Heimskringla - 21.02.1951, Síða 3

Heimskringla - 21.02.1951, Síða 3
WINNIPEG, 21. FEBR., 1951 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA ÆFISAGA OG ÖRLAGA- ÞÆTTIR Eftir prófessor Richard Beck Bókaútgáfufélagið Norðri, er nýlega átti 25 ára afmæli, gaf út síðastliðið ár fjölda merkisrita. Hefir félagið jafnan gefið sér- stakan gaum útgáfu rita um þjóð leg efni, og verður hér getiðt tveggja nýrra bóka þess af því tagi, sem jafnframt er vandað til um snyrtilegan frágang. I. urjón auðsjáanlega verið hlé- drægur maður að skapgerð. Að baki hófsamri frásögninni get- ur lesandinn þó eygt meira en laust liggur við fyrstu sýn, og fundið undiröldu djúprar til- finningar. Fjöldamargra manna ogi kvenna er hér getið, og ber Sig- urjón þeim vel söguna, þó að: hann sé mjög hispurslaus í þeiny efnum sem öðrum. Af miklum 1 hlýleik lýsir hann æskuvinumj sínum þeim Hraungerðisbræðr-j um og síðar merkisprestum, séral Geir vígslubiskupi og séra Ólafij Sæmundssonum. Og ekki er samúð Sigurjóns í lýsingum minni, þegar í hlut Elirtborg Lárusdóttir: “f faðmi sveitanna”. Endurminningar Sigurjóns Gísalsonar. Akur- eyri, Bókaútgáfan Norðri, — eiga smælingjar eins og förufólk 1950. Bls. 202. Frú Elinborg Lárusdóttir er mikilvirkur rithöfundur, enda löngu þjóðkunn fyrir bókmennta starfsemi sína, en þetta er sext- ánda bókin, sem frá henni kem- ur; eru það sannarlega mikil af- köst á fimmtan árum, því að fyrsta bók hennar kom út árið 1935. Hefir hún ritað jöfnum höndum smásögur lengri skáld- sögur og ævisögur, og eru marg- ar þeirra bóka mikil verk, svo sem ritsafnið “Förumenn” er út kom í þrem stórum bindum 1939- 1940, og “Strandarkirkja” (1943) að talin séu tvö af þeim verkum skáldkonunnar, sem mikla at- hygli hafa vakið og vinsæl orð- ið. En öll bera rit hennar því vitni, hve djúpum rótum hún stendur í íslenzku sveitalífi, og ást hennar á þjóðlegum verðmæt- um; lífsskoðun hennar, bjartsýni á sigurmátt hins góða og víð- feðm samúð, er eigi síður ljósu letri skráð í ritum hennar, og ylar lesandanum í brjósti. Þá sætir það ekki neinni furðu, að henni lætur' sérstaklega vel að skrásetja ævisögur alþýðu- fólks, en þetta er þriðja bók hennar um það efni, og er sjálfs- ævisaga Sigurjóns Gíslasonar, fyrrum bónda í Kringlu í Gríms- nesi, sem skáldkonan hefir skráð eftir frásögn hans. Bera endur- minningar hans því vitni, að hann hefir verið maður gáfaður að eðl- isfari, hneigður til mennta og fróður um margt, en varð lengst- um ævina að heyja harða bar- áttu við fátækt og aðra örðug- leika sér og sínum til framfæris. En jafnframt því sem bókin er saga Sigurjóns, lýsir hún einnig ýmsum atburðum, er gerðust í Árnessýslu um daga hans, t.d. jarðskjálftunum 1896. í endur- minningunum er þó um annað fram brugðið upp glöggum myndum af kröppum kjörum al- þýðunnar í tíð sögumanns og ó- vægri lífsbaráttu hennar, en öllu er þar í hóf stillt, enda hefir Sig- ,: ið, en frá kynnum sínum af því segir hann í sérstökum kaflaJ Verður þar minnisstæðust lýsing in á Langsstaða-Steina. Frú Elinborg á miklar þakkirj skilið fyrir þá rækt, sem hún hef ir lagt við að bókfesta ævisögurj alþýðufólks og bjarga með því, frá glötun merkilegum menn- ingarsögulegum fróðleik. Og þessi síðasta bók hennar þeirrar tegundar er prýðisvel í letur færð, með glöggskyggni og ríkri samúð, en tij þess að lýsa rétti- lega þeim lífskjörum og þeirri baráttu, sem þar er um að ræða, þarf bæði nærfærni og þann hlý- leik hjartans, sem einkennir aðr- ar bækur skáldkonunnar. Hún segir í eftirmála sínum: “Eg vona, að þessi bók verði minnisvarði um manninn, sem| var þeim hæfileikum búinn, að! hann hefði getað orðið svo að segja hvað, sem var, en varð bóndi, vegna fátæktar, og undi svo vel hag sínum í faðmi sveit- anna, að starf hans er eftirbreytn isvert.” Svo munu fleiri mæla, að Sig- urjóni Gíslasyni, og þá um leið mörgum öðrum íslenzkum al-J þýðumönnum, er svipaða baráttu háðu jafn drengilega, hafi með skrásetningu þessarar minningaj hans verið reistur verðugur og varanlegur minnisvarði. II. “Hlynir og hreggviðir”. Sögu- félagið Húnvetningur gaf út. Aðalumboð: Bókaútgáfan Norðri, Akureyri, 1950. 211 bls. Þessi bók er framhald ritsafns- ins “Svipir og sagnir”, sem Sögu- félagið Húnvetningur gaf út — 1948, og hlaut fyrsta bindi þess góða dóma og varð vinsælt að verðleikum. Sömu mennirnir, þeir séra Gunnar Árnason, Magnús Björnsson og Bjarni Jónasson, er önnuðust útgáfu fyrsta bindis, hafa búið þetta nýja bindi til prentunar. Efnið er einnig svipað og áður, merkir þættir um menn og atburði úr Húnaþingi frá liðinni tíð, og sé þeim öllum, er þar eiga hlut að máli, körlum sem konum, þökk fyrir fróðleiksáhugann og við- leitni sína. Séra Gunnar fylgir bókinni úr hlaði með stuttum formála, en síðan hefst meginmál hennar á greinagóðum þætti og itarlegum um Þorleif í Stóradal eftir Bjarna Jónasson; er þar mikill ættfræðilegur og hreint ekki lít- ill atvinnusögulegur fróðleikur færður í einn stað. Tímabær og athyglisverð eru niðurlagsorð höfundar: “í öllu óðagotinu við að sinna hinni nýju köllun tækniþróunar- innar, er svo hætt við, að ein- staklingurinn týni sjálfum sér, að honum sjáist yfir, hvern þátt kynslóðirnar og náttúra ætt- landsins hafa átt í að móta efnið, sem hann á sjálfur að skapa úr sína eigin lífshamingju.” Prýðilegur er þáttur Magnús- ar Björnssonar um Hreggvið skáld á Kaldrana, “þetta gáfaða en auðnulitla alþýðuskáld”, sem bar bæði táknrænt nafn um eigin ævi, og jafnframt um ævi svo margs íslenzks alþýðuskálds; en mjúkum höndum samúðar og skilnings er hér farið um skáldið og manninn, er fyllilega átti það skilið, að nafni hans væri á loft haldið. Magnús á einnig í bók- inni þátt um “Erfiðar verferðir” er lýsir vel tveim slíkum ferðum fyrir meir en sextíu árum. Tveir þættir og vel skráðir eru 1 hér eftir fróðleiksþulinn Jónas, Illugason, og fjallar annar um sögulegan sjóhrakning Jóns “gós”, en hinn þátturinn nefnist “Réttarslagur”. En karlmennirnir eru hér ekki einir um hituna. Með þætti sín- um um Margrétu í Stafni sýnir Kristín Sigvaldadóttir það ótví- rætt, að hún er vel liðtæk við skrásettningu þjóðlegs fróð- leiks, og stendur kvenskörungur sá, sem þar er lýst., lifandi fyrir sjónum að loknum lestri. Veigamikill og ágætlega sam- inn er þáttur séra Gunnars Árna- sonar um Jóhannes á Gunnsteins- stöðum, og bregður björtu ljósi eigi aðeins á þann mikla gáfu- mann og göfugmenni og æviferil hans, heldur einnig um margt á samtíð hans, enda kom hann mjög við sögu sveitar sinnar. Hann var sannarlega drápunnar; verður í fyllsta skilningi orðs- ins. Þeim er óhætt, Húnvetningun- um, að halda áfram að safna þjóð- legum fróðleik og bókfesta hann, því vafalaust er enn ýmis- ( legt þess kyns að finna í þeim Söguríku byggðum, sem ódregið er á land. Lóa Gunnlögsson, Cavalier og Gunnlaugur B. Gunnlögsson, Rancine, Wis., 22 barnaböm og 9 barnabarnabórn. Jón Gunnlögsson, sem var nokkrum árum eldri en systir hans, fæddist á Gimli, 2. nóvem- ber, 1879. Sex mánaða gamall fluttist hann til Dakota með for- eldrum sínum, og settist fjöl- skyldan að í grend við Akra. Þar átti hann síðan heima mestann hluta æfinnar eða þar til fyrir nokkrum árum að hann fluttist til Cavalier, þar sem hann dvaldi til dauðadags. Hann giftist Magneu Vívats- son árið 1906. Hún lifir mann sinn ásamt börnum þeirra sem eru þessi: William og Frank, báðir í Cavalier; Jón í Hammond Indianna; Marvil og Alvin í Calumet City, I. U., Karl í Chi- cago; Lynn í Valhalla og Mrs. Mabel Olmstheid, Cold Springs, Minn. Þá lifa hann einnig 20 barna- börn. Hinn mikli bænadagur Kaupið þennan stóra PAKKA AF VINDL- INGA TÓBAKI vegna gæða Eins svo flestum mun kunnugt var 9. febrúar s.l. settur til síðu fyrir alla góða menn að biðja Guð um frið fyrir mannheim. Eg hefi ekki lesið nema eina bæn enn tileinkaða þessum degi, fyrir utan mína eigin bæn í orðum góðskáldsins okkar. “Trúðu á, tvennt í meimi, tign sem æzta ber. Guð í alheims geimi, Guð í sjálf- um þér”. Bænin sem ^g tala um var í kvennadálkum Lögbergs frá 8. febrúar s.l. Mér þótti bænin góð, iafnvel ágæt, en á prestlega vísu og kirkjulegan máta. Guð er beð- in í mikilli fjærlægð á bakvið skýin, Guð í manninum ekki nefndur á nafn, rétt eins svo Guð hefði sett stríðið á stað en ekki maðurinn. Maðurinn hlýtur að vera frjáls og bera ábyrgð á verkum sínum gagnvart Guði, annars gæti rétt- látur Guð ekki hengt mannin- um fyrir afbrot hans, eins óskap- lega eins og sumir lýsa því. Hef- ur Guð ekki sagt: Friður á jörðu og velþóknan yfir mönn- unum? Guð vill frið, og þegar kristin maður biður Guð í sjálf- um sér um frið á jörðu, þá er Kristur strax komin í orði sínu til hans og fullvissar hann um frið á jörðu og uppfylling bæn- ar hans. Höfundur hinnar á- minnstu bænar er þýzk kristin kona í Canada. Mér datt í hug að Þýzka þjóðin 1914 og áfram, hefði beðið Guð handan skýanna en ekki Guð í sjálfum sér og því væru þeir í dag þar sem þeir eru. Mér finnst bænarhöfundurinn vera sunnudagaskóla stúlka, sem komin er í fangastakk vanans Getur óskað sér upp á fjallið, en stakkurinn aftrar að geta klifrað brekkuna. Biðjum Guð alla daga í sjálf- um okkur og bróðir okkar mann- anna, þá er kristur í anda með oss og framtíðin reynist okkur nýr himin og ný jörð. Dæmi: Ef Rússar hefðu beðið Guð í sjálf- um sér að vinna að alheimsfriði með Bandaríkjunum, og Banda- ríkjafólkið beðið Guð í sjálfu sér að vinna að alheimsfrið með Rússum, þá hefði Kristur strax komið til skjalanna í sínu heil- aga orði, og kaldastríðið aldrei orðið til sem er okkar mesti van- þroski og mæða í dag. John S. Laxdal Miðsvetrarmót “Fróns” verður haldið á mánudags- kveldið 26. febrúar næstkomandi. Mjög vönduð skemtiskrá er svo að segja fullgerð. Aðalræðumað- ur mótsins verður Hon. Valdimar Björnson, hinn nýji fjármálaráð- herra Minnesota-ríkis. — Hafið þetta kveld í huga! Á sínum tíma verður skemtiskráin birt í heilu lagi. Ingibj. Johnson FREE GERMINflTION TESTS • Frost will c^use low germination in seed grain, particularly oats and barley. Arrange free germination tests through your Federal Agent. fi « ft ft • > . .. _____ FEDERHL GRflin LIIHITEO VÉR ÓSKUM Þjóðræknisþingi íslendinga í Vesturheimi TIL ALLRA HEILLA Oxford Hotel “Staðurínn sem íslendingar niætast” DÁNARFREGNIR Joseph Stepnuk, Pres. PHONE 926 712 S. M. Hendricks, Mgr. NOTRE DAME AVE. Þann 8. janúar s.l. önduðust á heimilum sínum í íslenzku, byggðinni í N. Dakota systkinin Mrs. Þórstína Sigríður Aust- fjörð og Jón Gunnlögsson. Dauða þeirra bar að höndum á fjögra stunda fresti. Bæði höfðu verið allmjög biluð á heilsu síð- ustu árin. Þau voru jarðsett 11. janúar og voru kveðjumálin flutt í kirkju Vídalínssafnaðar á Akra. Séra E. H. Fáfnis jarðsöng. Þórstína Sigríður Austfjörðj var fædd á Akra 10. júní 1883, og þar átti hún síðan heimili alla æfi. Foreldrar hennar voru hjón-, in Eggert Gunnlögsson frá Baugaseli í Eyjafirði og kona hans Rannveig Rögnvaldsdóttir •frá Skíðastöðum í Skagafjarðar- sýslu. Hún giftist í Winnipeg 19. október 1901 og gékk að eiga Guðmund D. Austf jörð. Hann dó árið 1947. Börn þeirra á lífi eru þessi: Mrs. William Yeiter, Ft. Wayne, Ind.; Mrs. Earl Sproule, Grand Forks; Mrs. John McDon- ald, Valhalla; Mike, á Akra, Bill^ á Mountain; Mrs. Andrews, Mrs. Wimpheimer og Ed í Cavalier. Einnig lifa hana tvö systkini, Greetings and Be$t Wishes to Delegates and Guests Attending The lcelandic National League Convention in Winnipeg

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.