Heimskringla - 08.03.1950, Blaðsíða 3

Heimskringla - 08.03.1950, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 8. MARZ 1950 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA kemur”, enda sagði hún ástvin- um sínum hvernig hún vildi láta haga útförinni, sérstaklega með tilliti til þess, að ekki væri nein ræða flutt í kirkjunni. I Hún var jarðsugin af séra Rún- ólfi Marteinssyni, fimtudaginn,1 26. janúar, en þann dag hefði ver- ið afmælisdagurinn hennar, ef, hún hefði lifað, og hún orðið 79 ára gömul. Útförina annaðist Langrill’s frá Selkirk. Hús- kveðja var flutt a heimilinu með Bibliíulestri, sálmasöng og stuttu ávarpi. f kirkjunni fór fram sálmasöngur, lestur og bæn. Jarðað var í grafreit Gimli-bæj- ar. Líkmenn voru. Mr. Hannes Kristjánsan, Mr. Guðmundur Magnússon, Mr. G. P. Thomp- son, Mr. Dori Peterson, Mr. N. K. Stevens og Mr. J. B. Johnson. Blessaðar eru minnnigarnar um Sigríði Tergesen. Það er vegna þess, að hún blessaði samferða- fólk sitt á lífsleiðinni með góð- um ráðum og miklum gæðum. Rúnólfur Marteinsson EF TIL VILL EINA RÁÐIÐ Það blöskra víst flestum orðið umferðarslysin í þessum bæ. Dauðsföllin hækka sífelt og það virðist ekki auðhlaupið að því, að ráða bætur á þessu. Lögreglu- mönnum var fjölgað um 12, með það fyrst og fremst í huga, að^ efla eftirlitið, en það virðistj ekki hafa blessast. En nýlegal hefir umferðarstjóri borgarinnar (City Traffic Engineer), E. F. Gillies benti á hvað gera þurfi hér orðið, og það er að semja umferðarreglur fyrir almenning, eins og gert er í mörgum borg- um, eigi síður en fyrir bíla og vagnstjóra. Hann hefir athugað kostina af slíkum reglum í bæj- um í Bandaríkjunum og segir slysum hafa fækkað um 36% við það. Það virðist því vissulega þess vert, að reyna þetta. í sambandi við umferðaslysin hér hefir ekkert snjallara ráð verið bent á en þetta. í Winni- peg segir hann hverja fjóra af fimm, sem fyrir slysum og dauða verða úr hópi gangandi lýðs á götum og það beinasta sé að setja honum umferðarreglur eigi síður en vagnstjórum og skýra fyrir honum og kenna, hvað í húfi sé, ef út af er brugðið. Bæði Winnipeg dagblöðin benda á þetta sem snjallræði og telja það mjög líklega lausn þess vandamáls, sem hér um ræðir. Mr. Gillies er, einnig gott til að vita, fslendingur. Á Frakklandi komu kommún- istar af stað miklum óeirðum 4. marz. Þeir þyrftust inn á þing og varð að kalla herlið til að koma þeim þaðan út. Stóð það yfir í 5 klukkustundir. Við hafnir hófu þeir einnig skemdarverk í sam- bandi við uppskipun hergagna frá Bandaríkjunum í þágu At- landshafs varnanna. Orsakir til þessara óláta var, að þingið hafði til umræða lög, sem í því voru fólgin að hegna með fangavist fyrir áróður til verkfalla og líflátssök fyrir skemdarverk. Verkfall stendur og yfir, er áhrærir 306,000 verk- menn. CHINA LONG CUCUMBER ÓVIÐJAFNANLEGT VEGNA KEIMS OG LJÚFFENGIS Einkennileg ágúrka tveggja feta löng og aðeins 2 til 3 þuml. þvermáls. Slétt, dökk- græn, fáir angar, þétt og ljúffeng. Fljót að þroskasl jafnvel undir erfiðum skii- yrðurn. China Long ber fá frækorn, svo birgðir eru tak- markaðar. Pantið strax. — Bréfið lOc, oz. 40c, póstfritt. FRt — Vor stóra fræ og útsæðisbók fyrir 1950 Stærri cn nokkru sinni fyr. M DOMINION S E E D HOUSE CEORGETOWN.ON1._______ Alma Crosmont Þýtt hefii G. E. Eyford “Þetta er sterkt”, sagði lávarðurinn, er hann smakkaði á drykknum. “Þú hefir blandað iþetta handa prófessor í læknisfræði, en ekki handa stúdent í málfræði. Ef eg drekk þetta og legg mig svo fyrir svo sem einn klukkutíma, eins og eg er vanur, þá gerði eg ekki meira í kvö'ld.” “Eg skal sjá um að þú sofir ekki of lengi. Eftir það ergelsi sem ráðsmaðurinn þinn hefur komið þér í verður þú rólegri og vinnur mi/klu betur, eftir að þú hefur sofið væran dúr til að gera þig rólegri.” - “Það er auðvitað alveg satt”, sagði lávarður- inn. Og meðan hann var að tala um sín lærðu af- reks verk á sviði málfræðinnar drakk hann út úr glasinu, og sagðist vera vel undir búin til að taka sér einn vanalegan dúr, svo afsakaði hann við læknirinn og gekik inn í litla herbergið til að leggja sig fyrir. Þegar lávarðurinn var kom- inn inn og tjaldið dregið fyrir dyrnar, virtist læknirinn að verða alveg umbreyttur. Hann leit á úrið sitt, og klukkan var 17 mínútur eftir tíu; og nú þurfti hann ekki að dylja þá óró sem þjak- aði honum, hann stóð upp, og gekk um gólf í herberginu, föstum og jöfnum skrefum, og hlust aði eftir ef hann heyrði eitthvert hljóð, er hann kom nærri ytri hurðinni, eða litla hertberginu, þá stansaði hann og Mustaði, og er hann leit inn á bak við blæjuna sem var fyrir dyrunum og sá að lávarðurinn lá á sófnanum með lokuðum aug- unum, læddist hann inn og slökkti ljósið, sem stóð á borði við endan á sófanum. En lávarður- inn svaf ekki, hann lauk upp augunum og sagði: “Hvað á þetta að þýða?” “Ljósið skín í augun á þér, lávarður Kil- donan”. * “Já, já, það er gott”, svaraði hann. Læknirinn fór svo inn í skrifstofuna aftur. Klukkan var nú 25 mínútur eftir 10. Hann heyrði alslags hljóð, sem maður veitir enga eftirtekt vanalega að deginum til, en sem í einveru næt- urinnar heyrast svo oft. Þá verða hinar minstu hreifingar að hljóði sem verkar á taugakerfið. Hann hlustaði og hélt niður í sér andanum. Loksins heyrði hann í nokkurri fjarlægð, ofur ógreinilegt fótatak, eins og einhver væri að feta sig áfram. Hann fór burt frá hurðinni sem hann stóð við. f þessu leiðinlega herbergi var ekkert til að skýla sér bak við. Lampinn sem stóð á borðinu, gaf litla birtu, nema rétt í kringum sig, en ekk- ert upp fyrir sig, því yfir honum var þykkur grænn skermir. Hann fór út í dimmasta hornið í herberginu og stóð þar eins og steingjörfing- ur. 1 Hann heyrði að hurðin var opnuð, með hinni mestu hægð og varfærni. Hann horfði í hálfdimmunni stöðugt til dyranna til að reyna að sjá hver það væri sem kom inn. Loksins kom kvennvera í ljós, sem virtist vera lítið annað en skuggi, sem hreifðist með hægð yfir gólfið að innri dyrunum, hann horfði á þessa veru, þar til hún hafði dregið hengið til hliðar og fór inn í herbergið þar sem lávarðurinn svaf; þá fór hann úr horninu þar sem hann var, og gekk yfir gólf- ið til hinnar hliðar í herberginu. Er hann kom andspænis iherbergisdyrunum, sá hann í hálf dimmunni, að kvennveran beygði sig ofan að lá- varðinum og kysti hinn sofandi mann á ennið. “Góða nótt, mín kæra ” heyrði hann lávarð- inn umla eins og í draumi. Konan sagði í dauf- um hvíslandi róm: “Góða nótt ” Einu augnabliki síðar sá hann hengin hreif- ast aftur og konan kom út úr herberginu og gekk fram hjá honum, þar sem hann stóð, án þess að líta við. Hún gekk yfir gólfið og út á svalirnar, og hann fór ekki að draga andan reglu lega fyr en hann heyrði ekki lengur fótatak hennar. Hann stóð um stund og horfði til dyr- anna, sem voru hálf opnar, en honum brá við að heyra málróm lávarðsins á bak við sig. Hann sneri sér að þessum göfuga manni og varð ná- fölur í andliti. “Nú, hvað gengur að þér?” spurði lávarður- inn, sem kom nær og horfði rannsakandi aug- um á andlit læknisins. “Andlit þitt er vott, og hendur þínar kaldar,” og þú lítur út eins og þú hafir mætt draug. Sofnaðirðu, eða tókstu kon- una miína fyrir vofu?” “Nei, en eg var hræddur um að hennar náð yrði hrædd við að sjá mig hér. Það er orsökin” svaraði læknirinn, og gerði sér upþ bros. “Það er best að þú farir ekki út í ganginn núna, Kil- dönan lávarður, það er svo mikill gegnumtrekk- ur þar”, sagði læknirinn er lávarðurinn gekk að dyrunum. “Ef þú þarft að senda hennar náð nokkur boð, þá láttu mig skila því til hennar”. Lávarðurinn brá undarlega við að heyra þetta, en hann sneri til baka, nuddaði augun, geispaði og strauk höfuðið á sér. “Nei, það er ekkert sem eg þarf að segja benni, sem ekki má bíða til morguns, og í kvöld er eg svo syfjaður, að eg held eg geti ekki hald- ið mér vakandi mikið lengur, — ef eg í raun og veru er vakandi núna”, sagði hann og settist í stólin sinn við borðið, og hvíldi höfuðið milli handa sér. “Það var eittiivað indælt er varir hennar snertu andlit mitt í kvöld, eitthvað svo viðkvæmt, svo viðfeldið”, sagði lávarðurinn, eins og við sjálfan sig — “að eg hélt hún hefði kanske vingjarnlegri tilfinningu fyrir mér og fór að” — svo þagnaði hann um stund og tók með höndunum um höfuð sér. “Ó eg er gamall : bjáni. Það er vafalaust whisky-ið. En minn ungi vinur, eg vildi að þú værir hér og blandaðir púnsið handa mér á hverju kvöldi, því þú hefur , gefið mér hinn indælasta draum, sem eg hef j haft fyrir langa tíð, þó hann varaði ekki nema j eina mínútu.” Læknirinn rétti lávarðinum hendina og reisti hann upp, og fylgdi honum inn í svefn- herbergi hans. Svo lagði læknirinn sig ofurlitla stund fyrir í legubekkinn í litla hetberginu, en hann lá þar ekki lengi. Hann stóð bráðlega á fætur aftur, og reykaði um herbergin og út á j svalirnar, og eftir göngunum, og hélt þannig j vörð alla nóttina til morguns. Hann sá út um ; glugga hvar hinn leyndi stígur lá ofan snar- bratta brekku frá húsinu. Þessa nótt brutust um i í huga hans hinar andstæðustu tilfinningar, ým- ist, efi, ótti reiði og hinar dýpstu tilfinningar samhygðar og velvildar. Er birta fór af degi lagði hann sig fyrir I legubekknum, og þar lá hann í svefnmóki er lá- varðurinn kom inn til hans, til að spurja hann að hvernig hann hefði sofið, en er hann leit í j andlit hans brá honum hastarlega við. “Varðveiti mig ” tautaði hann fyrir munni i sér, og hörfaði til baka, án þess að tala til lækn- ' isins. “Þessi ungi maður vinnur allt of mikið, leggur of mikið á sig, eða hann hefur ekki eins góða samvizku eins og eg hef haldið. Hann lítur nú út í morgun birtunni eins gamall eins og eg, þó hann sé kannske ekki eins ljótur og eg.” En hann gat ekki vitað að hann sæi í andliti læknisins afleiðingarnar af því óréttlæti, sem j hann sjálfur hafði verið beittur. 25 Kafli Dr. Armathwaite vaknaði upp eins og af vondum draum, eins og hann hefði verið í stór- hættu. Hann þaut á fætur, og dró upp hina þykku grænu blæju sem var fyrir glugganum svo hann gæti séð á úrið sitt, sem vantaði 20 miínútur í 8, er lávarðurinn kom inn til hans frá skrifstofunni sinni. “Eg er ihræddur um, að þú hafir ekki átt góða nótt”, sagði hann í heldur þungum róm. Læknirinn tók lítið undir það, og sagðist hafa átt marga verri nótt. Það var eitthvað í látbragði lávarðarins sem vakti bæði forvitni hans og kvíða. Hann ætlaði ekki að vera lengi í óvissu um það. Hann spurði lávarðinn hvernig honum liði, og fékk þetta einkennilega svar. “Líkamlega líður mér vel, en að öðru leyti ekki , Dr. Armathwaite, og eg er ekki vissum hvort eg á að fagna yfir því eða ekki.” “Það að vera líkamlega heilbrigður er þó æfinlega gott, lávarður Kildonan,” sagði lækn- irinn einlæglega. “Eg er ekki svo viss um það. Það er undir því komið hvað það kostar, og hvort líkamleg heilsa er fengin með því að valda öðrum hrygð- ar, þá er of mikið borgað fyrir meðulin þín.” “ Segðu mér hvað þú meinar, Kildonan lá- varður. Gefðu mér tækifæri til að vinna mitt góða nafn sem læknir aftur.” “Eg get ekki sagt þér hvað eg meina; eg veit það varla sjálfur. En eg held að þú hafir látið eitthvað í púnsið í gærkvöldi, sem kemur hugsunum manns á flug; því þær hugsanir sem hafa farið í gegnum böfuðið á mér í nótt, gætu komið heilbrigðum manni til að trúa því, að hann væri á leið til að vera vitlaus. Og svo vakn- aði eg snemma í morgun og hugsaði um, að eg fór ekki eins og vanalega til herbergis konun- ar minnar í gærkvöldi, til að banka á hurðina hjá henni og segja góða nótt.” “Að banka á hurðina hjá henni ” endurtók læknirinn, eins og við sjálfan sig. Lávarðurinn horfði á hann yfir gleraugun sín. “Eg gæti altaf að hurðinni hennar, hvort hún er læst, og ef hún er vakandi þá kalla eg inn góða nótt til hennar; en ef hún er ekki háttuð og tekur undir, þá opna eg hurðina í hálfagátt og lít inn, þá veit eg allt er eins og það á að vera. Eg fór núna upp í herbergi hennar, en hún var þar ekki. Hún fer aldrei svona snemma á fætur. Eg er eyðilagður af hræðslu og kvíða fyrir henni. Það er eins og hún sé óróleg og óánægð. Hún er altaf óánægð þegar hún er heima. Mér Hkar ekki að hún sé að ferðast burt frá húsinu svona snemma morguns; það er ekki gott, það er ekki rétt af húsmóðurinni að gera það. Fólkið hérna í nágrenninu mundi halda að hún væri galin.” “En því heldurðu að hún sé úti?” sagði læknirinn, eins og til að gera hann rólegri. “Er það ekki líklegra að hún hafi farið inn í lestra- salin til að leita sér að “róman” til að lesa?” Proiessional and Business --------Directory— Office Phone 94 762 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Taisími 95B26 Ileimilis 53 893 DR K. J. AUSTMANN Sérfrasðingur í augna, eyrna, nete og kverka sjúkdómum 209 MEDICAI. ARTS BLDG. Stofutími: 2—5 e. h. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG C.LINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 97 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg THE VVATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. WTNDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 ÁSGEIRSON’S PAINTS, VVALL PAPER AND HARDVVARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 The BUSINESS CLINIC Specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Ineome Tax Returns. ANNA LARUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 DR. A. V. JOHNSON DENTIST 508 Somerset Bldg. Office 97 932 Res. 202 398 ANDREVVS, ANDREVVS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sltni 98 291 DRS. H. R. and H. W. TVVEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG O. K. HANSSON Plumbing & Heating CO. LTD. For Your Comfort and Convenience, We can supply an Oil Burner for Your Home Phone 72 051 163 Sherbrook St. PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af óllu trei. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Sími 25 888 C. A. Johnson, Mgr H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 219 McINTYRE BLOCK TELEPHONE 94 981 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs A. S. BARDAL seiur líkkistur og annast um utfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar mmnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 27 324 Winnipeg Lnion Loan & Investment COMPANY Hental, Insurance and Financial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALD60N Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson Contractor & Builder • 1156 Dorchester Ave. Sími 404 945 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg l'HONE 922 496 COL RTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur. toskuz. húsgögn. pianös og kœliskápa önnumst alian umbúnað á smá sendingum. ef óskað er. Allur flutningur ábyrgðstur. Sími 53 667 1197 Selklrk Ave. Eric Erickson. eigandi 'JOfíNSON S r I.ESTÐ HEIAISKRINGT.Í' lÖÖkSTÖRh imsr 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.