Heimskringla - 18.01.1950, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.01.1950, Blaðsíða 1
 Ruy and Try— “DAILY DOUBLE LAYER” - 35c Dilferent Flavor Daily French Cream Filling ASK YOUR GROCER FOR THEM ' | Canada Bread Co. Ltd. j Buy and Try— “DAILY DOUBLE LAYER” - 35c Different Flavor Daily Frcnch Cream Filling ASK YOUR GROCER FOR THEM Canada Bread Có. Ltd. LXIV. ARGANGUR WINNLPEG, MIÐVIKUDAGINN, 18. JANÚAR 1950 NÚMER 16. Tíu manns fórust með vélskipinu Helga við Vestmannaeyjar Það er nú upplýst, að tíu menn niunu hafa farizt með vélskip- inu Helga frá Vestmannaeyjum, sem fórst á Faxaskeri við Yzta- klett á Heimaey, milli klukkan tvö og þrjú eftir hádegi á laugar- dag. Var sjö manna áhöfn á skip- inu en auk þess voru með því þrír farþegar. Helgi hafði farið frá Reykja- vík á föstudagskvöld og hreppti illviðri á leiðinni til Eyja. Gekk þó allt vel, unz skipið var að því komið að sigla inn á höfnina. Bilaði vélin þá með þeim afleið- ingum, að skipið rak á Faxasker, brotnaði og sökk á örskömmum tíma. Telja menn, að vélin hafi farið tvisvar í gang eftir hún brást fyrst, en það nægði ekki til að bjarga skipinu. Er skipið var sokkið, sást að tveir menn höfðu komizt upp í skerið og voru gerðar tilraunir til að bjarga þeim, en það reynd- ist ógerningur, enda var fárviðri við Vestmannaeyjar í fyrradag og hélzt svo lengi dags í gær, en um klukkan sex í gærkveldi var veðurhæðin ellefu stig. Fór vb. Sjöfn út að skerinu eða svo nærri því, sem þorandi var og var skotið af línubyssu í átt til skersins, en það bar ekki árangur. Brim og særok var svo mikið, að ekki varrnm neitt skjól að raeða á skerinu og ma ætla, að mennirnir, sem upp í það kom- ust, hafi fljótlega dáið úr vos- búð. Var V'ísi skýrt svo frá í gær, að þá um daginn hefði oft ekki sézt til skersins vegna sæ- roks og brims. Tíu menn fórust í fyrstu var ekki vitað hversu tuargir menn mundu vera með Helga, því að í fyrstu munu all- tuargir farþegar hafa ætlað að taka sér far með því. Þegar til kom urðu þeir þó aðeins þrír því að Herðubreið lagði af stað frá Reykjavík um líkt leyti og fóru fanþegarnir með því skipi. Þeir sem fórust með Helga voru þessir: Skipverjar: Hallgrímur Júlíusson, skip- stjóri, kvæntur. Gísli Jónasson, stýrimaður, ættaður frá Siglufirði, ókvænt- ur. Jón Valdimarsson, 1. vélstjóri, kvæntur, átti eitt bam. Gústaf Rúnólfsson, 2. vélstj., kvæntur, átti fjögur börn. Hálfdan Brynjólfsson, ný- kvæntur. Öskar Magnússon, háseti, ó- kvæntur. Sigurður Gíslason, háseti, ó* kvæntur. Farþegar voru þessir: Arniþór Jóihannsson, skipstj., á Helga Helgasyni, búsettur í Siglufirði. Sr. Halldór E. Johnson, frá Vesturheimi, sem stundað hafði kennslu í Vestmannaeyum og ætlaði að vera þar í vetur. Þórður Bernharðsson, ungur piltur frá Ólafsfirði. Vélsipið Helgi var 115 lestir að stærð, eign Helga Benedikts- sonar, útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum. Það var smíðað ár- ið 1939, traust og vandað skip. Var það notað til vöruflutninga milli Eyja og Reykjavíkur. ^Vísir, 9. janúar Líkum stýrimanns og háseta náð af skerinu Á ellefta tímanum í morgun (9. janúar) fór björgunarbátur út í Faxasker, þrátt fyrir það, að enn voru 8 — 9 vindstig og brim svarraði mjög á skerinu. Fundu bátsverjar lík tveggja manna á skerinu, þeirra Gísla Jónasson- ar stýrimanns og Óskars Magn- ússonar háseta. Þótti þrekvirki mikið að ná líkunum og munaði litlu, að bát- urinn kæmist af skerinu aftur vegna brims. —Vísir 9. janúar Sjúkrahús oprtað í Árborg Síðastliðinn föstudag var nýtt sjúkrahús opnað til almennra af- nota í Árborg. Hefir Rauði krossinn í Árborg, sem mun vera deild af Rauða krossi fylkisins, gengist fyrir framkvæmdum í að reisa húsið og verið af aðalfélaginu og fylk- inu stutt til þess. Sjúkrahúsið kostaði $62,000 með öllu. Og það er sagt hið bezta úr garði gert í alla staði. Húsið er gert úr steinsteypu, hefir 8 sjúkrarúm og lækninga stofur, það er tvílyft. Yfir lækn- ir þess mun verða Dr. T. Jó- hannesson. í ræðu er frú Andrea Johnson flutti við opningu sníta^rs, sagði Lún, að stofnunin væri verðug minning bæði hermönn- um sem í stríði hafa fallið og frumbyggjum bygðarinnar. í stjórnarnefnd sjúkrahússins eru Mrs. A. Johnson, forseti; Mrs. E. Gíslason, ritari; Mrs. K. O. Einarsson, féhirðir. Mrs. H. S. Borgfjörð, Dr. T. Jóhannes- son, K. N. S. Friðfinnsson, T. Drabik, S. O. Oddleifsson; þetta verður spítalanefnd Rauða krossins. Hjúkrunarkonur og annað vinnufólk er ráðið og sjúkrahús- ið nú viðbúið að taka við sjúk- um. Fólk Víðsvegar að úr Nýja-ís- landi var viðstatt er sjúkrahúsið var opnað, svo og fulltrúar frá Manitoba-stjórn, Rauða krossi fylkisins og heilbrigðisstofnun- um. Til fyrirtækisins hafa ýmsir gefið stórgjafir: Manitoba Pool Elevators t. d. $3,000, Searle Grain félagið, Manitoba Brewers and Hotel Keepers Association, mörg kvenfélög og fleiri stofn- anir og einstaklingar hafa einnig styrkt fyrirtækið. Með fyrirtæki þessu er mikið og þarft verk unnið. Nú er úr því bætt, að þurfa að flytja sjúka eins langar leiðir og oft varð áð- ur að gera, ekki sízt áður en sjúkrahúsið á Gimli kom upp. En jafnvel það var langt úr norð- vestur bygðunum að sækja í vondum vegum. Ber þeim verð- ugt þakklæti, er fyrir þessu hafa gengist. Nafn læknastofnunar er Red Cross Memorial Hospital. Þrisvar sinnum hraðara en hljóð Uppi yfir flugvelli í Moroc, Californíu, var nýlega flogið í flugfari sem nefnt er X-1 þrisvar sinnum hraðara en hljóð berst, eða nákvæmlega sagt 1989 mílur á kl.st. Flugfarið flaug í 60,000 til 80,- 000 feta hæð. Stöðugir kuldar SKEYTI FRÁ ÍSLANDI Eftirfarandi tafla sýnir hvern- ig veðrið hefir verið frá 1. jan., til hins 17 á þessu nýbyrjaða ári. Af henni sézt hvað kuldinn hef- ir verið mestur á hverjum degi og hvað minstur í Winnipeg: Jan. 1 .... . . -7 3 Jan. 2 .... . . -10 -7 Jan. 3 . .. . . . -24 -15 Jan. 4 . . . . . . -29 -14 Jan. 5 ... ... -22 -9 Jan. 6 . .. . . . -32 -18 Jan. 7 .... . . -36 -1 Jan. 8 . .. , . . -23 0 Jan. 9 . .. . . . -11 0 Jan. 10 . . . ... -13 -6 Jan. 11 . .. ... -22 11 Jan. 12 . .. .. . -8 -2 Jan. 13 . .. ... -24 -8 Jan. 14 . . . ... -21 -8 Jan. 15 . .. ... -18 -10 Jan. 16 . .. ... -25 -15 Jan. 17 ... ... -30 65 farast á brezkum kafbát Brezkur kafbátur fórst s. 1. fimtudag við árekstur sænsks skips í mynni Thames-fljótsins. Með kafbátnum, sem hét Tru- culent ,voru 80 manns. Hafa 15 bjargast lifandi, en 10 voru fundnir af þeim sem fórust sem ætlað er að hafi verið 65. Sænskt skip, Divina, var að koma frá Svíþjóð inn ána. Það hafði ísbrjót á framstafni, sem klauf framstefni kafbátsins með sökkvunaráhöldum sínum. Kaf- bátur þessi hafði sökt 20 jap- önskum skipum í síðasta stríði. Skipið Truculent sökk á einni mínútu. Þetta er eitt af hinum meiri sjó'slysum á friðartímum. En hvernig það vildi til segir ekki frá. Sænska skipið viðurkennir að hafa séð hitt, jafnvel þó snemma (eða um kl. 7) að morgni væri. Kafbáturinn sem var ofan- sjávar, hefir líka hlotið að sjá sænska skipið. í tilefni af hinu sviplega og óvænta fráfalli séra Halldórs E. Johnson, votta eg aðstandendum hans, Þjóðræknisfélagi Vestur- fslendinga, og yfirleitt öllum ís- lendingum, mína innilegustu samúð við fráfall hans, megi öll góð máttarvöld hjálpast til þess að græða sárin. Lárus S. Ólafsson, Akranesi, ísland áhugamál áður en kommúnistar komu til valda. En það verður ekki sagt um þá, að minna beri á heimsvaldastefnu þeirra, en fyr- irrennara þeirra. Gerast valdsmannlegir Kínverskir kommúnistar eru farnir að gera sig valdsmannlega. f Peiping eru yfirmenn hers og kommúnistastjórnar farnir að heimsækja ræðismannsskrifstof- ur og hafa eignir þeirra á brott með sér Á mótmæli ræðismanna gegn þessu er ekki hlustað af kom- múnistum. Bandaríkin hafa nú kallað alla ræðismenn sína heim úr þeim hluta Kína, er kommúnistar ráða yfir. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Þegar þing kemur saman næst i Ottawa, verða lögin áhrærandi Indíána endurskoðuð. Það er eflaust í mörgu sem mætti breyta þar til batnaðar. En eitt er þó, sem aðallega þyk- ir óviðunandi. Þar er stundum gert ráð fyrir harðari refsingu, en á meðal hvítra tíðkast, fyrir sama brot. ★ Sú uppgötvun kvað hafa ver- ið gerð að hægt sé að láta heyrn- arlausa heyra með fingrunum. Áhald, nokkurs konar glófi, Indíánum fjölgar Það er trú margra, að Indíánar séu að deyja út í Canada. Þetta er ekki alls kostar rétt. Heil- brigðismáladeild sambandsstjórn ar í Ottawa, heldur fram að þeim sé að fjölga. Nú er tala þeirra sögð 130,000, að meðtöldum 8,000 Eskimóum, sem sjálfir álíta sig alólíka Indíánum, en stjórnin telur þó lagalega í hópi þeirra. Árið 1934 var tala Indíána um 122,000. Fjölgunin stafar af því, að fleiri fæðast en deyja. Þó dauðsföll Indíána séu enn talsvert hærri en hvítra manna, eru fæðingar miklu fleiri. Af hverju þúsundi Indíána fæðast 40—45, en 17—20 deyja. Á meðal hvítra fæðast 25, en 9.5 deyja af þúsundi. Áður voru dauðsföll Indíána ávalt hærri en fæðingar. Rússar víkka bólið sitt Rússar eru að ljúka við að ræna miklu landi í norður héruðum Kína. Tilkynti Dean Acheson, ríkisritari Bandaríkjanna þetta s. 1. miðvikudag í Washington. Héruðin sem hér um ræðir, eru efri og neðri Mongólía, Mansjúr- ía öll og Sinkiang. Acheson kvaðst ekki sjá, hvernig Bandaríkin gætu leitt annað eins hjá sér og þetta. Að sjálfstæði nokkurfar þjóð- ar sé þröngvað á slíkan hátt og hér um ræðir, er gagnstætt stefnu Bandaríkjanna. Málið fyrir Rússum að hrifsa eða leggja undir sig lönd í Kína, er ekki nýtt. Það var Rússum hefir verið gerður er við hljóði tekur úr loftinu frá þeim sem talar og flytjast áhrifin sem vægir rafkippir frá fingurgóm- unum um taugar mannsins og til heilans, svo maðurinn skynjar eða heyrir alt sem sagt hefir verið. Samfara þessu eru ekki sögð nein þau óþægindi af hljóð- um, sem tíð eru í nútíðar áhöld- um sem notuð eru við slæmri heyrn. Með þessu áhaldi heyra og þeir, sem alveg heyrnarlausir eru. Uppgötvari áhaldsins heitir weiner, doktor að nafnbót og prófessor við Massachusetts Institute of Technology. ★ Árið 2000 spáir heims kunnu sagnfræðingur, prófessor Am- old Toynbee, að skothernaður gæti átt sér stað milli Rússa og vestlægu þjóðanna í Evrópu, en fyr ekki. En “kalda stríðið” seg- ir hann að geti haldið áfram í 50 ár og fremur þó í Asíu, en í Evrópu, því þar sé því að linna. Ef til vill er endanlegum hug- sjónum tveggja aðila kalda stríðsins, Rússa og vestlægu þjóðanna betur fullnægt með því, en með byssu og sprengju stríði. Oss mundi stórlega á því furða, ef annar hvor þessara aðila hæf- ist handa um að steypa heiminum út i þriðja alþjóðastríðið. * * * Verkamannasamtökin segja 300,000 atvinnulausa í Canada. Verkamálaráðherra, Humphrey Mitchell segir þetta ekki muni vera fjarri. Á skrifstofum stjórn- arinnar séu 261,000 manna, sem sótt hafi um vinnu, en sem ekki hafi veizt hún. Kosningar á Bretlandi 23. febr. Verkamannastjórnin á Eng- landi, undir forustu Mr. Attlee tilkynti s. 1. miðvikudag að al- mennar kosningar færu fram 23. febrúar. Ýmsra hluta vegna, vekja þess- ar kosningar óvanalega mikla at- hygli erlendis. Eitns og kunnugt er, fóru svo leikar nýlega í Nýja-Sjálandi og Ástralíu, að verkamannastjórn- irnar þar biðu tvímælalaust ósig- ur. En þrátt fyrir það og þrátt fyrir að þjóðeignastefna verka- mannastjórnarinnar virðist mjög litlu góðu hafa til leiðar komið, sem alment er viðurkent, eru þeir færri, sem til mála þekkja á Eng- landi, §em búast yið falli stjórn- arinnar. Þeir játa að hún geti tapað þingsætum, en muni samt halda velli. Eftir kosningarnar 1945, hafði verkamannastjómin 393 þing- menn, í stað 165 áður eða fyrir kosningarnar. Flokkur Chur- chill hlaut 189 þingmenn og tap- aði um 172; National liberalar höfðu 13, liberalar 12, aðrir flokk- ar 23 Meirihluti verkamanna- stjórnarinnar yfir alla flokka var því um 147. En þrátt fyrir þetta hlaut verkamannastjórnin ekki meiri hluta atkvæða Þau féllu í hlut flokkanna sem hér segir: Verkamannastj........ 12,000,000 íhaldsfl........... 10,000,000 Liberalar ............. 2,250,000 Þrettán aðrir flokkar skiftu af- gangi 25 miljón atkvæða milli sín. Kommúnistar hlutu 100,000 af þeim og tvo þingmenn. Verkamannastjórnin gerði ráð fyrir að taka yfir mikið af starfs- rekstri landsins. Það hefir hún gert, þrátt fyrir þó hún hafi hik- að við að ráðast á stáliðnaðinn. En eflaust verður hann beita nú í þessum kosningum. Á þessum nærri fimm árum Batvía, höfuðborg Sameinuðu Indónesíuríkjanna, hefir aftur verið nefnd sínu fornu nafni:— Jacarta. Hollendingar gáfu henni nafn- ið Batavía þegar þeir komu til Java fyrir 350 árum. Þýðing á nafninu er “borgin mikilvæga”. * * • frá því að stjórnin kom til valda, hefir hún þjóðnýtt kolanámið, gas og rafiðnaðinn, járnbrautir, lyfjasölu, tannlækningar, fólks- flutninga félög, að ótöldum þeim stofnunum, sem mjög freklega standa stjórnum að baki að skoð- un verkamanna. En þar til má telja enska bankan, skeytfélög og loftflutninga. Verði stjórnin endurkosin, verður það eflaust með það í huga, að þjóðnýta stáliðnaðinn, sementsiðnaðinn, heildsölu kiöt- verzlun og sláturhús og vatns- virkjun. Vatryggingar stofnanir alls konar verða eflaust með tíð og tíma þjóðnýttar. Það sem tefur enn að það sé gert mun vera það, að nokkur samvinnufélög starf- rækja þær, sem segja að sam- vinna sé hið sama og þjóðnýting. Það versta viðureignar fyrir stjórninni er að þjóðnýta búnað- arreksturinn. Þar á hún eins og allar verkamanna stjórnir við af- ar erfitt efni að glíma. Sósíalista- stjórnir allar þekkja slíkt og láta allar, enn sem komið er, nema Rússastjórn, bændur eiga sig. Eftirlit er með notkun á ótal vörum, matvörum eigi síður en öðrum. Það er færra sem ekki er skamtað að einhverju leyti í Englandi. En jafnvel þó alt þetta virðist litlu hafa til leiðar komið til bóta og þessvegna sé harla lítil ástæða til að endurVjós^ stjórnina, mun vafamál að mikið og hreint ekki alt, sem þjóðnýtt hefir verið, verði rifið niður, þó önnur stjórn verði kosin. Og þá verður mörg- um að spyrja, til hvers sé þá að skifta um stjórn. Almenningi er áreiðanlega ósárt um, að sumar stofnanir, eins og t. d. Englands banki, séu ekki í einstakra manna eign, jafnvel þó reynslan sýni, að undir lítið áhræri almenning hvort sé. vissulega ekki verið, sem rann- sökuð hafa verið, en þau hafa haft öflug móttöku tæki (radíó). Nú þegar eru þrjú af þessum skipum komin og eru svalkandi um Caribían flóa, enda eru nú miklar æfingar bæði sjó og loft- hers að byrja. * * * Yfir jólin fóru í Bandaríkjun- um 611 manns sér að bana. í um- ferðaslysum dóu 420, 63 brunnu til dauðs, 4 fórust í flugslysi, og 124 af öðrum slysum. Af hinum dánu voru 77 böm. * ★ * Maðurinn, sem veitti Adolf Hitler þegnréttarleyfi í Þýzka- landi, var kallaður fyrir rétt s. 1. laugardag í Brunswick í Þýzka- landi. Hann var þá ríkisritari í Brunswick. Þetta var 1932. — Segja nú yfirvöldin: Án þýzks borgara'bréfs, hefði Hitler aldrei getað orðið kanslari 1933. ★ Eins og kunnugt er, hefir floti Bandaríkjanna æfingar í Carib- bían flóa á hverju ári, er standa yfir tvo til þrjá mánuði. Undan- farin ár hafa skip frá Rússlandi ávalt komið og verið nærri æf- ingunum, sem enginn hefir átt von á. Hafa þau þrju eða fleiri verið tekin og spurð frétta um þessar ferðir sínar. Hefir bandaríski flotin nöfn þeirra allra. En þau hafa öll svarað hinu einu og sama um að þau séu fiskiflutningsskip milli Eystra- saltslandanna og Vladivostok um Panamaskurðinn, Honolulu, o. s. frv. En með fisk hafa þau í ársskýrslu Dr. J. S. Pincock, skólaeftirlitsmanns, er athygli dregin að því, að aðeins 35 kenn- arar úr Winnipeg, hafi á árinu 1948 — ’49 kent á barnaskólum í Winnipeg. Hann víkur að því, að þetta muni af því stafa, að Winnipeg- kennaraefnin skirrist við að færast í fang þá háskólamentun sem með þurfi til þess að eiga von framtíðar kenslu. Árið 1949, voru 135 kennarar í Winnipeg barnaskólum. Af þeim er um það einn fjörði úr Winnipeg. Nýja Þjósárbrúin opnuð Ákveðið hefir verið að opna nýju Þjósárbrúna til umferðar á morgun, 10 nóv. kl. 4 s.d. Mun samgöngumálaráðherra mæta þar ásamt vegamálastjóra og brúarsmiðum svo og nokkrum fulltrúum aðiliggjandi sýsla og nokkurum öðrum gestum. Mun ráðherra afhenda brúna til um- ferðar með stuttu ávarpi. Þar sem opnun brúarinnar fer fram á þessum árstíma hefir ekki þótt rétt að stefna til brúar- vígslu eða almenns mannfagnað- ar við brúna að þessu tilefni. —Vísir 9. nóv

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.