Heimskringla - 24.01.1951, Side 3
1
WINNIPEG, 24. JANÚAR 1951
HEIMSKRINGLA
3. SIÐA
Ekki ætla eg að reyna að lýsa !
tilfinningum mínum þennan'
morgun, en einna skyldast var'
þetta barnslegum fögnuði.
Landið var baðað í sólskini
og sumarblíðu á flugvellinum
tók á móti mér sonur eins af
æskuvinunum.
Á leiðinni til Reykjavíkur
mættu mér mörg tákn þeirra
framfara er hér hafa átt sér stað,
þessi síðustu f jörutíu ár, “Land-
ið var fagurt og frítt” sem forð-1
um, en hafði tekið á sig nýja'
fegurð, sást það bezt þegar inn
i borgina kom. Hinar reisulegu
byggingar, hinir fjölmörgu
skrúðgarðar, með vel hirtum
grasflötum, blómum og ungum
trjógróðri, hinum breiðu nýju
strætum, og hinu fallega, frjáls-
mannlega fólki, og hinum yndis-
legustu og hraustlegustu börn-
um sem langferða maður mætir
í nokkuri borg.
Þannig hófst þessi æfintýra-
lega dvöl sem eg hefi hér átt.
Fyrsti mánuðurinn fór í það að
leita uppi og heimsækja ætt-
ingja og vini. Síðan fór eg land-
veg til Akureyrar og átti þar
dvöl hjá vinum og vandamönn-
um. Þaðan fór eg landveg til
Austurlands, og var mest í varið
að heitnsækja bernsku og æsku-,
stöðvar á Seyðisfirði, og skildist
mér þá spakmælið að tvisvar1
verður %amall maður barn.
Þaðan hélt eg um hið fagra
Fljótsdalshérað, en þar var
fjölda systkyna og ættingja konu
minnar Guðrúnar Björnsdóttur
frá Vaði í Skriðdal, að mæta,
sem alt bar mig á höndum, og
tók mér með hinni mestu ástúð
og vinsemd.
Einnig ferðaðist eg landveg
um Reyðarfjörð, Eskifjörð og
Norðfjörð og sá eg þessa staði
og mörg önnur bygðarlög nú í
fyrsta sinn. Að liðinni rúms
mánaðar dvöl á Austurlandi í
nær óslitinni regntíð, kvaddi eg
fjörðinn minn, Seyðisfjörð, og
hin sérkennilega fögru austfirsku
héruð og firði, og þess skal get- j
ið, að Austfirðingar létu ekki
þessa þungbæru rigningatíð;
skerða gleði sína og mína yfirj
heimsókn minni og skal það sagt j
þeim til maklegs lofs, að aldrei
heyrði eg þá mæla eitt æðru orð.
Hélt eg nú aftur til Akureyr-
ar, ferðaðist um Eyjafjörð, en
flaug síðan suður hingað.
Þegar suður kom, fór eg austur
í Rangarþing, en þar var faðir |
rninn fæddur og uppalinn, höfðu
forfeður hans buið oslitið í tvö
hundruð ár á Efri Hömrum í|
Holtum, alt þar til föður móðir
mín, Vigdís Sigurdardóttir lézt
árið 1898.
Og enn fleiri byggðarlög heim-
sótti eg. Þar á meðal Borgar-I
fjörð og Reykjanes skaga, þvíj
þar á eg marga ættingja og vini.,
Þessi dvöl mín- á íslandi verð-
ur mér ógleymanleg. Eg hefi
mætt svo miklum skilningi, góð-
vild og alúð, ékki aðeins persónu-1
lega, heldur einnig í garð okkar
V estur-<í slendinga.
Fyrst í stað kunni eg ekki heit-
inu Vestur-íslendingur. — Mér^
fannst eg vera óbreyttur, upp-;
runalegur fslendingur alla tíð.
Hinu er ekki að neita að svo,
virðist að til sé orðin nýtegund
af íslendingum þar sem við er- J
um V.-íslendingar. Þegar vest-1
ur kom, gerðist oss fyrst ljóst,
hve innilega við elskuðum þetta
land og þessa þjóð; þegar við
þessi fámenni hópur vorum
komnir innan um allar miljónirn-
ar, sem komið hafa til Ameríku
víðsvegar frá um heim, þá fyrst;
fundum við hvað íslenzka þjóð-
in er fámenn, og hversu mikils
er þá um það vert að þessi fá-,
menni hópur, geti sér goðan orð- j
stír. Við höfðum lært það í
æsku að
“Góður orðstír deyr aldregi”.
Við eignuðumst nýja ábyrgðar
tilfinningu gagnvart íslenzku
þjóðinni og íslandi. Þessi á-
byrgðartilfinning hefur orðið
okkar mesta gæfa.
Það er ekkert skrum, þegar
eg segi ykkur að íslendingar 1
Ameríku hafa getið sér góðan
orðstír.
Þeir feru kumnir að því, að vera
löghlýðnir borgarar, áreiðanleg-j
ir í viðskiftum, ósérhlýfnir og
trúir í starfi. Að vera trúr í starfi
hvort sem kaupið er mikið eða
lítið er dyggð sem ber margfald-
an ávöxt. Hún gerir manninn I
meiri, þroskar hann og gerir
hann hæfan til að taka að sér æ
ábyrgðarmeiri störf. Enda hefur
reyndin orðið sú, að það hefur
fallið í skaut fjölmargra Vestur-
íslendinga að vera í ábyrgðar-
stöðum amerískra og canadiskra
þjóðfélaga. 1
Af hinum 160 miljónum íbúa
Norður Ameríku, eru ekki fleiri
en 40 þúsund af íslenzkum ætt-
um. En eftirtekt hefur þetta litla
þjóðarbrot vakið, og haft meiri
áhrif en mörg önnur þjóðarbrot
sem miklu eru þó fjölmennari.
Enda hefi eg á ferð minni hér1
orðið þess var, að heimaþjóðin
skilur nú orðið, að þjóðflutn-
ingurinn vestur, sem í fyrstu
virtist hið mesta þjóðartjón, er
nú metið á annan veg, og að alt
hafi hér snúist til góðs.
Eg hefi heyrt mæta menn hér
heima, vitna um það, að fyrir
þessa þjóðflutninga, fyrir það
hversu íslendingum farnaðist,
þegar þeir eins og stigu á vog,
ásamt fjölmörgum öðrum þjóð-
um, í landnámi hinnar fjarlægu
beimsálfu, þá hafi orðsporið sem
af þeim fór, orðið til þess, að
heimaþjóðin varð eins og beinni
í baki, og sjálfstraust hennar
jókst, og sjálfsskilningur. Og
með þessum hætti hafi þá íslenka
þjóðin, meðal annars ,þokað á
leið til meiri sjálfsvirðingar.
Sé þetta réttur skilningur, á
það skal eg engan dóm leggja,
mundi þá ekki insta orsökin sú,
að slíkir eru töfrar íslands, og
slík er saga þess og þjóðarinnar
sem landið hefur byggt, að það
vekur börnum sínum þær kend-
ir, þá ást, sem brenur aldrei heit-
ar, er þegar þau eru horfin ætt-
jarðarströndum?
Nú er þetta dásamlega sumar
liðið, eg fer heiman og heim með
fögnuð í hjarta. Eg hef séð fram-
farirnar miklu og Víðtæku sent
hér hafa gerst. Eg hef á ný
kynnst þessari gáfuðu þrosk-
miklu og framtaksaömu þjóð, og
hefi séð svo margt sem bendir
lil góðrar framtíðar. En mig
langar til að minna ykkur á, að j
hann séra Mattías okkar gaf
þjóðinni eina skipun í hinu inn-
blásna aldamóti kvæði sínu, þeg-
ar hann sagði:
“Sendum út á sextugt djúp
sundurlyndis fjandann”
Vegna flokkadrátta, óeirða og
sundrungar, glataði þjóðin frelsi
sínu um mörg hundruð ára skeið.
Nú þegar frelsið er unnið, má
það ekki glatast aftur. Með gleði
votta eg, að í samtali mínu og
viðkynningu við íslenzka menn
og konur, bæði hér og eins vestan
hafs hef eg orðið þess var, að
rllur fjöldinn á hina göfugu
hugsjón séra Matthíasar hái andi
byrði þessari þjóð í Aldamóta
kvæði sínu þegar hann sagði:
Líkt og allar landsins ár
leið til sjávar þreyta,
eins skal fólksins hugur hár
hafnar sömu leita.
Höfnin sú er sómi vor,
sögufoldin bjarta!
Lifni vilji, vit og þor
vaxi trú hvers hjarta!
Að svo mæltu vil eg flytja
ættingjum mínum og konu mínn-
ar vinum mínum og þjóðinni
alri hugheilar þakkir og kveðjur.
Og þá ósk vil eg að lokum
leyfa mér að bera fram, að ís-
Til Vestur-íslendinga
Flutt á fundi Þjóðræknisfélagsins í Reykjavík 21. nóv. 1950
Eftir Sigurð Baldvinsson póstmeistara
Er skarðið í harðfenga hópinn
var höggvið á íslenzkum meið,
• á fortíma þjáninga og þrauta
og þjóðhjartað kvíðandi sveið,
þá syrti um sveitir og héruð,
er sigldu menn landinu frá
með brigðula fortíð að baki,
í brjóstum friðlausa þrá.
En enginn má forlögin flýja
og forsjónar máttuga hönd,
né varna að harmarnir herji
og hrökkvi ’hin sterkustu bönd,
og framtíð sig feli í móðu
og fátt verði ráðið um það,
hvar óförnu leiðirnar liggi
og langt sé að náttverustað.
Og hver gæti rakið þær raunir,
sem rötuðu landarnir í,
og sagt okkur söguna alla
um “sorgirnar þungar sem blý”,
um söknuð og sárljúfa heimþrá
á sigling ’um freyðandi hvel,
um bænirnar, tregann og tárin
og tryggð, sem var sterkari en hel?
En senn bárust sagnir að vestan
um sigra og batnandi hag,
um stríðandi hugdjarfar hetjur
og hækkandi framtíðardag,
um landanna vaxandi virðing,
að vegirnir greiddust þeim fljótt,
að reyndust þeir seigir í sinum
og sönnuðu íslenzkan þrótt.
Þeir kyntu sig dugandi drengi
og dáðin vann sigrana þar,
því arfgengi íslenzka blóðsins
í æðunum svellandi var.
Það var ekki hetjanna háttur,
að hopa og láta sinn hlut,
né samboðið víkingsins virðing
að vola og leggjast í skut.
Og ljóst gerðist lýðum þar vestra
að landinn var gildur í raun,
og seinn til að hlaupa í hamir,
að híma eða blása í kaun.
Hann iðkaði íslenzkar dyggðir,
sem ættfeður tignuðu mest,
að halda vel orð sín og eiða
og ástunda heiðarleik best.
Og nú stendur stofninn í blóma
með stórhug í álfunum tveim,
og kjarngróðurilmurinn angar
til íslands að vestan og heim.
Og nú fer það fjöllunum hærra,
að Frón á sinn dýrmæta arf,
í sögu og manndáð og menning
og mannvit í heimsbótastarf.
Við ylinn og íslenzka blæinn,
sem andar frá vestlægri strönd
hér þrekvex ’hún þjóðernis björkin
og þroskast við jölanna rönd.
Því tryggðin og ættjarðarástin
var eldskírð með vorblik á hvarm,
í heiðblámans hreinsvalalindum
og helguð við Fjallkonubarm.
Og aldrei var íslenzka tryggðin
svo eldleg með sólbliik á hvarm,
sem þá er vér föllumst í faðma
við Fjallkonu eldþrunginn barm.
Því þar mætist eðlið og andinn
í uppruna skyldleikans móð,
þá hljómkveða hjartnanna strengir
hin hlýjustu vordagaljóð.
Og berið þið öldnum og ungum
frá Islandi vestur um sjá.
Þær hlýjustu heimalands kveðjur,
sem hugur og tunga vor á.
Og segið að ættjörð sé ennþá
með ættarsvip fornan á hvarm
að enn sé vor íslenzka móðir
með eldheita hjartað í barm.
Að enn vilji ’hún börnin sín blessa
hvort búi ’henni f jær eða nær,
þó dvelji þau handan við hafið
að heilsi þeim vorljúfur blær.
Að enn heyrist söngurinn sami
með sætróma fuglanna klið,
að skáld geti elskað og unað
við íslenzkan vornætur frið.
Að enn séu lækir við lýði
og leikið að skeljum á hól,
að enn skrýði fannirnar fjöllin
og fénaður renni á ból.
Að svanirnir svífi með kvaki
og söng yfir hamranna egg,
að enn geri erlur sér hreiður
í íslenzkum torfbæjarvegg.
Að enn skipi “þarfasti þjónninn”
hjá þjóðinni virðingarsess,
að fátæktin megi sín minna
—og mál var nú komið til þess,—
Að enn leiki lömbin í haga
og lóurnar kveði í mó,
að enn vaxi fífill og fjóla
og fjalldrapi og hvannir í tó.
Já, heilsið þið einum og öllum
frá íslenzkum hlíðum og grund,
sem elskuðu land sitt og ættmenn
í útlegð með söknuð í lund.
Og sífellt við samróma biðjum
þó séum við fjarlægðum háð:
Guð blessi um aldur og æfi
vort ástkæra faldprúða láð.
Vér hyllum þá göfugu gesti
sem gistu nú land vort og þjóð
með ættrækni ylinn í hjarta
og eldtryggann mannkostasjóð.
Við kveðjumst, já farið í friði
og fylgi ykkur hollvættir lands
og Guð, sem að léði oss lífið,
og lýsi ykkur náðarsól hans.
lendingar, hvar í heimi sem þeir
eru, megi í framtíðinni bera
gæfu til þess, að takast í hend-
ur sem vinir og samherjar,
styðja hver annan til alls góðs,
að þeir í sameiningu megi ná há-
marki mannlegra dyggða.
Guð blessi ísland og fslend-
inga.
LÝSING SVIPMIKILS OG
SÖGURIKS HÉRAÐS
Eftir prófessor Richard Beck
Mikið þjóðnytjaverk heldur
Ferðafélag íslands áfram að
vinna með útgáfu Árbókar sinn-
ar; með hverjum nýjum árgangi
hennar er þáttur ofinn í þá á-
gætu íslandslýsingu, sem félag-
ið er með þeim hætti að láta
semja.
Árbókin fyrir síðastliðið ár
fjallar um Borgarf jarðarsýslu
sunnan Skarðsheiðar, og hefir
Jón Helgason blaðamaður samið
þessa lýsingu á æsku- og ætt-
stöðvum sínum, en hann er fædd-
ur og alinn upp í Stóra-Botni í
Hvalfirði. Hin greinagóða og
skemmtilega lýsing hans ber því
einnig órækt vitni, að þar held-
ur gagnkunnugur maður á penn-
anum, og er viðfangsefnið hug-
stætt að sama skapi. IJefir hann
einnig, eins og hann getur í for-
málsorðum sínum, notið góðrar
aðstoðar annara kunnugra manna
og glöggra.
Meginefni bókarinnar er í
þessum köflum, og gefur sú upp-
talning ein sér í skyn, hve skipu-
lega er með það farið:
I. Inngangur, II. Landnám,
III. Hvalfjörður, IV.Hvalfjarð-
arströnd, V. Svínadalur og Aust-
ur-Skarðsheiði, VI. Vestur-
Skarðsheiði og Hafnarfjall, VII.
Leirár- og Melasveit, VIII. Skil-
mannhreppur, IX. Akrafjall,
X. Innri-Akraneshreppur, og XI.
Skipaskagi.
Aðalköflunum er síðan skift í
fjölda smærri kafla; en þó að
lýsingin sé þannig mjög nákvæm
er hún jafnframt hin læsilegasta
og hin vandaðasta um málfar.
Hverjum þeim, sem hefir átt
því láni að fagna, að ferðast um
Borgarfjörð á heiðum sumar-
degi, þegar hann hlær við sjón-
um í svipmikilli fegurð sinni og
gróðursæld, dylst eigi, að hann
er “meðal blómlegustu, fegurstu
og söguríkustu héraða landsins ,
eins og réttilega er komist að
orði á formála þessarar héraðs-
lýsingar. Og óvíða eiga orð
skáldsins fremur við en einmitt
á þeim slóðum, sem hér er lýst:
Hver einn bær á sína sögu,
sigurljóð og raunabögu,
timinn langa dregur drögu
dauða’ og lífs, sem enginn veit!
Þetta skilst höfundi Árbókar-
arinnar fyllilega, eins og fram
kemur í kaflanum “Þar sem
steinarnir tala máli sögunnar”:
Islenka þjóðin hefir aðeins bú-
ið rösklega hálfa elleftu öld i
landi sínu. Við vitum glögg skil
á því, hvernig hver vík að heita
má var numin og lögð undir veldi
mannanna. Þar sem fyrr á öldum
gerðust miklir atburðir, sem í
ietur voru færðir, má segja, að
nvert gil og hver hæð eigi við
sig tengda sögu, sem í minnum
er höfð.
Þannig er háttað um þetta hér-
að. Það má svo að orði kveða, að
steinarnir tali máli sögunnar,
hvar sem farið er. Hver bær, læk
ur og hamar sem við auganu
blasir, laðar fram í hugann
minningar um löngu liðna at-
burði, er fjölda fólks standa lif-
andi fyrir hugskotssjónum, þótt
jafnvel tíu aldir skilji. Hin svip-
tigna náttúra er vígð kvöl og
blóði horfinna forfeðra, helguð
af örlögum þeirra og ástríðum,
þrungin tapi þeirra og vinning.
Skáld og rithöfundar hafa sótt
sér yrkisefni í fang þessara
fjalla, þar sem mikilúðgir og ör-
lagaþrungnir atburðir hafa
gerzt, og minni könnuðir á veg-
um mannlífsins sjá í anda Hörð
Grmkelsson ,í herfjötrunum í
Þyrilsnesi, umkringdan vopnuðu
liði bændanna úr fjarðarsveitun-
um, Helgu jarlsdóttur koma af
sundinu með sonu sína, Árna lög
mann Oddsson borinn heim úr
lauginni að Leirá, Hallgrím
prest, “er svo vel söng, að sólin
skein í gegnum dauðans göng”,
og leiguliðana á Akranesi skrifa
skjálfandi höndum undir kúgun-
arkæruna á hendur Ólafi Steph-
enesen amtmanni í þinghúsinu á
Heynesi. Þannig renna atburðir
og kynslóðir fyrir hugskotssjón-
ír, tignar hetjur og kúgaðir lýð-
ir, óskmegir og ógæfubörn.”
Inn í hina prýðilegu lýsingu
sína á héraðinu fléttar höfund-
urinn sögulegar frásagnar að
fornu og nýju, vísur og kvæða-
brot og þjóðsögulegan fróðleik,
sem gera þá skýra mynd, sem
hér er brugðið upp, stórum lita-
ríkari og minnisstæðari. Sögu-
stöðum eins og Ferstiklu, Saur-
bæ, Leira og Innra-Hólmi, er vit-
anlega sérstakur gaumur gefinn.
Og að sjálfsögðu er Skipaskaga
(Akranesi) helgaður sérstakur
þáttur. Þannig fléttast saman
héraðslýsingin og frásagnaþætt-
ír úr lífi fólksins á þessum slóð-
um, í blíðu og stríðu, og hvergi
missir höfundur sjónar á hinum
nánu tengslum manns og mold-
ar.
Heppileg nýbreytni er það, að
taka upp í Árbókina stuttar frá-
sagnir um sérstæð ferðalög, sem
íarin voru á umræddu eða fyrir-
farandi ári. Að þessu sinni eru
slíkar frásagnir í bókinni eftir
Hallgrím Jónasson og Karel
Vorovka, og eru þær góður bók-
arauki.
Árbókin er einnig prýdd um
40 myndum, og eru þær nær all-
ar eftir þá Borgfirgingana, Árna
Böðvarsson á Akranesi, Pál
Jónsson og Þorstein Jósepsson í
Reykjavík. Eru þær mjög góðar,
einkum heilsíðumyndirnar 16,
sem prentaðar eru á sérstakan
myndapappír.
Borgfirðingum hvarvetna hlýt
ur bók þessi að vera sérstaklega
kærkomin, og þó menn finni sig
r.ð vonum nátengdasta átthögun-
um, þar sem ræturnar eru dýpst-
ar ,þá er þess að minnast, að “eitt
er landið, ein vor þjóð”, og í
þeim skilningi á þessi bók erindi
til allra landsmanna, og þjóð-
systkina utan ættjarðarstranda,
er láta sig varða sögu og líf þjóð-
arinnar.
FERÐALOK —
Ný bók eftir Guðr. H. Finns-
dóttur. Pantanir sendist til út-
gefandans, Gísla Jónssonar, 910
Banning St., Winnipeg. Kostar í
gyltu bandi $3.75, en óbundin
kápu $2.75. Allir, sem eiga fyrri
bækur hennar ættu að eignast
þessa bók.
0RÐ SENDING
tll kaupenda Heimskringlu á íslandi:
•
Frá fyrsta janúar 1951 hækkar verð blaðsins til áskrif-
enda í kr. 45.00 á ári. Þessi hækkun orsakast eingöngu af
gengisbreytingunni s. 1. haust og væntir blaðið þess, að
hún verði ekki til að fækka kaupendum þess á Fróni.
HEIMSKRIN GLA