Heimskringla - 11.06.1951, Síða 3
WINNIPEG, 11. JÚLf, 1951
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
FIMTUGUR
Frh. frá 1. bls.
indi sín og loks dubbaður upp
í æðsta tignarsæti hinnar
dönsku kirkju.
Benjamín var engum líkur,
og nú í dag skipar hann sjálfur
sérstöðu sem einn lærðasti guð-
fræðingur þessa lands og einn
skemmtilegasti og skeleggasti
rithöfundur í prestastétt. Eg
hefi engan mann séð fljótari að
skrifa. Enda vandist Benjamín
ungur þeirri iðju, eins og fyrr
er sagt. Og ritstörfin eru hon-
um hugleiknust allra starfa. Er
urmull blaða og tímaritsgreina
til frá hans hendi, og stræðar-!
verk, prentuð og óprentuð, sem
hér verða eigi talin. Skipar guð-
fræðin þar að vonum veglegt
rúm, en auk þess hefir síra Benj
amín alla tíð látið mjög til sín
taka bókmenntir og önnur
menningarmál, auk þess, sem
hann gerist með ári hverju öll-|
um fróðari um ættir manna,
einkum héraðsbúa.
.1
Síra Benjamín hefir að hætti
hinna beztu klerka ekki ein-
skorðað sig við kirkjumálin.
Allir vita, hve mikinn hlut hann
hefir átt í byggingu, vexti og
viðgangi Húsmæðraskólans á
Laugalancíi. Og er nú hið fríða
prestssetur þeirra Eyfirðing-1
anna orðið vel sett með sína tvo
skóla, sem báðir njóta forustu
og afburða hæfileika sóknar-1
prestsins, síra Benjamíns.
Og nú er víst þetta orðið
lengra mál en góðu hófi gegn-
ir og tilskilið var. Aðeins þá að(
lokum:
Eyfirðingar og allir lands-
menn sendá fimmtuga afmælis-(
barninu hughlýjar árnaðaróskirj
með þakklæti og virðingu fyrirí
vökult og drengilegt starf í
þágu íslenzkrar kristni og ann-!
arra menningarmála um áratugi.
Og við, skólasystkini þín og
gamlir vinir, síra Benjamín,
sendum þér á þessum tímamót-
um sérstaka þökk okkar fyrir
alla þína vináttu og falslausu
tryggð', og alla þína ómissandi
og ógleymanlegu hlutdeild í
samfélagi okkar og innsta hring1
“viginti quattuor”.
Við óskum þess nú, þegar dag
ur er hæst á lofti, að birta og
blessun Guðs stafi skærum
geislum á veg þinn og þinna, og
íslenzk þjóð og kirkja fái notið
starfs þíns og anda enn um
langa tíð. Sig Stéfánsson
■—íslendingur 13. júní
B R É F
frá Akureyri, Islandi
Eg þakka þér ritstjóri sæll
og konunni þinni kærlega fyr-
ir síðast þér heima.
Sömuleiðis þakka eg þér fyr-
ir öll góðu blöðin og fréttirnar
að vestan þessi ár síðan eg var
vestra.
Nú langar mig, Stefán minn,
að setja póst í þitt ágæta blað
og taka á móti, ef einhvern fýsti
að koma í skólann okkar.
Nú ættú þið að vera horfin
heim. Það er alt svo yndislegt
núna, maí hefir verið svo fag-
Ur----------Þið látið ekki hug-
mynd séra Halldórs niðurfalla,
um hópferðir á milli landanna.
Mér líður ágætlega.
ykkar einlæg
Halldóróa Bjarnadóttir
Leikurinn, sem sýndur var í
leiksal Sambandskirkju í Win-
nipeg s.l. viku, var mjög vel
rómaður af áheyrendum og þó
ekki um of. Það er ómenguð
skemtun að sjá íslenzkan leik
°g þeim mun lofsverðara er svo
vel er þar til verks gengið að
við hérlenda skólaleiki jafnast
íyllilega. Aðra leiki en þá, er
hér nú ekki að sjá. Leikflokk-
Urmn frá Geysi sem syndi
^ann, á bæði þakkir skilið fyrir
Þetta lofsamlega fyrirtæki, að
kalda áfram íslenzkum leiksyn-
ingum og fyrir hve ánægjulega
hann leysti starf sitt af hendi.
Hvíta vofan
AMERÍSK FRÁSAGA
“Ha, ha ha, þér eruð svona hrædd við þenn-
an kaffiblett þarna á gólfinu. Eg hellti þarna
einu sinni niður úr kaffibolla, og gleymdi að
þurka það upp. Þér megið ekki láta ímyndunar-
aflið fara með yður í gönur, því að þá getið þér
orðið alveg ringluð í þessu gamla og skrítna
húsi.”
“Eg held að eg sé orðin hálf-ringluð. Við
skulum fara út úr þessu herbergi. Það er nálykt
hérna inni. Mér sýnist, sem eg sjái menn berjast
—leggja með rýting—og ó! Það er blóð—BLÓÐ
á rýtingnum!”
Gamla konan horfði óttaslegin á stúlkuna,
er var föl sem nár og með aftur augun, og dró
hana skyndilega burt frá dökkva blettinum.
Þá hvarf sýnin. Þær fóru út úr herberginu.
Eady var hálf-skelkuð orðin, og virti stúlkuna
fyrir sér. Hvers konar stúlka var þetta?
Hafði hún verið send hingað til þess, að
veita þessum gamla grimmdarsegg,—er lifði hér
í turni sínum eins og tigrisdýr í búri,—makleg
málagjöld fyrir glæpi þá, er hann hafði framið?
Eady fór úr einu herbergi í annað, og sýndi
stúlkunni húsbúnaðinn, er var orðinn upplitað-
ur og meljetinn af notkunarleysi. En þó var
auðséð, að Eady gamla hafði gætt skyldu sinnar
og ekki látið safnast ryk á hann. Adrienne reik-
aði milli herbergjanna í hálfgerðri leiðslu, og
virtist lítið taka eftir masinu úr Eady. Svo nam
hún allt í einu staðar og spurði:
“En hvers vegna fór maddama Lecour að
flytja sig burt úr þessum fallegu og viðhafnar-
miklu herbergjum, og setjast að í turninum?”
Eady hristi höfuðið.
"Hún kunni aldrei við sig í þessum her-
bergjum eftir lát mannsins hennar og föður
hennar. Hun var dutlungasöm og átti nóga pen-
inga, og gerði þess vegna allt það, er henni
gott þótti. En á dögum hennar var húsið ekki
fullt af rottum og músum. Þær höfðu lítið næði
hérna þá. Annar ein« gestagangur og önnur eins
veizluhöld, eins og voru hjá henni, hefir aldrei
heyrzt talað um á þessu landi. Hún hefir víst
verið í meira lagi glaðlynd ekkja.”
“Og hvernig leið henni svo eftir að hún
giftist Lecour?”
“Undir eins og brúðkaupið var um garð
gengið, var hætt við öll samkvæmi hérna í hús-
inu. Mér hefir verið sagt, að hann hafi ætíð ver-
ið undarlegur maður, og enginn gat skilið í því,
hvernig hann fór að fá glaðlynda og unga ekkju
eins og frúin var, til þess að játast sér. Við
svertingjarnir héldum nú, að hann væri göldrótt
ur, og hefði blátt áfram heillað hana. Vinir
hennar hneyksluðust allir stórlega á giftingu
hennar, og Mendon og fleiri ættmenn hennar
höfðu í hótunum, að þeir skyldu sanna að hún
væri ekki með öllum mjalla. Hún átti sem sé
bæði húsið og jörðina, og þess vegna vildu þeir
ógjarnan, að hún giftist aftur.”
“Höfðu þeir nokkuð sérstakt út á Lecour
að setja?”
“Já, það höfðu þeir víst, því að hann var út-
lendingur, nýkominn til landsins, og tuttugu ár-
um eldri en hún. En það skrítnasta af öllu var
þó það, að frúnni var það auðsæilega mjög á
móti skapi, að giftast honum, og þó giftist hún
honum samt, þvert á móti ráðum og vilja allra
vina sinna og kunningja.”
“Já, það var býsna undarlegt. Og þau hafa
víst ekki lifað hamingjusömu lífi saman?”
“Hanmingjusömu? Guð hjálpi okkur! Hún
hefir víst aldrei látið sér detta neitt slíkt til
hugar, eftir að hún giftist honum. Hann lokaði
húsinu, seldi vagninn hennar, og beitti hestun-
um fyrir plóginn. Hann móðgaði og áreitti alla
þá, er hún kærði sig um, og svo múraði hann sig
inni í sínum turni, og lét hana vera í hinum
turninum. Hann rak alla gömlu þjónana og þjón
ustustúlkurnar á brott, en keypti mig og karl-
inn minn og vesalings mmállausa barnið okkar,
sem svo andaðist skömmu seinna.”
“Og þér voruð hjá frú Lecour, þegar hún
dó?” spurði Adrienne.
Einhverjum kynlegum svip brá fyrir á á-
sjónu gömlu konunnar.
“Já — ó-já — eg var hjá henni, því að mér
þótti vænt um hana—hún var svo góð, og það
er merkilegt hvað þér eruð lík henni.”
“Þetta sýndist Mendon líka”, mælti Adri-
enne hugsandi. “Og þó er eg alls ekkert í ætt
við hana. En hvers vegna farið þér fram hjá
þessum dyrum? Við skulum koma inn í þetta
herbergi líka.”
“Nei, þetta er ruslakompa, og þér munuð
bara verða rykug á því, að fara þangað inn. Það
er ekkert geymt í henni, nema gamalt skran, sem
ekki er ómaksins vert að skoða.”
Adrienne virti hana fyrir sér, eins og hún
tryði henni ekki almennilega, og spurði:
“Og um þessar dyr þarna er líklega farið,
þegar farið er upp á loftið?”
“Já, það er satt, en upp á loftinu er ekkert
nema eintómar ruslakompur.”
“Það er alveg eins og því sé hvíslað að mér
að þú sért einhverra orsaka vegna að gabba mig.
En eg skal ekki leggja fast að þér í svipinn. Sá
tími skal koma, er eg fer þarna inn með leyfi
herra Lecours.”
Gamla konan hristist öll er hún svaraði:
“Eruð þér bandvitlaus, ungfrú, að þér skul-
uð geta talað svona? Við skulum signa okkur,
svo að sá vondi víki frá okkur báðum!”
Adrienne brosti lítið eitt, en signdi sig þó
líka. Svo fór Eady með hana út, og varð Adri-
enne fegin að komast undir bert loft, til þess
að geta hrist af sér þunglyndið, sem henni
fannst sækja sig inni í þessum auðu og ömur-
legu herbergjum.
Bak við húsið var stór matjurtagarður. Kofi
sá, er Eady bjó í, var við garðinn, og fyrir fram-
an hann voru nokkur blóm með ýmsum skínandi
litum, sem mönnum af hennar kynflokki þykir
svo mikið til koma. Bak við kofann var hænsna-
stía, er var full af hænsnum, kalkúnshænsnum
og gæsum. Eady var hróðug yfir fuglunum, og
fór mörgum fögrum orðum um kosti þeirra.
“Finnst þér ekki óttalega leiðinlegt hérna?”
spurði Adrienne.
“Ó-jú, en ég hefi nóg að gera, að líta eftir
karlinum mínum og annast um húsbóndann og
auk þess þarf eg að sjá um kjúklingana og hina
fuglana. En hvað þér eigið að hafa yður til
skemtunar hérna, það er mínum skilningi of-
vaxið. Og nú hefi eg þá sýnt yður allt, ungfrú
góð, og er þá vist bezt, að þér farið upp í her-
bergið yðar, til þess að þér verðið farin að venj
ast við það áður en nóttin kemur. Mönnum hætt-
ir svo oft við því, að verða órólegir, þegar þeir
eiga að sofa í fyrsta skifti á ókunnugum stað.”
7. kapituli
Adrienne fór nú aftur sömu leiðina sem
hún hafði komið gegnum öll auðu herbergin,
gangana og salina og staðnæmdist litla stund
við dyr þær, sem Eady hafði ekki viljað ljúka
upp. Hana sárlangaði til þess, að opna dyrnar,
en hún þorði það ekki. Hver vissi, hvað þar var
inni, eða hvað af því gat hlotist, ef hún opnaði
dynar? Hún hljóp sem fætur toguðu ofan stig-
ann aftur, og komst loks alla leið að dyrunum á
turnherberginu sínu.
Hún lokaði vandlega eftir sér, og stóð svo
litla stúnd kyr og virti fyrir sér mynd þá, er
tjaldið var fyrir. Hún dró tjaldið til hliðar, titr-
andi af geðshræringu, og í sömu svipan féll sól-
argeisli, er kom inn með hálfopnum gluggahlera
beint á andlitið á myndinni. Adrienne kipptist
við, og leit óttaslegin um öxl sér, til þess að gæta
að því, hvort geisli þessi stafaði af eðlilegri or-
sök.
Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultaitions by Appointment DR. A. V. JOHNSON DENTIST • 506 Somerset Bldg. • Office 927 932 Res. 202 398
Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, neís og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutími: 2—5 e. h. ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 928 291
Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 DR. H. W. TWEED Tannlaeknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS building Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 926 952 WINNIPEG
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants • 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. • TELEPHONE 927 025
THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. Itovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daiiy. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken
WIXDATT COAL
CO. LIMITED
A. S. BARDAL
L I M I T E D
Established 1898
506 PARIS BLDG.
Office Phone 927 404
Yard Phone 28 745
miiunsvaröa og legsteina
843 SHERBROOKE ST
Phone 27 324 Wlnnipe
CANADIAN FISH
PRODUCERS Ltd.
Union Loan & Investment
COMPANY
Myndin var af ungri og forkunnarfagurri
konu, er var klædd í græn reiðföt, og hafði hatt
á höfði með dökkri fjöður í, er hékk niður á öxl
ina, og blandaðist þar glóbjörtu hárinu, er liðað-
ist ofan um fannhvítan hálsinn og herðarnar.
Andlitið brosti, en samt sem áður var einhver
sár raunasvipur yfir því. Það var ómögulegt að
virða andlit þetta fyrir sér til lengdar, án þess
að komast við og finna til meðaumkunar með
þessum erfingja auðs og allsnægta, er í fljótu
bragði virtist vera reglulegt óskabarn hamingj-
unnar, en var þó í raun og veru að veslast upp
af duldum harmi.
Adrienne sá það, eins og aðrir, að myndin
var lík henni—lík því, sem hún myndi verða
þegar tíminn og þrautirnar hefðu sett merki
sitt á andlit hennar, og gert hana að fullþrosk-
aðri konu. Þegar hún hafði horft um langa hríð
í bláu, raunalegu augun á myndinni, lét hún
tjaldið falla fyrir hana og mælti:
“Hvað þetta er undarlegt! Mér finnst eg
miklu fremur heyra henni til, heldur en gamla,
hræðilega manninum þarna yfir í turninum.”
Þegar hún fór yfir að leynidyrunum, varað
ist hún auðvitað að stíga á blettinn á gólfinu, en
samt sem áður fannst henni, sem hrollur færi
um hana alla.
“Það er blóð!Eg finn það á mér—eg veit
það jafnvel þótt gamla konan segði, að það væri
ekki annað en kaffi.”
Svo komst hún upp dimma stigann og inn
í svefnherbergið sitt. Hún settist á hægindastól
úti við gluggann, og sat þar hugsi litla stund.
Þunglamalegt fótatak heyrðist í stiganum.
Adrienne varð náföl, og starði skjálfandi af ótta
á skápdyrnar, eins og hún byggist við því, að
einhver ferleg afturganga kæmi þá og þegar út
úr skápnum. Svo lukust dyrnar upp, og andlit
kom í gættina, sem var nægilega ljótt til þess,
að það hefði vel getað verið afturganga; en það
brosti góðmannlega, er það sá stúlkuna. Þetta
var Pierre gamli. Hann var með fullt fangið af
brenni, og ætlaði að fara að hita upp herbergið.
Adrieiane varð glaðari, en frá verði sagt, er
hún þekkti gamla manninn. Hún þakkaði honum
fyrir hugulsemina, en hann tók þegar að kveikja
upp í eldstónni, og lét dæluna ganga á meðan.
J. H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors oi
Fresh and Frozen Fish
311 CHAMBERS ST.
Office Phone 26 328
Res. Phone 73 917
M. Einarsson Motors Ltd.
Distributors
KAISER AUTOMOBILES
The 1951 Kaiser Car is here
Built to Better the Best on the Road
IMMEDIATE DELIVERY
Showroom: 445 RIVER AVENUE
Phone 44 395 & 43 527
The BUSINESS CLINIC
(Anna Larusson)
308 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton's)
Oífice 927 130 House 724 315
Bookkeeping, Income Tax, Insurance
Mimeographing, Addressing, Typing
MALLON OPTICAL
405 GRAHAM AVENUE
Opposite Medical Arts Bldg,
TELEPHONE 927 118
Winnipeg, Man.
PRINCESS
MESSENGER SERVICE
ViÖ flytjum kistur og töskur,
húsgögn úr smærri íbúðum
og húsmuni af óllu tæi.
NEW ADDRESS:
WHITLA Bldg., 70 ARTHUR ST.
“ WINNIPEG, MAN.
C. A. Johnson, Mgr.
Gimli Funeral Home
Ný útfararstofnun hefir tekið til
starfa á Gimli.
Hún er á lst Avenue — Sími 32
Heimilissími 59
AHur útbúnaður hinn fullkomnasti.
Otfararstjóri: ALAN COUCH
--------------------------------------
Rental, Insurance and Financial
Agents
Sími 925 061
510 Toronto General Trusts Bldg.
GUNDRY-PYMORE Ltd.
British Quality - Fish Netting
60 Vietoria SL, Winnipeg, Man.
Phone 928 211
Manager: T. R. THORVALD60N
Your Patronage Will Be
Appreciated
Halldór Sigfurðsson
& SON LTD.
Contractor & Builder
•
1147 Ellice Ave.
Sími 31 670
FINKLEMAN
OPTOMETRISTS
and
OPTICIANS
Kensington Bldg.
275 Portage Ave. Winnipeg
PHONE 922 496
Vér verzlum aðeins með fyrsta
flokks vörur.
Kurteisleg og fljót afgreiðsla.
TORONTO GROCERY
PAUL HALLSON, eigandi
714 Ellice Ave. Winnipeg
TALSIMI 37 466
TBIIS. •MlkN(lli;& SIIVN
LIMITED
BUILDERS’ SUPPLIES
COAL - FUEL OIL
Phone 37 071 Winnipeg