Heimskringla - 24.01.1951, Page 6
r
6. SÍÐA
Nordheim forseti
Þýtt hefir G. E. Eyford
Spurningin kom svo alt í einu og fyrir-
varalaust, að hr. Nordheim varð orðlaus, sem
snöggvast; en hann var vanur að hafa sterka
sjálfsstjórn á sér, til þess að láta ekki óþægileg
spursmál trubla sig. Hann leit tortryggnislega
á spyrpandann, en svo bara ypti hann öxlum, og
svaraði kalt og frávísándi:
“Þú ætlast sannarlega til að eg sé minnug-
ur. Mér er ekki hægt að muna eftir öllum sem
eg kynntist þegar eg var unglingur, og í þessu
tilfelli man eg ekki einu sinni nafnið.”
“Ekki einusinni nafnið? Nú þá verð eg að
hjálpa minnisleysi þínu. Eg er að tala um verk-
fræðinginn, Benno Reinsfeld, mannmn sem
fann upp fyrstu fjalldráttargufuvagninn.”
Augu þeirra mættust og Nordheim vissi
strax, að það var ekki neitt tilfelli sem hér var
um að ræða, heldur að hér var við óvin að etja,
og að í hinum meinleysislegu orðum hans lá hót-
un. Það var mest undir því komið hvort þessi
maður, sem nú allt í einu kom fram, eftir að vera
horfin í svo mörg ár, væri virkilega hættulegur,
eða hvort tilgangur hans væri að pressa út pen-
inga, tilraun sem styddist við eina eða aðra
minningu frá löngu liðinni tíð, það var sem
Nordheim virtist að ímynda sér, því hann sagði
kalt og hranalega:
“Um það hefur þér verið sagt rangt frá,
fyrsta fjalla dráttarvagninn hef eg fundið upp,
eins og einkaleyfi mitt sýnir.”
Gronau stóð snögt á fætur, hann varð enn
dekkri i andliti. Hann hafði sagt honum stríð á
hendur, og var búinn að gera sér ljóst, hvernig
hann ætti að króa óvininn inni, svo hann hefði
ekkert undanfæri.
“Og þú vogar þér að segja rétt framan í
mig!” sagði hann með ákefð, “eg, sem var við-
staddur, er Benno sýndi okkur og útskýrði fyrir
okkur uppdrætti sína, sem þú hrósaðir og dáðist
að; Geturðu nú ekki munað eftir því?”
Hr. Nordheim svaraði þessu ekki, en tók
með hendinni í klukkustrenginn.
“Viltu fríviljugur fara út, hr. Gronau, eða
á eg að kalla á þjónana? Eg líð engum að móðga
mig í mínu eigin húsi.”
“Eg vil ráða þér til að snerta ekki klukku-
strenginn!” sagði Gronau í skipandi róm. “Þú
getur valið um það, sem eg ætla að segja þér,
hvort eg segi það undir fjögur augu, eða eg geri
öllum heiminum það kunnugt. Ef þú veigrar þér
við að hlusta á mig, þá skal eg finna marga á-
heyrendur annarstaðar.”
Þessi hótun hreif, Nordheim dró að sér
hendina, og slepti klukkustrengnum. Hann
sá að sér yrði ekki auðvelt að skifta við þennan
óbilgjarna mann, og ályktaði að æsa hann ekki
meir, en hann lét ekki heyrast neinn bilbug í
málrómi sínum, er hann sagði:
“Nú, hvað er það þá sem þú vilt segja mér?”
“Að þú sért ekta fantur, Nordheim — það
er allt og sumt.”
“Hvað? Vogar----------”
“Já, og eg vil voga mér ennþá meira, því
með því eina orði er ekki öll sagan sögð. Vesa-
lings Benno, til allrar óhamingju, hefur ekki
getað eða viljað ópinbera þig, svo hann lét þig
sleppa með það, og leið kanske meir við að vita,
að hans kærasti vinur hafði svikið hann, en við
svikin sjálf. Ef eg hefði þá verið hér, skyldir þú
ekki hafa sloppið svo auðveldlega. Vertu ekki
að hafa fyrir því, að setja stórmenskusvip á þig!
Það hefitr enga þýðingu við mig, eg veit betur,
við erum hér tveir einir, þú þarft ekki að blygð-
ast þín. Það er undir því komið hverju þú vilt
svara, þegar eg kasta ásökunni opinberlega beint
í andlitið á þér!”
“Hverju að eg vil svara?” sagði hann og
ypti öxlum. “Hvar eru sönnunargögn þín?”
spurði hann án nokkurs bilbugs.
Gronau hló fyrirlitningarlega.
“Já, eg bjóst við að það yrði svar þitt! Þess-
vegna kom eg eikki strax til þín er eg, í Ober-
stein, fékk að heyra alla söguna hjá unga lækn-
inum þar, syni Bennos, okkar gamla félaga, fór
eg til að leita mér meiri upplýsinga. Eg er bú-
ínn að vera í þrjár vikur í borginni, og okkar
gamla fæðingarbæ, til að leita mér fleiri sann-
anna”.
“Og fundust nokkrar sannannir þar?” sagði
Nordheim háðslega.
“Nei, að minstakosti ekkert, sem er hægt
að brúika beint gegn þér; þú hefur séð vel um
það, og Reinsfeld hafði trassað að setja upp-
findingu sína undir vernd laganna, því hann
hélt hann þyrfti að utnbæta það, áður en hann
beiddi um einkaleyfi fyrir uppfinningu sinni.
Það var þegar eg fór út í heiminn, og þú
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 24. JANÚAR 1951
fékkst stöðu í borginni. í milli tíðinni endur-
bætti hann og fullkomnaði verk sitt, og gerði
sér stórar vonir um það, þar til hann einn dag
frétti að uppdrátturinn var fyrir löngu síðan
viðurkendur og seldur fyrir stórfé; en einka-
leyfið og peningarnir voru í annars vasa, besta
vinar hans, sem með þeim, hóf sig upp til að
verða milljóneri.”
“Og þetta er æfintýrið sem þú ætlar að segja
öllum heimi?” spurbi Nordheim með fyrirlitn-
ingu. “Heldurðu virkilega að slíkt æfintýri sem
þetta geti kollvarpað manni í minni stöðu? Þú
viðurkennir, að þú hafir ekki sannanir.”
“Já, ekki beinar sannanir; en það sem eg
hef uppgötvað, er þó nægilegt til að gera þér
,1'ífið hei^. Reinsfeld reyndi til að ná rétti sín-
um; en eins og búast mátti við var honum vísað
frá, þó margir sem þekktu hann, bæru honum
vitni, svo misti hann kjarkin og lét það falla nið-
ur. En það sannar, að þetta mál hefur þó einu
sinni verið á dagskrá, og þú varðst að verja þig
einu sinni fyrir rétti fyrir þessari ákæru, en nú
áttu ekki hinn gæfa Benno fyrir mótstöðumann,
heldur mig; eg hef svarið við æru mína, að eg
skal vinna syni vinar míns þá einu uppreistn
sem hægt er að vinna, og eg er vanur að halda
orð mín við hvern sem er að skifta. Sem æfin-
týramaður hef eg engu að tapa, og eg skal ganga
án hlífðar og miskunar að þessu verki gegn þér,
eg skal setja allar þær upplýsingar sem eg hef
aflað mér á tveim síðustu vikum, ásamt þeim
orðróm sem lá á þér, og áliti margra fagmanna,
sem þekktu ykkur báða, á móti þér. Þá skulum
við sjá hvort sannleikurinn verður eins og áður,
troðin undir fótum, þegar ærlegur maður er
reiðubúin að leggja alla sína orku fram til að
verja réttan málstað.”
“Hve mikils krefstu?”
Gronau glotti illskulega og sagði:
“Ah! Þú meinar þá að komast að samningi?”
“Það er undir atvikum ikomið! Eg neita því
ekki að þessi hávaði sem þú hótar mér að setja
upp sé mér ógeðsfeldur, þó eg sjái enga hættu
fyrir mig við það. Ef þú setur þolanleg s'kilyrði
þá er ekki ómögulegt að eg kynni að gera þér til-
boð. Hvers krefst þú?”
“Aðeins lítils af manni í þinni stöðu. Þú
skalt borga syni Bennos, unga lækninum í Ober-
stein alla þá penninga sem þú seldir einkarétt-
indin fyrir, það er hans rétti föðurarfur, og auð-
ur til hans 1 hans núverandi kringumstæðum.
Svo skaltu viðurkenna sannleikan fyrir honum,
sem þú getur gert undir fjögur augu; og þú
skalt gefa hinum dána þann heiður og viður-
kenningu sem honum bar að minsta kosti fyrir
syni hans; svo skal eg ábyrgjast þér, að þessu
I máli verði ekki framar hreift.”
“Fyrstu kröfuna samþykki eg”, sagði Nord-
heim í óþýðum róm. “En hinni síðari neita eg
algjörlega! Þú ættir að gera þig ánægðan með
peningana, sem er heldur engin smá upphæð.
Þið skiftið auðvitað peningunum á milli ykkar”.
“Svo það er þín meining!” sagði Gronau
með djúpri fyrirlitningu. “Hverngi ættir þú
að geta hugsað þér heiðarlega, óeigingjarna vin-
áttu. Benno Reinsfeld veit ekki um að eg hafi
tekið þetta mál upp við þig, og að kref jast föður
arfs hans, og eg veit að það kostar mig talsverð-
fyrirhöfn, að fá han ntil að þiggja það, þó það
með réttu tilheyri honum—eg áliti það hreina
og beina svívirðingu að taka einn einasta eyrir
af því. En spursmálið er: Samþykkir þú báða
skilmálana?”
“Nei, bara þann fyrri!”
“Eg ætla ekki að jagast um það. — Pening-
ana og viðurkenninguna!”
“Með því gæfi eg mig alveg upp í ykkar
hendur? Nei. Aldrei.”
“Jæja, þá erum við tilbúnir að mætast. Ef
þú vilt hafa stríð, þá skaltu fá það!”
Er hann hafði sagt þetta, sneri hann sér við
og gekk að dyrunum. Nordheim gerði hreifingu,
eins og hann vildi hefta för hans, en það varð
ekkert úr því, enda var það of seint. Gronau var
farin og hafði skellt hurðinni í lás.
Þegar Nordheim var orðin einn, stóð hann
upp og fór að ganga um gólf.
Nú, er hann vissi að engin sæi sig; var auð-
séð að honum hafði ekki verið eins sama um
samtalið eins og hann vildi láta það líta út. Það
voru djúpar hrukkur á enni hans, og í andliti
hans stríddu reiði og blygðun hvort við annað,
svo fór hann smátt og smátt að verða rólegri,
og að síðustu stansaði hann og sagði hálf hátt:
“Hvað það er heimskulegt að láta þetta
raska ró sinni! Hann hefur engar sannannir,
ekki eina einustu!”
Hann sneri sér að skrifborðinu sínu, en allt
í einu var eins og fætur hans væru grónar við
gólfið og hálf .niðurbælt undrunar óp slapp yfir
varir hans. Svefnherbergis hurðin var opnuð
alveg hávaðalaust, og í dyrunum stóð Alice ná-
bleik, með báðar hendur þrýstar að brjósti sér
og horfði á föður sinn, sem varð eins bilt við,
eins og hann hefði séð vofu.
“Þú hér? Hvað vilt þú? Hefurðu kanske
heyrt hvað við töluðum hér inni?”
“Já, eg heyrði það allt!” sagði hún með
hægð.
Nú brá Nordheim lit í fyrsta sinn. Dóttir
hans vitni að þessu samtali! En hann náði strax
valdi yfir sér, það gat ekki verið ervitt, hugsaði
hann, að sannfæra hana, sem ávalt hafði beygt
sig fyrir valdi hans í smáu sem stóru.
“Það var ekki ætlast til að þú heyrðir þetta
samtal”, sagði hann hastur. “Eg skil ekki því
þú varst svona lengi þarna, er þú heyrðir, að
verið var að tala um kaupsýslumál. Nú veist þú
um tilraun sem gerð var til að pressa peninga
út úr föður þínum, og sem eg hefði átt að neita
ákveðnara. En svona frekir þorparar geta verið
hættulegir. Fólk er æfinelga reiðubúið að trúa
lýginni, og þar sem eg hef altaf stór viðskifta-
mál með höndum, og sem byggjast á almenn-
ings tiltrú, má maður ekki gefa neinn höggstað
á sér fyrir misgrun. Maður verður heldur að
kaupa sig lausan frá þessu fólki, sem lifir af
slíkum ránskap, með stærri eða smærri peninga-
borgunum — en þú auðvitað skilur það ekki!
Farðu nú upp í herbergi þitt, og eg banna þér að
koma svona heimuglega inn í mitt herbergi.”
Orðin höfðu ekki hin eftirvæntu áhrif;
Alice stóð hreifingarlaus, hún sagði ekkert og
hreifði sig ekki, og þessi þögn virtist að gera
íöour hennar ennþá órólegri.
“Heyrðurðu ekki hvað eg sagði?” spurði
hann. “Eg vil vera einn, og eg banna þér að
segja nokkrum, eitt einasta orð af því sem þú
heyrðir — farðu nú!”
í staðin fyrir að gera eins og henni var sagt
færði hún sig með hægð nær föður sínum, og
sagði í óstyrkum málróm:
“Faðir minn, eg þarf að tala um nokkuð við
þig-”
“Um hvað? þó vonandi ekki um þessa ráns-
tilraun?” spurði hann hastur. “Eg hef sagt þér
hvernig í því liggur, og það er vonandi að þú
ætlir ekki að fara að afsaka, eða mæla með svik
ara og ræningja?”
. “Maðurinn var engin svikari!” svaraði hún
í veikum og skjálfandi róm.
“Ekki það?” sagði faðir hennar. “Hvað álít-
ur þú mig þá vera?”
Hún svaraði engu, en horfði fast í andlit
föður síns. Það var ekki spurníng, heldur ósök-
un í hennar fasta augnaráði, sem faðir hennar
þoldi ekki. Hann sýndi engan bilbug fyrir
Gronau og ásökunum hans, og horfði fast og á-
kveðinn í augu hans, en fyrir augnaráði barnsins
síns leit hann undan.
Alice dró þungt andan, fyrst var málrómur
hennar veikur og óstyrkur, en svo jókst styrkur
hennar, er hún talaði.
“Eg kom hingað til að gera játningu fyrir
þér, faðir minn, til að segja þér nokkuð, sem
kannske móðgar þig — en það kemur ekki mál-
inu við framar! Nú hef eg bara einnrar spurn-
ingar að spyrja þig. Viltu gefa — doktor Reins-
feld þá uppreisn sem var krafist af þér?”
“Það geri eg ekki! Um það þýðir ekki að
tala”.
“Nú, jæja, svo geri eg það — í þinn stað”.
“Alice, ertu með öllu viti?” sagði. hann ótta-
slegin; en hún hélt óhikað áfram:
“Hann þarf kanske ekki neina frekari við-
urkenningu, því hann þekkir sannleikan í þessu
máli og hefur áreiðanlega lengi þekkt hann. Nú
veit eg, af hverju hann horfði altaf með hrygð
og samhygð á mig, og gaf aldrei til kynna hvað
lægi svo þungt á huga hans. Hann vissi það alt!
Og þó hefur hann sýnt mér hina mestu nær-
gætni og þolinmæði ,og hefur gert allt sem hægt
var til að gefa mér heilsuna aftur, mér! dóttur
mannsins, sem-------”
Hún gat ekki lokið við setninguna.
Faðir hennar gerði ekki frekari tilraun, að
beita neinu valdi við hana, því hann sá að hún
lét ekki bugast. Hann hafði komist að þeirri nið-
urstöðu, að það væri hættulegt fyrir hann að
beita nokkri ónærgætni, því hann varð, hvað sem
það kostaði, að fá hana til að þegja um það, sem
hún hafði heyrt.
“Eg er fullviss um, að Dr. Reinsfeld lætur
þetta þvaður sig engu skifta,” sagði hann ofur
rólega. “Hann er nógu skynsamur til að sjá það
hlægilega í slíkum hótunum. En hvað þinni
heimskulegu uppástungu viðvíkur, að tala við
hann um það, þá dettur mér ekki í hug að það sé
alvara þín. En hvað kemur þér þetta annars
við?”
Hún gerði sig óvanalega hnarreista, og útlit
hennar varð biturt.
“Það ætti að koma þér meira við, faðir
minn; þú vissir að læknirinn bjó í nágrenni við
okkur, og að hann dag út og dag inn sleit sér út
fyrir mig, og þú hefur ekki einusinni leitast
við að bæta honum fyrir afbrot þitt við föður
hans. Lífið og mennirnir sýndu honum litla
hlutte'kningu á þeirri tíð er hann var að læra,
því þá átti hann við þröng kjör að búa, kanske
oft orðið að líða hungur — og þú, á samatíma
rakaði saman milljónum með hans peningum,
bygðir hallir og baðaðir í auðæfum. Gerðu að
minsta kosti það sem Gronau krafðist af þér. Þú
verður að gera það — Annars geri eg það!”
“Alice!” sagði faðir hennar, á milli reiði
og undrunar yfir að dóttir sín, þessi blíða og
viljalausa manneskja, sem aldrei hafði þorað
að hafa nokkuð á móti honum, setti honum nú
reglur og fyrirskipanir. “Hefur þú enga hug-
mynd u-m hve mikilvægt þetta mál er? Vilt þú
koma föður þínum í hendur hans vestu óvina —”
“Benno Reinsfeld er ekki óvinur þinn!”
tók Alice framí fyrir föður sínum. “Ef hann
væri það, hefði hann fyrir löngu síðan notað sér
leyndarmálið til að þvinga þig til einhvers ann-
ars en þess, sem Gronau krefst — því hann elsik-
ar mig.”
“Reinsfeld — þig ?”
" J^. eg veit það, þó hann hafi aldrei sagt
mér það. Eg er nú öðrum trúlofuð, en hann, sem
gat þvingað þig ef hann hefði viljað, og krafist
réttar síns, hefur gefið þér þetta eftir án þess að
segja eitt einasta orð um það, eða krefjast reikn-
ingskapar af þér, af því hann vildi hlífa mér
við því hræðilega, sem eg er nú búin að komast
að. Þú þekkir ekki göfuglyndi þess manns — eg
þekki það!”
Hr. Nordheim stóð alveg mállaus; við þessu
var hann ekki búinn; honum varð það ljóst, að
ást Bennos var svarað í sama mæli. Hið ástríðu-
þrungna tal hennar sagði honum nóg. Ef Dr.
Reinsfeld hefði vitað um þetta, mundi hann hafa
gert sitt ýtrasta til að um þetta mál yrði ekki
frekar umtal. Það var öllum sem þekktu hann
ljóst, að hann mundi aldrei nota þau gögn sem
hann hafði í þessu máli, því honum var meir um-
hugað að hlífa stúlkunni sem hann elskaði við
sorg og niðurlægingu. Það var enskis að óttast
frá hans hendi svo hr. Nordheim var óhultur fyr
ir honum og eins líklegt, að hann héldi Gronau
til baka.
“Þetta eru óvænt tíðindi!” sagði faðir henn-
ar eftir stundar þögn, og horfði fast á dóttir
sína. “Og eg er fyrst nú látin vita um þetta? Þú
talaðir fyrst um viðurkenning — hvað var það
sem þú atlaðir að segja mér?”
Alice leit niður fyrir sig, og blóðið hljóþ
upp í andlit hennar.
“Að eg elskaði ekki Elmshorft, fremur en
hann elskar mig”, sagði hún stillilega. “Eg hef
ekki vitað það sjálf fyrr en nú nýskéð, en nú er
mér orðið það fyllilega ljóst.”
Hún bjóst við að faðir sinn ryki upp ofsa
reiður, en það var ekki tilfellið, þegar hann tók
til máls, var málrómur hans óvanalega þýður.
“Því berðu ekkert traust til mín, Alice? Eg
vil ekki þvinga einkadóttir mína til að giftast
þeim manni sem hún elskaði ekki, en það verður
nákvæmlega að yfirvegast. Fyrst um sinn krefst
eg bara, að þú takir engva ákvörðun og tryestir
mér til að finna einn eða annan, veg út úr þessu.
Treystu föður þínum, barnið mitt, þú skalt
verða ánægð með það sem hann gerir.”
Hann laut ofan að henni til að kyssa hana á
ennið, en hún hrökk við og vék undan.
“Hvað á þetta að þýða, ertu hrædd við
mig? Treystirðu mér ekki?” sagði hann óþolin-
móður.
Hún leit á föður sinn og það var aftur hið
sama alvarlega ásakandi tillit sem áður, og í
hennar bllða málróm var bitur hljomur, er hún
sagði:
“Nei, faðir minn. eg treysti ekki á ást þína
og umhyggju fyrir velferð minni. Eg get ekki
treyst þér framar — aldrei framar!”
Hann beit saman vörunum og sneri sér frá
henni; hann gaf henni tilkynna með bendingu,
að hún skyldi fara, og hún fór, án þess að segja
meir.
Hún hafði getið sér rétt til um, að faðir
sinn væri eins fjærlægur og nokkru sinni, að
láta sér koma til hugar að samþykkja ást henn-
ar og Bennos; hann gerði sér enga samvisku af
því, að láta óbeinlínis í ljósi slíkan möguleika.
þar til hann væri búin að koma þeirri hættu úr
vegi, sem nú vofði yfir honum. En hann mis-
reiknaði sig í því. Alice sá í gegnum það sem
hann reyndi að dylja fyrir henni, og þessi járn
harði maður gat ekki staðist það. Hann sýndi
engan bilbug, hvorki fyrir Elmhorfts ósveigjan-
legu viljafestu né hótunum Gronaus. Nu í fyrsta
sinn fann hann til einhvers, sem hann hafði
aldrei á æfi sinni fundið til áður—bylgðunar!
Og þó hann gaeti yfirstigið hættuna, fann hann
þó til þess innst í meðvitund sinni, að hann var
dómfeldur, fordæmdur af sínu eigin barni.
19. Kafli
Járnbrautarbyggingunni var hraðað með
hinu mesta ofurkappi. Það var ekki auðvelt að
halda orð sín og hafa lokið verkinu á hinum til-
setta stutta tíma, en yfirverkfræðingurinn
sér er hann sagði, að yfirverkfræðingurinn
hlýfði hvorki sjálfum sér né undirmönnum sín-
um. Elmhorft notaði vinnukrafta verkamann-
anna til þess ýtrasta, var alstaðar til að segja fyr
ir og leggja á ráð, og gaf öðrum fyrirdæmi með
sinni óþreytandi vinnu og dugnaði. Undir leið-
sögn hans virtist allt verkið ganga svo vel og
tafarlaust, að hann væri vissum að ná hinu til-
setta takmarki. Hinir erviðustu partar brautar-
innar í fjöllunum voru nú að mestu leyti full-
gerðir og Wolkenstein brúna var verið að ljúka
við.