Heimskringla - 14.09.1949, Blaðsíða 1
3 New loaves by
CANADA
BREAD
1. Tender Crust
2. 16 oz. White Sandwich
3. Honey Crushed Brown
Ask your Grocer for them
j
3 New loaves bv
CANÁDA
BREAD
1. Tender Crust
2. 16 oz. White Sandwich
3. Honey Crushed Brown
Ask your Grocer for them
LXIII. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 14. SEPT. 1949
NÚMER 50.
FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR
“Bretar koma!”
Fundurinn, sem fyrirhugaður
var til að ræða um fjármál Breta,
var settur s. 1. miðvikudag í
Washington.
Fundurinn hófst nálega alveg
serimóníulaust.
Fregnritum og myndatökumönn-
um var sagt, að menn vonuðu
hins bezta af starfi fundarins,
en að því mæltu var dyrum lok-
að.
Ernest Bevin utanríkisráð-
herra Breta hóf samræðurnar
með því að benda á það sem hon-
um fanst mestu varða, en það var
að “Bandaríkin, Bretland og
Canada stæðu sem einn maður í J
pólitiskum, peningálegum og!
efnalegum skilningi til þess að
leggja hinn rétta grundvöll að
framtíðar friði í heiminum!”
Eitt sem að rauf alvöruna og
þögnina var það, að einhver
hrópaði, þegar til ferða Bevins og
Cripps sást: “Verum viðbúnir!
— “Bretar eru að koma!”
Bevin sagði síðar, er mynda-
tökumennirnir komu til sögunn-
ar og vildu fá margar myndir af
honum teknar: ‘Eg hélt aldrei
að maður í skuldakröggum fengi
aðrar eins undursamlegar mót-
tökur og hér er raun á.” Og þeg-J
ar hann var beðinn að færa sigj
nær John W. Snyder, fjármála-J
ráðherra Bandaríkjanna, sagði
hann, að hann skyldi glaður gera
það, því hann hefði nú verið að
hugsa um “að halda sig nærri
honum næstu fimm dagana!”
Með þessu lauk fyrsta fundin-
um, er stóð yfir í klukkutíma.
Hver sem verður endir mál-
anna í Washington, er það ljóst,
að bæði Bevin og Cripps, fjár-
málaráðherra Breta, hafa í
hyggju varanlegar endurbætur á
fjárhags ástandinu en ekki neina
bráðabirgða skottulækningu.
Bevin benti á, að eiginlega
hefði stríðið 1914 komið skyss-
unni af stað í viðskiftamálum
heimsins og Bretland hefði síð-
an átt erfitt með að mæta sínum
útgjöldum. Peningamálin ættu
sinn þátt í þessu, en spursmál
væri, hvort þannig lagaðar byrð-
ir, sem af stríðum leiddu, gætu
greiðst, ef mikið fall yrði á pen-
ingum. Á rannsókn í þessum
efnum vildi hann byggja, að
sterlingspundið og dollarinn
væru ávalt jafnir að gengi, því
ef pundið hryndi mundi dollar-
inn einnig gera það síðar. Þetta
mál næði svo mikið til viðskifta
Evrópu nú, að gott væri að sem
gaumgæfilegast væri athugað.
★
Rétt áður en ráðstefna þessi
hófst, höfðu brezkir hagfræðing-
ar haldið fram, að ef Bandarík-
in ykju vörukaup sín í Bretlandi
um 1 per cent af tekjum Banda-
ríkjanna, myndi sterlingspund- j
inu borgið.
En þetta meinti jafnframt, aðj
auka vörukaup um álla Evrópu |
eða erlendis um nærri helming,!
eða úr 4.5 pró sentum af tekjum
Bandaríkjanna í 7.5 prósent. En
þá væri líka við öllu séð.
Og að mælast til þessa af
Bandaríkjunum telja hagfræð-
ingarnir ekki ósanngjarnt.
John W. Snyder fjármálaráð-
herra Bandaríkjanna, kvaðst
ekki sjá, að með þessu væri bygt
á nokkuð réttlátara grundvelli,
en þeim sem gert væri með geng-
isgildi peninga. Og einhverjir
hafa bent á að jafnvel þetta hvor-
tveggja bætti ekki úr skák. Með-
an framleiðsla kostaði meira í
Bretlandi en annars staðar, væri
hún óseljanleg eftir sem áður!
Einhver bandarískur náungi
benti og á að jafnvel þó Evrópa
hefði ekkert greitt af sínum
stríðsskuldum, sýndist það ekki
. hafa hjálpað þeim þjóðum mik-
| ið.
Alt væri undir því komið
hvernig starfi þjóðfélagsins væri
hagað. Það og fátt annað kæmi
raunverulega að bótum.
★
í byrjun þessarar viku hafði
málið verið útrætt, af óljósum
fréttum af því að dæma. Það
sem allir aðilar hafa orðið sam-
mála um, þ. e. Bretar, Canada og
Bandaríkjamenn, er það að beita
sér fyrir því, að Bretar fái doll-
ara með betri lánskilyrðum hjá
Alheimsbankanum og Export—
Import banka Bandaríkjanna en
áður til þess að geta orðið af
með meira af vörum sínum á
markaði í Vesturheimi. Þetta
mun vera aðal-atriðið, en að
sjálfsögðu kemur margt fleira
til greina, eins og lækkaðir toll-
ar, meiri Marshall hjálp og
alt, sem hægt er að gera til
þess, að hringferð peninga og
vöruskifti haldist í sem beztu
lagi milli nefndra þriggja þjóða.
Það á eflaust síðar eftir að
birtast reglugerð yfir þetta alt,
en sem stendur verður ekki til
hennar gripið.
Tito fær lánið
Lánið sem minst var á í síðasta
blaði, að Tito væri að biðja
Bandaríkin um, má þegar heita|
veitt. Það er ofurlítið lægra en
Tito fór fram á, eða 20 miljónir í
stað 25. Lán þetta verður útilát-
ið í vopnum og vörum, eins og
Júgóslavía þarf frekast með, til
þess að halda sínu í sennunni
við Stalin.
Það munu fáir eða engir gera
sér í hug um Tito, að hann sé
góður lýðræðissinni, þó hann sé
að skoðun Rússa ótrúr kommún-
isti. En það er ekki það, sem hér
kemur til mála. Tito er atkvæða-
maður og eftirtektaverður, sem
stendur, vegna þess, að hann hef-
ir með sinni djörfu framkomu,
orðið leppríkjunum fyrirmynd
og sýnt þeim, að oki og ófrelsi
Rússa eigi engin frjáls þjóð að
!úta eða sætta sig við.
Það er fyrir þetta, fyrir að
hafa vakið eftirtekt á meðferð
leppríkjanna, sem Kremlin-
stjórnin verður knúð til að bjóða
þeim eitthvað annað en miðalda
þrælkun hér eftir. Þetta mun
með hverjum degi sem Tito lifir
verða öllum heimi Ijósara. Og
kúgun Stalins dvínar, því kunn-
ara sem mönnum út um heim
verður um ástandið í hinum
ræntu löndum hans.
Af því sem nýlega fór fram í
Tékkóslóvakíu, þar sem taka varð
nokkra af lífi, og dæma enn
fleiri til lífstíðar-fangavistar,
fyrir uppreisnaranda, má ráða,
að í leppríkjunum sé ekki alt
með feldu. Menn færa ekki slíkar
fórnir fyrir ekki neitt. í nefnd-
um atriðum voru andmæli gegn
Rússum aðallega fólgin í því, að
bændur þverskölluðust við að
láta eins mikið af framleiðslu
sinni og krafist var af hálfu
trúða Rússa, sem skattgjald til
Rússlands.
Lán þetta verður að sjálfsögðu
litið óhýru auga af Rússum. Þeim
er sára illa við viðreisn lepp-
ríkjanna vegna þess, að með
henni dvínar vald þeirra, yfir
þeim. Þó sjálft geri Rússland
viðskifti við Breta, Bandaríkja-
menn og aðrar vestlægar þjóðir
svo miljónum og jafnvel biljón
um nemur árlega, mega lepprík-
in einskis slíks njóta.
Járntjaldið á um aldur og æfi
að halda kúgunarsögu Rússa
leyndri. En hvað lengi er því að
treysta, úr því Tito hefir nú svift
dulunni af framferðinu? Varla
mjög lengi.
Konulaust þing
Sambandsþing Canada, sem
kemur saman 15. sept., verður í
fyrsta sinni síðan 1921 konu-
laust þing.
Þær fimtán konur sem sóttu
um þingmensku í síðustu kosn'-
ingum töpuðu allar.
Hvað veldur þessu? Menn
segja sitt hvafr um það. Margar
konur sem í pólitískri baráttu
hafa átt, halda að karlmönnum sé
ekkert, gefið um kvenfólk í,
stjórnmálum.
En hvað er með kvenþjóðina
sjálfa? Konur hafa haft atkvæð-
isrétt hér síðan 1921. Og þær
eru í mörgum kjördæmum svo
f jölmennar að þær gætu ráðið úr-
slitum um kosningu kynsystra
sinna. Það er ekki útlit fyrir,
að konur greiði konum yfirleitt
atkvæði. Enda væri það ekki á-
valt rétt.
Gamla skoðunin um það að
starfsvið konunnar sé annars
staðar en í opinberum málum, er
ef til vill ríkjandi enn að ein-
hverju leyti. Mun mest bera á
því í Quelbec-fytki. Og vald
Quebecinga er nú mikið í stjórn-
málum.
Á þingi Canada hafa verið 5
konur alls síðan fyrsta konan,
Miss Agnes Macphail, vann kosn-
ingu 1921. Hinar eru Martha
Black, Yukon; Cora Casselman,
Alberta; Doris Neilsen og Gladys
Strum báðar frá Saskatchewan.
Allar hafa konur þessar þótt
sóma sér vel á þingi og leysa
þingstörf sín vel af hendi, ef til
vill að jafnaði betur en karlmenn.
Á fylkisþingum Canada hafa
alls verið 22 konur og aðeins 2 af
þeim verið í ráðuneyti. í Banda-
ríkjunum eru aðeins 8 konur á
þingi, sem er lítið af öllum fjöld-
anum. Annað hvort er að þær
kæra sig ekki um starfið, eða
karlmenn bægja þeim frá að ná
útnefningu. Þær eru aldrei marg-
ar í vali.
Lady Astor sagði karlmenn
hafa komið öllu í það öngþveiti i
stjórnmálunum, að þeir ættu skil-
ið að vera sviftir atkvæðisrétti,
svo konum gæfist tækifæri til að
koma hlutunum aftur í lag. Það
virðast fáar konur á sama máli
og hún um þetta.
Miss Hilda Hesson, sem um
langt skeið var forseti íhalds-
flokks kvenna í Manitoba, sagði
konur þurfa að taka meiri þátt í
opinberum málum frá byrjun en
þær gerðu; komast fyrst í sveit-
ar og bæjarstjórnir, til þess Sð
trúað væri yfirleitt á víðari vett-
vangi. Þetta gæti verið orsök
áhugaleysisins fyrir að kjósa
konur á þing.
Skila ekki 84 skipum
Eins og kunnugt er, fengu
Rússar á stríðsárunum fjölda af
skipum frá Bandaríkjunum að
láni. Hefir nú nokkru af þeim
verið skilað, en þó er áttatíu og
fjórum bandarískum skipum enn
óskilað. Þetta er fjórði hluti alls
kaupskipa flota Rússa.
Rússar segja hvorki til né frá
um hvort þeir ætli að skila þess-
um skipum. Beiðni Batndaríkj
anna um eitt þeirra, sem er stórt
olíuskip, og heitir Joseph Stalin,
I hafa þeir þó harðneitað að skilaj
aftur.
Mr. Thorvaldson
sækir ekki .
Blaðið Winnipeg Tribune
flutti þá frétt s. 1. mánudag, að
Mr. G. S. Thorvaldson lögfr. og
þingmaður í Manitoba frá 1941
til 1949, er hann sagði stöðunni
lausri, til að sækja í sambands-
kosningunum, hefir ákveðið að
leggja stjórnmál á hilluna, að því
leyti, að hann sækir ekki um
þingmensku í þessu fylki, sem
nú er spáð að kosningar verði í
annaðhvort á þessu hausti eða á
næsta vori.
Mr. Thorvaldson, sem farsælt
lögfræðisstarf hefir með hönd-
um, segist ekki geta eytt eins
miklum tíma og vera þurfi frá
því, með þingmensku eða öðrum
störfum.
íþrótta kepni
Frézt hefir að Norðurlanda-
menn og Bandaríkjamenn ætli
að efna til kepni í frjálsum í-
þróttum á komandi hausti í
Minneapolis.
ÚR ÖLLUM ÁTTUM
Farquhan Oliver, foringi lib-
erala í Ontario, hefir nýlega sagt
upp stöðu sinni. Er sagt að það
hafi komið liberölum á óvart.
Til forustu liberalflokksins í
fylkinu hefir verið stungið upp
á einum 5 eða 6. Einn meðal
þeirra er íslendingur William
Benedickson þ. m. frá Kenora-
Rainy-River í Ottawa.
★
Meginefni greinar um Einar
Hjörleifson Kvaran og dvöl hans
í Winnipeg, sem próf. Skúli
Johnson skrifaði fyrir nokkru
og birtist í ársfjörðungsriti
enskumælandi fslendinga “The
Icelandic Canadian, var birt á
bókmenta-síðu blaðsins Wpg.
Free Press s. 1. laugardag. Hafði
ritstjórinn, Grant Dexter, tekið
greinina saman og sett nafn sittj
undir hana. Fór hann um leið
fögrum orðum um bókmenta-
starf íslendinga hér fyr og nú.
★
f ræðu sem Henri Queuille,
forsætisráðherra Frakklands hélt
s. 1. sunnudag, í tliefni af árs-
afmæli hans, sem stjórnara,
komst hann svo að orði, að ef
Marshall-aðstoðina brysti, mundi
alt fara aftur í sama horfið í
Frakklandi og grimm barátta
hefjast milli öfgvaflokkanna,
kommúnista og De Gaulle-sinna.
Hann kvað nú lokað fyrir að
verkföll yrðu hafin eins og á ár-
inu sem leið. Hann er fyrsti
stjórnarformaður um nokkurt
skeið. sem völdum hefir haldið
árlangt. Höfðu sex áður reynt
það og allir þjóðkunnari menn,
en þessi lágvaxni sveitalæknir,
en enginn þeirra entist nema
nokkra mánuði.
★
Frá Bonn í Þýzkalandi bárust
fréttir s. 1. mánudag um að sam-
einuðu stjórnarflokkarnir þar
hefðu valið próf. Theodor Heuss
fvrir forsetaefni, en sósíalista-
flokkurinn hefði valið Dr. Knut
Schumacher, hvernig sem því svo
lýkur.
★
Það hefir nokkrum sinnum
verið minst á að Winnipeb-borg
þurfi nýs ráðhúss með. Hefir ný-
lega verið stigið ákveðið spor í
þessa átt með því að kaupa stað-
inn þar sem United College er á
Portage Ave., fyrir $700,000. Til
að koma ráðhöllinni upp mun
þurfa 3 ár. Skólabyggingarnar
eru með elztu byggingum bæjar-
ins og verður að rífa þær niður.
Hyggur skólinn að reisa nýtt hús
Skipaður hæstaréttardómari
Dr. Guðmundur Grímson
Samkvæmt lofsamlegum um-
sagnagreinum Bandaríkjablað-
anna “The Minot Daily News”,
og “The Pierce County Tribune”
sem nýlega hafa borist hingað,
hefir dr. Guðmundur Grímson,
um mörg ár héraðsdómari í
Rugby, N. D., verið skipaður
dómari við hæsta rétt, (Supreme
Court) N. Dakota-ríkis, af Fred
G. Aandahl, fylkisstjóra.
Munu allir íslendingar, beggja
megin hafsins samfagna honum
yfir þessum verðskuldaða heiðri.
Æfi- og starfsferill Guð-
mundar dómara er öllum fslend-
ingum svo kunnur, að það væri
aðeins endurtekning að rekja
sérstök atriði hér.
Það mun flestum í fersku
minni, hversu hann ávann sér ó-
skifta aðdáun og virðingu allrar
bandarísku þjóðarinnar, árið
1923, með göfugri og skörulegri
framkomu sinni, í hinu víð-
kunna Tabert-máli í Florida.
Nægir að tilfæra ummæli blaðs-
ins “Indianapolis Ind. News” frá
þeim tíma: “Guðmundur Grím-
son, óbrotinn og lítt þekktur
lögsóknari, hefir sýnt það áræði,
að hefjast handa á stórkostlegu
og þýðingarmiklu umbóta og vel-
ferðarmáli. Ameríka þyrfti að
eignast fleiri Guðmunda Gríms-
syni.” Saga Guðmundar dómara
er íhyglisverð, lærdómsrík og
æfintýraleg. Hún er saga út-
lenda sveitapiltsins, sem barn
að aldri kom með foreldrum sín-
um til þessa mikla meginlands,
og með frábærri elju og mann-
dómi aflaði sér af eigin ramm-
leik víðtækrar menntunar, og
ruddi sér glæsilega braut gegn-
um örðugleika frumbýlingsár-
anna, til almennra ástsælda og
hárra metorða. R. St.
talsvert vestarlega á Portage
Ave., (við Omand’s Creek). Ætl-
aði hann fyrst að byggja á Well-
ington Crescent, en íbúarnir
ömuðust við því.
í næstu kosningum í þessum
bæ, verður eflaust greitt atkvæði
um þessa $700,000 veitingu til
hinnar nýju ráðhallar.
*
Rit eitt á Rússlandi, sem gefið
er út af klæðskerum, fann nýlega
að því, að stjórnendur Rússlands
væru svo illa klæddir, að þeir
væru 25 ár á eftir tímanum. Það
lagði til að Stalin klæddist fötum
yngri manna (Zoot Suit) og
Molotov fötum með amerísku
“drape” sniði. Ritið sagði kom-
múnista hræðilega íhaldsmenn í
ýmsum greinum.
★
Blað rauða hersins í Moskva,
“Rauða stjarnan”, hélt fram s. 1.
mánudag, að Canada hervæddist
af kappi á móti Rússlandi. Blað-
ið sagði ekkert hlé hafa orðið á
vopnfaramleiðslu í Canada eftir
síðasta stríð; það taldi upp fjölda
hersmiðja, er hér ynnu nótt og
dag.
★
í Skotlandi kvað talsvert vera
skrafað um sjálfstæði um þessar
mundir og hvort að landið ætti
ekki að brjótast undan Englend-
ingum. í umræðunum hefir kom-
ið fram, að sumum þykir spurs-
mál hvort Skotar ráði ekki yfir
Englendingum. Þessu hefir áður
verið hreyft, en íbúatala Skota
hefir um mörg ár ekki hækkað
neitt, fyr en nú síðustu árin. Er
hún þó ekki neitt yfir 5 miljónir
sögð.
Hagur Skota kvað vera góður
og í sjálfu sér stjórna þeir sér
sjálfir. í einstöku atriðum hefir
þó löggjafarbóta þar verið kraf-
ist.
Núverandi stjórn landsins
virðist gefa þessu máli minni
gaum, en einstaklingar gera og
telur rugling og ringulreið eina
muni af skilnaði hljótast. En
hún hefir þó lýst yfir, að við
næstu kosnngar yrði hægt að
komast að vilja almennings, því
þjóðernissinnar mundu bjóða sig
fram og hafa skilnaðarmálið á
stefnuskrá sinni.
FRÉTTIR FRÁ ISLANDI
Byggja Ameríkumenn
íjögurra hæða sendisveitar-
hús á Frkirkjuv. 11?
Bæjarstjórn frestaði í fyrra-
dag endanlegri ákvörðun um
byggingarleyfi fyrir ameríska
sendiráðið á lóðinni Fríkirkju-
veg 11. Hafði byggingarnefnd
þó samþykkt með 4 atkvæðum
gegn 3 að leyfa þessa byggingu.
Utanríkisþjónusta Bandaríkj-
anna hefir sótt um leyfi fyrir
fjögurra hæða embættishús á
þessari lóð, og verður það 946.6
fermetrar og að sjálfsögðu byggt
úr steinsteypu. Mun amerískur
húsameistari hafa komið hingað
fyrir rúmlega ári síðan til að at-
huga aðstæður og hefur hann
teiknað húsið. Ákvörðun mun
hafa verið frestað vegna þess, að
ekki er fullráðið hvernig húsa-
línan á að verða við Fríkirkju-
veg. —Alþbl. 6. ágúst
Iðnaðarhverfi innan
við Elliðaár
Samvinnunefnd skipulags-
mála, en það eru skipulagsfræð-
ingar ríkis og bæjar, hefur nú
mörg verkefni. Meðal annars hef-
ur nefndin verið beðin að endur-
skoða fyrri ákvörðun um iðnað-
arhverfi sunnan við Suðurlands-
braut, en komið hafa fram tillög-
ur um að byggja ráðhúsið þar, á
Háaleiti. Þykir mörgum óráðlegt
að hafa iðnaðarhverfi við aðra
aðalbrautina inn í bæinn.
Þá mun vera svo til ákveðið,
að kjötmiðstöð bæjarins og á-
burðarverksmiðjan verði innan
við Elliðaár. Hefur SÍS þegar
sótt um leyfi fyrir frystihúsið,
þar sem kjötmiðstöðin verður, en
þar mun einnig ætlunin að
slátra. —Alþbl. 6. ágúst
Skoti kom inn í búð til söðla-
smiðs og vildi fá keyptan einn
spora.
— Hvers vegna viltu ekki
nema einn? spurði söðlasmiður.
— Það er vegna þess, að ef eg
get komið annari hliðinni á hest-
inum áfram, þá hlýtur hin að
fylgja.