Heimskringla - 21.09.1949, Blaðsíða 2

Heimskringla - 21.09.1949, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. SEPT. 1949 Við svífum vængjum þöndum til Keflavíkur Nú erum við að nálgast leiðar- enda. Loftvélin líður niður í þokuna í húmi nætur, klukkan tvö eftir miðnætti. Innanborðs var að minstakosti einn skelkað- ur farþegi — fjandi leiðinlegt, að týna lífinu nú, og það er næsta ervitt fyrir margreynda menn, að festa trúnað á gengi lukkunn- ar að geta virkilega trúað því að æfilangur óskadraumur sé nú loksins að rætast, að maður kom- ist heilu og höldnu til íslands. Um stundarsakir var alt út- sýni byrgt og úrsvalur þokuúð-1 inn rauk um vota vængi vélar- innar. Svo greiddi til. Þokan lág í miðlofti. Nú eygði eg fyrst ísland; ofurlítla bláa rönd af sjónum. Hafrænan ýtti hjalandi smá öldum upp að grýttri strönd. Svo kom sjálft landið í ljós: grá- ir úfnir urðarflákar og gróður- lausar flesjur alt í kring. Við liðum með hægu skriði fram hjá tveimur láreistum byggingum og andstyggilegum, ryðflekkótt- um, járnþynnu kumböldum. Þettað vóru braggarnir, íbúðir hersetuliðsins og þarna eftir skildir sem talandi vottur hinn- ar hernaðarlegu ómenningar. Svo kom ofurlítill hnykkur, naumast greinanlegur þegar lendingarhjólinn námu við jörð. Flugan rennir sér léttilega með dvínandi hraða á eggsléttri braut og nemur staðar fyrir fram an Keflavíkur Hótelið. Við höfðum verið hérumbil 12 kl.- stundir í lofti og gerir það 14 tíma frá New York með tveggja stunda töf í, Gander. Oft hef eg látið mig um það dreyma hversu mér mundi verða innanbrjósts þegar eg fyrst findi íslenzka grund undir iljum. Þótt undarlegt megi virðast gerðust hreint engar hræringar í mínum andans innum. Eg var dálítið dasaður með hellu fyrir eyrum og tómleika tilfinningu í hausn- um. Þegar maður kemur með flughraða úr mörg þúsund feta hæð koma þessi ósköp gjarnan yfir mann. Ráð er samt við þessu, að grípa um nefið og soga loft- ið í löngum teigum gegnum munnin. Eg reyndi að kenna ferðafélaga mínum til Vest- manneyja þessa kúnst, með eng- um árangri samt. Konurnar! Þær, fallast sjaldan á góðramanna ráð-1 leggingar. Eg vona nú samt að þettað verði einhverjum til gagns. Sjálfur hafði eg gleymt að fara að mínum eigin ráðlegg- ingum við lendinguna á Kefla-: víkurflugvellinum. Það var nefnilega uggur í mér útaf vænt-j anlegri tollskoðun, peningafram- vísun og svoleiðis “veseni”. Toll-: þjónarnir reyndust samt hinir prúðustu og svo langtum kurt- eisari en sumir sem rannsaka mann við útgönguna frá Canada sem næstum fletta mann klæð-| um til að ganga úr skugga um að maður stelist ekki með pen- inga út úr landinu. Það er mjög þýðingarmikið að útlendingar og ferðamenn mæti kurteisri af- greiðslu frá eftirlits mönnum stjórnarinnar, þeir eru fyrstu mennirnir sem aðkomumaðurinn kynnist og dregur ályktanir sín- ar um landið og þjóðina af þeirri kynningu. Eg hef mikið ferðast um dagana og eftir minni reynslu eru íslenzku tollverðirn- ir miklu viðmótsþýðari en gerist| og gengur með starfsbræður þeirra í öðrum löndum. Jæja, næst var að fá sér gist- ingu, það sem eftir lifði nætur. Þarna er nýtt og læsilegt gisti- hús, sem Ameríkanar hafa reisa látið fyrir ferðamenn. Þegar til kom vóru öll einbýlis herbergin tekin svo mér var holað niður í herbergi hjá manni frá Montreab Fyrst gekk eg í bað til að aflauga! mig öllum útlendum óhreinind- um. Mér varð ekki svefnsamt því fyrst og fremst hraut Montreal- inn, eins og hrútur á blóðvelli og skil eg ekkert í að maðurinn skyldi leyfa sér þvílíka ósvinnu á erlendri grund — kannske hon- um hafi fundist hann ekki vera komin til fslands, bara til Kefla- víkur. Svo var mér sízt svefn í sinni, íyrstu nóttina á íslandi. Eg stóð við gluggan lengst af og glugg- aði út í tilveruna. Þarna var nú samt furðu fátt að sjá í daufu morgunskini hins upprennandi þoku dags. Ekkert blasti við sjónum, nema langar og breiðar flugbrautir, rennisléttar og rennilegar. Á vellinum sátuj margar flugvélar. Eg taldi 17,| þrettán þeirra stóðu saman í einni röð. Mér var sagt að það væru hervélar á leið til Canada. j Um morguninn gekk eg í gilda- j skálann til að fullnægja þörfum holdsins — vona þetta verði ekki missskilið á verri veg — eg nefnilega girntist ekkert nema soðningu í svanginn. Nú er því svo fyrir komið, í þessum stað. að hver verður að hjálpa sjálfum sér þjónustu lítið og raða vist- um á diskinn sinn. Kalla menn þetta “Cafeteria-style” út í Ameríku. Verður mér nú sú skyssa á, að gleyma innheimtu- manninum. Veit eg ekki fyr er hann víkur sér að mér valds mannlegur í fasi svo sem hæfir umiboðsmanni einnar herra þjóð- ar og ávarpar mig auman svo feldum orðum: “What is the idea, you should have come to nle to pay?”. Okkur var báðum allþúngt niðri fyrir en gættum þó allrar kurteisi þar sem við vor- um ekki á alþjóðar friðarþingi staddir og bar því að brúka mannasiði. Þetta verkaði bölv- anlega á mig, að vera þannig á- varpaður af útlendingi i mínu‘ eigin föðurlandi. Ungmeyjarnar sem þarna svifu um salin brostu svo góðlátlega kurteisar með svo eðlilegri háttprýði, á íslenzka vísu, að eg steingleymdi, að eig- inlega var eg nú ekki komin enn- þá til íslands, heldur bara til Keflavíkur. Eg flytti mér að borga næturgreiðann og hitti þá elskulegasta landa, sem gegnirj víst gjaldkerastöðu í hótelinu.' Já, dýrt er að gista hótelin á Fróni, fjörutíu og fimm krónur fyrir manninn, svo við, Montreal maðurinn og eg, borguðum nítíu krónur fyrir herbergið þessa nótt. Eg gæti best trúað að Bandaríkin skaðist ekki á þessu hóteli. Svo hraðaði eg mér út í nátt- úruna, því blessað andrúmsloft- ið er þó alíslenzkt, eins og í ár- daga. Þarna utan dyra rakst eg á annan ameríkumann, háttprúð- ann og viðræðufúsan. Sá hvaðst vera búin að vera tvö ár á íslandi. Hann kom frá einhverjum bæ í, New York-ríki. Eg man ekki nafnið en minnir það endaði — “. . . . fall” (foss). Hann var hinnj hjálpfúsasti og vildi mér leið- beina um farartæki til Keflavík- ur. Hann hvaðst hafa verið lög- reglumaður vestra, mig minnir j New York-borg. Nú sem hannj fekk að vita að eg hefði komiðj flugleiðist frá New York þá um nóttina vildi hann um margt frétta. Varð okkur fyrst víðrætt um veðurfarið. Kom okkur sam- an um að ólíkt væri það nota- legra í morgunsvalanum viðt Faxaflóa en í steikjuhitanum íj New York. Hann fræddi mig umj að fyrirfarandi daga hefði veðrið verið bara elskulegt á fslandi,! sólskin og hiti. Vorið samt alveg| hræðilegt. Yfirleytt virtist hann samt ekki hafa mikið út á veðr- áttuna að setja og hann vissi auð- vitað að síðast liðin vetur hafði verið óvenjulega erviður jafnvel fyrir Californíubúa. Honum þótti samt heldur hvassviðra- samt á Fróni. Þótt honum lægi hlýlega orð til íslendinga virtist mér honum leiðast. Kvartaði hann um aðeins eitt, að ervitt væri að kynnast betri borgurum íslands. Mér virtist mikið með þessu sagt “betri borgurum fs- lands” (The better kind of citi- zen of Iceland). Hvernig getur öðruvísi verið? Þetta gefur til- efni til sálfræðilegra hugleið- inga Hávaðin af íslendingum er í hjarta sínu mótfallin landsetu útlendra manna á Fróni. Þeim verður því meinað að hafa eðli- lega umgegni við þá landsverja, sem mest bera sjálfstæði þjóðar- innar fyrir brjósti. Þetta kemur harðast niður á þeim 'útlending- um sem eru sannmentaðastir og þrá samneyti við sína líka. Þótt dæmi séu til þess, og þvímiður mörg, að menn sættu ofsóknum í Ameríku sökum skoðana sinna bera Ameríkanir í raun og veru djúpa fyrirlitningu fyrir þeim er skortir djörfung til að berjast fyrir rétti sínum. Sú lítilsvirð- ing sem blökkumennirnir þar hafa ábakað sér gróðursettist í þjóðvitundinni fyrir tillátsemi þeirra og undirgefnis hátterni. Þar er meiri virðing borin fyrir Indíánunum af því þeir höfðu mannskap til að bera hönd fyrir höfuð sér. Mér féll vel að eiga viðræður við þennan prúða sam- þegn minn frá Ameríku og vék frá honum al sannfærður um, að hann væri opinberun þeirrar menningar, sem eg fyrst kynnt- ist og mest dáði vestanhafs. Mér fanst eg líka skilja innheimtu manninn betur. Þeim leiðist víst flestum “Könunum” heima af því þeir vita sig óboðna gesti á( erlendri grund. Þessvegna verða sumir þeirra geðvondir. Nú rakst eg á ósvikin landa, móstrútóttan fjárhund sem gekk þarna greifalegur um staðarins torg eins og hann vildi á það minna, að hér færi hann um foldu feðra sinna. Hann minti mig strax á hann Snata minn, sællrar minningar, sem nú hefir leigið í íslenzkri mold í hálfa öld. Dásamlegu, tryggu dýr! ís- lenzku fjárhundarnir, ykkur verður aldrei oflof kveðið. Þið voruð vinir smalanna, vinir ein- stæðinganna, stundum þeirra einustu vinir. Þeir léttu hjarð- drengnum sporin, þeir hlupu léttfættir yfir ókleifar urðir. — Eggjagrjótið gerði þá tíð- um sárfætta svo blóðið draup úr opnum undum. Samt var haldið áfram meðan uppi var staðið. Þegar þokan lagðist á fjöll en úr- svalinn þrengdi sér í gegnum þunnan slitinn klæðnað hvíldu þeir stundum í föstum faðmlög- um, hundurinn og smalinn meðan drengur naut varmans frá vinar- hjarta. Þá sleikti stundum hunds- tungan lopnar hendur og tárvotar kinnar. Þá sóru tvær sálir heitt æfilanga vináttu. — Þarna dvöldu þeir dögum saman þessir tveir lítilmetnu lífsverðir ís- lenzkrar æsku og elli því það var þeirra verk að gæta búsmalans og frá búsmalanum kom sá heilsu veigur sem færði fjör í aldnar æðar og heilsuroðann í ungar kynnar. Dásamlega vitra og trygglynda dýr, hversu mikla skuld á þjóðin þér að gjalda? Margur hundurinn vakti yfir búi og barni húsbónda síns. Það er ekki alt skáldsögur, sem segja frá hundunum er björguðu óvit- um frá því að fara sér að voða. Allir vita hversu öruggan vörð margir þeirra héldu yfir eignum herra sinna. Fyrir kom það líka. að þeir leiðbeintu þeim til húsa eða sátu yfir þeim sjúkum og druknum og vísuðu öðrum á verustað þeirra. Ef fslendingar eignast trygglyndi þessarra trú- föstu vina sinna, verður þjóðinni borgið. Það mætti sjálfsagt skrifa margt og mikið um Keflavíkur- flugvöllinn því hann er hið mesta mannvirki og afar stór, enda er hann mikið notaður. Um 250 flugvélar lenda þar mánað- arlega. Koma þær vélar frá ýms- um löndum: Bandaríkjunum, Englandi. Frakklandi og Skand- inaviskulöndunum. fslendingar nota hinsvegar Reykjavíkur-! flugvöllinn jafnvel fyrir sínar ( stærstu vélar, sem eru engu1 minni en þau bandarísíku loftför | sem fljúga frá New York um fs- land til Kaupmannhafnar og Sví- þjóðar. Annars vil eg ekki hætta mér út á það hála svell, að tala um flugvöllinn því eg ber lítið skinbragð á slíka hluti. Hugurinn dvelur fremur við1 horfnar myndir úr aldagömlu þjóðlífi ættbálks míns, eins og þær blasa við hugarsjón minni frá þessari strönd. Eg sé hina gömlu og góðu sjósóknara í anda, alskeggaða, sterklega, harðlega að ytri sýn, en þelgóða og trausta hið innra eins og þeir beri svipmót sinna óðala, hinna brimbörðu útnesja. Eg sé báti beitt úr vör yfir rjúkandi unnir í ofviðri köldu. Ötulir ræðarar leggjast fast á árar því langt er sótt til fjarlægra miða. Sumir róa konungsskipum. Bessastaða valdið hefir þröngvað þeim þar á skip. Suðurnesjurtgar bjuggu allra fslendinga næst, höfðu bóli hins danska einræðisvalds og höfðu mest af því að segja. Suð- urnesja kjálkinn hefur jafnan verið ágangsreitur fyrir útlent vald; við rekjum nöfnin og um okkur fer hrollur: Kópavogur? Bessastaðir og Reykjavík — dankra selstöðu kaupmanna. — Þarna fóru Englendingar með| ránskip og þarna stigu “Tyrkir” á land. Þarna hefur íslenzkur há- skríll tíðum gengið á mála hjá erlendri ásælni, þjóðinni til ó- farsældar. En þessir menn, sem beittu í kaldan vóru sannir fs- lendingar, óbrotnir en traustir alþýðumenn. Þeir virtust kannske nokkuð hrjúfir að ytri sýn en skrápurinn skýldi vörmu hjarta, sem elskaði djúpt og inni- lega konu og krakka, átthaga og ættarland. Þeir þurftu á þykkri yfirhúð að halda þar sem þeir dorguðu á miðunum, þar sem brimsalt sjáfardrifið rauk um þá, ísvindar frá Grænlandsgnúp- um léku um þá, þar sem allir vindar Atlantsála ógnuðu þeim. f æðum þeirra og innræti geymd- ist það “vítamin” sem viðhélt þjóðlífinu gegnum alt böl og hörmungar ótal alda og frækorn þeirrar menningar sem ennþá átti eftir að dafna í endurreisn landsins á vorri tíð. Þetta voru hinir sönnu aðalsmenn íslands og laukar vors ætternis. Lengi var á miðunum setið — helzt til lengi, stundum — fiskarnir voru fáir sem eftir urðu til hlutar eft- ir að kóngurinn hafði haft sitt. Veiðarfærinn voru ófullkomin, bátarnir opnir og smáir. Á tvær hættur varð að tefla svo börnin héldu ekki fyrir foreldrunum vöku, kveinandi um brauð. Þett- að var menning aldarfarsins sem lifir að nokkruleyti enn, að sumum bæri forréttindi til að éta, öðrum skyldan til að vinna. Það var réttur konungsins að sitja veizlur. út í Kaupmannahöfn á kostnað íslenzkrar alþýðu, eink- um á kostnað íslenzkra sjó-' manna. Þá bjuggu fslendingar undir þrefaldri ánauð: þeirri á- nauð sem konungsvaldið skóp þeim; þeirri ánauð sem einokun- arvald kaupmannanna lagði þeim á herðar; þeirri ánauð og kúgun sem þeirra beturmegnandi grannar beittu þá einatt, í skjóli þeirra laga er voru oftast til þess gerð að lögfesta ranglætið frem- ur en grundvalla réttlætið. Sem sagt þarna voru hraustir karlar að dorgi fyrir kónginn út í Kaupmannahöfn og sjálfa sig. Þetta vóru beztu sjómenn ís- lands og djörfustu sjósóknarar | sannkallaðir hetjur hafsins. —1 Hvergi á landinu barst þvílíkj björg á land sem á Suðurnesj-j um. Fiskimennirnir við Faxa-' flóa þóttu mestu og djörfustu, siglingamenn íslands um langt skeið. Fiskiför þeirra báru líka af öðrum bátum, Engeyjarbát- arnir. Þegar aðrir börðu sjóinn móti stormi og brimi slöguðu þeir sig til lands. Þarna í Faxa- ugtinni hafði drottin frá önd- Þetta Nýja Ger Verkar Eins Fljótt Og Ferskt Ger Heldur Ferskleika Eins Og Þurt Ger Þarf engrar kælingar með Nú getið þér fengið fljóthefandi ger án þess að vera hrædd um skemdir. Hið nýja Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast heldur sér viku eftir viku án kælingar. Hafið ávalt mánaðar- forða á búrhillunni. Notið það nákvæmlega eins og ferskt ger. Einn pakki af þessu nýja, þurra geri jafngildir einni köku af fersku geri í öllum forskriftum. Tekur tafarlaust til, er fljóthefandi. Afleiðingar þess eru lostæt brauð og ágætir brauðsnúðar, á afar stuttum tíma. Biðjið nú þegar matvörusala yðar um hið nýja Fleisch- mann’s Royal Fast Rising Dry Yeast. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast! verðu stofnað forðabúr er síðar varð auðkista landverja. Þarna voru mörghundruð Halldórar Bessasynir og þúsund Jónar Hreggviðssynir er bognuðu en brotnuðu aldrei. Þeir drógu björg í bú hálfrar þjóðarinnar eða vel það. Þeir sóttu fjörefnið í djúpin meðan þess var mest þörfin, um hina dimmu skamm- legis mánuði. Minningar fortíðar sækja að okkar sálar sjónum. Maður sér bát bruna að vör yfir úfnar öld- ur. Kvöldskuggarnir hafa lagst á láð og lög. Illa sér til feigðar- boðanna fyrir vitalausum strönd- um en kænlega er stýrt fram hjá flestum voða. Samt verður ekki æfinlega framhjá þeim öllum komist og margur var sá kapp- inn er hlægandi kysti ástmey sína í húmi nætur en berst nú sem lík að landi meðan bátur á- hvolfi veltist í brimröstinni. Sumum er kannske bjargað. Þeim er hjúkrað sem bezt má verða og háttaðir ofan í hjóna- rúmið, í litlu lágreistu kotunum. Konur og börn hafa horft á slys- ið, en engin æðrast um of. Mæð- ur og synir gera heitstrengingu. Mæðurnar að eyða öllum kröft- um í þarfir föðurleysingjanna, synirnir að sækja sjóinn með engu minni áhuga og dugnaði en hann pabbi gerði. Þannig heldur lífið og starfið áfram frá kyni til kyns um blóðugar og tárvotar ættarslóðir. Margur reynist drengur í þrautum og margt er það barnið, sem tekið er til fóst- urs bæði af fátækum og ríkum. Alþýðan verður að þrengja sér saman til samábyrgðar. Þannig hafa kynslóðirnar strítt og strit- að, barizt og beðið bæði sigur og ósigur — ef til vill, ætti betur við að segja sigrað sjálfan dauð- ann fyrir manndóm sinn og manngæsku. Suðurnesin voru óskalönd og draumheimur drengjanna í döl- um Norðurlands. Hnokkana dreymdi um þann dag, þegar þeir gætu farið með feðrum sínum suður til róðra. Þeir höfðu heyrt fólk tala með aðdáun, á löngum kvöldvökum um hina miklu for- menn og aflasælu suður í Vog- um, Grindavík og Höfnum. Þar voru nöfnin á hvers manns vör- um: Guðmundur á Auðnum, Ket- ill í Kotvogi, Guðmundur á Vatnsleysu; Einar í Garðhúsum. Þeir höfðu heyrt menn tala um sunnlenzkar verstöðvar sem fjar- læga æfintýra veröld. Smalinn bíður þess með óþreyju, að hann megi yfirgefa rollurnar til að róa frá einhverri verstöðinni á Suðurnesjum. Þokunni tekur að lyfta og nú bregður fyrir fleiri sýnum. Eg sé mann á ferð um lágheiðar og fjallaskörð, það eru norðlendsk- ir vermenn á heimleið. Þeir þauf- ast þar með pjönkur sínar og fá- eina klyfjahesta. Löng og sein- sótt er leiðin en bakvið fjöllin bíður bjargarþrota fólk í norð- lenzkum dölum og á útströnd- um við fiskilausa firði. Sárfætt- ir og langlúnir síga þeir áfram — hugurnn dregur þá hálfa leið. Þeirra bíða langþreyðir vina- fundir og ef til vill æfintýri. Það má kanske finna lérefts- pjötlu í malpokanum handa eig- inkonu, ungri heimasætu, unn- ustu, móðir eða systir. Hugsun- in um feigins fundi vakti í von- arglöðum draumi og myndir blika í geðheimi þessara göngu- manna. Innan stundar myndu þeir hvíla í ástfúsum faðmi. Þarna dvaldi draumlynd mær feimin við sínar ungmeyjar hugsanir, í sakleysi æskunnar. Nokkrir eiga sér hvorki eiginkon- ur eða unnustur en þarna fara rómantískir Skagfirðingar og riddaralegir Húnvetningar. Alla dreymir þá um einhverja dala- dís: vinnukonu eða heimasætu. Þeir rifjuðu upp fyrir sér fá- tæklegar endurminningar um lít- ið bros og hlýtt handtak. Nú var hann næstum sigldur, nýkominn af suðurlandi, reifaður æfintýra Ijóma fjarrænna staða og hann slagaði hátt upp í farand ridd- ara sem lofaður er í sögnum og Ijóði. Nú kunni hann frá ýmsu að segja. Á skáldadísina var nú heitið að gefa lit í frásögnina eða þá helzt að stuðla hana léttu Ijóði. Á Holtavörðu'heiði og í Kalmannstungu var bisað við bragargerð. Dæmin voru svo sem til þess að skáldskapur laun- aðist með gegnum lýsandi geisla frá glampandi auga og mælsku brosi. Já, — guð minn góður ef hann yrði nú svo heppin — en um það hafði hann heyrt sögur sagðar að einn eða tveir kossar hefðu verið látnir fljóta með sem féllu eins og dreypifórnir frá saklausum rósavörum, “sem daggarlindin hininhrein að hjarta jarðar blómsins streymi”. Hann réttir úr bognu baki og verður alt í einu sjálfum sér lík-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.