Heimskringla - 22.06.1949, Blaðsíða 2

Heimskringla - 22.06.1949, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. JÚNÍ 1949 Hcimskringla /StofnuO 1886) Cetnui út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 VerO blaösins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viöskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift U1 ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PALSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 22. JÚNÍ 1949 Sala notaðra stríðsáhalda Það hafa um mörg ár farið sögur af sölu ýmsra áhalda frá stríðsárunum til hinna og annara kompána liberal stjórnarinnar í Ottawa. Hafa sölur þessar oft vakið furðu manna. Hér skal aðeins á eina minst, er að blaðamáli hefir verið gerð nýlega. Um þá sölu hafði ekkert heyrst fyr en Drew, leiðtogi íhalds- manna mintist á hana á fundi 9. júní í Fort William. Salan sem hér um ræðir, áhrærir stærstu smíðastöð flugskipa í Canada. Hún er í Montreal og gekk undir nafninu Canadair félagið. Að koma henni í gang, er sagt að kostað hafi stjórnina 22 miljón dollara. En sölu- verð hennar nú var aðeins 4 milljónir. Drew kvað þetta heimskulega lágt verð, en það sem verst var, var að sala þessi fór leynilega fram og við félag er heitir Electric Boat Company og er miður vel þokkað. Það rekur viðskifti við Bretland, Þýzkaland, Austurríki, Frakkland, ítalíu, Holland, Jap- an, Tyrkland, Brazalíu, Argentínu, Peru og fleiri ríki. Nefnd var á Bandaríka-þingi skipuð 1943 til að líta inn í starfsemi þessa El- elctric Boat Company. Kom í ljós, að það hafði menn í þjónustu sinni er mikil völd höfðu hjá stjórnum og útveguðu því pöntun. Það hefir og þótt beita áhrifum sínum gegn friði á alþjóðavett- vangi, er tækifæri hafa til þess gefist. “Þar sem 24 flugför hafa nú þegar verið keypt af Canada- stjórn af þessu félagi og það hefir í smíðum fyrir hana nokkur F86 flugför,” segir Drew, “finst mér þjóðin eigi heimtingu á að heyra eitthvað frá stjórninni um þetta félag. Stjórn Canada hefir þörf fyrir loftskip og ætti sjálf að smíða þau, en ekki selja flug- smíðaverkstæðið eins og gert hefði verið og kaupa svo af því flug- för”. “Canada er með undirskrift Atlantshafssáttmálans aðili að því að halda á friði og stöðva uppvöðslu einræðisstjórna. Hún gerði þetta betur með því og sér í meiri hag að eiga mjög svo full- komna flugskipa smíðastöð, heldur en með því að láta hana her- braskarafélagi í hendur og kaupa svo rándýrt af því, það sem stjórnina vanhagaði um. Þrátt fyrir þó í Canada sé mikið af mönnum, sem ágæta reynslu hafa í smíði flugvéla, mátti ekki bjóða neinum þeirra, eða neinum canadiskum félögum kaup á verksmiðjunni, þó gerð væri með skattpeningum þjóðarinnar, heldur varð að lauma verkstæð- inu í hendur alþjóða félagi þekktu að stríðsbraski. Þetta varð að gerast leynilega. Kauptilboð var enginn beðinn um. “Þessi svívirðilegu kaup voru gerð án þess að spyrja þing eða þjóð nokkuð um það. Mörg canadisk félög kváðust fús að greiða talsvert meira fyrir verksmiðju þessa ef þau hefðu vitað að hún væri til sölu,” sagði Drew Að greiða atkvæði með liberalstjórninni er langt skref í þá átt að tjá sig hlyntan þessari svívirðingu. SAMVIXMSTJÓRX NÆST? Fær Canada samvinnustjórn eftir kosningarnar 27. júní? Það eru þó nokkrir þeirrar skoðunar, að liberalar tapi nú svo miklu, að þeir geti ekki ein- ir myndað stjórn. Þó alt virðist benda til að í- haldsflokkurinn eflist eitthvað, er óvíst að það nægi til þess, að hann taki völdin. En hvað kemur þá næst? Að öllum líkindum samvinnu- stjórn! f sjálfu sér er ekkert út á það að setja að stjórnmálaflokkar myndi með sér samvinnu. Sam- vinnustjórnir hafa stundum gef- ist vel. Má þar sem dæmi nefna fylkisstjóm Manitoba og Brit- ish Columbia. En það er eitt sem allan mun getur gert með samvinnustjórn- ir. Ef að sameining er gerð áður en til kosninga er farið, er ekkert út á hana að setja, hún er þá kunn kjósendum og þeir eiga þá kost á að hafna henni eða sam- þykkja hana. Það gegnir alt öðru máli, þeg- ar samvinnan er ekki hafin fyr en eftir kosningar. Þá vita menn ekkert um hver minnihluta flokkanna verður valinn til sam- vinnunnar og það getur eins orð- ið sá flokkur, sem kjósendur mundu fæstir kæra sig um. En þá er orðið ofseint fyrir þá að gera við því. Aðferð þessi er því ólýðræðisleg eins og mest má verða. Samvinnustjórn sem bygð er á makki tveggja flokka eftir kosningar, er óverjandi. Ef að nokkuð á að byggja á kosningar og meta bæði frelsi og vilja almennings að nokkru, væri þá, að stjórnin væri skipuð þingmönnum í hlutfalli við at- kvæðamagn flokkanna allra eða fylgi. Ef hér verður mynduð samvinnustjórn við einn flokk öllum að óspurðu, af öflugri flokkunum, eru þeir með því bæði að svíkja sjálfa sig, sína eigin flokkastefnu og ljúga og blekkja kjósendur. Kosninga- frelsið er með því gert að skrípa- leik. EKKI EITT RAUTT CENT Joseph Smallwood, forsetis- ráðherra fylkisstjórnarinnar í Nýfundnalandi, hefir nýlega vakið athygli á sér um alt Can- ada. Ástæðan er sú, að Smallwood fór þeim orðum á fundi í St. Johns West, er hann hélt ræðu á til stuðnings þingmanni Ottawa- stjórnar Greg Power að nafni, að ef Greg yrði ekki kosinn, skyldi Ferryland-héraðið ekki sjá “eitt rautt cent” af fé því er hann hefði yfir að segja. Þetta flaug eins og eldur í sinu um alt land. Það minti á ræðu, sem King hélt á þingi 3. apríl 1930, sem kölluð hefir ver- ið “5 centa ræðan”. Þáverandi forsætisráðherra kvaðst ekki mundi veita 5 cents til pokkurs fylkis eða kjördæmi, sem hefði íhaldsstjórn. King viðurkendi síðar, að þessi ummæli sín hefðu eflaust stuðlað meira en nokkuð annað að falli sjtjórnar hans. Drew leiðtogi íhaldsmanna hefir mint St. Laurent á, að hon- um væri hollara að lýsa yfir, hvort að þessi ummæli Small- woods væru talin góð og gild af honum, sem forustu manns liber- al flokksins. St. Laurent svaraði að hann þyrfti að leita fullkomnari upp- lýsinga um hvernig Smallwood hefði í raun og veru hagað orð- um sínum. Málið hefir komið fyrir dóm- stólana, en þeir hafa frestað rannsókn þess um tíma. Sektin sem liggur við því, að ögra mönnum til að greiða at- kvæði öðru vísi en þeim gott þykir, nemur 2 þúsund dölum og tveggja ára fangavist. BÓNDADAGUR Síðast liðinn sunnudagur var nefndur “Father’s day”, húsföð- ursdagur eða á góðri íslenzku bóndadagur, því í raun og veru er hugmyndin hin sama með honum og bóndadeginum. Það sem á milli skilur er þó að bónda dagurinn var ávalt fyrsti þorra- dagur eða um 23 jan., en hér er dagur húsföðursins haldinn 3 sunnudag í júní. Er sagt að á þessu hafi verið byrjað vestan hafs 1910 af konu, er Mrs. Bruce Dodds hét, sem heima átti í Spokane. Var það faðir hennar, sem henni bjó í huga, að heiðra og þakka, en hann hafði verið mjög mætur karl, meðal annars alið upp 6 munaðalaus börn og séð um sem sín eigin. Góðir menn og sanngjarnir hafa gripið hugmyndina á lofti og nefndir eða jafnvel félög mynduðust, til að koma henni á framfæri. Eru bæði í Canada og Bandaríkjunum til stofnanir, — sem halda fram hugmyndinni og telja ekki ósennilegt, að ef hún yrði alment ríkjandi, yrði minna um vanþroskaða barna-aumingja í þjóðfélaginu, betra samkomu- lag milli hjóna og færri hjóna- skilnaðir. Hvað um hugmynd þessa hefir verið í verki, skulum vér ekkert segja. En í búðum var s.l. sunnu- dag mikið af skrautlegum spjaldbréfum til sölu með vel orðuðum áletrunum til húsföð- ursins, sem fjölskyldan og skyld- menni senda honum og mintust á þann hátt “bóndadagsins”. Mæðradagur heitir dagur hér helgaður húsmæðrunum. Mikið þætti mér smekklegra, tilkomu- meira og íslenzkara, að kalla þann dag konudag, eins og að kalla dag húsföðursins bónda- dag. ÚR ÖLLUM ÁTTUM í fylkiskosningum 9. júní í Nova Scotia, unnu liberalar 27 sæti; íhaldsmenn 8 og C. C. F. 2. Þetta fylki hefir fylgt liber- ölum í háa tíð og nú síðustu þrjú kjörtímabilin, einum og sama for- sætisráðherranum, Angus Mac- donald. fbúanir hafa verið með því gáfnamerki brendir, að það eigi aðeins einn að hugsa fyrir alla hálfa og heila mannsaldr- ana. Nú er sú breyting á þessu, að íhaldsflokkurinn hefir 8 þing menn, en hafði engan áður. — Kosning fylkisins ber því' vott um tap liberala, þó um hana tali sem stór sigur. ★ Kommúnistar í Kína hafa tek- ið upp nýtt flagg. Hefir það gylta stjörnu í efra horni vinstra megin, og er auðvitað á rauðum grunni. “Fyrsti Ágúst” er í öðru neðra horni flaggsins og á að minna á að þann dag 1927 hófst byltingin. SCoosðcfieQOðeseeeosðeoðððooesossosoðSðOðosðSðGOSOOðsssaBosðsesoseðeeðssðoeeooososossðsoðsOGSoesðOððoscðocr, r BERIÐ SAMAN FRAMKVÆMDIRNAR 0G ÞÉR MUNUÐ GREIÐA ATKVÆÐI Progressive Conservatives Hjer eru sannanirnar: § § SJÚKRASTYRKUR Liberalar við völdin í Canada Lofuðu 1919, Eru enn að lofa ELLISTYRKUR MÆÐRASTYRKUR UPPFRÆÐSLUMÁL $30.00 meðan allar nauð- synjar voru að hækka. svo $40.00 rétt fyrir kosningarnar- í MANITOBA — $432.00 á ári, þar sem er eitt barn. * Stjórnarveiting í B. C., er 36%. C C, h við völdin í Sask. Lofað að kostnaðar- lausu, en raunverulega kostar $5.00 til $30.00 hvern einstakling um árið, eða algjör þjónusta $75.00 á ári. Afturkallanlegur skarnt ur, og nú fá ellistyrks- þegar $30.00 á mánuði, 70 ára. í SASKATCHEWAN $300.00 á ári, þar sem er eitt barn. Stjórnarveiting í Sask- atchewan er 10% til 25%. Progressive Conservatives við völdin í Ontario Án loforða áætlaði $22,- 000,000 til heilbrigðis- mála 1948, starfrækir beztu sjúkraþjónustu í Canada. Hefir verið að borga $40.00 á mánuði í meira en ár. f ONTARIO — alt að $750.00 á ári, þar sem er eitt barn- Stjórnarveiting í Ont- ario, er 50% til 90%. OG ÞETTA ERU AÐEINS FÁEIN DÆMI f öllum tilfellum sýnir PROGRESSIYE CON SERVATIYE flokkurinn mikla yfirburði Fyrir heill Canada !/• / KJOSIO PROGRESSIVE CONSERVATIVE —.................;....umsækjendur BRANDON JOHN BRACKEN CHURCHILL ROBERT F. MILTON DAUPHIN MIKE F. SZEWCZYK LISGAR D. HEPPNER MARQUETTE JAMES JACKSON NORQUAY WALTER KOSHOWSKI PORTAGE—NEEPAWA .. HAROLD A. NELSON ST. BONIFACE LOUIS LEGER SELKIRK JACK McDOWELL SOURIS J ARTHUR ROSS Manitoba Progressive Conservative Association SPRINGFIELD J. LESLIE BODIE WINNIPEG NORTH JOHN H. RESTALL WINNIPEG NORTH CENTRE R. R. PATTINSON WINNIPEG SOUTH G. S. THORVALDSON WINNIPEG SOUTH CENTRE GORDON M. CHURCHILL §

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.