Heimskringla - 18.01.1950, Blaðsíða 3

Heimskringla - 18.01.1950, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 18. JANÚAR 1950 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA steinsson, Páll Vídalín, eftir Pétur Eggerz, Steingrímur Thorsteinsson eftir próf Harald Níelsson, sr. Jón Bjarnason, eft- lr Þórhall biskup Bjarnason, Júlíus Havsteen amtmaður, eftir Klemens Jónsson landritara, — Þórhallur biskup Bjarnason, eft- ir Magnús Helgason skólastj., Tryggvi Gunnarsson bankastj., eftir Klemens Jónsson, sr. Frið- rik J. Bergmann, eftir Benedikt Sveinsson skjalavörð og Jón Úlafsson ritstjóri, eftir Þorstein ritstjóra Gíslason. “Merkir íslendingar”, er rúm- lega 440 bls. að stærð, frágangur allur með ágætum, eins og fyrr grein'ir. —Vísir 22. nóvemiber SPÁDóMUR EGGERTS ÓLAFSSONAR UM REYKJAVIK Grein þessi birtist í “Fjallkon- unni” fyrir 50 árum og þykir rétt að draga hana nú fram í dagsljósið í sambandi við Reykjavíkursýninguna Eitt af kvæðum Eggerts Ólafs- sonar heitir “Mánamál”. Það er “fornkveðið samtal þeirra Keykjavíkurfélaga, Ingólfs Þor- steins Inglólfssonar, Þorkels o^ána sonar hans og Örlygs á Esjubergi. Seint í kvæðinu er kafli, er höfundurinn nefnir sér- staklega Mánaspá, og lætur hann þar Þorkel mána spá fyrir ís- landi og einkum Reykjavík. — Kvæði þetta er orkt árið 1758 eða 22 árum áður en verzlun hófst fyrst hér í Reykjavík (því það Var um 1780, en 1786 fekk Reykja vik fyrst kaupstaðarréttindi). Um þær mundir, sem kvæðið er °rkt, var því Reykjavík lítt kygð; hér höfðu þá fyrir fáum árum verið bygð fáein timbur hús handa verksmiðjum þeim, er Skúli Magnússon kom á fót; að Öðru leyti voru hér aðeins fáein- lr óásjálegir kotbæir (Arnarhóll, Skálholtskot, Stöðlakot, Mels- hús, Hólakot, Landakot, Götu- hús Grjóti, Hlíðarhús) — auk heimajarðarinnar. Verksmiðjurn ar voru nokkurs konar undan- fari þess, að kaupstaður væri s®ttur í Rvík, en um þær mundir sem kvæðið var orkt, voru lítil líkindi til, að Reykjavík mundi ookkurn tíma verða kaupstaður °g því síður höfuðborg landsins. enda áttu verksmiðjurnar fult í fang að haldast við. Spádómur Eggerts Ólafssonar 1 Mánaspá er því mjög merki- legur. Spáin hefst svo, að Mána 'Þykir fagurt um að litast fram timann, en segir þó að innan skams sé von á mestu bágindum, sem standi reyndar skamman tíma: “drífur þó og festir el og frystir enn yfir lög og land, gengur greipar í grimmust lota skamma stund að standa.” Sama spádóm (um hallæri) bregður fyrir í öðru kvæði Egg- erts, kvæðinu “ísland”, þar sem hann lætur ísland segja: “Guð mun enn úr illu okkur skapa gott; von í rauna villu vömm ei fær nje spott; spáin sú mun reynast rjett: skorpu fæ jeg eina enn, ekki samt jeg dett.” Þessi hallærisspá rættist full- komlega eftir dauða Eggerts; þá kornu hin mestu eymdarár, sem s°gur fara af, yfir landið, og fólkið hrundi niður úr hungur- Kóttum þúsundum saman. Þá Segir Máni enn: Werður Ingólfur endurborinn” °g ungir munu risa í Reykjavík og fræva hin fornu tún.” Ingólfur spyr þá, hvort þess muni langt að bíða að spá þessi rætist. Máni kveður þess skamt að bíða, en þó mörg ár. Síðan spáir hann fyrir betri landstjórn, skólum og bókmentum, verzlun og vaxandi velmegun, að bær rísi upp í Reykjavík, og alþing táki framförum Qg verði skipað mælskumönnum, er tali hreint mál: “Koma munu læknar þeirra landsmanna bæta siðbresti, landstjórn bæta, byggja kunnustur og veglegt bókavit. Skulu kaupferðir tí kjör fallast og vaxa velmegin. Springa munu blómstur á bæjartré; göfgu mun þá fjölga fræi. Þá munu lögkænir, að lögbergi deila hvartki dóm, ætlanarmenn, orðsnillingar hreinni tungu tala.” Þá spyr Þorsteinn, hvort Frið- rik konungur (5.) muni sjá nokkura ávöxtu af tilraunum þeim, er gerðar voru á hans dög- um til viðreisnar fslands (sem voru verksmiðjurnar, jarðyrkju- tilraunir o. fl.) og segir Máni að víst muni hann sjá þess merki, en þó muni lengra að bíða veru- legra framfara. Að endingu seg- ir hann: “Manngi til þess mundi þá er mæringur veitti Reykjavík* að lagði hér hinn fyrsti landnámsmaður helgar höfuðtóftir. Litlum verða börn af lífsdreggjum; lengi segir langt fyrir; hals er langur hvers ómaga; \ oft er gott sem gamlir kveða.” Þótt ekki verði beinlínis sagt, að þetta sé spádómur í venju- legri merkingu, er kvæðið engu að síður merkilegt, því að það lýsir óbifanlegu trausti skálds- ins, má segja að orð Eggerts Ólafssonar í “Mánaspá” hafi ræst bókstaflega. (Fjallk. VI.5.) S Y ARTIG ALDUR Grein þessi birtist í sumar í nokkrum amerískum blöðum. Höfundur hennar heitir Billy Rose. Segir hér frá því hve ótrúlegur kraftur getur fylgt böl- bænum. Friðrik 5. veitti féð til verksm. —Lesbók Mbl. Icelandic Canadian Club We have room in our Spring issue of The Icelandic Canadian Magazine for a number of pihoto- graphs for Our War Effort Dept. We are anxious to have a com- plete record of those, of Iceland- ic descent, who served in the armed foroes of Canada and the United States. Kindly send photographs if at all possible as snapshots do not make a clear newspaper cut. Informatiorl required: Full name and rank, full names of parents or guardians, date and place of birth, date of enlistment and discharge, place or places of service, medals and citations. There is no charge. Kindly send the photographs and information to: Miss Mattie Halldorson 213 Ruby St. Winnipeg, Man. # * » ATHYGLI Þeir sem nota bókasafn Fróns til lesturs, skal á það bent, að safnið er nú opið á hverjum mið- vikudegi milli kl. 10 og 11 að morgni og kl. 7 og 830 að kvöldi. j Á sunnudögum er safnið ekki opið. Þegar eg var í Honolulu heyrði eg sögu, sem gerst hafði fyrir nokkrum árum, og verður eflaust að þjóðsögu, er stundir líða . . . Það eru nokkur ár síðan að stjórnin á Hawaii lét reisa skóla á vesturbrún fjallsins Oahu. Meðal þeirra, sem í þann skóla komu, var lítill hnokki, sem hét Biluki Oolaka. Þar komst hann í kynni við vestræna menningu og háttu og skoðanir hvítra manna. Hann lærði ensku og eft- ir nokkurn tíma breytti hann nafni sínu og kallaði sig Bill, á enska vísu. Þegar hann var tvítugur reykti hann sígarettur, ók í eigin bll og gekk með mynd af Betty Grable í vasanum. Og hann var orðinn svo lærður, að hann sagði hverjum, sem heyra vildi, að sjúk dómar stöfuðu ekki af öðru en sýklum og hin forna trú manna á “tabu” og yfirnáttúrlega hluti, væri ekki annað en vitleysa. Um þessar mundir bar svo við að góðvinur Billy og foreldra hans, ráðsmaður á stórbúi, bað dóttur húsbónda síns. Þessi hús- bóndi var vellríkur og hann vís- aði biðlinum frá með smán og rak hann úr vistinni. Biðillinn varð afar reiður og hótaði honum “kahuna anaana”, en það þýðir blátt áfram að kalla dauða yfir einhvern. Og þeir á Hawaii hafa séfstaka aðferð við þetta. Sá sem hótar öðrum “kahuna anaana”, býr til brúðumynd af óvini sín- um, stingur prjónum í magann á henni og liggur svo stöðugt á bæn í hofinu og óskar þess af brennandi áhuga, að óvinurinn deyi. Viku eftir þessa hótun fekk hinn auðugi óðalseigandi óþol- andi maga verki, og honum datt þegar i hug að þetta stæði í sam-j bandi við hótanirnar um “kahúna, anaana”. Hann afréði því að verja sig fyrir þessu með J>ví að snúa bölbænunum upp á biðilinn. Það kalla þeir gagnkvæma Kahuna. Þremur mánuðum seinna voru þeir báðir dauðir. Allir voru sannfærðir um það, að bölbænimar hefðu bitnað á þeim báðum. Hinn fomi svarti- galdur hefði enn hrifið. En BiH var nú ekki á því. Hann hélt því fram, að dauði þeirra hefði borið að á eðlilegan hátt og það væri ekkert dulrænt við þetta. Báðir hefði þeir verið sarmtrúaðir á kraft svartagaldursins og þessj vegna trúað því að bölbænir sín-j ar mundu hafa áhrif. Þeir hefðil því lagt alla andlega orku sína í þær, vanrækt að sofa og matast og seinast dáið úr slagi. Hélt Billj því fram að á þennan hátt hefðui þeir báðir framið sjálfsmorð, í stað þess að vinna hvor öðrum lífstjón. Foreldrum hans ofbauð trú-j leysi hans. Þau óttuðust að það mundi egna eldguð fjallsins tilj bræði og hann mundi steypa eldi j og aldurnari yfir bygðina. Þau fóru því daglega til hofsins að; biðja fyri syni sínum og mýkjaj reiði guðsins. En Bill hló að fá-j fræði þeirra og bað þau blessuð að vera ekki að þessari heimsku.1 Þá kom fyrir annar einkenni- legur atburður nokkmm vikum seinna. Ferðamannatulkur, sem hét, Paaliki, hafði látið ferðamennl múta sér til þess að fara með þá inn í hofið, þar sem enginn hvít-J ur maður mátti koma. Þar stóð þá yfir guðsþjónusta. Einn af ferða mönnunum gerði sig heimakom- inn og fleygði ösku úr sígarettu sinni í hina helgu þró. Höfuð- prestinum blöskraði slík van- helgun hofsins, og hann hóf upp bölbænir yfir túlkinum og spáði honum því, að hann mundi deyja váveiflega eftir viku. Túlkurinn varð afar hræddur Hann flýtti sér heim til sín og sat þar alla vikuna. Kunningjar hans voru farnir að halda að á lögin mundu ekki bitna á honum því að hann kendi sér einskis meins. En fáum mínútum fyrir sólar lag á hinum sjöunda degi, sáu nágrannar Paaliki að reyk lagði upp úr strákofa hans. Þeir þutu þangað, en þá var kofinn alelda og Paaliki brunninn inni. Bill sagði að þetta slys hefði orðið með alveg eðlilegum hætti. Hann skýrði það svo, að Paaliki hefði verið dauðhræddur við bölbænir prestsins og búist við að reiðarslagið kæmi yfir sig þá og þegar. Hann hefði því ekki þorað að sofa og hefði því verið orðinn dauðsyf jaður. En ti þess að halda fyrir sér vöku, — hefði hann reykt hverja sígar- ettuna eftir aðra, og svo hefði hann sofnað út frá seinustu síg- arettunni úrvinda af þreytu, og þá hefði auðvitað kviknað í kof-' anum og hann fuðrað upp í einu vetfangi, þar sem þetta var strá- kofi. Öldungum þorpsins ógnuðu þessi svipmiklu atvik og þá ekki síður hitt að Bill skyldi hafa þau í flimtingum. Þeir gerðu því sendinefnd á fund hans til þess að reyna að koma fyrir hann vit- inu. Honurn varð auðvitað ekki þokað og hann stæltist aðeins upp í þvermóðsku sinni. Og til þess að sýna þeim að hann væri ekki hræddur við svartagaldur, fór hann daginn eftir til hofsins og hrækti á líkneskju eldguðsins. Æðsti presturinn varð ævareið- ur út af þessari goðgá. Hann bað Bill bölbæna og sagði að dauð- inn skyldi koma yfir hann eins og þruma úr heiðskíru lofti eftir viku. Bi.ll gerði ekki annað en hlæja að þessum hótunum. Hann skildi það svo, að fjallið, sem hann bjó undir, ætti að gjósa og hann far- ast í eldflóðinu. Það var þó kát- legt. Fjallið var útbrunnið fyr- ir löngu. Hann hafði sjálfur ver- ið niðri í eldgígnum fyrir þrem- ur dögum. Samt fór það nú svo að hann átti bagt með svefn aðfaranótt sjöunda dagsins. Og skömmu fyrir sólarupprás þóttist hann heyra einhverjar drunur. Hann klæddi sig í skyndi og gekk út. Þá roðnaði sólin tind fjallsins og var sem á glóð sæi. “Það er best að hafa vaðið fyr ir neðan sig” hugsaði hann, steig upp í bílinn sinn og ók veginn austur með ströndinni. Hann var kominn langt í burt frá fjallinu og fór þá að hugsa um að það væri nú skammarlegt að vera svona huglaus að flýja. Svo kom honum til hugar að hann mundi hressast á því að fá sér bað. Hann ók niður að sjón- um. Og þegar hann var kominn út í og farinn að busla þar, þá varð honum að brosa.. Hér var hann áreiðanlega öruggur. Og skyldi nú svo fara að hann drukknaði, þá rættist spádómur- inn ekki heldur. Hálfri klukkustund síðar var hann dauður. Þetta skeði hinn 7. desember 1941. —Lesbók Mbl. ÞAÐ KENNIR MARGRA GRASA f BRÉFUM S. P. Sáttasemjari Fyrir nokkrum mánuðum rit- aði ungur piltur í Brooklyn bréf til Sameinuðu þjóðanna. “Kærri herra”, stóð í bréfinu. “Eg á hund. Hann er þýzkur fjárhundur og hann heitirj Butchie. Allir heima hjá mér eru, ánægðir, þegar Butchie er ná- lægur. Hann er svo góður að, koma á friði, þegar vinir mínirj byrja að slást. Eg vildi gjarnan; koma Butchie til Öryggisráðs-j ins. — Ef til einhvers rifrildis kemur getur Butchie gelt og sagtj þeim að hafa ekki svona hátt. Þá I held eg, að öllum mundi koma betur saman.” Heimboð Helen Gordon, sem starfar á póststofu Sameinuðu þjóðanna.j sendi skrifstofu aðalritarans bréf þetta. Einn af aðstoðarmönn j um Trygve Lie svaraði því og( tjáði bréfritaranum að Samein-j uðu þjóðunum þætti vænt um á- huga hans og mundu fúsar til að taka á móti honum í heimsókn, hvenær sem honum hentaði best.! Aðstoðarmaðurinn bætti því við,j að hann efaðist ekki um, aðj Butohie væri ágætis hundur, en þó héldi hann ekki, að viðeig- andi væri að koma með hann í heimsóknina. Tuttugu tungumál Um þúsund einstaklingar skrifa Sameinuðu þjóðunum á mánuði hverjum. Þegar allsherj- arþingið situr á rökstólum eru bréfin um 2,000. Þau koma á tuttugu tungumálum. Auk bréfanna, berst fjöldinn allur af símskeytum og póst- kortum, þar sem sendendurnir láta Sameinuðu þjóðunum ým- iskonar heilræði í té. Eitt póst- kortið var áletrað: “Til forstjór- ans, Lake Sucess”. • “Sendiboði friðarins” Maður í Þýzkalandi skrifaði að nítján ára gamall sonur hans hefði í leyfisleysi gengið í frönsku útlendingahersveitina Hann fór fram á aðstoð Samein- uðu þjóðanna við að ná syninum hei maftur. Hjón í Chicago vildu fá upplýsingar um, hvernig þau gætu tekið munaðarleysingja úr stríðinu til fósturs. Belgíumað ur bauðst til að ferðast í bíl milli höfuðborga Evrópu sem “sendi boði friðarins.” Undanfarnar vikur hefur fjöldi bréfa borist, þar sem mælt er með því, að fundir Sameinuðu þjóðanna hefjist með bænahaldi. • Alt er lesið Auk bréfa um ástandið í heim- inum, hafa einnig borist langar heimspekilegar ritgerðir, tillög- ur um að bæta loftræstingu píra- mídanna, með það fyrir augum, að hægt sé að nota þá sem atom- sprengju byrgi, uppástungur um “þýðingavélar” (svo að ekki þurfi að nota túlka) og sálfræð- inga við lausn alþjóðlegra vanda- mála. Öll eru bréfin, sem Sameinuðu þjóðunum berast, vandlega les- in og sendinefndum þjóðanna hjá S. Þ. er undantekningarlaust gefinn kostur á að kynna sér þau. —(Þýtt úr N. York Times) —Mbl. Sigurður S. Anderson, 800 Lipton St.. hefir tekið að sér mn- köllun fyrir Hkr. í Winnipeg. Áskrifendur eru beðnir að minn- ast þessa og frá þeirra hálfu gera honum starfið sem greiðast. —■ Símanúmer hans er 28 168. * * * Kristján S. Pálsson: Ujóðmæli þsesa vinsæla höf- undar eru nú fullprentuð. Bókin er yfir 300 blaðsíður. Upplagið er aðeins 200 eintök. Söluverð: í gyltu bandi $5.00 í vandaðri kápu: $4.00. Pantanir sendist til: Mrs. Kristján S. Pálsson, West Selkirk, Manitoba Páll S. Pálsson, % Viking Press Ltd., 853 Sargent Ave., Winnipeg, Man. * * • Framvegis verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu, hjá hr. bóksala Lárusi Blöndal, Skóla vörðustíg 2. Reykjavík, Island. Bernhad Shaw kann að græða Fyrir fjórum árum samdi Bernhard Shaw við líftrygginga félag. Þá var hann 89 ára og greiddi félaginu fjögur þúsund pund gegn því, að það greiddi honum þúsund pund á ári meðan hann lifði. Nú nýlega tók hann við fjórðu greiðslu þess, svo að han nhefir fengið peninga siína aftur. En hann segist vera ákveð- inn í því að verða 99 ára, til þess að ergja líftryggingafélagið, ef ekki til annars. Húrra, húrra, húrra. Orðið, “húrra” er upprunalega ungvergst heróp og þýðir: — “drepið hann”. Þessvegna hrópa menn svo oft húrra eftir langar skálaræður. w * » Hjúkrunarkona (á vitfirringa- hæli) — Það er maður hérna úti, sem spyr hvort við höfum misst nokkurn karlmann út nýlega. Læknir — Því þá það? — Hann segir, að einhver hafi strokið með konuna sína. KAITPTÐ HETMRKRTNGLU— bezta falenzka fréttahlaðið MANITOBA BIRDS SPOTTED SANDPIPER Actitis macularia Distinctions: Adults have decidedly round breast spots and a slight greenish lustre on the back. Young autumn birds are distinguished by white instead of barred axillars. Field Marks: Size and distinct round spots on breast. When flying it may be distinguished by the white line along the ends of the secondaries and the small amount of black and white barring on the tail. The Spotted Sandpiper teeters constantly. In this queer. spasmodic action, which seems more or less involuntary, the legs are momentarily flexed and the forepart of the body is jerked down as the tail is jerked up. This action is indulged in continually. Its wing stroke in flight is distinctive; its stiffly held, down-curved wings at the bottom of each stroke being very different from the long, flowing beat of any other similar Wader. Nesting: Slight hollow in ground at no great distance from water, in the shelter of a clump of shrub or bunch of grass. Distribution: Breeds over the whole of Canada north to tree limit. Common on the prairies. This is the commonest summer sandpiper in Canada. Found occasionally in pairs along the smallest streams, sand beaches, mud flats or rock shores. Economic status: It is often seen in fields, running between the furrows of newly turned earth or rows of growing plants. Its food consists mainly, if not entirely, of insects. This space contributed by Shca's Winnipeg Brewery Ltd. MD-247

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.