Heimskringla - 14.09.1949, Blaðsíða 3

Heimskringla - 14.09.1949, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 14. SEPT. 1945 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA En haustið áður höfðuð þið stofnað íslenzkt lestrarfélag, sem ber hinu sama vitni, að þið urð- ’ uð fyrstir til þess, landarnir, að stofna skólahéruð á þessum slóð-1 um. Sú umhyggja fyrir menntun' barna og unglinga hefir einnig, borið ríka ávexti, meðal annars í því, að myndarlegur mun orð- inn hópur þeirra héðan úr byggð sem stundað hafa nám á æðri skólum og getið sér hið bezta orð á menntabrautinni. Þá hafa hér verið starfandi um lengra eða skemmra skeið:] knattleikaflokkur (Baseball),1 lúðrasveit, Góðtemplara-stúka, og Rauða Kross deild, að ó- gleymdu kvenfélaginu “Fjólan”, sem á mikið starf að baki, og er enn bráðlifandi, og þjóðræknis- deildin “ísland”. Ber það því ó- rækan vott, að þið hafið viljaði halda við sem bezt tengslum við] ættlandið og varðveita sem| lengst íslenzkar menningárerfð- ir. Eins og oft hefir verið bent á af mér og öðrum á þingum Þjóð- ræknisfélagsins, þá á þessi byggð sérstöðu um það, að hér er öll byggðin í félaginu, í þeim skilningi, að einn eða fleiri af hverju heimili eða því sem næst eru í félaginu. Er það bæði þakk- arvert og mjög til fyrirmyndar. « f sambandi við félagsmál ykk- ar og félagslíf er þá eins ógetið, og hreint ekki hins ómerkileg- asta, sem sé þess, að snemma á árum réðust þið í það að byggja samkomuhús. Það var bæði mik- ið verk og þarft, en fyrir þá framsýni ykkar og dugnað, hafaj hin félagslegu samtök ykkar átt þak yfir höfuðið, og er auðskil- ið, hve mikils virði það er fyrir alla menningarlega viðleitni í byggðinni. Með tililti til þess, sem sagt hefir verið um almenn störf ykk- ar, félagsleg samtök og menn- ingarlega viðleitni, svara eg því, hiklaust og rauplaust, játandi spurningum skáldsins, sem eg vitnaði til: Ykkar starf er mik- ið, margþætt og ávaxtaríkt orð- ið, og þið hafið vissulega til mik- ils góðs gengið götuna fram eft- ir veg. Þið hafið eigi aðeins ræktað jörðina, heldur hafið þið lagt engu minni ástundun á ræktun hins andlega lífs. Þið hafið, með öðrum orðum, fetað dyggilega í spor frumherjanna, til gagnsemdar sjálfum ykkur og landinu, sem þið búið í og eigið þegnskuld að gjalda, og jafnframt ykkur til heiðurs og ættlandinu; sómi barna þess og afkomenda þeirra hvarvetna er sómi þess. Og þegar við á þessum degi minnumst að verðugu og um ann- að fram íslenzkra frumherja þessarar byggðar, þá minnumst við einnig með þakkar- og rækt- arhug landsins, sem ól þá, lands- ins svipmikla og sögufræga á norðurslóðum, íslands, ættlands okkar allra og fæðingarlands margra okkar. Við biðjum því og heimaþjóðinni blessunar um ó- komna tíð, minnugir þeirra erfða sem við höfum þaðan fengið, og jafn minnug þess, að “Lengi mun lifa í þeim glæðum, sem landarnir fluttu um sæ.’*' Þegar eg svo að málslokum þakka ykkur hjartanlega unnin störf og óska ykkur til hamingju með þetta merkisafmæli byggð- ar ykkar, óska eg þess jafnframt, I að hér í þessu byggðarlagi megi hið bezta í íslenzkum hugsjóna- og menningarerfðum halda á- fram að sameinast hérlendum menningarstraumum á sem af- farasælastan hátt. Og þá mun framtíðin segja: Hér voru aðj verki menn og konur af íslenzk-j um stofni, trúir hinu bezta í sjálfum sér og erfðum sínum,] trúir og gjöfulir þegnar lands^ síns, og minnug þeirra orða skáldsins: “Að fólk, sem tignar trú- mennskuna í verki, það tendrar eilíf blys á sinni gröf.” Alma Crosmont Þýtt hefir G. E. Eyford Hann hafði ekki látið þessa skoðun sína í ljósi með þeim orðum sem læknirinn mundi hafa gert, en það var nógu nærri meiningunni ti! þess að læknirinn gæti verið honum sammála. “Nú, jæja, það getur verið hrífandi, eins og þú kallaðir það,” sagði Mr. Crosmont,” en það verður brátt fráhrindandi, þegar — já, þegar hún með augnatillitinu særir mann án þess að segja orð, svo það fer bítandi kuldi ofan eftir bakinu á mér. Já, bara ef eg held að hún horfi á mig. Það getur kannske verið hrífandi, en það er ekki sú hrifning sem mér líkar. Eg vil hafa augu sem brosa til mín, þó að í sama höfðinu sé tunga, sem getur sagt nítsandi bituryrði, sem ganga alveg í gegnum mann. Maður getur altaf varið sig, þegar um orð er að ræða; dálítil orða- senna af og til bara hreinsar loftið; en þessi nöpru köldu augnatillit líkar mér ekki.” “Heldurðu þá að augnatillit hennar sé skuggalegt?” spurði læknirnin stillilega. Honum fanst að það væri nokkuð frekt af sér, að halda áfram samtalinu um þetta efni, en þar sem Mr. Crosmont virtist svo áfram um, að tala um heim- ilis ástand sitt, þá, fanst honum að hann mætti reyna að fá meira að vita og sagði: “Ókunnugum kemur hún svo fyrir sjónir, að hún sé með hryggð í huga, en alls ekki í illu skapi né með ilt í huga,” sagði læknirinn. “Illt! Nei, eg skyldi nú halda það! Það er eg sem hef ástæðu til að álasa, ef nokkur hefur það. En eg geri það ekki; eg er ekki slíkur narri. Eg get auðvitað viðurkennt, að það er áfatt á báðar hliðar. Eg segi ekki að eg sé heilagur. En konan mín ætti ekki heldur að gefa til kynna, að eg væri óbetranlegur syndari.” Út af þessu hálf gáskafulla samtali, varð læknirinn þess áskynja, að það var óró í huga hans, sem benti til þess að hann væri ekki frí af samviskubiti, og þetta álit hans styrktist við at- vik, sme kom fyrir, er þeir komu til Mereside. Sólin var nú lagt á lofti, og þorpið, sem á milli tveggja hæða við enda vatnsins, leit skuggalega út. Þykk snjóbreiða lá á Ökrunum og þökum húsanna, svo það leit hálf draugalega út með gráa skugga sem teygðu sig yfir snjóbreiðuna. Vagnin stansaði við hótelið, þar sem Dr. Arm- athwaite hafði borðað kvöldverð, kvöldið áður, hann borgaði fyrir hestlánið, og sagði, því hann hefði ekki komið með hestin til baka, sem hann fékk lánaðan. Gestgjafin hafði verið hinn róleg- asti yfir því, og sagðist skyldi senda eftir Grámunk eftir einn eða tvo daga. “Satt að segja, herra minn”, sagði gestgjaf- inn í lagum rám, er Mr. Crosmont var farin frá þeim til að fá sér glas af víni, “þykir mér vænt um að fá afsökun fyrir því að láta hestinn vera hjá Crosmont tvo eða þrjá daga. Hann seldi mér hestin fyrir tveim mánuðum, og það gengur mér til hjarta að sjá Mrs. Crosmont, þegar hún kem- ur hér, hve sorgbitin hún er, og spyr eftir hvernig Jóni gamla, hestagætslumanninnum líði, og segist þurfa að fara út í hesthúsið til að sjá hann, en erindi hennar þangað er til að sjá gamla hestin sinn. Eg get ekki skilið hvernig Ned — Mr. Crosmont meina eg — gat haft hjarta til að selja hestinn, þegar konunni hans þótti svo vænt um hann. Það er auðvitað ekki neitt sem mér kemur við, en eg vil gjarnangera frúnni það lítið til þægðar, sem eg get. Mr. Greenefell var hinn besti maður og engin slúðurberi, hann sagði þessi orð einfald- lega og blátt áfram. En það lá þó einhver þýð- ing í því, hvernig hann sagði það til þess að þeir sem til heyrðu fengu engan grun um, að það væri neitt í Crosmont fjölskyldunni sem gæti vakið umtal né forvitni almennings. En það var öðru máli að gegna með Dr. Armath- waite, sem sá í því sem gestgjafinn sagði, hve gjörsneiddur að Mr. Crosmont var að hugsa um heimilis ánægjuna með því að unna ekki konunni sinni að hafa hestinn sinn, og þurfa að leita sér hluttekningar og samhygðar hjá öðrum. Þegar þeir voru komnir aftur upp í vagnin og lagðir á stað til Branksome, var Mr. Cros- mont í illu skapi út úí því, að þeir þurftu að fara vegin sem var til hægri handar, því hann þurfti að tala við mann, sem hann vonaðist til að mæta í Mereside, en sem var nýfarin þaðan. Þeir keyrðu lengi þegjandi. Dr. Armathwaite \ar að hugsa um ferðalag sitt þar, eftir þessum sama vegi kvöldið öður, og Crosmont var ergi- legur út af því, að hanri þurfti að keyra fram hjá húsinu sínu, — að minsta kosti hélt læknirinn það. ímyndun hans reyndist rétt; því nær sem þeir komu að húsinu bar meir á ólund hans og ergilsi, svo hann vildi ekki einu sinni líta á hús- ið; en Dr. Armathwaite, sem virti húsið ná- kvæmlega fyrir sér, sá yfir múrvegginn Mrs. Crosmont, sem var að strá út brauðmolum til íuglanna, og Huge, sem ávalt fylgdi henni, fann til meðaumkunar með henni; hann þekkti hve hún var einstæðmgsleg og yfirgefin, og hann gat ekki varist að láta sér til hugar koma, hverja óljósa ímynd um, að hætta mundi vofa yfir henni. Þegar vagnin fór framhjá hús- inu, leit hún upp, og úr augum hennar virtist skína von og þrá, er þau mættu augum læknis- ins. Honum fannst að þetta augnatillit hennar, konu, sem hann efaðist ekki um að væri bæði góð og heiðarleg, væri sem hressandi vindblær í þessu loftleysis efa og grunsemi, sem hafði magnast í huga hans, eftir að hann kom til Crags. Hann leit til félaga síns og sannfærðist um, að andlitssvipur hans bar meir vott um iðr- un en reiði. Læknirinn var svo sannfærður um það, að hann varð að þvinga sig til að halda sér frá, að ávíta þennan mann með sterkum orðum, eða forsmá hann algjörlega., mann, sem van- rækti og skágengi göfuga konu til þess að vinna aðdáun annarar dutlungafullrar og mislyndrar konu, og þar að auki svíkja þá tiltrú sem hús- bóndi hans hafði til hans, og gera sig að flóni! Til allrar hamingju náði læknirinn í tíma valdi yfir tilfinningu sinni, svo hann lét þessar hugs- anir ekki koma fram í orðum við félaga sinn, en hann fann til þess, að viðburðir þessara síðustu tveggja daga höfðu raskað sinnisró sinni. Vegur- inn til Branksome var sléttur og góður, eftir að komið var fram hjá vegamótunum, og þeir komu til bæjarins rétt fyrir sólarlagið. Er þeir komu að bænum sneru þeir út af aðalveginum til vinstrihandar, og óku meðfram röð af skraut- legum húsum, á leiðinni að húsi gamla læknis- ins. “Nú erum við bráðum komnir að læknishús- inu,” sagði Mr. Crosmont, sem hafði verið þög- ull og fúll alla leiðina. “Eg vil að þú farir út úr vagninum hérna megin við húsið, ef þér er sama, því eg vil ekki mæta þar neinum. Læknirinn gerir mann leiðan með orðamælgi sinni, konan hans er alt of ras- mikil, og dóttirin er nógu ljót til að gera mann hræddan. En það er kannske réttast”, sagði hann, efa blandin, “að eg fari inn og geri vart við okkur.” Hann stansaði hjá húsi, sem stóð dálítið sér, af stignum sem lá uppað því hafði allur snjór verið vandlega sópaður. Yfir framdyrunum var stór koparskjöldur með nafninu “Dr. Peel”. í neðri gluggunum voru stórar burknaplöntur og yfir þeim hékk fuglabúr. Mr. Crosmont stöðv- aði hestanna og beið meðan Dr. Armathwaite gekk upp að dyrunum, sem voru opnar og hringdi klukkunni. Rétt strax var innri hurðin opnuð og fram kom sú ófríðasta kona, sem hann hafði nokkurntíma séð. Hún var lág vexti og dig- ur og luraleg, hún var bogin í bakið og otaði höfðinu langt fram fyrir sig. Hún hafði kúpt enni, lítil kringlótt augu, og uppbrett nef, sem eins og dró efrivörina upp að sér, svo skein í stórar og ójafnar tennur, og hörundsliturinn stálgrár. Þrátt fyrir útlit hennar fannst Dr. Armathwaite, sem gat sér þess til að þetta væri dóttirin, að sér litist ekki svo illa á hana. Ekki af því að hann væri því algjörlega sammála, að fríðleikinn væri einskis virði, bara ef manneskj- ann væri góð; en þessi ófríða litla stúlka hafði vingjarlegt og góðlegt útlit, sem gaf til kynna marga góða eiginleigleika hennar, og ófríðleiki hennar stóð ekki í vegi fyrir, að kynnast henni nánara. "Er Dr. Peel heima?” spurði hann og lyfti hattinum. “Já, en hann er veikur og eg held hann geti ekki tekið á móti neinum. Er það ekki Mr. Ned Crosmont, sem er þarna úti?” spurði hún í hærri róm, og sté eitt skref lengra fram. “Jú, en hvernig gengur það hérna, Millie? Hvernig líður læknirnum? Dr. Armathwaite er kominn hingað alla leið frá London til að heim- sækja Dr. Peel,” sagði Mr. Crosmont. “Er það virkilega?” sagði hún og leit undr- andi á Dr. Armathwaite. “Ó ekki nema það”, var sagt í háum og vald- mannslegum róm innar í húsinu. “Hver er það Amelía”. ‘Eg neld það sé bezt þú komir inn, ef þú vilt tala við móðir mína. Hún getur sagt þér betur en eg um það sem þú vilt vita. Viltu ekki koma inn líka, Ned?” “Nei, þakka þér fyrir! Eg get ekki yfirgef- ið hestanna. Heilsaðu foreldrum þínum frá mér — og Almu, og segðu læknirnum, að eg vonist til að geta komið bráðum og séð hann.” “En hvenær kmur Alma að sjá okkur? Fað- ir minn er altaf að spurja eftir henni, og eg get ekki skilið því hún kemur ekki?” “Hún hefur ofkælst og er sár í hálsinum, og eg vil ekki að hún fari langt í þessu kalda veðri,” sagði hann, og tók í beislistaumanna til að keyra á stað. Dr. Armathwaite hafði veitt þessari skýr- ingu nákvæma eftirtekt. . “Við mætumst þá líklega ekki aftur?” sagði Mr. Crosmont, og sneri sér að honum. “Það er eins auðvelt fyrir þig að komast á járnbrautina héðan, eins og frá Conismere. Ef það er áhuga mál þitt að komast til Skotlands eins fljótt og hægt er.” Professional and Business Uítectory — Office Phone Res. Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment DR. A. V. JOHNSON DENTIST • 506 Somerset Bldg. • Oífice 97 932 Res. 202 398 Talsimi 95 826 Heimilis 53 893 DR K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, neís og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutími: 2—5 e. h. AXDREYVS, ANDREYVS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 Di\ P. H, T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 DRS. H. R. and H. YV. TYVEED . Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 97 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants • 219 McINTYRE BLOCK • TELEPHONE 94 981 THE YVATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken YYTNDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 A. S. BARDAL ,.?flu.r bkkistur og annast um utfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonor minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 27 324 Winnipeg H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada L nion Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St.. Winnipeg. Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDBON Your Patronage Will Be Appreciated ÁSGEIRSON’S PAINTS, YVALL PAPER AND HARDYVARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 Halldór Sigurðsson Contractor <S Builder • 1156 Dorchester Ave. Sími 404 945 The BUSINESS CLINIC Specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 FIN KLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 O. K. HANSSON Plumbing & Heating CO. LTD. For Y’our Comfort and Convenience, We can supply an Oil Burner for Your Home Phone 72 051 163 Sherbrook St. DR. CHARLES R. OKE tannlæknir 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg • Phone 94 908 PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af óllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Simi 25 883 C. A. Johnson, Mgr LESIÐ HFIMSKRINGLIJ ÍOOföTOREI W’MYJ 702 Sargent Ave.. Winnipeq, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.