Heimskringla


Heimskringla - 01.03.1950, Qupperneq 6

Heimskringla - 01.03.1950, Qupperneq 6
6. SIÐA HEIMSKRINGL* WINNIPEG, 1. MARZ 1950 Alma Crosmont Þýtt hefir G. E. Eyford “Eg vil að þú lítir framan í mig — eklki bara þegar þú þvingar mig til einhvers, heldur altaf. Þá munt þú brátt sjá annað en ótta í aug- um mínum. Eg óska að þú talir til mín sem konu, en ekki eins og hunds, og þá muntu brátt sjá annað hjá mér en hundsins þegjandi hliíðni. Eg vil að þú borðir tvaer máltíðir á dag með mér, og þú munt brátt sjá andlit sem ljómar af fögnuði, þegar þú kemur. Þetta er allt sem eg óska eftir, til að byrja með, Ned; eftir svo sem tvær vikur er það upp til þín, að biðja um meira.” Ned sneri sér að hálfu til hennar og leit til hennar útundan sér, hann var ekki með öllu tilfinningarlaus fyrir fríðleilk hennar og hinum fínu og vingjarnlegu dráttum í andliti hennar; hann var á leiðinni til að hugsa að hún hefði rétt að mæla. “Viltu borða með mér í kvöld?” spurði hún, og gerðist svo djörf, að hun lagði aðra hendina á handlegg hans. “Þú hefur ekki svo mikið að gera í dag, þú mátt vel vera heima í kvöld.” Við þessi orð varð hann æstur, því þau mintu hann á næturferðina til Liverpool og lof- orðið sem hann hafði gefið. Það var eins og honum væri ervitt að táka upp sinn harka'lega og ribbaldalega hátt, en svo varaði það ekki lengi þar til hann var kominn í sama ruddalega haminn, og við það kom gamli hræðslu svipur- inn á andlit Almu, sem gerði hann óðan og æst- an. “Það er nú komið nóg af þessu rugli”, sagði hann harkalega, og hristi hendi hennar af hand- leggnum á sér. “Þú ert í leiðslu, það er sem gengur að þér. Þessar indælu ráðleggingar Dr. Armathwaite eiga ekki við þig. Eg er betri læknir fyrir þig en hann. Kondu hingað! Alma hafði hörfað til baka að dyrunum, en við þetta bjóðandi ávarp leit hún við, en kom ekki til hans, hún stríddi á móti þeim ábrifum sem hann hafði svo oft beitt gegn henni. “Kondu hingað!” endurtók hann. Hún stóð eins og í efa, og stríddi enn eitt- augnablik gegn þessum lamandi áhrifum, sem hann með járn vilja sínum hafði á hana; hún krepti hendurnar óg reyndi að l'íta ekki á hann, og hún bað í hjarta sínu um styrk til að stand- ast gegn þessu miskunarlausa ofbeldi, sem enn á ný ætlaði að ræna hann frelsi sínu. En hún var búin að vera of lengi undir á- hrifum hans tiil þess að hennar veika mótstaða •kæmi að nokkru gagni; á móti ósk sinni og vilja sneri hún sér að honum og horfði í augu hans. Það tók hann dálitla stund til að sigra vilja- kraft hennar, þar til hún stóð hreifingarlaus eins og spíta. Áður þurfti hann ekki annað en láta hana leggjast í sóffan og lesa fyrir hana, þar til hún féll í dáleiðslu svefn, svo það var auðvelt fyrir hann að fá hana til að trúa því, að þessi djúpi svefn væri alveg náttúrlegur. En nú var honum erviðara að fá hana til að falla í dá, en hún fann að vilji hans var að ytfirbuga sig, þar til hún misti minnið og féll í dá. Hann tók fast um handlegg hennar, en hún virtist ekki finna til þess. Svo strauk hann eftir handleggnum á henni ofan frá axlarlið og fram að úlnlið. Hún heyrði sinn eigin málróm, eins og eitthvert bergmál sem bærist langt að til hennar og sagði eins og í draumi: “Ned, láttai mig ekki — láttu mig ekki fara að dreyma hina hræðilegu drauma aftur.” Svo dó málrómurinn út og ekkert heyrðist til hennar, annað en undarlegar veikar stunur, og hún varð alveg tilfinningar og meðvitundar laus. í 24. Kafli Það var komið sólarlag, er Dr. Armath- waite kom til Mereside. Veðrið var ónotalegt og kalt þetta kvöld er hann kom að húsi Mr. Cros- mont. Er hann hringdi dyra'bjöllunni, kom ekki hin glaðværa og hluttekningarsama Nanny til dyranna, en í þess stað hin málæðisfulla slúð- urdósin Agnes, sem brá hastarlega við er hún sá hann, svo hann sá strax að hún varð hrædd við komu hans. Hvernig hún svaraði fyrstu spurningu hans, gaf honum ótvírætt til kynna, að henni hafði verið gefnar strangar fýrirskip- anir. “Er Mr. Crosmont heima?” spurði hann. “Nei”, og hún varð eldrauð í andlitinu. “Veistu hvenær hann verður héima?” “Nei, það veit eg ekki.” “Hvernig líður Mrs. Crosmont í dag?” “Vel. Hún er í herberginu sínu að skrifa, og hún sagði að það mætti ekki ónáða sig, sagði hún væri að fara með utanað lærða lexíu.” Dr. Armathwaite leit hvast á hana og sagði í höstum róm: “Það er ágætt. Viltu láta hana vita, að eg kom hér, og að eg sé glaður að vita, að hún sé betri.” “Hann eyddi ekki meiri tíma til að tala við stúlkuna, en sneri til baka í þungu skapi. Hann áleit að það væri hyggilegra, að vera efeki leng- ur þar í kring, því hann sá að Mr. Crosmont vildi ekki mæta sér, og að það væri best að hann hefði engan grun um að hann hefði komið þang- að. Hann fór því strax til Branksome, og fór ekki að heiman aftur fyr en kl. 7, að jámbraut- arlestin var farin framhjá. Þá sagði hann Mrs. Peel, að Kildonan lávarður hefði beðið sig að vera þessa nótt hjá sér á Crags. Hann hraðaði sér á stað, til þess að þær mæðgurnar hefðu efeki tíma til að spurja sig neinna spurninga. Dr. Armatíiwaite hafði náð algjörlega y*fir- höndinni yfir Mrs. Peel, frá þeim degi, sem gamli læknirinn var jarðaður, sem stafaði af því, að þegar hann opnaði skrifborðið, sem var svo þýðingarmikill hluti þess, sem Dr. Peel hafði eftirlátið honum, varð hann þess var, að það voru engin skjöl í því, sem á nokkurn hátt áhrærðu leyndarmálið. Hann vissi í hvers hend- u>r að lyklarnir höfðu komið, eftir lát gamla læknisins, svo Dr. Armatfhwaite var í engum efa um, hver hefði tekið skjölin, hann fór því til Mrs. Peel, og sagði henni, að nokkur þýðingar- mikil skjöl væru horfin úr skrifborðinu, og sagði, ef þeim yrði ekki skilað strax, þá gæfi 'hann þetta mál án svifa í hendur lögmanns dána læknisins til meðferðar. “Þú skilur Mrs. Peel”, sagði hann alvarlega, “að þessi skjöl eru áhrær- andi leyndarmál, sem eftir lát læknisins eru falin mér á hendur til varðveizlu.” Hann sá, þó Ihún létist hlusta rólega á þetta, varð hún alveg stein hissa að heyra það. “Mér þykir mjög mikið fyrir því, ef eg neyðist til að gera nokkurn hávaða út úr þessu, sem eg er ákveðin í að gera, ef skjölunum er ékki tafarlaust skilað til mín.” “Það er ekki vel viðeigandi fyrir ungan mann að láta sig varða svo mikið um leyndar- mál giftrar konu,” sagði Mrs. Peel snúðugt. “Það er stundum ekki hægt að komast hjá því,” svaraði hann í sama tón. Frá þessari stund hafði Mrs. Peel verið miklu stiltari í framkomu sinni en hún var áður en hún hafði ekki skilað honum skjölunum. Hann sótti ekki fastar eftirþeim, því hann þótt- ist viss um, að hann væri á réttri leið til að kom- ast að leyndarmáli lafði Kildonan, sem hann var hræddur um að hefði flýtt fyrir dauða gamla læknisins. Það voru fullar sjö mílur frá Branksome til Crags, og klufekan var orðin 9 er hann kom þangað, og spurði eftir hvort lávarðurinn gæti tekið á móti sér. Hann þurfti ekki að bíða lengi, þar til lávarðurinn kom með útréttar hendur á móti ihonum. Hann var með sín stóru bláu gler- augu, stóra svarta kollhúfu, og í víðum gráleit- um slopp, svo þar sem hann kom vaggandi eftir ganginum, var hann í þessum búningi ekki ólík- ur stórum apa. “Velkominn! Eg hélt bara að þú hefðir vilst það er þó sannarlega velgert af þér að koma í kvöld, því eg veit að þú ert þreyttur eftir erviði dagsins. Eg er —” Hann þagnaði við hálfsagt orð, og virti ná- kvæmlega gest sinn fyrir sér frá hvirfli til ylja, með forvitnislegu og undrandi augnaráði. Læknirinn tók eftir því, þegar' undrunarsvip- urinn var horfin af andliti hans, að lávarðurinn leit út bæði þreytulega og áhyggjufullur mjög ólíkur því sem hann hafði verið, er hann sá hann síðast. Lækninum brá hastarlega við þessa sýn, því honum varð það ljóst, að honum þótti mjög vænt um þennan gamla vingjarnlega herram., og að valda honum eða gera honum órótt í skapi, áleit hann svo miskunarlaust, að hann vildi ekki hafa það á samvizku sinni. Hann sá nú, að hann skildi betur kringumstæðurnar. Læknirinn varð svo óstyrkur og meðaumkunarfullur við þetta, að hann gat efeki sagt neitt. “Eg er að hugsa um”, sagði lávarðurinn of- ur hægt og horfði á læknirinn yfir bláu ^ler- augun. “Þú veist að við þarna norðurfrá trúum á skyggni og því umlíkt, gerir þú það?” “Eg — eg hef aldrei hugsað um það, hef aldrei haft ástæðu til þess,” sagði læknirinn, sem átti ervitt með að tala rólega. “Eg var bara að hugsa um — og eg er ekki heldur viss um, að eg sé að geta mér rangt til um — hvort þú komst hingað, vegna þess að þú hafðir eittvert hugboð um, að mér leiddist, og hélst að þú gætir verið mér til skemtunar.” “N-ei”, stamaði Dr. Armathwaite; “ekki held eg það hafi verið. Eg hugsaði — mér datt í hug í kvöld, að þú vgerir ekki vel frískur, og það gæti skeð að þú hefðir fengið aðkenningu af því sem að þú hafðir fyrir þrem vikum síðan. Þess vegna kom eg til að biðja þig um að lofa mér að vera hérna hjá þér í nótt, svo eg geti séð með mínum eigin augum hvernig þér líður.” “Það er mjög vel gert af þér, en það er svo undarlegt, þar sem eg finn ekki til að neitt sé að mér. En þegar eg hugsa um það, þá var ekk- ert undanfarandi sjúkdóms einkenni, áður en eg fékk síðasta kastið heldur. En þú ert vel- komin hvort sem er, og eg vona að hugboð þitt sé ástæðulaust. Kondu með mér inn í skrifstof- una miína, og eg skal sýna þér nokkuð, sem eg hef skrifað síðan þú varst hér síðast.” Hann gekk á undan og Dr. Armathwaite á eftir, fullviss um, að það var eitthvað sem lá- varðinum lá þungt á hjarta, sem hann vissi ekki 'hvað var, hræddur um að hann gæti komist í slæma afstöðu ef lávarðurinn færi að leggja margslags spurningar fyrir sig. Þegar þeir komu inn í skrifstofuna og voru sestir niður við borðið fór annar að lesa, en hinn að hlusta á lesturinn, en hvorugur fylgdist með því, sem lesið var. Það bar meira á því hjá hinum eldri. Það var auðséð að hugur lávarðarinns var við allt annað en hann var að lesa. “Eg trúi ekki”, sagði hann, “að þessi nýji rithöfundur hafi komist lengra en eg í sínum málfræðis skýringum, eg trúi því ekki.” “Nei, það er varla hugsanlegt,” sagði lækn- irinn, og meinti það sem hann sagði. “Þú veist það á morgun þegar Crosmont kemur með bók- ina.” Við að heyra nafn ráðsmannsins nelft, breytt- ist andlitssvipur lávarðarins, og læknirinn, sem aldrei hafði séð hann öðruvísi en góðlegan og umsorgunarsaman fyrir öðrum, eða ofurlítið sorgmæddan yfir ikaldlyndi konunnar sinnar, varð nú undrandi við, að sjá hinn harða og stranga svip sem kom á andlit hans. “Eg bað hann ekki að koma með bókina”, sagði hann snúðugt. Dr. Armathwaite ansaði því ekki, en lét sem hann væri niðursokkinn í að lesa blöð sem láu á borðinu, sem voru skrifuð með hinni fögru ritíbönd lávarðarins. Lávarðurinn tók upp bók, sem skrifað var í ýmislegt til minnis, en hann f.leygði henni strax frá sér, eins og í reiði, sem var svo óMkt hans rólega og prúða háttalagi, að læknirinn hrökk við og leit óttaslegin framan í hann. “Egheld, að eg hafi sýnt þessum unga manni allt of mikið traust,” sagði lávarðurinn. Þar sem læknirinn vissi að svo var, sagði hann ekkert en beið kvíðin eftir að heyra á hverju tortryggni lávarðarins byggðist, og hve mikið hann vissi um háttalag ráðsmannsins síns. Það var ekki fyr en eftir stund að lávarðurinn tók til máls aftur. “Það er ekki svo auðvelt að gjöra ávalt það sem rétt er, og ungur maður er ungur maður, og getur verið hneigður til að beita meiri frekju og fljótfærni en gætni í ábyrgðarfullri stöðu. Dr. Armathwaite, þú ert hygginn og gætinn maður, þó þú sért enn ungur, og eg held að þú værir ekki neittslæmur dómari í þessu tilfelli.” Dr. Armathwaite sá strax, að það sem lá- varðurinn hafði komist að, var ekki nærri því eins illt og það sem hann hafði uppgötvað. Hann vildi ógjarnan verða til þess að fella nokkurn dóm í því máli, sem hann vissi allt of mikið um. Hann reyndi að afsakka sig, lávarð- urinn hélt upp hendinni, og gaf honum merki tii að þegja, svo læknirinn fór að sannfærast um, að lávarðurinn mundi ekki taka það létt, er hon- um væri gert eitthvað rangt til. “Þessi ungi maður”, sagði hann er hann hafði tekið af sér gleraugun og hagrætt sér í stólnum, “hefur býsna mikið að gera, og hann hefur mikinn áhuga fyrir starfi sínu. Eg var ó- vanur viðskiftamálum, eða hvernig að stýra og stjórna eigi stóreignum, en eg fór að kynna mér s'M-kt, er eg tókst á hendur ábyrgðina fyrir eign- um konunnar minnar, og eg sá bráfct að Edwin Crosmont var betur til þess fallin en eg. Hann feom mér fyrir sjónir sem heiðarlegur maður, svo eg hélt að viðskiifta málin væru betur farin í hans hendi. En nú hef eg orðið var við eitt til- felli, í samtali við einn landseta minn, sem eg mætti hérna á veginum til Conismere, að hann hefur gengið allt of hart að mönnum sem áttu ervitt með að borga leyguna á tilsettum tíma, og þessir menn álíta mig sem miskunarlausan fant, sem vil’l reka þá út eins og hunda, ef þeir eru eitfchvað seinir með að borga. Hvað finnst þér um það? Að eg skyldi reka vesalings fátæk- an mann út úr litla heimilinu hans, og það um miðjan vetur, vegna þess, að hann skuldaði einn eða tvo skildinga! Ráðsmaðurinn getur verið röggsamur og unnið eins og hestur, hann getur hlaupið í kring sem héri, en hann á ekki að setji blett á mitt nafn með því.” Lækninum varð léttara fyrir brjósti er hann heyrði þetta. Crosmont mundi fá alvarlega ofanígjöf, og hann mundi verða varfærnari á eftir, og að sér yrði auðveldara að bjarga hinni ófarsælu feonu hans. Hann sagðist vera sammála lávarðinum, en hafði engin fleiri orð um það til þess að bæta ekki á sársauka hans. “Þú ert of meðaumkunarsamur”, sagði lá- varðurinn og leit alvarlega á hann. “Það er sumt sem má ekki fyrirgefa, og að vera harður og hjartalaus við fátæklinga er eitt af því.” “Dr. Armathwaite gat ekki varist að láta bera á því, hve djúp og sterk áhrif þessi orð lá- varðaríns höfðu á sig, en gamli maðurinn hélt að það stafaði af samlhyggð með Mr. Crosmont. “Samt sem áður,” sagði hann, er læknirinn svaraði engu, “eg skal ekki vera of harður á honum, og sérstaklega vegna vesalings konunn- ar hans. Og auk þess mundi það hryggja Aphra ef hún yrði þess vör, að hennar gamli leikbróðir hefði gert nokkuð rangt. Svo þegar að öllu er gætt, þá býst eg við, að það sé skylda hans að fá þá til að borga, og ef hann er of harður, þá er það minnavegna en ekki hans.” Dr. Armathwaite tók ekkert undir það sem hann sagði, en spurði: “Hefurðu talað um þetta við hennar náð?" “Nei, eg er hræddur um, að henni mundi þykja svo mikið fyrir því. Eg var að hugsa um það, en hætti við það.” “Eg vildi ráða þér til að segja henni frá því. Það er ekkert að óttast, hún verður víst ekki svo hörð á honum. Og svo er hún svo gkynsöm, að hún sér þetta í réttu ljósi.” “Eg get ekki sagt henni það fyr en á morg- un, hún talaði um slæman höfuðverk, og fór snemma upp í herbergi sitt.” “Þú býst þá ekki við að sjá hana aftur í kvöld”, sagði læknirinn. Þegar Dr. Armthwaite sagði þetta, brá fyr- ir ánægjubrosi á andliti lávarðarins. “Jiú, en bara eitt augnablik, þegar hún kem- ur til að bjóða mér góða nótt,” svaraði lávarður- inn. “Eg vil ekki angra hana með að fara að tála um það við hana núna; hún lítur bara inn og fer svo strax aftur. Eg bið hana að gera það, þá veit eg að það er ekkert að henni, og eg seif betur þegar eg veit það.” Hann sneri sér að lækninum og brosti góð- látlega. “Bregðst það áldrei að hún komi?” spurði læknirinn. “Nei, aldrei!” svaraði lávarðurinn. “Og hvað gerði það svo til, þó hún kæmi ekki?” spurði læknirinn og brosti. “Gerði til! Eg mundi fara upp til hennar til að vita hvernig á því stæði, auðvitað — en það hefur aldrei komið fyrir. Af hverju spyrðu um það?” “Eg var bara að furða mig á því, að hún var ekki kominn”, svaraði læknirinn eftir litla um- hugsun. “Það er of snemt ennþá. Hún kemur ekki fyr en kl. 10 — það er meir en hálftími ennþá”, og hann leit á úrið sitt, stóð upp og gekk að litl- um skáp sem var í veggnum. “Drekkur þú whisky?” spurði hann læknirinn. “Eg tek vana- lega eitt glas af w<hisky og vatni um þetta leit- ið á kvöldin; þú lætur mig þó ekki drekka ein- samlan.” “Eg held að eg vilji helst, að þú takir ekk- ert af því í kvöld, KildonaiT lávarður”, sagði læknirinn, og tók glasið sem lávarðurinn hafði helt svolitlu af wihisky í, og horfði grandgæfi- lega á það. “Eg er hér sem læknirinn þinn, skil- urðu, og þú verður að lofa mér að smakka á þessu.” “Já, gjarnan”, svaraði lávarðurinn, sem hélt að þetta væri bara spaug. “Læknirinn lyfti glasinu upp að vörum sér. “Þú hefur helt því úr rangri borðflösku”, sagði læknirinn rólega, þrátt fyrir að honum brá við. “Það hefur verið látið í óhreina borð- flösku. Hvað er það sem er brúkað til að þvo borðflöskuna úr? Edik og sandur og eitthvað því um Mkt? Eg finn ediksbragðið, það eyði- leggur alveg whisky bragðið.” Lávarðurinn tók við glasinu og dreypti á því sem í því var. “Það er einkennilegt vínbragð þetta; eg hef fundið þetta sama bragð áður. Edik segir þú? Mér finst það ekki vera edik bragð.” “Jæja, bvaða bragð sem það er, þá er best að þú drekkir það ekki, það gæti gert þig veik- an. Fáðu þér nýja flösku, og láttu ekki hella úr henni í borðflöskuna.” Lávarðurin hringdi klukku, og skömmu síð- ar kom ungur þjónn inn. Það var mjög óvana- legt að lávarðurinn krefðist nokkurrar þjónustu svo seint og þjónninn var undrandi yifir þessu. Kjallara meistarinn var háttaður, sagði hann, og lyklarnir að vínkjallaranum væru í matklef- anum, sem Mka væri lokaður. Kildonan lávarð- ur, sem ekki hefði einu sinni viljað láta vékja hund sín vegna leit á borðflöskuna, sem vánið var í, sem læknirinn hafði fordæmt, hann hefði látið sér lynda að drekka það þó bragðvont væri hefði læknirinn ekki séð betra ráð, og sagði við þjóninn: “Þú veist, hvar kjallaravörðurinn hefur wlhisky flöskuna sem hann drekkur úr.” “Já”, svaraði þjóninn og varð eldrauður í landlitinu, en baðir mennirnir brostu. “Komdu þá með hana, eins og þú finnur hana, svo er ekki meira um það,” sagði læknir- inn, og þjónninn fór samstundis út úr herberg- inu. “Eg er hræddur um að Webster finnist við haga okkur undarlega”, sagði lávarðurinn. “Ef honum virkilega finnst það, þá máttu vera viss um, að hann hættir ekki fyr en hann hefir fengið fullkomið endurgjald.” Þjóninn Irom með flöskuna og setti hana á borðið, og læddist svo burt. Þegar hann var farinn, blandaði læknirinn í tvö glös, í annað sterkan drykk, en daufan í annað, svo gaf hann lávarðinum sterka drykkkin, en drakk hinn daufari sjálfur.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.