Heimskringla - 18.10.1950, Síða 6

Heimskringla - 18.10.1950, Síða 6
6. SÍÐA HEIMSKRIHGLA WINNIPEG, 18. OKT. 1950 Nordheim forseti Þýtt heíii G. E. Eyford “Eg hef sagt þér, að við höfðum lofað þeim þegar við kæmum úr giftingatúrnum, að heim- sækja þau í Heilborn; þar sem tengdamóðir mín er sér til heilsubótar. Við fundum hana þar í félagsskap með sérstöku hefðarfólki, sem af náð vildi viðurkenna mig sín á meðal en lét mig á sama tíma vita, að eg ætti þann heiður því að þakka, að vera giftur baronessu Ernsthausen. Eg dró mig því frá umgengni þessa elskulega fólks, og afsagði að vera með í skemtiferð sem það hafði fyrirhugað að fara í gær. Það vakti auðvitað mesta uppistand, tengdamóðir mín kall aði mig níðing og harðstjóra, sagði að dóttir sín tilheyrði eins og áður þessu fólki og gerði hana alveg ráðvilta. Eg sagði henni að hún gæti farið ef hún vildi keyra einsömul — og hún gerði það“. “Án þín?” “Án mín! Eftir einn klukkutíma var eg lagður á stað til þín — eg vildi hafa heimsótt þig fyrstu dagana” sagði hann eftir litla um- hugsun. “Það var vogunarspil af þér, að gifta þig inn í þessa stoltu aðalsfjölskyldu”, sagði Benno og hristi höfuðið. “Þú sérð að strðíðið útaf þess- ari giftingu er langt frá að vera búið.” “Nei, en eg var fyrirfram undir það búin að mæta því.” “Ef þú ert viss um konuna þína?” Gersdorf brosti að þessari spurningu, sem var spurð í hinni dýpstu einlægni. “Já, það er eg. Wally, þó hún sé átján ára, er barn ennþá, óvanið barn, sem hefur sama sem ekki fengið neitt uppeldi í húsi föður síns, en með hjarta hennar er eg alveg viss. Heldurðu að það hafi verið létt fyrir mig, að láta mína elskulegu, litlu, þverlyntu konu vera eina eftir? En hún verður að læra að skilja, að konan til- heyrir manninum. Ef eg í þetta sinn gef tengda- móðir minni ráðin í sínar hendur, þá verður hún stöðugt að hlutast til um hjónabands málefni okkar, og það vil eg ekki líða.” Það var auðséð á hr. Gersdorf, að hann tók sér þetta ekki létt. Hann horfði stöðugt út um gluggan í áttina til Heilborn. Rétt í þessu kom Gronau inn til þeirra. Hann var haltur ennþá, en að öðru leyti leið hon- um vel; hann lagði stóran böggul á borðið. “Eg á að skila kveðju frá hr. Walkenberg”, sagði hann. “Hann kemur hingað seinna í dag með Nordheims dömurnar, sem ætla að horfa á dansinn. Hann hefir sent Said hingað á undan sér, og nú flykkjast allir hér utanum þann svarta sem þeir halda að sé djöfullin sjálfur.” “Hvað hefurðu þarna?” spurði Gersdorf, og benti á böggulin á borðinu. “Það er ekta tyrknest tóbak!” sagði Gronau með ánægju. “Hr. læknirinn er hinn ágætasti sem maður, en hinn hræðilegasti sem reykingar fífl. Hann reykir hið lélegasta tóbak, og þess- vegna bað eg hr. Waltenberg um gott tóbak, og hann sendi þetta strax af okkar eigin byrgðum. Nú vil eg fylla pípuna, það er nokkuð sem eg kann að gera.” “Því get eg trúað”, sagði Benno hlæjandi. “Þú og hr. Waltenberg reykið meira á ári en eg hef til að lifa, eg hef ekki ráð á að vera svo vand- látur.” Hr. Gronau sem gerði sig heimkominn hjá lækninum, haltraði yfir að skáp í stofunni og tók þaðan nokkrar pípur, sem hann fyllti, samkvæmt listarinnar reglum, svo fóru þeir allir að reykja. Þetta var hreint ágætis tóbak, sem kom þeim í hið bezta skap. Nú var hurðin skyndillega opnuð og í dyr- unum stóð óvæntur gestur; ung stúlka í ferða- búningi, með slör fyrir andlitinu og fína ferða- tösku í hendinni. Hún ætlaði að ganga hiklaust inn, en stanzaði og stóð eins og steingjörfingur við það sem hún sá. Hr. Gronau lá endilangur í legubekknum, læknirinn, sem bara var á skyrt- unni, sat í hæginda stólnum sínum og hr. Gers- dorf sat í næsta stól, og stofan var full af blá- leitum reykskýjum. “Hr. Reinsfeld”, sagði gamla ráðskonan, sem nú sást á bak við ókunnugu stúlkuna. “Hér er ung frú, sem vill —” “Eg vil tala við manninn minn!” tók sú unga framí, er hún gekk inn í stofuna. Þetta kom öllu í uppnám. Gronau flýtti sér að standa upp úr legubekknum, og rak upp há- an skræk af sársauka; því hann þoldi ekki svo snögga hreifingu. Benno hljóp á fætur til að leita að jakkanum sínum, og hr. Gersdorf kom fram úr reykskýjinu og sagði alveg hissa: “Ert það þú, Wally?” “Já, það er eg!” sagði hún í róm, eins og hún hefði staðið mannin sinn að einhverjum glæp. Hún gekk inn á mitt gólfið og setti á sig reiðulegan valdsmanns svip, því miður varð reykjarmökkurin henni til tafar, því hún fór strax að hósta, og fékk andköf. Vesalings Benno varð alveg utan við sig, honum hafði orðið léttara er hann heyrði að hann þyrfti ekki að búast við heimsókn hinnar nýgiftu konu vinar síns, sem hann bar hina mestu virðingu fyrir; henni til heiðurs, hefði hann viljað fara aftur í hinn gamla skott kjól, en nú var hann bara snöggklæddur! f ofboðinu tók hann vasaklútinn sinn og reyndi að blása reyknum burt með honum, en því ver lenti reyk- urinn meir í andlitið á dömunni, hann sópaði í fátinu krítpípu ofan af borðinu, sem brotnaði í mél, og að síðustu velti hann stól um, og braut af honum einn fótin. Svo tók hann í handleggin á frænda sínum. “Vertu rólegur, Benno! annars gerðirðu ein- hverja ólukku”, sagði Gersdorf. “Láttu mig fyrst kynna þig konunni minni. Frændi minn, Benno Reinsfeld, kæra Wally.” Wally leit allt annað en hlýlega til þessa manns sem var á skyrtunni, sem var kynntur henni sem ættingi mannsins hennar; henni fanst lítið til um það. “Mér þykir fyrir að hafa ónáðað herrana”, sagði hún og leit heiftarlega til mannsins síns. Maðurinn minn var búin að segja mér, doktor, að hann ætlaði að heimsækja þig einhvern tíma.” “Náðuga frú”, sagði Benno vandræðalega, “það er stór heiður —” “Það gleður mig”, tók hún framí fyrir hon- um. “Ferðakistumar mínar eru úti, hr. læknir, Viltu gera svo vel og láta taka þær inn. Eg verð hér líka — um óákveðin tíma.” Þetta bætti nú ekki lítið á vandræði lækn- isins. Hann hugsaði til hins litla illa innréttaða kvistherbergis, sem frændi hans varð að gera sér að góðu, og nú yrði baronessa Ernsthausen að vera þar líka! Þá kom hann loksins auga á jakkan sinn sem hann var að leita eftir, sem lá alveg fyrir nefinu á honum; hann greip hann í flaustri og hvarf inní hliðarherbergi. Hr. Gronau sem einnig var gripin af einhverskonar virðing- ar ótta fyrir þessari frú fór það fljótasta út á eft- ir lækninum og skellti hurðinni svo gassalega aftur á eftir sér, að húsið hristist. “Er eg komin á meðal villimanna?” sagði Wally æst, út af þessum móttökum. “Einn skrækir upp, annar hleypur í burtu og sá þriðji __»» Hana hryllti við umhugsunina um, að þessi þriðji var maðurinn hennar. Hr. Gersdorf skeytti engu reiði svipnum sem var á andliti hennar. Nú, er þau voru orðin tvo ein, gekk hann með broshýrt andlit og út- breiddan faðmin á móti henni. “Þú ert virkilega komin, Wally!” Hún hopaði aftur á bak undan faðmlagi hans og sagði í hátíðlegum rom; “Albert — þú ert óvættur!” “En Wally —” “Óvættur”, sagði hún aftur með áherslu. “Það segir móðir mín líka, og hún segir að eg eigi að straffa þig með fyrirlitningu. Og það er þessvegna að eg er komin hingað.” “Einungis þessvegna?” sagði Albert og tók ferðatöskuna úr hendi hennar. Hún lét það gott heita, en gerði sig eins merkilega og hún gat. “Þú hefur yfirgefið mig — skammarlega yfirgefið mig, konuna þina og það á gifting- arferðalaginu okkar!” “Afsakaðu, barnið mitt, það varst þú, sem yfirgafst mig”, sagði Gersdorf. “Þú keyrðir í burtu með samkvæminu — “Bara í nokkra tíma! Og þegar eg kom aftur varstu allur á burt, varst farin út í þessa eyði- mörk, því þessi Oberstein er ekki annað, og nú situr þú hér í þessum viðbjóðslega tóbaksreyk og reykir, hlærð og gleður þig, neitaðu því ekki, Albert, þú varst að hlæja, eg heyrði það út. “Já, auðvitað hef eg hleigið, en það er engin glæpur!” “Þegar konan þín er í burtu!” sagði Wally í reiði, “þegar konan þín, særð í hjarta á sama tíma grætur yfir forlögum sinum, sem bundu hana við þennan hjartalausa mann — geturðu ekki séð það?” Hún fleygði sér með grát ekka ofan á legu- bekkin, en stóð jafnskjótt upp aftur, legubekk- urin var svo harður að hann meiddi hana. “Wally”, sagði hr. Gersdorf alvarlega og gekk til hennar. “Þú vissir afhverju eg vildi ekki vera með þessu fólki og eg hélt að konan mín mundi standa mér við hlið rnér þótti mikið fyrir, að verða fyrir þeim vonbrigðum”. Ávítunin mislukkaðist ekki; Wally leit niður fyrir sig og svaraði með hægð. “Eg kæri mig hreint ekki um það drembna og heimska fólk, en mamma áleit að eg ætti ekki að skerast úr hópnum.” “Og þú fórst auðvitað eftir því sem móðir þín sagði, en tókst ekki mína beiðni til greina, þú kaust þér annara félagsskap framyfir minn!” “Það hefurðu gert líka”, sagði Wally snökt- andi. “Þú keyrðir burtu án þess að kæra þig um, þó vesalings konan þín tærðist upp af sárs- auka og þrá.” Hann lagði handlegginn utanum hana og laut ofan að henni; hann talaði í viðkvæmum og innilegum málróm, og sagði: “Hefur þú virkilega þráð mig, litla Wally? —Eg líka”. Hún leit stórum augum á hann; hún hætti að gráta og þrýsti sér fast að brjósti hans: “Hvernær ætlaðir þú að koma aftur?” spurði hún. “í fyrramálið — það er að segja, ef eg hefði getað haldið svo lengi út.” “Eg er komin til þín í dag — ertu ánægður með það?” “Já, mín sæta litla stívsinnaða, það er mér nóg!” sagði hann svo undur blíðlega og faðmaði hana að sér. “Það er velkomið að eg fari með þér aftur til Heilbom í dag, ef þú vilt.” “Nei, það vil eg ekki” sagði hún ákveðið. “Eg var að rífast við móðir mína, sem vildi ekki láta mig fara, og faðir minn vildi ekki heldur að eg færi. Eg tók allan okkar flutning með mér og nú er eg hér?” “Svo mikið betra”, sagði Gersdorf glaðlega. “Það var aðeins þinna vegna, að eg fór til Heilborn, hér erum við meðal fjallanna. Eg er hræddur um, að við verðum að útvega okkur annan verustað. Það er ekki rúm í húsi læknis- ins fyrir þig og allar þínar ferðakistur.” , Hún gretti sig svolítið, sem snöggvast er hún leit í kringum sig í stofunni, þar sem reyk- skýin voru ennþá, og brotinn af reykjarpípu hausnum voru dreifð út um allt gólfið. “Já, það er auðséð að hér er lifað hræðilegu piparsveina lífi. Þú hefur þegar breytst þér til stór skaða hjá þessum frænda þínum, sem allir hrósa svo mikið, en sem þaut út eins og brjál- aður maður þegar ung dama kemur rétt inn úr dyrunum. Kann hann enga manna siði?” “Vesalings Benno varð alveg í standandi vandræðum”, sagði Gersdorf til að afsaka frænda sinn. “Hann misti alveg höfuðið. Eg vil ,■ biðja þig að vera góð við hann, en nú þarf eg að fara og sjá um flutningin þinn.” Hann fór, og hún settist nú með meiri gætni á legubekkin til þess að meiða sig ekki aftur, þá var hurðin opnuð hægt og varlega, og dr. Benno kom inn. Hann hafði í flýti snyrtað sig dálítið til. Hann kom nú til Wally, en hún virt- ist ekki fyrst í stað vera tilbúin að uppfylla ósk mannsins síns, að vera vingjarnleg; hún horfði með dómarsvip á hann. “Náðuga frú”, byrajði hann hálf stamandi að segja. "Eg bið afsökunar fyrir að eg, við hina óvæntu komu þína — mér leið svo illa útaf því — já, mjög illa —” “Útaf því að eg kom?” tók Wally framí fyr ir honum í bitrum róm. “Nei, það veit Guð!” og hann komst aftur í mútur með það sem hann vildi segja. “Eg meinti bara — eg vildi bara afsaka — að eg er einbúi.” “Já, því ver!” sagði Wally kaldranalega. “Einbúi er ekki maður, því giftirðu þig ekki?” “Eg?” sagði Benno, alveg stein hissa á þess- ari spurningu. “Auðvitað, þú verður að gifta þig eins fljótt og þú mögulega getur.” Orðin voru svo skipandi, að hann þorði ekki að segja neitt á móti henni, en bara hneigði sig; það sefaði Wally dálítið, svo hún sagði í ofur- lítið mildari róm: “Albert frændi þinn hefur gift sig, og er mjög ánægður með það. Ertu í nokkrum efa um það?” “Nei, fjærri því!” svaraði hann í hálfgerðum vandræðum, “en eg —” “Nú, hvað hindrar þig?” y “Eg kann ekki að umgangast dömur, eg kann ekki þá háttu sem þær krefjast”, sagði hann í mildum róm. Þessi sjálfsviðurkenning fann náð í eyr- um Wally; maður sem fann svo mikið til vönt- unar sinnar fannst henni verðskulda hluttekn- ingu, hún varð hýrari á svipin og svaraði vingj- arnlega: “Menn geta lært það! Sestu hérna hjá mér, doktor og við skulum tala um það.’” “Um giftingamál?” spurði Benno óttasleg- in; svo hann veik þrjú skref til baka. “Nei, við skulum fyrst tala um hætti og siði, það er sem þig vantar, en ekki góðan vilja, en þú þarfnast einhvern, sem leiðbeinir þér i viðtekinni háttsemi og siðum, og það skal eg gera.” “Og hvað þú ert góð, náðuga frú!” sagði hann með svo innilegu þakklæti, að unga frúin varð á augnablikinu yfirunninn. “Eg er nú í þinni f jölskyldu og heiti Wally” sagði hún, “við skulum héreftir kalla hvort ann- að skírnarnöfnum okkar; Benno sestu hérna hjá ff mer. Hann gerði eins og hún beiddi; þó hann í fyrstu væri dálítið feimin, en Wally kunni að vekja traust hans. Hún spurð hann endalaust um fortíð hans, sem hann sagði henni án tafar, og þar á meðal um hve hjálparlaus hann var, er hann var kallaður í hús Nordheims, vantraust á sjálf- um sér, og vöntun þeirra siða og háttsemi, sem þar áttu við, en við að gera þessa játningu hvarf allur vandræðasvipur af honum, og hinn sanni heiðarlegi, hjartgóði Benno kom fram í sinni réttu mynd. Þegar hr. Gersdorf, tíu mínútum seinna kom inn, og fann frænda sinn og konuna sína sitja saman eins og gamla kunningja, sagði hann: : “Eg hef í bráðina látið setja farangurinn okkar hér inn, og líka sent boð til gestgjafans til að spurja um, ef við gætum fengið herbergi þar.” “Það var engin þörf á því”, sagði Wally. ,“við verðum hér; Benno lofar okkur að vera hérna, er það ekki, Benno?” “Auðvitað, það er sjálfsagt”, sagði læknir- inn með fjöri. “Eg og Gronau flytjum upp í kvistherbergið, og þið hafið herbergið héma niðri Wally. Eg skal strax sjá um að koma öllu fyrir.” Hún þaut á fætur og ætlaði út. Gersdorf horfði undrandi á eftir henni, og sagði: “Benno — Wally? Það hefur lagast býsna fljótt á millum ykkar á örfáum mínútum.” “Albert, þessi frændi þinn er ágætis mað- ur,” sagði Wally. “Við verðum að sjá um þenn- an unga mann, það er okkar skylda, ættingjum hans.” Hr. Gersdorf fór að skelli hlæja. “Þessi ungi maður er tólf árum eldri en þú.” “En eg er nú gift kona!” sagði hún hátíð- lega, “en hann er, því miður, piparsveinn, en það má hann ekki vera lengur. Eg skal, eins fljótt og mögulegt er, sjá til að hann giftist!” “Hamingjan góða!” sagði Gersdorf, “þú hef ur varla svo að segja séð minn vesalings Benno, og ætlar strax að gifta hann. Eg vil biðja þig — Meira gat hann ekki sagt, því konan hans gekk til hans með reiði svip og tók framí fyrir hon- um. “Þú kallar hann þá vesaling, af því hann á að giftast! Þú álítur þá hjónabandið vansælu, og þá þitt hjónaband náttúrlega líka? Albert, hvað meintir þú með orðinu vesalingur?” Spumingin var sett fram af gremju, og hún stappaði með sínum nettu fótum í gólfið. Al- bert bara hló og faðmaði hana að sér. “Að það bara finnst sú kona, sem getur gert manninn sinn eins sælan og eg er!” sagði hann viðkvæmt. “Ertu ánægð með þá skýringu?” 13. Kafli. Eftir miðdags sólin skein skær og fögur á hinn sundurleita mannsöfnuð, sem var saman komin fyrir framan gistihúsið í Oberstein. Þó það væri ekki mikill né merkilegur bær, var hann þó miðpunkturinn fyrir öll hin dreifðu bændabýli í nágrenninu og fólkið hafði safnast saman til hátíðahaldsins, sem eins og vanalega byrjaði með messugerð, áður skemtunin hófst. Sankti Hans dansin, sem eftir gömlum vana fór fram úti, var byrjaður fyrir löngu, á stórum palli sem var settur upp fyrir framan greiðasölu húsið. Unga fólkið dansaði þar með miklu fjöri og ánægju; eldra fólkið sat á bekkjum í kring- um danspallinn, hin forna Sankti Hans músik setti allan mannsöfnuðinn í uppnám af fögnuði og hrifningu. Þetta var fjörug hreifimynd í mörgum litum, því Alpa fólkið var búið í sína marglitu sunnudaga búninga. Þó það væri þama fólk úr borginni, þá hafði það engin bakahaldandi áhrif á hátíða glaumin og gleðina. Ungu verkfræðingarnir, sem héldu til í Oberstein, dönsuðu með uppá kraft, dökk- skinnuðu þjónarnir sem hinn ókunnugi herra hafði komið með frá Heilborn, þóttu og nýjung fyrir fjallafólkið. Hr. Gronau, gekk á milli fólksins, þó haltur væri til að sýna því þessa dökkskinnuðu náunga, og svaraði öllum spurningum fólksins um Af- ríku og Indland. Said og Djelma voru sjáanlega upp með sér af þeirri undrun sem fólkið lét í ljósi yfir því að sjá þá. í litla blómagarðinum við gisti húsið var sett borð og nokkrir stólar, og þar sat hr. Walten berg og dömurnar, úr húsi Nordheims, ásamt hr. Gersdorf og konu hans. Það var glaðværð meðal þessa fólks að frú von Losberg einni und- antekinni. Hún gat aldrei unt fólki glaðværðar, ekki einusinni horft á fólk skemta sér, auk þess hafði hún höfuðverk, og hafði akveðið að fara ekki. En svo sendi hr. Elmhorft orð, að hann gæti ekki komið til að vera með Alice í þessari skemtiför, því langt burtu á brautinni hefði vatnsflóð skemt hana og yrði hann strax að fara þangað. Sú gamla, sem var svo óbifanlega form föst áleit það ekki hæfilegt að Waltenberg færi einn með ungu stúlkunum, svo hún varð að leggja það á sig að fara með, en við það jókst höfuðverkurin, og svo ofan á allt þetta bættist svo, að mæta Wally, sem var falilin í ónáð hjá henni síðan að hún gerði þann glæp, að giftast borgarlegum manni. Wally vissi það ofur vel, og misti ekkert tækifæri til að ergja gömlu frúna; hún stakk uppá að þessi litli hópur skyldi taka þátt í dansinum með dalafólkinu, sem hún vissi að frú von Losberg hataði, þannig stríddi hún gömlu frúnni meir og meir. “Þegar Benno kemur, dansa eg við hann, hvort manninnum mínum líkar það eðá ekki,” sagði Wally og leit glettnislega til mannsins síns, sem stóð hjá Ernu og Waltenberg við gyrð- inguna og horfðu á dansin. “Þessi vesalings læknir getur ekki gefið sér tíma til að njóta neinna skemtana, rétt núna, er við ætluðum hing að, var hann kallaður til sjúklings, til allrar ólukku hér í bænum, svo hahn lofaði að koma þegar hann væri búin að vitja sjúklingsins. — Alice, eg heyri að Benno hefir verið fengin til að stunda þig.”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.