Heimskringla - 16.11.1949, Blaðsíða 4

Heimskringla - 16.11.1949, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. NÓV. 1949 < StofnuO 1SB6) Cemui út á bverjum miðvikudegi. tigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 VerO blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirírain. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PALSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Ofíice Dept., Ottawa WINNIPEG, 16. NÓV. 1949 Talar enn um skattlækkun f fjármálaræðu sinni nýlega í sambandsþinginu, vék Hon. Douglas Abbott, fjármálaráðherra að því, að áform stjórnar sinnar væru, að minka útgjöldin og lækka skatta. Fjármálaritarinn er lengi búinn að leika þessa “rullu”, að telja almenningi trú um, að aðgæsla Ottawa-stjórnar í efnalegu tilliti, sé svo einstæð, að á ekkert hliðstætt dæmi sé hægt að benda í fari nokkurrar sjórnar er hann þekki til. Hvernig sýnir þetta sig í framkvæmdum stjórnarinnar? Fjármálareikningar hennar fara örum skrefum hækkandi á hverju ári. Útgjöldin þenjast sífelt út og það er vafamál, að stjórnin fái í snatri nokkuð við þau ráðið. Á síðast liðnu vori nam fjárhagsáætlun Ottawa-stjórnar, nærri hálfri þriðju biljón dala ($2,390,000,000). Nú að ekki fullum sex mánuðum liðnum frá því hefir áætlunin hækkað svo, að nú er hún $2,460,000,000, eða um 70 miljón dölum hærri en fyr á sama árinu Hvað Mr. Abbott hefir hafst að síðan hann útgaf sína fyrri áætlun segir ekki frá í framkvæmdum stjórnarinnar. Áhrærandi útgjöld hefir ekkert komið fyrir nema júní-kosningarnar. Það verður ekki yfir það klórað, að útgjöld Canada fara nú fram úr2.4 biljón dölum á ári og láta nærri að vera fimm sinnum hærri en þau voru fyrir síðasta stríð. Það er ekki aðgengilegt, að draga þá ályktun af þessu, að hér sé vel á haldið. Fjárhagsáætlunin nýja, sýnir það heldur ekki. — “Stríð hafa aukin útgjöld í för með sér; það veit maður ofur vel segir sjálft stjórnarblaðið, Winnipeg Free Press. Það heldur áfram: “En það er skrítið, ef hér er ekki neitt hægt að gera við eyðslunni sem í kjölfar þeirra flýtur. Rannsókn í Bandaríkjunum nýlega leiddi í ljós mikla eyðslusemi af stjórnar hálfu. Bretar hafa skorið niður útgjöld sín ótrúlega mikið, hvort sem nægir þeim eða ekki. Það væri mjög æskilegt, að það væri einnig rannsakað hvað hinum miklu útgjöldum hér veldur. Þau hafa vissulega hækkað við stríðið. En nú þegar stríðinu er lokið og útgjöldin eru hærri en nokkurt stríðsárið, fer ekki hjá því, að almenningur dragi þá ályktun aí þessu öllu, að um skaðsamlega eyðslusemi sé að ræða hjá sam- bandsstjórninni.” Þannig farast blaðinu orð. Að sjálfsögðu hefir það einnig mikið til síns’’máls. Nú eru t. d. mjög viðsjárverðir tímar fram- undan. Verzlun er að dvína og atvinna. En verð ýmsra hluta er að hækka og er stjórnin enginn eftirbátur í að stuðla að slíku og auka dýrtíðina. Það er aldrei ef ekki nú, timi fyrir stjórnina að fara að minsta kosti að gá að sjálfri sér og leggja eitthvað niður af eyðslunni, sem nú á sér stað í rekstri hennar, að dómi vina hennar og flókksblaða, ef Skattalækkunin sem Mr. Abbott, er stöðugt að minnast á, verður ekki skoðuð, sem “ómæt ómagaorð”. Þakkargerðardagsræða Flutt ai séra Philip M. Pétursson í Fyrstu Sambandskirkju í Winnipeg Á VÍÐ OG DREIF Þ. Þ. Þ. sjötugur Skáldið og sagnaritarinn, Þor- steinn Þ. Þorsteinsson, átíi sjöt ugs afmæli s. 1. viku. Heimsótti forseti Þjóðræknisfélagsins, sr Philip M. Pétursson og fleiri úr stjórnarnefndinni hann á afmæl- isdaginn og afhentu honum á varp það, sem birt er á fyrstu síðu þessa blaðs, ásamt éinhverju fleiru til minningar um aldursá- fangann. Bréf og skeyti bárust honum einnig mörg. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson er fæddur að Uppsölum í Svarfað- ardal á íslandi 11. nóv. 1879 Naut hann skólagöngu á búnaðar- skólanum að Hólum í Hjaltadal en kom vestur um haf árið 1901 Hefir hann lengst af dvalið í Wirí nipeg og stundað húsamálningu, en hefir ort og skrifað þess á milli, svo að eftir fáa liggur meira. Af sagnfræðilegum ritum um Vestur-íslendinga og Vest urheim, hefir Þ. Þ. Þ. meirá skrifað en nokkur annar fslend ingur fyr eða síðar. Bækur hans Vestmenn, Brazilíufararnir og þrjú bindi af Sögu íslendinga í Vesturheimi bera þessu gott vitni. Hann hefir með þeim reist sér sem fræðimanni óbrotgjarnan minnisvarða. Annað í fari Þorstins, er list- hneigð hans. Þó lítið eða ekker< hafi þar í skóla lært, eru myndir hans ekki frábrugðnar myndum þeirra, sem góðir listamenn eru taldir. Þetta hefir ef til vill ver- ið það viðfangsefnið, sem Þor steini var eiginlegast. Fræðimenska hans er ábyggi- leg, skáldskapurinn í sögum hans sjálstæður, svo að á Einar Benediktsson og Jón Trausta minna, eins og dr. Stefán Einars- son hefir einhvers staðar bent á. En myndgerðarlistin á þó að lík- indum dýpstar rætur í brjósti Þorsteins. Heimskringla þakkar bæði fyr- ir sína hönd og lesenda sínna hinum sjötuga fræðiþul fyrir starf hans, og árnar honum langrar æfi og alls hins bezta. ÆFISÖGUR KUNNRA VESTUR-ISLENDINGA Heimskringla hefir komist yfir, önum. Sú tilfinning grípur mann Þetta sunnudagskvöld, að- fanga-dagskvöld þakkargerðar- hátíðarinnar, hefi eg valið mér texta orðin úr guðspjalla- kaflanum sem eg las áðan. — “Syngið og leikið drotni í hjört- um yðar, og þakkið jafnan Guði, föðurnum, fyrir alla hluti.” — Vér höfum, í fullum sannleika mi'kið að þakka fyrir. Hér í þessu landi, eru fjórsam- ir akrar, og haglendi. Hér eru miklir skógar, og víðáttumikil vötn. Hér er málmur af alskonar tægi í jörðunni, olíulindir og kolalög. Iðnaður og framleiðsla af mörgum mismunandi tegund- um þekkjast einnig, og fólkið á yfirleitt gott. f hlutfalli við heildina, eru tiltölulega fáir sem skorta nauðsynjar lífsins. Flest allir.hafa nóg í sig og á. Sumir miklu mieira en þeir þurfa eða geta notað. Allir hafa nóg. Eng- in er að svelta né án skjóls. Vér erum hamingjusöm þjóð. Lífsskilyrði vor eru með hinum beztu sem í þessum heimi þekkj- ast. Hvergi í heiminum eiga menn betur en hér, nejna e. t. v. suður í Bandaríkjunum. En raun og veru er munurinn á milli þessara tveggja þjóða lítill. Lífs skilyrði manna eru hin beztu og fullkomnustu í heimi frá efnis- legu sjónarmiði, og einnig e. t. v frá sálarlegu sjónarmiði. Það má með réttu segja, um land vort, eins og ritað var Davíðs-sálmnum, þegar skáldið lofaði Guð fyrir hagstæðar og góðar tíðir forðum og sagði “Þú hefir vitjað landsins og vökvað það. Blessað það ríkulega með laék Guðs, fullum af vatni; Þú hefur framleitt korn þess, því að þannig hefur þú gjört það úr garði. Þú hefir vökvað plógför þess, jafnað plóggarða þess; Með regnskúrum hefur þú mýkt það, blessað gróður þess. Þú hefur krýnt árið með gæzku þinni, og vagnspor þín drjúpa af feiti Það drýpur af heiðalöndunum og hæðirnar girðast fögnuði. Hag- arnir klæðast hjörðum og dalirn- ir hyljast korni: Allt fagnar og syngur. Eg ferðaðist suður til Banda ríkjanna fyrir nokkrum dögum og kom til Chicago, og Cleve- land, og er eg sat í járnbrautar- lestinni og horfði út, fanst mér enn einu sinni, eins og eg hefi lengi haldið, að engin árstíðin sé fegurri en haustið. Þá klæðast hólar og dalir marglitum skrúða rauðum, gulum og grænum, og mörgum litum þar á milli. Akrar standa og bíða uppskerunnar, en annarstaðar, þar sem búið er að skera upp, sjást merki þess, og landið er bert, en kornhlöðurnar eru fullar og springa við hin miklu kornþyngsli. Kýr og kind- ur og hestar, eru á beit, og alt bendir til þess, hve frjósamt og ríkt landið er. Mikil kyrð hvílir yfir haglöndum og ökrum, og friður og ró, og öruggleika til- finning sýnist hvíla yfir öllu og óprentaðar æfisögur af nokkrum Vestur-íslendingum, er hún tel- ur rétt að birta og lofa að koma fyrir almenningssjónir. Vér höf- um lengi verið þeirrar skoðunar, að því rúmi blaðsins væri vel varið, er þær fylla og tilheyrði í eiginlegasta skilningi verkahring blaðanna, að halda öllu slíku til haga, sem í verður náð. í þessu blaði byrjar sagan af Gesti Oddleifssyni bónda í Haga í Nýja-íslandi. Er hún skrifuð af Kristjáni Ásg. Beneditkssyni, einum af beztu íslenzkum rit- höfundum vestan hafs. Vér sáum sögu þessa hjá dóttur Gests Odd- leifssonar, Mrs. Ingibjörgu Bald- að hér sé gott að vera, og að vér, í þessari heimsálfu, eigum mikið að þakka fyrir. Forsjónin hefur ríkulega blessað oss. Þetta eru sumar hugsanir sem munu hrærast í hugum vorum þessa þakkagjörðarhátíð. Og svo eru aðrar hugsanir, um þá sem, þrátt fyrir hina ríkulegu fram- leiðslu jarðar, og vatna og skóga, hafa ekki haft tæki á að njóta Fórum vér fram á að birta hana og veitti hún orðalaust leyfið til þess. Eigum vér von á, að lýsingarn- ar í sögunni frá innflytjenda ár- unum, þyki eftirtektaverðar og win, sem heima á í Winnipeg, fróðlegar um margt. þeirra, eða sem einhvern vegin hafa á mis farið við lífið. Þetta er ríkt land, en til eru þeir sem mjög fátækir eru. Og vér verðum einnig að hugsa til þeirra þenn- an þakkargerðardag, og rannsaka ráð og möguleika til að láta þá einnig njóta gæða þessarar heimsálfu. Vér megum ekki gleyma þeim, né erfiðleikum þeirra, annars verður þakkargerð vor tómleiki og hégómi. Og enn síður megum vér ekki gleyma þeim, sem erlendis eru, og sem, vegna ófriðarins, hafa tvístrast hingað og þangað með- al þeirra þjóða sem ófriðarbálið gerði svo miklar skemdir og eyðileggingar í. Hér hefur verið á ferð i Wpg-, og í norður hluta þessa fylkis undanfarna daga, framkvæmdar stjóri líknarfélagsins Unitarian Service Committee of Canada Hún ferðaðist um Evrópu í sum ar, og kom við hjá átta mismun andi þjóðum. Og er hún segir frá því, sem hún hefur séð, segir hún það jafnvel meðal þeirra þjóða, sem beztu viðreisn hafa náð, á þessum undanförnu fjór- um árum síðan að stríðið endaði séu erfiðleikar margir og miklir enn. Og meðal þeirra þjóða, sem ekki hafa getað náð að réttast við, þar sé óhugsandi eymd og erfiðleikar, miklu meiri en þekkj- ast hér, nokkurstaðar. Og á sama tíma þekkist hvergi slík hagsæld og hér, meðal neinna þjóða í Ev rópu. , Eins má segja um Kína, og Indland og aðrar austrænar þjóð- ir. Á Indlandi eru örfáir prinsar og ríkir menn, sem hafa meiri eignir og ríkidæmi en þeir vita sjálfir. Þeir vita ekki hve ríkir þeir eru. En á sama tíma þekkist þar meiri fátækt, volæði og eymd en meðal nokkurar annarar þjóð- ar heimsins. Þar býr mikill meirihluti eymd, en lítill minnihluti við als- nægtir. En meðal allra þessara þjóða, í öllum þeim löndum þar sem þær eru, kemur alveg eins og Ihér gullfagurt haust, með marg litum jarðarskrúða, en með þeim mun, að dalir þeirra drjúpa ekki feiti, og flatlendi þeirra hafa ekki borið næga uppskeru, og merkur þeirra framleiða ekki nógan við. Fólksfjöldinn er alt of mikill og framleiðslan ekki nóg. Svo hefur stríðið þar að auki eyðilagt bæði landsbú og bæi. Hér meðal vor, þar sem stríðið kom aldre, og eyðilagði ekkert, er mikið húsplássleysi. Þar, með- al þeirra þjóða, þar sem stríðið sópaði burt heilar borgir, verður margt fólk úr þessum heimi horf- ið, áður en hægt verður að hýsa alla og veita þeim öllum almenni- legt skjól. Eg hugsa oft um þessar mis- munandi kringumstæður manna, og ber þær saman í huganum, er eg heyri menn hvarta, og finna að, eins og þeir gera oft hér. Það er holt og heilbrigt, að vera ekki ánægður að standa í stað, að vilja fullkomna sig, að vilja bæta kjör sín. En það er hvorki heilbrigt né holt, aldrei að sjá né viðurkenna öll þau gæði lífsins sem um- kringja oss hér á alla vegu, og sem vér njótum í svo ríkum mæli. Hér býr hver maður eins og kongur! Margir konungar mílna fjarlægð. Vér étum fleiri tegundir af mat daglega en for feður vorir þektu nokkurntíma, eða átu á æfinni. Húsakynni vor eru hin beztu. Vér hlustum á út- varp, sem ber oss raddir manna frá fjarlægum löndum. Vér vit- um hvað er að gerast meðal hinna afskektustu þjóða um leið og það gerist. Framleiðsla þjóðar vorrar eykst ár frá ári, og vér höfum miklu meira en vér höfum sjálf þörf á. En samt gerast menn aðfinslu samir og óánægðir, meðal þess- arar gnægðar af öllu, og þeir spyrja, eins og eg hefi heyrt suma spyrja: “til hvers er verið að halda þakkargerðarhátíð? — Hvað eru menn í rauninni að þakka fyrir?” Og þeir kalla það hégóma og fyrirslátt, að halda upp á þakkargerðardaginn! Eg hefi bent á örfáa hluti sem menn mega vera þakklátir fyrir. Þeir mega vera þakklátir fyrir miklu fleira, fyrir vini og skyld- menni, fyrir að hafa búið hérna megin hafsins en ekki hinu meg- in og getað haldið fjölskyldum sínum saman; fyrir að hafa mátt vera kyrrir undir heilu þaki, og ekki þurft að flytja sig vegna eyðileggingar eða skemdar á hús- um og íbúðarbyggingum; fyrir altaf að hafa haft nóg í sig og á, og geta séð fyrir sér og sínum. Fyrir tæpu ári síðan hitti eg ungan pilt hér í Winnipeg, sem var ungverji að ætt og uppruna. Hann var sá eini úr sinni fjöl- skyldu sem hingað var kominn, en öll fjölskyldan hafði leitast við að komast frá Evrópu. Móðir hans var komin til Suður Amer- íku. Einn bróðir var í Ástralíu, tvær systur voru á Frakklandi, en faðir hans var eftir í heima- landinu, og hafði þá atvinnu að hjálpa öðrum að komast út. í Ev- rópu eru böm sem ekki vita hverjir foreldrar þeirra voru, né hvar eða hvenær þau voru fædd. Þau hafa enga hugmynd um hverrar þjóðar þau eru! Svo og eru foreldrar, sem ekki vita hvað hefur orðið af börnum sínum. Þeir leita uppihaldslaust, en finna aldrei. Ef að vér finnum ekki til neinnar þakklætis tilfinningu, þá ættum vér að hugsa til þeirra, sem alt hafa mist, og ekkert hafa, en ekki vor sjálfra, sem höfum svo mikið og búum við svo góð kjör. En til þess að hafa verulega þýðingu ætti þakkargjörð vor, að vera í því fólgin, að hjálpa öðrum, heima fyrir eða erlendis, sem hjálpar þurfa við, og gefa þeim af nægtum vorum, því að bágindi heimsins, stafa að miklu lejrti af manna völdum, og það er í völdum manna líka, að skapa guðsríki á jörðu. Það stendur ekki á náttúrunni, að útvega alt, sem menn þarfnast mest. En það stendur á mönnunum að kunna að útbýta og notfæra sér gróður jarðarinnar. Aldrei er útsýnið fegra, en á haustin, er náttúran klæðist marglituðum skrúða .Og það eru fáir dagar, sem jafnast á við fagra, sólskinsríka, haustdaga. Þá hvílir friður og ánægja yfir öllu. Kyrð haustsins færist yfir alt, er náttúran býr sig undir sinn langa vetrarsvefn. Víða hafa mennirnir hérna megin hafs- ins fylt kornhlöður sínar, sem trygging fyrir veturinn og kom- andi daga. Þeir bíða komandi tíð- ar, án kviða og án ótta. Fæðan, er grundvöllur lífsins enn, eins og á fyrri tímum, og þess vegna eiga orð hins forna sálmaskálds enn við, og vér vild- um aðeins að allir menn gætu tekið undir með oss, er vér höf- um gömlu orðin yfir: að allir menn mættu njóta þeirra gæða sem vér þekkjum. — “Þú hefur vitjað landsins og vökvað það.; blessað það ríkulega með læk Guðs, fullum af vatni; þú hefir vökvað plógför þess, jafnað plóggarða þess; með regnskúrum hefur þú mýkt það, blessað gróð- ur þess. Þú hefur krýnt árið með gæsku þinni; og vagnsspor þín drjúpa af feiti. Það drýpur af heiðalöndunum, og hæðirnar girðast fögnuði. Hagarnir klæð- ast hjörðum og dalirnir hyljast korni. Alt fagnar og syngur. Guð gefi, að áhrif góðs og upp- byggingar geti breiðst út til allra manna alstaðar, og að byrði þeirra, byrði sults og veikinda, byrði skorts og eymdar, mætti léttast og að vér mættum eiga hlut í því, svo að þeir gætu einn- ig tekið undir með oss, og sungið guði lof og vottað honum þakkir fyrir nýja von, og nýja mögu- leika sem gerðu líf þeirra bjart- ara og fullkomnara og ánægju- ríkara. Og gef oss, guð, þann skiln- ing, að þakklæti vort fyrir öll gæði lífsins, birtist best, ekki aðeins í orðum, en í gerðum, öðr- um til góðs og blessunar. Þakkar- gerðarbæn þeirra verður þá einnig bæn vor, og það verður í hjálp til þeirra sem þakkir vorar fullkomnast. Gef oss, guð, að þakka þér, á þennan fullkomna hátt, og að öðlast skilning um að vér þökk- um þér bezt, með því að skilja hver sé vilji þinn í garð annara, og að gera hann nú á þessum degi og á öllum dögum æfinnar! Amep! Sagan af Gesti Oddleifssyni Landnámsmanni í Haga í Nýja íslandi 1. Kapítuli — Nafn Gests sonar á Kjörseyri. Var á fóstri Móður Gests, Unu Stefánsdótt-j með honum til næsta sumars. Þá ir, dreymdi eitt sinn, Gest Odd-; voru foreldrar hans ákveðin að leifsson, hinn spaka, í Haga á Barðaströnd. Réði hún þann draum þá leið, að hann vitjaði nafns til hennar. Skömmu síðar ól hún sveinbarn. Sveinninn var skírður Gestur Guðmann. Hann dó í æsku. Síðar dreymir hana Gest aftur. Fanst henni þá, að hann ennþá vitja nafns, sem að- eins væri Gestur. Síðar um vet- urinn ól hún svein, þann 24. janú- armánaðar árið 1866. Piltur var skírður Gestur. Er það Gestur sá sem hér um ræðir. 2. Kapítuli — Æskuár Gests Gestur ólst upp með foreldrum forðum áttu við miklu verri og' sínum, sem bjuggu á Vatnsnesi í erfiðari kjör en mörg okkar þekkja hér. Hér eru hlutir, sem einu sinni hefðu verið skoðaðir sem galdra verk, orðnir svo hversdagslegir að vér hugsum lítið um þá sem undur. Vér þjótum fram og aftur, eins og á vængjum vindarins í ferða- lögum vorum. Vér náum sam Húnáþingi. Nafn á bæ þeim, sem foreldrar Gests bjuggu á, er nú fjaraður minni þeirra manna, er eg hefi leitað upplýsinga hjá. Oddleifur og Una voru eigi auð- ug af fé. En komust þolanlega af. Gestur ólst upp hjá þeim, ásamt fleiri systkinum, þar til hann var átta vetra. Þá fór hann bandi við fólk sem er oft í margra í fóstur til Finns bónda Bjarna- bæinn. Bjuggu bændur þar alt í flytja til Canada. Það var 1874. Finnur bóndi á Kjörseyri, vildi halda drengnum áfram. — Bauð honum uppeldi. En foreldrar Gests vildu flytja hann með sér. Kom svo málum, að afráðið var að drengurinn færi með þeim. Þá kom vesturfaraskip síðla sumars. Foreldrar Gests voru það sumar í kaupavinnu, ásamt Gesti og Ingibjörgu systur hans, á Undir- felli, hjá séra Hjörleifi Einars- syni og konu hans. Sá vesutrfara hópur kom síðla hausts til Canada. Settist Odd- leifur að, með konu og börn, á- samt fleiri íslendingum, í Kin- mount í Ontario. Þar fengu ís- lendingar brautarvinnu, og hús- næði, að tilstuðlan stjórnarinnar í Canada. Þann vetur leið fólki þessu dável. Gestur varð þá 9 ára. Hann komst undra fljótt niður í enskri tungu, svo mikið að enskutalandi menn skildu hann, og hann þá. Næsta vor fluttu froeldrar Gests út fynr

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.