Heimskringla - 18.10.1950, Page 3

Heimskringla - 18.10.1950, Page 3
WINNIPEG, 18. OKT. 1950 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA bandslaganna, um jafnrétti Dana og fslendinga. Gekk eg á fund þáv. menntamálaráðherra Dana,' Jakobs Appel. Hann hafði veriðj lýðháskólastjóri í Askov, en þann ■ skóla höfðu margir íslendingar sótt, hafði komið til íslands og þótti af þessum ástæðum vænt um ísland og íslendinga. Eg var honum auk þess kunnugur per- sónulega. Nú lagði eg málið fyrir hann. Hann svaraði án umsvifa, að auð- vitað ættu þessar íslenzku stúlk- ur að, fá styrk eins og þær dönsku. Hann kallaði á starfs- mann þann í ráðuneytinu sem hafði afgreitt málið og sagði: — “Hvers vegna fengu þessar tvær stúlkur engan styrk?” “Af því að aðrir fá ekki styrk en danskar stúlkur”, svaraði hann. — “Þér| gleymið þá 6. gr. sambandslag- anna. Viljið þér sjá um að þess- ar íslenzku stúlkur fái sama styrk og þær dönsku tafar- laust”, sagði hann í mjög ákveðn- um tón. Og þær fengu styrkinn. Nokkrum vikum síðar hitti eg Appel í samkvæmi. Hann gekk til mín strax og sagði: “Er það ekki eins og eg hef alltaf sagt? fslendingar eru sérstakir í sinni röð”. Svo sagði hann mér þessa sögu: Fyrir nokkru höfðu syst- urnar frá Brimnesi komið í ráðu- neytið, sagst hafa fengið styrk úr sambandsdsjóðnum, eftir að þær fengu styrkinn í ráðuneytinu ogl því væru þær nú komnar til þess að skila aftur styrknum. Málið var lagt fyrir ráðherrana. Eg sagði, að mér þætti vænt um að heyra þessa sögu um landa mína. “Hvernig haldið þér að málalok- in hafi orðið?” spurði hann. Það vissi eg auðvitað ekki. “Eg þurfti enga umhugsun. Auðvitað skulu þær halda ríkissjóðsstyrknum lí'ka. Svo óvenjuleg framkoma verðskuldartvöfaldan styrk, og þótt meira væri.” Eg hef aldrei gleymt því, hve þessar tvær fátæku stúlkur gerðu garð fslands frægan með þessari framkomu sinni, og mér finnst að slíku eigi að halda á lofti. Og nú gefst tilefni til þess við and- lát annarar þeirra. Bessastöðum á höfuðdaginn 1950 ar. Var minkurinn kominn um það bil hálfa leið, en út í Hrapps- ey eru um fjórir kilómetrar. — “Hafði enginn átt von á því að sjá mink á þessari leið”, bætti Carlsen við, “og var því ekki skotvopn við höndina til að granda honum.” Ennfremur átti Vísir tal við aðra minkaskyttu um síðustu helgi. Sagði sá maður sömu sögu og Carlsen, að minkum fækkaði nú til muna, en hann taldi það meðal annars því að þakka, að menn hafa lagt talsverða stund á að eyða honum, en veiðimaðurinn fær 60 krónur fyrir hvern unninn mink, eins og Vísir hefir skýrt frá áður. Á stað einum fyrir sunn an Hafnarfjörð, þar sem maður þessi er gagnkunnugur, 'kvaðst hann hafa skotið 50 minka á nokkrum vikum sumarið 1948, en árið eftir hefði hann skotið 40 á um það bil jafnlöngum tíma Mátti hvort tveggja teljast góð- ur fengur. í sumar skaut hann hinsvegar ekki nema 15 min'ka og telur því, að þeim hafi fækkað til muna þar syðra. Vísir vill ekki leggja neinn dóm á það, hvort það eru veiði- mennimir, sem halda f janda þess um í skefjum eða pest hefir kom- ið upp í stofninum eins og Carl- sen getur sér til, en sé svo, þá er það sennilega eina pestin sem við megum þakka fyrir, að komið hefir upp í dýrum hér á landi. —Vísir 8. sept. Brennerskarð til Innsbruck í Austurríki. Frá Innsbruck verð- ur haldið til Garmisch-Parten- kirchen, en þar geta þátttakend- ur farið með hinni einstöku braut á hátind Zugspitzen, hæsta fjalls Þýzkalands, yfir 2900 m. á hæð. Þá verður haldið áfram um Augs- burg, Wurzburg, Göttingen, Han nover, Hamborg, Flensborg og til Danmerkur. I . Frá aðal-brautarstöðinni í Höfn verður farið í hópgöngu til Jesú Hjartakirkjunnar í Stenos- götu, þar sem pílgrímaförinni lýkur með Te deum og blessun með hinu Allrahelgasta Sakra- menti. —Vísir 11. september HITT OG ÞETTA FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDl Skæð pest virðist komin upp í villiminkum Einn manna þeirra, sem bezt vita um útbreiðslu minka hér í nærsveitum Reykjavíkur, telur, að pest muni vera komin upp meðal þeirra, sem drepur þá unn- vörpum. Vísir átti í gær viðtal við Carl Carlsen, sem er manna kunnug- astur þessu máli og skýrði hann blaðinu svo frá, að minkum færi ört fækkandi, þar sem hann vissi til. Gerir hann ráð fyrir því, að einhver bráðapest muni hafa; komið upp í stofninum, enda hafi bændur, til dæmis í. Laugardal í Árnessýslu og Höfnum á Suður- nesjum, fundið sjálfdauða minka hingað og þangað á víðavangi. Sjálfur kvaðst hann hafa fundið tvo dauða minka eða öllu heldur beinagrindur og var ekki annað sjáanlegra, en að þeir hefðu orð- ið sjálfdauðir. Sá Carlsen þess engin metki á beinum minkanna, að þeir hefðu orðið fyrir skotum eða hlotið einhvern áverka. Hins vegar var ekki hægt að gera' neinar aðrar rannsóknir á þeim, sem sannað gætu tilgátu hans. Ennfremur benti hann á það, til sönnunar tilgátu sinni um fækkun minka, að á þeim slóðum þar sem minkar hefðu sézt 5 — 6 sinnum á dag, þegar mest var af þeim, kunni nú að líða heil vika svo, að ekki verði nokkurs dýrs vart af því tagi. Þá sagði Carlsen blaðinu einn- ig frá því, að það sé örugglega sannað, að minlkar syndi langar leiðir í sjó. Ekki alls fyrir löngu átti hann erindi í Breiðaf jarðar- eyjar. Er hann var a leið með vélbáti — frá Brokey til lands sá hann og fleira fólk í bátnum, I mink á sundi og stefndi hann frá Stykkishómi til 'Hrappseyj- íslendingar í suðurgöngu í næsta mánuði Hópur kaþólskra manna á Norðurlöndum leggur upp í pílgrímsför til Rómar fra Kaup- mannahöfn hinn 8. næsta mánað- ar, þar á meðal 6 — 8 íslendingar. Pílgrímsför þessi er hin þriðja og síðasta, sem kaþólskir Norður- landabúar leggja upp í á þessu helga ári kaþólskra manna, en ís- lendingar hafa ekki tekið þátt í hinum tveim fyrstu. Vísir hefir átt stutt tal við síra Hákon Loftsson, prest við kaþ- ólska sööfnuðinn hér, og fengið hjá honum uplýsingar þær, er hér fara á eftir. Þeir íslendingar, sem héðan fara í pílgrímsförina fara hver i sínu lagi, en í Kaupmannahöfn safnast svo saman pílgrímar frá Noregi og Svíþjóð. Fararstjóri islenzku þátttakendanna verður síra Ubaghs, hollenzkur maður, sem er sóknarprestur í Landa- koti. Jóhann Gunnarsson biskup fer héðan á undan til þess að und irbúa förina. Förin frá Kaup- mannahöfn og þangað aftur mun taka 14 daga. Frá Kaupmannahöfn verður farið að mogni hins 8. október með jámbrautarlest, og verður flutt heilög messa á leiðinni. Farið verður um Padborg, Flens- borg, um Bad Oldesloe, Ham- borg og Gottingen. Á öðrum degi verður farið um Bebra, Frank- furt við Main, Heidelberg, Karls- ruhe, Offenburg og Basel til Luzern í Sviss. Síðan verður haldið áfram til ítalíu, farið um Chiasso, Milano, Verona og Pa- dua til Feneyja, en þar verður dvalið í einn dag. Þar verður morgunmessa í Markúsarkirkj unni, en um eftirmiðdaginn stutt guðsþjónusta í Frari-kirkjunm. Þaðan verður svo farið til Padua, en þar verður stutt guðsþjón usta við gröf hins heilaga Anton íusar; ennfremur verður {ariðti heilagrar Giustinu-kirkju. Si an verður haldið áfram til Bologna og loks til Rómar. í Rómaborg verður svo dval- ið í fimm daga eða svo, skoðað hið markverðasta í borginni, svo sem flestar höfuðkirkjur og geng ið á fund páfa. Frá Rómaborg verður fanð til Assísí, en þar verður heilög miessa flutt í Fransískusarkirkj unni. Síðan verður haldið þaðan um Perugia og Terontola ti' Flórens. Þaðan verður haldið um Bologna og fleiri borgir um Skuldir ríkissjóðs hafa fimmfaldazt síðan 1945 Skuldir ríkissjóðs í árslok 1949 voru 271, 665,000 krónur, og voru innlendar fastaskuldir 75,5 milljónir, innlendar lausaskuldir 164,6 milljónir, erlendar fasta- skuldir 30,6 milljónir og erlendar lausaskuldir 926 þúsund. Hagtíðindi hafa nýlega birt skrá yfir skuldir ríkisins síðustu 10 ár, en þær hafa farið stöðugt hækkandi síðan 1945 og eru nú meiri en fimmfaldar miðað við það ár. Ríkisskuldirnar hafa ver- ið sem hér segir samtals: 1940 ............... 55,330,000 1942 ............... 80,408,000 1945 ............... 55,029,000 1947 .............. 130,074,000 • 1948 ............... 198,380,000 1949 271,655,000 Erlendu skuldirnar hafa auk- izt mjög síðustu árin og voru þær 22 mil'ljónir 1947, 67 milljónir 1948 og 75 milljónir 1949, en á þessum árum var meðal annars tekið stórlán fyrir nýju togurun- um, sem verið er að smíða í Eng- landi. Eignir umfram skuldir ríkis- ins hafa aukizt jafnframt skuld- unum og voru 1940 29 milljónir, 1943 90 milljónir, 1946 164 millj- ónir og 1949 180 milljónir. —Alþbl. 15. september Ekki samræða að tala um peninga Eg dvaldi um tíma í Reykja- vík í vor. Menn töluðu um dýr- tíð. Vöruskort og dýrtíð, gengis- fall og dýrtíð, viðskiptaklæki og dýrtíð. Rétt eins og þyrfti að fræða einhvern um, að komin væri dýrtíð! — Dýrtíðin var ekki nærri eins fyrirferðarmikil þar sem eg kom til að heilsa upp á kunningja mína í afskekktri sveit. Eg kom á bæ, þar sem bónd inn og nágranninn voru í f jörug- um samræðum um — ekki um dýrtíðina, heldur um lausavísur og hnittin svör ýmissa nafn- greindra manna. Það ætti að vera hægt að fylgjast með vísi- tölunni án þess að láta vitsmuna- lífið hrörna. í sveitunum hafa samræður enn ekki lagzt niður. Eg kalla það ekki samræður að tala um peninga. — Eg kom á annan bæ. Þar voru þrír bræður um tvítugs aldurs. Enginn þeirra reykti. Eg frétti líka af úti- skemmtun, þar sem ekkert ung- menni bragðaði vín og tæpast var sjáanlegt að áfengi væri haft um hönd. Aumt er að slíkt skuli telj- ast frétt á íslandi. For Better Civic Government- ELECT These INDEPENDENT CANDIDATES for for Aldermen School SCOTT Trustee HALLONQUIST JESSIMAN • • Endorsed by the CIVIC ELECTION COMMITTEE Mark Your Ballot 1 and 2 in order of your preference Polls are Open 10 a.m. to 9 p.m. — Wednesday, Oct. 25 Grunnt á hjátrúnni “Ung kona sagði við mig: “Dá- samleg er nú Reykjavík”. Það hafði eg raunar heyrt fyrr, en hún hélt áfram: “Veiztu hvað! Þegar eg var 1 Reykjavík lærði eg bæði ensku og dönsku í náms- flokkkunum. Eg var á saumanám skeiði. Og svo vann eg auðvitað fyrir kaupi, og eg---------”• Flestir eru að eðlisfari námfúsir. En unglingar, sem hafa ofétið sig á iskyldunámsgreinum, telja víst ekki dönskutímana með gleðistundum æfinnar.. Hvað er langt síðan orðið námsleiði komst inn í málið? — Þetta var nú á þeim útkjálkanum. En svo er það nesið okkar hérna, þar sem norðaustanáttin er slæm. í dag er Höfuðdagurinn. Fólk trúði því áður fyrr, að tíð breyttist með Höfuðdeginum. — Og þrátt fyrir öll veðurvísindi bíðum við Höfuðdagsins með ó- þreyju. — Svona er grunnt á hjátrúnni. Ekki er góðverk að æsa hana eins og nú er að komast í hefð. —Þjóðviljin * * * Kantarabiskup atyrðir páfa Dr. Fischer erkibiskup af Kantaraborg hefur í nafni ensku kirkjunnar lýst vanþóknun á þeirri ætlun páfa að gera það að trúarsetningu að líkami Maríu meyjar hafi stigið upp til himna. Einnig hefur dr. Fischer for- dæmt rómversk-kaþólsku kirkj- una fyrir að ýta undir ofsóknir og kúgun, sem önnur kristiii kirkjufélög eru beitt í rómversk- kaþólskum löndum. —Þjóðv. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringln Öllum er sparsemin til einhvers nytsamleg Ný heyþurkunarvél Amerískur uppfyndingarmað- ur hefir fengið einkaleyfi á hey- þurrkunarvél, sem hann hefur smíðað. Vélin er dregin af drátt- arvél. Hún tekur nýslegið heyið' úr múgnum og færir það á belti ^ inn í hitunarofn, þaðan sem það: svo kemur út fullþurgað. Vélin| skilar heyinu í garð eða á vagn eða bíl, sem færist jafn hliða henni. —Tíminn 15. september 5 íslenzkir togarar hlaupnir af stokkunum í Bretlandi Fimm hinna tíu togara, sem nú eru í smíðum í Bretlandi á veg um ríkisstjórnarinnar, eru nú. hlaupnir af stokkunum. Eins og kunnugt er, var á sín- um tíma samið um smíði a tíu togurum í Bretlandi eða 8 eim- knúnum og 22 dieseltogurum. Eimtogararnir verða um 685 lest- ir að stærð, 183% fet á lengd, 30 fet á breidd og rista 16 fet. Verða ieir álíka stórir og stærstu ný- sköpunartogaramir, t. d. Neptún- us. Dieseltogaramir verða um 15 lestum stærri, eða 700 lestir, 185 fet á lengd, 13% fet á breidd og 16 fet á dýpt. Nú hafa fimm eimtogaranna runnið af stokkunum, tveir hjá skipasmíðastöð Alexander Hall and Co. í Aberdeen, og heita þeir “Víkingur” og “Höfrungur” og þrír hjá skipasmíðastöð Hall, Russel & Co., Ltd., einnig í Ab- erdeen, en þeir hafa hlotið nöfn- in “Hrefna” “Andvari” og “Dröfn”. Síðasti togarinn rann af stokkunum 28. ágúst s. 1. og var það “Dröfn”. 1 Goole eru tveir dieseltogarar í smíðum, en þeir eru enn ekki komnir á flot. Þá eru tveir eim- togarar í smíðum hjá John Lew- is 8c Co. í Aberdeen, en þeir eru heldur ekki komnir á flot. Dieseltogaramir verða samkv, þessu stærstu fiskikip íslend inga. Gert er ráð fyrir, að öll þessi skip verði búin fiskimjöls- vinnsluvélum. —Vísir 14. sept Tryggið sjálfstæði yðar með CANADA SAVINGS B0NDS Hundruð þúsunda af Canada-fólki tilheyrandi öllum stéttum, leggja fyrir vissa upphæð af kaupi sínu til þess að eignast Canada Savings Bonds'. Þetta innstæðu-fé er altaf til reiðu þegar þörf krefur, fyrir þá sök, að Canada Savings Bonds má altaf selja fullu verði, að viðlögðum vöxtum, á hvaða tíma sem óskað er og til hvaða banka sem kosið er. Með því að kaupa Canada Savings Bonds fyrir mánaðarborganir hjá félaginu sem þú vinnur hjá, gerir þer hlutina þægilegri. Einnig má kaupa þessi skírteini hjá hvaða banka sem er, og öðrum fjár- sýslumönnum, annaðhvort fyrir peninga út í hönd, eða með tíma- greiðslu. 5th SERIES—NOW ON SALE! !TfII

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.