Heimskringla - 22.06.1949, Blaðsíða 1
TRY A
"BUTTER-NUT'
LOAF
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg, Man.
Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr.
<»##»»##»»######»»#»»#»#»»#»#»#»»»<i
»#»»»######»»######»##############
TRY A
"BUTTER-NUT"
LOAF
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg, Man.
Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr.
LXIII. ARGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 22. JÚNÍ 1949
NÚMER 38.
Skeyti
frá stjórn tslands til Vestur tslendinga
Reykjavík 15. júní, 1949
Grettir Leo Jóhannson, ræðismaður íslands,
910 Palmerston Ave., Winnipeg, Manitoba.
Ríkisstjórn íslands bíður yður að flytja Vestur-íslending
um í umdæmi yðar alúðarkveðjur á Þjóðhátiðardegi ís-
lendinga er íslenzka lýðveldið verður fimm ára. Jafnframt
þakkar ríkisstjórnin forna og nýja vináttu Vestur-íslend-
inga við heimaþjóðina og þann sóma sem þeir hafa gert
henni með manndómi sínum og framtaki í hinum nýja
heimi.
Fyrir hönd Ríkisstjórnarinnar,
Bjarni Benediktsson, Utanríkisráðherra
SAMVINNUSTJÓRN í B.C
ENDURKOSIN
Byron Johnson forsætisráðherra
Samvinnustjórn liberala og í-
haldsmanna British Columbia
fylkis, vann mikinn sigur í kosn-
ingunum 15. júní.
Hlutur hennar nú á þingi er
40; var áður 36. Andstæðinga-
flokkurinn, sem var C.C.F. hefir
nú 6 þingmenn, en hafði áðurll.
Einn verkamanna sinni og 1 ó-
háður náðu kosningu. Þingmenn
ehu alls 48.
Af samvinnuflokkinum eru 23
liberalar og 14 íhaldsmenn. Þrír
nýir sóttu undir merkjum sam-
vinnustjórnar, en höfðu við eng-
an flokk áður verið kendir.
Útkoma þessi er vottur þess
trausts er samvinnustjórnin nýt-
ur er nú byrjar sitt þriðja kjör-
tímabil og jafnframt foringa
hæfileika forsætisráðherrans ís-
lenzka, Byron Jöhnsons.
kenningu, með því að takmarka
eða mínka útgjöldin til Evrópu.
Hann sagði ef slíkt yrði gert,
væri það vatn á millu kommún-
ista, sem ávalt hefðu að því unn-
ið að eyðileggja viðreisnarstarf-
ið. Yrði það gert, myndi af því
leiða vonleysi og ákvörðunar-
leysi þjóðanna, sem nytu þess
og viðreisn væri komin vel á veg
hjá. Það væri ekki neitt sérlega
mikið sem gera þyrfti til þess
að þessar þjóðir yrðu efnalega
sjálfstæðar.
Það var í útvarpsræðu, sem
forsetin komst þannig að orði.
Fjárveitingin sem á síðast
liðnu ári var ákveðin, nam —
$5,430,000,000. Nú er hreyft að
lækka hana í $3,567,740,000.
Er hinum lofsamlegustu orðum
lokið á listgáfu Walters.
Fylgja grein Mr. Horns þrjár
myndir af verkum listmálarans,
Þá skrifar próf. T. J. Oleson
grein um Newfoundland.
Um byrjun flugferða á íslandi
er grein skriíuð af próf. Alex-
ander Jóhannssyni, en þýdd af
séra Friðrik Hallgrímssyni, er
mikin fróðleik hefir að geyma
Auk þessa er mikið af smá-
greinum í ritinu, sem hér yrði
oflangt upp að telja, en sem
fréttnæmar eru um það sem er
að gerast og þar á meðal um þátt-
töku íslendinga í 75 ára afmæli
Winnipeg-borgar.
ÍSLENZKIR KJÓSENDUR
í CANADA
LÆKKA ÚTGJÖLD
TIL EVRÓPU?
Það hefir komið alvarlega til
umtals í efri málstofu Banda-
ríkja þingsins, að lækka útgjöld-
in til viðreisnar Evrópu.
Paul Hoffman og fleiri, er út-
bytingu aðstoðarinnar hafa með
höndum, hafa hótað að segja upp
störfum sínum, ef til þessa komi.
Telja þeir hjálpina ekki mega
minni vera.
Truman forseti bajr á suma
efrideildar nefndarmenn að þeir
héldu fram hagfræðislegri fals-
HITT OG ÞETTA
Þegar Ottawa þinginu sleit,
30. apríl, var tala þingmanna
flokkanna þessi: liberala 125, í-
haldsmenn 69, C. C. F. 32, Sooíal
Credit 12, aðrir 6.
*
H. H. Stevens, foringi og
stofnandi flokks, sem hér spratt
eitt sinn upp og nefndi sig við-
reisnarflokk (Reconstruction)
sækir í þessum kosningum á
móti íhaldsflokkinum. Hann var
þrisvar í ráðgjafastöðu hjá hon-
um í Ottawa.
Það er skrítið að íhaldsmenn
skuli engan hafa í vali í Yukon-
kjördæminu. Fulltrúi þess hefir
síðan 1920 fylgt þeim flokki. Nú
sækir þar liberali, óháður og C.
C.F. sinni.
THE ICELANDIC
CANADIAN
Fjórða hefti sjöunda árgangs
þessa vinsæla tímarits, er ný-
komið út og hefir margt skemti-
legt inni að halda. Þar er grein
með fyrirsögninni: “Þörf meiri
skilnings” eftir W. J. Lindal
dómara og er svar til Jóhönnu
Knudsen út af óvinsælu skrifi
hennar um Vestur-fslendinga.
Önnur mjög eftirtektarverð
grein er í ritinu um Emil Walt-
ers listmálara; er hún skrifuð af
New York-búa Russel Horn að
nafni, miklum listrýnir að sögn.
Tala umsækjanda í kosningunum 27. júní
Nú hamast gömlu stjórnmála
flokkarnir í Vestur Canada að ná
í völdin með atkvæðamagni þegn
anna, en hvorugur þeirra hef-
ir gjört mikið til að efla hag
þeirra, liberals, né conservativa,
þessvegna hvíla vonir okkar á
alþýðuflokkunum, CCF og Soc-
íal Credit, sem báðir hafa sýnt
ágætt stjórnarform í vestur
fylkjunum, Alberta og Sask.
Nú ríður oss á að kjósa þá á
þing í Ottawa, til að hnekkja
hinu grimma auðvaldi, sem nú
flær almenning.
Sjá verðið á akuryrkjuverk-
færum, og bifreiðum?
Nú sækir ágætur íslendingur
um kosningu til löggjafarþings-
ins í Ottawa, Fillipus Pétursson.
Hann er svo vel þektur maður,
að allir geta treyst honum til að
styðja hvert gott málefni. Það
er siðferðis skylda íslenzkra
kjósenda í Norquay kjördæmi,
að styðja herra F. Pétursson af
öllum mætti til þingmensku, og
alls þess frama sem oss er auð-
ið. Hinir sem sækja á móti hon-
um, eru óvaldir menn, og als ó-
þektir.
S. Baldvinsbn
FJÆR OG NÆR
Dr. og Mrs. Kristján Austman
lögðu af stað til Los Angeles,
bifreiðis 18. þessa mánaðar, til
þess að vera viðstödd við gift-
ingu sonar þeirra Kristjáns Thór
odds og Dorothea Pentland Rob-
inson, sem fer fram 25. þ. m.
Einnig er ferðinni heitið til
þess að sjá hinn splunku nýja
dóttur son þeirra Kenneth
Kristján Purdy.
Þau halda til hjá systur Mrs.
Austman, Clöru, og manni henn-
ar Bert Clark. Þau búast við að
vera mánuð í burtu og verða
komin heim 18. júlí að öllu for-
fallalausu.
* * *
Miðvikudaginn 8. júní, voru þau
Clarence Geir Peterson frá Ash-
ern, Man., og Beverly Ann Joan
Robeerts, frá Suffren, Man., gef-
in saman í hjónaband af, séra
Rúnólfi Marteinssyni, að 800
Lipton Street. Bróðir brúðgum- ensku kvæðin “Kórmakur” og
Eftirfarandi tafla synir með eins fáum orðum og unt er tölu ans, Ragnvald Norman Peterson “Einræður Starkaðar” eftir Ein-
ígmannsefna er nú sækja úr hvaða flokki eru og hvað marga og systir brúðarinar, Shirley ar Benediktsson, “Curly” og
>sa á í hverju fylki : Roberts, aðstoðuðu. Fleiri að- “Golden” eftir St. G. Stephans-
Fylki Þingsæti LJmsækj. L PC CCF SC UE l.P Aðrir standendur voru viðstaddir. Eft- son og “Grímur á Grund” eftir
Nfld. (7) . 15 7 7 1 — — — — ir nokkurra daga dvöl í Winni- J. Magnús Bjarnason, ásamt
P.E.I. (4) . 10 4 4 2 — — — — peg, fóru brúðhjónin til heimil- fleiri kvæðum á ensku og ís-
N.S. (13) . 35 13 13 9 — — — — is síns að Ashern. lenzku, væri mér stór þökk í því,
N.B. (10) . 29 ia 10 6 — — — — * * * ef hann vildi láta mig undirrit-
Que. (73) . 255 73 68 20 — — — — Icelandic Canadian News aðan vita nafn sitt og heimilis-
Ont. (83) . 267 83 83 76 4 4 7 10 The annual meeting oí the fang sem fyrst. Kvæðin komu
Man. (16) .... .. 50 16 15 14 — — 2 3 lcelandic Canadian Club will be öll í Heimskringlu á árunum —
Sask. (20) .... .. 66 20 20 20 4 — 2 — held June 28, 1949 at the home 1939 — 1942 og eru merkt með
Alta. (17) .... .. 65 17 14 13 17 — 2 2 of Judge W. J. Lindal, 8.30 p.m. bóksafnum X. Nafni höf. verður
B.C. (18) .... . 56 16 15 18 2 — 3 2 As this is a very important meet- haldið leyndu, ef þess-er æskt.
Yukon (1) ... 3 1 — 1 — — — 1 ing it is imperative that there Gisli Jónsson
Alls (262) ..... . 851 260 249 180 27 55 19 61 is a good attendance. 910 Banning St.
Frá Árborg
Herra Stefán Einarsson
ritstjóri Hkr.
Með þínu góða leyfi langar
mig að biðja Hkr. að vekja at-
hygli fólks í norður-byggðum
Nýja íslands á það, að Sambands
söfnuðurinn í Árborg hefir ver
ið svo heppin að fá hina ágætu
og vel þekktu söng konu frú
Rósu Hermanson Vernon til að
koma til Árborg og halda þar
söngsamkomu til arðs fyrir söfn-
uðinn.
Verður samkoman haldinn á
laugardagskvöldið 25. júní í
kirkju safnaðarins í Árborg.
Ætti byggðarfólk ekki að
sleppa þessu tækifæri að heyra
frú Rósu og dætur hennar sem
einnig munu taka þátt í söng-
skemtun þessari.
Einar Benjaminson
* * *
Séra H. E. Johnson messar á
Steep Rock sunnudaginn 26. þ.
m. kl. 2 e. h. standard tími.
* * *
Mr. og Mrs. Benjamín Einars-
son frá Reykjavík sem hér vestra
hafa dvalið nokkrar vikur, lögðu
af stað frá Winnipeg flugleiðis
í gær. Þau staldra eitthvað við
í Toronto og Washington, en
halda innan fárra daga heim
flugleiðis frá New York.
* * *
FRÁ HNAUSA-
HATÍÐINNI
Fréttir frá Lyðveldishátíðinni
á Hnausum verður ekki að neinu
ráði hægt að segja í þessu blaði,
né heldur flytja neitt af hinum
góðu ræðum, ávörpum eða kvæð-
um, sem þar var skemt með. Það
verður alt að bíða næsta blaðs.
Þess eins skal hér getið, að há-
tíðin fór hið bezta fram, var vel
sótt, eða af alt að 1000 manns,
og skilyrði til að njóta skemt-
unar voru hin beztu, bæði brak-
andi sólskin og fjölbreytt og
mátulega löng skemtiskrá.
★ * *
Mrs. Frank Keith, Swan River
Man. og dóttir hennar Mrs. H.
Campbell, hafa verið í bænum
undanfara daga. Þær voru full-
trúar á ársþingi Womens Insti-
tute félagsins í Canada, sem ár-
fund sinn hélt fyrir helgina hér
í Manitoba-háskóla. Mæðgunar
sögðu alt hið bezta að frétta úr
byggð sinni og dvelja hér hjá
Mr. og Mrs. B. E. Johnson 1059
Dominion St. Winnipeg. Mrs. B.
E. Johnson og Mrs. Keith eru
systur.
X K >
Mr. og Mrs. Sigurjón Isfeld
urðu fyrir þeim djúpa söknuði
að missa son sinn, Theodore, 7
ára gamlan, eftir stutta legu.
Hann andaðist á sjúkrahúsi
Gimlibæjar, 13. þun. og var jarð-
sunginn af séra Skúla Sigurgeir-
syni 18. þ. m.
* * *
FYRIRSPURN
Ef maður sá er á lífi og má
mál mitt heyra, sem þýddi á
VALDIMAR BJÖRNSON
HEIÐRAÐUR
UE —Union of Electors, eða Social Credit
M. Halldorson, secy.
Winnipeg, Man.
Valdimar Björnson var heiðr-
aður af Noregs konungi á lýð-
veldisdegi Íslands 17. júní með
því að vera veittur riddarakross
St. Ólavsorðunnar. Heiðurinn er
Valdimar sýndur fyrir ágæt út-
varpserindi um Noreg, er land-
ið var hernumið. Sigurð Ekeland
konsúll Norðmanna afhenti
krossinn s. 1. föstudag í White
Pine Inn í Bayport.
Sumarheimilið á Hnausum
Þá breytingu hefir orðið að
gera á læknaskoðun barna, sem
á sumarheimilinu dvelja, að hún
verður á laugard.morgun 2. júlí
fyrir stúlkur, en laugardsmorg-
uninn 16. júlí fyrir drengi.
ÞINGB0Ð
27. ársþing Hins Sameinaða Kirkjufélags Islend-
inga í Norður Ameríku verður sett í kirkju
Sambandssafnaðar í Riverton, Man.
FIMTUDAGINN 30. JÚNl, 1949, kl. 8.00 síðdegis
Söfnuðir sem eru í kirkjufélaginu eru kvaddir til að
senda fulltrúa á þingið, tvo fyrir hverja hundrað safnaðar-
meðlimi eða færri, og einn fyrir hverjá fimtíu þar yfir.
Á þinginu mæta einnig fulltrúar sunnudagaskóla og
ungmennafélaga.
Erindsrekar á aðal þingið skrásetjast í Sambands-
kirkjunni kl. 5—7 e.h. þingsetningardaginn.
DAGSKRÁ ÞINGSINS ER SEM FYLGIR:
Fimtudaginn 30. júní:
Kl. 7.30 e.h. — Þingsetning, þingsetningar guðsþjónusta;
ávarp forseta kirkjufélagsins; nefndir settar: a. Kjör-
bréfanefnd, b. Útnefningarnefnd, c. Fjármálanefnd,
d. Fræðslumálanefnd, e. Ungmennamálanefnd, f. Út-
breið'slumálanefnd, g. Tillögunefnd.
Föstudaginn 1. júlí:
Kl. 10 f.h. — Þingfundir.
Kl. 2 e. h. — Þingfundir.
Kl. 8 eii. — Samkoma.
Fyrirlestur, “Við”..
W. J. Lindal dómari
Laugardaginn 2. júlí:
Kl. 10 f.h. — Þingfundir
Kl. 2 e.h. — Kosning embættismanna kirkjufélagsins,
ólokin störf.
Kl. 8 e.h. — Samkoma.
Fyrirlestur,......... séra Halldór E. Johnson
Sunnudaginn 3. júlí:
Kl. 11 f.h. — Guðsþjónusta, séra Philip M. Pétursson.
Kl. 2 e.h. — Skemtiferð.
Þingfundir og samkomur fara eftir “Standard Time”
Eyjólfur J. Melan, forseti
Philip M. Pétursson, ritari
P. M. PETURSSON
Frambjóðandi CCF flokksins
í NORQUAY
Greiðið atkvæði
með CCF í
N0RQUAY
Phiiip m.
Petursson
Starfar að heill og velferð
alþýðunnar, gætir r é 11 a r
hennar á sviði fræðslumála,
heilbrigðismála, samvinnu-
mála og ellistyrksmála.
By Authorily Norquay CCF Constituency Association
Bamey Egilson, Gimli, Manitoba, Official Agent