Heimskringla - 21.09.1949, Blaðsíða 4

Heimskringla - 21.09.1949, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. SEPT. 1949 itfeimskrinjila (StofnuO 1886) lemui út á hverjum miðvikudegl. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð biaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist íyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlötandi sendist: Tíie Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanaskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON “Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 21. SEPT. 1949 Athyglisgáfan að hverfa eða breytast Það kemur nokkru sinnum fyrir nú orðið að bent er á það á prenti, að ýmislegt beri með sér, að aíhyglisgáfa manna sé annað hvort að sljófgast eða breytast. Helztu dæmi þessa eru fyrst og fremst talin þau, að lestur bóka sé að dvína, bæði góðra og illra. Menn sitji nú að jafnaði ekki við lestur og allra sízt ef efnið er þungt og nokkur fyrirhöfn er því samfara að skilja það. Annað, sem mjög þykir bera vitni um þetta sama, er það, að nútíma menn sinni nálega engu orðið fornum listaverkum. Það sé eins og menn sjái ekkert í þeim. Einnig þetta er talið bera vott um hnignandi listhæfileika hjá mönnum. Eldri skáldskapur er einnig hættur að hrífa menn eins og áður. Hinir yngri virðast honum svo fráhverfir, að það er farið að spyrja hvort fram sé komið á jörðu nýtt mannkyn sem skáldskap hvorki unni eða meti að nokkru. Útlitið sé, að hann eigi eftir að deyja út, eins og svo margt annað? Á sama tíma og merki alls þessa sjást glögt er maður samt í vafa um svarið við því, hvort athyglisgáfan sé að leggjast niður. Hún gæti verið að breytast. Það þykir ekki bera á miklum sljóleik eða deyfð yfir hugum ný-uppvöxnustu kynslóðarinnar á skemtunum, eða gagnvart vélum og tækni nútímans, eða viðskiftum. Hún er þar eins vakandi og hún hefir nokkru sinni áður verið. En ýmsir segja, þó svo geti verið, þá sé vafamál, hvort þeirri athygli fylgi ekki sljófgun í hugsun. Það eru til menn, sem sterktrúaðir eru á það, að anda mannsins þroski ekkert, sem lestur. Og fráhvarfið frá honum boði ekkerí annað en dvínandi hugsun eða athyglisgáfu. Það er og bent á, að þægindi nútímans stuðli mjög að andlegri hnignun. Járnbrautalestirnar skrölta með þig frá hafi til hafs og þú þarft ekkert um það frekar að hugsa, en greiða fargjaldið. Og flugförin? Það er ekkert betra til að gera menn lata en þau. Á- reynslan er fólgin í því einu, að ganga upp fáeinar tröppur inn í þau, rífa pappírs umbúðir utan af matarbita og ef vel tekst til, að líta í dagblað,' sem þú stakst á þig og lest nú eins umhugsunarlaust og þú hafir tekið það með þér til þess að geta sofnað sem skjótast. Slík ferðalög og nú hefir verið lýst, þroska ekki hugsunina. En það eru ekki þau ein, sem úr einbeitingu hugans draga. Hávaðinn daglega umhverfis oss gerir það einnig. Umferð á vegum og götum, fylgir skrölt og inni í húsum ganga glymskrattarnir frá morgni til kvölds. Skarkali lífsins nú á tíð, er alveg nægur til að banna alla hugsun, og jafnvel ærinn til að gera menn vitlausa. Af þægindum nútímans verða menn athafnaminni, værukærari, hugsunarlausari og ábyrgðarlausari fyrir hvernig alt fer. Það er eðlilegt. En spursmálið er hvað holt það er andlegu þroskalífi manna. Líf og andi hvers verks, er listin. Og hin elzta allra lista, er rit og leslistin. Getur maðurinn verið án þeirra? Á VÍÐ OG DREIF ERLENDUR DÓMSTÓLL LÉTTUR FUNDINN Eitt af því sem farið er fram á í boðskap Ottawa-stjórnar, er það, að hæsti réttur Canada verði æðsti dómstóll landsins, en að skjóta málum til leyndarráðs Bretaveldis skuli hætt. Baráttan um þetta mál er ekki ný. Hún er búin að vera á döf- inni síðan 1876, er Edward Blake hófst handa og gekk út í bardag- ann á móti leyndarráði Breta. Síðan eru nú 73 ár. Sá er nú mun mest hafa um málið að segja, verður að líkindum Stewart Gar- son, núverandi dómsmálaráð- herra sambandsstjórnar. Það er sitt af hverju bæði með og móti því hægt að segja, að leggja niður að áfrýja málum til Bretlands. Það hefir nú fyrst og fremst aldrei verið mikið að því gert. Öll glæpamál hafa um langt skeið verið dæmd hér og fullnað- ardómur I þeim verið í Canada. Aðeins mál einstakra mapna eða félaga eða stjórna hefir verið hægt að senda til Bretlands. En það hefir verið svo dýrt, eða oft og tíðum numið 15,000 dölum, að það hefir aldrei verið hér al- gengt. í öðru lagi hefir þetta skygt á sjálfstjórnarvald Canada í hugum ýmsra, að dómsúrslitin væru í Bretlandi. hefir aldrei sýnt sig atkvæða- meiri, en þegar hann var að reyna að svifta fylkin réttindum sínum, en draga þau í hendur sambandsstjórnar. Þjóð þessa lands er ekki búin að bíta út úr nálinni með það hvað eins voldug stjórn og hún setti til valda í síðustu kosning- um, gerir, eða getur gert áður en lýkur. * THE ICELANDIC CANADIAN Fyrsta hefti áttunda árgangs ofannefnds rits kom út í byrjun þessarar viku. Ritið er fjölbreytt að efni og getur flestra nýunga á meðal íslendinga á ársf jórðung-' inum, sem um er að ræða. En auk1 þess eru í þetta sinn í ritinu að minsta kosti tvær greinar bók- mentalegs efnis. Er fyrri greinin skrifuð af W. Kristjanson eftir ferðalag um nágrenni Winnipeg- borgar er hann ásamt mörgum fleirum tóku þátt í og helgað var heimsókn sögulegra staða fylkis- ins. Verður höf. tíðrætt um hina fyrstu kirkju, St. Andrews kirkj-! una, er vissulega má telja eitt merkilegasta minnismerki hér uppistandandi frá tíð fyrstu! hvítra manna. Hin greinin er út- varpserindi eða kveðja frá konum heima á fslandi, til kvenþjóðar þessa lands. Erindið er samið af Öliu Johnson og flutt hér í út- varpi; er það að efni til lýsing af lífi sveitakvenna á íslandi og hefir ekkert, að því er vér ætlum,| betur verið skrifað á ensku um það efni áður. Þeir einir, sem gagankunnugir eru þjóðlífi tveggja þjóða, geta túlkað hlut- ina eins og gert er í þessari grein. í ritinu er margt fleira sem þess er vert, að á væri minst, eins og stutta en hugðnæma minnmg- argrein um Svein heitinn Thor- valdson, skrifaða af W. J. Lindal dómara. Um Gimli fslendinga- daginn er og góð grein rituð af J. K. Laxdal og grein sem heitir Enohanted Coach, eftir Hólm- fríði Danielson. Munu flestar hinna stuttu og góðu fréttagreina af íslendingum skrifaðar af henni. ★ HVER Á AÐ BREYTA STJÓRNARSKRANNI? , Það horfir líkt við með ráðgert frumvarp sambandsstjórnar um að veita þingi valdið í hendur að breyta stjórnarskránni, og með dómsvaldið, sem stjórnin hefir hugsað sér að taka í sínar hend- ur. Það segir sig sjálft, að stjórn- arskráin muni eftir því sem tím- En á móti þessu mælir aftur ar líða, þurfa breytinga við. Enda annað. Það er til dæmis mjög er ekkert til fyrirstöðu að það sé vafasamt, að fylkin njóti síns gert- Þó æðsti úrskurður í því léttar eins vel, er þau eiga L máli þurfi að koma fyrir Breta, höggi við sambandsstjórnina um stafar það af alt öðru, en að með einhver mál, ef hún sjálf er dóm- því sé verið að koma í veg fyrir, arinn, eins og kalla má að hún sé,! að vilji þjóðar þessa lands komi í Tvö tæKifæris»kvæði Eftir Guttorm J. Guttormsson Ijós. Stjórnarskrá Canada (The British North American Act), er mjög yfirgripsmikil. Hún fjall- ar um einkaréttindi tveggja þjóða, auk réttinda hins þrískifta stjórnskipulags, lands fylkja- og sveita eða bæjastjórnar. En auk alls þessa fjallar hún um utanrík- ismál, sem sjaldgæft mun í stjórnarskrám. En þess þótti nú þörf með hér á þessum tímum.1 Þó slíkt horfi nú öðruvísi við, er ekki með því sagt, að slíkt sé óviturt jafnvel enn, þar sem utan- ríkismál koma nú meira orðið við sögu hverrar þjóðar sem er, en þau hafa nokkru sinni áður gert., En nú vill Ottawa-stjórnin En það sýnir hvermg farið geti, breyta þafna & einhvem hátt til. ef flokksstjórnir verða of vold-j Látum það gott heita. En hvað eða hverju sem hún hugsar sér að breyta, er þetta ávalt hið var- með dómstólana sem sína þjóna. Það er ekki til neins að neita þessu, því þessir dómstólar hafa oftast verið erfiðir í garð þeirra, er mál hafa þurft að sækja á hendur stjórnum. Fyrir einstakl- inginn hefir það oftast reynst ó- kleift að sækja mál á hendur stjórnum. Á þetta ber að líta. Æðsti dómstóll þessa lands, verð- ur aldrei annað en afkvæmi sam- bandsstjórnarinnar og það er þunt blóð, sem ekki er þykkra en vatn. Barátta Roosevelts heitins for- seta við dómsvald Bandaríkjanna, mun mörgum enn minnisstætt. í SILFURBRÚÐKAUPI KRISTÍNAR OG VALDIMARS BENEDICTSON Þegar leiðir voru valdar Viti, snild og æskudug, Haft að marki fjall, sem faldar Fremd, að vinna á þrautum bug, — Ferð þau hófu fjórðungs aldar Fram með prúðum, ráðnum hug. Yfir hyl og flaum í fljóti Fjöldinn þaut á veikri spöng, — Þau sér tömdu gang á grjóti; Gerðist leiðin trygg en ströng, Er þau gengu upp í móti Eftir lífsins göngusöng. — Yfir sjálfa sig að hækka Sómir þeim sem heyja stríð, Þroskast, yngjast upp og stækka Eftir því sem líður tíð, Aldrei hika, aldrei lækka Upp í markmiðs fjallahlíð. Einu þrepi er altaf færra Eftir því sem hærra er sótt, Markmið alt af meira og stærra Meir sem lífið hleðst af þrótt Og því lengra, ofar, hærra Eftir hverja brúðkaupsnótt. í GULLBRÚÐKAUPI PÁLÍNU OG BERGS HORNFJÖRÐ Fyrir minni brúðgumans ugar. Eitt sem til mála kemur auð- vitað, verður og að hækka kaup dómara hæstaréttar. Eftir að vald dómstólsins hefir víkkað, er ekki að búast við, að þessi eftir- lands. Með þessu er stjórnin að of mikinn hlut að máli, svo að til lætisbörn stjórnarinnar sætti sig leggja undir vald þingsins eða í þess ætti alls ekki að koma, að Hún Saga dís frá Sökkvabekk Er sögum allajafna Um engi, haga, stöðla og stekk Og stræti og torg að safna. Veit drótt sem hennar doðrant les Og dæmt um nokkuð getur, Að Framnes gerðist frama nes Og fræða höfðings setur. Til frama bóndinn byrjaði’ á Að búa vel í pottinn, Að heyja, plægja, herfa og sá Og hvílast eins og drottinn. En það er upp að hafa horft Úr heimsins svarta flagi, Að hafa sér til sæmdar ort Og sínu bygðarlagi. Oss finst þó einna flest um hann Sem fræðaþul og manninn, Sem fyrir sér þann fjölda kann Og færir heim um sanninn, Því eftir þrotlaust grufl og grúsk f gömlum rúnaskræðum Á hreinum skildi bjartan brúsk Hann ber frá sigurhæðum. Oss finst það merkt og mikilvirkt Og mannskap sóma hressum, Að hafa að jöfnu akra yrkt f andans heimi og þessum. f báðum heimum hann sér vann Til hárra launabóta Og meginarðs sem átti hann ‘ Þó yngri að fá að njóta. En falli hann um fimbulhaust, Sem fleiri, undir torfið, Það þýðir ekki að þagni hans raust Né þrek hans alt sé horfið; Hið góða heldur áfram alt Og aldrei þverr né tapast, Því hundrað sinnum hundraðfalt Af hverju nýju skapast. Að stutt sé æfin, listin löng, Ei lýgi var til forna, En lind sem oft í eyra söng Og upp er nú að þorna. Af ást, sem manni aldrei deyr Og er því betri fengur Sem hann að árum eldist meir, Hann endist sjálfur lengur. Það undra jafnvel á sér stað Af ást til blaðs og penna Að sjötíu ára og yfir það Sé elli of snemt að kenna. Og ennþá getur Bergur bætt Við Braga og Fróða ræður Og aðrir notið, endurglætt Sinn anda við hans glæður. hugaverða við það, að hún ætlar • -----■■■■■■■ -■■ ■ ■■ ------ - ■ . = sjálfri sér valdið og ráðin í þeim smáar, ríkisstjórn, fylkisstjórn þing eftir þing, að breyta stjórn- efnum en ekki almenningi þessa og sveitastjórn, sem þarna eiga arskránni þar til lítið eða ekkert væri orðið eftir af hinum upp- runalega tilgangi hennar. f stjórnar boðskapnum segir að vísu, “að vald þings eða stjórnar í þessu efni nái ekki til mála er fylkin áhræri, eða til hlunninda vissra stofnana eða félaga með sérstöku leyfi til athafna, eða til sérréttinda eins og þau er veitt eru vissum þjóðflokkum í tungu- málum.” En hver í ósköpunum á að geta smíðað í huga sínum eða vitað, hvað það er sem stjórnin ætlar að fara fram á? Það getur verið gott og blessað að breyta stjórnarskránni. En þær breytingar eiga að koma frá þjóðinni, en valdið í þeim efnum, hverju skuli breytt og hverju ekki, væri fáránleg villa að skilja eftir í höndum þess stjórnar- flokks, sem við völd er í Can- ada í það og það skifti. Þegar á þetta er litið, er auð- séð hvað mikil hætta lýðræði þessa lands getur stafað af öðru eins bauki og því, er liberal- stj. er lögð upp í ferðina með í stjórnarskrármálum Canada. Það stefnir, sem raunar flest, sem liberal flokkurinn hefir starfað að, að því að efla honum einum völd landsins. Það er eins mikill einvaldsbragur á öllu því, sem hin nýja liberal stjórn hefir hafst að, eins og hjá nokkrum hinna fornu einvaldskonunga eða keisara. En hverjum getum við um þetta kent? Engum öðrum en kjósend- um þessa lands sjálfum á s. 1. sumri. Þeir fólu sig í faðm þess stjórnmálaflokks, sem síðan 1896 hefir hér ráðið lögum og lofum og því verki hefir reynst vaxn- astur, að skatta allar framfarir og þroska landsins svo, að hvor- ugt hefir getað þrifist og þetta auðuga land og fjölmenna, sem verið gæti, er hrygðarmynd borið saman við landið fyrir sunnan oss, sem fyrir stuttum tíma var á svipuðu gelgju skeiði statt í þjóð legum skilningi, en er nú lang voldugasta og fremsta menning- arþjóð heimsins. Norðurljósa rannsóknir Menn hefir stöðugt greint á um það af hverju norðurljós stafa. En nú hefir amerískur vís- indamaður, dr. Carl W. Gartlein við Cornell háskólann komið fram með nýja skýringu á því. Kveðst hann hafa gert mjög víð- tækar og nákvæmar rannsóknir á norðurljósum og komist að þeirri niðurstöðu, að þau stafi frá “brintatómum” sem sólin þeyti frá sér. Frumeindir þess- ar koma með 600 km. hraða á sek- úndu inn í gufuhvolf jarðar og þá skeður eitt af tvennu: Annað hvort lýstur þeim saman við raf- endir loftsins, svo að úr verður gneistaflug, eða þá — og það er algengast — að þau koma köfn- unarefnasamböndum loftsins í uppnám og við það skapast þessi Ijósadýrð. Menn höfðu fyrir löngu veitt því athygli að eitthvað samband var á milli sólbletta og norður- ljósa. Sólblettirnir vissu menn að stöfuðu af gosum í sólinni, og samkvæmt rannsóknum Gart- leins er sólin hlaðin af “brinta- tómum” og fær af þeim birtu sína. Norðurljós og suðurljós á suð- urhvelvi jarðar sjást ekki nema í grend við segulpóla jarðar. Er það af því að segulpólarnir draga að sér rafeindir loftsins. En menn hafa ekki vitað áður hvort þessar rafeindir væri “neg- ativar” eða “positivar”, en nú vita menn eftir rannsóknir Gart- leins að þær eru ‘positivar”. —Lesbók Mibl. við 12,000 dollara tekjur, sem raun og veru sitt, sem stendur að ein þjóðfélagsstofnunin, lands- dómarar nú hafa. j minsta kosti, vald, sem ekki er í stjórnin, ætti öllu að ráða um Mr. Garson mun ekki mikinn verkahring sambandsstjórnarinn- stjórnarskrána. gaum gefa þeirri hlið málsins, ar. Það er þjóð þessa lands og Væri landstjórninni veitt þetta sem að almenningi snýr. Hann stofnanir þess allar stórar og vald, gæti hún farið til verks, Þegar hinn frægi málari Rap'h- ael var fenginn til þess að mála nokkrar helgimyndir, komu tveir kardínalar til hans til þess að líta á verkið. Þeir byrjuðu strax að gagnrýna myndirnar. — Páll postuli er of rauður í andliti, sagði annar. — Hann hefir roðnað svona af að sjá í hverjar hendur kirkjan er fallin, sagði listamaðurinn hæglátlega. I Framvegis verður Heims- krinela fáanleg í lausasöbi hiá hr. bóksala Lárusi Blöndal. Skóla vörðustíg 2. Reykjavfk. Tsland.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.