Heimskringla - 13.06.1951, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.06.1951, Blaðsíða 1
r'"............ ' Toast Master BREAD Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s i______________________/■* L Toast Master BREAD Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s LXV ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, , 13. JÚNÍ 1951 FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Hressandi söngur Það var hressandi skemtun sem Winnipeg-búum bauðst í Sam- bandskirkjunni 6. júní. Það var orðið svo langt liðið frá því að myndarleg kórsamkoma hafði hér verið haldin, að maður var farinn að halda, að þann góða gamla sið væri verið að leggja niður, sem svo margt annað í okkar íslenzka þjóðfélagi. En þá birtir alt í einu yfir og einn úr hópi listunnenda okkar, Gunnar Erlendsson, organ- isti Sambandskirkju, hefst handa, smalar saman söngkröftum hér í bæ og norður á Gimli og efnir til mjög góðs og eftirminnilegs ís- lenzks kórsöngs. Þetta reyndist vinsælt, eins og bezt sézt á því, að hvert sæti í Sambandskirkjunni mátti heita setið góðum tíma áður en söngurinn hófst. Og svo kemur fram einn hinn stærsti söngkór, sem við höfum séð hér, af öllum íslenzkum blómarósum Gimli og Winnipeg-iborgar, í einkennisbúningi og tekur til að gæða okkur á hressandi, geðfeldum söng. Áheyrendur eru undir eins komnir í sjöunda himinn. Eg tók ekki eftir að þarna væru neinir karlmenn, þó eitthvað fyndist af þeim líka í kórnum, fyr en einn aldinn rekkur rís upp, tígulegur og bjartur ásýndum, og syngur einsöng í einu laginu, vegna fjarveru einsöngvarans sem vera átti. Eg á við Pétur Magnús, meira en hálf-níræðan mann er inn í hlutverkið stígur óundirbúinn. Við hlustuðum á söng hans, en gátum þó ekki haft augun af honum þar sem hann stóð fyrir framan okkur sem skýr mynd alls sem norrænt er og elskuvert. En svo rak hvað annað, skemtilegur söngur kórsins í heild, er í nokkrum lögum reis og samræmdist á listfengan og unaðslegan hátt og áheyrendur hreif og skemti vel. Og svo sungu Lilja og Evelyn Thorvaldson tvísöng, Elma Gíslason einsöng; Thóra Ásgeirsson lék á píanó og á fiðlu spilaði einn af nemendum Pálma Pálmasonar, í stað hans, er ekki gat sjálfur verið viðstaddur. Annar fjarverandi var Elmer Nordal sem allir sáu eftir, en ekki varð hjá komist. En hér er um svo kunn- ugt söngfólk að ræða, að segja hér að það hefði gert vel væri ekki að segja neitt nýtt um það. Þeir sem fyrir þessari skemtun stóðu og allir sem i henni tóku þátt, eiga hlýjar þakkir skilið fyrir hana frá íslendingum er við- staddir voru og nutu ánægjulegs kvölds. Gömul bygð í Manitoba Fyrsta bygð hvítra manna í Manitoba varð til með komu Sel- kirk lávarðar og þeirra, sem með honum komu unl 1812. Hér voru þá að vísu Indíánar fyrir. En hvað lengi þeir hafi verið hér, vissu menn ekki um. Nú hafa fornleifar fundist dá- lítið norður með Rauðánni hjá Lockport og Parkdale, er í fám orðum sagt, ,benda til að hér hafi verið bygð fyrir 3000 til 4000 árum. Heitir sá er fundinn gerði Dr. R. McNeish og er starfsmaður hjá National Museum. Mikið af leirvöru fanst þarna, sem gerð hefir verið fyrir 1600. Hefir alt verið sent til Ottawa til rannsóknar sem fundist hefir. Fornfræðingurinn heldur fram að hann hafi fundið jarðlög er beri vott um þrennskonar menn- ingarstig íbúanna. Á milli þess- ara menningartímabila telur hann að 1000 ár hafi liðið. Hið fyrsta þeirra, frá 1600 til baka, ber vott um skyldleika við Cree-Indíána-menningu. Á næsta tímabili hafa forfeður Assini- boine-Indíána verið hér ráðandi. Fyrir þessa tíma er hér um menn og menningu að ræða, sem til þessa hefir ekki verið kunnugt um. Þá er hvorki um leirvöru að ræða né boga og örvar, sem sýn- ir að snemma hefir verið. Kallar hann menn þessa “the Larter People", eftir örnefni á þessum slóðum. Segja vísindamenn í Ottawa, að bein sem fundist hafi frá þessum elztu tímum, séu ekki ólík beinum dýra sem uppi voru fyrir 7,000 árum. En mannabygð þarf ekki að vera það gömul. Ellistyrkurinn í Sask. Hin nýju ellistyrkslög sam- bandsstjórnarinnar sem í gildi koma 1. janúar 1952, gera ekki ráð fyrir neinni eignakönnun. Hvort hjá eignakönnun verð- ur þó komist í Saskatchewan- fylki, er annað mál. Sem stendur eru ellistyrk- þegar þar að fá 2.50 á mánuði meira en þessá$ 40.00 sem Ott- awa stjómin gerir ráð fyrir að greiða. Þetta er fólgið í ýmsu, en einkum í lækningum; fyrir lyf greiða sjúklingar ekki nema 20 per cent af kostnaði þeirra. Fylkið greiðir sjálft fyrir þessi “hlunnindi”. Saskatchewan hefir beðið Ot- tawa að taka þetta með í reikn- inginn, en eru ekki gefnar neitt góðar vonir um það. En Mr. Douglas forsætisráðh. lofar að ellistyrkurinn skuli ekki verða lægri en hann er nú. Borgi sambandsstjórn hann ekki mun fylkið gera það. En þar sem ríkir og fátækir fá nú styrkinn á komandi ári, segir Saskatchewan stjórnin að eignakönnun verði að koma til greina á nýju styrkþegunum og aðstoð fylkisins verði greidd þeim einum,' er hennar þurfi með. Þing að hausti Það þykir nú orðið sjáanlegt, að Ottawa þingið ljúki ekki starfi sínu á þessu vori, eða fyr- ir júnímánaðarlok, sem er tím- inn sem ákveðið er að það hætti. Það verður því að kalla það aft- ur saman í september. Sumum lögfræðingunum og viðskifta- »böldunum þykir þingsetan full löng og segjast ekki geta verið eins lengi við þingstörf og þörf krefur orðið. Þeir eru að reyna að láta líta svo út, sem þeir séu að vinna þingstörfin fyrir ekkert. Það er nú líka eitthvað líkt því. Kaup þeirra er 4000 dalir fyrir þing- tíman og 2000 dalir auk .þess fyr ir að verða að búa í Ottawa. En þingin eru að verða lengri en áður. Þau eru líkleg nú til að standa yfir lengur en sex mán- uði. Ef þingið sem kemur sam- an aftur í haust, stendur leng- ur yfir, en 65 daga, geta þing- menn krafst tvefalds kaups eða annara 4000 dala á sama árinu. Þá er árskaupið komið upp í 10,000 dali og hvað vilja menn meira. Það vorkenna flest blöð þing- mönnunum að verða að púla svona fyrir þessu litla þing- kaupi, 10,000 dölum. Hvernig þeir, sem ekki eru búnir að of- urselja sig djöflinum Mamm- oni, fara að geta fundið til með fátækt þessara manna, sýnir út á hvílíkt hjarn heilbrigð sið- menning og kristilegt líferni er komið. ósammála um hlutleysi Svíar eru nú í fyrsta sinni síðan stríðinu lauk, ekki alveg sammála um hlutleysi landsins. Enginn af pólitísku flokkun- um er eiginlega með Atlants- hafs samningnum. En íhaldsm., og frjálslyndi (liberal) flokkur- inn deila mjög á jafnaðarmanna stjórnina fyrir að dekra við stjórnina í Moskvu eins og hún geri. Segja að fyrir bragðið sé Svíþjóð að komast í ónáð og ó- vináttu við vestlægu þjóðimar. Æsingar út af þessu máli urðu óvanalega miklar nýlega, er fulltrúum Svía á þingi Samein- uðu þjóðanna var sagt af stjórn- inni, að greiða atkvæði á móti banni á vopnaflutningi til Kín- verskra kommúnista. íhaldssinnar og liberalar voru á móti stjórninni í þessu, sögðu það auglýsa að hún væri hliðhollari kommúnistum en S., þjóðunum. Blaðið Dagens Nýheter, sem er óháð öllum flokkum, skrifar mjög ákveðið á móti stjórninni fyrir þetta, segir sænsku þjóð- ina hina einu af Sameinuðu þjóð- unum sem utan við kommúnista- klíkunna standi, sem atkvæði greiði á móti þessu, og telur fyr- ir það muni hefnast. Það sé nú komið svo, að Banda ríkjaþjóðin hafi bannað útflutn- ing radar-áhalda, sem Svíum séu nauðsýnleg fyrir skip sín. Var þar um 8 miljón dollara vörubirgðir að ræða, sem ann- ars staðar er ekki að fá. Svíar verja nú um 210 miljón dölum á tilbúning hernaðarvöru. Að hún mínki vegna aðgerða S., þjóðanna, er óumflýanlegt. Sal- an takmarkast eða er úr sög- unni til Kína segir ofan nefnt blað. En jafnvel þó svo væri, hefðu Sameinuðu þjóðirnar keypt vopnin, ef samvinnan við þær, væri ekki eins öfug og mest gæti verið. Samvinnan væri lítil við aðra en kommúnista. Rússar segðu okkur í hvívetna fyrir verkum. Þeir eru ekki á móti vopnatil- búningi Svía. Blöð í Moskva hafa í hótunum við Svía fyrir sjálfræði og fasisma í hvert sinn er þau fréttu af einhverj- um viðskiftum við vestlægu þjóðirnar. Þau væru jöfn imp- erialista-þjóðunum í hermangi. Sænska þjóðin er eigi að síð- ur sögð mjög fylgjandi hlutleys inu. Hugmynd hennar um það er svipuð og hugmynd Banda- ríkja þjóðar um verndun ein- staklings framtaksins. En að halda því við, er að verða erfið- ara með hverju ári. Landhreinsun Stærstu verkamanna samtök- in í Saskatchewan, samtök stjórnarþjóna, sem hafa um 4000 félaga, vilja ekkert með kommúnista hafa innan sinna íélagsvébanda. % Á árssamkomu þjónanna í Re- gina, var breyting á lögum þeirra gerð, er að því lítur, að banna inngöngu í samtökin öll- um þeim, er félögum tilheyra með “annarlegum skoðunum”, er ekki neitt um að villast, að með því var átt við kommúnista. Félagsmenn eða stjórn sam- takanna, helir vald til að reka hvern, sem öðrum félögum heyr- ir til, er starfa á móti því, er lög þessi ákveða. Það segir ekki hvort fyrir- liggi nú hreinsun, eða hvort nokkra, sem nú heyra samtökun- um til, þurfi að hirta eða reka. Fulltrúi frá ísland við hátíðahöld G. T. í Chicago Nýkomið bréf frá séra Kristni Stefánssyni, Stórtemplara G. T. Reglunnar á íslandi, .færði mér þá góðu frétt, að fulltrúi heim- an af íslandi mætti, ásamt mér, fyrir hönd Stórstúkunnar á Há- stúkuþinginu og aldarafmæli Reglunnar í Chicago 13. —15. júní. Má þetta vera fagnaðarefni íslenzkum Templurum og öðr- um bindindisvinum beggja meg- in hafsins. Fulltrúinn heiman um haf verður Indriði Indriðason rit- höfundur (sonur Indriða skálds Þorkelssonar frá Fjalli); greind ur og gegn maður, eins og hann á kyn til, sem látið hefir sig mik- ið skifta bindindismál, og gegn- ir nú embætti stórfræðslustjóra í Stórstúkunni. Er það sérstak- lega ánægjulegt, að embættis- maður Stórstúku íslands tekur þátt í þessu Hástúkuþingi og hinum söguríku hátíðahöldum í tilefni af aldarafmæli Reglunn- ar. Eigi er greinarhöfundi kunn- ugt hversu lengi Indriði dvelur vestan hafs né heldur hvernig hann hagar ferðum sínum, en vonandi gefst honum þó tæki- færi til að heimsækpa eitthvað af byggðum landa sinna hérna megin hafsins. 1 þessu sambandi fer vel á því að víkja að nokkrum meginatrið um í sögu Good Templara Regl- unnar á fslandi. Hún er nú 67 ára gömul. Undirstúkur eru nú 45 með 5055 félögum, barnastúk- ur 61 með 6199 félögum; sam- tals eru því Templarar á fslandi 11,254, og er Stórstúka íslands langsamlega fjölmennasta stór- stúka í heimi — hlutfallslega — og hefir svo verið lengi. Good Templara Reglan á íslandi hef- ir unnið margþætt menningar- starf og mannúðar frá upphafi, og ávalt staðið í nánu sambandi við lífsstrauma þjóðarinnar. — Hún er aðal-bindindisfélagsskap urinn í landinu, og má óhætt telja, að hún njóti trausts og á- lits þings og þjóðar, enda hafa margir af ágætustu mönnum og konum þjóðarinnar skipað sér í sveit með Templurum. Reglan hefir verið áhrifamikill skóli í félagslegu uppeldi og hefir með mörgum hætti komið við menn- mgar- og framfarasögu þjóðar- innar. Richard Beck Veiddir 11 hvalir Hagur Eskimóa norður í Al- aska, hefir aldrei verið betri en nú. Atvinna hefir verið þar ó- þrotleg og þeir hafa gefið sig óskiftir við henni. Veiði hefir og verið góð. Á þessu vori veidd ust 11 stórir hvalir á skömmum tíma. Það hefði átt að bæta brauð einhverra og gerir það ef- laust, því pundið af þvesti fæst ekki fyrir neitt minna en $1. Messað verður í Sambands- kirkjunni á Gimli, s.d. 17. þessa mánaðar, kl. 2 e.h. Ársfundur safnaðarins verður á eftir mess- unni. DÁNARMINNING Tómas Benjamínson Hann lézt að heimili sínu í Lundar, Manitoba, .21. apríl s.l. Hann var fæddur 8. apríl 1876 á Ökrum í Mýrasýslu á íslandi. Foreldrar hans voru hjónin Benjamín Jónsson 'og Sigur- björg Oddleifsdóttir. Hann ólst upp hjá föður sínum á Akranesi. Stundaði þar sjómensku og út- skrifaðist í stýrimannafræði. Árið 1905 kvæntist hann eftir- lifandi ekkju sinni, Soffíu Jak- obsdóttir frá Laxárholti, Hraunshreppi í Mýrasýslu. Þau hjónin fluttust hingað til lands árið 1909. Dvöldu í Winnipeg, Árborg, átta ár í Elfros, Sask., og síð- ustu 24 árin á Lundar. Þau eign- uðust 6 börn. Á lífi eru þessi fjögur: Mrs. Sigurbjörg Turn- er, á heima í Winnipeg, Man., Mrs. Guðrun McWhirter, býr í Fort William, Ontario, Thor- bergur á heima í Yorkton, Sask., og Halldór, til heimilis á Gimli, Man., tvær dætur eru dánar, er hétu Helga og Bryndís. Tómas Ufa einnig tvær systur á íslandi Sigurbjörg og Gyða og ein bróðurdóttir, sem á heima í N. Dakota. Tómas Benjamínson var hinn mætasti maður, ágætlega vel gefin maður og fjölhæfur. Eins og áður er getið var hann út- skrifaður í stýrimannafræði og fékk þannig æði góða ment- un. Hann stundaði sjómennsku heima á íslandi. Eftir að hann kom til þessa lands stundaði hann smíðar, mest járnsmíði. Hann lagði gjörva hönd á margt, var ágætur rokkasmiður, eftir Eins og nú hefir fyrir alllöngu verið upplýst, tekur hinn væntan- legi kenslustóll í íslenzkri tungu og bókmentum við Manitoba-há- skólann til starfa í haust og ræt- ist þá með því hinn mikli menn- ingardraumur íslendinga vestan hafs, sem þeir áratugum saman hafa alið í brjósti; með stofnun kenslustólsins skal íslenzkri menningu reist það varnarvirki í vestri, er standa megi af haf- rót allra alda; mun þá list þeirra Egils og Snorra, eigi aðeins ná til þeirra einna, sem rót sína eiga að rekja til íslenzkra ætta, held- ur til fjölda manna og kvenna af öðrum þjóðemislegum uppruna, er gerast munu boðberar ís- lenzkrar mennngar vítt um jarð- ir og stækka með þvl landnám hins íslenzka kynstofns, og verður þá glæsilegum áfanga náð. Frá því hefir oftar en einu sinni verið skýrt, að til þess að tryggja framtíð kenslustólsins fjárhagslega, nægi eigi minni fjárhæð en $200,000. Mikið fé í þessu augnamiði er þegar komið í vörzlu háskólans, þó enn sé samstiltra átaka þörf unz því marki verði náð, sem eigi þarf að NÚMER 37. hann sá eg ágætlega velgerða vefstóla, sem leggja mátti sam- an og bera með sér eins og hand- tösku, á þeim var snildarsmíði. Margt annað mátti sjá í verk- stæði hans, frumlegt og hag- lega gert. Bar alt sem hann gerði vott um vandvirkni þá og trúmennsku, sem einkendi góð- an og sannan starfsmann og smíð. Slíkir menn eru nú að hverfa, menn sem smíðuðu fall- ega og vandaða hluti, án tillits til þess hversu lengi það tók eða hvað launin fyrir það voru lítil. Vélar og flýtir á framleiðslu hlutanna hafa tekið við. Hvað sem því líður, þá eru samt smið- ir og handlagnir menn ómissandi hverju mannfélagi. Hinar högu hendur hafa bygt upp menning- una og halda henni við. Þær hafa lyft þungum steini eftir stein og timbri eftir timbur, og hvar sem augað lítur og menn búa, ber alt vott um starf hinna högu handa. Tómas átti hagar hendur. Hendur sem ætið voru að skapa eitthvað nýtt eða end- urnýja eitthvað gamallt. Hann hafði nóg til að hugsa um og dreyma um, og hamingjustarf hans fólst í því að sjá þetta ræt- ast, verða að veruleika, verða að fallegum hlutum og þörfum. En líf hans var ekki alt strit. Hann fornaði sumu af tíma sínum vit- inu. Hann var námfús maður, prýðilega vel skynsamur og víð- lesinn, átti gott bókasafn, vel hirtar og bundnar bækur, sem auðséð var að honum þótti vænt um. Hann fylgdist vel með, en einkum voru það átthagarnir gömlu, sem honum þótti gott að frétta af. Hann sleit aldrei tengslunum við æsku sína og átthaga. Með Tómasi heitnum Benja- mínssyni er horfinn úr þessum heimi hinn nýtasti maður. Sakna hans margir en sárastur harmur er samt kveðinn að ekkju hans og börnum, sem kveðja hann nú eftir hina löngu og góðu samfylgd. Hinn góða eiginmann og föður. Hann var jarðaður frá Sambandskrkjunni á Lundar, 24. apríl og lagður til hvíldar í hinum eldra grafreit þorpsins. Friður sé með minningu hans. E. J. Melan efa að lánist, því svo er nú orðið bjart umhorfs á þessum vett- vangi vegna síaukins áhuga af hálfu almennings; þessu til sönnunar nægir að vitna í það, að nú hefir fólk vort í ýmsum íslenzkum bygðarlögum tekið sér fyrir hendur að safna heima fyrir $1000.00 fjárhæð í nafni hvers bygðarlags um sig, og verður þess vonandi eigi langt að bíða, að hvert einasta og eitt bygðarlag íslendinga á þessu meginlandi, hefjist handa í sömu átt; er þetta þegar orðið fram- kvæmdarnefnd og öðrum unn- endum kenslustóls hugsjónar- innar, óumræðilegt fagnaðarefni. Þegar fslendingar í heild taka höndum saman um fjársöfnun- ina, er óþarft að efast um árang- ur. Framkvæmdarnefndinni er ant um að skiljist, að hún er ávalt reiðubúinn, að láta bygðarlögun- um í té alla þá aðstoð, er hún ræður yfir, svo sem með heim- sóknum til þeirra og upplýsing- um í vikublöðunum. Mál þetta verður frekar rætt í næstu viku. Mikil og góð tíðindi af kenslustólsmálinu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.