Heimskringla - 31.05.1950, Page 1
QUALITY-FRESHNESS
Sutter-Nut
BREAD
At Your Neighborhood Grocer’s
LXIV. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, >, 31. MAÍ 1950
NÚMER35.
Winnipeg á framtíð
Þessi orð voru fyrirsögn a
grein í blaðinu “Saturday Night”,
s. 1. viku, er fjallar um áflæðið í
Rauðánni og skemdirnar af því
bæði í Winnipeg og fylkinu. En
þó ekkert sé úr frásögn tjónsins
dregið, telur blaðið iþað ofsagt, að
áhrif flóðsins á Winnipeg verði
borginni að aldurtila eða jafnvel
tiil nokkurs varanlegs tjóns. Það
segir aðstöðu hennar ekkert
breytta, hún verði hlið hins
gullna Vesturlands hér, eftir sem
áður. Auðæfi Vestur-Canada séu
enn ósnert, borið saman við það,
sem verði, er tímar líði. Og opna
ihliðið að þeim mikla framtíðar
auði, verði Winnipeg framtíðar-
innar, sem sízt gefi eftir því sem
hú<n nú sé. Öryggi hlutverks
hennar eða tilveruréttur er meiri,
en flestra annara borga og fram-
tíðarvonirnar hinar beztu.
Vér höfðum ekki mikið séð í
þessa átt sagt í blöðum hér, fyr
en nú, að lækka er farið til muna
í Rauðánni. Það virðist sem
lækkunin ætli að verða eins ör, ef
ekki örari, en vöxturinn áður. Þó
ekki sé nema rúm vi-ka síðan
breytingin varð og í ánni byrjaði
að lækka, er nú landi hér viíða
skotið upp, og kjailarar þurrir
orðnir. Þeir er úr bænum fluttu,
eru og að koma aftur heim.
En það sem lengui mun standa
yfir en bæði. vöxtur og rénun
áarinnar, er viðgerðin á húsum
og húsmunum. Til þess að bæta
slíkt. að sæmilegu leyti, þarf
mikils fjár með. Og það fæst
vonandi, með frjálsum samskot-
um til talsverðra muna, þó sam-
bandsstjórnin og Manitoba-
stjórnin hafi litla rausn af sér
sýnt ennþá, sem fyrst og frcmst
bar þó, að veita hjálp upp á á-
byigð fjöldans, og sem óhætt var.
En þeir eru íleiri, sem jkkert
hafa af áf'læðinu að segja, en hin-
ir, og bæði geta og munu moð
tímanum reyna að sjá fyrir. að
tjónið verði ekki láíið skella á
þeim einum, er h^rðast vuu
’.eiknir af þvi. Tapið af þanmg
löguðum óhöppum, á að leggiast
á herðar alls þjóðféiagsins. en
ekki aðeins fárra. Um það er
verk stjórna að sjá, þó þær vana-
lega komi sér hjá þvi sjálísagða
hlutverki sínu, ef um eitrnvað
stórc er að ræða, en moki bitling-
um út að öðru leyti í hvaða ban-
settan óþarfa sem er- Vonandi
verður nú ekki látió við annað
sitja, en að þeir, sem tjón biðu,
fái allan skaða sinn bættan, eða
enginn einn beri öðrum fremur
tjónið. Á þennan; hátt ætti hið
mikla viðreisnarstart' alt nú að
vera byrjað. Það sýndi að orðin
sem oft eru töluð um þjóðfélags-
legt öryggi, hefðu einhverja þvð-
ingu.
Maður vonar, að fréttirnar,
sem hér eftir verða sagðar af á-
flæðinu, verði því góðar. Heims-
kringla hefir sent þær vikulega
síðan áflæðið hófst með flug-
pósti heim einu stærsta dagblað-
inu, svo frændurnir fengju að
vita hvað okkur hér liði. Er það
nú ánægja að geta sagt þeim, að
nú horfi alt betur við en áður.
Áflæðið sé í hraðri rénun og
varla að óttast úr þessu og við-
reisnarstarfið verði nú af alefli
byrjað. fslendingar í þessum bæ,
hafa yfirleitt sloppið vel hjá
tjóni, enda er land í vesturbæn-
um, þar sem þeir búa aðallega,
mjög hátt og hefir ekki orðið að
neinu ráði fytir skemdum. Það
eru að vísu ti1 undantekningar
frá öllum reglum. Og svo mun
með bústaði íslendinganna vera.
Það hafa því miður einhverjir
þeirra átt hér heima á flóðsvæð
unum. En það er vonin að þeir
séu ekki margir.
Sigurgeir Sigurðsson, biskup
yfir ís'landi sendi séra Phil-
ip M. Péturssyni, forseta
Þjóðræknisféilagsins, skeyti við
byrjun áflæðisins og beiddist
frétta. Var það fallega og um-
hyggjusamlega gert. Svaraði séra
Philip honum um hæl með eins
ítarlegri frétt og föng voru á.
Hefir því vel verið við því brugð-
ist, að láta frændurna vita hvað
hér hefir verið að gerast. Og nú
s. 1. viku sneri Útvarp íslands
hingað til ritstjóra Lögbergs um
útvarpsfréttir af flóðinu. Var
því og svarað þannig, að séra
Valdimar Eylands, Einar Páll
Jónsson ritstjóri og Grettir Jó-
hannsson, konsúll, sömdu frétta-
skýrslur og töluðu hér á útvarps-
plötur og sendu heim. Fá íslend-
ingar heima þá ekki einungis
fréttir héldur og málblæbrigði
þau með, er mæltu máli eru sam-
fara, sem er það bezta sem hægt
er að gera meðan sjónvarp er ekki
útbreiddara en raun er á. Má
ætla, að margir einstaklingar hafi
og eitthvað á flóðið minst í bréf-
um sendum heim.
Sjóðsöfnun virðist og ganga
furðu greiðlega ti'l hjálpar ein-
staklingum. Var hún í gær sögð
nærri 3 miljónir orðin og vex
daglega svo mikilu munar. Var
gert ráð fyrir að þurfa mundi
10 miljónir til þess.
Skaðarnír eru nú á fjórum að-
alflóðsvæðunum í Winnipeg
metnir 12 miljón dalir. Staðirnir
eru St. Vita'l, Ft. Garry, East
Kildonan og West Kildonan. Ná-
kvæmlega hafa skaðar ekki verið
metnir annarsstaðar. En eftir
þvtí mun nú ekki langt að bíða.
Brezka háloftsflugfarið
Hér kom s. 1. laugardag brezkt
háloftsflugfar og lenti á Steven-
son’s flugvelli. Hafði aldrei eins
stórt loftfar lent hér áður. Hét
það Caledonia og er eitt af flug-
skipum British Overseas Air-
ways, er til hálofts ferðallaga
landa á milli eru notuð. Hafði
frézt um komu þess. Var því
múgur og margmenni úti á Stev-
enson’s flugvelli, að bjóða það
velkomið, ekki vegna fegurðar né
stærðar flugfarsins, jafnvel þó
nokkur ástæða væri till, heldur
vegna erindis þess. En það var
að færa Winnipeg vörur frá
stjórn Bretlands handa þeim er
hér standa uppi alls-lausir af
völdum flóðsins. Þessum mikla
silfurdreka var stjórnað um hina
háu vegu loftsins af W. S. May,
Winnipeg-manni í þjónustu
brezka flugfélagsins; hefir hann
flogið 250 ferðir yfir hafið, auk
alls annars.
Um leið og byrjað var á að af-
ferma vörurnar, sem flestar voru
smáböglar, en námu til samans 8
smálestum, skýrði Sir Alexander
Clutterbuck, brezkur high com-
missioner, sem hingað var kom-
inn áður ásamt frú sinni, frá til-
efni ferðar flugfarsins á þessa
leið:
“Við á Bretlandi höfum und-
anfarið haft hluttekningu og
mklar áhyggjur út af kjörum í-
búa Rauðárdalsins. Þeir hafa
orðið fyrir harðari búsifjum af
áflæði.'en í minnum er nokkurra
núlifandi manna. Brezka stjórn-
in sendir yður því sem lítinn vott
góðhugs þjóðar sinnar vörur þær,
sem þið nú sjáið, og sem eru
hluti af birgðum, er nema 100,000
Bergthor Emil Johnson
Fæddur 1. ágúst 1896 — Dáinn 25. febrúar 1950
Eg þekti þig ungan með æskunnar bál:
Það yljaði hugsjónum minum.
Og vaxandi styrkur og stækkandi sál
Þá stjórnaði draumunum þínum.
Eg þekti þig ungan sem ástríkan son —
Sem augastein föður og móður.
Og seinna sem foreldrum fullrætta von,
Og Fjallkonu þjóðinni gróður.
Sem trúfastan eiginmann þekti eg þig,
Og þú barst af öðrum sem faðir.
Og “hús” eins og þitt eiga þökk fyrir sig,
Því þau eru friðhelgir staðir.
Og hún sem þér fölskvalaust unni og ann,
á einverustundunum sínum,
þig blessar sem góðan og göfugan mann
og geislana’ að kærleika þínum.
Eg fann það var sál þinni.samvaxin trú
í sannleika skyldum að gegna,
og því voru fáir eins fljótir og þú
að finna til annara vegna.
Þó lífið til athafna leiddi þig skamt
með lögum og dulráðum sínum:
Þú lifir í íslenzku sögunni samt
og sálrænu ljóðunum þínum.
Sig. Júl. Jóhannesson
sterlingspundum ($310,000) alls,
og munu sendar verða bæði fílug-
leiðis og sjóleiðis bráðlega.
Við gjöfinni hér var tekið af
hálfu Rauða krossins af John A.
MacAuley í Winnipeg, formanni
miðstjórnarráðsins. “Djúpar og
einlægar þakkir •oeiidum vér
brezku þjóðinni fyrir þessa
miklu hjálp og góðvild hennar.
Þetta er eitt tákn hinna mörgu
um hið sterka vináttuband milli
þjóðanna, sem hér eiga hllut að
máli.”
R. F. McWilliams fylkisstjóri,
D. L. Campbell forsætisráðherra
og Coulter borgarstjóri, voru við
er gjöf þessi var afhent.
Flugfarið lagði af stað frá
Englandi um kl. 10 f. h. á föstu-
dag, en var komið hingað um
sama leyti daginn eftir.
ÚR ÖLLUM ÁTTUM
í blaðinu Minneota Mascot, er
þess getið 26. maí, að núverandi
ríkisritari, Julius Schmahl, muni
ekki sækja um endurkosningu á
komandi hausti, en Valdimar
Björnson sé sá, sem The Grand
O!*1 Party sé nú þegar sammála
um, að af þeirra hálfu sæki.
BRÆÐUR LJÚKA
HÁSKÓLAPRÓFI
Svar Rússa við málaumleitun-
um Bandaríkjanna um að kalla
alla framandi heri burt úr Aust-
urríki, bar ekki mikinn vott sam-
vinnu. í stað þess að ræða
þetta mál, sögðu Rússar, að V.-
veldin yrðu að halda herliði sínu
burtu úr Triest, áður en Austur-
ríkismálin yrðu tekin til yfir-
vegunar og þar yrði þegar í
stað skipaður landstjóri yfir
borgina, er færi með æðsta valld.
í orðsendingu sovétstjórnar-
innar eru Vesturveldin sökuð
um það, að hafa gert Triest að
flotastöð fyrir sig og látið flota
æfingar fara fram þar. Enn
fremur eru þau sökuð um að
vera að reyna að koma Triest
undir ítalíu. Eiga Bretar þessa
sneið.
Talsmaður fyrir brezku stjórn
ina upplýsti í sambandi við þess-
ar ásakanir, að langt væri síðan
nokkurt brezkt herskip hefði
komið til Triest og að þar væru
nú staddir aðeins tveir brezkir
sjóliðsforingjar. Hins vegar
minnti hann á það, að samkomu-
lag um skipun landstjóra í Triest
hefði á sínum tíma strandað á
Rússum.
Talsmaðurinn lét í ljós þá
skoðun, að orðsending sovét-
stjórnarinnar hefði aðeins eitt
markmið: að reyna að spilla fyr-
ir hugsanlegu samkomulagi It-
alíu og Júgó^lavíu um Triest.
Haraldur Westdal
Kolbeinn S. Thórdarson
1872 — 1950
Vísi-konsúll íslands í Seattle
1942 — 1950, sæmdur Riddara
kr. Fálkaorðunnar 11. okt. 1949
Vesturríslenzku blöðin hafa
þegar flutt andlátsfregn Kol-
beins S. Thórdarsonar, vísi-kon-
súls íslands í Seattle, Washing-
ton. Hann lézt að heimili Sínu þ.
27. apríl s. 1.; eftir þungbær veik-
indi vetrarlangt, kom vorið með
hvíldina og friðinn.
Jarðarförin fór fram 1. maí,
að viðstöddum fjölda ættmenna,
vina, nábúa og samverkafólks í
hinum ýmsu félögum er hinn
látni tilheyrði. Samúðarskeyti
og blóm bárust víða að — m. a.
frá Hon. Thor Thors í Washing-
ton, D. C. fyrir hönd íslands, og
frá Dr. R. Beck í Grand Forks,
N. Dak. Hinn látni var meðlim-
ur Seattle Consular Corps, heið-
urs forseti í ísl. lúterska söfnuð-
inum og heiðursmeðlimur í
þjóðr. deildinni “Vestri”.
Dr. Haraldur Sigmar frá Van-
couver, B. C. flutti á íslenzku
stutt ævigrip og hlýtt og fag-
urt kveðju ávarp. Séra Haraldur
S. Sigmar prestur Seattle safn-
aðarins flutti á ensku vandaða
minningarræðu út af textanum
í II. Sam. 3 k. 38. v.: “Konungur
mælti við menn sína: vitið þér
ekki að höfðingi og mikill maður
er fallinn í Israel”. Tani Björn-
son söng “Kallið er komið”
“Crossing the Ba:» og síðast
“Góða nótt”. Greftrunar athöfn
fór fram í Pacific Lutheran
Cemetery.
Þeir nánustu sem eftir lifa
eru sem fylgir: ein systir, frú
Ólöf kona Tryggva Arasonar í
Argyle, Manitoba; ekkjan, frú
Anna Jónd. Sigurjónssonar; niíu
börn af ellefu sem þeim hjónum
fæddust, og fimtán barna-börn.
Synirnir eru: Dr. S. Stefán,
læknir í Tacoma, Washington;
Herman, eigandi Caslon Print-
ing Co. Seattle og Jón starfs-
maður þar. Dæturnar eru: Louise
gift Dr. R. H. Harris í Fargo, N.
Dak.; Margrét, hér vesturfrá;
Esther, gift Milton Hallgríms-
syni, Seattle; Agnes, gift T. C.
Hendricks, í Oregon; Metta,
gift H. R. Rhenberg, í N. York;
og Inga, gift Lloyd Tyo, í
Alaska.
Koibeinn S. Thórdarson var
fæddur 19 október, 1872 á Hof-
stöðum í Hálsasveit í Borgarfj.
sýslu á Islandi. Foreldrar hans
voru þau ihjónin Siggeir Þórðar-
son og Anna Stefánsdóttir frá
Kalmanstungu. Þó ekki verði
nein ættartala rakinn hér má
geta þess, að hann átti til nafn-
kenndra manna að telja, svo sem
Ólafs Stephensens stiptampt-
manns og séra Stefáns Ólafsson-
ar skálds í Vallanesi. Árið 1886
fluttu þau Siggeir og Anna með
Sveinn Westdal
Við nýlega afstaðin háskóla-
próf í Manitoba, útskrifuðust
þeir bræðurnir Haraldur og
Sveinn Westdal með hinum ágæt-
asta vitnisburði; eru þeir góðum
hæfileikum gæddir og ástundun-
arsamir að sama skapi. Páll Har-
aldur Aðalsteinn Njáll, hlaut
mentagráðuna Master of Science;
hann er fæddur í Wynyard, Sask.,
5. nóvember 1921. Hann er kvænt-
ur Mae Giilis frá Wynyard; þau
eru búsett í Brandon, þar sem
Haraldur starfar í þjónustu sam-
bandsstjórnar.
Sveinn Nielsson Hallgrímur
Westdal, er einnig fæddur
Wynyard, og hlaut nú í vor
mentastigið Bachelor of Agricul-
ture; hann er kvæntur og á tvo
sonu; hann er eins og bróðir hans
búsettur í Brandon, og gegnir
þar stöðu fyrir sambandsstjórn.
Þessir efnilegu bræður eru syn-
ir þeirra Páls og Helgu Nielsson
Westdal, er í mörg ár ráku bú-
skap sunnan við Wynyard, en nú
eiga Iheima hér í borginni.
Ibörn sín vestur um haf og sett-
ust að í Winnipeg-borg. Þar áttu
þau heima ætíð síðan. Bernsku ár
og bernsku draumar Kolbeins
sál. mótuðust því í íslenzku um-
hverfi, en unglings árin og
þroska ferillinn í landnáminu
margþætta, vestanhafs. Börn
landnemanna lærðu nýtt tungu-
mál, öfluðu sér fræðslu og
menntunar eftir því sem mögu-
legt var og unnu fyrir sér við
hvað sem bauðst. Kolbeinn var
að eðlisfari góðum hæfileikum
gæddur — t. d. var hann mjög
athugull og einbeittur, ígrundaði
alt sem hann lærði og las. Þess
vegna notaðist honum það alt
svo prýðilega, og þess vegna
bætti hann stöðugt við þekkingu
sína á öllum almennum sviðum.
«
Öll framkoma hans bar vott um
þetta, eins bréf hans, skrifuð
með svo áferðarfallegri rithönd.
Hann lærði ungur prent-iðn og
stundaði hana þar til nokkur síð-
ustu árin. En þá tóku synir hans
við Caslon Printing Co., sem
hann hafði stofnað og starfrækt
ihér. Eftir það keypti hann íbúða
hús (apartment) leigði út og
farnaðist vel. Hann var mjög
vel að sér í öllu því sem laut að
viðskiftum. Þar með fylgdi per-
sónuleiki sem ávann honum
traust og virðingu og það því
meir sem árift færðust yfir.
Kolbeinn sál. kvæntist 11. okt.
1399 Ör.nu Jóádt .. jónssor--
ar frá Einarsstöðum í Reykjadal
í S. Þingeyjarsýslu, merkri hæfi-
leika konu. Þess var hátíðlega
minnst s. 1. haust, með fjöl-
mennu samsæti.
Fyrst áttu þau hjónin heima
í Winnipeg, þar næst um 4 ár í
Edinburg, N. Dak., síðan á
nokkrum stöðum í Canada, þar
sem Kölbeinn sá tækifæri með
atvinnugrein sína, og gaf þá út
vikublöð. Frá Saskatoon, Sask.,
fluttu þau til Seattle árið 1924,
og höfðu því búið hér rúmlega
25 ár.
Heimili þeirra hér, þar sem
öll yngri börnin ólust upp, varð
brátt vinsælt og vinmargt. Þátt-
takan í íslenzkum félagsskap
hefur verið alveg ómetanleg.
Bæði kirkjuleg og önnur íslenzk
félagssamtök hafa um fleiri ár
notið forgöngu Kolbeins sál. og
ötulleika og styrks, ásamt fjöl-
skyldu hans. Eigi er unnt að
minnast heimilis þeirra Kol-
beins og Önnu nema beggja sé
getið, svo samtaka og samhuga
voru þau. Frá heimili þeirra staf-
aði gestrisni og góðvild til vina
og kunningja nær og fjær, því
erum við, fólk af íslenzku bergi
brotið í þessu héraði, samhuga í
aðdáun fyrir afreki þeirra hjón-
anna, sem komu til mennta stór-
um barnahóp og reyndust jafn-
framt hinir beztu nágrannar og
vinir, og ágætustu borgarar í
nýja landnáminu. Við þökkum
þeim eitt og alt. Við viljum
votta öllum í fjölskyldunni sam-
úð okkar í missir þeirra. Við
minnumst með gleði og af hlýj-
1 um huga, allra góðra stunda sem
við áttum saman, ekki sízt gull-
brúðkaupsins s. 1. haust. Við
vissum öll að þá hallaði degi, en
samt réði gleði og hetjulund lög-
um og lofum. Þannig er gott að
kveðja kæran samferðamann. f
guðs friði!
Vinsamlegast,
Jakóbína Johnson
24. maí, 1950
Seattle, Washington,