er færði fjölskyldu sinni björg í bú og neytti sjálfur ekki matar síns fyr en börnin og konan vóru mett. Engu síður var uppfræðslan í heimaskóla, til undirbúnings fyrir lífið, lærdómsrík og athyglis verð. Af engum unga var hendinni slept fyr en hann var fleygur og fær, sundfrár og sjálfjbjarga. Þannig hefur alt Mf verið æft og vanið fyrir lífsstríðið, nært og varið meðal kynstofnanna svo það náði að þroskast frá því lága til þess hærra, frá dýrinu til mannsins — og ennþá á það eftir að þroskast til frekari fegurðar og fullkomnun,ar, einkum í mann- heiminum, gefist mæðrunum tækifæri til að rækja sitt starf í friðar- skjóli hinnar kristnu siðmenningar. Æðsta takmark menningarinn- ar er að veita mæðrunum aðstoð og hentugleka við uppeldistarfið. Öll mannleg menning er ávöxtur og afleiðing föður og móður kærleikans, og þó einkum móðurkærleikans. Til þess að fæða sín afkvæmi lærðist henni að rækta jörðina, til þess að hlifa þeim fyrir kalvindunum bygði hún þeim ból, til þess að skýla negt þeirra gerði hún þeim klæðnað. Bóndinn fékk þessara hluta miður gætt. Hann var að sinna veiðum og temja sér hermensku. Móðirin var heima og hveinstafir hungraðra barna gengu henni að hjarta. Hún leitaði ráða til að afla þeim fæðis og gekk á mörkina til að tína hnetur og ávexti. Seinna lærðist henni að rækta þessar nytja jurtir með því að grúðursetja fræin í móður skauti moldarinnar. Til þess að fræin gætu borið ávexti, lærðist / Dry Yeast heldur ferskleika ÁN NOKKURRAR KÆLINGAR Konur sem notað hafa hið nýja Fleischmann’s Royal Fast Rísing Dry Yeast, álíta það beztu gerkökur sem þær hafi reynt. Frábrugðið ferskum gerkökum að því leiti að það ma geyma það á búrhillunum vikum saman, en samt vinnur það nákvæmlega eins og ferskar kökur, tafarlaust tekur það til starfa, lyftist fljótt, framleiðir beztu brauð, kex, kaffi- brauð. Pantið mánaðar forða frá kaupmanninum yðar í e*nn pakka, sem jafngildir einni gerköku, í ollum bakningum yðar. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast <' af henni svo að undirbúa sáð- landið og rækta jörðina. Öllum fræðimönnum ber saman um, að mæðurnar hafi verið fyrstu bú- fræðingar jarðarinnar, en það var móðurástin og móður um- hyggjan sem spyrnti hana spor- um til þessarar viðleitni. Þegar mannkyninu tók að fjólga í sínum upphaflegu, sól- skins sælu ættlöndum urðu menn að dreyfa sér út til hina kaldari landa. Þar urðu menn að leita sér afdrep? fyrir frostvindum vetr- ar veðranna. Fyrst fundu þeir sér hlé undir björkum en þar kvörtuðu börnin þráfaldlega um kulda svo til betri bragða varð að grípa og mæðurnar tóku að byggja bústaði fyrir börnin sín. Frá hinum frumstæðasta skjól- vangi skógar mannsins," hafa menn þroskast fram til þessa dags í húsgerðar listinni, en frumstigið var stigið af mæðrum sem ekki þoldu að' heyra kvein- stafi þeirra barna sem börmuðu sér. Hvernig varð þeim bezt bjarg- að frá óblíðu veðurfarsins? Mæð- urnar fundu ráðið og bjuggu þeim til húðfeldi en síðar lærð- ist þeim að spinna hör og ull og vefa þeim klæðnað. Þær létu sér ekki til lengdar nægja skjólgóður klæðnaður einungis. Hið feg- ursta sem þær þektu vóru börnin þeirra og það varð að gera þeim fögur föt svo viðeigandi væri fyrir Mkams-fegurð þeirra og skapnað. Ný og betri ráð vóru fundin, eftir því sem aldir liðu til að gera klæðnaðinn smekkleg- an, fagran og viðeigandi. Mæð- urnar stjórnuðu þessari starf- semd og tóks oftast vel. Það var mæðra starf í fyrstu að byggja húsin, það er enn í dag þeirra starf að sjá um skreytingu þessara húsa, að mestu og gera þau vistleg og við- unandi. Húsmóðirin og móðurin ræktar blómin sem gerir heimili heiínar og barnanna ylmríkt og unaðslegt. Hún sér einnig um þrifnað þess. Alt þetta starf hefur ekki ein- ungis prýtt og fegrað heimilin og heimin heldur einnig orðið til þess aá upphefja og þroska þær sjálfar. Hjá hinum beztu og samvizkusömustu mæðrum nær móðurástin og umhyggjan enda lengra en til iþeirra eigin af- kvæma, hún geislar eins og líf- gandi Kfsstraumur út í nágrenn- ið til þeirra sem í forsælunni sitja. Margir okkar minnast ekki einungis mæðra sinna í dag held- ur og húsmæðranna og enda ann- arra kvenna er hjálpuðust að því að gera æsku þeirra bjarta og heimilin og nágrennið að gróðr- arstöð góðra dygða. Umhyggja þeirra náði til hiunaðarleysingj- anna, hins ' stritandi vinnu- mensku lýðs, hinna lífsþreyttu gamalmenna, hins göngu þreytta vegfaranda, hins févana nábúa, og hinna sjúku sem þeir náðu til með nokkra hjálp. Hinar kristi- legu dygðir hafa yfir höfuð þroskast betur hjá konum en körlum, af því, að eg hygg, að móðurástarkend þeirra kendi þeim að elska alt sem lifir þar sem starf bóndans varð oft til eyðileggingar fyrir styrjaldir. í þessum styrjöldum varð það hlutskifti konunnar að líkna bæði vinum og óvinum og græða þá aftur til lífs og starfs sem þess varð auðið. Slík er fórn- færslu og meðlíðunar lund kon- unar að þeim einum hefur tekist að rækta nokkur guðsríkisblóm mannkærleikans á óláns akri styrjaldanna. Um áhrif konunar til andlegrar menningar mætfi margt segja og fleira en hér verður gert. Mæðurnar kendu okkur fyrst að mæla og syngja, oftast nær. Þær vóru fyrstu lög- gjafarnir og sátta semjararnir og þá ekki síður fyrstu trúboðarnir og þráfaldlega beztu prestarnir. “Engin kendi mér eins og þú hið eilífa stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir.” Þann- ig ferst einum presti og stór— skáldi orð um móður sína látna. Það er ekki fyrir tilviljun eina að tungumál hverrar þjóðar er kallað móðurmál hennar. Flestir okkar lærðu fyrst að mæla svo sem mælti vor móðir. Mál hinna beztu mæðra og kvenna er oft hlýtt og hugljúft eins og þeyvind ar vors um gróandi grundir. Það hefur aðra stemmu en mál margra annarra því í því geymist ást, von og tregi hinnar kærleiksríku og viðkvæmu sálar er öllum vildi gott gera, og ef “að kunni ekkert að gera í auganu tár sýndist vera, sem fylgimark frá þeirri nótt” (nótt þjáninganna þegar hjálp- arvana sál horfir á annara þján- ingu). Eitt af skáldum vorum kemst svo að orði um móðurmál- ið “Móðurmálið á himnesk hljóð” og litlu síðar ”(það er) sælt í sorg og gleði.” Samúðin á sitt eigið, hvítasunnu mál kærleik- ans og yfirleitt höfum við numið þá tungu af móðurvörum. Bíðum nú við áður en lengra er farið. Einhver kann nú að halda, að með öllu þessu sé mæð- urnar*oflofi bornar. Þær séu sem aðrar manneskjur misjafnar nokkuð. Vitaskuld eru þær það, og sjálfsagt höfum við komist að því, að nokkrar mega teljast fremur lélegar mæður og jafnvel misindis manneskjur. Þessi dag- ur er að sjálfsögðu ekki til þess valin að heiðra eða minnast þeirra lökustu heldur þeirra beztu og göfugustu og eg vil fullyrða að ekkert sem eg hef sagt og ekkert sem eg mun hér segja, er of lof um þær. Þær hafa verið forsöngvarar í ástar óði mannlífsins. f samræm- is symfóniíu ættliðanna. Þær sungu sín vöggu ljóð yfir okkur mi^jafnlega listilega að sjálf- sögðu, en þar og af þeim lær^ist okkur fyrst að stemma lag við ljóð. Já, ljóðið sjálft var oft túlkun móðurhjartans á móður gleðinni, á móður sorginni, á móður kvíðanum. Hvert sem mæðurnar vóru bókstaflega fyrstar til þess að yrkja óð veit eg að vísu ekki, en þær innleiddu spursmálslaust nýja stemmu inn í hljóðkviði heimslífsins. Menn ortu um hetjuskap í hildar l^ikj- um, berserksgang í bardögum en mæðurnar um lífsvonirnar og ástina. Vitaskul hafa konur sem menn sína skapgalla og við könnumst öll við orðtækið að þessi og þessi sé kvennvargur fyrir geðstirfni sína. Má enda vera að til jafnað- ar beri meir á þessum brestum hjá konum en körlum af því þær eru örlyndari og viðkvæmari í lund, þær láta sig líka fleira, varða af því þær bera umhyggju fyrir svo mörgu og særast því meira af því sem ver fer bæði hjá sjálfum þeim og öðrum. — “Ekki höfum við kvennaskap’V sagði einn af hetjum fornaldar- innar, “að við æðrumst af öllu”, en stafar þetta tómlæti þá ekki tíðum af því að vér látum flest, sem okkur er ekki beinleiðis viðkomandi persónulega, litlu varða. Hvað sem er um það mun- um við mörg minnast hinna jafn- lyndu, rólegu, sáttfúsu kvenna og mæðra sem efldu friðin á heimilunum og í sínu nágrenni. Gerðu þær sín heimili að góðum og heillavænlegum uppeldis- skóla sem undir bjuggu marga fyrir friðsamlegt samstarf og samlyndi í sínum héruðum og sínu þjóðfélagi. Þar sem friður ríkti í fjölskyldum, á heimilun- um og í mannfélagi sveitanna og bæjanna, þori eg að fullyrða að það hafi oftar og meira stafað fra áhrifum mæðranna og eigin- kvennanna, en annara. Eitt af skáldum vorum nefnir þær líka, í ljóði, hinar fögru Vanadísir en Vanadísir vóru gyðjur sátta og friðar í fornum sið. Konan og móðirin var líka spursmáls lítið fyrsti löggjafi þessa heims. — Menn kann nú að furða á slíkri fullyrðingu. Karlar en ekki kon- ur hafa virst lagasmiðir enda einir oftast haft rétt til að setja lýðum lög. Þess er samt að geta að fyrstu lögin munu ekki samin á þjóðþingum heldur á heimil- unum. Þar sem menn lifa við samvinnu og í samfélagi þurfa altaf að vera einhverjar reglur fyrir hegðan manna og það ligg- RESTORE FOR SERVICE Over the past fifty years the Winnipeg Y.W. C.A. has been a “home away from home” for girls. The Christian atmosphere of this community centre has helped a large number of girls from rural Manitoba to form friendships in the City, and has given them a home where living is congenial and inexpensive. Y.W.C.A. Building Fund The present building, now over forty years old requires restoration and decora- tion. The plumbing and heating plant must be renewed, both in the interests of safety, and for more economical operation. The limited maintenance budgets over the past number of years have prohibited any major improvements being undertaken, and for the first time since 1928, the Y.W.C.A. is making an appeal to the public for funds. $150.000 Urgently Needed The minimum amount required to carry out this very essential program of restoration is $150,000. The support of every part of the province will be necessary to carry it through. The work must j>e undertaken this Summer, and we. must raise this money at once. WILL YOU HELP? Send Your Contribution Today, Large or Small, to Y.W.C.A. BUILDING FUND Y.W.C.A., ELLICE AVENUE, WINNIPEG i

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.